Alþýðublaðið - 11.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.10.1939, Blaðsíða 2
MIÐVHOJDAGUR U. OKT. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Varist óþrifadýr, sem halda sig í húsakynnum manna. ------4... Veggjalúsin er útbreiddari í Reykja- vík, en bæjarbúar almennt álíta. NÚ um mánaðamótin, þegar fólk flytur úr einni íbúð- inni 1 aðra, er vert að minnast þess, að í hverju húsi, nema ef til vill þeim, sem eru alveg ný- byggð, er meira eða minna af smádýrum, sem eru til óþæg- inda fyrir þá, sem í húsunum búa. Verst af þeim öllum er veggjalúsin. Hér í Reykjavík er veggjalús sennilega víðar en menn al- mennt vita. Því bæði fyrr og síðar hefir það verið þannig, að um lýs vill fólk sem minnst tala og reynir heldur að losna við þær í kyrþey, eða flytur úr þeim íbúðum, sem veggjalúsin er í, án þess að láta hennar get- ið, og flytur fólk hana þá oft með sér, og eru ekki fá dæmi um slíkt 1 Reykjavík. En þetta er mjög illa farið og má ekki eiga sér stað, að fólk flytji vís- vitandi skaðleg skordýr úr einu húsi í annað. Og þyrfti nauð- synlega að setja lagaákvæði um þetta efni. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að hér komi hreinsunarstöð, þar sem fólk getur fengið hreinsuð húsgögn sín og aðra húsmuni og losnað þannig við veggjalús, kakalaka og önnur óþrifadýr, sem 1 þeim eru. Veggjalúsin (Cimex lectula- rius) telst til skordýranna. Hún er 4—5 mm. löng og 2—3 mm. breið. Hún er afar flatvaxin, þegar hún hefir ekki fyllt sig af blóði. Hún er brún að lit og vængjalaus. Veggjalúsin . hefir stingandi sograna, sem hún sýgur blóð með, einkum úr mönnum, en getur líka lagzt á hunda, ketti, rottur og alifugla. Hún hefir kirtla, sem gefa frá sér daunillan vökva, og geta þeir, sem þefnæmir eru, fundið það á lyktinni, ef mikið er af veggjalús í húsinu. Veggjalúsin er í felum á dag- inn, en kemur úr fylgsnum sín- um á nóttunni og ræðst þá á sofandi fólk. Ef rúmin eru höfð frammi á miðju gólfi, skríður lúsin upp á loftið í herberginu og lætur sig detta ofan á sængina. Stingur hún fólk í svefni og sýgur úr því blóð. í kringum stunguna hleypur upp hvít bóla með ó- þolandi kláða og sviða, og verð- ur fáum svefnsamt, sem fyrir því verða. Veggjalúsin getur sogið tiltölulega mikið blóð í einu og þolir sult mánuðum saman. Viðkoma veggjalúsar- innar er mikil. Eitt kvendýr getur verpt 12 eggjum á dag, eða alls 200—300 eggjum á æf- inni. Lirfurnar, sem úr eggjun- um koma, eru fullvaxnar og kynþroska eftir 6—7 vikur. Eins og aðrar lýs getur veggjalúsin borið smitandi sjúkdóma, svo sem taugaveiki, berklaveiki o. fl. Hér er því um hættulegt dýr að ræða sem ö)I- um ber skylda til að leggjast á eitt að útrýma. Hér í Reykjavík ber að til- kynna heilbrigðisfulltrúa þegar í stað, verði vart við veggjalús í húsum, og sér hann um út- rýmingu á henni. 1. okt. 1939. Geir Gígja. M árar vel bjá Deim. NÚ árar vel hjá þeim mönnum, sem trúa á dauða og djöful, spillingu, afturför og heimsendir, því nú hafa nokkr- ir glæpamenn þau völd i heim- inum. að þeir geta breytt vorri fögru veröld, sem ,,full er af dýrð drottins11 í helvítis eld og brennisteins, þar sem borgir brenna, menn engjast í kvölum, og fallbyssudrunur yfirgnæfa angistarvein hinna særðu og þjáðu. Og svo geta hinir rétt- trúuðu bölsýnismenn lyft upp raust sinni og sagt: „Já, svona er heimurinn. Geta menn nú séð, að hann er á valdi hins vonda?“ Stutt er síðan að ég hlustaði á einkennilegan ræðuflutning, og komu mér þá 1 huga orð skáldsins: „Hve megtugur trú- boði meinsemd og hel.“ Það er allt af auðvelt að veifa refsi- vendinum yfir höfði hinnar ve- sölu mannskepnu, þegar ein- hver ófögnuður steðjar að, og telja henni trú um, að hún sé haldin illum anda og í ætt við myrkravöldin, getin í synd og fædd í misgjörð eins og þar stendur skráð. Þá reka kuklararnir upp höf- uð sín á slíkum tímum og þess- um, og nota sér andlegt auðnu- leysi og trúgirni manna, til þess að láta alls konar hégiljur og hindurvitni líta út sem ein- hver guðleg sannindi, og hafa menn þannig fyrir fé. Það lítur út, eins og sakir standa, að vonska mannanna sé mikil, af því að geta þeirra er meiri til eyðileggingar, eins og líka viðreisnar, og þeir ráða yf- ir meiri tækni, en áður hefir þekkst. Um hitt þykist ég þó sannfærður, að fleiri góðvilj- aðir og líknsamir menn séu nú í heiminum en nokkru sinni áð- ur, meiri viðleitni til þess að bæta úr þörfum hinna bág- stöddu, meira af mannúð og réttlætiskennd, meira af sann- leiksleit og einlægni, já, meira af góðum mönnum á guðsveg- um, en nokkru sinni áður hefir verið. En því miður hafa örfá- ir óheppilegir menn fengið of mikil völd meðal einstakra þjóða, og hafa þeir eins og slökkt ljósið í húsinu, svo að rökkur hefir sígið á um stund- arsakir og skotið mannkyninu skelk í bringu. En þetta er ekk- ert nýtt eða óvanalegt. Meist- arinn sagði: „Gefið gætur, að þér skelfist ekki.“ Og gott er nú að minnast orða hans. Sólin er enn á sínum stað í himingeimnum, björt og heit eins og hún hefir verið, og jörðin er enn á hinni réttu braut sinni. í heimi Guðs hefir engin bylting orðið. Hann er enn við stjórn. En mennirnir eru börn, sem meiða hvert annað, þjást og gráta, en þjáningar mannanna eru engin nýjung, og úr hinni grýttu Golgatabraut þjóðanna munu þær 1 fylling tímans gera sér himnaríkisveg. Pétur Sigurðsson. Trúlofun. Ný'.ega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú María Hafliðadóttir, Framnesvegi 26, og Björn Jónc- son fiugmaður, Baldursgötu 17- Eteinorimnr Matthiasson: Frá Japan og Kíaa. TjHk EIM, sem jafna'ðarlegast -*• purfa að sitja heima, þyk- ir fátt girnilegra til fróðleiks og skemmtunar, en vel ritaðar ferða- sögur frá fjarlægum löndum eða heimsálfum. Og það er segin saga, að ef Steingrímur Matthías- sion, grípur penna í hönd og ritar fer'ðasögu, þá er gaman að lesa. Þegar Steingrimur Matthíasson hafði nýlokið læknisnáinji í Kaup- mannahöfn, ferðaðist hann sem skipslæknir til Japan og Kína. Ritaði hann þá þessa feröasögu, sem nú er út komin í einniheild. En sjálfur er höfundurinn, sem er jafn fimur með pennann og hnífinn, um þessar mundir viö Jæknisstörf úti á Nexö. „Ou est la femrne?" Hvar er kvenmaðurinn? spyr Fransmaður- inn, þegar um mikla viðburði er að ræða. Og það vantaði nú bara að ekki hefði staðið kvenmaður á bak við þessa Asíuför Stein- gríms læknis. Hann var nú ekki nema níu ára, þá, þegar ung og lagleg bóndadóttir kom til hans út í eina smárabrekkuna eða sóleyj- lalauúna í túnjnu í Odda og söng fyrir hann: Til Austurheims vil ég halda. Upp frá því hefirStein- grím alltaf langað til að kanna ókunna stigu, halda ýmist til Austurheims e'ða Vesturheims, og upp frá því hefir hann líkakunn- að kvæði og lög, mörg kvæði og mörg lög, og hann hefir enn- fremur kunnað að syngja þau. Fátt er skemmtilegra, en að fer'ðast með Steingrími Matthías- syni um fjarlæg lönd og höf, þö ekki sé nema í huganum. Hann er hinn bezti lei'ðsögumaður, hef- ir glöggt auga og fjörugt ímynd- unarafl. Ég þekki fáa, sem stíla fer'ðasögu betur en hann, því að hann nær svo vel ferðahraðanum í, stílinn. Og í Asíu, hinu mikla ævintýranna landi, bar honum margt fyrir sjónir, sem lesendur ur þessarar bókar geta séð með augum hans. K. I. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Lísa fór, en konungurinn og erkibiskupinn fóru á eftir henni, þeir sáu hana hverfa inn í kirkjugarðinn, og þegar þeir komu þar inn, sáu þeir nornirnar sitja þar. Qg konungurinn sneri sér undan og sagði: — Fólkið verður að dæma hana. Og fólkið dæmdi: — Það á að brenna hana á báli. Svanirnir. Einu sinni ennþá, í síðasta sinn, varð hún að fara út í kirkjugarðinn og sækja brenninetlur. Hún kveið fyrir að þurfa að fara, en vilji hennar var sterkur. iW&MÆ& NORPHOFF eg JAftlES NORMAN HALL: UppreisniMi á Bounty. 91. Kari ísfeld ísleazkaði. allir, að Bligh álítur, að þér hafið verið í félagsskap við Christi- an, og það er góður vitnisburður um yður, að þeir trúa allir á sakleysi yðar. , Góður vinur minn, herra Graham, sem oft hefir tekið þátt í herréttum, hefir boðizt til þess að taka að sér mál yðar. Hann er óvenjumikill hæfileikamaður og ágætur lögfræðingur. Hann er búinn að ná í öll vitnin, sem geta stutt málstað yðar. Verið þér sælir, góði Byam. Verið hugrakkur og munið það, að ég geri það, sem ég get. Ég mun áreiðanlega verða viðstadd- ur herréttinn, og núna, þegar Graham vinur minn, hefir lofað því að fara til Portsmouth, er ég vonbetri, heldur en þótt þér hefðuð fengið bezta lögfræðing í Englandi. Menn geta vafalaust hugsað sér, hvernig mér varð innan rifja, þegar ég hafði lesið bréfið. Sir Joseph Banks hafði gert það, sem í hans valdi stóð, til þess að draga úr þessu reiðar- slagi, en ég efaðist ekki um, að ástandið var hið alvarlegasta. Ég vissi, að án vitnisburðar Tinklers, var málstaður minn von- laus, hversu duglegur og hæfur, sem málafærslumaður minn kynni að vera. Samt sem áður var ég ekki alveg vonlaus. Ég ákvað að berjast fyrir lífi mínu með öllum þeim mætti, sem ég átti yfir að ráða. Sir Joseph hafði sagt mér, að sjóliðsforingjar fyrirlitu málafærslumenn. Þess vegna þótti mér vænt um, að verjandi minn var sjóliðsforingi, jafnframt því, sem hann var málafærslumaður. Morrison ákvað að flytja sitt mál sjálfur. Coleman, Norman, Mclntosh og Byrne höfðu allir von um, að þeim tækist að hnekkja áburðinum. Þeir fengu uppgjafa sjó- liðsforingja, til þess að aðstoða sig fyrir herréttinum. Sá hét Monly skipstjóri. Bentham skipstjóri var tilnefndur af stjórn- inni, sem verjandi hinna. Þessir herramenn heimsóttu okkur í þessari viku, og sá fyrsti, sem kom, var herra Graham. Hann var hár maður, grannvaxinn, kominn hátt á fimmtugsaldur. Hann var tigin- mannlegur í framkomu og það var ekki hægt annað en að bera traust til hans, Um leið og ég sá hann, varð mér ljóst, að ég hefði ekki getað fengið betri verjanda. Enginn okkar vissi, hvernig réttarhöld fóru fram, og herra „Graham leyfði okkur að spyrja sig um það atriði. Mér er ánægja að því að aðstoða ykkur að svo miklu leyti, sem mér er unnt, sagði hann. —' Ég ætla að flytja mitt mál sjálfur, sagði Morrison. En mig langar þó til að fá að heyra lagamálsgrein þá, sem við erum kærðir eftir. — Hana get ég sagt yður nákvæmlega, svaraði Graham. Það er 19. grein sjóhernaðarlaganna og hún er svohljóðandi: „Ef einhver maður í flotanum eða tilheyrandi honum, reynir að stofna til félagsskapar í því skyni, að stofna til uppreisnar, mun sá hinn sami verða tekinn af lífi samkvæmt dómi her- réttarins.“ — Er engin undantekning til? spurði ég — Nei, rétturinn verður að sýkna eða sakfella. — En það er þó hægt að hugsa sér, að einhverjar þær or- sakir finnist, sem milda refsinguna, sagði Morrison. — Setj- um sem svo, að uppreisn verði á skipi, eins og varð á Bounty, þar sem hluti af skipshöfninni tók engan þátt í uppreisninni. — Ef þeir dvelja áfram á skipinu ásamt uppreisnarmönn- unum, líta lögin þannig á, að þeir séu jafnsekir hinum; — Hernaðarlöggjöf okkar er mjög ströng. Þeir, sem eru hlut- lausir áhorfendur, eru taldir jafnsekir þeim, sem sýna yfir- manni sínum mótspyrnu. — En sumir okkar, bætti Coleman við alvarlega, vildu gjarn- an fá að komast í skipsbátinn ásamt Bligh, þegar hann og menn hans voru reknir frá skipinu. En uppreisnarmennirnir héldu okkur eftir vegna þess, að þe.ir þörfnuðust starfskrafta okkar. — Ef þannig hefir staðið á, þá þarf rétturinn að taka það til sérstakrar meðferðar, svaraði Graham. — Ef þið, sem þannig hefir verið haldið eftir, getið sannað sakleysi ykkar, þá eruð þið ekki í neinni hættu staddir. — Má ég bera fram eina spurningu? spurði Ellison. — Auðvitað. , — Ég er einn af uppreisnarmönnunum. Ég var ekki meðal upphafsmanna samsærisins, en mér, eins og hinum, var illa við Bligh skipstjóra. Er nokkur von um mig? Herra Graham horfði alvarlegur á hann stundarkorn: — Ég vil ekki láta í ljósi neina skoðun á því, sagði hann. Við látum herréttinn svara þeirri spurningu. — Ég er ekki hræddur við að heyra sannleikann. Ef þér álítið, að málstaður minn sé vonlaus, mun ég vera yður þaklí- látur, ef þér segið mér það. En herra Graham vildi ekki segja neitt, sem hann var ekki viss um: — Ég ræð ykkur til þess að mynda ykkur- ekki neinar skoð- anir fyrir fram, sagði hann. Ég hefi átt sæti í mörgum her- réttum, og það er um þann rétt eins og um borgararétt, að það er ekki hægt að mynda sér neina skoðun um dóminn, fyrr en búið er að hlýða á framburð vitnanna. Svo að þér skilj- ið, ungi maður, bætti hann við og snéri sér að Ellison — hve það væri heimskulegt af mér að mynda mér skoðun fyrir fram. Dagarnir liðu. Flestir okkar höfðu nú fengið bréf frá að-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.