Alþýðublaðið - 26.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.10.1939, Blaðsíða 2
AlHÞYÐIIBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1939 29) Svo setti hann hundinn upp á kistuna, lokaði hurðinni og hrópaði upp í gegnum tréð: — Dragðu mig upp, gamla norn. 30) — Ertu með eldfærin? spurði nornin. — Þá man ég það, sagði hermaðurinn. — Ég hafði steingleymt eldfærunum. 31) Og nú fór hann inn og sótti eldfærin. Nornin dró hann upp, og hann stóð aftur á þjóðveginum með vasa, mal,, stígvél og húfu fuilá af peningum. — Hvað ætlarðu að gra með eldfærin? spurði hermaðurinn, 32) — Það kemur þér ekki við, sagði nornin, — þú hefir fengið nóga peninga. Fáðu mér eldfærin. — Þvætt- ingur, sagði hermaðurinn. — Segðu mér strax, hvað þú ætlar að gera með eldfærin, annars hegg ég af þér höfuðið. 33) — Nei, sagði nornin. Þá hjó hann af henni höfuðið og þar lá hún, en hann batt alla peningana í svuntuna hennar, 34 snaraði byrðinni á bak sér, stakk eldfærunum 1 vasann og fór beina leið til borgarinnar. Um fótsnyrílogu. Viðtal við Unai Óðadðttnr. —.—~—«> UNGFRtJ Unnur óiadöítir hef- ir stunda'ö nám í fótsnyrt- UMRÆÐUEFNI ingu við Dr. SchoiLs Fotskole í Síokkhólmi. Hún kom hingað fy ir þremur ár- um og stundar hérfótaa'ðgerðir. Alþýðublaðið hefir átt við hana stutt viðtal um fó snyrtingu og ffieira í því sam- bandi. Hvaða fótkvilla álítið þér al- gengasta hér? Líkþorn og niðurgrónar neglur ern þeir algengustu og valda fólki mjög miklum óþæjgindum. Stafar þetta af óhentugum skó- fatnaði eða skóþrengslum, og oft eiu neglurnar ekki rétt klipptar, sem svo afíur orsakar, að þær vaxa niður í holdið. Stundum er þa'ð ilsig, anrsaðhvort meðfætt e'ða af öðrum orsökum. Þetta má allt bæta með góðri hirðingu og hentugum skófatnaði, en ilsig að- - aíiega með því að nota „inn- ]egg“ í skóna og styrkja fæt- urna með nuddi. Þetta þyrfti fólk að athuga og leita sér bóta við í tíma, því þá er það auðveldara viðuneignar. Eitt er það þó sérstaklega, sem mág langar til að minnast á í þessu sambandi, en það eru fót- kvillar á börnum. Þeir eru mjög algengir, t- d. ilsig, sem getur leitt af sér margs kohar kyilla, isn má í fiestum tilfellum bæta, sé það athugað nógu snemma og börnin látin ganga í hentugum skóm og e. t. v. með „innlegg“ í skónum. Þessi „innlegg“ frá Dr. Scboll hafa fengist bér, en annars smíðar .Halldór Arnórs- son gérvilimasmiður „innlegg“, sem hafa reynst vel. Á bömurn og unglingum verð- aur að skipta um „innlegg" eftir því sem fóturinn stækkar. Einnig vil ég minnast á skó- íatnað barna. Ég er hrædd um, að fólki hætti til að láta börn ganga of lengi í skóm, sem þau eru vaxin upp úr eða orðnir eru skakkir, og geta stafað af því ýmsir fótkviilar. Hvort álítið þér að meira sé um fóíkvilla á kvenfólki eða karlmönnum ? Það er afr minnsta kosti fleira kvenfóik, sem leitar sér bóta við þeim, hvort sem það er af því, að karlmennirnir eru feimnir við það eða þeir hafa minna af þeim að segja, en það er líklegt, að svo sé, því þeir nota óiíkt hent- ugri skó en kvenfólkið. Læknið þér einnig æðahnúta? Nei, það geri ég ekki, en ég ráðlégg fólki við þá að ganga í teygjusokkum, sem fást í lyfja- búðum og annars að láta lækni gera við þá í tíma. Hafið þér mikið að gera hér við þetta starf? Fyrsf í stað vár lítið að gera, en nú skilst fólki, hversu nauð- synlegt það er að hafa vel hirta fætur og hversu mikið það bætir almenna vellíðan, svo nú er nóg aað starfa. Ungfrú Unnur hefir enga sér- staka vinnustofu, heldur stundar hún þá, sem til hennar leita, í heimahúsum, og er það mjög vinsælt, einkum vegna barna og húsmæðra, sem oft eiga ekki hdmangengt. Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar heldur vetrar- fagnað fyrir félaga og gesti þeirra næstkomandi laugardag. Álit gamla kommúnistafor- ingjans á föður Stalin. — „Hvort á nú að hrópa heil“. Útvarpsþulirnir. Bréf um Guðrúnu Aradóttur. Kaffið, áfengið, sorphreinsunin og Vélaskröltið. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. WiLLY MtÍNZENBERG, einn af þekktustu brautryðj- endum kommúnismans í Vestur- Evrópu. Hann var þýzkur og nm fjölda ára skeið ritari þýzka kom- múnistaflokksins og driffjöðurin í starfsemi hans. Willy Miinzenberg sagði skilið við kommúnismann eftir aftökurnar í Moskva og nú gefur hann út blað ásamt mörgum öðrum Þjóðverjum, sósíaldemo- krötum og fyrrverandi kommún- isíum, í París. Wiily Múnzenberg ræðst með mikilli heift gegn föður Stalin og hinni nýju stefnu hans. Lætur Willy Mtinzenberg þá skoð- un í lj@s í blaði sínu, að komm- únistafiokkar Vestur-Evrópu hafi ékki lengur neitt hlutverk að vinna. Frelsun verkalýðsins verði án þeirra. f BLAÐINU SKUTULL. sem gefið er út á ísafirði, birtust skemmtilegar vísur fyrir nokkru. Eru þær gerðar af tilfni samning- anna milli Hitlers og Stalins. Vís- urnar eru þannig: Moskva Þjóðarviljans væl voru úr hálsi kvalin, en hvort á nú að hrópa: Heil Hitler! eða Stalin!? Ein er lijörð, en eigi sæl, ekki er dómur kveðinn, hvort þeir eigi að öskra: Heil Óskar! eða Héðinn! En fari eitthvað aflaga, hver yrði þá til valinn að finna Hitler félaga og Fúhrer Jóseph Stalin? EKKI HAFA VANDRÆÐI Rík- isútvarpsins enn verið leyst hvað þulina snertir. Unga stúlkan les enn íslenzku fréttirnar og við því ér í sjálfu sér ekkert að segja að mínu áliti. Hún gerir það sæmi- lega og rödd hennar er óaðfinn- anleg. Þetta starf þarf líka að læra eins og annað. Menn ættu líka til dæmis að hlusta á enska útvarpið og heyra hve oft þulunum verður skyssa á, en þeir leiðrétta sig eins og ekkert hafi í skorizt. Og hvers vegna mega mistök ekki koma fyrir hjá útvarpsþul eins og öðr- um? Það er aðeins nauðsynlegt að þau séu sem allra minnst, en unga stúlkan má ekki lesa erlendar fréttir. DAGSINS. SÍÐAN Sigurður Einarsson fór að lesá erlendu fréttirnar í aðal- fréttatímanum eru allir ánægðir. En eftir því sem mér hefir borizt til eyrna, er það aðeins bráða- birgðaráðstöfun og engin fullnað- arlausn, enda er Sigurður mjög störfum hlaðinn og les til dæmis ekki hádegisfréttirnar eða kvöld- fréttirnar kl. 10. sem sjaldan koma á réttum tíma. Það verður því að finna nýja lausn. HVERS VEGNA er til dæmis ekki Guðbrandur Jónsson feng- inn til að lesa fréttirnar? — Hann hfir ágæta rödd og kann flest erlend mál, sem til þarf. — Væri ekki um leið leyst spursmál- ið um Parísarfréttirnar? Annars er það alveg óþolandi, að menn eins og Guðbrandur Jónsson séu útilokaðir frá útvarpinu. Það er kunnugt, að þeim Guðbrandi og formanni útvarpsráðs lenti saman í deilum fyrir nokkru, Er það skýringin á því, að Guðbrandur talar aldrei í útvarpið? Hefir for- maður útvarpsráðs skrúfað fyrir hann? Ef svo er, þá er það óþolandi misbeiting á stöðu sinni hjá for- manninum. En ef til vill vill hann skýra þetta atriði. FRÓÐUR MAÐUR skrifar mér þetta bréf um Guðrúnu Aradóttur: „Ég hefi ekki neina vissu fyrir því. hverra manna Guðrún Ara- dóttir var, en ekki þykir mér ó- líklegt, að hún hafi verið dóttir Ara lögréttumanns í Árnesþingi Magnússonar lögréttumanns á Núpi í Gnúpverjahreppi Jónsson- ar. Ég ræð þetta af því, að 1644 býr Torfi sýslumaður Erlendsson í Engey. Torfi, sem var faðir Þor- móðs sagnaritara, sem alkunnur er, var sonur Erlends sýslumanns Magnússonar, bróður fyrrnefnds." „GUÐRÚN hefir verið efnaðra manna ættar; annars hefði ekki verið haft svo mikið við hana að setja yfir hana legstein. Hún hefir sennilega verið ógift, með því að legsteinninn getur ekki annars. Sennilegast er, að hún hafi verið skyld aðalábúanda Engeyjar á þessum tíma, og er þá nsest að Guðrún hafi verið dóttir fyrr- greinds Ara, þótt ekki sé hennar getið í ættartölmu, svo ég hafi séð.“ GÖMUL KONA skrifar: „Nú er lítið um kaffið að verma sig á — okkur gömlu konunum þykir það nú kynleg ráðstöfun, að ekki megi drekka kaffi, úr því að nóg er um áfengi. Það er sagt, að nóg hafi verið um það um helgina og þar af leiðandi slagsmál og bein- brot, og svo þessi óskráða gleði, sem heimilin njóta af þeim yndis- stundum. En meðan þjóðin mókir svo, að slíkt sé þolað að fórnað sé börnunum fyrir áfengistollinn, þá skyldu nú gamlir og farnir þegja. En skyldi þjóðin lengi láta fórna börnum sínum á altari Bakkusar? Ætli hún vakni ekki áður en langt líður og hrindi þeim ófögn- uði af höndum sér?“ „REYNDU að spyrja fyrir mig um það, hvort það sé leyfilegt, að láta vélar ganga nætur út, svo maður getur ekki sofið. Ég á heima í næsta húsi við kjötkaupmann, sem svíður og síður og frystir og býr til pylsur og annað góðgæti, og notar til þeirrar vinnu nætur sem daga, þégar honum finnst þörf á. Mér þykir það dálítið skritið, að bíll skuli ekki mega láta vita um komu sína, þegar beðið er um hann, áður en svefn- tími er kominn, en að vélar megi þá skrölta allar nætur.“ „ÞÁ VILDI ég mega vita, hvort ekkert skipulag er á því, hvenær að hreinsa á frá slíkum húsum, og hve oft. Það er nefnilega oft ver- ið að hreinsa frá umræddri búð um hæðstan daginn — og fýluna leggur um allt, og ef nokkur hefði opinn glugga, þá vei því heimili. Það er hart með öllum þeim grúa — sem ungað er út af lögum og samþykktum, ef engin lög eru fyr- ir því, að fólk hafi frið að sofa fyrir vélarharki, og að maður skuli fá inn sót og reyk og fýlu af úldnum mat og rusli, ef maður opnar glugga um hádaginn, og það við sjálfan Laugaveginn, ekki færri en ganga og aka um hann.“ m&m mm- ms&m vmm msm VITANLEGA nær það ekki nokkurri átt að leyfa verksmiðju rekstur í íbúðarhúsum -— og að þær verksmiðjur, sem eru í slik- um húsum, séu starfræktar um næturnar. Það nær heldur ekki nokkurri átt, að sorpkyrnur slíkar, sem hér um ræðir, séu hreinsaðar um hábjartan daginn. En um þetta verður fólk að snúa sér til lögreglunnar. , Hannes á horninú. Alþýðuílokksíélag Reykjavíbur tainnir fé!aga sína á, að skríf- stot'a félagsins er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, 6. hæð, og er opin alla virka daga (líka laug- ardaga) frá kl. 5,15 til 7,15 e. h. Þar er tekið á móti ársgjöldum. félagsmanna, og þangað geta ný- ir me'ðlimir snúið sér. Hverfis- stjörar! Talið við skrifstofuna við og við og látið vita hvernig starfið gengur. Gleymið ekki að tilkynna bústaðaskifti, sem þið verðiö varir við. Auglýsið í Alþýðublaðinu! eHARUES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: UppreismlKS á Boanty. 194 Karl ísfeld íslenzkaði. að hin langa dvöl Haywards á skipinu hafi litað skoðun hans. John Hallet kom næstur í vitnastúkuna. Hann var nú á 20. ári. Og hánn, sem áður hafði verið grannur, renglulegur og veiklulegur drengsnáði, var nú orðinn fullvaxinn karlmaður. Hallet var klæddur 1 liðsforingjabúning- sem fór honum vel, og það glóði á gullhnappana. Hann var í knébuxum og í sokkum úr hvítu silki með gljá- andi lakkskó á fótunum. Þegar hann kom inn 1 salinn, tók hann ofan hattinn og hélt á honum undir hendinni. Svo nam hann staðar og hneigði sig tiginmannlega fyrir réttarforsetanum. Þeg- ar hann steig í vitnastúkuna horfði hann á okkur og var á svip- inh eins og hann vildi segja: — Sjáið, hvað nú er orðið úr mér! En hvað eruð þið? Sjóræningjar og uppreisnarmenn! Vitnisburður hans var ekki langur, en hann var okkur Morri- son mjög hættulegur. Hallet bar það fram af fullkominni sann- færingu, að hann hefði séð Morrison vopnaðan byssu við borð- stokkinn, þegar bátnum var ýtt frá. Hann nafngreindi enn- fremur Burkitt, Ellison og Millward meðal þeirra, sem hefðu verið vopnaðir. Rétturinn: — Sáuð þér Roger Byam morguninn, sem upp- reisnin varð? Hallet: — Já, ég minnist þéss, að ég sá hann einu sinni. Rétturinn: — Hvað hafðist hann þá að? Hallet: — Hann stóð bakborðsmegin á skipinu og horfði með mikilli athygli á Bligh. Rétturinn: — Var hann vopnaður? Hallet: — Það man ég ekki. Rétturinn: — Töluðuð þér við hann? Hallet: — Nei. Rétturinn: — Vitið þér, hvort honum var varnað að kom- ast í bátinn? Hallet: — Ég veit ekki, hvort hann bauðst til þess að fara í bátinn. Rétturinn: — Heyrðuð þér nokkurn ráðleggja honum að fara í bátinn? Hallet: — Nei. Rétturinn: — Getið þér sagt okkur nokkuð fleira um fram- komu fangans Byam þennan dag? Hallet: — Meðan hann stóð þarna ávarpaði Bligh hann, ég heyrði ekki, hvað Bligh sagði, en Byam hló, sneri sér frá honum og gekk burtu. Rétturinn: — Segið allt, sem þér vitið um framkomu fang- ans. James Morrison þennan dag. Hallet: — Þegar ég sá hann fyrst, var 'hann vopnlaus. En skömmu seinna gá ég hann vopnaðan. Rétturinn: — Hvaða vopn hafði hann? Hallet: — Byssu. Rétturinn: — Hvar var hann á skipinu, þegar þér sáuð hann vopnaðan? Hallet: — Hann stóð við borðstokkinn, laut fram og kallaði háðslega ofan í bátinn: — Ef vinir mínir spyrja eftir mér, þá segið, að ég sé einhvers staðar á-Suðurhafseyjum. Rétturinn: — Segið það, sem þér vitið um fangann Thomas Ellison. Hallet: — Hann kom til mín vopnaður og sagði: — Herra Hallet, þér skulið engar áhyggjur hafa af þessu, við ætlum aðeins að setja skipstjórann í land, svo getið þér og hinir komið aftur. Rétturinn: — Lýsið fyrir réttinum, hvernig ástandið var, þegar fanginn Byam hló og gekk burtu frá Bligh. Hallet: — Bligh hafði bundnar hendur. Christian hélt í bandið með annarri hendi, en í hinni hendi hafði hann byssu- sting. Samkvæmt ráðleggingu Grahams hætti ég við að leggja spurningar íyrir Hallet, eins og nú stóðu sakir. — Þetta er alvarlegasta ásökunin, sem fram hefir komið gegn yður, hvíslaði hann, — að undanskilinni skýrslu Blighs. Þér skuluð ekki spyrja Hallet núna. Það er bezt að bíða, þang- að til þér flytjið varnarræðuna. Þá fáið þér tækifæri til að kalla inn aftur þau vitni, sem þér óskið eftir. Morrison sagði: — Þér segist hafa séð mig vopnaðan við borðstokkinn. Getið þér unnið eið að því fyrir þessum rétti, að það hafi verið ég og enginn annar, sem þér sáuð vopnaðan? Hallet: — Ég hefi þegar unnið eið að því. Morrison: — Þér hafið unnið eið að því, að ég hafi sagt háðslega: — Segið vinum mínum, ef þeir spyrja eftir mér, að ég sé einhvers staðar í Suðurhöfum. Hvern bað ég að skila þessari kuldalegu kveðju? Hallet: — Engan sérstakan, að því er ég bezt vissi. Morrison: — Munið þér eftir því, að ég hjálpaði yður til þess að draga kistuna yðar upp úr lestinni, og var ég vopn- aður þá? Hallet: — Ég man ekki eftir því, að þér hjálpuðuð mér með kistuna, en ég hefi áður sagt, að þér hafið ekki verið vopnaður fyrr en þegar við lögðum frá. Vitnið fór nú, en John Smith, þjónn Blighs skipstjóra, steig í vitnastúkuna. Hann var síðasta vitnið og sá eini af háset- unum á Bounty, sem bar vitni, Það voru aðeins þrír hásetanna á Bounty, sem ekki höfðu tekið þátt í uppreisninni: John Smith, Thomas Hall og Robert Lamb. Bæði Lamb og Hall voru látnir. Framburður Smiths snerti ekkert okkur fangana. Hann skýrði frá því, að samkvæmt skipun Christians hefði hann borið öllum vopnuðum mönnum romm, enn fremur, að hann hefði farið ofan í klefa Blighs og sótt þangað föt hans og farangur. Þar með var lokið við að yfirheyra þá, sem fóru í bátinn. Nú var Edwards skipstjóri á Pandora og liðsforingjar hans kallaðir inn og yfirheyrðir um dvöl þeirra á Tahiti, þegar fangarnir fjórtán voru teknir. Þegar ég sá Edwards og Parkin, greip mig sama bræðin og oft áður, þegar ég var fangi í vörzlu þeirra; Samt sem áður er skylt að játa það, að fram-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.