Alþýðublaðið - 23.10.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.10.1939, Blaðsíða 4
MANUDAGUR 23. OKT. 1939 QB GAMLA Blúm ÓlympsKleifearnir 1936 Fyrri hlutinn. Vegna fjölda óska verður 1. hluti þessarar stór- merkilegu myndar sýndur aftur í kvöld. LÆKKAÐ VERÐ. I. O. G. T. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur anna'ð kvöld kl. 8. I. Inntaka nýrra félaga. II. Fræði- og skiemmtiatri&i annast: Hr. Krist mundur Þorleifsson, Hr. Zop- honias Pétursson, Hr. Hafst- Bjömsson. Eftir fund verður kynningarkvöld. Fjöltefli: Hr. Eggert Gilfer teflir við 8—10 menn í einu. Spilakvöld: Þátttakendur vinsamlega beðnir að hafa með sér spi‘1. IÞAKA. Skemmtifundur annað kvöid. Ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks- Mætið stundvís- lega. OVEÐRIÐ UM HELGINA Frh. af 1. síðu. ingurinn á föstudag, en er að fjara út núna. í Vestmannaéyjum slitnuðu upp 5—6 bátar og rak þá upp að hafnargarðinum. Skemmd- ust þeir lítið, nema einn, „Örn“, hann skemmdist dálítið. í Sandgerði var vont suðvest- an brim, en engar skemmdir og engin slys. Er að lægja í dag. Á Akranesi var 'hvassast fyrri partinn í gær, en gott veður í dag. Fyrir norðan land var veður- hæðin miklu minni og voru ekki nema 4—5 vindstig á Ak- ureyri, þegar hvassast var. SUNDRUNG KOMMÚNISTA- FLOKKANA. Frh. af 1. síðu. verðan svip á félagsskapinn undanfarið, en þeir vinni nú með nazismanum, geti hann ekki lengur veitt félagsskapn- um forystu, enda hafi fótunum verið kippt undan honum. s ■ *1 ■ Viðskiptasamningar Rflssa »9 Djóðverja. BERLÍN í gær F.Ú. Viðskiptasamningum Rússa og Þjóðverja er haldið áfram í Moskva, eins og ráð hefir verið fyrir gert- Hinn þýzki sendimað- ur Rittfer, sem stjórnaði sendi- nefndinni, er nú kominn til Ber- línarborgar aftur ásamt nokkrum neíndarmönnum, en dr. Schnurre, annar aðalforingi fararinnar, er eftir í Moskva og heldur þar áfrain samningagerðum. Síðar mun rúsgnesk viðskiptasamninga- nefnd fara til Berlínar, til þess að ganga þar frá ýmsum atrið- Um í sambandi við samningana. Nýræktln í Stykkishólnti, 12111 skemuist nokkuð af kali su.r.arið 1937, hef- ir nú náð sér að mestu, og varð heyfengur í sumar eitt og halft til 2 kýrfóður af hektara. Eru nú um 30 hektarar fullræktaðir og hefir því nýræktin skilað Stykkishólmsbúum um 50 kýr- fóðrum á þessu sumri. Er þar orðin mikil breyting á landikaup túnsins, þar sem áður voru fen- blautar mýrar, engum til nytja. F.Ú- PRENTARAFÉLAGIÐ. Frh. af 1. síðu. 4. Félagið skorar því á verka- lýðsfélög þau, er í Bandalagi stéttarfélaganna eru, og önn- ur, er hafa hugsað sér að gerast stofn'endur að ráð- gerðu landssambandi, að ganga til liðs við önnur verkalýðsfélög í Alþýðusam- bandi íslands og vinna með þeim að því að losa alþýðu- samtökin undan öllum áhrif- um stjórnmálaflokka, sem ekki vilja hlíta fyrirmælum samtakanna, svo framarlega, sem áðurnefndum félögum er í raun og veru annt um einingu samtakanna og um það, að alþýðusamtökin séu óháð stjórnmáalflokkum." Dýrtlðln 00 genaislögin. Á fundinum var einnig tekin til umræðu afstaða verkalýðs- félaganna til dýrtíðarinnar og gengislaganna. í því var eftir- farandi ályktun samþykkt: „Almennur félagsfundur, haldinn í Hinu ísl'enzka prent- arafélagi 22. okíóber 1939, skorar á Alþingi, er kemur sam- an 1. nóvember þ. á., að breyta lögum um gengisskráningu o. fl. frá 4. apríl 1939 á þá lund, að úr þeim verði felld þau á- kvæði 3. gr., er koma í veg fyr- ir, að verkalýðsfélögum sé heimilt að semja við atvinnu- rekendur um kaupgjald til fé- lagsmanna þar til í apríl 1940. Öllum mun vera ljóst án ít- arlegri rökstuðnings, að þau brteyttu viðhorf, er hafa skapazt vegna yfirstandandi styrjaldar um sívaxandi dýrtíð, er af ó- friðnum leiðir, geta ekki rétt- lætt ákvæði þessarar greinar, og væntir því félagið þess, að háttvirt Alþingi sé sammála fé- laginu um nauðsyn þess, að breyta lögunum, og afnemi því þann órétt, er í áðurnefndri Iagagrein felst. Ef svo skyldi reynast, að AI- þingi sæi sér ekki fært að gera umrædda bi'eytingu á lögunum, skorar félagið á það að lögleiða kaupuppbót vegna aukinnar dýrtíðar, og nái hún jafnt til allra kaupþega.“ Baldnr á tsafirði svarar elanio kammáoistnin. Yerkalýðsfélagið Baldur á ísafirði samþykkti nýlega á fjölmennum fundi, að hafna tilboði kommúnista um að vera stofnandi að „óháðu“ varnar- bandalagi og héti félagið yfir fullum stuðningi sínum við Al- þýðusamband íslands. Aðeins 6 fundarmanna greiddu atkvæði gegn þessari samþykkt, og má heita að kommúnistar séu orðn- ir gersamlega fylgislausir á Isa- firði. Hljóðfærahúsið hefir þessa daga í gluggum sínum sýningu á íslenzkum Ieð- urvörum frá Leðuriðjunni Vatns- stíg 3- Sýningin er gerð til þess að sannfæra fólik um að íslenzk- ur íðnaður á þessu sviði, þar sem hann er beztur, stendur þvi bezta erlenda fyllilega jafnfætis. Verziunin hefir orðið vör hjá við- skiptavinum sínum, að margir hafa þær skoðanir að það útlenda sé alitaf betra og taka fram að þeir vilji ekki íslenzkt. Með sýn- ingunni vill Hljóðfærahúsið kveða niður órökstudda andúð á inn- lendri framleiðslu og er ekki í vafa um að vandiátir kaupendur framvegis taki fram: Við viljum ísienzkar leðurvörur. Auglýsið í Alþýðublaðinu! I DAG Jón Bach 65 ára ídag. JÓN Bach, húsvörður við Stýrimannaskólann og til heimilis þar, er 65 ára í dag. Jón Bach er einn af helstu braut- ryðjendum alþýðusamtakanna og kom mest við sögu sjómanna- samtakanna, en hann var einn af stofnendum Sjómannafélags Reykjavikur og fyrsti formaður þfess. Jón Bach er ágætur fulltrúi ísienzkra sjómanna og hefir átt mikinn og virkann þátt í sköpun togaraútgeröarinnar en jafnframt og ekki minni í samtökum sjó- manna fyrir bættum kjörum þeirra. TF- Örn byrjar far- Degaílng. UM þessar mundir er að hefjast farþegaflug til Ak- ureyrar, Ef þörf er á, mun einnig verða flogið til annarra staða. Farþegaflugið annast Örn O. Johnson á flugvélinni TF Örn. Frá því að flugvélin kom úr síldarleitinni hefir hún verið í „klössun“ og hefir vantað í hana varahluti frá útlöndum. En þeir eru nú komnir og er því ekkert að vanbúnaði, að farþegaflugið geti hafizt. FlugvélinTF-Sux hef- ir lent ð 125 stððum ð landinu. UNDANFARIÐ hefir Fiugmála félag fslands haft með hönd- Um rannsóknir á lendingarstöð- um fyrir flugvélar víðsvegar úti um land. Til þessara rannsókna hefir ver ið notuð Flugvélin TF.-Sux- Hefir hún ient á 125 stöðum í byggöum og óbyggðum. Marg- jr lendingarstaðanna eru frá nátt- úrannar hendi nothæfir sem flug- vellir, en aðrir, sem geta orðið góðir með iítilsháttar endurbót- um. Með rannsókn þessara skilyrða fyrir flugi landflugvéla eru inn- anlandssamgöngur oikkar mikið bættar og á Flugmálafélagið þakkir skilið fyrir dugnað sinn á áhuga á þessu máii. Sjómaðurinn kemnr flt i fyrramðlið. HIÐ ágæta blað um mál sjó- mannanna, Sjómaðurinn, kemur út í fyrramáiið og er það sept.-okt.-heftið. Biaöið er fjölbreytt að vanda og prýtt ágætum myndum- Grein- arnar heita: Siglt í oonwoy, Þeg- ar Skúli fógeti fórst á tundur- dufli, Samtal við gamlan sjógarp, Hákarialegur Torfa á Kleifum, Helidarafli herpinótaskipa, Samn- ingur stéttarfélaganna. I ís yfir Nýfundnalandsbanka, Hvaladrán á Skagaströnd, Nýja Esja oig skipshöfn hennar, grein og mynd- ir, ennfremur kort yfir hættusvæð in o. m. fl. Kjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Stokkhóimi Inga Backiund og Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiöa: Bæj- arbílastöðin. ÚTVARPIÐ 19.30 Hljómplötur: Létt lög- 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Föidesy leik- ur á celló. 20.30 Um daginn og veginn (Sig- fús Halldórsson frá Höfn- um). 20.50 Samleikur á tvö píanó (Eggfert Gilfer og Fritz Weisshappel): Sónata í F- dúr fyrir tvö píanó, eftir Mozart. 21,15 Hijómplötur: Kvartett íEs- dúr, Op. 1151, eftir Dvo- rák. 21.50 Fréttir. Dagsíkrárlok. Dm lðOmannsinðms flofefenm Reyfejavffeur NÁMSFLOKKAR Reykja- víkur voru settir síðast- liðið laugardagskvöld í baðstofu iðnaðarmanna af forstöðumanni námsflokkanna, Ágúst Sigurðs- syni. Flutti hann við það tækifæri ræðu, og sagði m. a.: „Eins og oft hefir verið tekið fram, er tilgangur námsflokk- anna sá, að veita þeim, sem ein- hverra aðstæðna vegna ekki geta aflað sér framhaldsmennt unar í skólum, tækifæri til þess að nema sjálfir og njóta til þess aðstoðar sérfróðra manna. Mjög margir eru þeir, er vegna at- vinnu sinnar geta ekki sótt skóla og hafa ekki efni á því að kaupa dýra tíma hjá sérfræð- ingum, — en sumir fráfælast skólagöngu sökum þess, að þar verða þeir að stunda allar náms greinir skólans, hvort sem þeir hafa áhuga fyrir þeim eða ekki. Einnig eru margir unglingar at- vinnulitlir eða atvinnulausir og vilja gjarnan nota þann tíma til að læra og búa sig á þann hátt undir lífið, heldur en láta tímann ganga framhjá án þess að hafa hans nokkur not. Um það er gott eitt að segja. Það sýnir heilbrigðan hugsunarhátt og gefur vonir um það, að þeir hinir sömu muni einnig síðar á æfinni heldur vilja starfa en „fljóta sofandi að feigðarósi“. Námsflokkarnir byggjast fyrst og fremst á námsvilja og félagsvilja hvers einstaks þátt- takanda, Skerfur hans til sam- starfsins er hin nýja þekking, sem hann hefir aflað sér heima fyrir hvern tíma og löngun hans til að fræðast og fá leyst úr þeim spurningum, sem kom- ið hafa upp í hug hans við nám- ið. Síðastiiðinn vetur sóttu nær því helmingi fleiri um flokkana en hægt var að veita viðtöku Að þessu sinni hafa yfir 100 sótt þm inntöku í flokkana og flestir þeirra verið teknir inn, þótt þeir stundum kæmust ekki að í ailir þær námisgreinar, er þeir sóttu um, sökum þess að flokkarnir eru orðnir of fjölmennir. Það væri mjög svo æskilegt, að hægt væri að skipta flokkunum mikiu meir en nú er gert. En það er ekki kleift að sinni. 1 sveitum og þorpum landsins eru vafaiaust víða skilyrði fyrir hendi til þess að koma á stofn námsflokkum, er gæfu mörgu Fatapressun, 3 kr. á fötín. Ný aðferð til að ná úr blettum. Sólvallagötu 28. Sigfús Halldórs frá Höfnum talar í útvarpið í kvöld um daginn og veginn. m NÝJA Eto t dal risa- trjánna. Amerísk stórmynd frá Warner Bros, er gerist um síðustu aldamót í hinu nú friðlýsta svæði Bandaríkj- anna, Dal risatrjánna í Ca- liforniu, þar sem elztu og stærstu tré veraldarinnar vaxa. Aðalhlutverk leika: CLAIRE TREVOR og WAYNE MORRIS. Öll myndin er tekin í 'eðlilegiim litum. kemur út á morgun, mjög flölbreyttur m a. með kort yfir stríðshættusvæðin, auk fjölda greina og mynda. HiSrsfi bonai kl. ð f. h. í MéksttfiádinðB á Lausfavegi 13. Má söiulauu. Getraun! VERÐLAUN! Getur beztur íslenzkur leðuriðnað- ur jafnast á við hinn erlenda • Sækið getrauuamiða. Skoðið — dæmið. HL JÓBFÆR AHÚSIÐ í kvöld ki. Nýfízku tádans, Lóiu.« Akrokafik og plastfik. Hótel Borp. námfúsu ungu fóllki það tækifæri I lil menntunar, sem það annars ' ekki hefði. Við öll, sem störfum í nárns- flokkunum í vetur, verðum að leggja fram krafta okkar, tilþe að við getum gert okkur von um góðan árangur. En trú mín er sú, að enginn sjái eftir þeim tíma, er hann ver til þess að afla sér fróðleiks oig menntunar' . í vetur verða námsflokkarnir 7 og kennararnir 5. íslenzku Bjarni Vilhjálmsson, bókmenntum Ragn- ar Jóhannesson, hagfræði og fé- lagsfræöi Ólafur Björnsson, at- vinnu- og viðskipra'andafræði Knútur Arngrímssion og dönsku og enska ve'öur kend af Agústi Sigurðssyni, sem jafnframt veitir námsfiokkunum forstöðu. Slátrun sauðfjár var með minnsta móti í Stykk- ishóimi í haust, vegna þess, að all miklu var slátrað á útibúum Kaupfélagsins, og ýinist saltaö þar eða flutt nýtt til Stykkis- hóims. Fé var tæplega eins vænt og í fyrrahaust, enda var það þá með langvænsta móti. Kjötþungi dilika 15 kíló. F.Ú. Útbreiðið Alþýðublaðið! K. R. II. fiokkur Allir drengir, sem æfðu knatt- spyrnu með K. R. II. flokki í sumar eru beðmir að mæta á iundi í skrifstofu K .R. annað kyöld k). 9,30 vegna væntanlegr- ar Danmerkurfarar. I dal rlsatrjánna heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Er það stórmynd frá Warner Bros, er geiist um síðustu aldamót í dal ri atrjánna í Kaliforníu, þar sem elstu og stærslu tré veraldariun- ar vaxa. Sýnir myndin harðvít- uga baiáttu milli landnema skóg- ardaisins og skógarhöggsmanna. Aðalhlutve'ikin leika Claire Trev- or og Wayne Morris. i m ' ifi i i-n fflv h r ) Skiemmtifundur Ármanns verður í OddfeHowhúsinu ann- að kvöld, þriðjudag kl. 9,30Starf,s fólki við hlutaveltu féiagsiins er boði'ð á fundinn, og er það beðið að vitja aðgöngumiði til Þörar- ins Magnússonar eða á skrifstofu félagsins í kvöld. Geri við saumavélar, alls konar heimiiisvélar og skrár. H- Sandholt, Klapparstíg 11, sími 2635.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.