Alþýðublaðið - 18.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1939, Blaðsíða 2
MIÐVÍKUDAGUR 18, OKT. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þeir settust umhverfis hana á vagninn og böðuðu út vængj- unum. Þá vék fólkið óttaslegið burtu. — Þetta er tákn af- hirnnum! Hún er víst saklaus, hvísluðu margir, en þeir þorðu ekki að segja það upphátt. Þá greip böðullinn í hönd hennar, en hún flýtti sér að kasta skyrtunum yfir svanina. Og þar stóðu ellefu fallegir piánsar, en yngsti bróðirinn hafði álítarvæng, því að það vant- aði aðra ermina á skyrtuna hans. Athugasemd. Sum dagblöð bæjarins hafa flutt með stórletruðum fyrir- sögnum fréttir um ,,ryskingar“, um „áflog“ ,,af völdum ölóðra manna,“ sem fram hafi farið í Iðnó aðfaranótt s.l. sunnudags. Er gefið í skyn, að hér hafi um almennar, að minnsta kosti mjög víðtækar óspktir verið að ræða. Samt tel ég að sannara muni um það, sem greinagóðir menn liafa sagt mér um þetta. Þeir töldu að tveimur mönnum hafi lení eitthvað saman, fyrst í stríðni, sm leiddi til stympinga þeírra 1 millum. Fékk annar þeirra högg í höfuðið, svo að á auganu sá, sem hinn galt með því að stjaka við andstæðingi sínum, svo hann féll við. En svo raunalega óheppilega vildi til, að handleggur mannsins hrökk í sundur, er hann féll. Stimpingarnar milli þessara manna fóru fram í húsinu, niðri. Þessir atburðir gerðust með svo skjótri svipan og ég tel víst, að fæstir, sem í húsinu voru þessa nótt, hafi nokkuð um þetta vitað. Ég var í húsinu, og heyrði engan mann á þetta minnast, og vissi yfir höfuð að tala ekkert um þennan atburð, fyrr en ég sá hina stórletruðu fyrirsögn í blöðunum. Þess varð hins vegar vart, að maðurinn hafði meiðst á hendi. Biðu báðir óróaseggirnir rólegir 1 fordyri hússins þangað til lögreglan kom. Hafði hún verið beðin að koma, er vart varð meiðsla mannsins, en engan veginn til þess að stöðva nein slagsmál milli þeirra. Það er óneitanlega virðingar- vert, að fréttirnar séu ekki sparaðar við fólkið nú, þegar svo margt á að spara, én sanni næst tel ég þó það, að það sem hér hefir gerzt, geti ávalt og alls staðar gerzt, ef slysnin ræður, þar sem margt fólk er saman komið. Þar sem farið er að flytja slíkar fréttir, sem þessar, í „aukinni og endurbættri út- gáfu,“ mætti nú vel mega búazt við talsverðum fréttum um ýmissa atburði, sem vitað er að gerzt hafa á allt öðrum stöð- um en í Iðnó, ekki síður sögu- legir en þessir, sem gerðust þar. Um þetta hfir ekkert birzt op- inberlega ennþá, og varlegt að treysta um of hinu ,,munnlega“ fréttamálgagni í öllum grein- um. Oddur Ólafsson. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI DAGSINS. Óánægjan út af rafmagns- notkuninni. Rafha önnum kafin. Er Sogsstöðin orðin of lítil? Neytendur minnka aft- ur rafmagnsnotkun. Fyrir- spurn frá sjómanni um tryggingarnar. Það, sem sjó- menn þurfa að taka fram — þegar þeir eru lögskráðir. Kolavitleysan í kommúnista- blaðinu. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÁÐUR en bæjarstjórnarmeiri- hlutinn samþykkti að hækka allverulega verð á rafmagni. var- aði ég mjög ákveðið við því. Á- stæðan fyrir því var sú, að kunn- ugt var, að þau voru að verða al- ger straumhvörf í bænum um raf- magnsnotkun. Það sýnir skýrsla raftækjaverksmiðjunnar í Hafnar- firði, sem hefir nú pantanir upp á 1400 rafmagnsofna og 300 elda- vélar. Verðhækkunin gat leitt til þess, að þessi straumur hætti, að fólk sæi sér ekki fært að auka raf- magnsnotkunina. Þetta hefir kom- ið á daginn. Fjöldi heimila. sem ætlaði að auka rafmagnsnotkun- ina að miklum mun, eru nú alger- lega hætt við það, vegna þess, að rafmagnsverðið var hækkað svo mikið. ÞESSI AFSTAÐA bæjarstjórn- armeirihlutans er áreiðanlega mjög vafasamur gróði. Og margir menn geta ekki skilið hvers vegna að hún sé þannig. Eru jafn- vel allmargir, sem halda því fram, að stjórn bæjarins óttist að aukn- ing rafmagnsins verði svo ör og svo mikil, að Sogsstöðin, eins og hún er nú, verði á skömmum tíma of lítil. UM ÞETTA efni fékk ég eftir- farandi bréf í gær frá kunnum borgara: „í blöðunum hefir því verið haldið mjög að bæjarbúum, að nota rafmagn til hitunar og eldunar til þess að spara erlent eldsneyti, og afla sér tækja í þessu skyni. Og það má segja, að ekki hefir staðið á bæjarbúum að verða við þessum áskorunum, og margir tekið allnærri sér fjárhagslega til þess að geta eignast þessi tæki og hjálpa á þann hátt til þess að bjarga bænum frá kolaskorti. Skýrsla Raftækjaverksmiðjunnar ber það líka með sér, að hér er um óhrekjanlega staðreynd að ræða hvað tækjakaupin snertir. Þegar bæjarbúar í góðri trú. fara eítir þessum áskorunum, þá fer Rafmagnsveitan strax á stúfana og hækkar rafmagnsverðið og her- bergjagjaldið svo mikið, að engin tök eru á að nota rafmagnið til hitunar, og dregur mjög úr notk- un þess til eldunar." SVONA FÓR NÚ þetta bjarg- ráð gagnvart kolaskortinum, og bæjarmenn sitja í kuldanum og horfa á dýru hitunartækin í stof- unum sínum. En herbergjagjaldið verða þeir að greiða, kr. 1,10 fyrir hvert herbergi. Þessi 10 aura hækkun nemur álitlegri fjárhæð mánaðarlega, og væri fróðlegt að vita tölu á herbergjunum. Ég geri líka ráð fyrir, að rafmagnsstjóri sé fús á að láta í té upplýsingar um þetta, því fljótur er hann að upplýsa með tölum hækkunar- þörfina." „OG HVAÐ ER svo með Sogs- stöðina og raftaugakerfi bæjarins? Er ekki Sogsstöðin þegar orðin ófullnægjandi, og það jafnvel þótt Elliðaárstöðin sé notuð til hins ítrasta jöfnum höndum? Er ekki bæjarkerfið óhæft til dreifingar á því rafmagni, sem til bæjarins flytzt nú sem stendur, hvað þá ef bæta þyrfti við einni túrbínu enn í Sogsstöðina til þess að fullnægja eftirspurninni? Eru leiðslurnar frá Sogsstöðinni megnugar að flytja meiri straum til bæjarins, ef hans væri kostur?“ „EÐA ER KANNSKE allt raf- magnskerfið þannig úr garði gert, að hækkunarnauðsynin byggist að nokkru leyti á framleiðslugetu- leysi, og þess vegna bætt úr því á þann hátt, að koma fólki til þess að takmarka eyðsluna? Þetta eru nú kannske fávíslegar spurningar, en ég held, að skýr svör við þeim frá þeim, sem þekkingu hafa á þessum málum, gerðu það að verk- um, að bæði ég og aðrir sættu sig betur við rafmagnshækkunina, og reyndu þá heldur að klæða af sér kuldann og berja sér upp á gamla móðinn.“ ANNAR MAÐXJR skrifar mér um hinar sífelldu bilanir á raf- magninu. Hann segir, að undan-i farið hvað eftir annað hafi raf- magnið horfið svo að ekki hafi verið hægt að kveikja, hita upp eða hlusta á útvarp. Þá spyr hann hverju það saeti, að ekki sé gert við bilanir tafarlaust, og hvort það sé rétt, að rafmagnsveitan neiti að greiða þeim mönnum eft- irvinnu, sem þurfa að gera við bilanir á sunnudögum eða á kvöld- in og seinlætið stafi því af þessu. — Gott væri að fá svar við öllum þessum spurningum. SJÓMAÐUR skrifar mér og spyr: „Hver fær tryggingu fyrir sjómann, sem lendir í slysi og ferst, ef hann er ekki giftur?“ — Ef sjómaðurinn er fyrirvinna for- eldra eða móður eða föður, fá þau trygginguna, eða annaðhvort. Hins vegar fær unnusta ekki trygging'- una greidda. Annars er ákvæði í samningum þeim, sem nú eru ný- afstaðnir, um, að heimilisástæður viðkomandi sjómanns við lög- kráningu skuli leggja til grund- vallar fyrir tryggingunni. Ef þú ert sjómaður og ætlar að sigla og ef þú ert ekki giftur og átt ekki barn, og ef þú átt foreldra á lífi, sem hægt er að segja að þú hjálp- ir, þá skaltu taka það fram um leið og þú ert lögskráður, að þú vinnir fyrir þeim, eða þau séu á framfæri þínu að einhverju eða öllu leyti. Ef þú gerir þetta, þá fá þau trygg- inguna greidda, ef slys verður. Ef þú gerir þetta hins vegar ekki, þá fá þau enga tryggingu greidda eft- ir þig. Systkini er ekki hægt að segja að séu á framfæri þínu, nema þá ef þau eru kornung, innan 16 ára, eða veik og geta ekki unnið fyrir sér á neinn hátt. ÞETTA ER UM ÞÁ SJÓMENN, sem sigla á verzlunarskipum. — Stríðstryggingin er hins vegar skilyrðislaus (15 þús. kr.) fyrir togarasjómenn, en ríkistryggingin (3 þús. kr.) er hins vegar við það bundin, að viðkomandi hafi einhvern á framfæri sínu. EKKI ER ÖLL VITLEYSAN ÉINS. í blaði kommúnista í gær stóð klausa um það, að talið væri að þýzka skipið, sem hér var, hefði látið þýzka kafbáta, sem hingað hefðu læðst, fá kol að nóttu til. Svona fréttir geta verið hættu- legar, þessi er það ekki vegna þess, hve vitlaus hún er. Kafbátar nota alls ekki kol. Það virðist svo sm þetta vesalings blað sé haldið af sífelldri kolavitlysu. Hannes á horninu. Legubekkir Mesta úrvalið er á Vatns- stíg 3. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR. Auglýsið í Alþýðublaðinu! SimaskráiB 1940. Haridrit að símaskrá Reykjavíkur fyrir árið 1940 ligg- ur frammi í afgreiðslusal landssímastöðvarinnar frá 18— 21 þ. m., að báðum dögum meðtöldum. Tekið er á móti tilkynningum um breytingar við skrána á sama stað og sömu daga kl. 8—21. Skrásetningar í atvinnu og viðskiptaskrá símanot- enda verða prentaðar upp aftur óbreyttar í nýju skránni, nema því aðeins að breytingar verði tilkynntar innan 22. þ. m. C-HARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bounty. 97. Karl ísfeld íslenzkaði. Réttarforsetinn: — Sáuð þér William Muspratt? Fryer: — Nei. Réttarforsetinn: — Bauðst nokkur til þess að aðstoða Christ- ian, þegar þið Bligh voruð settir í bátinn? Fryer: — Já, Churchill, Sumner, Quintal og Burkitt. Réttarforsetinn: — Þekktuð þér nokkurn af mönnunum, sem klifu upp í reiðann, þegar seglin voru undin upp? Fryer: — Ég þekkti aðeins einn, Thomas Ellison, sem var aðeíns drénghnokki þá. Réttarforsetinn: — Hversu marga menn þurfti, til þess að koma stóra skipsbátnum á flot? Fryer: — Tíu menn. Réttarforsetinn: — Sáuð þér nokkurn fanganna hjálpa til þess að setja bátinn á flot? — Já, herra Byam, herra Morrison, herra Coleman, Nor man og Mclntosh hjálpuðu til, en það var gert samkvæmt skipun frá herra Coleman, bátsmanninum, en þá skipun hafði hann fengið frá Christian. Réttarforsetinn: Álítið þér, að þeir hafi gert það 1 því skyni, að hjálpa Bligh eða Christian. Fryer: — Ég held, að þeir hafi verið að hjálpa Bligh. Þeir gerðu það til þess að gefa Bligh færi á því, að bjarga lífinu. Réttarforsetinn: — Hvaða ástæðu hafið þér til að ætla, að John Millward væri yður vinveittur, þegar hann stóð vörð yfir yður? Fryer: — Hann var í órólegu skapi, eins og hann hefði gripið til vopna gegn vilja sínum. Réttarforsetinn: — Þér segið, að þér hafið fengið því fram- gengt, að Tinkler mágur yðar fengi að fara í bátinn með yð- ur. Hafði hann verið neyddur til þess að vera um borð? Fryer: — Christian hafði sagt honum, að hann ætti að vera um borð sem þjónn hans. Tinkler kom til klefa míns og skýrði mér frá því. Réttarforsetinn:: — Hvar bjuggu liðsforingjaefnin 1 skip- inu? Fryer: — Á lágþiljum. Réttarforsetinn: Tókuð þér eftir því, að nokkur vörður hefði verið settur um stóra klefann? Fryer: — Já, ég gleymdi því, að Thompson stóð vörð við vopnakistuna. Hann var vopnaður byssu með byssusting. Réttarforsetinn: — Stóð hann líka vörð við klefa liðsfor- ingjaefnanna? Fryer: — Já, hann stóð vörð bæði við vopnakistuna og dyrnar á klefa liðsforingjaefnanna. Réttarforsetinn: — Sáuð þér nokkurn þennan dag gera til- raun til þess að ná aftur skipinu? Fryer: — Nei. Rétturinn: — Hvað leið langur tími frá því uppreisnin hófst, og þangað til þið voruð neyddir til að fara í bátana? Fryer: — Tveir og hálfur til þrír klukkutímar. Rétturinn: — Hvað álítið þér, að Christian hafi átt við, þegar hann sagði, að hann hefði verið í víti síðustu vikurnar? Fryer: — Ég hygg að það hííi verið vegna brigslyrða Blighs. Rétturinn: — Hafði nýlega orðið deila þeirra á milli? Fryer: — Daginn áður en uppreisnin varð, hafði Bligh sakað Christian um, að hann hefði stolið kokoshnetum. Fangarnir fengu nú að leggja spurningar fyrir vitnið, og ég fékk skipun um að taka fyrst til máls. Fryer hefir hlotið að finnast aðstaða okkar einkennileg. Hann hafði verið mér mjög vingjarnlegur allan þann tíma, sem við höfðum verið saman á Bounty. Ég var sannfærður um, að hann áleit mig saklausan, og að hann hefði mikla samúð með mér. Ég lagði fyrir hann þrjár spurningar. Ég: — Heyrðuð þér nokkuð af því, sem sagt var, þegar þér komuð á þilfar fyrst uppreisnarmorguninn og sáuð okkur Christian ræðast við? Fryer: — Nei, herra Byam . .. Hood lávarður greip fram í fyrir honum: — Þér verðið að snúa yður að réttinum, þegar þér svarið fanganum. Stýrimaðurinn snéri^Sér að réttinum. Fryer: — Ég minnist ekki að hafa heyrt neitt af samtalinu. Ég: — Höfðuð þér nokkra ástæðu til að ætla, að ég væri 1 flokki Christians? Fryer: — Alls enga. Ég: — Hefði ég verið meðal þeirra, sem þér hefðuð snúið yður til, ef þér hefðuð fengið að vera um borð og reynt *ð mynda flokk í jlwí skyni að ná skipinu aftur?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.