Alþýðublaðið - 06.10.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.10.1939, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1939. m\ GAMLA BÍÓ I Eldflugan. Framúrskarandi skemmti leg og spennandi amerísk söngmynd, er gerist á tímum Napóleons-styrjald anna. — Aðalhlutverkið leikur hin vinsæla söng- kona Jeannette Mac Donald. Enn fremur leika: Allan Jones og Warren William. Börn fá ekki aðgang. SMAAUGLY5INGAR ALÞÝÐUBLAÐSINS Kennum alls konar útsaum og einnig að mála á silki og flauel. Bæði dag- og kvöldtím- ar. Systurnar frá Brimnesi, Þingholtsstræti 15 (steinhúsið). > * íi — „Gullf#ss“ fer á laugardagskvöld 7. okt. kl. 10 um Vestm.eyjar og Aust- firði (Djúpavog, Fáskrúðsfjörð og Reyðarfjörð) til Kaupm.- hafnar. „Lagarfoss“ fer í næstu viku vestur og norður um land til Noregs og Kaupm.hafnar. FÆST í NÆSTU BÚÐ! SIGMUND FREUD Frh. af 3. síðu. að mieð því yrði opnuð leið inn í heim sáisýkinnar — hvort sem það er sálsýki einstakiinjgs eða fjöldans — og með því yrðu þessar tilhneigingar rændar verð- mætri orku, sem snýr að veru- leikanum, til þess að Jeita þar fullnægingar óskum og þörfum, að svo miklu leyti sem það er unnt. Frá vísindalegu sjónarmiði er hér óhjékvæmilegt að beita gagnrýni og vísa á bug. Það tj'óar ekki að segja, að vísindin séu eitt svið af starfsemi manns- andans, trúarbrögb og heimspeki önnur, að minnsta kosti jafn réttmæt, og að vísindin hafi þar ekkert til málanna að leggja: að öfl pessi eigi jafnmikla kröfuáað teljast sönn og hverjum manni sé frjálst að velja, hvert hann sæki sannfæringu sína, og hverju hann trúi. Slfk afstaða er talin einkar göfug, umburðarlynd, víð- feðm og laus við þiröngsýna for- dóma. En því miður er hún iétt- væg, hún hefir sömu veilur og hver aigerlega óvísindaleg lífs- /skoðun og er í rauninni hliðstætt fyrirbrigði. Því er einu sinni þannig farið, að sannleikurinn getur ekki verið umburðarlyndur, hann ieyfir engar máiamiðlanir eða takmarkanir, og vísindin telja öll svið manniegrar starf- semi sína eiginlega eign og verða I. O. G. T. STÚKAN „SÓLEY" nr. 242. Fund- ur í ikvöid kl. 814 síðdegis á Þormóðsstöðum við Skerjafjörð. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra fé- laga. 2. Nefndarskýrslur. 3. Önnur mál. Hagnefndaratriði: Blað stúkunnar, „Neistinn", kemur út. Félagar, mætið stundvíslega. Munið: Þormóðs- stöðum við Skerjafjörð kl. 8V2- Æðstitemplar. BARNASTOKURNAR í Reykjavík hefja vetrarstarf sitt í yGóð- templarahúsinu sunnudaginn 15. október þannig: Unnur nr. 38 kl. 10 árd. niðri Bylgja nr. 87 kl. 10 árd. uppi, Svava nr. 23 kl. 11,4 e .h. niðri. Æsban nr. 1 kl. 3V2 e. h. niðri. En Iðunn nr. 92 byrjar sunnu- daginn 22. okt. kl. 10 árd. uppi, '0g fundar-tími og -dagur Dí- önu nr. 54 verður auglýstur í næstu viku. •— Allir félagar stúknanna eru beðnir að mæta á fundum og muna eftir áfölln- um félagsgjöldum eftir því sem 'ástæður heimilanna leyfa. Gæzlumenn. Teiknistofn okkar höfum við flutt af Sól- eyjargötu 9 í Ingólfsstræti 9, efri hæð (Félagsbókbandið), inngangur að norðanverðu. Helgi Hallgrímsson. Þór Sandholt. Dansleikur knattspyrnumanna. Dansleik halda knattsþymu- menn að Hótel Borg laugardag- (tnn 7- okt. kl. 9,30. Þýzkalands- förum Vals og Vikings er boðið á dansleikinn. Knattspymumenn ættu að fjölmenna á þennan dansleik, því hann verður án efa mjög skemmtilegur. því að gagnrýna miskunnariaust, þegar önnur öfl ætla að slá eign sinni á einhvem hluta veruleik- ans.“ Sigmund Freud verður eflaust ávallt talinn einn af störfelldustu afreksmönnum mannkynssögunn- ar. Allir þeir, sem treysta því, að aukinn skiiningur á manneðlinu feli í sér betra líf, munu bera djúpa virðingu fyrir starfi hans. 28 .sept. 1939. Ármann Halldórsson. Aths. Ritstjóri Alþýðublaðsins bað mig að rita grein í blaðið urn Sigmund Freud og kenningar hans. Mér var Jjúft að verða við beim tilmælum, en svo stenidur á, að ég lrefi áður ritað unr Freud í almanak Þjóðvinafélags- ins. Og þar sem þessari grein gr svinaður stakkux skorinn, hefi ég leyft mér að felia kafla úr henni lítiÖ breytta inn í þessa grein. Á. H. NOKKUR MINNINGARORÐ UM JÓN EINARSSON Frh. af 2. síðu. mæta manns, þá veit ég að bjart hefir verið í hinum nýja heimi, því hann ávaxtaði það pund, sem honum var fengið til geymslu. Blessuð sé minning þín, kæri vinur. Jón S. Jónsson. Auglýsið í Alþýðublaðinu! .......................j Svaðilfðr brezks kafbáts í Norðnr- ; sjðnum. Var heilan dag á j mararbotni. I-ONDON í morgun. FÚ. !; REZKUR kafbátur |; héfir lent í svaðilför ;j Íí Norðursjónum. Lá hann ;; heilan dag á mararbotni ;j og rigndi yfir hann djúp- ;j I; sprengjum. Um tíma jj j| komu tvær á mínútu. j; í; Loks gat hann haft sig j! ;; upp á yfirborðið. Var þá j; ;j útsýnisturninn („periskop- j; ;j ið“) farinn, loftskeytatæk- ;; ;j in biluð og vélin biluð, ;j j þannig að hann gat ekki ;j j kafað aftur. jj j; Eftir fimm klukku-'j h stunda viðgerð á vélinni ;j komst hann heimleiðis á j; ;j yfirborði sjávar, og fundu ;j ;j brezk beitiskip hann í dög- jj ;j un. jj Fimmti maðurinn bætist við í pjófa félagið. MÝLEGA var hér í blaðinu sagt frá umfangsmiklu þjófnaðarmáli hér í bænum, sem fjórir menn hefðu tekið þátt í. Nú hefir lögreglan handsamað fimmta manninn, sem við þetta mál er riðinn. — Heitir hann Guðmundur Ein- arsson, Laugavegi 27 A, 48 ára gamall. Hefir hann tekið þátt í ýms- um þjófnuðum með Sigmundi. Með honum gerði Guðm. inn- brot í Veiðarfæragerð íslands, þar sem þeir stálu 30 nýjum línum. Þá höfðu þeir félagar stolið allmiklu af hveiti úr geymslu Alþýðubrauðgerðar- innar. Tók framkvæmdastjóri hennar eftir því, þegar í stað, og kærði til lögreglunnar. Eru sífelt ný innbrot að sann- ast á þá félaga og er rannsókn þessa máls ekki lokið enn. Dðnsbn sbipnn- ni sleppt. En vörurnar voru gerðar upptækar. PARIS í Jiiorgun. FÚ. RÁ KAUPMANNAHÖFN er símað, að Þjóðverjar hafi sleppt dönsku skipunum, sem vonu í haldi í Þýzkalandi, en að þeir hafi gert farmana upptæka. I Berlin er því haldið fnam, að hinu svokallaða verzlunarstríði gegn kaupförum verði haldið á- fnam misbunnarlaust, hvað svo sem hlutlaus lönd segi eða geri, á meðan að BnetLand ekki breytir bannvörulista sínum. I DA6 Næturlæknir e:r -Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apótieki. Næturvarzra bifreiða: Aðal- stöðin. BELGIA ÖTTAST ÁRAS Frh. af 1. síðu. blöð, sem um þetta ræða í dag, hallast að því, að Þjóðverjar séu að leita að einhverju sér til af- sökunar, ef þeir standa ekki við loforð sín um að virða hlutleysi Hollands og Belgíu. STRÆTISVAGNAR Frh. af 1. síðu. ins en að bæjarráðið hafi ein- mitt fallizt á þá hækkun, sem félagið hafði farið fram á. Jón Axel Pétursson hóf um- ræður um þetta mál á fundin- um í gær og vítti hina gífurlegu hækkun. Bar hann fram tillögu þess efnis og skoraði á hlutað- eigendur að lækka fargjöldin aftur. Bjarna Ben. fannst þessi tillaga of ákveðin og bar fram aðra, sem var í raun og veru spurning um það, hvort hækk- unin hefði ekki verið of mikil. Og var það samþykkt. Hækkun fargjaldanna er á- kaflega óvinsæl, enda geta menn ekki fundið afsökun fyr- ir henni. % VerfeamaniDafélag Hafnarfjaroar heldur félagsfund í kvöld kl. 8V2 í bæjarþingsalnum. Til um- ræðu verða atvinnumál og fé- iagsmái. Fömmenn, Dimmuborgir I. hedtir ný skáld- saga, eftir Elinborgu Lárusdóttur, ‘sem kom á bókamarkaðinn í gær. Skáldsa'ga þessi styðst við þjóðlegt efni og gerist á siðari hluta 19. aldar. Þetta er fyrsta bindið af þremur. Bókin er 322 biaðsíður að stærÖ, en á forsíðu bökarinnar er teikning eftir gamla förumanninn Söiva Helgason. — Bókin er prentuð í Félagsprent- smiðjunni. fíeyrði ég í hamrmum heitir ljó'ðabók eftir Sigurjón Friðjónsson skáld á Litiulaugum, sem kemur á bókamarkaðinn i dag. Bókarinnar verður getið síðar. Guðspekifélagar! Fyrsti fundur septímu verður í kvöld kl. 9 í húsi félagsins við ingólfsstræti. Grétar Fells flytur eriindi: Frá manni til guðs. S. G. T. Eldri dansarnir byrja aftur starfsemi sína með dansleik laugardaginn 7. okt. í G. T,- húsinu. Kommúnistar agentar Hitlers á Frakklandi. LONDON í morgun. FÚ. 43 kommúnistar í Frakklandi verða leiddir fyrir rétt vegna ummæla í ritlingi, sem nefnist „Friður þegar í stað“ og um- mæla í bréfi til forseta fulltrúa- deildar þingsins, Herriot. í bréfinu krefjast þeir þess, að þingið verði kallað saman þegar í stað til þess að ræða friðarsamninga. íbúð 2 herbergi og eidhús óskast nú þegar. Nokkurra mánaða fyrirfrain- greiðsla, ef óskað er. Upplýsingar í síma 1678. Útbreiðið Alþýðublaðið! tm nýja bio a H.imingjan 1 ber að dyrim. 8 Amerísk skemmtimynd frá Fox- Aðal'hlutverkið leikur SHIRLEY TEMPLE ásamt Charles Farrell, Joan Davis o. fl. Aukamynd: Talmyndafréttir. Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim mörgu vinum mínum, er heiðruðu mig á margvíslegan hátt á 70 ára afmælisdegi mínum, þann 4. október, og gerðu mér daginn alveg ógleymanlegan. Þorsteinn Þorsteinsson. Ný bók: > Sól og syndir eftir SIGURD HOEL, íslenzkað hefir KARL ÍSFELD. Sagan gerist í norska skerjagarðinum og er nútíma saga í orðsins fyllstu merkingu, og einhver allra skemmtilegasta og vinsælasta skáldsaga á Norðurlöndum. Aðalútsala: Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Athyglisvert. Vil kaupa Bessa samla og HeiðarbýliS III.—IV. — Vegna pláss- leysis þyrfti ég að brenna allmiklum bókaslatta. Verða því seld- ar næstu daga fyrir sama sem ekkert. BENJAMÍN SIGVALDASON, LAUG. 18. | NÝ BARNABÓK : '' Hollin bak við hanarana eftir Ármann Kr. Einarsson. Fæst hjá öllum bóksölum. Verð 1 kréna. Bókaverzlun Heimskringlu. Laugavegi 38. Sími 5055 HEFIR VESTUR-EVRÓPA VER- IÐ OPNUÐ BOLSÉVISMANUM EÐA AUSTUR-EVRÓPA NAZ- ISMANUM? Frh. af 3. síðu. um munar.“ — En ef maður á að taka þessa setningu alvar- lega, munu kommúnistar hætta á að beina sókn sinni á móti nazismanum og kommúnista- flokkarnir hafa þar með að minnsta kosti afsalað sér hinu margyfirlýsta forystuhlutverki meðal vinstri aflanna á móti illvígasta og afturhaldsamasta hluta auðvaldsins, nazismanum, sem sjálfur Stalin bannfærði áður fyrr sem grimmasta fjanda verkalýðsins. Hér eftir mun enginn tala í alvöru um andfasistiska og lýðræðissinn- aða samfylkingu undir forystu kommúnista. Hvað er þá orðið af starfs- sviði þessara flokka, sem áður töldu sig forystulið allrar al- þýðu í öllum löndum? Víst er það, að alþýða allra landa held- ur áfram að telja nazismann erkióvin sinn og mun gera það þar til yfir lýkur. Þeir, sem ekki vilja halda áfram baráttu gegn fasisma svo ,,um munar“, hafa ekkert að gera í fylking- um alþýðunnar, enda þótt þeir beri bolsévíkatitil. í lok greinar sinnar lætur Laxness þess getið, að samvirk- ur iðnaður, samyrkjubúskapur og sósíalistisk menningarvið- leitni muni halda áfram í Sov- ét-Rússlandi. Vér vonum að svo muni verða. En vér vitum, að í Nazi-Þýzkalandi heldur á- fram andlegt ófrelsi, kaupkúg- un og andlegar og líkamlegar pyntingar á öllum þeim, sem dirfast að tala og haga sér öðru vísi en böðlum Hitlers er að skapi. Grundvallarstefna nazismnas er sú sama og áður, þrátt fyrir þýzk-i-ússneska „griðasáttmál- ann.“ En þýzk alþýða berst á móti Hitlerstjórninni og þráir frels- ið, og leynilegar útvarpsstöðv- ar flytja heiminum óskir og vonir hinna undirokuðu og rétt- lausu í þriðja ríkinu. En þær óskir fá enga áheyrn í sölum Stalins; hann styrkir stjórn Hitlers og birgir hana upp að hráefnum. En allt um það spá flestir hruni nazismans og nýrri valdatöku alþýðunnar í Þýzka- landi. Framþróunin gengur á móti inræði og afturhaldi. En bolsévisminn er ekki með í þeirri framþróun nú. Baldur Bjarnasoa. Aðeins S sðludagar eftir. Frestíð ekki y * fram á sfðustu stundu að endurnýja. — HAPPDRÆTTIÐ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.