Alþýðublaðið - 28.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.10.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 28. OKT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ 40) Þjóninum. sem átti að bursta skóna, þótti skórnir lítilfjör- legir, fyrst maðurinn væri svona ríkur, en hermaðurinn hafði ekki fengið sér nýja skó. — 41) Daginn eftir fékk hann sér ný stígvél — 42) og falleg föt. — 43) Nú var hermaðurinn orðinn fínn maður. — 44) Og borgarbúar sögðu honum frá öllu því skrauti, sem til væri í borginni, frá konginum og fallegu prins- sessunni. Oddnr 00 ára. Ég var í heim þeninan borinn 29. októbermánaðar anno 1879 og er því 60 ára hinn 29. þ. m. Ég fæddist að Pálshúsum hér við Reykjavík. Móður mína misti ég þiiggja ára; hún dó úr misling- uruin miklu 1882; varð ég þá veikur mjög, en slórði af en slas- aðist á heyrn, og hefi ég aldrei borið þess bætur. Sigurgeir faðir minn var sjómaður og mikill for- maður af Borgarfjarðarætt. Ég var því ungúr — þ. e. þegar móðir mín dó — sendur Kristjáni föðurbróður mínum, er bjó að Sólmundarhöfðá; hann var sveit- arhöfðingi, sjómaður og mikill fo.Tnaður. Hjá honum var ég til 16 ára aldurs og leið vel. I Rvik settíst ég að hjá Sigurði í Stein- húsinu. Kristján drukknaði í mannskaðanum mikla 1906; hafði 'hann þá róið í '40 ár á opnu skipi og oftast formaðiur, en var á skútu bara þessa hálfu vertíð. Árni bróðir hans, einnig föður- b.ððir minn, drukknaði þá líka á sama skipi, Emilíu. Ég hefi víða verið um ævina, róið áAust- fjörðum; var þar íormaður um . ■. skeið; hafði einn háseta; við fisk- uðum vel. Bezti kapteinn, sem ég sigldi með var Björn Hallgríms- son; hann býr nú í Sandgerði. Ég var tvö ár sjómaður hjá tengdamóður Björns, Gróu í Klöpp og líkaði þar ágætlega. Ég reri á Gufu-Skálum í 10 ver- tíðar. Ég var hjá Guðmunidi Árnasyni í Ánanaustum og lík- aði þar vel, hjá Sigurði í Görð- um og fékk lítið kaup, en mik- ið að gera. Ég var um tíma á bát á Siglufirði hjá Sæmundi sterka, sem nú er á ísafirði. Ég var einu sanni 4 mánuði í síma- vinnu. Á Tjörnesi var ég í foola- námu hjá Jóna&i tengdasyni Jóns á löppinni. Um tíma var ég við bóka- og blaðaútgáfu. Gaf út „Harðjaxl“, Endajaxl" og „Odd“. Það voru vikublöð, bækur og tímarit, svo sem Hnútasvipuna, ævisögu, Rauðkembing I. og II. og fleiri blöð og bækur — marg- ar greinar hefi ég ritað í blöð annara. Alþýðublaðið, Vísir og Morgunblaðið. Mestu svaðilfarir og ævintýri komst ég í á Aust- fjarðarferðum. Við vorum oft saman í ævintýmm Sæmundur sífulli, Kristján blái og ég, ég var sterkastur, Stjáni gáfaðast'ur, ijáróia rödd. „Ég gat lífca þagað þar, þeim til geðs, sem ekkert skilja. St. G. St. Menn sem veljast til þeirra starfa fyrir opinbert blað — beðn ir eða óbeðnir — að geta nýrra bóka sem út em gefnar, þurfa að hafa til síns ágætis nokkuð: svo sem óhlutdræga sfcoðun á möinnum og málefnum, glögt auga fyrir gildi og göllum bók- mennta og svo þjálfaða lestrar- kunnáttu að ekki glepji hún gáfnafarinu sýn um kjarna við- fangsefnisins. Sá, sem ekki er búinn þessum kostum og beitir þeim, er óhæfur leiðbeinandi um val bóka fyrir væntanlega les- endur og einskis nýtur ritdómari höfundun'um. Leiðsögn hans verð- ur ekki fremur treyst en óvar- færins manns, er fyrirhyggju- íaust öslar úí á ófæran ís og ætlar öðrum að fylgja sér. Þess ætti að mega vænta, að maður, sem lagt hefir sérstaklega stund á að nema bókmenntalega fræðigrein og öðlast nafnbót fyr- ir þau fræði, kæmi ekki til dyra í tíltakanlega andlegum tötmm á því sviði, og ekki er það með ó- líkindum, að nafnbótin sé sú tál- beita, er lokkar blöðin til þess að seilast eftir umsögn slíkra rnanna um nýjar bækur. Þetta kann að vera skýringin á því, hversu oft hr. Guðni Jómsson magister getur nýrra bðka í Morgunblaðinu. Morgunblaðið frá 17. okt. flyt- ur eina af mörgum bókafrqgnum eftír hr. Guðna Jónsson, og er sú um bækur Þjóðvmafélagsins 1939. Ég hygg það ekki ofmælt, þó fuliyrt sé, að þessi bófcaum- getning hr. G. J. hafi orðið mörg- um lesendum Morgunblaðsins undmnarefni. Á ég þar sérstak- lega við þann kaflann, er fjallar en Sæmi drakk mest, nú em þeir báðir dauðir og drekka ekki meíra. Ég hætti að drekka þeg- ar bannlögin vom sett og hefi ekki dmkkið síðan. Nú síðustu árin hefi ég verið til húsa hjá Guðmundi Sigurðssyni skipstjóra við Lauganesveg og liÖið þar vel, hann er nú veikur. Ég hefi matgt og misjafnt reynt um dag- ana, en margir hafa verið mér góðir og þakka ég þeim. — Odd- ur Siguigeirsson hjá Guðmundi Sigurðssyni við Laugamesveg. um útgáfu á bréfum Stephans G. Stephanssonar. Hr. Guðna Jónssyni þykir sýni- lega allur varinn góður í sam- bandi við St. G. St. og geðjast ekki að reitaruiglingi milli heims- þjöðarinnar og Vestmanna, þar sem hann í fyrstu málsgrein rit- smíðar sinnar getur St. G. St. sem •j.skálds þeirra Vestur-ís- lendinga“. Vestmenn mimu að sjálfsögðu meta þann heiður og hæversku, er hr. G. J. réttir þeim af lítillæti sínu svona óibeðinn, að færa þeim til innstæðu bók- menntastarf Stephans G., þótt þeir hins vegar séu ekki eigin- gjarnari en svo, að þeir telji Ste- phan eigi síður skáld Islands og íslendinga allra en sitt eigið. Og mér er ekki grunlaust, að þrátt fyrir sæmilega menntun fjölda Vestmanna og mjög viðunanlegt gáfnafar yfirleitt, þá hafi þá sfoort ímyndunarafl til þess að láta sér koma til hugar svo ötrú- legt fyrirbrigði, að íslenzkur bók- menntafræðingur heima á ætt- jörðinni hefði svo „tyrfinn“ hugs- anagang um einar snjöllustu bók- menntir íslendinga og svo þokka- snauðan auglýsingasmekk fyrir sjálfan sig, að hann í opinbera blaði gæti hagað orðum sínum svo sem vildi hann frábiðja ís- lenzku þjóðinni sem heild „eign- arréttlnn" á einu höfuðskáldi hennar. Líkingin um að seilast um öxl til hurðarloku finnst mér ekki fjarskyld þeim virmubrögðum, er hr. G. J. notar í umgetningunni um útgáfu á bréfum Stephans G„ þar sem vænta hefði mátt hlutlausrar frásagnar og ekki gafst títefni til samanburðar á eldri bókum skáldsins, er sýndi framför, kyrstöðu eða afturför. En þetta tækifæri notar hr. G. J. til þess að reyna að kasta rýrð á verk skáldsins yfirleitt og nöldrar um „rausnina“ í afbrýði- sömum tón, sem aðdáendur skáldsins hafa sýnt með útgáfu á ljóðum þess og öðra Iesmáli og telur það gegna fiurðu, „þegar þess er gætt, að rit flestra höfuð- skálda vorra eru út gefin á mjög ófullnægjandi hátt.“ Ég hygg að óhætt muni að kasta fram þeirri framtíðarspá: að þeir verðj aldrei margir úr hópi íslenzkra fræðimanna eða úr sveitum alþýðunnar íslenzku, sem gangi með furðulegar vanga- veltur í takt við hr. Guðna Jóps- son yfir þessari verðskulduðu viðurkenningu fyrir bókmennta- starfsemi Stephans G. Stephans- sonar. Hr. Guðni Jónsson má vera þess miinnugur — og þeir, sem finnast kunna af skoðanabræðr- um hans — að Stephan G. Stephansson batt aldrei bagga sína landssjöði eða fikissjóði Is- lands tíl þyngsla. Á því sviði sem öðram bar hainn því hreinan skjöld gagnvart þjóð sinni. En þá framtakssemi og þjóðrækni Vestmanna —- og þó sérstaklega dr. Rögnvaldi Péturssyni — má íslenzka þjóðin þakka að þeir iiafa bjargað frá glötun ómetan- iegum bókmenntaverðmætum, er Stephan G. Stephansson eftir- skildi þjóð sinni. Og þótt nú, löngu eftir andlát Stephans G. að varið verði lítilli fjérhæð af op- inbera íslenzku fé í sambandi við útgáfu Þjóðvinafélagsins á bréf- um og ritgerðum skáldsins, þá er það ekki sæmandi íslenzkum fræðimanni að telja það eftir. Það er aðeins hin mdnnsta við- urkenning, er þjóðin fær sýnt minningu hins látna snillings. Það sem furðu gejgnir, frá mín- um bæjardyrum séð er, að finn- ast skuli menntaður nútirna Is- lendingur, er skorti hæfileika til að skilja og meta Stephan G. Step'hansson við hlið þeirrar staðreyndar, að íslenzkt alþýðu- fólk austan hafs og vestan les bækur skáldsins með sívaxandi óhiUga oig aðdáun og á drýgstan iþátt í því, að 3 fyrstu bindi af Ijóðum Stephans era fyrir löngu uppseld. Sannar það átakanlega ókunniugteik(?) hr. G. J„ er hann slengir fram þeirri staðhæfingu, að St. G. St. verði jafnan eign fárra manna, sem vilja leggja það á sig að grafa eftir gullinu „sem leynast kann (leturbr. mín) innan um grjótið, — og hafa getu til að gera það,“ um leið og þessi steggjudómur er ómak- lenr og móðgandi gagnvart bók- menntahneigð oig lestrarþrá Is- lendinga. Þykir mér trúlegt, aö margir ljöðelskir íslendingar æski þess, að hr. Guðni Jónsson magister geri gleggri grein fyrir Ummælum sínum um ljóð Steph- ans G. og telji sér ekki sæmandi gáfna sinna og menntunar vegna, að S'kiljast við svo órökstuddan steggjudóm, sem Morgunblaðiö flutti frá penna hans um eitt höfuðskáld Istendinga. Mætti þá einnig svo fara, að hr. G. J. gæti verið stoð í því að ræða við ýmsa alþýðumenn um ljóð Stepiv ans, og femgí'við það aukinn skilning á því, sem fyrir greind hans kann að vefjast í Ijóðum skáldsins, j>ví áreiðanlega finnur fjöldinn „gulliÖ" í snilldarljóðum Stephans G., þó að hr. G. J. kunni að eigra um ljóðlínur hans andlega sárfættur, sem í urðar- göngu væri. 19. okt. 1939. Ásgeir Ingimundarson. Sítrónur, Saltfiskur, Harðfiskur, Riklingur, Smjör, Ostar, Egg. BREKKA Símar 1678 og 2148. fjarnarbúðin. — Sími 3570. eriARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnlfl á Bonntjr. 1S@ Karl ísfeld íslenzkaði. orðum yðar einkum að þessum mönnum. Það er óþarfi að minna yður á það, að þér berjist fyrir lífinu. Nú voru ennfremur hinir ráðgjafamir tilbúnir og þeir urðu samferða frá Ilector. Frá því við vorum teknir fastir hafði enginn dagur liðið jafnfljótt og þessi. Mánudagsmorguninn 17. september drundi fallbyssuskot frá „Duke.“ Það var merki þess, að herrétturinn væri settur á ný. Við vorum fluttir um borð og varðmenn fylgdu okkur, hálf- tíma áður en réttur var settur. Enda þótt ég hefði sagt herra Graham, að hann þyrfti ekki að óttast um minn hag, var þó fjarri því, að ég væri kvíðalaus. Þegar við gengum eftir þil- farinu kom ég auga á Sir Joseph og Hamilton lækni. Yfir- mennirnir störðu á okkur eins og naut á nývirki. Nokkrum mínútum áður en klukkan sló 9 voru áheyrendur komnir til sæta sinna, og þegar klukkan sló, gengu dómararnir inn. Allir stóðu á fætur og biðu standandi, þangað til Hood lávarður og dómararnir voru seztir. Nú varð andartaks þögn. Þá hrópaði liðþjálfinn: — Roger Byam, standið á fætur. Ég stóð á fætur og snéri mér að Hood lávarði. Þér eruð á- samt öðrum ákærður fyrir að hafa sem sjóræningi tekið hið vopnaða skip Hans Hátignar „Bounty.“ Þér hafið heyrt fram- burð vitnanna. Rétturinn er nú undir það búinn að hlusta á hvað þér hafið fram að færa til vamar. Eruð þér tilbúinn? — Lyftið hægri hendinni. Því næst var ég látinn sverja eið, og ég man ennþá, hve höndin skalf, meðan ég vann eiðinn, og ég horfði í áttina til Sir Josephs, meðan ég vann eiðinn, til þess að vita, hvort ég finndi þar enga huggun, en hann studdi höndum á hné sér og horfði beint fram fyrir sig. Dómararnir biðu eftir því, að ég byrjaði ræðuna. Fyrst í stað var ég skelfingu lostinn. Hver einasti mað- ur í salnum horfði á mig og ég sá andlitin eins og í þoku. Svo heyrði ég mína eigin rödd eins og úr fjarska: — Háttvirtu herrar, dómarar þessa heiðrað réttar. Uppreisnin sem ég er sakaður um, er svo alvarlegur glæpur, að hann hlýt- ur að vekja viðbjóð allra, og sá, sem er sakaður um að hafa drýgt hann, má virðast hafa drýgt ófyrirgefanlega synd. Ég er svo óhamingjusamur að standa hér fyrir dómstóli, á- kærður um þennan hræðilega glæp. Mér er það ljóst, að líkurnar eru á móti mér, en það eru líka aðeins líkurnar, og ég lýsi því yfir fyrir þessum rétti, að ég er saklaus af þessum glæp. Þegar ég var kominn af stað, náði ég aftur valdi á mér. Ég mundi eftir ráði herra Grahams og las hægt og með áherzlum. Ég skýrði frá samtali mínu og Christians nóttina áður en upp- reisnin var gerð, og sýndi fram á, að við hefðum ekki rætt um uppreisnina. Því næst skýrði ég frá því, þegar skipið hefði verið tekið, og hver afstaða mín hefði verið. Ég skýrði frá samtali mínu og herra Purchells og Nelsons, sem báðir höfðu vitað, að ég ætlaði að fara í bátinn. Ég sagði frá því, að ég hefði farið undir þiljur ásamt Nelson, til þess að sækja fötin mín, áður en ég færi í skipsbátinn, ennfremur minntist ég á það, að mér hafði flogið í hug, hvort ekki væri hægt að ná skipinu aftur. Ég skýrði frá því, að við Morrison hefðum staðið báðir vopnaðir kylfum og beðið færis að ráðast á Thompson, og hvernig þetta tækifæri hefði gengið okkur úr greipum, og að lokum hefðum við Morrison hlaupið upp á þiljur, en séð þá, að við vorum orðnir of seinir. — Herrar mínir, sagði ég að lokum. •— Það er hræðilega ó- heppilegt, að þeir þrír menn skuli nú vera dauðir, sem hefðu getað sannað það, að ég segi satt. John Norton, bátsstjóri vissi um þá ákvörðun Christians, að fara frá skipinu nóttina áður en uppreisnin varð. Hann smíðaði litla flekann handa Christian. En Norton er ekki á lífi. Herra Nelson dó í Batavia — óg Robert Tinkler, sem heyrði allt samtal mitt og Christi- ans, hefir farist ásamt skipi sínu. Ég skil það, að örlögin hafa verið mér glettin. Og þar sem mig vantar þessi þrjú vitni, get ég einungis beðið ykkur að trúa mér. Mér er það jafnmikils virði og lífið sjálft, að ekki falli blettur á nafn mitt. Ég bið ykkur að minnast þess, að mig vantar þau vitni, sem áreiðan- lega hefðu getað sannað sakleysi mitt. Svo fel ég mig náð hins heiðraða réttar. Mér var ómögulegt að mynda mér skoðun á því, hver áhrif varnarræða mín hafði haft á dómarana. Hood lávarðtir studdí hönd undir kinn og hlustaði á mig alvarlegur af mikilli at- hygli. Ég leit í flýti á hina. Sumir þeirra skrifuðu hjá sér athugasemdir, skipstjóri nokkur, langleitur og fölur í andliti, sat og horfði í gaupnir sér. Það var hægt að láta sér detta í hug, að hann svæfi. Ég hafði áður veitt honum athygli. Hann hafði alltaf setið í sömu stellingum og látið sem hann tæki ekki eftir neinu. Hann kom föngunum oft á óvart með spurningum sínum. Og ekkert atriði lét hann fara fram hjá sér, hversu ómerkilegt, sem það virtist vera. Hann bar fram spurningar sínar, án þess að líta upp. Annar dómari, sem ég var mjög hræddur við, sat vinstra megin við Hood lávarð, fjarst honum, næstur vitnastúkunni. Klukkutíma eftir klukkutíma sat hann hreyfingarlaus, eins og hann væri höggvinn í marmara. Þegar hann var búinn að koma sér fyrir í sæti sínu við borðið, voru það aðeins augun, sem fengu að hreyfast. Augnaráð hans var kvikt og snöggt,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.