Alþýðublaðið - 20.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 20. OKT. 1939. AEÞÝÐUBLABIB iciewer?. raew ELD FÆRIN S2»j 1) Það kom hermaður gangandi eftir veginum. Einn, tveir, einn, tveir! — 2) Hann hafði malinn sínn á bakinu og sverð við hlið, því að hann hafði verið í stríði, og nú ætlaði hann heim. — 3) Þá mætti hann gamalli norn. — 4) Hún var ljót og neðri vörin hékk niður á brjóst. — 5) Hún sagði: Gott kvóld, hermaður, en hvað þú hefir fallegt sverð og stóran mal. — 6) Þú ert ágætur hermað- . ur. Nú skaltu fá svo mikla peninga sem þú vilt. geta fyllt sig og aflað fiski- möninunum og öltu þjéðfélagi voru betri líifskjara. Styð]ið oss í kröfum vorum." í fyrsta kaflanum er sagt frá áliti Grænlendinga á fiskveiðum Færeyinga og annarra útlendinga *og því haldið fram, að í upphafi veiðanna hafi sambúðin við Grepnlendingana verið ágæt og þeir vinveittir Færeyingum, en síðan hafi hún spillzt af völdum Dána. Annar kaflinn er um fiski- veiðar Grænlendinga og Færey- ing*a,,gerður samanburður á þeim og sýnt fram á, að $ar ígeti hvorug þjóðin skaðað hina. Þriðji kafiinn er um fiskiveið- ar Færeyinga um 50 ára skeið, og er það mjög fróðlegt yfirlit yfir þennan höfuðatvinnuveg þeirra, og ætti íslendingum að vera fengur að því að fá slikar upplýsingar. útgefnar á íslenzku. Fjörði kaflinn er um meðferb dönsku ríkisstjórnarinnaT á Fær- eyingum í • Grænlandi. Er þar sýnd aðbúð sú og fyrirgreiðslu- ieysi, sem færeyskií' fiskimenn hafa orðið ao þola, og allhvass- lega til orða tekið sums staðar. Næst er siagt frá því, hvernig Grænlendingar elía færeysfca báta og skjóta á þá, og fer nú frá- sögnin að verða spennandi, þvi að siðan rekur hver kaflinn ann- Damnörk, F firænlaHd. Avarp tíl dönsku þjóðar- innar. Pýtt úr dönsku eftir útgáfu Föroya Skipara- og Navigatörfelag í Tórshavn 1939. Skiþstjóra- og stýrimannafélag Færeyja hefir gefið út á dömsku bók með þessu nafni, og er hún nú hamin á íslenzku hér í bóka- 'verzlanár. í eftirmála er gerð svo- felld grein fyrir útgáfunni: „Framanritaða greinargerð gef- ítm vér út, í vonimni um á þann hátt að geta gefið dönsku þjóð- inni vitneskju um,, hvers konar fcjðr Færeyingar eiga við að búa í.dönsku landi. Berið saman það, sem gert er fyrir dainska fiski- rnerm o^g svo fyrir oss. Það er gagnslaust að vér fáum ríkislán til skipa og veiðarfæra, þegar þau eru ófullnægjiandi, vér fá- um ekki leyfi til að nota veiði- tæki vor, þar sem enn er hægl að nota þau með hagnaði. Ves- aldarlegur styrkur á hvern fiski- mann bjargar ekki þjóðfélagi voru. Gefið oss ieyfi til að vinna og nota skip vor þar, setm þau UMRÆÐUEFNI Útvarpið, erlendu fréttirnar, Sigurður Einarsson og um- bætumar. Hvers vegna eru Parísarfréttirnar hættar? — Hótel Borg og lánið, sem hækkar jafnóðum og borg- að er af því. Sjómaðurinh, gjaldeyririnn og óþarfinn. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— UTVARPIÐ er allt af undir strangri gagnrýni. Það er líka eðlilegt og þetta er ekki neitt sérstakt með útvarpið okk- ar. Fáar umbætur munu hafa mælst eins vel fyrir, eins og það, að Sigurður Einarsson skuli aftur vera farinn að lesa erlendar fréttir. Þær hafa fengið nýtt gildi við það. Þá hefir Sigurður, en hann er eins og kunnugt er.-yfirmaður erlendu fréttastofunnnar, tekið upp á því að hafa inngang að fréttunum, sem skýrir frá aðal- efni þeirra í örstuttu máli. Þetta er mjög gott, en vandasamara en margur hyggur, því að slíkur inngangur má ekki segja of mikið til að spilla ekki fréttinni sjálfri. Þetta hefir þó tekist ágætlega — enda hefir Sigurður eins og kunn- ugt er, alla þá kosti, sem góffan blaðamann getur prýtt . EN HVERS VEGNA er hætt að taka fréttir frá Parísarútvarp- inu? Fréttirnar frá París voru mjög vinsælar og það er mjög slæmt, að þeim skuli ekki haldið áfram. Hins vegar er það líkast til af sparnaðarástæðum að Par- ísarfréttirnar eru hættar, því að það er vitanlega mjög kostnaðar- samt að reka erlendu fréttastof- una eins og tímarnir krefjast nú, og það kostar heilan mann að hlusta á París og Róm, en frétt- ir frá báðum þessum stöðvum eru hættar. Getur ríkisstjórnin ekki , veitt útvarpinu heimild til að taka upp aftur þessar fréttir? EINKENNILEGT vari það, að hér skyldi ekkert gert til að minn- ast þeirra atburða, sem fram fóru á Norðurlöndum á míðvíkudag og í gær. Þetta er sök ríkisstjórnar- innar. Hér hefðu einnig átt að fara fram hátíðahöld. Við íslendingar eigum að fylgjast með norrænni samvinnu eins og við getum. Það eru okkar hagsmunir og það er siðferðileg skylda okkar. Útvarp- ið hefði átt að vera helgað þess- um atburðum frá kl. 4—6 á mið- vikudag. Þar hefði átt að flytja ræður, (forsætisráðherra og an, par sem segir af ýmis kon- ar árekstrum miili Dana og Grænlendinga annars vegar og Færeyinga hins vegar. "Bók þessi er skrififð í ádeilutón og viða skemmtileg aflestrar og l'iklegt að marga fýsi að lesa hana. J. H. G. DAGSINS. ¦endiherrar Norðurlanda) og norræn lög hefði átt að leika. — Guðsþjónustan í dómkirkjunni var hin eina starfsemi okkar þennan dag, og haria ber að þakka, en víta hins vegar sofanda háttinn hjá ríkisstjórninni. HÓTEL BORG er á hvers manns vörum. Það er annars merkilegt, hvað mikið hefir allt af verið tal- að um Hótel Borg. Frá því var skýrt í Alþýðublaðinu á miðviku- daginn, að Hótel Borg væri komin að gjaldþroti — og það mun satt vera. í bréfí, sem ég fékk í gær segir, að eigandi hótelsins hafi á undanförnum árum greitt af aðal- láninu um 50 þúsundir króna. — Upphaflega var lánið 443 þúsund krónur en þrátt fyrir það, þó að Jóhannes bóndi sé búinn að borga 50 þúsund krónur af láninu, er það nú 468 þúsund krónur, eða 25 þúsund krónum hærra en það var upphaflega! Þessu veldur geng- islækkunin. Þá segir í bréfinu, að hótelið muni ekki skulda Raf- magnsveitunni neitt, það hefir und- anfarin ár greitt henni 1000 krón- ur á mánuði og tvisvar á ári, um mitt sumar og um áramótin hafa reikningarnir verið gerðir upp og ef 1000 króna mánaðargreiðslan hefir ekki nægt, þá hefir hótelið sléttað reikningana. Bréfið endar á þessum orðum: „Enginn íslend- ingur sem ekki héfir reynt það, getur gert. sér í hugarlund, hve erfitt það er, að reka hótel eins og Hótel Borg". GAGNRÝNIN Á HÓTEL BORG hefir allt af verið mjög hörð — og vel getur verið, að þó að hún hafi oft verið ósanngjörn, þá hafi hún þó stundum haft við rök að styðjast. Kunnur erlendur maður, sem ferðast hefir víða um lönd og dvaldi hér í sumar, sagði við mig, að það væri óhæft að stjórna Borg, eins og gert væri. Ég benti honum á þá erfiðleika, sem hótelið ætti við að stríða, en hann svaraði — að enginn vandi væri að ryðja þeim úr vegi. ÉG HAFBI TAL AF SJÓMANNI í gær, sem ætlar einhverntíma að sigla. Hann sagði, að hættan, sem sjómennirnir legðu út í, væri mik- il, en við því væri ekkert að gera, það væri lífsnauðsyn fyrir þjóð- ina, að skipum hennar væri hald- ið úti, og svo bætti hann við þess- um eftirtektarverðu orðum: „En það verð ég að segja, að mér finnst það blóðugt, að leggja skip og menn í hættu á slíkum tímum sem nú eru, og vita svo það, að féð, sem við öflum, er að stórum . hluta kastað á glæ." „HVAÐ MEINARÖU MAÐUR?" sagði ég. Hann svaraði: "Mér finnst það ekki ná nokkurri átt, að eyða þeim litla gjaldeyri, sem við óflum fyrir silkisokka, hráefni í púður og andlitssmyrsl, áfengi og tókbak — eða annan slíkan helvítis hégóma, — og ég segi fyrir mig, að ég hefi enga gleði af þessari vinnu minni, þegar ég veit, til hvers peningarnir eru notaðir." UNDIR ÞETTA TEK ég að öllu leyti. Það er beinlínis skömm að því að nota féð illa sem við öflum á þessum tímum. Það er skylda okkar, að afnema innflutning á öllu, sem ekki er brýn nauðsyn. Þetta ætti ríkisstjórnin að gera nú þegar. Stuðning allra góðra manna á hún vissan. Hannes á horninu. Signrjén Frlðjðnsson: Heyrtti ég i TLÍ AFI maður gengið í sóleyj'- ** um og hrafnaklukku um tún á sólgylltum sumarmorgnf, hefir maour K,anriiske fundið til einkennilegs faignaðar, sem leitar útrásar öllu fremur í söng en oirðum. Pað getur farið fyrir manni líkt og herra Launchelot í kvæði Tennysons, þiegar hann á engin orð til lengur yfir fögn- uð sinn: Tirra lirra by the river, sang sir Launchelot. Kvæði Sigurjóns Friðjónsaon- ar eru nærri því óslitinn óður til Vorsins og sumarsins, bæði á íandi og í lundu, og það má ef til vill eins vel kalla þau söng eins og kvæði. Og þegar honum er mest niðri fyrir, syngur hann kannske eintóm örnefni, eins og Walt Whitman eða Herman Wiildenwey, þegar hann segir: Jeg har summet spm en Konka Minnesota, Minnetorika, Missisippi, Minnehaha, Sacramento! For en Fest! En í stað örnefna og staðar- nafna Wildenweys talar Sigurjón um: Gautlönd, Arnarvatn, Auðnir, Aðaldal, Sand, Fjöll og Múla. Vibhorf Sigurjóns er viðhorf hins rótfasta sveitamanns, sem er umhverfi sitt ríkast í huga og yrkir gjarnan um það. Þó eru í hinni nýútkpmnu ljióðabók hans: Heyrði ég í íhamirinum, kvæði ýmislegs efnis, svo sem Biblíu- ljióðin ,sem hann yrkir að sumu leyti í anda biblíuljóða sænska skáldsins Hjalmar Gullbergs. ^ "Það eru ekki nema rúm tíu ár síðan út fcom liióðabók eftir Sig- urjón Friðjónsson, og var það fyrsta bók hans; en hann þá hniginn mjög að aldri. Samt sem áður var hann á þeim tima búinn að festa sér sess meðal eftirtekt- arverðustu ljióðskálda þjóðariinn- ar. Fjiöldi kvæða eftir hann hafði birzt í blöðum og tímaritum og vakið verðskuldaða athygli. Fyrir um tveim árum gaf hann út smásögur eftir sig, og nú ný- lpga 1. hefti ljóðabókar, sem á að fcoma út í þrem heftum. Þegar maður les þessa nýju ljóðabók háns, vekur það strax athygli, að það vottar ekki fyrir neinni afturför, þótt höfundurinn sé mjiög við aldur, heldur þvert á móti. Skaphiti hans er enn hinn sami, og ef nokkuð er, þá er list hans ennþá slípaðri en áður. Og ennþá virðist hann eiga unað þess, sem gengur í sóley og hrafnaklukku um túnið á sólgyllt- um sumarmorgni. Danska stríösvátryggingin hefir lækkað iðgjöld fyrir vörusendingar til eftirtaldra landa: Svíþjóðar, Noregs, Finn- lainds, Hoilands, íslands, Belgíu Bandarikjanna, Lettlands, Eist- lainds, Japan og Brasilíu. FO. Útbreiðið Alþýðublaðið! HúsmæH Svo sem skýrt var frá hér í blaðinu 1.1. þessa mánað- ar hafa rannsóknir leitt pað í ljós, að Serllsneyðing (í Sfassanovél) rýrlr ekki finnanlega C-f|ðrvfsmagn mjélk nrinnar. Sýni&laorn af s&mu mjdlk á undan og efiir sfassaniseringu sýnda. sama C-f jörvismagn efffr gerilsneyð- ingnna og fyrir hana. ^^^^^iW SBBSSSBBSsS CHARtES NOBDHOFF o^ JAMES NOBMAN HAfcL: Uppreisnin á Bounty. 9S« Karl ísfeld íslenzkaði. — Þetta er nóg, bátsmaður, sagði Hood lávarður: — Vilja fangarnir spyrja að fleiru? Morrison: — Munið þér, þegar ég kom á þilfar, eftir að þér höfðuð vakið mig, að ég kom til yðar og sagði: — Herra Cole, hvað eigum við að gera? og þér svöruðuð: — Það veit ég ekki, James, en farið og bjálpið til að koma bátnum á flot. Cole: — Já, ég man það. Morrison: — Munið þér, að samkvæmt skipun yðar fór ég að hjálpa til við bátinn? Cole: — Já. Morrison: — Munið þér það, að ég lagði fangalínu í bátinn og enn fremur akkeri? Og munið þér eftir því, að þér köll- uðuð á mig og báðuð mig að hjálpa yður við að koma vatns- tunnu um borð í bátinn, og samtímis kölluðuð þér á John Norton og hótuðuð honum því, að hann fengi ekki að köma í bátinn, ef hann hjálpaði ekki til að búa hann út? Cole: — Ég get vel búist við, að ég hafi sagt eitthvað því- líkt, því að Norton vann undir minni stjórn og hann var viti sínu fjær af ótta. Morrison: — Munið þér, að ég hjálpaði yður til að bera yðar eigin farangur í bátinn? Cole: — Því hafði ég alveg gleymt — en það er alveg rétt. Ég hafði enga ástæðu til að ætlá, að hann tæki þátt í upp- reisninni. Morrison: — Eftir að ég hafði hjálpað yður til að koma farangri yðar í bátinn, hljóp ég undir þiljur til að ná í minn eigin farangur í þeirri von, að ég fengi að fara með herra Bligh. Cole: —¦ Það er rétt, að hann fór undir þiljur, og ég efast ekki um, að hann hefir ætlað að sækja farangur sinn, svo að hann gæti komið með okkur. Rétturinn: —'• Virtist fanginn Morrison ákafur eftir því að komast í bátinn? Cole: —* Enginn okkar var ákafur eftir því að komast í bátinn, því að við áttum ekki von á því, að komast til Eng- lands. En hann var fús á að fara í bátinn, og ég eíast ekki um. að hann hefði farið í bátinn, ef þar hefði verið rúm handa honum. Burkitt spurði: — Þegar þér komuð aftur á skipið til þess að sækja kompásinn, kom þá ekki Matthew Quintal og sagði, að þér skylduð fjandann ekki fá kompásinn? Sagði ég þá ekki: — Herra Quintal. látið herra Cole fá kompásinn og ann- að, sem hann þarfnast? Cole: — Ég minnist þess, að Quintal synjaði okkur í fyrstu um kompásinn. En ég man ekki, að Burkitt legði neitt til málanna. en hann stóð þar rétt hjá. Það var svo mikil ring- ulreið á öllu, að ekki var hægt að átta sig á öllu, sem fram fór eða sagt var. Burkitt: — Minnist þér þess^ að þér hafið séð mig nota vopnin eða gefa nokkrar skipanir morguninn, sem uppreisnr in fór fram? Cole: — Ég tók aðeins efíir því, að hann var vopnaður. Millward: — Getið þér sagt um það, hvort ég-tók vopnið af fúsum vilja, eða samkvæmt skipun Churchills? Cole: — Ég get ekki um það sagt, hvort það var sam- kvæmt skipun Churchills eða ekki, en hann bar byssu. Rétturinn: — Voru allir, sem fóru í bátinn, neyddir til þess, eða fóru þeir í bátinn af fúsum vilja? Cole: — Þeir voru ekki neyddir til þess, en þeir, sem voru undir þiljum, voru leiddir upp og þeim fylgdu varðmenn. Rétturinn: — Voru engin vopn í skipinu önnur en þau, sem geymd voru í vopnakistunni? Cole: — Ekki svo mér væri ljóst. Rétturinn: — Hvað var klukkan, þegar sólin kom upp þennan morgun? Cole: — Ég hygg, að klukkan hafi verið fjórðapart yfir fimm- Rétturinn lagði nú fleiri spurningar fyrir bátsmanninn. Á sama hátt og Fryer var hann þaulspurður um mennina, sem voru á verði undir stjórn Christians, hverja hann hefði séð vopnaða, hvernig samkomulag okkar Christians hefði verið. Það kom skýrt fram í vitnisburði hans, að enda þótt Morri- son, Coleman, Norman, Mclntosh og ég hefðum hjálpað til þess að koma bátnum á flot, þá hefðum við gert það sam- kvæmt skipun frá bátsmönnunum, og það hefði ekki verið hægt að skilja það svo, að við hefðum verið þátttakendur í uppreisninni. Eftir að Cole hafði verið yfirheyrður og færður í vopna- . klefann á Hector, tók rétturin»v sér hvíld. Herra Graham kom og fékk mér lítið bréf frá Sir Joseph. Þar stóð: — Nú vitið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.