Alþýðublaðið - 16.10.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.10.1939, Blaðsíða 1
Þeir vilja líka fá rétt til pess að hafa framvegis eft- irllt með pvi að Álandseyfar verði ekki víggirtar. irezka ðrastuskipið „Royal )ak“. sem '••• • • • • • . . ■. Biezka flotarná!ará'ðuneyti'ð til- kynnti á laugardaginn, að omstu- sklpinu „Royal Oak“ hefði verið söikkt. Herskip petta var 29 000 smálestir, og var á pví að jafn- aði 1200 tnanna áhöfn. 1 síðustu tilkynningu flotamálaráðuneytis- ins segir, að alls hafi bjargast 414 manns. Hér um bil 800 hafa pví farist. Þjóðverjar tilkynntu í gær, að „Royal Oak“ hefði verið sökkt af pýzkum kafbáti. Petta er annar sjóhernaðarlegi stórviðburðurinn síðan styrjöldin byrjaði. Hintn fyrri var sá, er pýzkur kafbátur sökkti flugvéla- móðurskipinu „Gourageous“, sem var gamalt orustuskip eins og „Royal Oak“. — Royal Oak var eitt herskipanna, sem tóku pátt í sióomstunni miklu við Jótlands- skaga í heimsstyrjöldinni, árið 1916. *Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. T> AASIKIVI, fulltrúinn, sem finnska stjórnin sendi til Moskva, er nú kominn þaðan aftur til Helsingíors með kröfur rússnesku stjórnarinnar. Kröfurnar hafa ekki verið birtar opinberlega enn, en Skandinavisk Telegram- bureau telur sig hafa heimildir fyrir því, að þær séu eftir- íarandi: 1. Sovét-Rússland krefst þess, að Finnland gefi upp hlutleysi sitt og geri hernaðarbandalag við það, og hafi Rússar rétt til þess að verja Finnland, ef á það verði ráðizt. 2. Finnland láti af hendi við Sovét-Rússland fjórar smáeyjar í finnska flóanum. 3. Finnland skuldbindi sig til þess að víggirða ekki Álandseyjar og Sovét-Rússland fái rétt til þess að hafa eftirlit með því, að það verði ekki gert. Stjórn Finnlands mun ræða þessar tillögur í dag og á morgun og er gert ráð fyrir því, að Paasikivi fári því næst aftur til Moskva, en þó talið vafasamt að það verði fyrr en að afloknum fundi Norðurlandakonunganna og Finn- Jandsforseta í Stokkhólmi á miðvikudaginn. Hlutlaust land gertr ekki Sijérn Alþýðuflokkslns og Alfiýðnsambandslns á tveggja daga fundi. ----» Aðalmál fundarins voru stjórnmálaá- standið og skipulag alþýðusamtakanna. O TJÓRN Alþýðusam- bandsins og Alþýðu- flokksins hefir setið á fundi hér í Reykjavík undanfarna tvo daga og var fundinum slitið kl. IV2 í nótt. Auk miðstjórnarinnar sóttu fundinn þeir fulltrúar í stjórn sambandsins og flokksins utan af landi, sem gátu komið því við að mæta. Þessir sambandsstjórnarfull- trúar voru mættir utan af landi: Kristján Guðmundsson, verkamaður á Eyrarbakka- Guðjón Bjarnason verkamaður í Bolungarvík, Sigurður Jó- liannesson verkamaður á Þing- eyri, Erlingur Friðjónsson kaup- félagsstjóri á Akureyri, Jón Sigurðsson erindreki Alþýðu- sambands íslands og Páll Þor- björnsson kaupfélagsstjóri í V'estmannaeyjum. Fundurinn hófst snemma á laugardag og stóð þá til mið- nættis, í gær hófst fundur aftur kl. 2 og stóð sá fundur til kl. IV2 í nótt. Samkvæmt 54. grein laga Al- pýðusambands Islands skal öll stjórn A1 pý'ðusambandsins og Al- pýðuflokksins "koma saman til funda pað ár, sem sambandsping er ekki haldið. Aðalmál fnmlarins. Vitanlega var aðalmál fundar- ins stjömmálaástandið nú. Hóf forseti Alpýðusambandsins, Ste- fán Jóh. Stefámsson félagsmála- ráðherra, umræður um petta efni með langri ræðu. Gaf hann glöggt yfirlit yfir stjómmála- ástandið, starf ríkisstjórnarinnar iog horfur fyrir próun í íslienzk- Frh. á 4. sföu. Þessi frétt h<efir ekki verið staðfest af finnsku stjórninni. Það er þó opinberlega viður- kennt í Helsingfors, að um á- greining sé að ræða, ten jafn- framt lýst yfir, að samninga- umleitanirnar hafi ékki farið út um þúfur. Erkko utanríkismálaráðherra Finna sagði í ræðu á laugar- dagskvöldið, að Rússar hefðu ekki stett Finnum neina úrslita- kosti, enda myndu Finnar ekki hafa gengið að þeim. Erkko sagði, að hlutlaus þjóð gæti ekki gert hemaðarbanda- lag. Hann skýrði einnig í ræð- unni frá þeim varúðarráðstöf- unum, sem Finnar hefðu gert og gaf í skyn, að svo gæti farið, að stjórnin yrði flutt frá Hels- ingfors. Finnlanðsforseti minnir á ekUárásarsamninginn. Kallio Finnlandsforseti hef- ir í viðtali við danskan blaða- mann látið í ljós von um, að Rússar virði þá samninga, sem gerðir hafa verið til þess að tryggja friðsamlega sambúð Finnlands og Sovét-Rússlands, þeirra meðal ekki-árásarsamn- inginn frá 1932. I finnskri fregn segir, að sú krafa Rússa, að fá nokkrar eyj- ar til afnota, muni ekki mæta mikilli mótspyrnu í Finnlandi, og um kröfu þeirra að því er Álandseyjar snertir er sagt, að hún feli ekki í sér neina brey.t- ingu, en um þriðju kröfuna, að Finnar og Rússar geri með *ér hernaðarbandalag, er sagt, að það komi ekki til mála. Rússar ætla a'ð hafa samtals 25 000 manna setulið í Eistlandi, jafnmikið í Lithauen og 20 000 í Lettlandi. Fjórtán rússnesk herskip liggja ,nú undan TalLin í Eistlandi. Rússneskar hernaðarflugvélar yfír vatnasvæðinu á landamær- um Finnlands og Sovét-Rússlands. Hitler treystir ebki iengai' trygð pjzki herf orinoJannti .... » ■■ — i Blomberg fyrverandi hermálaráðherra og fimm ððrum varpað í fangelsi. 1 LONDON í gærkveldi. FÚ. DAG bárust fregnir um það til Frakklands og Belgíu, að von Blomberg, fyrr- verandi hermálaráðherra þýzku stjórnarinnar og fimm aðrir hátt settir þýzkir herfor- ingjar, væru hafðir í haldi í Landsbergkastala í Baytern. Voru þeir sendir þangað 31. ágúst, daginn áður fen inn- Stðrfelld séki Hjððveija er ná talin í aðsigi við Saar. ——---—»---- Þeir eiga að hafa dregið saman 750 þús. manns til að taka þátt í henni. LONDON í morgun. FÚ. STRÍÐSFRÉTTARITARI „Petit Parisien“ hyggur, að stórfelld sókn sé í þann veginn að byrja af Þjóðverja- hálfu á vesturvígstöðvunum. Ýmsir aðrir fréttaritarar eru sömu skoðunar. Hann hyggur, að sóknin verði á Saarvígstöðvunum og um 750 000 manna liði verði teflt fram. Frakkar hafa að undanförnu búizt við sókn Þjóðverja og telja sig við henni búna. I Þýzkalandi furða menn sig mjög mikið á pví, hversu lítið er aðhafst á vesturvígstöðvunum, og sumir fréttaritarar hlutlausra pjóða hafa látið í ljós pá sfeoðun, að Þjóðverjar vilji ekki hefja mikla sókn á vesturvígstöðvunum fyrr en sjóveldi Breta sé brotið á bak aftur. Þrjár pýzkar flugvélar flugu i gær yfir Holland. Komu pær af Norðursjó, og varð p-eirra fyrst vart í Amterdam. Hollenzkar flugvélar hófu sig á loft og eltu pær, en hinar pýzku flugvélar komust undan. Þokur og rigningar hafa tafið hernaðarlegar framkvæmdir á öllurn vesturvigstöðvunum- -- í Lothringen hefir hlaupið mikill yöxtur í öll straumvötn og fjór- ar ár hafa flætt yfir bakka sína. rásin í Pólland hófst, að fyrir- skipan Hitlers, með skírskotun til laga um öryggi og ver»(l ríkisins. í kastala þessum var Hitler fangi og þar skrifaði hann bók- ina „Mein Kampf.“ Flæmskt blað birtir fregn um það í dag, hvernig dauða von Fritsch herforingja hafi borið að höndum, en hann var sagður hafa fallið á vígstöðvunum í Póllandi. Blaðið kveðst hafa fengið leynilegar upplýsingar um þetta efni frá Þýzkalandi. Samkvæmt þeim skaut þýzk- ur stormsveitarmaður frá Ber- lín, Herbert Grau, herforingj- ann, er hann snéri baki að honum. Hið flæmska blað segir, að stormsveitarmaðurinn hafi fengið fyrirskipun um verknað- inn frá yfirmanni sínum. Birt- ir blaðið nöfn þeirra manna, sem það segir, að séu við þetta riðnir. Skatn niðnr slna elgin flHBvél. Skýrlngin á skotunun: i Berlin ð laugarðags- Ágæt kolkrabbaveiðl UNDANFARNA daga hefir verið ágæt veiði hér í flóan- urn, einkum kolkrabbaveiði. 1 fyrrinótt voru um 30 bátav úti að kolkrabbaveiðum, og fékk hver peirra um 3—400 kg. LONDON í morgun. FÚ. 'WF’ L.9.30 á laugardagskvöld- ið heyrðust skotdrunur miklar í Berlín frá loftvarna- byssum úr suðvesturhluta borgarinnar. Engin viðvörun um að loftárás væri í aðsigi hafði verið gefin. Klukkustund síðar heyrðust skotdrunur úr norðausturhluta borgarinnar. Útvarpsstöðvarnar þýzku heyrð ust ekki 1 tvær klukkustundir eða þann tíma, sem álitið var Frk. i 4- *íðu, ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.