Alþýðublaðið - 07.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 7. OKT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Svamrnir. Hún vissi, að netlur spruttu í kirkjugarðinum, en hún varð að tína þær sjálf, og hvernig átti hún að komast þangað? Hún læddist út í garðinn mánabjarta nótt, fór eftir eyðilegum trjágöngum út í kirkju- garðinn. Þá sá hún margar galdranornir sitja á einum legsteininum. Þær klæddu s/g úr tötrum sínum, eins og þær ætluðu að baða sig, svo grófu þær með mögrum fingrunum ofan í grafirnar og tóku upp líkin. Lísa varð að fara fram hjá þeim, og þær gáfu henni hornauga, en' hún las bænirnar sín- ar, tíndi netlurnar og bar þær heim til hallarinnar. .1 JMMJUiWMuiwwMMummii SE" Þorbjðrg finðjöis UMRÆÐUEFNI ððttir bankagjaldheri íædd 29. nóv. 1899, dáin 25. sepí. 1939. MiiiiBiiigarsrð. EG fer heim til pabba og mömmu í sumarleyfinu mínu,“ sagðir þú við okkur vor éftir vor. Hér er gott að vera, en heima er bezt, þar sem Skagafjörður „skín við sólu“ og aldurhnign- ir foreldrar biðu opnum örm- um. Hér var gott að vera, þar sem þú ávannst þér traust og tryggð vina þinna og ræktir hin á- byrgðarmiklu störf af alúð og skyldurækni. En svo var það allt í einu, einn hráslagalegan, dapran okt- óbermorgun, að við vinir þínir vöknuðum til meðvitundar við þær staðreyndir, að þú værir horfin á brott, og þú yrðir þennan dag flutt sem liðið lik, norður til heimkynna þinna, heim til mömmu og pabba. Við undruðumst þennan dapra og þungbúna októberdag, hversu brátt för þína bar að. Þú, sem enn varst svo ung, og eftir því, sem okkur öllum virt- ist, svo hraust og lífsglöð, En enginn ræður sínum næt- urstað eða flýr sitt skapadægur. Við vissum, að einmitt þú gerðir þér ljósari grein fyrir þessum lífssannindum en við hin, sem lifum þessi ömurlegu haustdægur. Við vissum, að þú varst viðbúin, — þú, sem ávallt varst svo viss og örugg. — En heima er bezt, og nú ert þú horfin norður yfir Vatns- skarð. — Horfin þangað, sem bíður þín sólarsýn. Arngrímur Kristjánsson. Hammgjan ber að dynim, héitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir um þessar inundir. Er þa'ð Síkemmtimynd frá Foxfélaiginu. Aðalhlutverkm leika Shirley Temple, Charles FarrelJ og Joan Davis. Auglýsið í Alþýðublaðmu! Heita vatnið í Verkamanna- bústöðunum, heilabrot íbú- anna og félagsstj. Upp- þvotta- og matarvatn og kolareikningar. Sláturtíðinni lokið. Óvenju litlu slátrað og óvenju mikil eftirspurn. — Hvað heitir Smigly Rydz? — og hvers vegna þegir Héðinn þó Þjóðviljinn tali? ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— HEITA VATNIÐ í Verkamanna- bústöðunum virðist hafa valdið nokkrum heilabrotum bæði hjá íbúunum ogr félagsstjórn. Til þessa hefir heita vatnið verið svo að segja alltaf fyrri hluta dags og húsmæður því getað notað það bæði í mat til uppþvotta og ann- ars. Þetta hefir verið ákaflega þægilegt fyrir fólk. Þá hefir heitt vatn og verið á laugardögum all- an daginn og fyrri hluta sunnu- dags. ÞEGAR STRÍÐIÐ brautzt út var fyrirsjáanlegt, að kol myndu hækka stórlega í verði, og það hlaut auðvitað að koma niður á íbúunum í Verkamannabústöðun- um eins og öðrum. Hins vegar var vont að búast við því að þurfa að sitja í kulda í frostum í vetur. Það var því sjálfsögð ráðstöfun að minka heita vatnið, og nú hefir það alveg verið tekið af á morgn- ana, en hins vegar verið ákveðið að hafa heitt vatn á laugardögum í nokkra tíma til skiptis á bygg- ingaflokkana, en þeir eru þrír. ÞETTA ER ALVEG sjálfsögð ráðstöfun og ekki líklegt annað en fólk sætti sig vel við hana. Það er reynt að láta óþægindin koma sem minnst við fólk og það er að- alatriðið að fá þó heitt vatn einu sinni í viku, svo að hægt sé að fara í bað. Vegna hinna óvenjulegu á- stæðna verður að svifta íbúana þeim þægindum, sem fæstir bæj- arbúar hafa haft, að hafa alltaf heitt vatn í krananum, en við því er ekkert að gera, og það er ólíkt betra en að þurfa að borga kola- reikninga upp á marga tugi króna um hver mánaðamót í vetur. SLÁTURTÍÐINNI er að verða lokið. Síðasti slátrunardagur er á mánudaginn kemur. Undanfarna daga hefir verið mikil ös hjá Sláturfélagi Suðurlands og vegna fremur slæmra aðstæðna við af- greiðsluna hefir verið mikill troðn ingur þar, svo að stundum hefir jafnvel horft til vandræða. En á- stæðan fyrir því að afgreiðslan ei' svona, er sú, að venjulega er svo geysimikið afgreitt um símann. AÐ ÞESSU SINNI er allmiklu minna slárað en undanfarin haust. Margar ástæður eru fyrir þessu. Fyrst og fremst mun ástæðan vera sú, að mæðiveikin hefir á undan- förnum árum eytt mjög fjárstofni DAGSINS. bænda, svo að rýrnun hlýtur að koma fram. Bændur vilja reyna að koma sér upp nýjum fjárstofni. Þá hefir heyskapur gengið ágæt- lega í sumar og bændur geta því sett ríflega á. Loks óttast bændur aukna dýrtíð og slátra því miklu meira heima en áður hefir verið gert. Þá er sagt, að einstaka ka.up- menn hafi farið austur um sveitir og boðið bændum hærra verð fyr- ir fé en hér er greitt og hafi þeir selt þeim. HINS VEGAR hefir almenning- ur undanfarið sótt fastar að fá slátur en nokkru sinni áður, og veldur því líka óttinn við vaxandi dýrtíð, en sláturkaup eru yfirleitt góð matarkaup. Mér er ekki kunn- ugt um hvað miklu er búið að slátra, en það verður áreiðanlega miklu minna en áður. Er þetta slæmt, því að einmitt nú þurfum við að lifa sem allra mest á inn- lendum afurðum. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS byrjaði að aka slátri til kaupenda 13. september og lengi var tekið við pöntunum um símann. Þessu er nú hætt. Ástæðan var sú, að það tókst ekki einu sinni að afgreiða alla þá, sem komu niður eftir með ílát sín og báðu um slátur.. Mörg ljót orð hafa fallið í troðningnum hjá Sláturfélaginu. Einn gamall karl sagði í troðningnum á laugár- daginn: „Pétur Halldórsson hatar allt skipulag. Það ætti að sækja hann og lofa honum að standa hér í troðningnum, þá fengi hann að kynnast hugsjón sinni, skipulags- leysinu, í framkvæmd!" „FRÓÐUR“ skrifar mér: „í hinni ágætu grein „kennara" í Al- þýðublaðinu í gær um framburð- inn í útvarpinu spyr hann að því, hvers vegna „sterki maðurinn í Póllandi“ sé ýmist kallaður Rydz- Smigly eða Smigly-Rydz og sama kvöldið séu notaðar báðar útgáf- urnar. Það er næsta eðlilegt að menn spyrji svona jafnoft og það kemur fyrir bæði í blöðum og út- varpi, að skipt er um ’orðin í heiti herforingjans. En hvorugt er rangt og því hvorttveggja jafnrétt. Skírnarnafn herforingjans er Rydz, en Smigly er viðurnefni og þýðri „hinn djarfi", og er hann þannig ýmist nefndur djarfi Rydz eða Rydz djarfi. Viðurnefni slík sem þessi voru algeng í her Pils- udskis, og var Rydz-Smigly einn af . nánustu samherjum hans og starfsmönnum.“ „MARGIR ERU HISSA á því, að Héðinn, þessi eini, sem allir þekkja, skuli ekki hafa látið Ijós sitt skína í blaði sínu út af sam- blandinu við nazismann. En skýr- ingin mun vera sú, að þessi mál heyra undir formanninn inn á við, þótt ótrúlegt sé, og Héðinn hefir því ekkert að segja!“ — Þetta seg- ir „einn, sem fór“ í bréfi til mín í gær. Annað úr bréfi hans um inn- byrðismál „hins sameinaða" er ó- þarfi að birta, þó að mörgum myndi þykja það broslegt. Hannes á horninu. BgBdjHdismálavikan: Fyrsta Mdið. INDINDISMÁLAVIKAN hófst í fyrrakvöld kl. 8V2 í fríkirkjfunni, og var þar margt manna mætt- Friðrik Á. Breickan áfengismáiará'ðanautur og fyrr- verandi stórtempiar setti sam- komuna. Hann minnti á þá erfiðu tíma, er væru framundan. Að mest væri talað og riíað um að spara. Það væri ekki að lasta; en því ekki að spara það óþarf- asta og um iei’ð það hættulegasta þ. e. áfengið? Á s .1. 5 árum hefði þjóðin eytt 16 milljónum fyrir áfengi, og allir þekktu af- leiðingarnar af slíku rá’ðlagi. Hvað myndi sagt, ef slík upp- hæ’ð væri tekin með sköttum og vari’ð tii menningarmála? En hvílík breyting! Nú væri viku- tíma vari’ð til þess að fá lands- Safaaðerfiindur verður í Dómkirkjunni á morg- un kl. 8V2 síðdegis. Fundarefni: 1. Ákvörðun tekin um legkaup í kirkugörðum Reykjavíkur. 2. Páll ísólfsson organleikari flytur erindi um kirkjutón- listarmótið í Kaupmanna- höfn í sumar. 3. Önnur mál. SÓKNARNEFNDIN. fólki’ð og ekki sízt höfuðstaðar- búa tii umhugsunar og starfs til umbóta um þessi mál. Næstur tala'ði fjármálaráðherra Jakob Möller. Hann vitnaði í vís- dóm og umsögn hins spaka Sa- iómons: Hver æjar? hver veinar? hver fær sár að þarflausu? — Hversu lengi ætla þeir fávísu að elska fávísi,’ aö hata þekkingu? f þrjú þúsund ár hefir þessi kenning sta’ðið stöðug, og ennþá dýrka menn áfengi. Og þá er eina örugga- ráðið að taka aldrei fyrsta staupi’ð, snerta aldrei á- fengið. Þá talaði biskup landsins, Sig- urgeir Sigurðssou. Hann minntist þeirra, er liggja við veginn, hinna sjúku og ósjáifbjarga. Hann kvaðst hafa spurt bðrn, hverjir lægju fleiri við veginn en þeir. Lítil stúlka svaraði; drykkju- mennirnir. Hún skildi af reynslu, hvert erlíf þeirra og þeirra heim- iia. Hann sagði, að víða væri vaknaður áhugi ieiðandi rnanna fyrir baráttunni móti áfenginu. Nýiega . hefði forsætisráðherra Fi'ina haldið leftirtekíarverða 'æ’ðu um það, að Öil góð ðfl ættú aö beita sér fyrir útrýmingu áfengisins; það viidi kirkja ís- lands gei'a. Ef þessi' 12 samibönd, sem standa að bindindismálavik- unni, vinna öll vel framvegis að þessum málum, niá vænta mikils árangurs. Það. liggju margir særðir við veginn. Við verðum a’ð bjarga þeirn. Guð vill að við gerum það, Næstur talaði Helgi Elías- son í forföllum fræðslumála- stjóra, sem var veikur. Hann thinnti á vilja skólanna og skóla- manna til urnbóta á þessu sviði, vi'lja og störf fræðslumálastjóra, kennsiubók, er út hefði verið gefin og ætti. aÖ no ta. Að áfeng- ið væri skæðasti óvinur lærdóms og þroska. Dr. Heigi Tömasson skátaböfð- ingi talaði næst. Var ræ’ða hans sköruleg og ákveðin. Hann benti á þau vina og fjölskyldusár, er áfengið bakaði, ásamt öllu öðru tiöni. Hann Iýsti undrun sinni yf- ir þvi, að þegar allt væri svo að oegja sparað og takmarkað, þá væri áfiengið selt jafn hindrunar- laUst og á’ður. Það væri þó vara, sem rnætti spara. Kaiiakór Reykjavíkur söng nokkur lög, vel að venju, og öll- um til ánægju, og Páll Isólfsson, organisti dómkirkjunnar, lék að sí’ðustu á orgel af venjulegri list. Vikan byrja’ði vel- KvöIdiÖ var ánægjuiegt og hrífandi. Það ríkti yfir því alvara og festa, sam- boðin því verki, sem á að vinna. Sjómenn, sem ætla að taka þátt í nám- skei’ði Sundhallarinnar í björgun- arsundi, eru áminntir um það, að námskeiðið helst næstkomandi ítiánudag, 9. þ. m. kl. 9 f. h. Eins og áður er getið, þurfa sjó- menn ,sem taka þátt í námskeiöi þessu, eigi að greiða kennslu- gjald. Upplýsingar á skrifstofu Sundhailarinnar, sírni 4059, kl. 9—11 og 2—4. Giímumenn Ármanjas. 1. æfing verður í íþróttahúsinu ikl. 8 á laugardag í atóra salnutn. Bæði byrjendur og v»nir maati. GjHARLES NORDHOFF og JAHflES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. ®8. Karl ísfeld íslenzkaði. anna var skip Hans Hátignar Hector, og 21. júní 1792 vorum við fluttir um borð í Hector, en þar áttum við að bíða eftir herréttinum. Þennan dag var skýjað loft og rigningarlegt. Það var töluverður stormur og öldugangur. Þegar við fórum fram hjá skipunum, var þéttskipað fólki fram með öllum borð- stokkum. Allir voru að horfa á okkur. Við vissum vel, hvað þeir hugsuðu: — Hamingjunni sé lof, að við erum ekki í þessum bátum þarna! Við fengum mjög hátíðlegar móttökur um borð í Hector. Báðum megin við landganginn stóðu hermenn i tvöföldum röðum með byssustingi á byssunum. Enginn mælti orð frá vörum, þegar við stigum á skipsfjöl. Það var enginn vafi á því, að við litum út eins og sjóræningjar, svona illa útleiknir. Sumir okkar voru berhöfðaðir, aðrir skólausir. Við vorum leiddir til vopnaklefans aftur á skipinu, og eftir þetta var farið með okkur eins og við væum menn. Við höfðum enga hlekki, hvorki um hendur né fætur, og gátum gengið um klefann eins og okkur lysti. Við fengum góðan mat og góð rúm til þess að sofa í. Og það mátti furðulegt heita, eftir þá meðferð, sem við höfðum orðið að sæta, að við vorum allir heilbrigðir. Aldr- ei hafði neinn okkar fanganna veikst, enda þótt margir skip- verjanna af Pandora hefðu veikzt. Edwards hefir sjálfsagt hrósað sér af því, að við fangarnir vorum heilbrigðir, en það var óverðskuldað. Við vorum ekki heilbrigðir vegna meðferð- ar hans á okkur, heldur þrátt fyrir meðferð hans á okkur. Við höfðum ekki verið meir en klukkutíma um borð í Hect- or, þegar ég var kallaður inn til Montague skipstjóra, en hann var yfirmaður þessa skips. Hann sendi varðmennina burtu og bauð mér sæti vingjarnlega, Það var ekki minnzt á upp- reisnina. í fjórðung stundar talaði hann við mig kurteislega, eins og ég hefði verið einn af yfirmönnum hans, sem hann hefði boðið til miðdegisverðar. Hann lagði fyrir mig margar spurningar viðvíkjandi því, er Pandora fórst, og þeim ævin- týrum, sem við lentum í eftir það. Hann hafði bersýnilega mikinn áhuga á því máli, en þó þóttist ég viss um, að hann hefði ekki kallað mig inn aðeins til þess að rabba við mig um þetta mál. Að lokum opnaði hann skúffu í borðinu og tók þar fram bréfaböggul, sem hann fékk mér. — Ég hefi hérna fáein bréf til yðar, herra Byam. Þér megið vera hér svo lengi sem þér óskið. Þegar þér eruð tilbúinn, þurfið þér ekki annað en opna hurðina og segja varðmannin- um til. Því næst yfirgaf hann mig og með skjálfandi hendi opnaði ég blaðaböggulinn. Þar var eitt bréf frá Sir Joseph Banks, ritað fyrir fáeinum dögum, er hann hafði fengið vitneskju um komu Gorgous. Hann tilkynnti mér, að móðir mín hefði látizt fyrir sex vikum, og lét fylgja bréf, sem móðir mín hafði skrifað nóttina áður en hún dó. Gamia þernan okkar, Thacker, hafði fært honum. Ég var Montague skipstjóra mjög þakklátur fyrir að hafa leyft mér að dvelja einum í hálfa klukkustund í klefa hans, en ég fann enga huggun hvorki þar né annarsstaðar. Öll þau ár, frá því Bounty lagði af stað frá Englandi, hafði enginn dag- ur liðið svo, að ég hugsaði ekki til móður minnar og þráði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.