Alþýðublaðið - 11.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.10.1939, Blaðsíða 3
MIÐVTKUDAGUR ÍL OKT. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSS©N. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inagangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefón Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRBNTSMIÐJAN Flnnland. ENGINN viðburður, sem gerzt hefir síðan stríðið hófst, hefir vakið eins mikinn óhug og andúð á Norðurlönd- um og krafa Sovét-Rússlands um að fá fulltrúa frá stjórn Finnlands sendan austur til Moskva til þess að semja við sovétstjórnina um mál, sem fyrirfram er ekkert látið uppi, hver eru. Menn ganga þess ekki duld- ir, hvað sú krafa þýðir. Innlim- un Austur-Póllands og kúgun smáríkjanna austan við Eystra- salt, Eistlands, Lettlands og Lithauens, undanfarna daga, sýnir, hvað fyrir Sovét-Rúss- landi vakir. Það hefir varpað fyrir borð öllu falsinu um freisi og verndun smáríkjanna og tekið sér fyrir hendur að kúga smáþjóðirnar við landamæri sín að vestan aftur inn í þjóða- fangelsið illræmda, sem þær sluppu úr í lok heimsstyrjaldar- innar, þegar keisaraveldinu var steypt. Til þess var vináttu- samningurinn við Hitler-Þýzka- land gerður. Það er í þessu efni enginn munur lengur á stefnu Stalins og Nikulásar annars, sem bolsévíkar kölluðu einu sinni hinn blóðuga. Einn kúgar- inn hefir aðeins tekið við af öðrum. Við hér á Norðurlöndum eig- um erfitt með að sætta okkur við þá tilhugsun, að það eigi fyrir Finnlandi að liggja, að verða aftur reyrt í fjötra rúss- neskrar kúgunar, eins og það var í hér um bil hálfa aðra öld, þangað til heimsstyrjöldin los- aði það úr ánauðinni. Því að Finnland tilheyrir Norðurlönd- um. Það hefir ekki bara til málamynda verið með í hinni norrænu sámvinnu. Menningin, þjóðfélagsskipunin og stjórnar- stefnan er sú sama. Finnland er ekkert „miðaldalegt lénstíma ríki“ eins og Halldór Kiljan Laxness sagði um Pólland til þess að réttlæta hina lubba- legu árás Sovét-Rússlands á það land meðan það átti í vök að verjast gegn ofurefli þýzka nazismans. Það er þvert á móti eins og Norðurlöndin öll í röð fremstu menningarlanda í Ev- rópu og himinhátt yfir því bar- baríi austur á Sovét-Rússlandi, sem nú er prísað fyrir okkur af nokkrum loddurum og fávit um úti um heim, einnig hér á landi, sem eins konar himna- ríki á jörðu. Og við vitum, hvað Finnlands myndi bíða í hinu rússneska þjóðafangelsi, jafnvel þótt dvöl þess þar yrði að þessu sinni skemmri en sú fyrri. Þegar finnskir kommún- iistar, sem hafa verið svo ó gæfusamir að kjósa sér Sovét- Rússland fyrir átthaga, eru sendir í þrælkunarvinnu til Sí biríu fyrir smávægilegan mis- EndnrmiHninflar þýzkrar konn Ar heims- styrjðldinni á ánmnm 1914 til 1918. Þ AÐ var haustið 1915, með- stóð sem hæst, að ég var send í skólann. Ég var sex ára og hafði heyrt mikið rætt um ,,sig- ur“ og um fallna menn og særða. Og ég hélt, að þetta væri ráttur í ðóri reglu, sjálfsagður ráttur í góðri reglu, sjálfsagður skólagangan. Móðir mín fylgdi mér í kvennaskólann í Ham- Dorg og lagði mér mörg heil- ræði. Þetta var á köldum degi. Vindurinn þaut gegnum trjá- garðinn. Hann dreifði þokunni og feykti gráum trefjum henn- ar út á hafið. Á hverjum bekk við stigu skemmtigarðsins sátu hermenn með hækjur, ungir og gamlir, menn með fyrirferðar- miklar umbúðir um höfuðin, handalausir menn eða fótalaus- ir eða blindir. Allt þetta fannst mér í mesta máta eðlilegt. Ég skildi það ekki fyrr en mörgum árum seinna, hvers vegna móð- ir mín grét þá þarna í skemmti- garðinum. Hún var að hugsa um bróður sinn, 19 ára, sem hafði af eintómri ættjarðarást gefið sig fram sem sjálfboða- Liði og var nú fallinn á víg- stöðvunum. Ég tók í hönd móð- ur minnar og dró hana með mér, til þess að komast sem fyrst í hinn nýja og áður ó- kunna heim skólans. Þennan dag var barizt ákaft á vígstöðv- unum, og margir féllu og fjöldi særðist, en um það fékk ég ekki að vita fyrr en mörgum árum síðar. Vegurinn gegnum skemmti- garðinn var mér nú ekki lengur ókunnur. Ég hafði gengið hann tvisvar á hverjum degi. Vorið kom og fyrstu blómin spruttu upp úr hinni svörtu mold, sem enn var hörð og hrjúf, og með vorinu og blómunum komu lýsnar. Þær komu að vísu ekki upp úr jörðinni, þær voru föru- nautar stríðsins, komu frá her- mönnunum, frá vígstöðvunum. Við lærðum margt í skólan- um. Við lærðum að prjóna sokka handa hetjunum, sem flestar enduðu sem örkumla- menn, við lærðum að tína brenninetlur, sem notaðar voru í dúka og sáraumbúðir, við lærðum að syngja ættjarðar- ljóð og að ganga í skipulegum flokkum, en fyrst og fremst lærðum við að svelta. Sigurfregnir og lýs — það var hið eina, sem nóg var af í Þýzkalandi um þessar mund- ir. Á hverjum degi vantaði fjórða hluta skólabarnanna. Þau þjáðust af magasjúkdóm- um, taugaveiklun, berklum — næringarskorti. „Minnist hinna hungrandi hetja á vígvellin- skilning á „línu“ harðstjórans í Moskva, getur hver og einn gert sér í hugarlund, hvernig farið yrði með sjálfstætt hugs- andi fólk norður á Finnlandi, brennandi af frelsisþrá og bar- áttuvilja gegn kúgurunum. í augum hvers einasta Norð- urlandabúa, sem ekki lifir í þeirri von að geta „klippt kúp- óna“ austur á Sovét-Rússlandi eins og Halldór Kiljan Laxness og hans líkar, væri rússnesk árás á Finnland árás á Norð- urlöndin öll og ógnun við frelsi þeirra og lýðræði. En hún yrði um leið langt út fyrir Norður- lönd rothöggið á það litla, sem eftir er af áliti Sovét-Rússlands úti um heim. um,“ sagði kennslukonan. „Sultur ykkar er ekki annað en ímyndun í samanburði við það, sem hermennirnir verða að þola.“ Um þetta leyti reis upp kvekarastofnunin, sem gaf litl- um hluta hinna hungrandi bama mlðdegissúpu. Þegar læknisskoðun var látin fara fram á skólabörnunum, kom það í ljós, að mikill hluti þeirra átti við næringarskort að búa. „Frakkland er óvinur ykkar, börn!“ — Þetta hamraði kennslukonan inn í höfuð okkar á hverjum degi. Og í fyrstu söngkennslustundinni lærðum við að syngja: „Frakkland skul- um sverði sigra . ; . “ Og þannig leið sumarið. Á morgnana borðuðum við rófur á fastandi maga, eða þá rófna- brauð, um hádegið soðnar róf- ur, um miðaftan rófnakaffi eða þá akarnskaffi með sakkaríni og rófnamauki og á kvöldin steiktar rófur. Út á matarseðl- ana okkar fengum við fáein grömm af „rúgbrauði“, sem tal- ið var að bakað væri úr hálmi, rófum og ýmsum gerviefnum. í stað matvæla komu alls konar uppbótarefni. Og við töldum okkur trú um, að þessi lituðu gerviefni væru brauð, hrossa- kjötsbjúgu, kaffi, sýróp eða aðrir lostætir réttir. Meðal alls almennings voru útbrot og kýlapest afleiðing þessa matar- hæfis. Það tók aftur að kólna í veðri. Aldrei hafði okkur virzt haustið eins hráslagalegt og nú. Við vorum nú líka orðin því nær fatalaus. Til þess að geta keypt þó að ekki væri nerrta vasaklút eða sokka þurfti „seð- il“, eins konar vottorð. Fyrir slíka ,,seðla“ gátu menn fengið fyrir ærna peninga stígvél með pappa sólum eða trjáviðar, en þeim var annars sjaldan úthlut- að. Við bekkjarfélag^rnir geng- um allar á tréhnöllum, sem festir voru um ristina með tvennum böndum. Hungrið og lýsnar ásóttu okkur. Við stóð- um saman í skólagarðinum, og ein af stærri telpunum sagði frá því, að börnin í Ameríku fengju kakaó og hveitibrauð og alltaf ,,reglulegar“ kartöflur til mið- degisverðar. Við trúðum henni ekki og sögðum, að þvílíkt gæti ekki átt sér stað nú á tímum, slíkt hefði ekki þekkzt síðan í fornöld, eins og lesa mætti um í ævintýrum og sögum frá sælulandinu, „Jú, jú,“ sagði telpan, „og krakkarnir í einu húsi, sem ég þekki, fengu um daginn egg!“ En faðir þeirra hlaut líka að vera stríðsgróða- maður. Við stóðum þarna undr- andi og vantrúuð. Við höfðum reyndar heyrt, að börn stríðs gróðamanna lifðu betra lífi og fengju jafnvel stundum egg og reglulegar kartöflur að borða, en þessu höfðum við þó aldrei getað trúað fyllilega. Og auð- vitað gátum við alls ekki skilið, að til væru menn, sem græddu á stríðinu. Allar konur v«ru nú farnar að vinna utan heimilis. Þær gengu í karlmannafatnaði, voru strætisvagnastjórar, verka- menn, unnu í verksmiðjum, við uppskerustörf, skotfæragerð og svo framvegis. Og í mínum bekk urðu æ fleiri af börnun- um föðurleysingjar. Þó vorum við enn þeirrar skoðunar, að svona hlyti það að vera. Og þeg- . ar skólastjórinn kallaði okkur ÞÝZK KONA, sem lif- ir nú landflótta hér í Reykjavík, hefir skrifað eftirfarandi endurminn- ingar frá ófriðarárunum 1914 til 1918, en þá var hún barn að aldri í Þýzka- landi. saman í fundarsal skólans og hélt fyrir okkur erindi um nýj- an sigur, sem hinir hugprúðu Þjóðverjar hefðu unnið, og þeg- ar við sungum þjóðsönginn og fengum á eftir heimfararleyfi, þá glöddumst við og gleymdum kartöflum, eggjum, kakaói, sykri og skóm, föllnum og særð- um hermönnum og lúsaplág- unni. Og við örkuðum á tréhnöll- um okkar í kuldanum. Kennslu- konan gekk fyrir hópnum. Við áttum að heimsækja örkumla- mennina úr stríðinu, sem kom-: ið hafði verið fyrir í Heinrich Hertz menntaskólanum, Flest- um skólum hafði um það leyti verið breytt í hermannaspítala. Og þó að þeir væru raunar of- fullir, bættust daglega við nýir sjúklingar. En hvert sinn er nýr flokkur ungra, hraustra manna var sendu til vígstöðvanna, voru þeir kvaddir með fagnað- arópum. Við köstuðum til þeirra blómum, kysstum og föðmuðum.þá, því að þeir voru hetjurnar, sem færðu okkur hinar glæsilegu sigurfréttir. Við gengum með kennslu- konunni inn í hátíðasal mennta- skólans. Þar sátu mennirnir, sem við höfðum áður séð í skemmtigarðinum. Þeir voru nú orðnir fleiri — þrjú eða f jögur hundruð — gamlir menn og ungir, sumir fótalausir, sum- ir með miklar umbúðir um höf- uð og háls, heill skari eymdar og ógnar. En fyrir okkur var slíkt engin nýlunda lengur, við veifuðum til þeirra, köstuðum til þeirra blómum og fingur- kossum, og hvert barnanna færði þeim gjafir sínar. Ég gaf fimm Ullsteinskáldsögur, vin- stúlka mín gaf tvo lúsakamba, önnur telpa gaf blóm. Ég er bú- in að gleyma flestum þessara kærleiksgjafa, ég man það eitt, að einhver vera í fremstu röð, þar sem glytti í lifandi augu í þykkum höfuðumbúðum, fékk flestar gjafirnar, ekki vegna örkumla sinna, heldur af því að hann var fremstur í röðinni. Síðan sungum við: „Frakkland skulum sverði sigra ...“ og héldum heim til okkar. Og veturinn kom og enn ann- ar vetur. Og föðurleysingjun- um í bekknum okkar fjölgaði stöðugt. Og örkumlamönnunum í skemmtigarðinum fjölgaði. Og ,,sigrarnir“ urðu æ fleiri og stærri. Og eymd og neyð varð takmarkalaus. Við vorum orðin nærri því algerlega klæðlaus. Hálfan dag og heila nótt stóð- um við í endalausum röðum fyrir utan búðirnar til þess að eða i o- geta fengið mjólkurpela sýrópsbolla. Konur féllu megin af sulti og kulda. Og að morgni var alltaf sama við- kvæðið: „Engin mjólk fáanleg.“ Konurnar kveinuðu: „Börnin okkar eru að deyja úr hungri“, en árangurslaust. Þær höfðu fyrir löngu gefið föðurlandinu eirkatla sína og potta, látúns- gluggastengur sínar og hengi- lampa, karlmennirnir höfðu fórnað úrfestum sínum úr gulli og fengið í staðinn aðrar úr járni, þar sem á var grafið: „Föðurlandinu til dýrðar.“ Og fjórði veturinn leið, og tíu milljónir feðra og sona voru grafnar í hópgröfum, og 60 milljónir sultu enn, þoldu lús og kulda, höfðu mist aleigu sína og alla von. Og ný kynslóð óx úr moldu, kynslóð, sem lifað hafði allar þessar ógnir, án þess að skilja þær. Það er sú kyn- slóð, sem nú leggur af stað í nýtt stríð og skilur hvarvetna eftir eymd við götu sína. fierilsnejrðini rajólknrmnar eyðir ekki C-fjðretni hennar O ANNSÓKN ARSTOF A háskólans hefir und- anfarið rannsakað fyrir at- beina Mjólkursamsölunnar C-fjörvisgildi mjólkur. Þessi rannsókn hefir m. a. leitt í ljós, að gerilsneyðingin eyðir ekki c-fjörvi mjólkurinn- ar og að hver maður, sem neyt- ir 1 lítra af mjólk á dag, fær nægilegt c-fjörvi úr honum. Umsögn rannsóknarstofu há- skólans er svohljóðandi: Samkv. beiðni yðar hafa ver- ið gerðar hér C-fjörvismæling- ar í mjólk frá yður mánaðar- lega það sem af er þessu ári síðan í febrúar. Niðurstöður þessara rannsókna, sem mestu máli skipta, fyrir framleiðend- ur og neytendur, verða þessar: 1. C-fjörvismagn. mjólkui’- innar er lágt vetrarmánuðina, meðan kýrnar eru á gjöf, en fer ört hækkandi þegar þær koma á beit í júnímán., og hækkar síðan stöðugt yfir sumarið, svo að það er orðið hátt í septem- ber. 2. G'erilsneyðingin (í Stassa- Húsmæður Aldrei Nú er rétti tíminn. er mjólkin kostameiri og næringarríkari en síðari hluta sumars. Og hefir mjólkin hér reynst auðugri af C-bætiefni en ein- mitt nú; Þannig hafa rannsóknir þær, sem gerðar voru í þessu skyni í síðastl. septembermánuði, sýnt, að ef miðað er við að neytt sé eins lítra á dag, er mjólkin þá nægilega auðug af þessu bæti- efni til að menn geti fengið allri C-bætiefna- þörf sinni fullnægt í mjólkinni einni. Þá munu það þykja góðar fréttir, að við rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið mánaðarlega, allt frá síð- astliðnum áramótum, hefir það komið í ljós, að gerilsneyðingin (í Stassanovél) rýrir ekki finnanlega C-fjörvismagn mjólkurinnar. Sýn- ishorn af sömu mjólk á undan og eftir stass- aniseringu sýndu sama C-fjörvismagn eftir gerilsneyðinguna og fyrir hana. MJélkarsamsalan. novél) rýrir ekki finnanlega C- fjörvismagn mjólkurinnar. Sýn- ishorn af sömu mjólk á undan og eftir stassaniseringu sýndu sama C-fjörvismagn eftir ger- ilsneyðinguna og fyrir liana, og sýnishorn af flöskumjólk úr búðum. gerilsneyddri og óger- ilsneyddri, sýndu í 4 ógeril- sneyddum flöskum að meðaltali 20,5 mg. pr. líter, en í 4 geril- sneyddum flöskum 21,2 mg. pr. líter. Þótt víst megi telja að hér sé ekki um sömu mjólk að ræða, þannig að gerilsneydda flösku mjólkin sé tekin af sömu mjólk og sú ógerilsneydda, þá benda þessar niðurstöður, sem gefa því sem næst sama fjörvismagn í gerilsneyddri og ógeril- sneyddri mjólk, til þess, að ger- ilsneyðingin hafi ekki spillandi áhrif á mjólkina og þær benda a. m. k. til þess, að fjörvis- magnið hafi verið sæimlegt í gerilsneyddu flöskunum í sum- ar. þótt auðvitað hefði verið æskilegt að fleiri flöskur hefðu verið rannsakaðar. 3. Eftir niðurstöðunum frá þessu sumri að dæma hefir flutningurinn að því er séð verður ekki haft til muna spill- andi áhrif á C-fjörvi mjólkur- innar. Talsvert bar á þessu í vetur, að sú mjólk, sem lengst var aðkomin, væri C-fjörvi- snauðari, samanborið við mjólk úr nágrenni Reykjavíkur, en þetta hefir breytzt til batnaðar síðan bent var á nauðsyn þess að hafa mjólkurbrúsana vel fyllta, því að fátt eyðileggur Cfjörvið meira en loft, sem hristist saman við vökvann. Ef bornar eru saman niðurstöður af mælingum hjá tveim búum hér nærlendis (Nes og Lækjar- hvammur) og tveim öðrum langt í burtu hafa fundist 93,8 mg. samtals í 4 sýnishornum frá Lækjarhvammi, 103,9 mg. í jafnmörgum sýnishornum frá Nesi og 91.3 mg. í 4 sýnishorn- um frá Melum í Melasveit og Mjólkurbúi Flóamanna. Mis- munurinn er tiltölulega mjög lítill. 4. C-fjörvisþörf mannsins er talin vera 30—50 mg. á dag, þannig að 30 mg. er álitinn minnsti skammtur, sem maður- inn kemst af með til að halda fullri heilsu, og sami skammtur er setlaður börnum, sem þurfa tiltöíulega meira C-fjörvi en fullorðnir. Ef miðað er við að neytt sé eins lítra á dag er mjólkin orðin nægilega auðug af C f jörvi í september til að menn gteti fengið allri C-fjörvi- þörf sinni fulnægt í mjólkinni einni. En frá því í júnímánuði má, samkv. þessum rannsókn- um, telja mjólkina góðan C- fjörvi-gjafa. Niels Dungal (sign.).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.