Alþýðublaðið - 14.10.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.10.1939, Blaðsíða 1
RITSTJéRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 14. OKT. 1939. 237. TÖLUBLAÐl \ Norskí vélsklp lendir inn í or- ustníNorðnrsjó OSLO í morgun. FB. VÉLSKIPID „Kvaloy" frá Heröya í Noregi var statt á Vikingebanken í Norðursjó s.l. mánudag, þar sem þýzkar sprengju- j! flugvélar g'erðu árás á brezk herskip. Skipsmenn á „Kvaloy" segja, að í orustunni hafi tekið þátt fimm ensk her- skip og 150 þýzkar flug- vélar. ,.KvaIoy" lenti inn á milli herskipanna ög var í stórhættu. Vörpuðu flug- vélarnar niður fjölda mörgum sprengikúlum. Bretar halda því fram, að nokkrar flugvélar hafi verið skotnar niður í or- ustu þessari, en 4 urðu að nauðlenda, 3 í Danmörkú og 1 í Noregi. Þjóðverjar segjast hafa hæft herskip- in, en því neita Bretar. Finnska stjórnin býr sig und ir að fara frá Helsingfors. .--------------^---------------- ÞrJA hundruð þtisund manns hafawerlð kallaðir íil vepna til að verja landlð. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. 'NGAR opinherar tilkynningar hafa enn horizt af E' samningum Rússa og Finna í Moskva, en almennt er álitið, að Rússar geri kröfu til þess, að Finnar láti Álands- eyjar af hendi við þá eða veiti þeim að minnsta kosti heim- ild til þess, að hafa þar flotastöð. Erkko utanríkismálaráðherra Finna lét í gær þá von í Ijós, að Rússar myndu reynast sanngjarnir í samningunum í Moskva, en ástandið er þó talið mjög alvarlegt á Finn- landi og undirbúningur hefir þegar verið hafinn að því, að flytja stjórnina frá Helsingfors, ef þörf skyldi gerast. Um 300 þúsund manns era nú undir vopnum á Finn- landi, en fullyrt er, að Finnar geti kvatt 150 þúsundir ttianna til vopna í.viðbót við þá. Mestur hluti liðsins hefir þegar verið sendur til rússnesku landamæranna og hefir verið ákveðið, að Mannerheim hershöfðingi skuli hafa yf- irstjórn þess, ef til ófriðar kemur. Formlegt herútboð hefir ekki farið fram ennþá, en her- vörður hefir verið settur við Ömurlegur fundur í bagsforún i gær. -----------------? — Aðeins um SO manns af yf- ír 2 þúsund sóttu f undinn. ¦—_—-» — ¦ BéðiBE vill enp kauphækkun f vetur! CJ Á f urðulégi atburður ***. gerðist á fundi í Dags- brún í gærkveldi, að felld vái- tillagá frá Þörði Gísla- s|ni verkamanni þess éfnis, a0 skora á alþingi að breyta lögunum um gengisskrán- ittgu á þann veg, að við út- réikning á kaupi verka- roanna yrði gengið út frá síð- asta tíma ársins eftir að verð- hækkunin er komin fram. Samkvæmt lögunum á að taka tillit til við útreikning- inn á kaupinu meðal verð- lagsvísitölu 6 síðustu mán- aða ársins, en tillaga Þórðar Gíslasonar fór fram á að gengið yrði út frá verðíag- inu í desember. Það eru tvímælalaust hags- munir Dagsbrúnarverkamanna, að sleppt sé að taka með, þegar kaupið verður reiknað út um áramótin, verðlagið í júní, júlí og ágúst, því að verðhækkun var ekki í þeim mánuðum og með því að taka vísitölu þess- ara mánaða með, dregur það úr kauphækkuninni. Með því að taka hins vegar síðustu mán- uðina, þegwr verðhækkunin hefir fyrst og fremst orðið, hækkar kaup verkamanna mikið meira en ef hinni aðferð- inni er beitt. Þetta felldi Dags- brún fyrir atbeina Héðins Valdimarssonar, en samþykkti í þess stað að skora á alþingi áð afnema þær greinar gengislag- anna, sem f jalla um kaupgjald- i«! Hvaða þýðingu hefði það fyr- ir Dagsbrún, ef slíkt yrði gert? Það þýddi Jíað, að Dagsbrún- armenn ftengju enga breytingu á kaupi sínu fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. júní næsta sumar! Dagsbrún hefir fasta samn- inga við atvinnurekendur, sem gilda til 1. júní næstkomandi. Héðinn Valdimarsson og kom- múnistar. hans bundu á þenn- an hátt kaup verkamanna. Ef alþingi samþykkti að fella nið- ur greinar þær úr gengislög- unum, sem fjalla um kaup verkamanna, yrði það til stór- tjóns fyrir alla Dagsbrúnar- menn og ýfirleitt allan fjöldann af vinnandi mönnum, því að þá hækkaði kaupið ekki að neinu leyti. þrátt fyrir dýrtíðina, fyrr en í fyrsta lagi að fastir samn- ingar væru útrunnir, og þó vafasámt með því atvinnuleysi, sem nú er. Um áramótin verð- ur kaupið hækkað samkvæmt hlutföllum þeim við hina vax- andi dýrtíð, sem ákveðin eru í lögunum um gengisskráningu. Með því að fella tillögu Þórð- ar og samþykkja tillögu Héð- ins er stefnt að því sama og kommúnistar stefna alltaf að, að etja verkalýðssamtökunum úta upphlaup. sem eru tilgangs- laus, en kommúnistaflokkurinn þarf einmitt nú á upphlaupum að halda! Annars bar fundurinn ömur- legt vitni þess, hve mikið van- traust verkamenn almennt bera til stjórnar Dagsbrúnar. í fé- laginu eru um 2000 manna og á 6. hundrað yerkamanna eru atvinnulausir. Við atkvæða- greiðslu á fundinum komu ekki fram nema 80 atkvæði. Þó Prk. i A. síðu. alla þá staði í landínu, sem mikla hternaðarþýðingu hafa, og vinnutími hefir verið lengd- ur í öllum þeim verksmiðjum, s'em að hergagnaf ramleiðslu vinna. Allar járnbrautir eru iuliar af fölki, sem verið er að flytja úr borgunum út í sveit, og er sagt, að innan skamms verði bú- ið að flytja um 100 þúsund manns burt úr Helsingfors, en það er um þriðji hluti allra borgarbúa. Fjöldi Svía, sem dvalið hafa á Finnlandi, eru nú að búa sig undir að halda heim til Sví- þjóðar og þýzkt skip er komið til Helsingfors til þess að flytja Þjóðverja, sem þar eru, heim til Þýzkalands. Úrslit Walterskeppn- ínnar á morgnn. E. R. og Valur eigast við. /| MORGUN kl. 4 verður ¦*"¦¦ líkast til síðasti knatt spyrnukappleikur ársins. Þá fer fram úrslitakappleik- urinn í Walterskeppninni og eigast við hinir gömlu og hörðu keppinautar K.R. og Vals. Preistr nýzkmn kafbátni m sokkt i gær. LONDON í morgun. FÚ. Yf FTIR að tilkynnt h.afði ¦'-,, verið í gærkveldi, að bi'ezk herskip hefðu sökkt tveimur þýzkum kafbátum í gær — var tilkynnt, að þriðja kafbátnum hefði verið sökkt. Þetta ter mesti sigurinn í stríðinu við kafbátana enn sem komið er, og mikið áfall fyrir Þjóðverja. Flugvélar voru á sveimi yfir þeim slóðum, sem kafbátunum var sökkt, og hafa borizt skeyti frá flugvélunum, að sumum kafbátsmanna hafi verið bjarg- að. Brezku skipi, 5300 smálestir að stærð, hefir verið sökkt af þýzkum kafbáti. Ameríska far- þegaskipið „President Hard- ing" bjargaði áhöfninni, 36 manns. Ætla Þjóðverjar að nota eitnrgas á vest- urvigstððvnnuni? LONDON í gærkveldi. FÚ. O REZKA STJÓRNIN hefir ¦*-* veitt því athygli, að Þjóðverjar dreifa út ósönnum fregnum, þar stem Bretar eru sakaðir um að hafa látið Pól- verja fá eiturgas. Brezka stjórn- in neitaði harðlega þessum á- sökunum í gær, en þrátt fyrir það, voru ásakanirnar 'endur- teknar í dag. Ef þessu heldur áfram, segir í brezkri tilkynningu, vterður að líta svo á, sem hér sé um Frh. á 4. síðu. Gerlr Hltler sér von um málamiðluii Roosevelts Yfirmaður þýzku blaðanna segir, að Bandarikin ein geti nú miðlað málum. LONDON í morgun. FÚ. HtTLER hefir verið á stöðugum ráðstefnum með ráðunautum sínum undanfarinn sólarhring. Samkvæmt fregnum frá hlutlausum þjóðum er búizt við, að mikilvægra tíðinda sé að vænta. Dietrich, yfirmaður þýzku blaðanna, sagði í gær, að Banda- ríkin væru nú eina landið. sem gæti miðlað málum og komið í veg fyrir allsherjar Evrópustyrjöld. Bandaríkjastjórn ætti, sagði hann, að segja ríkisstjórnum Bretlands og Frakklands, að þau gæti ekki vænzt neinnar hjálpar frá Bandaríkjumun, Konungar Norðurlanda: Kristján X., konungur fslands og Dan- merkur, Gustaf Svíakonungur og Hákon Noregskonungur. Konungar Norðnrlanda og forseti Finnlands hittast Stokkhólml á miðvikudaf LONDON í morgun. FÚ. GÚSTAJF Svíakonungur hefir boðiír Hákon Noregskonungi, Kristjáni Danakonungi og Kallio Finnlandsforseta á ráðstefnu í Stokkhólmi n.k. miðviku- dag, ásamt utanríkismála- herrum þeirra. Fregnin um þetta hefir vak- ið mikla gleði á Finnlandi, hjá háum sem lágum. Erkko, utanríkismálaráð- herra Finna, sagði í gær, að á hættutímum sem þessum væri það hugsvölun þjóðinni, að hún ætti slíka vini. Utanríkismálaráðherrann mun flytja ræðu í kvöld, sem útvarpað verður til Bandaríkj- anna með tilstyrk erlendra stöðva. Ráðherranh ætlaði að flytja útvarpsræðu til Bandaríkjanna á fimmtudagskvöld, en vegna þess að Þjóðverjar neituðu nauðsynlegri aðstoð á seinustu stundu gat ekki orðið af því, að ræðunni yrði endurvarpað til Þýzkalands. Vakti þetta mikla gremju á Finnlandi. Nú hefir Þýzkaland heitið nauðsyn legum tilstuðningi. Hverfisstjðrar AlþýÖuflokksfélagsiins! Munið eftir fundinum kí. 2 á morgun í Alþýðuhúsinu. Gengið inn frá Hverfisgötu. Kosningar í stúdentaráð Háskólans fara fram í dag. Aðalverzlunum brauðgerðarhúsanna verður ekki lokað á morguin tyr en kl. 5, en útsöluwum (verður lokað kl. \2 á hádegi eiins og verið hefir á sunuudögimi. I DAO Næturlæknir er í nótt Al- fred Gíslason, Brávallagötu 32, sími 3894. Næturvörður er í Ingólfs- ©g Laugavegsapótekum. Bifreiðavarzla í nótt í Aðal- stöðinni. sími 1383. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,10 Veður- fregnir. 20,20 Hljómplötur: Kórlög. 20,30 Gamanþáttur: „Móakotsmaddaman", eftir To- bías (Gunnþórunn Halldórs- dóttir, Þorsteinn Ö. Stephea- sen). 20,55 Útvarpstríóið leikur. Haydn: Tríó nr. 3, G-dúr. 21,15 Hljómplötur: a) Valsinn, eftir Ravel. b) 21,30 Gamlir dansar. 21,50 Fréttir. 21,55 Danslög. 24 Dagskrárlok. Á MORGUN: Næturlæknir er aðra nótt Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavík- ur- og Iðunnar-apótekum. Næturvarzla bifreiða er í Bif- röst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: 11,40 Veðurfregnir. 11.50— 13 Hádegisútvarp. 15,30—-16,30 Miðdegistónleikar (plötur): Ýms tónverk. 19,30 Hljómplötur: Létt klassisk lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfrejgnir. 20,20 Hljómplötur: Lög eftir Grieg. 20,30 Erindi: Frá Vestur-ís- lendingum (Thor Thors alþing- ismaður). 20,55 Útvarpshljóœ- sveitin: Syrpa af frönskum al- þýðulögum. (Einsöngur: Kjart- Frh. á á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.