Alþýðublaðið - 16.10.1939, Page 2

Alþýðublaðið - 16.10.1939, Page 2
MÁNUDAGUR 16. OKT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Svanirnir. Út um hlið borgarinnar streymdi fjöldi fólks, það vildi sjá galdrakonuna brennda. Lítilmótlegur hestur dró vagninn, sem hún sat 1. Hún var í strigakyrtli. Hið langa, fallega hár hennar flóði um axlir henni. Hún var náföl í framan. En ennþá var hún að prjóna hör- skyrtur. Tíu skyrtur lágu tilbúnar við hlið hennar, og hún var að prjóna þá elleftu. Fólkið gerði gys að henni. Sko galdrakerlinguna, hún þyl ur fyrir munni sér, En hún hefir ekki sálmabók í hendinni. Nei, hún er að þylja galdaveas. — Og fólkið ruddist að hemi og ætlaði að rífa hana í sig. Þá komu ellefu hvítir svanir fljúgandi. Sigurd Hoel: Söl ogsyndir Karl ísfeld íslenzkaði. Útgef.: Svan & Kristján. ísafoldarprentsmiðja h.f. AÐ er ekki ofsögum sagt, sem heyrst hefir, að þetta er bráðskemmtileg bók. Höf- undurinn er einn af snjöllustu yngri rithöfundum Norðmanna og hefir fengið verðlaun í sam- keppni um bezt samda skáld- sögu þar í landi. Verðlaunasaga hans hét „Októberdagur" og var lesin upp hér í útvarpið, og gatzt hlustendum vel að. Höf- undurinn er því þegar að góðu kunnur hér á landi, og ekki munu vinsældir hans minnka við þessa sögu. Sagan er um ungt fólk í sum- arfríi. Hefst það við á hólma einum og ætlar að nota sjóinn og sólskinið og stunda vísindi. En vegna þess að jafnt er af báðum kynjum, en þau vilja á hinn bóginn engar truflanir þola á þessum góðu áformum sínum, þá gera þau sínar var- úðarráðstafanir, og fyrst og fremst er ástinni og öllum hennar fylgifiskum stranglega bannaður aðgangur að hólman- um. Og sjálfsblekking eldri kynslóðarinnar er eitur 1 þeirra beinum. En það koma nú samt fleiri en boðnir eru til hólmans, þar á meðal herramenn tveir með svo egghvöss brot í buxna- skálmunum, að hólmverjum (karlkyninu auðvitað) finnst þau tilvalin til að raka sig á þeim. Kvenkynið lítur aftur á móti allt öðruvísi á málið, eink- um þegar farið er að dansa. Gerast nú hinir fárlegustu at- burðir þegar sól er setzt: Ástin, syndin og blekkingin leika laus- um hala á hólmanum, og síðan steypist öskrandi þrumuveður yfir allt saman. Það er óhætt um það, að eng- um leiðist, meðan hann les þessa bók, enda er þýðingin með sólskinsbrag, svo sem vænta mátti af Karli ísfeld. Þorsteinn Halldórsson. UMRÆÐUEFNI Veturinn, garðarnir og blóm- in. Hvað felur þessi vetur í skauti sínu? Bón sjómanns- ins og spurning. Siglingarn- ar og ófriðurinn. Ýktar fré.ttir. Skátarnir og happ- drætti þeirra. Gagnrýni á blöðunum. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— VETURINN gengur ekki snemma í garð að þessu sinni, það má segja, að sama blíðan sé núna dags daglega og verið hefir. Það voru þó viðbrigði að koma út snemma í fyrramorgun og sjá göt- urnar þaktar silfurgrárri slikju, og þegar maður gekk um gljúpan jarðveg, brakaði svolítið undir fæti. BLÖÐIN Á GREINUM trjánna eru tekin að gulna og blómin eru að falla í görðunum í bænum, vet- urinn er kominn, þó að kuldinn sé ekki enn farinn að bíta í börn- in. Við getum ekki kvartað undan veðráttunni, og þó kvíða margir vetrinum. Við höfum víst aldrei tekið á móti vetri í svo mikilli ó- vissu um það, hvað hann hefði að færa okkur og við gerum nú. ÉG VAR STADDUR i skrifstofu Sjómannafélagsins í fyrrad. og tog- arasjómaður kom inn í skrifstof- una. Hann sagði eina setningu, sem mér fannst að speglaði ástand- ið betur en flest annað. Um leið Og hann kvaddi Sigurð Ólafsson, sagði hann. „Og svo vona ég, að þú haldir áfram að gæta hags- muna minna, ef eitthvað skyldi koma fyrir.“ Og svo spurði hann, eins og hann hefði allt í einu munað eftir því: „15 þúsund kr. tryggingin bætist við 3 þúsund króna ríkistrygginguna, er það ekki — og svo aldurstryggingin fyrir börnin?" „Jú,“ svaraði Sig- urður. „Ég geri vitanlega allt, sem hægt er.“ DAGSINS. væri þó til að ætla. Fréttaflutn- ingur um þessi mál, er gífuryrtur — eins og oft vill verða. !'Mr tW FU»! l*« M 'MM H. THORARENSEN skrifar mér leiðréttingu fyrir hönd byggingar- nefndar skáta út af því, sem sagt var í bréfi til mín um happdrætt- ismiða skáta o. fl. Bréf H. Thor- arensen er svohljóðandi: „Út af ummælum um happdrætti bygg- ingarnefndar skáta, í Alþýðublað- inu í „Umræðuefni dagsins”, óska ég að taka fram eftirfarandi:“ „EINS OG TIL STÓÐ — og á- kveðið var í fyrstu, var dregið í happdrætti byggingarnefndarinn- ar þann 1. júní síðastliðinn, án þess að nokkur frestur væri feng- inn. Fór drátturinn fram að Vega- mótastíg 4 undir umsjá fulltrúa lögmannsins í Reykjavík. Daginn eftir var birt í blöðum bæjarins að dregið hefði verið, og jafnframt birt númer það 13316, er upp kom. Handhafi miðans var Guðmund- ur Arason, Hrefnugötu 8 hér í bæ, Aukavinninga númer 13315 hlaut Benedikt O. Waage, Hringbraut 32 og 13317 Gústaf Ágústsson c/o. S.Í.S. Vænti ég þess, að þetta nægi til að færa lesendum Alþýðublaðs- ins heim sanninn um, að ummælin um happdrætti byggingarnefndar skáta voru 'óréttmæt og ekki sannleikanum samkvæm.“ ÞAÐ ER GOTT að skátarnir eru alveg saklausir, enda var líka ó- trúlegt að þeir væru sekir um trassaskap. Hins vegar held ég, að ummæli bréfritara míns hafi ekki verið út í bláinn töluð hvað aðra félagsskapi snertir. SP ARN AÐ ARMAÐUR skrifar mér og gagnrýnir blöðin. Hann segir: „Mikið hefir verið skrifað um að fólk verði að spara — spara. Ég er því samþykkur, að blöð og stjórn hvetji til sparnaðar, en það hefir ekki enn verið minnst á það, að blöðin þyrftu að spara. Eílaust eru birgðir af pappír ekki svo miklar hér, að ekki væri á- stæða til þess að athuga, hvort blöðin ættu ekki að smækka í broti eða að síðufjölda, og til þess að ekki, af þeim ástæðum, yrði minni vinna fyrir prentarana né minna lesefni fyrir kaupendur blaðanna, þá mætti athuga hvort blöðin gætu ekki „sparað“ svolítið stórar fyrir- sagnir — og fyrst ég nú minnist á frágang blaðanna, þá vil ég minn- ast á það, sem nú þegar hefir gert mig gráhærðan (þrjátíu ára mann- inn), það er sjúkdómur sá, að slíta í sundur hverja (ómerkilega sem merkilega grein og skella þeim hér og hvar í blaðið með mismun- undi fyrirsögnum." HANN HEFIR gömlu skoðunina á blaðamennskunni þessi. Það er fyrsta skilyrðið, að efni blaðanna sé gott, en annað aðalatriðið er, að blöðin líti vel út, síðurnar séu fallegar. Alþýðublaðið er ótvíræð- ur brautryðjandi á þessu sviði. — Blöðin hafa mikið rætt um sparn- að hjá sér undanfarið, aðallega vegna skorts á pappír og stór- hækkandi verðs á honum. Spil — Spil L’Hombre á ........... 1.25 Bridge á . ........... 1.50 Whist á .............. 2.00 15 spil á............ 1.00 Teningar á ........... 1.00 Milljóner á .......... 8.25 Matador á ............ 8.75 Golf á ............. 2.75 Ludo á ............... 2.00 Um ísland á .......... 2.75 Á rottuveiðum á .... 2.75 5 í röð á ........... 2.75 Lotteri á ............ 2.75 Kúluspil á .......... 6.50 Spilapeningar o. s. frv. R. Eiiamefl k Bjðfnssen Bankastræti 11. SVO FÓR sjómaðurinn. Þetta er tiltölulega ungur maður. Hann er allt af á sjónum. Hann er stór og hraustur og vinnuþjarkur hinn mesti. Það er sjaldan, sem ég sé hann á götunum, en ég sé hann þó oftast á haustin og vorin — og þá sé ég hann næstum allt af með barn eða börn með sér. Þetta er einn af okkar ágætu fyrir- myndarmönnum. ÉG SPURÐI GAMLAN togara- sjómann að því í gær, hvort hann hefði orðið var við kvíða hjá sjómannastéttinni — vegna sigl- inganna. Hann svaraði: „O-nei, en heldur er þó hljóðið verra, en það var í síðasta ófriði, þá heyrðist ekki neinn kvíði, í nokkrum manni. Þetta stafar auðvitað af því, að svo lítur út, sem við séum nú nær hildarleiknum en við vor- um þá.“ SEM BETUR FER, er hættan ekki eins mikil eins og ástæða Vður er kunnugt, 1. Að útveguR ©rlendra vara og allir aðdrættir til lands- ins eru miklum erfiðleikum bundnir. 2. Að læknar og aðrir heilsufræðingar telja mjólk og mjólknrafnrðir einhverjar pær hollustu fæðuteg- undir, sem völ er á. 3. Að mjólkin er nú frábœr að gæðum, bseði hvað næringargildi og bætiefni snertir. Dragið pvl ekkf stundinni lengur að stórauka neyzlu yðar á ofangreinduni fæðutegundum. Yður er pað sjálfum fyrir beztu, og hagsmunir pjóðarinnaE* krefjast pess. GHARLES NORDHOFF og JAMES NQRMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 95. Karl ísfeld íslenzkaði. drepinn — en ef þér verðið rólegur, verður yður ekkert mein gert. Ég reis upp af kistunni, en þar hafði ég sofið vegna hitans. Þá sá ég Bligh skipstjóra ganga upp stigann á skyrtunni einni saman með hendurnar bundnar á bak aftur. Herra Chris- tian hélt í reipið. Liðþjálfinn, Charles Churchill, kom því næst inn í klefann, tók þar tvær skammbyssur og sagði: — Ég skal gæta að þeim þessum, herra Fryer. Ég spurði, hvað þeir hefðu hugsað sér að gera við skipstjóra sinn. — Fjandinn hirði hann, sagði Sumner: — Við setjum hann í bátinn og lofum honum að lifa á hálfu pundi af yamsrótum á dag. — í bátinn? sagði ég. — Hamingjan góða, hvers vegna gerið þið það? — Haldið yður saman. stýrimaður — sagði Quintal. — Christian er skipstjóri á skútunni og minhist þess, að það er Bligh að kenna, hvernig komið er. Þá sagði ég: — Hvaða bát ætlið þið að láta skipstjórann fá? Þeir sögðu: — Stóra kútterinn. — Hamingjan góða, sagði ég, — botninn er nærri því ónýtur, hann er orðinn svo orm- smoginn. — Fjandinn hirði hann, sögðu þeir Sumner og Quin- tal: — Hann er of góður handa honum samt. Ég sagði: — Ég vona, að þið ætlið ekki að láta herra Bligh einan í bát. Þeir svöruðu: — Nei, herra Samúel, einkaritarinn hans, og Hayward og Hallet eiga að fara með honum. Að lokum gat ég fengið þá til að kalla upp á þilfar til Christians og biðja hann að leyfa mér að komast upp á þil- far. Hann samþykkti það eftir að hafa hugsað sig um stund- arkorn. Herra Bligh stóð við mastrið og margir menn um- hverfis hann. Ég sagði: — Herra Christian, gætið að, hvað þér eruð að gera. — Þegið þér, sagði hann. — Ég hefi verið í víti síðustu vikurnar. Þetta er Bligh að kenna. Herra Purcell hafði fengið að koma upp á þilfar um leið °g ég, og herra Christian gaf nú skipun um að útbúa stóra kútterinn. Þegar við komum til herra Christians, var herra Byam að tala við hann. Ég sagði: — Herra Byam, þér eruð vonandi ekki þátttakandi í þessari uppreisn? Hann virtist hrylla við þeirri tilhugsun. Herra Christian svaraði: — Nei, herra Fryer, Byam á engan þátt í þessu. Þá sagði ég: — Herra Christian, ég ætla að vera kyrr um borð, því að mér datt í hug, að ef til vill gæfist færi á því að ná skipinu aftur. Christian svaraði: — Nei, herra Fryer, þér farið með Bligh skipstjóra. Því næst skipaði hann Quintal, einum hinna vopn- uðu háseta, að fara með mig til klefa míns, svo að ég gæti náð í það, sem ég þyrfti að hafa meðferðis. Við lestaropið sá ég James Morrison, aðstoðarbátsmann. Ég sagði við hann: — Morrison, ég vona, að þér eigið engan þátt í þessu? Hann svaraði. — Nei, ég á engan þátt í þessu. — Ef svo er, sagði ég lágt, — þá gætið að, ef til vill getum við tekið skipið aftur. Hann svaraði: — Ég er hræddur um, að þér séuð heldur seint á ferli, herra Fryer. Nú var ég lokaður inni í klefanum, og maður settur á vörð fyrir framan dyrnar. Það var John Millward. Herra Peckover, fallbyssumaðurinn, og grasafræðingurinn, herra Nelson, voru lokaðir inni í klefa, og ég gat fengið varðmanhinn til þess að flytja mig þangað. Herra Nelson sagði: — Hvað eigum við að gera, herra Fryer? Ég sagði við þá: — Ef ykkur verður skipað að fara í bátinn, skuluð þið segja, að þið viljið heldur halda kyrru fyrir um borð. Ég vona, að við getum náð skipinu aftur. Herra Pecko- ver sagði: — Ef við verðum eftir, verðum við taldir meðal sjóræningjanna. Ég sagði nei, og sagðist skyldi bera ábyrgð á þeim, sem yrðu eftir með mér. Meðan við vorum að tala sam- an, var Henry Hillbrandt í matarklefanum að sækja brauð handa Bligh. Ég býst við, að hann hafi heyrt samtalið og farið upp á þilfar og skýrt Christian frá því, því að mér var þegar í stað skipað að fara í minn klefa. Varðmaðurinn sagði mér, að Christian hefði samþykkt að fá Bligh stóra skipsbát- inn — ekki vegna Blighs, heldur vegna þeirra, sem áttu að fara með honum. Ég spurði, hvort vitað væri, hverjir ættu að fara með Bligh, en fékk það svar, að þeir yrðu sennilega margir. Skömmu seinna var okkur Peckover og Nelson skipað á þiljur. Bligh skipstjóri stóð þá við skipsstigann. Hann sagðí: — Herra Fryer, þér verðið um borð í skipinu. — Nei, svar- aði Christian, — þér farið í bátinn, eða þér verðið rekinn í gegn. Og hann miðaði á mig byssustingnum. Þá bað ég Chris- tian að leyfa Tinkler mági mínum að fara með mér. Christian neitaði því í fyrstu, en samþykkti það þó að lokum. Ég man ekki, hvor okkar Blighs fór fyrr í bátinn, en ég man það, að við vorum báðir við skipsstigann í einu. Allan þann tíma viðhafði skipshöfnin hið hroðalegasta orðbragð um herra Bligh. Við óskuðum eftir að fá byssur með okkur í bátinn, en því var harðlega neitað. Því næst var bátnum ýtt aftur með skipshliðinni. Er báturinn hafði legið þar stund- arkorn, var fjórum sverðum kastað til okkar- og jafnframt því dundu á okkur skammaryrðin. Ég heyrði marga segja:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.