Alþýðublaðið - 16.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.10.1939, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 16. OKT. 1939. ALÞYÐUBUUm ♦------------:----------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFQREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inagangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: AfgreiSsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. |4906: Afgreiðsla. ! 5021 Stefán Pétursson (heima). i ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Heflr Hitler reika- að skakkt? HITLER hefir nú bæði frá Chamberlain og Daladier fengið það svar við hinu svo- nefnda „friðartiibö'ði11 sínu, sem búizt var við alls staðar úti um heim. England og Fraikkland r.eita að fallast á ofbeldisverkið, sem unnið hefir verið á Póllandi, og lýsa því yfir, að þau séu yf- irleitt búin að fá nóg af samn- ingunr við Hitler. Striðið heldur því fyrirsjáanlega áfrarn meðan hann er við völd á Þýzkalandi. En þött undarlegt rnegi virð- ast, er eins og þetta svar Charn- berlains og Daladiers hafi komið eittlivað flatt upp á Hitier sjálf- ain. Það er eins og hann sé í fyrsta skipti ekki fullkomlega við því búinn, að taka afleiðingunum af sínum eigin verkum. Og það er ekki nema skiijanlegt. Því það er vissulega allt annað að ráða niðurli&gum Maginotlínunnar og enska flotans, ' heldur en hins vamarlitla Póllands, sem með hjálp Sovét-Rússlands va:r hægt að umkringja á allar hliðar af ofurefli hers. Nú er eins og Hitr ler leiti á siðustu stundu að ein- hverju hálmstrái til þess að grípa í, áður en allt er um seinan. Hann lætur, þrátt fyrir afsvar Chamberlains og Daladiers, mál- pípur sínar halda áfram að tala um málamiðlun, — nú síðast með milligöngu Roosevelts. Vissulega má hann ekkert láta ógert, sem gæti orðið til þess að afsaka ’hann í augum þýzku þjóðarinnar. En létt hefir það ekki verið fyrir hann að brjóta svo odd af oflæti sínu eftir það ,sem á undan var gengið. Því meðan hægt var að miðla málum, áður en morðtólin vom siett í gang og árásin hafin á Pólland, kærði hann sig ekkert urn milligönigu Bandaríkjaforsiet- ans, eins og ölium mun enn í fersku minni. Mefir Hitier að _þessu sinni reikna’ð skakkt? Bjóst hann við því að geta undirokað Pólland á sama hátt og Austurríki og Tékkóslóvakíu, án þess að til ó- friðar kæmi við England og Frakkland? Það bendir í raun og veru margt til þess. Það lítur helzt út fyrir, að hann hafi treyst því, að vináttusamningurinn við Stalin myndi nægja til þess að hræða Ehgland og Frakkland frá því að halda gefin loforð við Pólland. Og það má vei vera, að hann hafí fram á seinustu siundu btekkt sjálfan sig með þeirri yfiriætisfullu imyndun, að þau myndu, þegar á 'túerti, ekki þora að grípa til vopna gegn of- beldinu. Það er að minnsta kosti íullyrt, að voo Ribbentriop hafi allt af talið honum trú um það, að England myndi sætta sig við allt. Það væri þó heldur ekki i iyrsta skipti, sem þýzkir stjórn- málamenn hefðu gengið þannig hlindandi út í ófæru styrjaldar við England. Það er sagt, að Þýzkaland myndi aldrei hafa far- Ið út í heimsstyrjiöldina árið 1914, ef forystumönnum þess þá hefði verið það ljóst, að þeir fengju England á móti sér. Sumir siegja líka, að afstaða Englands hafi þá fram á síðustu stundu gefið ti'lefni til éfasemda í því efni. En nú var Jþví að minnsta kosti ekki ti:l að dreifa. Greinilegar gat Eng- íand ekki lýst yfir þeim ásetningi sínum að þola ekkert ofbeldi við Pólland, en Chamberlain var bú- inn að gera hvað eftir annað síð- &n 1 vor. En það er eins og Hitler hafi einnig frá því að England og- Frakkland aöigðu Þýzkalandi stríð á hendur og fram á þennan dag gert sér tálvonir um það, að þau myndu leggja niður vopnin, þeg- ar Pólland væri að velli lagt. Öðruvísi er varla hægt að leggja út þá hótun, sem hann og Stalin gáfu íd í Moskva eftir siðari för von Ribbentirops þangað, um að þeir myndu taka til sinna ráða, eí England og Frakkland neituðu að semja frið strax að stríðinu á Póllandi loknu. En þessi síðari reikningsskekkja heíir reynzt engu minni en sú fyrri. Og Hit- ter verður nú að súpa seyðið af sínu eigin ráðabruggi. Hingað til hefir verið háður ójafn leikur austur á Póllandi og aðeins minni háttar skærur farið frarn á landamærum Þýzka- lands og Frakklands. En nú er þessi þáttur stríðsins á enda. Hlitler veit, að Þýzkaland þolir ekki langvarandi stríð, innilokab eáns og það er af enska flotanum. Hann vierður að leita úrslitanna hið allra fyrsta. Tíðindalaust vierður i öllu falli ekki lengi á vesturvígstöðvunum eftir þetta. Kvenfélao Alþýðu- flokksins. Kvenfélag alþýðu- FLOKKSINS hefur vetr- arstarfsemi sína með fundi annað kvöld í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Á þessum fundi verður rætt um félagsstarfið fyrir vetur- inn og er mjög áríðandi, að félagskonur sæki fundinn. Auk þess gera þar ýmsar nefndir innan félagsins grein fyrir störfum sínum. Stjórn félagsins hefir þegar komið sér saman um, að félag- ið haldi námskeið í hjúkrun, eins og félagið hélt uppi í fyrra og reyndist ákaflega vinsælt. Er meiningin að slíkt námskeið hefjist svo snemma vetrar, að því verði lokið áður en jóla- annir byrja hjá húsmæðrum. Konur, sem vilja taka þátt í því námskeiði, verða að gefa sig fram á þessum fyrsta fundi. Stjórn félagsins hefir mikinn áhuga á að gera félagsstarfið sem fjölbreytilegast og treystir á allar félagskonur til góðrar samvinnu 1 vetur komandi. Sítrónur, Saltfiskur, Harðfiskur, Riklingur, Smjör, Ostar, Egg. BREKKA Símar 1678 og 2148. Ijarnarbúðin. — Sími 3570. Fylgi Alpýðuflokkslns ðrt vaxandi á meðal stAdenta. Sjálfstætt félag stúdenta, sem fylgja Alþýðufiokknum, verður uú stofnað. StAdentar snúa baki við kommðnistnin. -------♦—----- OSNINGAR fóru fram á laugardaginn í stúd- entaráð og voru þær rekn- af af allmiklum ákafa af stúdentum eins og að vanda lætur. Þannig höfðu allir 3 listarnir sínar eigin kosninga skrifstofur. Listarnir þrír voru bornir fram af félagi róttækra stúd- enta B-listi, Félagi frjálslyndra stúdenta A-listi, og Félagi lýð ræðissinnaðra stúdenta C-listi. Bak við listana stóðu: — Lista róttækra: Alþýðuflokksmenn og nokkrir kommúnistar — frjálslyndra stúdenta: Fram- sóknarmenn og nokkrir aðrir utan flokka, þar á m’eðal nokkr- ir Alþýðuflokksmenn, lýðræðis- sinnaðra stúdenta, íhaldsmenn, nazistar og nokkrir, sem telja sig utan flokka. Urslitin í kosningunum voru kunn seint á laugar’dagskvöld og voru þannig: C-listi 101 at- kvæði og 5 kosna, B-listi 50 at- kvæði og tvo kosna og A-listi 55 atkvæði og 2 kosna, Við kosningarnar í fyrra fékk listi lýðræðissinnaðra stúdenta (íhaldsmanna og nazista) 99 at- kvæði, eða 2 færri én nú, en listi róttækra stúdenta, en þann lista studdu þá flestir sem fylgja Framsóknarflokkrtum fékk 77 atkvæði. Andstæðingar haldsins í háskólanum hafa því aukið at- kvæðatölu sína mjög mikið. Viðtal við Bjarna VII- hjálmsson stnd. mao. Alþýðublaðið hafði í morgun tal af Bjarna Vilhjálmssyni stud. mag. og spurði hann um þessar kosningar. Hann sagði meðal annars: „Nokkru áður en kosningarn- ar fóru fram, ræddum við Al- þýðuflokksstúdentar um að rétt ast væri að við hæfum alveg sjálfstæða starfsemi í háskól- anum og kæmum ekki fram undir neinu öðru nafni en okkar flokksnafni. Vildum við gera þetta því fremur, sem fylgi Al- þýðuflokksins fer nú hraðvax- andi í háskólanum. Úr þessu varð þó ekki að þessu sinni. Alþ.flokkurinn hefir ekki haft mikið fylgi undanfarin ár með- al stúdenta, en þetta er nú að gjörbreytast og munum við Al- þýðuflokksstúdentar stofna félag og halda uppi sér- stakri starfsemi meðal stúd- enta. Eins og flestum mun kunn ugt, hafa kommúnistar ráðið miklu í félagi róttækra stúdenta á undanförnum árum, en fylgi þeirra er alveg að hverfa, enda er það mjög óheppilegt, og bein- línis rangt gagnvart Alþýðu- flokknum að hafa nokkuð sam- an að sælda við kommúnista, og það því fremur, sem þeir eru nú orðnir bandamenn nazismans úti í heimi. — Ég vil þó taka það fram, að það eru að eins örfáir stúdentar, sem geta sætt sig við þá kúvendingu, sem orðið hefir í pólitk kommún- ista. Menn verða þó að muna það, að starfsemi stúdenta í háskól- anum hefir verið með nokkuð öðrum hætti en stjórnmála- flokkanna, þó að stúdentar hafi að ýmsu leyti verið mjög póli- tískir. Með því að við Alþýðuflokks- menn stofnum nýtt félag, ætti okkur að takast að safna saman til þeirrar starfsemi öllum Alþýðuflokksstúdentum og yfirleitt öllum stúdentum, sem hafa samúð með stefnu al- þýðusamtakanna og baráttu þeirra fyrir alþýðuna og menningu hennar.“ Það er dálítið einkennilegt, hve íhaldið er sterkt meðal stúdenta, því yfirleitt eru stúd- entar vanir að vera frjálslyndir og róttækir í skoðunum, en skýringin mun vera sú, að náms menn koma yfirleitt meira frá hinum efnaðri heimilum í land- inu — einkum úr Reykjavík. Stúdentar, sem fylgja Alþýðu flokknum að málum, gengu ekki sameinaðir til kosning- anna að þessu sinni eins og áð- ur er sagt. Þeir fylktu sér ým- ist um lista félags róttækra stúdenta eða lista frjálslyndra. Þetta er þó ekki vegna þess, að þá greini á í skoðunum, heldur miklu fremur vegna þess, að Alþýðuflokksstúdentar eiga ekkert félag sín á milli, enn sem komið er, en, það verður að telja eðlilegast, að það sé stofn- að og getur það síðan athugað möguleika fyrir því að hafa ein- hverskonar samvinnu við félag frjálslyndra stúdenta, bæði um einstök mál og' eins um kosn- ingar, en með kommúnistum er óheppilegt að starfa í þessu sem öðru — og það verður að hætta að áliti Alþýðuflokksstúdenta. Verðskrá Félag hárgreiðslukvenna í Iteykjavík samþykkti á fundi fé- lagsins þann 5. október 1939 eftirfarandi verðskrá, sem öðlast gildi nú þegar: „Permanent“-hárliðun. Við íslenzkan búning kr. 12.00 Við drengjakoll og í kring - 17.00 Við Page-hár - 20.00 Liðun neðan í hár - 13.00 Liðun, einstök spóla - 1.00 Permanent fyrir herra - 5.00 til 10.00 Hárgréiðsla og þvottur. Vatnsliðun, fullkomin kr. 2.50 Vatnsliðun, drengjakollur —- 2.00 Vatnsliðun, án þurrkunar — 1.50 Þvottur 'einstakur — 1.00 Hárliðun með járnum — 2.00 Hárliðun með járnum, langt hár án uppsetningar — 1.50 Hárliðun méð járnum, lagnt hár m. uppsetningu —- 2.00 Pappírskrullur — 5.00 Hár við íslenzkan búning —- 1.50 Uppkrulling neðan í hár — 1.00 Uppkrulling allt í kring — 2.00 Jafnframt skal það ttekið fram, að hárliðun með járnum fyrir kr. 1.00, verður ekki afgreidd eftirleiðis. önnur vinna. Andlitsböð, algeng kr. 3.00 til 5.00 Handsnyrting — 3.00 Augnabrúna- og augnaháralitun — 3.00 Augnabrúnir litaðar — 2.00 Augnahár lituð — 2.00 Kvöldsnyrting — 2.00 Fyrir vinnu í heimahúsum 50% álagning. Vegna vaxandi erfiðleika við innhéimtu sjáum við okkur ekki fært að lána vörur eða vinnu öðrum en föstum viðskiptavinum, enda séu skuldir að fullu greiddar fyrir 7. næsta mánaðar eftir úttekt. FÉLAG HÁRGREIÐSLUKVENNA í REYKJAVÍK. STJÓRNIN. 13 Barði Guðmundsson: Skagflrzk fræðl: isbirnlig- ar eftir Magiús Jónsson. ----$---- AÐ má með sanni segja, að Sögufélag Skagfirðinga hef- ir giftusamtega af stað farið með fyrsta riti sínu í hiniu fyrirhugaða safni: „Skagfirzk fræði“. Bókin heitir Ásbirningar og er samin af Magnúsi prófessor Jónssyni. Þessi prýðilega pennafæri og á söigu’.eg efni atbuguli rna’ður hefir hér rakið sögu nefndrar ættar frá landnámsöld til dau’ða Kol- beins kaldaljóss 1246. F'jallar rit- ið að vonum mest um bræðurna Kolbein og Arnór Tumasyni og son hins síðarnefnda, Kolbein unga. Að sjálfsögðu kemur hinn merkilegi Hólabiskup, Guðmund- ur góði, ein'nig mikiö við sögu, enda átti hann sem kunnugt er í hinum hörðustu deiium við Ás- biminigana mestan hluta biskups- tíðar sinnar. Óhætt er að fullyrða það, að emginn hefir skrifað skýrar og af rpeiri skilningi uni þennan merkilega þátt íslenzkrar sögu en Ma,gnús prófessor. Fer hér saman skarpviturleg heimildagagnrýni og glöggskygni á hið innra sam- Ihengi í :rás vi'ðburðanna. Það fer því fjarri, að ritið sé aðeins end- ursögn á fornum fróðleik af því tæi, sem við erum svo vanir við í ístenzkri sagnritun. Söiguefnið fær í höndum Magnúsar próf. nýjan svip. Handbragð vísinda- mannsins leynir sér ekki á efnis- meðferðinni, og þó er frásögnin svo leikandi og létt, að öllum má lesturinn til ánægjiu verða. Vér sjiáum nú stórhöfðingjann og góðsíkáldiö Kolbein Tumason í öðru og sterkara ljtósi en áður, og vér iglöggvum oss nú einnig betur á viðhorfi Guðmundar bislkups- Hjá Maignúsi próf. vottar ékki fyrir hinum gamla, grunn- færnislega sleggjudómavaðli um Guðmund biskup, sem jafnvei (hneig í þá átt, aö hann ætti aðal- sökina á því að landið misti sjálfsforræöi sitt. Magnús próf. skrifar um þenna ótrauða merkis- bera mannúðarinnar af meiri sanngirni en tíðkast hefir, enda eru dómar Magnúsar próf. um menn og niálefni í ritinu hvar- vetna gerðir af varfærni og vand- virkni. Einna athyglisverðustu þætt- irnir i 'hókinni um Ásbirninga eru samt orustulýsingarnar. Sér- staklega er margt sagt til nýs skilningsauka um viðureignina á Örlygsstöðum. Hefir höfundur sýnilega þaulrannsakað þetta við- fangsefni, og lætur hann fylgja bardagalýsingunni fjóra upp- drætti af staðháttum og fylkiinga- skipun herflokkanna, er þar bár- ust á banaspjót. Er sjaldgæft að sjá svo mikla kostgæfni viðhafða um efnismeðferð í alþýðlegu riti, ög má hún verða þeim til fyrir- ínyndar, sem skrifa um sagnfræði almenningi til fróðleiksauka. í svo yfirgripsmikht riti, sem bókin um Ásbirningana er, má það heita sjálfgefið, að vart verði við ónákvæmni í einstökiun at- ríðum, en mörg slík dæmi rnunu varla finnast þar og þá helzt á útkjálkasviðum, sem höfuindur hefir ekki beint huga sínum sér- staklega að. Þannig horfir málið sýnilega við, er höf. segir um Magnús prest GuÖimuidsson, að hann hafi andast áður en hann hfaut bískupsvígslu. Að vísu má þetta til sanns vegar færa að því leyti, að Magnús prestur var val- inn sem biskupsefni og varð aldrei biskup, en orsökin til þess var sú, að hoirum var synjað um vígslu. Á nokkrum stöðum koma fyrir boUaleggingar, sem virðast næsta óþarfar. Svo er um það atriði, hvort Sigurður Orms- son frá Svínafelli hafi gengið í klaustiur. Þar sem hvort tveggja fer saman, að hann hverfur út af sjónarsvi'ðinu 20 árum fyrir andlátið og er í góðri heimild kallaður Sigurður nmnkur. ætti ekki að þurfa orðalengingar um samhengi þess *máls. Eina veilan í riti Magnúsar próf., sem talsverðu máli skiftir, að því er ég fæ séð, er umsögn hans um goðorðaeign Koibeins Tumasonar. Hefir hann skilið orð Sturtungu svo, að Kolbeinn hafi um aldamótin 1200 átt „öll goð- orð fyrir vestan Öxnadalsheiði til móts við Eyvellingagioðorð (Æveriingagoðorð). Bn í beimild- inni stendur a'ðeins, að Kolbeinn hafi haft þessi goðorð. Af öði- um heimildiun má ráða, að frændi hans, Kolbeinn kaldaljós, hafi jafnvel átt meirihluta þess- ara go'ðorða, þótt Kolbeinn Tuma son „færi me’ð“ þau öll saman. Og þegar Magnús próf. segir, að vel megi það vera, að Kolbeiinn hafi eignast hið svo kallaða Fljótamannagoðorð, þá stríði það á mótí öllu því, sem vitað ver&ur um feril þess. Laust eftir 1180 áttu þeir bræður, Jón prestur Ketilsson í Holti og Ásgrímur skáld go&orð þetta og gáfu það Guðmundi dýra frænda sínum á Bakka í öxnadal Goðorð Guð- mundar gengu síðan til Þorvald- Fri». á 4. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.