Alþýðublaðið - 20.10.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1939, Blaðsíða 4
FöSTUBAGUR 20. OKT. 1939. ÉfiP fuleikan 1936 Síðari hlutinn: „Hátíð fegurðarinnar" sýndur í kvöld. Þar sést m. a. úrslitakeppni í: tugþraut, knattspyrnu, kappsiglingu- og róðri, hnefaleik, sundi og dýfingum. SMAAUELYSIHGAR ALÞÝflUBUVflSINS Brynjólfur Þorláksson gerir við og stillir píanó .og orgel. Slmi 4633. Káputau og fóður, tölur, spennur. Ullarkjólatau nýkom- ið. Saumastofa Ólínu & Bjarg- ar, Ingólfsstræti 5. INDRIÐI ÞORKELSSON Frh. af 3. síðu.. Sína lofar hann upp í ermi öllum jafnt Ekkert gott sér Oddur temur, eítt er samt: Engan svíkur hann öðrum fremiur, alla jafnt. Indrioi Þorkelsson ber alvöru- syip hins eljusama bóndamanns. En ef vel er að gáð, leynist und- ir alvðrusvipnum ofurlítið, smá- fcímið glott Karl ísfeld. Auglýsið í Alþýðublaðtnu! KLOFNINGURINN í KOMMÚN- ISTAFLOKKNUM Frh. af 1. síðu. fyrst og fremst er því stefnt gegn þeim mönnum, sem hafa sent Þjóðviljanum greinar og sem eru í andstöðu við Moskva- stefnuna. Þjóðviljinn sýnir það líka í dag, að hann ætlar ekki að breyta til. Hann flytur hvorki meira né minna en þrjár lofgreinar um Moskvakommún- ismann og tvær kommúnista- myndir. Blaðið er og hefir ver- ið málgagn Moskvalínunnar, eins og flokkurinn er og hefir verið kommúnistiskt útibú frá Moskva. . • Héðinn Valdimarsson hafði nokkurn meirihluta um þessi mál í framkvæmdastjórn flokksins og hann mun nú hafa í hyggju að halda baráttunni áfram í miðstjórn flokksins, sem á að koma saman í næsta mánuði. Baráttan heldur því á- fram, en endalok hennar eru fyrirsjáanleg. Moskóvítarnir munu hafa yfirhöndina, en fólkið yfirgefa flokkinn. Það fyrirlítur þá stefnu, sem flokk- urinn hefir tekið upp og blað hans túlkað, að dásama sama ofbeldið gagnvart smáþjóðun- um af hálfu Sovét-Rússlands, sem það hingað til hefir for- dæmt af hálfu Hitler-Þýzka- lands. Slík stefna á engan hljómgrunn og hefir aldrei átt á íslandi.- Mikla hlutaveltu heldur knattspyrnufélagiðFram á^ sunnudaginn í íshúsinu við slökkvistöðina. Á hiutaveltunni er fjöldi ágætra muina, þar á meðal í einum drætti 500 kr. í peningum, matarforði til vetrar- ,ins, heil kjöttunoa, 500 kg. af kiolum og fjölda margt fleira. Setnllði Rússa f ðlep tefelð á Eistlandi. LONDON í gærkveldi. FO. ROSSNESKT HERLIÐ kom til Eistlands í dag, en eins og áður hefir verið getið, hafa Rúss- ar fengið réttindi til þess að hafa setulið í Eistlandi, samkvæmt sáttmála þeim, sem nýlega var gerður milli Sovét-Rússlands og Eiistlands. Tass-fréttastofan rússneska seg- ir, að hersveitum Rússa hafi ver- íð ágætlega tekið i Eistíandi. En hvað sem þeirri tilkynningu HÖur, er það víst, að ríkisstjórmn í Eistlandi fyrirskipaði hinar víð- tækustu varúðarráðsíafanir, og var öflugur hervörður á öllum vegum, sem rússnesku hersveit- irnar fóru um. Hwrki blö,ð(in í Eistlandi né út- varpsstöðin þar í landi hafa get- ið um komu hinna rússnesku her- syeita. ílutfsingar frá Danmðrkn tll Eoylands eru iiil aftur bpjaðir. LONDON í gærkveldi. FO. Það var íiikynnt í London í dag, að ftatninigiur á fleski frá Danmörku til Englands, sem leg- 0 hefir niðri í hálfan márnuð, hafi byrjiað á nýjan leik. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar. ¦ Fundiur verðiur í kvöld í bæj- arþingssalnum og hefst kl. 8V2. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Ste- fán Jóh. Stefánsson félagsmála- ráðherra flytur erindi. [AUSTIs FYRSTA BINDI í ÞESSU BINDI ERU SÖGURNAR: HALLA MIWK (BARNIÐ OG GRENJASKYTTAN) FÆST HJÁ BÓKSÖLUM ^MX^^m.^m^^^^^w^^^^^^m I DA6 Næturlæknir er Gísli Pálsson, Laugavegi 15, sími 2474. Næturvðrður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapótekl. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð Reykjavíkur. OTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Upplestur: Or kvæðum Indriða Þonkelssonar á Fjalli (Sig. Nordal próf.), 20,40 Erindi Fiskifélagsins: Ég horfi út á hafið (Kristján Bergsson, forseti félagsins). 21,05 Píanökvartett útvarpsdns: Or píanókvartett í g-moll, eftir Mozart. 21,25 Hljomplötur: Harmóniku- lög. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGIÐ Frh. af 1. síðu. frá Finnlandi, sem er bæði fróðleg og skemmtileg. Menn hér vita allt of lítið um Finn- land, en ég vona, að þéssi kvik- mynd ráði bót á því. Þá talar Ásgeir Ásgeirsson um Kletta- fjallaskáldið Stephan G. Step- hansson. Ragnar Jóhannesson stud. mag. les upp, en hann er — eins og kunnugt er, orðinn vinsæll mjög af útvarpshlust- endum og mörgum fleirum fyr- ir leikþætti sína og kvæði. Loks verða ýmsar aðrar skemmtanir og þá fyrst og fremst fjöldasöngur, sem allir verða að taka þátt í. Aðgöngumiðar að 'skemmti- og fræðslukvöldinu verða seld- ir á morgun í skrifstofu félags- ins og í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins. Gu^spiekiféíagar! Septima heldur fund í kvöld kl. 9. Gretar Fells flytur erindi: Alheimskirkjan. Söngfélagið Harpa. Samæfing í kvöld í Þjióðleikr húsinu kl. 81/2- Mætið vel og stundvíslega. Lárus Pálsson. Fiumsýning var í fyrrakvöld á nýju leikrití í leikhúsinu Ridder- salen í Kaupmannahöfn, og lék Lárus Pálsson eitt aðalhlutverkið. 1 gær fékk hann frábærlega góða dóma fyrir leik sinn í öllum blöðum Kaupmannahafnar. Svend Borberg skrifar í „Berlingske Tidende", að svo vel hafi Lárusi tekizt, að hann ætti skilið að fá nýjan lárviðarkrans frá Olymps- fjalli fyrir leikinn. FO. Haustsláínun er nýlokið hjá Kaupfélagi Ey- fírðinga á Akureyri. Hófst hún 19. sept. og var lokið 5. þ. m. Slátrað var alls 16250 kindum. Þyngsti dilkskrokkur var frá Engidal í Bárðardal og vóg 25 kg. Meðalþyngd 15618 dilka, sem slátrað var, var 14,9 kg, en það er 750 gr meira en síðast liðið ár. Dilkarnir flokkuðust betur en verið hefir undanfarið. FO. Á Þórshöfn hófst sauðfjárslátrun þann 20. sept. og var lokið 11. þ. m. Hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórs- hiöfn var alls slátrað um 1000 kinda á Bakkafirði. Um 100 smá- lestir af kjötinu var fryst, en hitt saltað og selt nýtt á staðnum. Meðalþungi dilka hjá Kaupfélag- inu á Þórshöfn var 15,48 kg. Þyngsta meðalvigt, 18 kg, höfðu dilkar Bj'örns Aðalsteinssoniar að Hvammi í Þistilfirði. Voru þeir 48 og margt tvílembingar. — Þyngsti lambsskrokkuT vóg 26 kg. Eigandi var Jónas Helgason að Arseli á Langanesi. Nýkomið. Hvftkál Gulrœtur Hiðt & Fisknr Símar 3828 og 4764. Hjóaaefni. Á laT^gardaginn opinberuðu trúlofun sína ungf rú Magnea Magnúsdóttir frá Laufási á Eyr- arbakka og Ólafur Guðmundsson veggfóðrari, Bergþórugötu 57. IBB NÝJA BIO Gharlie Gban á 01- ymptsbu leikjunum. Spennandi og skemmti- leg amerísk lögreglukvik- mynd, er gerizt á Honolu- lu, New York og á Olym- píuleikjunum í Berlín ár- ið 1936. Aðalhlutverkið Charlie Chan leikur: Warner Oland. Aukamynd: Brezki flotinn. Börn fá ekki aðgang. Auglýsið í Alþýðublaðiau! ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR. .] I. FræðsÍM- gf skeesiíikvöM verður annað kvöld í samkvæmissólum Alþýðuhússins við Hverf- isgötu og hefst kl. 8V^. SKEMMTIATRIÐI: 1. Kvikmyndasýning (frá Finnlandi). 2. Samdrykkja. 3. Ræða: Ásgeir Ásgeirsson. (Um Stephan G. Stephansson). 4. Fjöldasöngur. Fjölritaðir textar. 5. Upplestur: Ragnar Jóhannesson stud. mag. 6. Frjálsar skemmtanir. (Danz frá kl. 1144). Músik: Tage Möller og Kristján Elíasson. Aðgöngumiðar í skrifstofu félagsins og í afgreiðslu Al- þýðublaðsins eftir kl. 1 á morgun. — Fjölmennið á fyrsta skemmtikvöldið. Skemmtinefnd AlþýðufIokksfélagsins. Kvennadeild Slysavarnafelagsins. Merkjasala — Dans Kvennadeild Slysavarnafélagsins hefir merkjasölu á morg- un, þ. 21. þ. m. Um kvöldið verður haldinn ÐÁNSLEIKUR í Oddfellowhúsinu er hefst kl. 10. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu eftir kl. 4. UPPLÝSINGAR UM SKIP Frh. af 1. síðu. á hverjum tíma, um ákvörðunar- stað þess og komju i • hiöfh í ferð eða að lokinni ferð, svo og til allra upplýsinga um farm skips og farþega. 2. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að gera allar þœr ráðstafanir, sem henni þykir þurfa til þess að bannfyrirmæli þau, sem um ræðír í 1. gr. komi að haldi, þar á meðal að láta stöðva sím- skeyti um ferðir skipa, ef þurfa þykir. 3. gr. Brot gegn lögum þessum varðar sektum allt að 10000 kr. eða fangelsi allt /að einu ári, nema þyngri hegning liggi við samkvæmt öðrum lögum. 4. gr. Lðg þessi öðlast þegar gildi. STOKKHÓLMSFUNDURINN Frh. af 1. síðu. varðveita hlutleysi sitt og sjálf- stæði, og vænta þess að önnur ríki virði þenna rétt Norðurlanda- ríkjanna og knýi þœr ekki til neinna þeirra ráðsitafana, sem hlytu að spilla því, að þau gætu (ifað í friiði við aðrar þjóðir. Akveðið var að halda áfram viðræðum og samvinnu milli Norðurlandaríkjanna innbyrðis á sama grundvelli eins og þeim, sem lagður var með fundinum í Málmey 1914. En þá var því lýst yfir, að hversu langt sem stríð- ið yrði, og hvemig sem það færi, þá mundu þessar þjóðir standa fast saman og fylgja sömu stefnu. Einnig var rætt um örðugleika þé, sem vofandi væru yfir verzl- un ¦ Norðurlandanna. Var ákveðið að halda áfram venjulegum verzl- unarviðskiptum innbyrðis, og enn fremur, að ef til vörusfcorts kæmi á emhverri tegund í einu landinu, þá skyldu Mn bæta úr því eftir því sem föng væru á. Loks lýsti rundurinn yfir því, að Norður- Iandaþjéðirnar taki fagnandi hverri friðarviðleitnir, sem byggð sé á grundvelli sanngirni og rétt- lætis, og muni styðja hana eftir megni. TYRKIR Frh. af 1. síðu. skoðun, að Tyrkir séu nú búnir að sæita sig við að fylgja stefnu Breta og láta þeirra áhrifa gæta mest, en jafnframt er sagt í Þýzkalandi, að Tyrkir séu að hugsa um sína eigin hagsmuni við Miðjarðarhaf, og hafi þeir nú horfið frá stefnu strangs hlutleysis. Þá er þess getið til, að sátt- máli þessi milli þríveldanna muni verða óvinsæll í Balkan- löndunum yfirleitt. En eftir öllum fregnum að dæma, sem bárust til London og París í gærkveldi frá Balk- anskagalöndum, eru menn þar hinir ánægðustu yfir sáttmál- anum og hvert blaðið á fætur öðru lýsir sig honum fylgjandi. Marsvín á Mjóafirði. Síðast liðinn laugardag óðu marsvín svo hundnuðum skifti inn Mjóafjörð- Mjófirðingar eltu þau á 14 bátum inn í fjairðarbotn, en náðu þó engu, og hurfu rriar- svínin skjótt til hafs. Mun þessi atburður vera dæmalaus á Aust- fjorðum. FO.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.