Alþýðublaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.10.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. OKT. 1939 ALÞYDUBLAÐIÐ Stefna Alpýðoflðkksins i atuinnn- bótamálm nú Itksins viðnrkend! Ætlar bæjarstjórnarmeirihlutmn að fara að taka sér Hafnarfjðrð og Isafjörð til fyrirmyndar? •------------------------• ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Genglslogin og vekalýOurinn. EGAR lögin um gengis- skráningu voru samin og lögtekin, var ekki gert ráð fyrir því, að dýrtíð myndi aukast í landinu, nema sem svaraði því, er erlendar vörur hækkuðu við gengislækkunina. Lögin ákveða, að kaup skuli óbreytt til 1. apríl 1940 fyrir aðra en ófaglærða verkamenn, sjómenn og fjölskyldumenn með minna en 3600 króna árs- tekjum, en þeir áttu að fá vissa kauphækkun í hlutfalli við verðlagshækkunina. Nú hefir ástandið gerbreytzt síðan í vor og ákvæði laganna um þetta atriði eru orðin af þeim sökum óþolandi. Dýrtíðin vex gífurlega og verkamönnum er ókleift að lifa á þeim tekjum, sem þeim var mögulegt áð lifa á í vor. Mörg verkalýðsfélög hafa látið til sín heyra í þessu máli, og fara þau einróma fram á að annaðhvort verði þetta bindingarákvæði afnumið úr lögunum eða að kaupið verði hækkað með löggjöf, sem svar- ar dýrtíðaraukningunni. Stjórn Alþýðusambandsins hefir tekið þetta mál til með- ferðar og gert ályktun í því, sem var birt hér í blaðinu í gær. Menn geta því ekki efast um afstöðu; Alþýðusambands- inö éða Alþýðuflokksins. Það er eihmitt bent á það í ályktun inni, sem stjórn Alþýðusam- bandsins gerði, að nota skuli til hins ítrasta þá aðstöðu í sam- vinnu stjórnmálaflokkanna, sem Alþýðuflokkurinn hefir til að fá viðunandi leiðréttingu á þessum málum. Það mun hins vegar koma fljótlega í ljós, hvort svo verð- ur. Alþingi á að koma saman 1. næsta mánaðar og vitanlega koma gengislögin til umræðu þar mjög fljótt. Að sjálfsögðu mun Alþ.flokkurinn þar túlka sjónarmið verkalýðsfélaganna og reyna að fá það fram, sem heppilegast er fyrir hinar vinn- andi stéttir. Kemur þá og til kasta hinna flokkanna tveggja að sýna hug sinn til verkafólks- ins og eftir fagurgalanum að dæma er víst éngin hætta á að verkalýðsfélögunum verði ekki sýnd full sanngirni. Það er því líklegra að svo verði, að það er bókstaflega ekki hægt að færa fram nein rök gegn því, að verkalýðurinn fái laun sín hækkuð nú, þegar dýrtíðin hefir vaxið svó gífur- lega. í nokkra mánuði hafa stjórn- málaflokkarnir þrír unnið sam- an gegn erfiðleikunum og flest- ir munu sammála um það, að slík samvinna sé lífsnauðsyn á tímum eins og þeim, sem við nú lifum á. En slík samvinna getur AÐ er fagnaðarefni þegar aðalblað S j álf stæðis- flokksins breytir algerlega um stefnu í atvinnubótamálunum. Þetta gerir blaðið mjög rösk- lega síðastliðinn sunnudag. Blaðið segir meðal annara: ,,Ríki og bæjarfélög hafa undanfarin ár lagt fram mikið fé til atvinnubóta hér í bænum. Mest eða allt þetta fé hefir far- ið í óarðberandi vinnu. Verka- maðurinn, sem hefir unnið í at- vinnubótavinnu, hefir ekki skapað sjálfum sér skilyrði til framhaldandi starfa. Hann hef- ir fengið greitt sitt vikukaup og fyrir það aflað lífsviðurvær- is þá stundina. Þegar svo vinn- an hefir þrotið, hefir verkamað- urinn beðið, unz röðin kom að honum aftur. Vinnan hefir ekki skilið neitt eftir handa verka- manninum, sem tengir hann við starfið áfram. Þessu verður að breyta. At- vinnubótavinnan eðaj önnur hjálp af hálfu hins opinbera á að vera meira lífræn. Hún á að búa í haginn fyrir verkamann- inn, skapa honum skilyrði til þess að vinna sjálfstætt starf.“ Þá ræðir blaðið um aukna garðrækt, en segir síðan: ,,Annað má og nefna. Allar líkur benda til þess, að meiri friður verði á fiskimiðunum við strendur landsins á komandi vetri en undanfarin ár, því að nú munu fá eða engin erlend skip verða á miðunum. Ætti því bæjarfélagið að stuðla að því nú, að menn geti eignazt far- kost fyrir vertíðina. Væri áreið- anlega vel varið því atvinnu- bótafé, sem til þessa færi.“ Harðar dellnr I mörg ár. Um þetta hafa staðið yfir harðar og illskeyttar deilur í mörg undanfarin ár og þetta mál hefir í tvennar bæjar- stjórnarkosningar verið aðal- baráttumálið. Alþýðuflokkurinn hefir alltaf haldið því fram, að það riði á því, að hið opinbera hefði framkvæmdir með hönd- um á atvinnusviðinu, sem hefðu það í för með sér, að mönnum sköpuðust möguleikar til að bjarga sér sjálfir, því að það er •nú komið svo í auðvaldsþjóðfé- laginu, að einstaklingarnir, sem ekki hafa fengið í hendurnar fjárfúlgur, eiga ekki kost á því að hafa forgöngu um stórar at- vinnuframkvæmdir. Alþýðu- flokkurinn hefir alltaf bent á ekki byggzt á öðru en því, að fullrar sanngirni sé gætt, og hér er um algert sanngirnismál að ræða. Menn fella sig ekki við það, að einstökum stéttum sé sýndur óréttur, og hvað snertir verkalýðsstéttirnar, Verður að hafa það í huga, að þær eru fjölmennustu stéttirnar í land- inu og mest undir þeim komið um alla afkomu þjóðarinnar. Verkalýðurinn um land allt bíður því eftir úrslitunum 1 þessum málum og þess er að vænta, að þau verði réttlát og ekki þurfi að bíða lengi eftir þeim. það, að nauðsynlegt væri að breyta atvinnubótavinnunni smátt og smátt í þá átt, að féð, sem til hennár hefir runnið, yrði notað til að skapa lífvæn- lega atvinnu, sem ekki aðeins brauðfæddi þá, sem hana hefðu hvern dag, heldur hefði mögu- leika til útþenslu. Þess vegna hefir verið talað um og barizt fyrir bæjarútgerð, útmælingum á nýjum, miklum garðsvæðum, byggingum af bæjarins hálfu og svo framvegis. En því miður hefir þessi bar- átta Alþýðuflokksins og verka- lýðsfélaganna, því að þetta hef- ir fyrst og fremst verið stefna þeirra, alltaf mætt harðvítugri mótspyrnu frá Sjálfstæðis- flokknum, og það var einmitt í útvarpsumræðum um þessi mál, sem núverandi borgar- stjóri, Pétur Halldórsson, talaði af svo mikilli fyrirlitningu um ,,skipulagningu“ og að Alþýðu- flokkurinn vildi skipuleggja allt. Þetta var í kosningabarátt- unni fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar 1934. Þá er ekki úr vegi að vekja athygli á því, í sambandi við þessi stefnuhvörf aðalblaðs Sjálfstæðisflokksins, af hve miklum ofsa íhaldsmenn hafa ráðizt á Alþýðuflokksmeiri- hlutana á ísafirði og í Hafnar- firði, einmitt fyrir aðgerðir þeirra á þessu sviði. Útgerðar- samtök , ísfirðinga, bæði Sam- vinnufélagið og ýms annar út- gerðarfélagsskapur, sem hefir verið studdur með ábyrgðum og fjárframlögum af bæjarfé- laginu, eru stefna Alþýðu- flokksins í atvinnuleysismálun- um í framkvæmd. Með þeim er verið að reyna að gera atvinnu- bótavinnuna óþarfa á ísafirði og á því sviði hefir bókstaflega tekizt að vinna mjög merkilegt starf. Bæjarútgerðin í Hafnarfirði er einnig þessi stefna Alþýðu- flokksins í framkvæmd. Og all- ir vita af hve mikilli heift í- haldsmenn hafa ráðizt á þetta fyrirtæki. En hvernig halda menn að ástandið hefði orðið í Hafnarfirði og á ísafirði, sem eru næstum algerlega bæir, sem byggðir eru verkamönnum og sjómönnum, ef sama stefna hefði ríkt í atvinnumálum verkalýðsins og ríkt hefir til dæmis hér í Reykjavík? Hvað hefir verið gert hér? Allar til- lögur Alþýðuflokksins hafa verið drepnar, íhaldsmeirihlut- inn hefir ekkert viljað aðhafast. Það hefir hvað eftir annað ver- ið sagt á bæjarstjórnarfundum, að hið opinbera ætti ekkert að skipta sér af atvinnulífinu, því ættu einstaklingarnir að sjá fyrir, þeir yrðu að fú að spreyta sig(!!) Þetta hefir jafn- vel gengið svo langt, að bæjar- stjórnin hefir kolfelt með fyrir- litningu, að bærinn léti vinnu- færa styrkþega sína vinna að því, að byggja smáíbúðahverfi, á auðum lóðum bæjarins og úr byggingarefni, sem bærinn átti sjálfur! Þetta mátti ekki gera „vegna þess að það væri rangt gagnvart húseigendum í bæn- wm.“ Vonandi ber að skilja hina nýju afstöðu Morgunblaðsins á sunnudaginn, svo að þetta allt tilheyri nú að eins liðnum tíma, og það sé fjarri Alþýðu- blaðinu að tala þá meira um þessa fyrri stefnu Sjálfstæðis- flokksins, þó að það sé mjög freistandi. Breytlngar á atvinuu- bótavinnunni. Það virðast allir vera sam- mála um það, að fé, sem runn- ið hefir til atvinnubóta á und- anförnum árum, þurfi í fram- tíðinni að verja öðruvísi. Þetta er líka ákveðin stefna Alþýðu- flokksins. Það þarf að haga at- vinnubótunum þannig, að með atvinnubótafénu sé unnið að því að skapa framtíðaratvinnu. Þegar Alþýðuflokkurinn tók þá ákvörðun á síðastliðnu vori að fela foringja sínum að taka sæti í samstjórninni var þetta mál einmitt mikið rætt, meðal annars vegna þess, að ákveðið var að atvinnubótamálin kæmu undir ráðuneyti hans. Nokkru eftir að Stefán Jóhann tók við ráðuneyti sínu eða 13. maí í vor, sendi hann öllum bæjar- stjórnum og hreppsstjórnum, sem notið hafa styrks af at- vinnubótafé bréf um þetta og var það svohljóðandi: ,,Með skírskotum til skilyrða þeirra, sem sett eru í 16. gr. 1. tölulið, fjárlaga fyrir veitingu styrks úr ríkissjóði til atvinnu- bóta, eruð þér hér með beðinn að láta ráðuneytinu í té, eins fljótt og unnt er, nákvæma skýrslu um eftirgreind atriði: 1. Fyrir hve mikið fé var unnið af bæjarfélagsins hálfu 1938? 2. Hvaða verk voru unnin fyrir atvinnubótafé 1938? 3. Hve mikið fé er áætlað til atvinnubóta í bæjarfélaginu 1939? 4. Hvaða verk hafa verið unnin fyrir atvinnubótafé 1939 og hvað miklu hefir verið varið úr bæjarsjóði á yfirstandandi ári? í þessu sambandi vill ráðu- neytið brýna fyrir bæjarstjórn- inni (hreppsnefndinni), að kosta kapps um að láta vinna þau verk í atvinnubótavinnu, sem gætu stutt að aukinni fram- leiðslu eða lífsbjörg, svo sem til þess að greiða fyrir aukinni útgerð, jarðrækt, garðrækt, iðnaði o. s. frv., samtímis því, sem reynt verði að láta at- vinnubótaframkvæmdirnar verða til sem mestrar vinnu.“ Undanfarið hafa skýrslur frá aðilum verið að koma til ráðuneytisins og er nú farið að vinna úr þeim. Verða svo á- kvarðanir teknar um þetta þýð- ingarnfikla mál samkvæmt niðurstöðum þessara skýrslna. Atvinnubótavinnan hefir allt af verið að áliti Alþýðuflokks- . ins millibilsástand, sem óhjá- kvæmilegt væri að hafa meðan lífræn atvinna væri ekki fyrir hendi handa hinum atvinnu- lausa fjölda. Nú verður stefnt að því að breyta til hversu víð- tækar sem breytingarnar verða nú í haust, en vitanlega er ekki hægt að breyta alveg til í einni svipan og því síður, þar sem nú er aðkallandi nauðsyn, að farið sé að hefjast handa. Það getur enginn efast um það, að útlitið er svart hjá mörgu alþýðuheimili í þessum bæ. Það er ómögulegt, að sjá annað en að alger skortur sé fyrir dyrum margra heimila. Dýrtíðin vex afskaplega svo að jafnvel rúgbrauðin hækka í einni svipan um 40 af hundraði, auk allrar annarrar hækkunar. Þeir, sem hafa fasta vinnu með Dagsbrúnartaxta, verða vel að gæta þess, ef þeir hafa 4—5 manna fjölskyldu, að tekjurnar hrökkvi fyrir brýnustu nauð- synjum. Hvernig halda menn þá að ástandið hjá atvinnulausu eða hálfatvinnulausu fólki sé? Auglýsið í Alþýðublaðinu! HITA MÆLABNIR gera hverjum einstökum hitanotanda hægt að spara miðstöðvarhitann eftir vild, að sínu leyti eins og gas og rafmagn, og gera öllum unnt að njóta sparnaðarins að fullu. Mynduð þér vilja hafa sam- eiginlegt gas eða rafmagn með nágrönnum yðar? — Skyldi ekki eyðslan verða óþarflega mikil? Sama gild- ir um meðferð hitans! Opnið þér aldrei glugga — í staðinn fyrir að loka fyrir ofn? — Hvers vegna að kasta peningunum út um gluggann? G.H. hitamælarnir sýna hvað hver eyðir og koma í veg fyrir óhófsnotkun. Sparið 20—40% kol! G.H. mælarnir kosta aðeins 7 krónur og 50 aura á ofn. Tíu ára trygging. * Látið mig sjá um uppsetn- ingu og afíestur mælanna, og reikna út, hvað hverjum ber að greiða í hitakostnað, fyrir aðeins 3 krónur á ofn, fyrsta árið, en síðan fyrir aðeins 2 krónur árlega! Ráðleggingar og sérfræðileg umsjón með kerfinu er inni- falin í þessu gjaldi! Ofannefnt gjald er aðeins örfá % af hitakostnaðinum og í uppgjöri innnifalið í honum. — Framkvæmi einn- ig hitakostnaðar skiptingu og eftirlit fyrir mælalaus kerfi og teikna miðstöðvar. Húseigendur! Sparið yður alla óánægju og þras út af hitakostnaði! Látið mig gera upp hita- kostnaðinn og hafa yfirum- sjón með miðstöðinni, yður alveg að kostnaðarlausu! Hafið þér athugað, að þegar hitaveitan kemur, verða mælarnir líklega óhjá- kvæmilegir. — Hvers vegna ekki útvega þá strax? Leigjendur! Sparið stór ó- þarfa útgjöld vegna óhóf- Iegrar kyndingar og hita- eyðslu! Krefjist hagkvæmr- ar kyndingar og óvilhallrar, réttmætrar hitaskiptingar, er sérfræðingur sér um. Veiti fúslega allar upplýs- ingar. Glsli Haldórsson verkfræðingur. | sérfræðingur í hitatækni. Viðtalstími kl. 1—3. | Marargötu 5. Sími 4477. Leikfélag Akureymr hafði frumsýnirgu á Þorláki þreytta síðastliðinn laugardag. Aðalhlutverkið leikur Haraldur Á. Sigurðsson sem gestur félagsins. Var húsið þéttskipað áhorfend- um og fékk leikritið hinar beztu viðtökur. Leikstjóri var ‘Ágúst Kvaran. Við höfnina haustið 1939. Skipin leggja úr höfn, en enginn veit hvað bíður þeirra. Njósn- arar leita upplýsinga um ferðir þeirra. Listamaðurinn, sem hefir búið til þessa mynd,. kallar hana: „Tundurskeytið hlustar.“ Útbreiðið Alþýðublaðii!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.