Alþýðublaðið - 09.10.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.10.1939, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBIA RITSTJéRI: F. R. VALBEMARSSON KX, ÁRGANGUR ÚTGEPANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN MÁNUDAGUR 9. OKT. 1939. Sovét«RAssland teygir ærnar eltir Finnlandi eimtar finnskan samningamann sendan til Moskva. Samkomulaglð um stríðs- trrapp od striðsðhættn þiknun fyrirsjimennina. -----------------«.--------------_ Samningar voru undirritaðir á laugardag SAMNINGAR tókust milli sjó- manna og eimskipafélaganna á iaugardag, og er því ekki lengur skipunum neitt að vanbún- aði að sigla, hvað þetta snertir. Hins vegar er enn eftir að semja fyrir togaramenn, en hvað kjör þeirra snertir eru samningar ekki eins víðtækir vegna þess að stríðs- trygging og áhættuþóknun er á- kveðin með gerðardómnum fræga. Ákvæðin um þessi atriði í gerð- ardómnum voru byggð á hugsan- legum aðstæðum, en ekki á núver- andi ástandi. Munu togarasjómenn því vona, að þessum ákvæðum verði breytt í samræmi við það, sem stéttarbræður þeirra á verzl- unarskipunum hafa nú náð með frjálsum samningum, enda mælir öll sanngirni með því að kjör tog arasjómanna verði hin sömu og kjör skipverja á verzlunarskipun- um. í dag kl. 5 hefjast þessar samningaumleitanir. í þeim samningum, sem nú eru nýafstaðnir, unnu öll félög sjó- manna saman sem einn maður væri. Spurðí Alþýðublaðið í morg- un Sigurjón Á. Ólafsson hvað hann segði um þetta samstarf og samningana í heild, og kvað hann sjómenn vera ánægða með árang- urinn. Samningurinn. Vegna hinna fjöldamörgu sjó- manna, sem samningurinn nær til, birtir Alþýðublaðið hann hér á eftir orðréttan: „Sjómannafélögin: Sjómannafé- lag Reykjavíkur, Vélstjórafélag íslands, Stýrimannafélag íslands, Félag ísl. lofskeytamanna og Mat- sveina- og veitingaþjónafélag ís- lands annars vegar og skipafélög- in: Eimskipafélag íslands h.f., Skipaútgerð ríkisins, Eimskipafé- lag Reykjavíkur h.f., Útgerðarfé- lag Kea h.f. og Eimskipafélagið ísafold h.f. hins vegar gera með sér svofelldan samning um stríðs- áhættuþóknun og stríðstryggingu vegna yfirstandandi Norðurálfuó- friðar: 1. gr: Stýrimenn, vélstjórar og loftskeytamenn, sem teljast yfir- menn, fái uppbætur sem hér skal greina: a) Fyrir siglingar á pólskar og þýzkar hafnir er greitt 200% í uppbót. Þessi uppbót er reiknuð frá byrjun þess sólar- hrings, þegar skipið fer fram hjá Falsterbo og hættir í lok þess sólarhrings, þegar skipið fer aftur fram hjá Falsterbo á vesturleið. Ef skipið fer frá þýzkri eða pólskri höfn til ann- arrar Eystrasaltshafnar er þó hætt að greiða uppbótina þegar skipið fer yfir línuna Memel— Falsterbo. Ef skipið fer frá þýzkri eða pólskri höfn í gegn um Stórabelti eða Litlabelti. er hætt að greiða uppbótina þeg- ar skipið fer inn í Stórabelti eða Litlabelti eða öfugt. Fyrir siglingar annars staðar í Eystrasalti er greidd 100% uppbót. b) Fyrir siglingar á Norðursjón- um og Atlantshafinu er greidd 200% uppbót milli 12. gr, austl. lengdar og 20. gr. vestl. lengdar, 65 gr. norðl. breiddar og 30. gr. norðl. breiddar. Þessi uppbót er greidd frá byrjun þess sólarhrings þegar skipið fer inn á hættusvæðið og til - loka þess sólarhrings þegár skipið fer út úr hættusvæðinu. c) Fyrir siglingar til landa í Mið- jarðarhafinu, sem ekki eiga í stríði, er greidd 100% uppbót. Fyrir siglingar til landa í Mið- jarðarhafinu, sem eru í ófriði, er greidd 200% uppbót. Upp- bótin byrjar þegar siglt er fram hjá Gíbraltar resp. (eða) Port Said. d) Fyrir siglingar, innan svæðis, sém markast af 65° N.br. og 10° N.br., 70° V. lengdar og 20° V. lengdar, skaL greiða 100 % áhættuþóknun. 2. gr: Áhættuþóknun samkyæmt 1. gr. skal greiða fyrir þann tíma, sem skip er statt innan áhættu svæðis, nema meðan það liggur í höfnum hlutlausra þjóða að und- anteknum höfnum Belgíu og Hol- lands. Fyrir slika dvöl skal greidd áhættuþóknun sbr. 1. gr. ali'ð. — Strandsiglingar við ísland eru undanskildar áhættuþóknun. 3. gr. A: Að öðru leyti en því, sem ræðir um í 3, gr. B, 4. gr. og 5. gr., skal til grundvallar útreikn- ingi á áhættuþóknun leggja mán- aðarlaun þau, sem skipverjum eru greidd samkvæmt gildandi samn- ingum, að meðtöldum öllum auka- greiðslum. Áhættuþóknun reikn- ast þó ekki á yfirvinnukaupi. 3. gr. B: Hásetar og kyná»rar fá áhættuþóknun samkvæmt 1. gr., þó þannig, að í stað 200% komi 250% og í stað 100% komi 125%. Þóknunin miðast við 235 krónti mánaðarkaup hjá hásetum og 275 króna kaup hjá kyndurum, 4. gr: Áhættuþóknun þjóna á fyrsta og öðru farrými, aðstoðar- matsveina og þernu skal vera sam- kvæmt því, sem gilt hefir eða gilda kann á sams konar dönsk- um skipum. Leggja skal undir félagsdóm hvort 4. gr. samnings Eimskipafé- lags fslands frá 3. maí 1938 og 6. gr. samnings Skipaútgerðar ríkis- ins frá 26. maí 1935 við Matsveina- og veitingaþjónafélag fslands skuli gilda um tölu starfsfólks þrátt fyrir þá nýju aðstöðu, sem ófriður- inn hefir skapað. 5. gr: Áhættuþóknun viðvaninga miðast við 158 króna mánaðar- kaup, óvaninga við 108 króna mánaðarkaup, skipsdrengja við 70 Frh. á 4. *íðu. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. PJ' FTIR að Sovét-Rússland hefir nú kúgað smáríkin -"-* austan við Eystrasalt, Eistiand, Lettiand og Lithau- en, til þess að afsala sér raunverulega sjálfstæði sínu með því að leyfa rússneskar herskipahafnir og flug- stöðvar innan landamæra sinna og veita Rússum ýms önnur forréttindi, hefir sovétstjórnin nú snúið sér til Finnlands og farið fram á það við stjórn þess, að hún sendi máhn til Moskva til þess að ræða þar ýms mál bæði viðskiptalegs og stjórnmálalegs eðlis, sem snerta sambúð Sovét-Rússlands og Finnlands. Finnska stjórnin hefir þegar ákveðið, að verða við þessari málaleitun og er búizt við því, að hún velji til fararinnar sendiherra sinn í Stokkhólmi, Passakivi, sem sagður er mjög kunnugur Sovét-Rússlandi og stjórnmála- mönnum þess. Fréttin um þessa málaleitun Rússa hefir vakið mik- inn óhug á Norðurlöndum. — Að vísu er enn ókunnugt, ? hvaða kröfur sovétstjórnin muni gera til Finnlands, og ekki búizt við, að þær muni verða látnar uppi, fyrr en fulltrúi finnsku stjórnarinnar er kominn til Moskva. En menn eru, eftir samningaha milli Sovét-Rússlands og Eystrasaltslandanna, búnir við hinu versta, og orðrómur gengur um það, að Rússar muni að minnsta kosti heimta, að Finnland láti af hendi nokkrar smáeyjar úti fyrir strönd sinni við Finnlandsflóa og gangi inn á breytingar á landa- mærum Finnlands og Sovét-Rússlands í Karelien (Kyrj- álum.) Utanríkismálaráðherra Finna, Erkko, lýsti því þó yfir í gær, að honum væri ekki kunnugt um, að Rússar ætluðu sér að gera neinar kröfur til landa á Finnlandi. En það er viðurkennt, að finrcska stjórnin hafi þegar kvatt mikið vara- iið til vopna. Eins stor brezkur iser og fransknriFrakkiandiaðari --------------------------- » .----------------------;—¦ ¦ Yfirlýsing brezka hermálaráðherrans. LONDON í gærkveldi. FU. FRÉTTARITARI Parísar- blaðs birtir í dag viðtal við Hore-Belisha, brezka hter- málaráðherrann, sem sagði m, a.: „Innan eins árs munum vér hafa eins marga hermenn í Frakklandi og þér." Hermálaráðherrann sagði, að herflutningarnir yrði að fara fram stig af stigi jafnóðum og hermennirnir væru búnir að fá nauðsynlega æfingu. Hann drap einnig á herflutningana til Frakklands, sem hefði gengið eins vel og á varð kosið, þar sem ekkert óhapp hefði komið fyrír. GhamberlaiD svarar Hitler ð miðvikudíig. PARÍS í gærkveldi. FÚ. í fregn frá London er frá því skýrt, að nú eftir helg- ina muni Chamberlain forsæt- isráðherra gefa nokkrar yfirlýs- ingar í neðri málsstofunni um svokallaðar tillögur Hitlers. Dagurinn er ekki fullákveð- inn, en líklegt er, að Chambter- lain muni á morgun gefa nokkr- ar upplýsingar, en sjálf yfirlýs- ingin verði ekki birt fyrr en á miðvikudag, en þangað til muni stjórnmálamenn Bretlands, Frakklands og samveldisland- anna bera saman ráð sín um það, hvíernig yfirlýsingin skuli orðuð. Þýzkur flugbátur skotinn niður yfir Norðursjónum Brezk hernaðarflugvél réðist i gær á þýzkan flugbát yfir Norö- ursjónium og skaut hann niður. Brezku flugmermimir sáu þýzku flugmennina halda sér dauða- haldi í flugvélina er hún hafði hrapað niður í sjóinn, qg sendi brezka flugvélin skeyti til skips sem nærstatt var til að bjarga Þjóðverjunum. Finnland tilheyrir Norðúrlöndum: Cajander forsætisráðherra Finna, næst yztur til vinstri, og Erkko utanríkismálaráðherra þeirra, næst yztur til hægri, í hópi hinna norrænu starfsbræðra þeirra. Yzt til vinstri Munch utanríkismálaráðherra Dana, á bak við Cajander Sandler utanríkismálaráðherra Svía, í miðj'u Koht utanríkismálaráðherra Norðmanna og yzt til hægri Ny- gaardsvold forsætisráðhterra Norðmanna. Matoælaf intningar f rá Dan- mðrku til Englands stððvast —.—?_—,— Tjónið, sem Danmðrk verður fyrirv nemur 100 þús. steriingspundum á dag. 1.1 I-- <». ' ........—' Kalundborg í gærkveldi. FÚ. FRÁ DEGINUM Á MORGUN að telja hættir öll svínaslátrun í Danmörku fyriri útflutning á enskan markað. Er þetta vegna flutningserfiðleikanna. Danir hafa undanfarið haft 7 millj- ón króna tekjur á viku af svínakjötsútflutningi sínum til Eng- lands. Útflutningur eggja og smjörs á enskan markað er teinnig stöðvaður. Útflutningur Danmerkur til Þýzkalands nam á þriðjá árs- fjórðungi þessa árs 95 milljóh- um króna, en 90 milljónum á öðrum ársfjórðungi. Er gert ráð fyrir, að allt útflutnings- verðmætið til Þýzkalands nemi hr um bil 363 milljónum það sem af er árinu. Hækkun út- fiutningsverðmætisins í |krón-v um á þriðja ársfjórðungi or- sakast einkum af krónulækk- uninni. Danska blaðið „Politiken" stegir, að siglingstöðvunin til Englands hafi í för með sér tap fyrir Danmörku, er nemi 100- 000 sterlingspundum á dag, Tjónið vegna þess, að ekki er hægt að flytja þangað flesk, nemur 50 000 stpd.. en auk þess verða eggja- og smjörframlteið endur fyrir álíka tjóni. Blaðið segir, að ef flutningar hefjist ekki af nýju, verði 6000 menn atvinnulausir. Frá Kaupmannahöfn er sím- að, að samvinnufélögin á Jót- landi hafi lýst yfir því, að taka verði upp aftur útflutninginn til Bretlands, hvað sem það kosti. Formaðurinn skýrði frá því, að fjárhagur ríkisins væri í voða, og að þrátt fyrir allar hættur yrði að finna ráð til að halda áfram útflutningi til Bretlands. Kolaveröhækkun ' sffl 19 króDor. f DAG haskkaði kola- * verðið um 19 krónur tonnið. Framvegis kostar kolatonnið því 77 krónur! Verðlagsnefnd ákvað þessa hækkun í samráði við kolasalana. Hefði hún ekki gert það, myndi kolatonn- ið hafa farið upp í 100 krónur seinna í þessum mánuði. Kol, sem nýlega komu til Keflavíkur, kost- uðu 90 krónur tonnið. Hefir vierðlagsnefnd sent Alþýðublaðinu eftirfar- andi skýringu á þessari verðhækkun: ^.,Þar sem horfið hefir yerið að því ráði að hækka verð á fyrirliggjandi kola- birgðum í bænum, vill verðlagsnefnd hér með gefa þá skýringu, að verð- hækkun þessi er ákveðin til þess að jafna verð birgðanna og nálega helm- ingi meira magns af nýj- um kolum, sem væntan- leg eru hingað inrian skamms. Kemur því verð- hækkun birgðanna bein- línis til þess að halda niðri verði hinna nýkeyptu kola." ,r###ww^w###»#»#»###>f###^ •*'•:»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.