Alþýðublaðið - 19.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1939. ALÞÝÐUBLAÐGÐ hún. — Ég er saklaus. — Og það sem skeði, laut henni, eins og hún væri dvrlinsur. En hún hneig í fang bræðra sinna. — Já, hún er saklaus, sagði elsti bróðirinn, og nú skýrði hann frá öllu, sem skeð hafði, og meðan hann talaði, barst angan um loftið, því að brennið, sem átti að hafa í bálið, hafði skotið rótum og þarna stóð angandi blómagerði. Og efst var fallegt blóm, sem blikaði eins og stjarna, og konungurinn sleit blómið af og festi það við brjóst Lísu — og þá vaknaði hún. Og öllum kirkjuklukkum var hringt og það varð brúðkaupsveizla og það var nú veizla, sem um munaði. Vetí’arstarfsemi Ármanns er fyrir nokkru byrju'ð af full- um krafti, og er stundatafla fé- iagsins auglýst hér á öðrum stað í blaðinu. — Félagið hefir ná að öllu leyti aðsetur sitt í hinu fullkomnasta ípróttahúsi landsins, og er það mikil bót frá því, sem áður hefir verið, og væntir stjórn- in sér mikils árangurs af því. Jón Porsteinsson- verður eins og áður aðáikennari félagsins, kennir full- orðnum fimleika og íslenzka glímu nú. Jens Magnússon fim- leika-meistari fslands kennir drengjaflokknum og Old Boys, Fríða Stefánsdóttir kennir telpna- flokknum. Garðar S. Gíslason frjálsar íþróttir, Brandur Brynj- úlfsson stúdent handknattleik, 1 Orðsending til kaupenda út um iand. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Guðm. Arason hnefaleika. Sund- stjóri og sundfcennari er Þor- steinn Hjálmarsson. — Ármenn- íngar! þið, sem eruð enn ekki byrjaðir að æfa, byrjið strax og takið nýja félaga með ykkur. Sigurður Einarsson; Förumenn, nýjasta bók Elinborgar Lárnsdéttur —.- ....•»- AÐ er ekki að því að spyrja, að þegar konurn- ar taka sig til, þá eru þær dug- legri en allt sem duglegt er. Þetta á ekki síður við um rit- störf en önnur verk. Mér þykir mikið aðhafst á ritvellinum, ef ég klóra saman smá blaðagrein, og hef mig helst ekki upp í það, fyrr en ég er búinn að marg lofa því og svíkja það mér til skammar. Þess vegna fæ ég allt af hálfgerðan beig í mig, þegar mér verður hugsað til fólks, sem skrifar heilar bæk- ur, á meðan að allur almenning- ur telur upp í 0,5. Og ekki nóg með það, heldur skrifar bók eft- ir bók. Eigi að síður er mér á- kaflega vel við þetta fólk, því að það er þess vegna, sem við höfum eitthvað til að lesa, og bóklaus veröld er í mínum aug- um ískyggilegasti heimur, sem ég get hugsað mér. Frú Elinborg Lárusdóttir er ein af þessum dugnaðarkonum, sem skrifar bók eftir bók. Ég veit ekki, hvað margar íslenzk- ar konur ég móðga ófyrirgefan- lega sáran með því að halda þvi fram, að frú Elinborg sé nú að verða mikilvirkasti kven- rithöfundurinn með okkar þjóð. En ég ætla að láta það flakka fyrir því. Og ennfremur hitt, að hún skrifar einna bezt af þeim konum, sem nú fást við ritstörf hér. Þenna dóm minn byggi ég á seinustu bók hennar, Förumenn. Það kalla ég góða bók, þegar höfundur hefir dottið niður á merkilegt frásagnarefni, hefir skýnjað það frá einhverjum þeim hliðum, að vel er frá- sagnarvert, og er það mikill kunnáttumaður í list sinni, að honum tekst að einhverju all- verulegu leyti að skila því til lesendanna svo, að það orki á þá með sama hætti og hann sjálfan og hann vildi vera láta. Ég tel ekki þrátt fyrir margt, sem frú Elinborg hefir áður skrifað laglega og annað, sem henni hefir tekist vel með, að hún hafi fært úrslitasönnur á þessa hæfileika sína fyrr en með þessari bók. En nú tel ég að hún hafi gert það. Enginn hefir áður gerst til þess, svo að ég viti, að skrifa stærðar skáldrit um íslenzka förumenn, eða gera því efni nokkur veruleg skil. En þetta er þó æði merkilegt efni, og í bók sinni leiðir frú Elinborg fram umhverfi förumannanna, ídlerizka sveitabyggð á síðari hluta 19. aldar, með aldarhætti sínum og einkennum. Er allur sá hluti bókarinnar í sjálfu sér merkileg þjóðlífslýsing. í bók- inni kemur fram fjöldi af per- sónum, og eru margar þeirra vel gerðar með skýrum per- sónueinkennum. Á ég þar ekki sízt við Andrés malara, þenna elskulega og spakvitra ein- feldning og matmann, sem er ekkert annað en hjartagæzkan sjálf. Sama máli gegnir um Rönku vinnukonu og Þórlaugu beiningakonu. Þá eru þarna þrjár húsfreyjur hver með sínu móti og allar sérkennilegar. Er í skemmstu máli að segja, að hvar sem þetta fólk kemur við sögu er sagan vel gerð. Þó að svo sé farið um bókina, þá er langur vegur frá að ég telji hana gallalausa. Lista- maðurinn er ein fyrirferðar- mesta persóna bókarinnar og er þó sýnilegt. að skáldkonan ætl- ar að gera honum betri skil 1 næstu bindum. Skáldkonan hefir bersýnilega ætlað að hafa mest við þessa persónu, en hefir tekizt flest annað í bókinni bet- ur. Vera má að þetta stafi af því, að honum er ekki hálflýst þegar bókinni lýkur. Hann er ó- ljósasta persónan frá höfundar- ins hendi og mest í molum. Og þetta er reyndar ekki rétt til orða tekið. Hann er sá eini af persónum bókarinnar, sem er í molum. Allar hinar eru heil lega og samræmilega gerðar. Bókin er skemmtileg aflestr- ar alls staðar nema þar, sem listamaðurinn kemur við sögu. Tal fólksins er blátt áfram og eðlilegt, matarást þess og mat- arlotning, sem víða kemur fram. sérkennandi fyrir þá tíma, þó að yngra fólki sé nú slíkt úr minni liðið. Hingað og þangað gerast kímilegir smáat- burðir, sem verða til þess að varpa viðfeldnum hversdags- blæ yfir söguna. Má þar til dæmis minna á viðskipti þeirra og viðræður, Andrésar malara og Rönku. Að öllu samtöldu þakka ég skáldkonunni fyrir bókina og óska henni til hamingju með hana. Hún hefir tvímælalaust stigið myndarlegt spor fram á við með henni. Hitt mun henni sjálfri engan veginn dyljast, að hún hefir færst stórt efni í fang í áframhaldinu, þar sem lista- maðurinn er. Ég vil engan veg- inn vantreysta getu hennar, en vil aðeins segja það, að hún verður að taka á öllu, sem hún á til, ef hinn hálfvitlausi spek- ingur á að verða eins myndar- leg persóna frá höfundarins hendi eins og hinn spaki ein- feldningur Andrés malari. Von- aridi verður svo. Sigurður Einarsson. Illll—llllMlill|i|||liii||i|||||lWlill lilllllil.III111 ii i II Brauð frá bakaríi Ásmundar Jónssonar fást í Kaupfé- lagi Hafnarfjarðar. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Húsmæður! Sv@ sem skýrt var frá hér í blaðinu 11. þessa mánað- ar hafa rannsóknir leitt það í ljós, að Gerilsneyðing (í Stassanovél) rýrir ekki flnnanlega C-fjðrvismagn mjdlk urinnar. Sýnishorn af sðmsa mjólk á nndán og eftir stassaniseringu sýndti sama C-fjorvismagEi eftir gerilsneyS- inguna og fyrir hana. CHAm.ES NORÐHOFF og JAMES NORMAN HALL: Ðppreisnin á Bounty. Karl Isfeld íslenzkaði. Fryer: — Hann hefði verið einn af þeim allra fyrstu, sem ég hefði leitað liðs hjá. Rétturinn: — Þér segist enga ástæðu hafa til að ætla, að herra Byam tilheyrði flokki Christians. Áiítið þér þá ekki, að það sé í raun og veru grunsamlegt, að hann talaði við Christian, þegar þér komuð á þiljur, daginn sem uppreisnin varð? Fryér: — Nei, meðan á uppreisninni stóð. talaði Christian við marga, sem ekki tilheyrðu hans flokki. Rétturinn: — Sáuð þér herra Christian og fangann Byam saman á þiljum þegar þér stóðuð á verði nóttina áður en uppreisnin varð. Fryer: — Nei, að því er ég bezt man, var herra Byam á verði allan varðtíma minn, og herra Christian sást ekki. Rétturinn: — Töluðuð þér þá við herra Byam? Fryer: — Já, oft. Rétturinn: — Virtist yður hann æstur, taugaóstyrkur eða kvíðandi. Fryer: — Síður en svo. Ég var mjög þakklátur herra Fryer, ekki aðeins vegna vitnisburðar hans viðvíkjandi mínu máli, heldur vegna allrar framkomu hans. Rétturinn hefir hlotið að líta svo á, að hann áliti mig aisaklausan. Morrison spurði: — Tókuð þér eftir nokkru í fari mínu morguninn, sem uppreisnin varð, sem gæti bent í þá átt, að ég tilheyrði uppreisnarmönnum? Fryer: — Nei, ég tók ekki eftir því. Hinir fangarnir lögðu nú sínar spurningar fyrir vitnið. Burkitt veslingurinn fór illa út úr því vegna þess, að hann neyddi Fryer til þess að gefa nákvæmari lýsingu á þátttöku hans í uppreisninni. Stýrimaðurinn dró sig nú í hlé, og herra Cole var kallaður fram. Vitnisburður hans var í höfuðdráttum líkur framburði Fryers. Samt sem áður höfðu þeir ekki litið sömu augum á atburðina morguninn, sem uppreisnin varð. í framburði Coles kom það fram, að hann hafði séð okkur Stewart klæða okkur í klefanum meðan Churchill stóð vörð yfir okkur. Framburður hans hafði mikla þýðingu fyrir Elli- son og varð honurn til mikils tjóns, því að Cole varð að skýra frá því, sem hann hafði orðið vísari um framkomu Ellisons morguninn. sem uppreisnin varð. Cole geðjaðist vel að Elli- son, eins og okkur öllum. En þar sem hann var mjög ærlegur maður, áleit hann skyldu sína að skýra frá því, að hann hefði séð Ellison standa vörð yíir Bligh ásamt fleiri mönn- um morguninn, sem uppreisnin var. Hann nefndi nöfnin hratt, en vildi þó segja sannleikann. Framkoma hans var þannig, að hann ávann sér samúð bæði réttarins og fanganna. Ei að síður lét rétturinn hann ekki sleppa. Þegar hann hafði lokið frásögn sinni, var honum þegár í stað skipað að gefa ná- kvæmari skýrslu um framkomu Ellisons. Rétturinn: — Þér segist hafa séð fangann Ellison vopnað- an morguninn, sem uppreisnin varð. Hvaða vopn hafði Elli- son? Cole: — Hann hafði byssusting. Rétturinn: — Var hann einn þeirra, sem héldu vörð yfir Bligh? Cole: — Já. Rétturinn: — Heyrðuð þér fangann Ellison segja nokkuð? Cole: — Já. Rétturinn: — Hvað sagði hann? Cole: — Ég heyrði hann kalla Bligh ^skipstjóra gamlan þorpara. Ég spurði: — Heyrðuð þér nokkuð af samtalinu milli okkar Stewarts, Churchill og Thompson, þegar þér sáuð okkur klæða okkur í klefanum, meðan Churchill stóð yfir okkur með skammbyssu í hendinni? Cole: — Nei. ég heyrði ekkert af samtalinu, það var svo mikill hávaði. Ellison: — Þér segið að ég hafi verið vopnaður byssusting. herra Cole. Sáuð þér mig nokkru sinni nota hann? Cole: — Nei, alls ekki. Þér . . . Rétturinn: — Snúið yður að réttinum. Cole: — Hann gerði enga tilraun til að nota byssustinginn. Hann bara veifaði honum fyrir framan andlitið á Bligh. Ég sá bros á vörum margra við þetta svar. Cole hélt áfram. — Það var ekkert vont í þessum pilti. Hann var bara drengsnáði, ofurlítið hrekkjóttur og gamansamur. Rétturinn: — Álítið þér, að þetta afsaki þátttöku hans í uppreisninni? Cole: — Nei, en . ..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.