Alþýðublaðið - 12.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.10.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 12. OKT. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nú var hún flutt úr hinum skrautlegu sölum konungshall- arinnar og 1 myrkvastofu, þar sem vindurinn ýlfraði í glugganum. Svanirnir. iin ii »>»«»»« m >én ÍVm 111111 mn 111 n i»»m i >inn i >w 11 j í staðinn fyrir silkisvæfil fékk hún brenninetlurnar, sem hún hafði tínt, og henni var sagt, að þar gæti hún lagt höfuð sitt. En skyrturnar, sem hún hafði ofið úr brenninetlun- um, átti hún að hafa fyrir sæng. Hún tók nú til vinnu sinnar. En úti fyrir glugganum sungu götustrákar háðvísur um hana, og enginn huggaði hana 1 raunum hennar. F ' •'-) Mar.t Hjvt,,. ■ Um kvöldið heyrði hún þyt eins og af svanavængjum. Það var yngsti bróðirinn. Hann hafði fundið systur sína, og hún grét af gleði, enda þótt hún vissi, að þetta var ef til vill síðasta nóttin. En nú var líka starfi hennar oð verða lokið, og bræður hennar höfðu fundið hana, wmmsmsmm Póstferðir á föstudag. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, 'ölfuss-, og Flóapóstar, Hafnarfjörður, Fijótshlíðarpóstur, Austanpóstur, Akraness, Borgarness, Snæfells- nesspóstar, Stykkishóimspóstur, Norðanpóstur, Dalasýslupóstur, Barðastrandarpóstur. Til Reykja- viikur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnar- fjörður, Meðaliands- og Kirkju- bæjarklausturspóstar, Akraness, Boilgarness, Norðanpóstar, Strandasýslupóstur. Ægir, Sl IBI | Orðsending til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. m mánaöarit Fiskifélags islands, er nýkomið út. Efni: Nýting fjörugrasa. Hvað er til af út- gerÖarvörum í landinu? Vélar í björgunarbáta. Nýja Esja komin. Fyrsta starfsár niðursuðuverk S. I. F. UMRÆÐUEFNI Vandræðin með útvarpsþul- ina. Nokkrar spurningar til útvarpsstjóra. Seðlaúthlut- unarskrifstofan og almenn- ingur. Eftirvæntingarfullir nazistaleiðtogar á Bíó. Syk- ureklan í bænum og utan- bæjarmennirnir. Bréf frá A. Þ.: Erlend nöfn í útvarpinu, sætu kökurnar, kvikmynda- húsin, — og sparnaður á skilningarvitum. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AÐ VIRÐIST ætla að ganga mjög erfiðlega að fá góðan þul við útvarpið. Hinn nýni þulur, sem byrjaði í hádegisútvarpinu á sunnudaginn var, virðist ekki geta skilað þessu starfi á viðunandi hátt. Hann er að vísu hraðmælsk- ur, en hann er andstuttur og hieypur á orðunum stundum svo að allt rennur saman. ÞESSI ÚTVARPSÞULUR er Hjörtur Halldórsson rithöfundur. Þetta er hinn efnilegasti maður á marga lund, en í þessu starfi getur hann ekki verið lengur. Útvarps- hlustendur hafa á undanförnum árum heyrt marga góða útvarps- ræðumenn. Sigurður Einarsson, Helgi Hjörvar, Guðbrandur Jóns- son, Pálmi Hannesson, svo að beztu útvarpsraddirnar séu nefndar. Hvers vegna er Sigurð- ur Einarsson ekki beðinn að taka aftur upp lestur erlendra frétta? Eða fæst hann ekki? Hvers vegna er Helgi Hjörvar ekki beðinn um að taka að sér lestur innlendra frétta? Eða fæst hann ekki? Og loks: Hvers vegna er Guðbrandur Jónsson ekki ráðinn sem aðlaþulur við lestur bæði innlendra og er- lendra frétta? Hann hefir ein- hverja beztu útvarpsrödd, sem völ er á. ÞETTA FYRIRKOMULAG, ef hægt er að kalla það því nafni, að vera alltaf að skipta um þuli, er alveg óþolandi, og það verður að fara að skipa þessum málum á viðunandi hátt. — Vill útvarps- stjóri ekki svara mér þessum spurningum? Um leið svarar hann spurningum allra útvarps- hlustenda. Ég veit að það er erfitt að gera svo öllum líki í þessu efni og von að það taki nokkurn tíma að finna góða lausn. SEÐLAÚTHLUTNARSKRIF- STOFA bæjarins kvartar undan því, áð enn hafi ekki allir sótt seðla sína til hennar. Þá kvavtar hún líka undan því, að hún fái ekki tilkynningar um bústaða- skipti frá fólki. Það ríður á því, að allir leggist á eitt um það að gera skrifstofunni starfið sem létt- ast. OLYMPÍULEIKAKVIKMYND IN. sem nú er sýnd í Gamla Bíó, er bráðskemmtileg, og það er trú mín, að þessi mynd verði sýnd lengur hér en flestar aðrar mynd DAGSINS. ir. sem hér hafa verið sýndar. Fyrst og fremst er ógleymanlegt að sjá hina undraverðu íþrótta- kappa og þá fyrst og fremst Jesse Owens, en það er líka gaman að sjá „spenninginn“ í helztu naz- istaforkólfunum, Hitler, Göring og Göbbels, eftirvæntingu þeirra, gleði þeirra yfir sigrum Þjóðverj- anna og vonbrigði þeirra þegar þeir tapa. — ísland sést aðeins tvisvar í þessum fyrri hluta mynd- arinnar: Kristján Vattnes í spjót- kastinu og íslenzki fáninn í fána- borginni um kvöldið. I BÆNUM er bardagi um að fá sykur keyptan. Fyrstu dagana 5, eftir að búið var að úthluta seðl- um fyrir október, seldust 12 tonn af sykri. Kaupfélagið og kaup- menn takmörkuðu þó söluna til hvers og eins, en almenningur kunni ráð við því. Konur sendu börn sín búð úr búð og fóru sjálf- ar, þannig fengu þær 1—2 kg. á hverjum stað og náðu því margir sykri í byrjun mánaðarins út á alla seðla sína. ÞETTA HAFÐI hins vegar þau áhrif, að nú eru til heimili, sem engan eða sama og engan sykur hafa og fá ekki sykur fyrr en hann kemur með Drottningunni frá Danmörku. Sykur er eina mat- vörutegundin, sem skortur er á. UM ÞETTA skrifar „Húsmóðir" mér eftirfarandi bréf: „Er það rétt, sem ég hefi ástæðu til að halda, að utanbæjarmenn hafi get- að og geti fengið hér í verzlunum sykur og aðrar matvörutegundir án nokkurra skömmtunarseðla? Hefir landinu ekki verið skipt í verzlunarumdæmi, þannig, að við Reykvíkingar einir getum keypt þær birgðir, sem okkur eru ætl- aðar? Eða hvernig er hægt að hafa skömmtun matvæla eða ann- arra vara öðruvísi?“ ÉG HEFI einmitt verið að hugsa um þetta undanfarna daga. Það mun vera rétt, að utanbæjar- menn hafa keypt hér t. d. sykur, og það er engin furða þó að birgð- irnar endist illa, þegar þær eru miðaðar við okkar þarfir, ien seld- ar svo einnig öðrum. A. Þ. SKRIFAR MÉR eftirfar: andi bréf: „í okkar kæra útvarpi, sem reyndar engin útlend tæki taka nema útvarpstæki Norð- mannanna á Svalbarða og svo að ógleymdum þeim í Grænlandi, eru daglega lesnir upp erlendir staðir með íslenzkum nöfnum, svo sem: Njörvasund fyrir Gibraltar eða Mæri fyrir Mahren (en allir vita að það er Mæri til í Norgi) 0. s. frv. Yfirleitt að nefna erlenda staði með íslenzkum nöfnum finnst mér mjög fráleitt. Hvernig ætli okkur þætti ef t. d. Englendingar nefndu okkar fögru borg Smoke- bay? HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ, að það má takmarkalaust búa til sætar kökur, þegar sykureklan er orðin jafnmikil í bænum og nú? í ALÞBL. í dag (25. sept.) skýr- ir þú frá því, að í bréfi til þín frá einum framkvæmdastjóra kvik- myndahúsanna hafi hann gefið þær upplýsingar, að til lokunar kvikmyndahúsanna þurfi ekki að koma, þar sem þau verði að hætta af sjálfu sér vegna skorts á kvik- myndum. Ég fyrir mitt leyti harma það mjög, að útlit sé fyrir það. Því af skemmtunum á borgin okkar ekki svo mikið, ekkert nema hinar fáu kvikmyndir, sem hingað koma. Tvær sýningar á dag er heldur ekki svo ýkja mikið fyr- ir borg með 38 þús. íbúa. T. d. í Randers á Jótlandi, sem er jafn- stór og Reykjavík, eru 5 kvik- myndahús með 2—3 sýningar dag- lega, Mér finnst það neyðarráð- stöfun á hæsta stigi. Heldur ætti að minnka dansleikina, sem eru allflestir skaðlegir, oft andlega og alltaf líkamlega. Og hvers vegna loka kvikmyndahúsin frekar en þjóðirnar sjálfar, sem eru í hern- aði? Væntanlega verður ekki sparnaðarákafinn svo mikill á endanum, að menn fari að spara skilningarvitin!1 ‘ Hannes á horninu. Calinescu forsætisráðherra Rúmena, sem myrtur var af fasistum þar 1 landi. Argesanu hershöfðingi, hinn nýi forsætisráðherra. máMM NORDHOFF og JAMES NORMAN HAjJL: (Jppreisntai á Bounty. 92. Karl ísfeid íslenzkaði. standendum sínum. Sum bréfin voru margra mánaða gömul, samt voru þau lesin með mikilli eftirvæntingu. Að undan- teknu bréfinu, sem ég fékk frá móður minni, þegar ég var á Tahiti, hafði ég ekkert frétt frá fjölskyldu minni í fjögur ár. Fjölskylda Colemans bjó í Portsmouth, en hún fékk ekki að heimsækja hann. Júlímánuður leið og ágústmánuður — og ennþá biðum við. XXI. „DUKE,“ SKIP HANS HÁTIGNAR. Þann 12. september fengu fangarnir tíu, sem voru á Hector skipun um, að búa sig undir að flytja um borð í skip Hans Hátignar, ,,Duke.“ Það var grátt í lofti og veður var svalt. Duke lá við festar um fjórðung mílu frá Hector. Um kl. 8 sáum við bát skipaðan einkénnisbúnum varðmönnum, leggja af stað frá Duke í áttina til Hectors. Þegar klukkan sló 8 var skotið áf fallbyssu um borð í Duke. Það var táknið um, að herrétturinn væri settur. Tími okkar var kominn. Ég veit ekki, hvað samfangar mínir hafa hugsað, ©n ég veit um mínar eigin tilfinningar, og mér létti stórum. Við höfð- um beðið lengi og verið fullir eftirvæntingar. Ég var þreytt- ur á sál og líkama, og ég óskaði einungis eftir því, að vita, hvaða örlög biðu min. Ég minnist þess, hversu óþreyjufullur ég var eftir því, að komast um borð í Duke. Herrétturinn var settur í stóru káetunni á Duke. Þiljurnar voru þéttskipaðar fólki, einkum liðsforingjum í einkennisbún- ingi. Þarna voru ennfremur margir borgarar, meðal annarra Sir Joseph Banks. Hamilton læknir stóð við borðstokkinn ásamt hinum yfirmönnunum á Pandora. Edward var þar, á- samt fylgifiski sínum, Parkin. Hann horfði á okkur með sín- um venjulega fjandskap, og það leit svo út, sem hann hugs- aði: — Er nú búið að leysa þorparana úr járnunum? Er það nú vanræksla! Hinum megin á þilfarinu höfðu liðsforingjarnir á Bounty safnast saman. Þeir virtust varla kunna við sig innan um svo marga skipstjóra og aðmírála. Þarna var Fryer, enn fremur Coleman, Purcell og Peckover. Allt í einu sá ég fyrir hug- skotssjónum mínum stundina, þegar þeir voru að róa skips- bátnum burtu frá Bounty. Engum okkar hafði þá dottið í hug, að við ættum eftir að sjást. Kliðurinn þagnaði, þegar dyrnar á réttarsalnum voru opn- aðar. Áheyrendur höfðu aðgang. Þeir streymdu inn í salinn, svo gengum við inn og fylgdu okkur varðmenn, sjóliðsforingi gekk á undan með brugðnum brandi. Við vorum látnir standa hægra megin við dyrnar. Fyrsta daginn urðum við að standa, en þegar léngra leið, fengum við bekk, til þess að sitja á. Langt borð stóð aftarlega í miðjum salnum og fyrir enda þess var stóll handa réttarforsetanum. Hinir dómararnir sátu við borðið báðum megin við réttarforsetann. Til hægri, fyrir aftan forsetann, var borð handa þeim, sem yfirheyrði, og hinum megin var borð handa réttarskrifurunum. Við eitt borðið sátu verjendur fanganna. Báðum megin dyranna og fram með veggj- unum voru sæti handa áheyrendum. Klukkan nákvæmlega níu voru dyrnar opnaðar aftur og allir embættismennirnir komu inn og fengu sér sæti. Þeir, sem höfðu örlög okkar í hendi sér, voru: Hood lávarður, undiraðmíráll og yfirstjórnandi skipa Hans Hátignar, sem lágu í höfninni í Portsmotath. Hann var réttar- forseti. Hinir dómararnir voru: Sir Andrew Snape Hammond. John Colpoys. Sir Roger Curtis. John Baneley. Sir Andrew Snape Douglas. John Thomas Duckworth. John Nicholson Inglefield. John Knight. Albemark Bertie. Richard Goodwin Keats. Ég hafði verið í hálfgerðum dvala um morguninn, en nú vaknaði ég. Fyrst vöktu dómararnir athygli mína. Ég horfði í andlit þeirra, þegar tækifæri gafst. Flestir þeirra voru mið- aldra menn. Þegar ég sá þá, stranga á svipinn, minnkaði hug- rekki mitt. Ég minntist orða Hamiltons: — Þessir menn þekkja ekki skapgerð Chrstians, og þeir munu hafa samúð m#ð Bligh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.