Alþýðublaðið - 12.10.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1939, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 12. OKT. 1939 flBGAMLA BS6E ímileik arntr 1936 Hin heimsfræga kvikmynd Leni Riefenstahl. Fyrri hlutinn: „Hátíð þjóðanna“ sýndur í kvöld. 5MÁAUGLYIINGAR ALÞÝÐUBLAÐSiNS Eri'ðafesíuland, húslaust. til sölu. Stærð tæpir 5 hektarar. Jón Magnússon, Njálsg. 13 B. Saumastofan Dyngja, Suður- götu 2, saumar allan íslenzkan búning og fleira, sími 2461. BsrTn7rt>r<v»tn-:ii »i rrrrTtFTTm Vélskiplð Heigi hleður næstkomandi laugardag til Patieksfjarðar, Bildudals, Þing eyrar, Flateyrar og Siglufjarðar. I. O. G. FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8V2. Inntaka nýli'ða og önn- ur venjuleg fundarstörf. Hag- skrármál annast br. Sigurður Halldórsson, s. Rósa Bjarnadótt ir og 'S. Valný Bárðardóttir. S- Jarþruöur Einarsdóttir kenn ari flytur erindi. — Þeir, sem öska að gerast féiagar á þess- um fundi, mæti laust fyrir kl. 9- félagar fjölmennið stundvisl. Helgi Sveinsson, æ.t. UppskernhorÍjHf parð ðvaxta í fsiiist. L EITAÐ hefir verið frétta hjá Stefáni Þorsteinssyni kenn- ara vi'ö garðyrkjuskólann á Reykj um um sprettu garðávaxía, sjúk- dóma og uppskeruhorfur í haust. Sagði Stefán frá á þessa leið: Af jarðeplum var í sumar sett niður meira en nokkru sinni fyr, enr.þá liggur að vísu ekkert yf- irlit fyrir um uppskeruna en bú- ast má við, að hún verði ekki mikið undir hundrað þúsund tn. að frátöidu útsæði tii næsta árs. Af sjúkdómum bar einkum á stönguisýki, en niú síðara hluta sumars var einnig vart annara sjúkdóma, sem hætt er við að torveldi geymslu jarðepla í vet- ur, voiu einkum brögð að þvi hér sunnanlands t -d. á Aiiranesi íog hér í Reykjavík. Kál þreifst nokku'ð misjafnlega í sumar, t. d. stóðu þurkar fyrri hluta sumars blómkálinu nokkuð fyrir þriíum hér sunnanlands. Annað kái, svo sem hvítkál, græn kál og rauðkál spratt þó ágæt- lega og yfirleitt má segja, að káiuppskeran hafi verið meðlang bezta móti í sumar. Minna bar á sjúkdómum í káli, ©n mátt hef'ði búast við, þegar miðað er við síðastliðið sumar, <bn þá brast káluppskera, svo sem kunnugt er á stóru svæði. Ræktun rótarávaxta, guirófna, gurróta og rauðrófna, var einnig jmeiri í sumar en verið hefir áÖ- ur hiér á landi undanfarin ár. Einnig munu rauðrófur aidrei hafa náð meiri þroaka en nú í sumar. Sjúkdómajr í rótarávöxíum voru ekki teljandi. Rabarbari spratt með bezta móti í sumar og varð óvenju snemma nothæf- jur í vor. Ribsber uxu einnig á- gætlega, þar sem runnarnir voru ósýktir, en sjúkdómar oliu víða miklu tjóni á þeim. F.O. Sfðasti dapr bindlsd isvikBsnar í pr. &*ÍÐASTI fundur bindindis- ^ vikunnar var í gærkveldi í Góðtemplarahúsinu undir stjórn stúkunnar Einingin. Fundurinn hófst á því, að út- varpskórinn söng nokkur lög. Að því loknu flutti Friðrik Á. Brekkan fyrrum stórtemplar ræðu um baráttuna fyrir út- breiðslu bindindisins. Helgi Helgason stórtemplar las upp Ijóð eftir dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Jóhann Tryggvason lék nokkur lög á píanó og Jakob Hafstein söng nokkur lög. Að iokum flutti Sigurður Þorsteinsson þingtemplar loka- ræðu bindindisvikunnar og var henni útvarpað. Þakkaði hann þeim, sem hefðu stutt að bind- indisvikunni og lagt henni lið sinni sitt. Góðtemplarar hafa lagt fram mikið og gott starf í þágu bind- indismálanna í landinu. En tak- markið er það, að hér verði ekki ein bindindisvika á ári, heldur fimmtíu og tvær bindindisvik- ur á hverju ári, sem nær til allrar þjóðarinnar. F. Ú. J. Frh. af 1. siðu. í varastjórn voru kosin: Bjarndís Jónsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Kári Borg- fjörð. Endurskoðendur voru kosnir Páll Finnbogason og Sigurgeir Sigurdórsson. Starfsemi F.U.J. í vetur verð- ur undirbúin af stjórninni næstu daga. ENSKI FLUGFORINGINN Frh. af 1. síðu. Undir eins og flugvélin var .komin þangað, hófst rannsókn í málinu, og er þessari rann- sókn nú lokið. Brezki flugíoringinn hélt því fram, að hann gæti ekki litið svo á, að hann hefði gefið ís- lenzkum stjórnarvöldum neitt drengskaparloforð um að vera kyrr, en við rannsókn málsins kom í Ijós, samkvæmt tilkynn- ingu, sem hingað hefir borizt frá London, „að foringi flug- vélarinnar hafði eftir nauðlend- inguna skuldbundið sig, bæði munnlega og skriflega, gagn- vart íslenzkum stjórnarvöldum um að yfirgefa ekki -Raufar- höfn án leyfis þeirra“, eins og segir um þetta mál í tilkynn- ingu, sem utanríkismáladeildin hefir látið Alþýðublaðinu í té í morgun. í gærkveldi fékk ríkisstjórn- in tilkynningu um þetta og um leið og brezka stjórnin bar fram af sakanir vegna framkomu flugforingjans, lýsir hún því yfir, að Barnes muni sendur til íslands til kyrrsetningar með- an á stríðinu stendur. Ekkert stendur um það í þessari yfirlýsingu brezku stjórnarinnar, að flugforinginn komi með hernaðarflugvélina eða áhöfn hennar. Og lítur helzt út fyrir, að flugforinginn komi aðeins einn. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Dagsbrúnarfnnd ur annaO kvíild. Eltt aðalmál timdaiins á ofbeldisverk koamdBista i Batnartlrði. Dagsbrúnarstjórnin boðar til fundar í félag- inu annað kvöld og eitt aðal- málið á dagskrá er dómur fé- lagsdóms út af ofbeldisverki kommúnista í Hafnarfirði. Á Ilelgi Sigurðsson, sá hinn sami, sem gekkst fyrir ofbeldisverk- unum, að hafa framsögu í mál- inu. Dagsbrúnarfundur þessi mun nú haldinn til þess að reyna að gera tilraun til að draga athvgli verkamanna frá ástandinu inn- an kommúnistaflokksins, og ætlar H. V. sér nú, eins og svo oft áður, að nota Dagsbrún í baráttu sinni á pólitískum vett- vangi — og nú í þeirri tog- streitu, sem geisar innan kom- múnistaflokksins. Á dagskrá fundarins eru at- vinnuleysismálin, og á að ræða þau eitthvað. Það er vitanlega mikil nauðsyn að taka ýms verkamannamál til athugunar f félaginu, en því miður van- treysta verkamenn núverandi stjórn þessa gamla stéttarfélags síns mjög, þeir eru búnir í lang- an tíma að horfa á hana að- gerðalausa, svo að vantraust þeirra á stjórninni er eðlilegt. Verkamenn hafa í allt sumar borið fram kvartanir við stjórn- ina, en þeim hefir ekki verið -sinnt. Það hefir brugðið út af, því að áður var hver kvörtun rannsökuð og því kippt 1 lag, sem mögulegt var. Það mun ekki koma mönnum á óvart, þó að kommúnistaklík- an í Dagsbrún verði nú að efna til múgæsinga. Hún þarfnast þeirra einmitt nú vegna á- standsins innan flokks hennar, en verkamenn munu fljótlega sýna það 1 verkinu, að þeir ætla sér ekki að gerast verkfæri Héðins Valdimarssonar og fé- laga hans að þessu sinni — svo gersamlega hefir hann og flokk- ur hans glatað trausti þeirra allra. ÖRORKUTRYGGINGAR Frh. af 3. síðti. starf né stöðu, neyðir hann til þess strax og þar á eftir, að láta fvrirberast á heimili sínu, og hindrar, að hojnn geti gegnt nokkru af sínum skyldustörfum (ef um slík er að ræða) ... Vz% á viku svo lengi sem örorkan varir, en ekki lengur en alls 52 næstu vikur fyrir nokkra tegund örorku. Gjafir til reksturs björgunarskipinu Sæbjörg. Frá m/b. ,,Sæþór“, Seyðisfirði, kr. 25. M/b. „Ving- þór“, Seyðisfirði, kr. 16. M/b. ,,Þór“, Hrísey, kr. 60. M/b. ,,Stuðlafoss“, Reyðarfirði, lcr. 65. M/b. „Anna“, Ólafsfirði, kr. 5. M/b, „Villi“, Siglufirði, kr. 16. M/b. „Brynjar11, Siglufirði, kr. 22. M/b. „Straumur“, Innri- Njarðvík, kr. 10. M/b. ,,Vísir“, Súgandafirði, kr. 75. M/b. „Gyllir“, Sandgerði, kr. 50. M/b. „Muninn“, Sandgerði, kr. 50. M/b. „Keilir“, Sandgerði, kf. 50. — Kærar þakkir. J.E.B. I DA6 Næturlæknir er Páll Sigurðs- son, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: B.S.R. Austurstræti 22, sími 1720. ÚTVAPRIÐ: 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Polkar. 20.30 Frá útlöndum. 20.55 Útvarpshljómsveitin Íeik ur. Kálmán: Lög úr óp- erunni „Bajaderan“. Ein- leikur á cello: Þórhallur Árnason. Sónata eftir Hándel. 21.30 Hljómplötur: Dægurlög. FINNLAND Frh. af 1. sí'ðu. Liii3samdráttiir,Rússa við ifinasku iaudamærin. LONDON í morgun. FÚ. Fyrrverandi sendihterra Pól- lands í Moskva, sem kom til Helsingfors í gær, segir að mörg rússnesk herfylki hafi verið flutt að landamærum Finn- lands með ógrynni af skriðdrek- um og fallbyssum. í annarri fregn segir, að flokkur flugvéla hafi sézt ná- ( lægt Finnlandsströndum í gær. Voru 31 flugvél í hópnum. Sviar fljta vigbnnaði sinum. • LONDON í morgun. FÚ. Sænski landvarnaráðherrann tilkynnti í gær, að vinna yrði hafin þegar við smíði tveggja nýrra orustuskipa, sem búið var . að ákveða. Hann ræddi einnig herskipaeign Svía al- mennt og kvað þá eiga marga tundurspilla af allra nýjustu gerð. Tvö lagafrumvörp voru sam- þykkt 1 sænska þinginu í gær, annað til þess að stofna sparn- aðarráðuneyti, hitt um njósn- ir, og eru lagðar mjög þungar hegningar við broti á lögunum. Finnski yfirhershöfðinginn Mannerheim hefir látið í ljós ánægju yfir því, hvernig við- horf Svía er á þessum alvar- legu tímum, og segir þetta sanna, að alger eining og sam- vinnuhugur sé ríkjandi milli Norðurlandaþjóðanna. Herfor- inginn sagði, að Finnar væri ró- legir og biði átekta, öruggir og ákveðnir. Alþýðuskólinn. Enn er hægt að taka á mót'i nemendum í þennan ódýrasta skóla bæiarins. Skólastjórinn dr. Símon Jóh. Á.gústsson er til við- tals i Stýrimannaskólanum kl. 9 —10 á kvöldin. Oivals kennarar kenna við skólann. Skemmtifélagið „Gömlu dansarnir" ætla í vet- ur að hafa dansana annað hvert laugardagskvöld og verða dans- leikimir allir í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fyrsti dansieikurinn verður næstkomandi Iaugardags- kvöld. Knattspynuimótum Norðiendingafjórðungs lauk á Akureyri 8. þ. m. í meistarafiokki vom þrír þátttakendur: Knatt- spyrnufélag Akureyrar, Knatt- spyrnuféiag Siglufjarðar og í- þróítaféWgið Þór á Akurayri. Or- ÓDÝRASTA kennsia er í Alþýðuskól- anum. — Úrvalskennarar. — Sími 4330 og (kl. 9 til 10 síðdegis) 3194. Árbók Ferðaféiags íslands fyrir yfirstandandi ár, er nu komín út. Félagsmenn eru beðn- ir að vitja bókarinnar hjá gjald- kera félagsins Kr. ó Skagfjörð, Túngötu 5. Ei NÝIA BSO m ÆsMagar Amerísk tal- og söngva- mynd frá Universal Film, um æskugleði og æskuþrá. Aðalhlutverið leikur og syngur hin óviðjafnlega DEANNE DUR3IN. Aðrir leikarar eru: Melvyn Douglas, Jackie Cooper 0. S. SKEMMTIFÉLAGIÐ GDMLU DANSAKNIIS Dansleikur laugardaginn 14. október kl. 9V2 síðd. í Alþýðu- húsinu við Hverfisgðtu. Aðgöngumiðar afhentir frá kl. 2 sama dag. Sími 4900. Pöntun aðgöngumiða veitt móttaka frá föstudagsmorgni í síma 4727. Harmonikuhljómsveit spilar. Eingöngu dansaðir eldri dansarnir. STJÓRNIN. FIMTUP&GgjE&NgiBLÚBEURINN. eiknr f Alpýðuhiísina við Mverfisgitn f hvðld klukk&fl 10. Hljéflsveit nndir stjérn Bjarna Bðévarssenar Aðgðngainiðar á kr. verða seldir frá kl. 7í kvðld. I. s. í. frá Iðaskélannn í Hafnarfirði. I>eir, sem hafsa hugsað sér að stnnda nám f Iðnikéla Mafnar« fjavðar í vetur, matfi í Flensborg* arskólannm fdstudag 13. m. p. kl. S e. h. Skélastjérinii. S.EK.R. Sflndmeisíaramóti 1. S. I. lýkur í kvöld.'Keppnin hefst kl. 8.30. Akureyrar- og Reykjavíkur-meistarar keppa. Snndrád Reyk|avikur. RIDER HAGGARD: KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínai'. Margir kannast við Náma Salómons og Hvítramannaíand, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvflr. slit í fyrstu keppni urðu þau, að öll félögin urðu með tvö stig hvert. I annari keppni urðu úr- slit á þá leið, , að Knattspyrnu- félag Akureyrar hiaut 6 stig, Knattspyrnufélag Siglufjarðar 4 siig og Þór 2 stig. Keppt var um Valsbikarinn og hlaut knatt- spyrnúfélag Akureyrar hann að þessu sinni. Alls hefir nú verið keppt um hann 10 sinnum og hefir Iþróttafélagið Þór unnið hann ©inu sinni, Magni á Greni- vik .einu »nni. og Knattspyrnufé- Iag Akureyrar 8 sinnum. I öðr- um og þriðja flokki voru aðeins tveir þátttakendur. Þór og Knatt- spyrnufélag Akureyrar. Þór vann í báðum flokkum. F.Ú. Skíðadeild I. R. Sjálfboðavinnan heldur áfram næstkomandi sunnudag a'ð Kol- viðarhióli. Lagt af stað frá sölu- turninum kl. 8,30 f .h. Verið sam- taka um að búa sem bezt í hag- inn fyrir veturinn. Fjölmennið á sunnudaginn! Upplýsingar í síma 8811.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.