Alþýðublaðið - 14.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 14. OKT. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Það var ekki farið að daga ennþá. og sólin mundi ekki koma upp fyrr en eftir klukkutíma. Þá stóðu bræðurnir ellefu fyrir utan hlið hallarinnar og heimtuðu að fá að tala við konunginn. En þeim var sagt, að það væri ekki hægt, því að ennþá væri nótt, konungurinn svæfi og enginn þyrði að vekja hann. Varðmennirnir komu, jafnvel konungurinn kom út og spurði, hvað um væri að vera. Þá kom sólin upp og þá sáust bræðurnir ekki lengur, en ellefu svanir svifu yfir höllinni. Pólski kafbáturinn. ÖRGUM er minnisstæður ■*-*-* pótski kafbáturinn, semflúði inn til Tallinn, höfuðborgarinnar í Eistlandi, undan Þjóðverjixm, en strauk þaðan seinna, þó Eist- lendingar hef'ðu lagt hald á hann. En þegar Rússar fóru að gera kröíur á hendur Eistum, þá töldu þeir meðal annars til saka að þeir hefðu sleppt þessum kaf- bát. Ekkert fréttist nánar um at- vikin þegar báturinn strauk, fyr en fregn kom frá Svíþjóð, um að vitavörður einn við austur- strönd Gotlands, hefði séð lít- inn bát koma af hafi. Voru i homun tveir af varðmönnum þeim;. sem verið höfðu í pólska kafbátnum, þegar hann strauk. Sögðu þeir, að alls hefðu verið þrír eistneskir varðmenn í bátn- um. Hefði einn verið á þilfari, en þeir tveir í klefa ofan í bátn- um og lá sími þangað úr landi. Vissu þeir ekki fyr til, en að tveir menn réðust inn í klef- ann til þeirra, slógu annan þeirra svo hann misti meðvitundina, en báru skammbyssu upp að gagn- auganu á hinum. Heyrði hann í sama mund landfestar leystar, og áð vélar bátsins fóru í gáng. Skot ið var á bátinn, en skotin hæfðu ekki og komst hann út úr höfn- inni, og í kaf. Ekki vissu þeir félagar hvað orðið hafði um þriðja manninn. Höfðu kafbáts- menn sett þá tvo í þennan litla bát, er þeir komu róandi á, er iand sást á Gotlandi. Þessi pólski kafbátur komst til Englands og mun hafa fengið þar vistir. Það er kunnugt að hann hefir sökkt að minnsta kosti einu þýzku skipi, og lík- legast hefir það verið hann, sem sökkti skipi fyrir Rússum. Kaf- bátur þessi, sem heitir „Orsel“, er af nýjustu gerð, og pneð stærstu og hraðskreiðustu kaf- bátum. Hann er 1100 smálestir, log getur farið allt að 19 sjó- rnílur, þegar hann er ofansjávar. Hann er 84 metra langur, en á- höfnin er 65 manns, þar af 5 yfirmenn. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Friðrik Hall- grímssyni ungfrú Jóhanna Guð- mundsdóttir frá Efra-Apavatni í Laugardal og Snorri Laxdal sjómaður. Heimili þeirra er á Holtsgötu 31. Frú Anna fiaðmnnds- dóttir hinkrnnarkona Minningarorð. Fyrir tveimur dögum, fimmtudaginn 12. þ. m., var til moldar borin að viðstöddu fjölmenni, frú Anna Guðmunds- dóttir hjúkrunarkona. í fyllingu lífsins, mitt í önnum móður og eiginkonu, kvaddi hún í hinnsta sinn. Svo hispurslaus örlög voru lienni búin. Anna var fædd í Stykkishólmi 10- júii 1910, dóttir Guðmundar Þóróifssonar og konu hans, Þor- gerðar Sigurðardöttur. Anna naut í æsku hinna venjulegu uppeldis- kjara góðra íslenzkra heimila, þar sem hún, ásamt mörgum yngri systkinum, naut umönnun- ar og bliðu góðra foreldra. En hin áhyggjulausa æska hennar var stutt. Ellefu ára gömul miss- ir hún föður sinn og verður nú hinni heilsulitlu móður stoð og stytta á barnmörgu heimili. Það ræður að líikum, að hér hafá umskiptin verið snögg og án miskunnar, enda á því aldurs- skeiði barnsins, sem það er sfet viðbúið að mæta með sáttfýsi sárum, óhagganlegum staðreynd- um. Svo höguðu atvikin því, að Anna varð snemma að gegna þeirri skyldu að uppfylla kröfur og þarfir annara. Hin litlu syst- kini hennar, sem oft þurfti að hugga og rétta hjálparhönd, urðu þannig hinir fyrstu kenn- arar í námi hjálpar og hjúkrunar, er hugur hennar beindist síðar að og hún nam til fullustu. Anna var því ekki gömul, er á reyndi þrek hennar og dugnað, enda átti hún hvorutveggja í ríikum mæli, ásamt ágætum gáf- |úm. Ot í baráttu námsáranna og síðar meir skyldustörfin og sjálft lífið, er þetta hennar undirbún- ingur. Að vísu ekki þrautalaus, en haldgóður til þroskaog árang- urs. Anna hlaut því að verða dugmikil og góð hjúkrunarkona, enda var hún það svo af bar að flestra dómi. I hjúkrunárstarfinu eignaðist Anna matga þakkláía og eínlrega vini fyrir umhyggju sína og hina ríiku ástúð. Ástúð, sem ekki var þviniguð fram í sjálfu starfinu, heldur henni eðlisbundin og eig- inleg, rík og fölskvalaus við alla, sem bágt áttu og líknar þurftu við. En líknarstarfið gat líka hryggt hina tilfinningaríku skel- eggu hjúkrunarkonu, er við henni blasti í hreisum inni nakið mis- kunnarleysi þjóðfélagsins við hinn fátæka mann, sem undir íhafði orðið í lífsbaráttunni. Brot- inn á bak aftur af eigin með- bræðrum. Ég minnist sérstaklega einnar slikrar stundar. Hinnar heilögu reiði hennar, hinum slá- andi hárffnu rökum gegn svo öm- urlegum lyktum mannlegs lífs. Á slíkum stundum gat Anna verið misskilin, hispursleysi hennar og höggfimi í viðræðu, en aldrei af þeim, er bezt þekktu hana. og kunnu skil á hjartalagi hennar, hjálpfýsi og mannkærleika. Fyrir tæpum fimm áium síðan giftist Anna eftirlifandi manni sínum, Sigurði Magnússyni kenn- ara, eignuðust þau tvær dætur, Ásdísi, 3 ára, og Þorgerði, nú rúmlega 1 árs. Var heimili þeirra hjóna frá byrjun þekt að rausn og myndarskap í smáu sem stóru. Enda var frú Anna og maður hennar samhent í bezta lagi um allt það, er gera mátti garðinn frægan, að gömlum og góðum sið- Það er því sár harm- ur kveðinn að manni hennar og hinum un,gu dætmm, er þau svo sviplega mega sjá henni á bak.' En þau sár megnar tíminn einn að græða og hin bjarta minning um ástríka eiginkonu og móður. Frú Anna eignaðist marga vini, sem minnast hennar nú með hlýjum huga og þakklæti fyrir margar ógleymanlegar samveru- stundir. Þótt verkahringur hennar þrengdist, færðist úr hinum rúmu sölum sjúkrahúsanna og inn fyrir fjóra veggi heimilis hennar, þar sem hún í kyrþey vann hin dag- legu störf móðurinnar og kon- unnar, var hún vinum sánum á- vállt minnisstæð og hugljúf. Við þau bústabaskipti urðu spor hennar ekki orpin sandi, og þau munu heldur ekki verða það nú. S' o fer öllum, er líkna þeirn er lifa. ‘ Blessuð sé minning hennar. A. G, I kvöld kl. 9 verður haldin skemmtun til á- góða fyiir Landnám Templara. Skemmtiskráin er vönduð og ó- venju fjölbreytt. Ávörp flytja Andrés Vendel og Guðmundur Einarsson frá Þingeyri. Brynj- ólfur Jóhannesson Ieikari les upp. Sigfús Halldórsson leikur fium- samin lög á píanó. Undir dans- inum lelkur 5 manna hljiómsveit ásamt Refrain-söng. Ennfnemur syngur Kjartan Sigurjónsson nýj- an vals eftir Guðmimd Jóhann- son. AðgöngumiÖar afhentir í Göðtemplarahúsinu eftir kl- 4 í dag. . .1. Stórfenglega hlutaveltu heldur glímufélagið Ármann í Ishúsinu við Slökkvistöðina á morgun kl- 4V2 sd. Er þarfjöldinn aliur af gimilegum munum. svo sem 500 kr. í peningum, Matar- forði, Bókasafn í skrautbandi og m- fl. Sýnishom frá hlutavelt- unni geta menn séð í sýningar- glugga Jóns Bjömssonar og Go. í Bankastræti. Fólk ætti að sækja hiutaveltuna því að með því slær það tvær 'fiugur í einu höggi, reynir á heppnina og styrkirhina fjölþættu og þróttmikiu íþrótta- starfsemi Ármanns hér í bæ. DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi 10. Sími 3094. Útbreiðið Alþýðublaðið! Námsflokkar Reykjavíknr. Námsflokkarnir starfa í vetur með líku sniði og síðastliðinm vetur. Þessar námsgreinar verða stundaðar: íslenzka, íslenzkar bók- m'enntir, danska, enska, hagfræði, félagsfræði, einnig saga og atvinnu- og viðskiptalandafræði, ef nógu margir óska þess. Kennararnir eru sérfræðingar hver í sinni grein. — Kennsl- an er fyrst og fremst ætluð sem hjálp til sjálfsnáms. — Þátttak- endur geta teftir eigin vali tekið þátt í einni eða fleiri greinum. — Kennslan fer fram á kvöldin frá 8—9,30 og frá 5,30—7. — Kennslan er ókeypis, en innritunargjald er 5 krónur (jafnt hvort tekið er þátt í einni eða ffeiri námsgreinum). Að líkindum verða tveir flokkar í hverri námsgrein, byrj- endaflokkur og framhaldsflokkur. Síðastliðinn vetur var aðeins hægt að taka við liðlega belm- ing þeirra, ííem sóttu um inntöku, svo æskilegt er að þátttak- endur gefi sig fram hið fyrsta hjá undirrituðum, Freyjugötu 35. Til viðtals daglega klukkan 6—8 síðdegis. Sími 5155. ÁGÚST SIGURÐSSON. Hjálp til sjálfsnáms. Ókeypis kennsla. GHÁRLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnln á Bonnty. 94. Karl ísfeld íslenzkaði. um við akkeri fyrir framan kastalann í hollenzku nýlend- unni í Coupang. Ég hygg, að slík för sem þessi hafi aldrei verið farin í sögu siglinganna. Landstjórinn á Timor og iiðsforingjar hans tóku okkur mjög vel. Þar keypti ég á reikning Hans Hátignar litla skonn- ortu fyrir 1000 ríkisdali. Skonnortan var 34 fet á lengd og ég gaf henni nafnið ,,Resource“. Á þessu skipi fórum við til hollenzku nýlendunnar Batavíu um Soerabaia og Samarang. Þar seldi ég Resource og kom mér og mönnum mínum í skipsrúm með einu skipi hollenzka Austur-Indlandsfélagsins. Hjálagður listi, sem sýnir tölu þeirra, sem með mér fóru, og tölu þeirra, sem rændu skipinu, sýnir, hversu við vorum í algerðum minnihluta. Ég vil enn fremur geta þess, að uppreisnaráformunum var haldið leyndum á óskiljanlegan hátt, og ég hygg, að enginn þeirra, sem með mér fóru, hafi haft minnsta grun um upp- reisnina. Enn fremur er nauðsynlegt að bæta við etfirfarandi: Þegar ég, nóttina áður en uppreisnin var gerð, kom á þiljur sam- kvæmt venju minni á hundavaktinni, sá ég. Fletcher Christi- an, foringja uppreisnarmannanna, í alvarlegri samræðu við Roger Byam. Það var dimmt á þilfarinu og þeir tóku ekki eftir mér. Þegar ég kom nær, sá ég, að Roger Byam tók í hönd Christians og ég heyrði hann segja skýrt þessi orð: — Þér megið treysta mér. En Christian svaraði: — Það er gott! Þá er það ákveðið! Þegar þeir komu auga á mig, hættu þeir samtalinu. Ég er ekki í minnsta vafa um það, að þeir voru að ræða um hina fyrirhuguðu uppreisn. Það varð þögn, er skýrsla Blighs hafði verið lesin upp. Ég sá, að margir horfðu á mig. Alvarlegri ásökun var ekki hægt að bera fram, og ég sá, hve mikil áhrif þessi framburður hafði á réttinn. Það var ekki hægt að hrekja þennan framburð öðru vísi en með vitnisburði Tinklers. Ég varð vonlaus. Ég vissi, að í sporum dómaranna myndi ég vera sannfærður um, að að minnst kosti einn af föngunum væri sekur. Ákærandinn spurði: — Viljið þér a ðég lesi upp nöfnin á listunum, yðar tign? Hood lávarður kinkaði kolli. — Lesið, sagði hann. Því næst voru listarnir lesnir. Fyrst voru lesin nöfn þeirra, sem farið höfðu í skipsbátinn ásamt Bligh, og því næst nöfn þeirra, sem farið höfðu með Christian. Ég undraðist það, að Bligh minntist ekki einu orði á Coleman, Norman og Mcln- tosh. Hann vissi vel, að þeir höfðu viljað fara með honum, og að uppreisnarmenn höfðu hindrað aþð. Auðvitað voru þeir saklausir og það vissi Bligh. Samt sem áður datt honum ekki 1 hug að greina þá frá hinum, sem voru viðriðnir uppreisnina. Mér var þessi framkoma óskiljanleg. John Fryer, stýrimaður á Bounty, var nú kallaður fram. Hann hafði ekkert breytzt frá því ég sá hann síðast, morg- uninn, sem uppreisnin var gerð. Fryer leit á okkur snöggv- ast. Hann fékk skipun um að taka sér stöðu við borðið and- spænis Hood lávarði og var látinn sverja. Réttarforsetinn sagði: — Skýrið réttinum frá öllu, sem þér vitið í sambandi við rán skips Hans Hátignar Bounty. Ég endurtek hér vitnisburð Fryers, en sleppi þó fáeinum atriðum, því að framburður hans sýnir glöggt, hvernig þeir, sem hraktir voru frá skipinu, litu á málið. — Þann 28. apríl 1789 sigldum við beitivind og stefndurh í suðvestur, þangað til við komum auga á Tofoa. Þá stefndum við í vestur til norðvesturs. Fyrri hluta kvöldsins var lítill vindur. Ég stóð vörð fyrst. Máninn var á fyrsta kvartili. Á ellefta tímanum um kvöldið kom herra Bligh á vörð sam- kvæmt venju, til þesá að gefa skipanir sínar fyrir nóttina. Þegar hann hafði verið á þiljum stundarkorn, sagði ég: —. Skipstjóri. það er vaxandi tungl, og það er okkur heppilegt, þegar við komum undir strönd Nýja-Hollands. Bligh skiþ- stjóri svaraði: — Já, herra Fryer, það er mjög heppilegt. Og þar með var samtali okkar lokið. Þegar hann hafði gefið skipanir sínar, hvarf hann undir þiljur. Klukkan 12 á miðnætti var allt rólegt um borð. Peckover, skytta, og varðsveit hans leystu mig og varðsveit mína af verði. Enn var allt rólegt, þangað til Christian leysti Peckover af verði kl. 4. Um sólaruppkomu vaknaði ég snögglega, ég veit ekki hvort ég hefi vaknað við hávaðann, sem herra Bligh segist hafa gert, eða vegna þess, að margir menn komu inn í klefa minn. Þegar ég reyndi að stökkva á fætur, þrýstu John Sumner og Matthew Quintal hnefunum að brjósti mér og sögðu: — Þér eruð fangi, stýrimaður. Þegið þór, tða þir vorSið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.