Alþýðublaðið - 14.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.10.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 14. OKT. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kommúnistar reyna enn að breiða yfir nafn og númer. ■---♦--—- Þeir vilja stofna sérstakt samband til að klldfa verkalýOssamtOftdn og vona að Slálfstæðisflokkurinn hjálpi pelm. Þannig breiddu kommúnistar yfir nafn og númer á Siglufirði, þegar ,,sameiningin“ við Héðin fór fram: Þeir létu prenta ræmur með áletruninni „Sósíalistafélag Siglufjarðar“ og límdu þær yfir nafn Kommúnistaflokksins á auglýsingablöðum hans! ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: A L ÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (iftnl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 49Q3: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. j4906: Afgreiðsla. |5021 Stefán Pétursson (heima). j* --- ! ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN -------------------!-----« Brezka olfan og rnss neska einræðið. SAMEININGARFLOKKUR- INN“ á heldur bágt þessa dagana, því sundrunigin hefir haldi'ð innreið sína í hann. Öðru megin eru Einar OLgeirs- son og félagar hans, sem trúa á ikommúnistana í Rússlandi, hvað sem þeir gera. Einar er farinn að hlakka til að fá hingað rússneskt setiulið, til þess að vernda hlut- leysi okkar smælingjanna, fyrst hvorki • Hermann né Agnar Ko- foed Hansen höfðu krafta til þess. Otvarpið í Moskva kvað hafa vakið sérstaka eftirtekt á þessu ásamt Þjóðviljanum. Þax með gat fengist ástæða til þess að krefjast þess að setja upp flugstöðvar og flotahafnir á Is- landi, alveg eins og í Eistlandi, þegar pólski kafbáturimn slapp þaðan. I sambandi við þetta sér E. O. hilla undir landsstjórastöðu handa sér, og þess vegna ver hann nú öllu viti sínu og raunar mieiru til þess að fegra allt, sem Rússar aðhafast. Hann lýsir því með hrifningu, hvernig rússneski herinn réðist að baki Pólverjum og hvernig þessi sami her elti pólsku olíuburgeisana og hvern- ig pólsku bændurnir féllu fram Og' tilbáðu myndirnar af Stalin, sem rauði herinn færði þeim að gjöf, um leið og hann Irændi landiö þeirra frelsi. Hrifning E. O. á sér engin takmörk, þegar hann er að lýsa þeirri blessun, éf fallið hafi hinum sjálfstæðu ríkjum við Eystrasalt í skaut, með hinum nýju nauðungarsamn- inigum við Rússa. Rússarnir setja upp flugvelli, viggirðingar og flotahafnir i hin- imi hllutlausu löndum. Já, hvílíkt háþp hlýtur þetta ekki að vera í augum allra frelsiselskandi manna! Að minnsta kosti er E. O. þess viss, að því stærra er- tent setulið, sem kemur í hlut- laust land, því frjálsara sé land- ið. E. O. er á dálítið ann- ari skoðun um þetta en Einar Þveræingur, sem ekki vildi láta Grimsey af hendi, enda mun E. O. telja sig meiri frelsishetju en hann. Með þessu er bara verið að eyða áhrifum brezka aúövalds- ins, segir E. O., og. það þykir honum gott, þótt hann að vísu álasaði rikisstjórninni fyrir það í vetur, að hafa ekki beðið um vemd þess, þegar þýzka her- skipið „Emiden" kom. Þetta em nú Einars áhugamál. Hinum megin er svo Héðinn og stendur einn, því margir hafa snúið við honum bakinu í sept- ember og októbennánuði. Hans áhyggjur snúast allar um olíuna. Nú þarf að fara að hækka hana, og Héðinn heimtar stórkostlega hækkun, en verðlagsnefndin vill fá að athuga málið- Héðni fimnst þetta vitanlega mesta frekja úr verðlagsnafnd inni og heimtar ‘¥7’ÖPNABURÐUR hefir legið • niðri hér á íslandi í nokkrar aldir. Við íslendingar erum orðnir óvanir hernaði og blóðsúthellingum. Þeir, sem predika blóðuga byltingu. eru af almenningi álitnir fávitar. Kommúnistaflokknum hér á ísíandi varð þess vegna ekkert ágengt, fremur en víða annars staðar, meðan hann sagði hrein- skilnislega frá fyrirætlunum sínum. Því var það boð látið útganga frá Moskva, að komm- únistaflokkarnir skyldu dulbú- ast, Þeir áttu að stofna ýmis konar hjálparfélög, ópólitísk að nafninu til, en öll áttu þau að vinna að sama marki, bylting- unni. Félög þessi hafa gengið undir ýmsum nöfnum, svo sem líknarfélög, bókmenntafélög o. þ. u. 1. Þá hafa verið gerðar á þingum kommúnista hvað eftir annað ályktanir um það, hvern- ig kommúnistar ættu að haga sér í verkalýðsbaráttuuni. Þeim hefir beinlínis verið fyrirskip- að að laumast inn í verkalýðs- félögin undir fölsku yfirskini og sundra heildarsamtökum verkalýðsins til þess að gera þau að byltingaráróðurstækjum kommúnista, Blekkingarnar hafa verið öflugasta vopn kommúnist- anna. Þeir hafa þann sið að breiða yfir nafn og númer eins rétt brezka olíuauðvaldsins, hvað sem hinni fátæku útgerð og hlutarsjómönnum liður. Þetta eru aðeins innanlandsmálin, og ekki ber á öðru en að kommúnistamir, sem alltaf hafa látizt bera hag þeirra minnimáttar fyrir brjósti, sætti sig vel við það, að Héðinn fari sigrandi af hólmi og fái að hækka olíuna. Öðru máli er að gegna um al- þjöðamálin. Eins og stendur samrýmist heldur illa að vinna fyrir brezka olíuauðvaldiö og rússneska einræðið. Bretar segj- ast berjast tíl þess að frelsa Pól- Iand og kunna því illa, að Héðinn haldi út blaði, sem lofar kúgara i e.::a lands á hvert reipi. Hann hefir því fengið áminningu frá húsbændunum, og nú heimtar hann af Einari Olgeirssyni, að hann hætti að hæla yfirgangi Rússa. Ofbeldi Rússa er heldur ekki vel þolað af almenningi, svo þegar olíuhækkunin bætíst ofan á það, er Héðinn hræddur um að fylgismönnunum fækki. Héðni finnst sjálfsagt líka heldur ógeðfellt að hugsa tíl þess, þegar E. O. er orðinn landstjóri Stalins, ef hans kynnu að bíða sömu ör- lög og olíuburgeisanna á Pól- laindi, sem E. O. segir að hafi verið eltir á flótta út í skóga. E. O. telur hins vegar, að Héðinn og Laufey miuini ekki vera of góð til að hlaupa, þegar heims- byitíngin er i aðra hönd og um þetta stendur nú mikill styr í „Sameiningarflokknum“. Spá ýmsir því, að sameiiningin endist varla árið á enda, og er ýmsum getum að því leitt, hvort brezka olustefnan eða rússneska einræðisstefnan verði ofan á í þ»ssari viðureígn. og veiðiþjófar gera í landhelgi til þess að villa á sér heimildir. Framleiðslan í slagorða- og blekkingaverksmiðjum þeirra hefir verið margþætt og óþrjót- andi. Og hún hefir verið gyllt þannig fyrir almenningi, að menn hafa hvað eftir annað lát- ið blekkjast til þess að trúa kommúnistum. Eitthvert átak- I anlegasta dæmi þessa er lýð- ræðishjal þeirra. Milljónir manna voru farnar að trúa því, að kommúnistum væri alvara með að berjast, ásamt lýðræðis- þjóðunum, fyrir frelsi og lýð- ræði, gegn stríði og fasisma. Skipanir komu frá Moskva um að leggja niður kommún- istaflokkana og sameinast lýð- ræðisflokkunum. Þetta var gert hér á íslandi. Nafni og stefnu- skrá kommúnistaflokksins var breytt til málamynda, og ýmsir létu blekkjast til að trúa því, að kommúnistar hefðu tekið sinna- skiftum. En þetta hefir ekki reynst annað en fals og hræsni, breiðsla 'yfir nafn og númer, eins og nú er komið í ljós. Stjórn kommúnista í Moskva hefir sýnt hvað hún meinti með lýðræðishjalinu og nú standa hinir blekktu agndofa og ráða- lausír. Þeir hafa sannfærst um að kommúnistar eru kommún- istar undir sameiningarhjúpn- um eins og þeir hafa áður verið, og réttlætisbarátta rússneskrar alþýðu er komin inn á blóðugar brautir kúgunar og ofbeldis eins og á verstu tímum keisara- stjórnarinnar. Blekkingavefur- inn hefir verið tættur sundur. Sama máli er að gegna um hið óháða verkalýðssamband kommúnista. Þeir eru að vísu enn að reyna að telja mönnum trú um. að það eigi að vera „óháð stjórnmálaílokkum“, en allir vita að þar er sams konar tilraun á ferðinni og stofnun Sameiningarflokksins. Komm- únistar reyna alls staðar að villa á sér heimildir. Tilraunir þeirra til að neita þessu eru þýðingarlausar, enda gerðar meira af vilja en mætti og gegn betri vitund. Má sjá þett* a£ gréin, er Benjamín H. J. Eiríks- son ritar í Þjóðviljann 7. þ. m. B. H. J. E. byggir skoðanir sínar um þörf kommúnistasam- bands á þeirri grundvallar meinloku, að Alþýðuflokkurinn hafi stofnað verkalýðssamtökin sér til pólitísks framdráttar. Þetta er söguleg fölsun. Allir vita, nema þessi nýgræðingur, að verkalýðssamtökin stofnuðu Alþýðusambandið og þar með Alþýðuflokkinn, beinlínis til framdráttar verkalýðnum og verkalýðssamtökunum í land- inu. Forystumennirnir sáu, að verkalýðssamtökin gátu ekki orðið alþýðunni að gagni nema öflug pólitísk barátta fylgdi. Enda hefir orðið sú raunin á, að allar kjarabætur alþýðunnar við sjóinn og öll aukin mannrétt indi hennar, sem fengizt hafa síðan Alþýðusambandið var stofnað, hafa náðst með baráttu Alþýðuflokksins. Samstarf verkalýðssamtak- anna við Alþýðuflokkinn er höfuðskilyrði þess, að verka- lýðssamtökin komi að gagni. B. H. J. E. gengur alveg fram hjá þessu aðalatriði í grein sinni, til þess eins að reyna að blekkja Sjálfstæðisflokksmenn til fylg- is við þessa klofningstilraun kommúnista. Þrátt fyrir þetta er loggjafarleiðin viðurkennd í lagafrumvarpi B. H. J. E. fyrir hinu óháða sambandi, þvi í 3. gr.'er þar rætt um „lögákveðna takmörkun vinnutímans" og „endurbótalöggjöf' fyrir verka- lýðinn“. Kommúnistar eru þannig sjálfum sér ósamkvæm- ir í hinum ýmsu skrifum sínum. B. H. J. E. lætur svo um mælt, að fullt lýðræði eigi að ríkja í sambandi kommúnista og enginn pólitískur flokkur „hafi tök á að gera sér Lands- sambandið undirgefið“. Þetta er blekking af versta tagi. Kom- múnistar eiga mikinn þorra þeirra svonefndu fulltrúa, sem búið er að tilnefna á hið vænt- anlega stofnþing. og eru þeir þó í miklum minnihluta í félög- unum. T. d. hafa kommúnistar 11 af 17 fulltrúum frá Dags- brún, en ættu eftir atkvæða- magni 1 félaginu, eins og það var áður en lýðum varð ljós svikastarfsemi þeirra, að hafa 7 fulltrúa. Þetta kallar B. H. J. E. lýðræði. Von sína um mikla þátttöku í sambandi kommúnista byggir B. H. J. E. á Sjálfstæðisflokkn- um og stuðningi þeim, er blöð hans muni veita. Telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara sömu leið í þessu máli og hinn nýi samherji B, H, J. E., Adolf Hitler, fer í heimspólitíkinni, að kjósa umfram allt samvinnu við kommúnista. Reynslan mun sýna, hvort þessar miklu vonir kommúnista á stuðningi Sjátf- stæðisflokksins eru á rökum reistar, en hvað sem því líðúr mun Alþýðuflokkurinn halda sinni stefnu í þessu máli. Og hún er sú, að það er eingÖngu á valdi Alþýðusambandsins. sem sjálft hefir sett sér lög sín, að breyta þeim. B. H. J. E. sér sjálfur dauða- merkin á sambandi kommún- ista, þar sem hann sagði: „Þá getur svo farið, að nokkuð skorti á að öll verkalýðsfélögin taki þátt í stofnun landssam- bandsins strax í haust“, enda veit hann fyrir, að aðeins lítill hluti þeirra lætur ginna sig til þátttöku og að í mörgum fé- lögum, sem talið er að hafi kos- ið fulltrúa, er mikill meirihluti meðlimanna á móti sambandi kommúnista. Fulltrúar hafa verið útnefndir á fámennum klíkufundum og notuð alls kon- ar ólögleg kommúnistabrögð í því sambandi. Ofan á það fvlg- isleysi, sem kommúnistasam- bandið hefir frá verkalýðsfélög- unum, bætist svo hin nýjasta afhjúpun á svikum kommún- ista. Þeir eru uppvísir að því, að ætla að nota sér þetta „sam- band“ sér til pólitísks fram- dráttar þegar önnur sund eru lokuð. Þeir eru uppvísir að því, að vera reiðubúnir til að kljúfa samtök verkalýðsins, Alþýðu- sambandið, til þess að reyna að efla með því kommúnistaflokk- inn og byltingarstarfsemi síná. Þeir eru uppvísir að því, að hafa breitt yfir nafn og númer í því skyni, en nú þekkir verka- lýðurinn þá og snýr með fyrir- litningu baki við þeim og svika- starfsemi þeirra. Finnur Jónsson. Geri við saumavélar, alls konar heimilisvélar og skrár. H. Sand- holt, Klapparstxg 11, sími 2Ö35. Auglýsið í Alþýðublaðisiu! ÞETTA er beztifjársjóðurinn, sem þér getið elgnast og bezta gjöfin, sem pér getið geflð. Aðalskrifstofa: Eimskip, 2. hæð. Sími 1700. Sjávátrqqqi|i|ipaq islandsl Try ggingarskrifstofa: Carl D. Tulinius & Co. hf. Austurstr. 14. Sími 1730.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.