Alþýðublaðið - 19.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.10.1939, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUB 19. ÓKT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Nýju verkamannabúslaðirnir. Skipulagsuppdráttur af verkamannabústaðahverfinu í Rauðarár- holti. Tíglarnir sýna húsin, þríhyrningurinn (1250 ferm.) hinn sameiginlega leikvöll verkamannabústaðanna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON. I fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hveífisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. ■4903: V. S. Vilhjálms (heima). '4905: AlþýðuprentsmiSjan. 14906r Afgreiðsla. i 5021 Stefán Pétursson (heima). í ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Stðndur Sjálfstæðis- flokknriun að sam- bandsstofnun komm- únista? AÐ hefir fyrir nokkru síðan verið boðað i blaði kommúnista hér í Reykjavík. að hið margumtalaða „óháða verkalýðssamband11 þeirra, eða „landssamband íslenzkra stétt- arfélaga,11 eins og þeir eru nú búnir að skíra það, verði stofnað í næsta mánuði. En síðan í fyrravetur hefir. hið svonefnda .jvarnarbandalajg11 kommún- ista, sem átti að undirbúa hið ,.áháða“ sjálft, haft starfandi skrifstofu hér í bænum til þess að breiða út blekkingar í því skyni, að véla verkalýðsfélög til þátttöku í stofnun þess, að vísu með svo óvæntum árangri, að sum þau félög, sem í fyrra vetur ætluðu sér að vera með — eru fallin frá, án þess að nokkur ný hafi bætzt við í hópinn. Þess vegna hefir nú skr if stof ust j órinn sjálfur, — Benjamín Eiríksson hagfræð- ingur, sem eins og kunnugt er, fyrstur manna barðizt hér ,,fræðilega“ fyrir gengislækk- uninni, orðið að fara út um land til þess að reyna á síðustu stundu að safna ,,fulltrúum“ á stofnþingið. En þær fréttir — sem þegar hafa borizt af ferðalagi hans og birtar voru hér í blaðinu fyrir tveimur dögum, sýna, að erindi hans, það er að segja árangur þess, muni verða harla lítið í saman- burði við erfiðið. Verkamenn í Stykkishólmi og á Patreksfirði þökkuðu fyrir gott boð, en vís- uðu Benjamín á bug. Og það er heldur engin furða, Menn eru búnir að fá nóg af kommúnistum og öllum þeirra óheilindum. Nú, eftir að þeir hafa gert ómerk öll sín fyrri orð um baráttu fyrir friði og lýðræði gegn stríði og fasisma og tekið að sér að verja hin fyrirlitlegu svik sovétstjórnar- ipnar við friðinn og lýðræðis- ríkin, bandalag hennar við þýzka nazismann, árásina að baki Pólverjum og kúgunar- herferðina á hendur smáþjóð- unum austan við Eystrasalt og Finnlandi, þýðir ekkert fyrir þá lengur að ætla að villa á sér heimildir með stofnun ,,óháðs verkalýðssambands.“ Allir vita, að það verður ekkert annað en kommúnistasamband, „Verka- lýðssamband Norðurlands11 í nýrri útgáfu og verkfæri í hönd- um yfirboðaranna austur á Rússlandi. Málarasveinafélagið hér í Reykjavík hefir skilið þetta rétt, þegar það afþakkaði alla þátttöku í því ,,óháða“ í vikunni, sem leið. Og það má mikíð vera, ef eitthvað af þeim fáu félögum, sem ákyáðu að verða með í fyrravetur og enn eru í ,,varnarbandalaginu,“ — eiga ekki eftir að sjá sig um hönd, áður en stofnþing hins „óháða“ verður haldið. Svo mikið virðist auðsætt, að kommúnistar muni eftir þetta af eigin rammleik engar rósir gera í þessu máli. Það vita þeir líka sjálfir. En þeir gera sér von um utan að komandi hjálp. Það er að vísu ekki lík- legt, að menn úr öðrum flokk- um finni mikla hvöt hjá sér til þess að láta erindreka Moskva- valdsins hér hafa sig að verk- færum eins og nú er komið málum úti í heimi. En það er ekki um að villast: Kommún- istar treysta á stuðning Sjálf- stæðisflokksins til þess að stofna hið fyrirhugaða samband sitt. í grein, sem Benjamín Ei- ríksson skrifaði í Þjóðviljann þ. 7. þ. m., fórust honum þannig orð um þetta: „Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa stutt landssambandsmálið á pólitíska vettvanginum, eru Sósíalistaflokkurinn, (þ. e. Kom- múnistaflokkurinn) og Sjálf- stæðisflokkurinn. Hafa mál- gögn Sjálfstæðisflokksins tek- ið eindregna afstöðu með óháðu verkalýðssambandi. Má því fast lega gera ráð fyrir, að Sjálf- stæðismenn stuðli víða í verka- lýðsfélögunum að þátttöku í stofnun landssambandsins. Og ritari stjórnar bandalagsins (þ. e. varnarbandalagsins) er Sjálf- stæðismaður“. Það er að vísu vitað, að Sjálf- stæðisflokkurinn lét í ábyrgð- arlausri stjórnarandstöðu leið- ast til þess undanfarin tvö ár, að ljá kommúnistum fylgi sitt í fleiri en einu verkalýðsfélagi á landinu. En líklegt er það ekki, að hann eða einstakir meðlimir hans leyfi sér að halda slíkri samvinnu áfram við Moskovít- ana, eftir að flokkurinn er orð- inn meðábyrgur um stjórn landsins og framtíð þjóðarinn- ar. Mun margan fýsa að heyra, hvað Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir sjálfur um slíka yfirlýsingu kommúnista að segja. Brauðsðlustúlb- nr mótmæla. J\ FUNDI, sem haldinn var nýlega í A.- S. B„ félagi brauðsölustúlkna, var eftirfarandi ályktun sampykkt: „Fundur í A. S. B. mótmælir eindregið .sampykkt bæjarstjórn- ar um breytingu á lokunartíma sölubúða, sem lengir sunnudaga- vinnu bakaríastúlkna um 5 klst., og telur þetta óréttláta og ó- skiljanlega árás á einn hluta verzlunarstéttarinnar, um leið og aukin eru réttindi annarra verzl- unarmanna. Hefði mátt vænta þess, að frekar væri aukinn en skertúr frítími þeirra manna, se.m bundnir eru við störf á helgi- dögum, og telur fundurinn, að sízt sé þörf á slíkri ráðstöfun sem þessari á tímum eins og þeim, sem nú fara í hönd.“ Póstferðir. 19. okt. 1939. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, ölfuss- og Flóa-póstar, Þingvellir, Hafnar- fjörður, Þykkvabæjarpóstur, Akraness-, Borgamesspóstar. Til Rvk. Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, ölfuss- og Flóa-póstar, Þingvellir, Hafnar- fjörður, Austanpóstur, Ðorgar- ness-, Akraness-, Barðastrandar- póstur, Stykkishólmspóstur. AÐ verður að fagna því, að samkomulag skyldi komast á milli skipulagsnefnd- ar og bæjarráðs um fyrirkomu- lag, stað og teikningar hinna nýju verkamannabústaða. Það hafði alls ekki verið mikill á greiningur milli þessara aðila um þetta efni, enda er sam- vinnu milli skipulagsnefndar og bæjarstjórnar allt af góð, en samt sem áður frestaði þessi óhæfilegi dráttur byggingum verkamannabústaðanna mjög, og verður að víta það, og því fremur, þar sem samkomulag- ið, sem gert var, hefði vel get- að orðið þegar snemma í sum- ar. í raun og veru hefir öll stjórn Byggingarfélags verka- manna átt í stöðugu stímabraki í allt sumar út af þessum mál- um og hefir mörgum félögum í Byggingarfélaginu skilist, eins og það væri meining bæjarráðs, að reyna að koma í veg fyrir það, að verkamannabústaðirnir yrðu byggðir. Raunin var ekki sú, heldur að eins sami seina- gangurinn í störfum hins opin- bera, er margar hendur eiga að fjalla um, sem svo allt of oft gerir vart við sig. Byggingarfélag verkamanna og allir félagar þess, munu nú gera sig ánægða með þau úr- slit, sem fengist hafa. Staður- inn er alveg ágætur og varla hægt að kjósa hann betri,' þó að einhverjir félagar hefðu kosið að fá stað undir bústaðina á Melunum. En það eru aðallega menn, sem heldur vilja eiga heima vestur í bæ. Það er þó ekkert atriði, því að fólk kann alls staðar vel við sig, þar sem það aðeins fær góða íbúð og gott útsýni — íbúð, sem er því ekki ofviða að standa straum af. Þá eru lóðirnar stórar og miklár og garðarnir geta orðið betri en garðar þeir, sem íbúarnir í hin- um eldri verkamannabústöðum hafa. Gefst íbúunum í hinum nýju verkamannabústöðum gott tækifæri til garðræktar og það er afar mikils virði. Eins og menn sjá á teikningunni, — sem fylgir þessari grein, er verkamannabústöðunum mjög vel fyrir komið. — Verka- mannabústaðahverfið á að standa í þríhyrningi við Há- teigsveg, sem markast á eina hlið við Þvergötu, en á hinar hliðarnar af nýjum götum, eitt hornhúsið stendur svo að segja við Vatnsgeyminn. — Þetta er norðan Háteigsvegar, þríhyrn- ingurinn innan hverfisins er hinn fyrirhugaði barnaleikvöll- ur, sem á að vera um 2500 fer- metrar að stærð. Öll húsin eiga, eins og kunnugt er, að verða sérstök, en að öðru leyti mun fyrirkomulag verða mjög líkt því, sem verið hefir í hinum eldri bústöðum. Ýmsar breyt- ingar, til sparnaðar, mun þó reynt að gera hefir komið til mála, hvort sem úr því verðúr eða ekki, að hafa steypiböð í stað kerlauga. Sparar þetta bæði rúm í húsunum og ýmsan dýran útbúnað, að minnsta kosti færist það mjög í vöxt í nýtízku húsum, að hafa steypi- bað í stað kerlauga. Hins vegar getur verið að barnafólki þyki steypiböðin heldur óhentugri, og þó er þetta líkast til ekki nema smekksatriði hjá fólki. Eins og Guðmundur í. Guð- mundsson formaður Byggingar- félagsins skýrði fjrá hér í blað- inu í gær, hefir stjórn félagsins notað tímann í sumar til að undirbúa sig undir byggingarn- ar, aðallega með því, að tryggja sér byggingarefni og sérstak- lega með tilliti til stríðsins. — Hefir tekist að ná í allt sem- ent og járn, en enn er ekki bú- ið að fá timbur eða annað, en það mun vera á leiðinni. Menn óttast vitanlega, að ófriðurinn valdi því, að þessar íbúðir fari upp úr öldu valdi. Ekki lítur samt út fyrir það, félagsstjórn- in hefir getað tryggt það, áð ým- islegt af byggingarefninu fæst með góðu verði, þó að óvissa nokkur sé með annað. Ríður líka mikið á þessu, því að allir félagarnir í Byggingarfélaginu eru lágtekjumenn. og ef íbúð- irnar verða miklu dýrari, en áður hefir verið gert ráð fyrir, IAMERÍSKU BLAÐI 'í Nevv York, „The Nevv York Herolcl Tribune“, sem kom út 6. ágúst, er svo hljóðandi fréttaklausa undir a'ðalfyrirsögninni: Frímerki, me'ð undirfyrirsögninni: Utlend heimssýningarmerki: „Vilhjálmur Þór, aðalumboðs- maður Islahds á heimssýnmgunni í New York, tilkynnir, að 2 kr. frímerkin, með Þorfinni Karls- efni landkönnuði, sem fyrir mis- gáning voru prentuð með stöf- unurn: N. Y. 1939 W. F., til heiðurs við heimssýninguna, hafi nú verið gefin frjáls til sölu á íslandi. Merkin átti upprunalega að gefa út eins og hver önnur frímerki, en stafirnir, sem tákn- uðu heimssýninguna, N. Y. 1939 W. F., 'komust á fyrir misskiln- ing frímerkjagerðarmannsins. Frímerkin voru því endurprent- uð án þessara stafa. En áður en hægt var að eyðileggja upplagið, voru 35 arkir af þessum frímerkj- pm, og eru 50 í hverri þeirra. komnar á sölumarkað, svo á- kveðiö var, til þess að k-omast hjá spákaupmensku, að selja af þeim 50 þúsund. Frímerkin eru grá á litinn.“ ’Ekki verður annað haldið eftir þessari frétt, en að þessum 35 örkum, sem getið er um í ame- ríska blaðinu að komið iiafi á sölumarkaðinn, þó ekki hafi verið tíl pess ætlast, hafi verið stolið. Hver stal þessum merkjium, ef peim var stolið? Eða, ef frímerkj- unum var ekki stolið, hver gaf leyfi til þess að selja þau, og þar með þeim, sem frímerkin voru þá er ekkert líklegra, en aö margir, sem annars ætluðu að fá íbúðir, verði að hætta við það. En aðalatriðið er nú fengið, — að bústöðunum hefir verið ákveðinn ágætur staður, og að lóðirnar eru góðar og loks að fé er fyrir hendi, til að byggja nú þegar. Kommúnistar hafa reynt að nota sér það í sumar, hvað eftir annað, að dregist hefir að byrja á byggingunum. Það var þeirra starf og þeim samboðið. Þegar teikningarnar eru full- gerðar að húsunum, verður skýrt nákvæmlega frá fyrir- komulaginu hér í blaðinu. seld, tækifæri til þess að auðg- ast um þúsundir króna fram fyrir aðra? Kj or vinnu- stúlkna. AÐ er kunnugt, að kjör þeirra stúkna, sem eru í vist hér í bæ, eru mjög mismun- andi, bæði hvað kaupgjald snert- ir, vinnutíma og húsnæði. Vinnutíminn er frá 7 eða 714 tog í sumum vistum tii ,kl. 10 eða 11 á kvöldin,' og jafnvel kallað í stúlkur eftir þann tíma, nema þær liafi iforðað sér í rúmið. Stúiknaherbergin eru nær undan- tekningariaust verstu herbergin i húsunum, og oftast niðri í kjáíl- ara eða uppi undir súð. Þó er Iangt frá því, að allar stúlkurnar hafi herbergi. Margar verða að sofa á legubekk í ívemstofunni, og er þá svefntími þeirra háður gestagangi og ýmsri háttsemi húsbændanna, og verður vinnu- stúlkan, sem fer fyrst af öllum á fætur, að fara seinust að sofa. Þegar þetta allt er athugað, verður auðskilið, að svo að segja engin stúlka er i vist, ef hún á kost á nokkurri annari vinnu. Þö em undantekningar frá þessu, sem lýst hefir verið, nokkrar, en fáar stúlkur, sem hafa sæmilegt herbergi og ákveðinn vinnutíma Ég hefi talað við svo ntargar stúlkur, að ég þori að fullyrða, að aðalorsökin til þess, hve tregar stúlkur eru að ráða sig í vist, er óákveðni vinnutíminn. Það er ótmlega slítandi, að nnega aldrei um frjálst höfuð strjúka. Þurfa frá morgni tii kvölds að vera boðinn og búinn að vinna, jafnvel óþarfa vinnu, sem aðra, og ég þori að full- yrða, að þessi langi vinnutími er algerlega óþarfur. Hann stafar sumpart af ,því, að húsmæður hugsa ekki vitund um J>að, að vinnustúlkur hafi allar sömu til- finningar og þær sjálfar, en sum- part af því, að húsmæður kunna illa vinnustjóm. Sannast þetta bezt af því, að til em þó nokkr- ar húsmæður hér í bænum, sem alltaf láta stúlkurnar hætta á á- kveðnum tíma á kvöldin. Það er ekki nema eðlilegt, að það sé mikill hluti húsmæðra, sem ekki kann að stjóma húsi, því mest- ut hluti kvenna ganga I hjóna- band án þess að hafa fengið neina verulega menntun á hús- stjórnarsviðinu. Þó vil ég segja, að máske sé þó aðalorsökin til ólags þess, sem er á vinnutíma, stafi af fyrirlitningu á innanhúss- starfinu, sem kemur ósjálfrátt fram sem óbein fyrirlitning á vinnustúlkunum, með því að þvæla þeim fyrst allan daginn, og síðan að hai*da þeim langt fram á íkvöld við vinnu, sem annaðhvort hefði mátt vera búið að gera, eða mætti bíöa næsta dags. Mér er sem ég heyrl mótmælin frá mörgurn, þegar þeir lesa þetta. Ég hefi heyrt bæði hús- mæöur, eiginmenn þeirra og stáipaða syni mótmæla af mikl- um móði því, að þau litu niður á vinnustúlkuna eða starf hennar, og ég veit, að þetta fólk stóð (sjálft í þeirri meiningu, að það ger'ði það ekki. En það sýndi í verkinu hið gagnstæða, með þvi bæði seint og snemma að vera að biðja vinnustúlkuna um að gera smávik, sem þaÖ hefði verið fljótara að gera sjálft, eða hún hefði ei-ns getað gert á þeim tíma, sem var hennar eiginlegi vínnutími, eins og á kvöldin, þegar sá tími var k-ominn, að eðldlegt var að hún ætti frí. Rétt er að minnast á, að stúlk- tur í vist geta einatt aldrei vitað fyrárfram, hvort þær geti þegið boð laugardaga eða sunnudaga, af því að húsmóðirin veit ekk-i sjáif, hvorn daginn hún ætlar að skemmta sér, eða báða. Þetta sýnist nú ekki v-era stórt atriði, en gefur þó -oft tilefni til ýmsra leiðinda, því stúlkan, sem ætlar að skemmta sér, gerir það eðli- iega, með kunn-ingjum sínum og þarf að mæla sér mót fyrirfram, ef þa'ð á að vera. Þessi -óvissa hefir stundum leitt til þ-ess, a'ð stúlkur, sem vildu skemmta sér, áttu engan kost á að gera þa'ð með kunningjum sínum og pá lent í ýmiskonar kunningsskap, er þær höfðu leiðindi af síðar. Ég hefi hér talað eingöngu um heildagsvistir. En eins og kunnugt er, er fjöldi stúlkna, sem ekki vilja ráða sfg nema hálf- an daginn, af því þeim þykir þrældiömurinn of mikill í heil- d|agsvistunum. En ég rita ef til vill síðar um hálfdagsvistir. Jóninia Skúladóttir. Póstferðir 20. okt. 1939. Fra Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjaiarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar, Hafnarfjörður, Fljótshlíðarpóstur, Austanpóstur, Akraness-, Borgamess-, Snæfells- nesspóstar, Stykkishólmspóstur, N-orðanpóstur, Dalasýslupóstur. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjan-ess-, Ölfuss- og Fíóa-póstar, Lau-garvatn, Hafnarfjörður, Meðallands- -og Kirkjubæjarklausturpóstar, Akra- ness-, Rorgamess-, Norðanpóstar, Strandasýslupóstur. Hver stal trfmerkjnnam? íslenzkt hneykslismál, sem lesa má um í frímerkjadálkum heimsblaðanna, en ekki er getið neitt um hér á landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.