Alþýðublaðið - 20.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUÐAGUR 20. ÓKT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSS0N. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHTJSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: AfgreiSsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN SJálfstæðisstefH an og stödentar. EINHVER þeirra stúdenta, sem í háskólanum skreyta sig meS nafninu „lýðræðissinn- aðir stúdentar," lætur í ljós ó- ánægju sína í Morgunblaðinu í gær út af því, að Alþýðublaðið skuli í grein um nýafstaðnar stúdentaráðskosningar hafa leyft sér að telja þá til þeirra ítaka, sem íhaldið ætti í háskól- anum. Þessi stúdent vill ekki viður- kenna það, að „sjálfstæðisstefn- an", sem hann segist fylgja, sé íhaldsstefna. ,,Sjálfstæðisstefn- an," svo farast honum orð, — „stefna einstaklingstrausts og einstaklingsframtaks, getur eft- ir eðli sínu aldrei verið annað en djörf framfarastefna." Og í hverju er þá þetta „eðli sjálf- stæðisstefnunnar" fólgið? Jú, það á eftir því, sem hann seg- ir, að vera fólgið í því, „að ein- staklingurinn verði að treysta á eigin kraft og fá þá líka sína umbun, ef hann dugar." Slíkri stefnu finnst honum eðlilegt að stúdentar fylgi, því að „þeir vilja fá að beita sér .... og eiga von verðlaunanna, ef þeir sigra í kapphlaupinu." Lagið er þekkt og vísan líka. Það er lofsöngurinn um „einstaklingsframtakið," sem að vísu fyrir löngu síðan vár sunginh af mönnum, sem með fullum rétti töldu sig fylgjandi „djarfri framfarastefnu," en á okkar dögum er ekkert annað en harmagrátur íhaldsmanna yfir horfnum tímum. Það voru á uppgangstímum auðvaldsins bæði hér og annars staðar til menn, sem í raun og veru „treystu á eigin kraft" og fengu ,,sína umbun." af því að þeir höfðu „dugað." En á þeirri hnignunaröld þess, sem okkar kynslóð lifir á, er iítið orðið eft- ir af slíku framtaki, einnig hér á landi. Menn tala að vísu enn um „einstaklingsframtak". En þeir ,,treysta" ekki lengur „á eigin kraft," heldur á Lands- bankann, og gera kröfu til þess „að fá sína umbun," alveg eins, þótt þeir hafi ekki „dugað." Ef stúdentinn í Morgunblað- inu hefði fylgst með þessum staðreyndum lífsins, og reynt að skilja þær. i stað þess að lesa sig andlega blindan á gömlum skræðum og Morgun- blaðsgreinum, myndi hann á- reiðanlega ekki hafa farið eins fyrirlitlegum orðum, - og hann gerir, um þá flokka, sem bunir eru að missa trúna á almætti „einstaklingsframtaksins" og berjast fyrir nýju skipulagi þjóðfélagsins til þess að. yfir- stíga það óngþveiti, sem auð- valdið hefir leitt yfir heiminn. Og að öllum líkindum myndi hann þá hvorki fylgja „sjálf- stæðisstefnunni," sem vill halda slíku ástandi við og þó öllu heldur snúa hjóli sögunnar aft- ur á bak, né kalla hana „djarfa framfarastefnu," eins og hann gerði í Morgunblaðsgrein sinni í gær. Og að endingu þetta: Stúd- entar hafa lagt íslenzku þjóð- inni til margan framfaramann og eiga vonandi eftir að gera það enn. En þeir menn hafa sjaldnast unnið sitt starf í þeirri von ,,að fá sína umbun," ef þeir „dygðu", og ennþá sjaldn- ar fengið nokkra. Það hafa ver- ið hugsjónamenn, sem börð- ust fyrir nýjum stefnum og fórnuðu starfskröftum sínum fyrir þjóðina, án þess að ætlast til annarra launa en ánægjunn- ar af því, að taka þátt í fram- förum hennar. Það er slíkur hugsunarháttur, sem einkennir alla brautryðjendur og djarfa framfaramenn, en ekki vonin um „umbun" eða „verðlaun", eftir að hafa „dugáð" eða „sigrað í kapphlaupinu" við* náungann. Póstferoir 21. okt. 1939. Frá Reykjavík: Mosfellssvetfar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir Hafnar- fjörður, Laugarvatn, Grímsness- og Biskupstungnapóstar, Akra- ne&s-, Borgarness- og Álftaness- póstar. Til Rvk.: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir Hafnar- fjörður, Fljótshlíðarpóstur, Aust- anpóstur, Akraness-, Borgarness- og Álftanesspóstar, Snæfellsness- pðstur. Rúgmjöl Sítrónur, Saltfiskur, Harðfiskur, Riklingur, Smjðr, Ostar, Egg. BREKKA Síraar 1678 og 2148. IjarnarbúSÍH. — Sími 3570. Tundurdufl og tundurskeyti: hættulegustu vopn sjóstríðsins UM þessar mundir lesum við á hverjum degi um skip, sem hafa orðið fyrir tundurskeyti' eða rekizt á tundiurdufl. Tundur- dufl og tundurskeyti eru einhver fullkomntustu hernaðartækin á vorum dögum, og eru geysimikið notuð í hernaði á þessari öld, sem kennd hefir verið við menn- ingwna. Það eru nú reyndar 311.ár sið- an tumhirdufl voru fyrst notuð. Það var nefnilega árið 1628, að Englendingar notuðu svokölluð straumdufl gegn frönsku skipun- Him í orustunni við La Rochelle. Straumduflin voru flothylki með pjáturkössum, fullum af púðri og kveikjara innan í. Bylgjurnar áttu að bera hylkin að skipshliðunum og þá átti að kvikna í. Én þetta heppnaðist illa, og lengi framan af datt engum í hug, að þessi morðvopn ættu nokkra framtíð fyrir sér. Og ekki gekk mikiö betur næst, þegar átti að nota tundurdufl. Það var í frelsisstríöi Ameríku- manna, og það kom ennþá í ljós, að árangurinn svaraði ekki ó- makinu. En þá fann höfundur gufuskipanna, Robert Fulton — hver skyldi nú ætla, að hann hefði verið svo herskár? — upp nýja tegund tundurdufla. Það var árið 1800, og hinn ágæti Robert vænti isér mikils af þessari upp- finningu sinni. Hann gerði þessa juppgötviun í Frakklandi, en Na- poleon, sem líka hafði hafnað huigmyndinni um gufuskip, leizt ekki á uppfinninguna. Þá hauð Fulton Englendingum uppfinn- inguna, en þeir vildu hana ekki og kölluðu hana „óriddaralegl vopn". Með breytingum varð þetta tundurdufl Fultons seinna mjög hættulegt vopn. Og nú á dogum eru tundurduflin ekki lengur meinlaus barnaleikföng, heldur mjög hættulegt vopn, enda þótt það sé ekki mjög stórt. Hin svokölluðu horndufl eru m'jög margbrotin og hættuleg. Á þeim eru 5—7 blýhorn og í þeim eru glasrör með sýru- Þeg- ar hornin brotna við skipssúð- ina, rennur sýran eftir gangi niður í duflið og við það verður ógurleg sprenging. Rafkveikju- dufl voru fyrst notuð í fyrsta Slésvíkurstríðinu 1848—50, þegar Þjóðverjar notuðu þau til þess og drepið og limlest fjölda fólks. Með öllum stýrisútbúna'bi sínum er það hættulegasta vopnið, sem til er. Þó standa menn ekkileng ur algerlega varnarlausir gagn- vart þessu vopni, en vopnlaus verzlunarskip geta enga rönd við þeim reist. Um borð í enska tundurspillinum ,,Brilliant". Sjóliðsmenn- irnir eru að ýta tundurskeyti inn í hlaupið, sem því er skot- ið úr. íil hægri sjást á þilfarinu nokkrar djúpsprengjur, sem öllum kafbátum stendur mikill stuggur af. að giröa fyrir höfnina í Kiel. f Krimstríðinu 1854 notuðu Rússar tundurdufi, og Danir notuðu tundurdufl með kaliumkveikju í Alssundi 1864. Þau komu þó ekki að neinum notum. Það var ekki fyrr en í amerísku borgarastyrj- öldinni, að það kom glöggt í ljós, hvilíkt gagn er hægt að hafa af tundurduflum. Og nú vftum við það allt of vel. Fyrsta tegund tundurskeyta er aðeins 75 ára gomul. Það var austurríski libsforinginn Zuppis, sem ávann sér þá vafasömu frægð árið 1864 að finna upp þetta skaöræðisvopn. 1 fyrstu var rundurskeytið eins konar bátur úr tré, sem var knúinn áfram af púðurkerlingum. Seinna var það fundið upp að knýja tundurskeyti áfram með sigurverki. En það var ekki fyrr en Whitehead í Fi- ume fann upp tundurskeyti, sem voru knúin áfram með skrúfu, að tundurskeyti komust í al- menna notkun í hernaði. Þessi tundurskeyti voru 150 kg. að þyngd. Árin 1870—1880 keyp'tu svo áð segja allar þjóðir tundur- skeyti., Þau voru í fyrsta skipti notuð í stríðinu milli Peru og Chile árið 1877. Seinna vom þau notuð í japansk-kínverska stríð- hu 1895 og í stríðinu milli Rússa og Japana 1904—5 og heims- styrjöldinni og svo náttúrlega núna. Nútíma tundurskeyti, módel 1939, er sannarlega hræðilegt vopn. Á örfáum sekundum getur það spnengt stór skip í loft upp Um hið np síú- ðentafélag. Athneasemd frá nokkr- um stAdentnm. W2GNA viðtals Alþýðublaðs- W ins við Bjarna Vilhjálms- son stud. mag. þ. 16. þ. m. og ummæla blaðsins um viðtalið og enn fremur vegna ýmsra kvitta, er upp hafa gosið- með stúdentum út af ritsmíð þeirri, er málgagn „Sósíalistaflokks- ins" birti um þetta mál, þ. 17. þ. m., viljum við undirritaðir taka fram eftirfarandi: 1) Klofningurinn í félagi rót- tækra stúdenta varð kunnur þegar fyrir stúdentaráðskosn- ingarnar síðustu. Varð það þó að samkomulagi að félagið gengi sameinað til kosninga, en hins vegar aldrei farið dult með það, að eftir kosningar mundi þessu samstarfi að öllum líkind- um verða slitið, enda var fram- bjóðendum raðað á listann með tilliti til þessa væntanlega að- skilnaðar. Það getur því eng- um félagsmanni komið á óvart, að félag róttækra stúdenta mun nú klofna og ýmsir meðlimir þess slíta sambandi yið þá fé- ] lagsmenn, er skilyrðislaust lúta vissum erlendum stefnum. 2) Okkur er ekki kunnugt um, að stofnað verði innan Há- skólans Alþýðuflokksfélag á hinum pólitíska grundvelli Al- þýðuflokksins, þótt við hins vegar fullyrðum, að ef nýtt fé-, lag verður stofnað, þá verði stefnuskrá þess á þann veg, að Alþýðuf lokksstúdentar muni telja sjálfsagt að taka þátt í stofnun félagsins. Keykjavík, 18. okt. '39. Jón Jónsson frá Ljárskógum. Bergur Vigfússon. Jón Eiríksspn. Friðfinnur Ólafsson. Árelíus Níelsson. Ragnar Jóhannesson. Karl ísfeld; Indriði Þorkeisson frá FJalli: Baugabrot O UÐUR-ÞINGEYJARSÝSLA ^ hefir fástrað allmarga sér- kennilega gáfumenn og skáld, sem hafa gnæft tðluvert upp úr múg alþýðuhagyrðinganna. Al- þjóð manna kannast við nöfn eins og Skarða-Qísli, Sigurbjörn frá Fótaskinni, Jón Hinriksson frá Helluvaði, Þorgils Gjallandi, Jön Þorsteinsson frá Arnarvatni, Sigurður Jónsson frá Arnarvatni, Sigurjón Friðjónsson á Litlulaug- um, Guðmundur Friðjónsson á Sandi, að ógleymdum konunum. Unni Benediktsdóttur Bjarklind (Huldu) og Þuru í Garði. Einn þessara „kyn-legu kvista" verður gerður hér lítillega að um- talsefni, en það er Indriði Þor- kelsson, skáld og ættfræðingur frá Ytra-Fjalli í AÖaldal. Um Jangan aldur hefir hann ort kvæðí við orfið eða rekuna, því að tðmstwndír gefast fáar ein- yrkja með stóran barnahóp. Fyrir INDRIÐI ÞORKELSSON fáeinum dögum gaf hann út sýnishorn af ljóðum sínum, all- stóra bók þó, sem heitir Bauga- brot- Sumum kann að finnast, að hann hefði fyrr mátt gefa út ljððabók eftir sig, því að höf- lU'ndurinn er sjötugur í dag, þekt- ur um land allt fyrir nokkrum tugum ára, af kveðskap sínum. Það eru mikil viðbrigði fyrir sigggróna hönd, sem vön er að halda um orfhæl eða rekuskaft, að grípa um pennastöng. Slíkum manni færi sennilega líkt og ísak í Gróður jarðar; honum finndist það „eins og að halda á enigu". Það mun því hafa farið svO um Indríða, að hann hefir ekki rit- að á blað nærri allan kveðskap sinn. Verða því síður en svo kollheimtur, þegar afrétturinn er smalaður, en margt af því, sem ekki kemur til skila í bók hans, hefir þó geymst og geymist enn í huga þeirra, sem hafa heyrt kvæði hatas og lært þau. Kveðskapur Indriða er að mestu bundinn heimahögum hans, umhverfi hans og ferðafé- lögum á lífsleiðinni. Að vísu má ef til vill kalla það þrönigt svið, en það er þá aftur á móti vel ræktað. Hann hefir allan sinn aldur búið nála^gt jaðri hrauns- ins, sem skáldbróðir hans úr sömu sveit orti eitt sinn um: „Og náttsðlin á klettana kufli rauðum steypti, og kjarrskógmum strjála í þúsund loga hleypti." Slíka sýn hefir Indriði haft fyrir augum á hverju vori ævi sinnar, en undir- jtónninn í hinni miklu hljómkviðu vorsins hefir verið niður Laxár, sem Indriði minnist á þennan hátt: En kveðandi nam ég af árinnar óð og alls, er fór syngjandi í víðinn. Indriða verður tíðrætt um Laxá í ljóðum sínum. Honum finnst hljómur hennar nátengdur sér, og Á víxl mun hún kynslóðir kveða :, í blund og kalla til starfa, unz lokast öll sund. Og að lokum finnst honum hún aldrei hafa verið „jafn dýrmæt óg blessuð sem nú". Þetta kvæði er að vísu ort árið 1902, ©n það á ekki síður við hú, þegar krafti hins hljómandi strengs hennar hefir verið breytt ,í ljós og hita, sem vennir og lýsir heilar sveitir ög kauptún. Eins og áður er sagt, eru sum kvæði Indriða um samferðamenn hans á lífsleiðinni, og þá jafnan kveðja til þeirra, er þeir hafa tjaldað til hinnar löngu nætur. Er síður en svo að þau beri á sér hinn venjulega erfiljóðakeim. Þau eru eins og hlýtt handtak' þess manns, sem gjarnt er að láta hug fylgja máli. Sem dæmi má nefna upphafið á kveðjuljóði hans til séra Benedikts Kristjáns- sonar á Grenjaðarstað, er hann flutti burtu úr sveitinni: Við búum svo dreifðir við heið-; ar og hraun, við hafið og sandana og árnar, við fámennisunað og einstæðis- raun með óljósu, flðgrandi þrámar. Og mörg er í órækt vor menn- ingargrein og margur er afskekkti kiminn, en rótgróin hjartnanna er ætt- jörð þð eín og einn er vor bláfagri himinn. Indriði mun ^fyrst hafa orðið þekktur af lausavisum sínum um menn og máleíni, en hann hefir ort sand af þeim. Qg ekki má ljúka þessum línum, án þess að minnast á glettnisvísur hans, én maðitrinn getur verið meinfynd- inn. Fæstar slikar vísur hans eru í bðkinni, vegna viðkomandi manna. Þó eru þar tvær vísur um einhvern ödd: Ekkert gútt um Odd ég hermi, eitt er samt: Frh. á 4. síðu. ]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.