Alþýðublaðið - 28.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.10.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 28. ÖKT. 1939. AHÞYÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓKI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru' hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚ SINU (Inngangur frá Hverfísgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima), 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Snnrða á práðinn? FftSTfii lií 'P-i BLAÐ kommúnista ræðst í gær heiftarlega á íhalds- menn fyrir það, að þeir séu ekki heilir í „verkalýðsbarátt- unni“. Virðist sem blaðið sé undrandi yfir þessu og telji að íhaldsmenn hafi svikið það. Á síðastliðnu ári gerðu í- haldsmenn og kommúnistar bandalag með sér innan verka- lýðsfélaganna, aðallega hér í Reykjavík og í Hafnarfirði. Héðinn Valdimarsson átti upptökin að þessu bandalagi með samningum sínum, sem hann gerði með millimanni við einhverja úr stjórn „Málfunda- félagsins Óðinn“ og var banda- laginu vitanlega stefnt gegn Alþýðuflokknum. Þessir samn- ingar voru ekki skriflegir. Hins vegar voru gerðir skrif- legir samningar milli kommún- ista og íhaldsmanna í Hafnar- firði, og var aðalatriði þessara sarnninga, að reka skyldi nokkra helztu og beztu félag- ana úr Hlíf, menn, sem höfðu byggt upp verkalýðssamtökin í Hafnarfirði frá grunni og stýrt þeim þar til íhaldsmenn studdu kommúnista í stjórn Hlífar. Afleiðingin af þessum samn- ingum er öllum kunnug. Um langt skeið lenti allt í uppnámi í Hafnarfirði, vinna var stöðv- uð og æsingaræður haldnar og svo mátti segja, að setulið kom- múnista héðan úr Reykjavík tæki sér stöðu í Hafnarfirði. Var sett upp sérstakt mötuneyti í Firðinum, íhaldsmenn gáfu matinn, en kommúnistar sáu um eldamennskuna. Þetta upphlaup varð að engu og málunum lauk með því, að stjórn Hlífar var dæmd. En samvinnan hélt áfram. Margir Sjálfstæðismenn sóru þó og sárt við lögðu, að þeir bæru ekki á- byrgð á samningunum, aðeins æstustu íhaldsmennirnir tóku að sér að verja bandalagið. Það hefir alltáf verið mein- ing kommúnista að nota í- haldsmenn til að hjálpa sér til að stofna hið kommúnistiSk'á verkalýðssamband sitt, en nú, þegar rétt er komið að hinum margauglýsta stofndegi, virðist einhver snurða hafá hlaupið á þráðinn. Morgunblaðið og Vísir háfa í sambandi við frásag-nir af síðasta fundi prentara lýst sig andvíg hinu kommúnistiska sambandi og Þjóðviljinn ræðst nú af þeim ástæðum með heift gegn bandamönnunum. Áhugasamir verkalýðsfélag- ar horfa á þessar deilur. Enn einu sinni fá þeir að sjá áhrifin af því, að kommún- istár ná tökum á verkalýðsfé- lögunum. Það var að vísu kunnugt áður eii snurðan hljóp á þráðinn.milli kommúnista og íhaldsmanna, mm Eftir Jón Oddgeir Jónsson. NÝLEGA hefir Kennslumálaráðuneytið, m, a, fyrir á- hrif Slysavarnafélagsins, skipað nefnd manna til þess að semja drög að kennslubók í umferðareglum fyrir barna- skóla og koma með tillögur um fyrirkomulag slíkrar kennslu. Höf. þessarar greinar, sem er einn nefndarmanna, gerir hér grein fyrir tilhögun slíkrar kennslu erlendis og nauðsyn hennar. ÞÁU ATRIÐI, sem helzt eru talin geta haft áhrif í þá átt að fækka umferöarslysum, eru þessi: Góðir vegir, fullkomin far- artæki, skynsamlegar umferðar- reglur, gætnir birfreiðastjórar með góðri menntun í sinni grein, og síðast, en ekki sízt, góð þekk- ing yngri og cldri vegfarenda á settum reglum. Hið síðast talda, þekking veg- farenda á umferðarreglum, hefir einna minnst afskifti hlotið frá hálfu þess opinbera. í þessum efnum er þó mikilla umbóta þörf. Fjöldamörgu fólki finnst það ekki koma öðrum við, hvernig það gen]gur á götu, eða þá að það getur ekki tamið sér að fara eftir settum reglum, auk þess sem fjöldi manna þekkir ekki hinar einföldustu umferðarreglur, svo sem að fara þvert yfir götu og svo framvegis. * Börnum og unglingum er hvetigi leiðbeiint að staðaldri í umferðarreglum. Enda má sjá þess dæmi daglega hér í Reykja- vík og stærstu kaupstöðum lands- ins, að born og unglingar hafa hvorki þekkingu né þjálfun á þessu sviði. Því skal ekki gleymt, að marg- ir kennarar og skólastjórar hafa mikinn áhuga fyrir þéssum efn- um og hafa af sjálfsdáðum veitt nemendum sínum tilsögn í um- fer'öarkennslu. Þessi viðleitni er virðingarverð og sýnir hvert stefna á: að koma slíkri kennslu í fast fonn í bama- og unglinga- skólum landsins, að minnsta ikosti i stærstu kaupstöðunum. Skal nú nánar gerð nokkur grein fyrir tilgangi slikrar fræðslu. Fyrir hinni uppvaxandi kynslóð verður að gera það ljóst, að nú útheimtast aðrar og nákvæmari reglur heldur en áður, þegar um- ferðin var minni á götum og vegum- Bifreiðar og reiðhjól, sem á síðari árum hefir stöðugt farið fjölgandi og fengið meiri og meiri almenna útbreiðslu, hafa gerbneytt öllum viðhorfum til umferðarinnar. Það er óhjá- kvæmilegt, að hver eimasti maður i landinu taki tíllit til þessara breytinga. éf menn vilja komast hjá umferðarsiysum að svo mikiu leýti sem mögulegt er. Markmið skólafi'æðslunnar í að hið svokallaða „varnar- bandalag11 kommúnista var dauðadæmt. Um 90% af verka- lýðsfélögunum í landinu hafa lýst sig andvíg því —• og þó að eitt fjölmennt verkalýðsfélag muni taka þátt í stofnun þess, þá er þess að gæta, að yfir- gnæfandi meirihluti félaganna í því félagi eru andvígir hinu kommúnistiska sambandi. Al- þýðuflokksverkamenn bíða á- tekta. Þeir hafa fengið reynslu í verkalýðsstarfinu og þeir vita, hvert hið kommúnistiska brölt leiðir. , .........., • ** þessum efnum hlýtur fyrst og fremst að vera það, að nemand- anum séu gerð ljós aðalatriðin í umferðarreglunum. Reyndar má með nokkrum rétti halda því fram, að það, sem hafí verulegt gildi fyrir börn á skólaaldri, sé að þekkja vel reglur fyrir fót- gangandimenn og hjólreiðamenn. En það er samt sem áður einnig nauðsynlegt, að þau um leið fái þekkingu á réttindum og skyldum farartækjanna yfirleitt- Þegar kenndar eru reglur fyrir bifreiðaumferð, verður jafnframt að fylgja fræðsla um áhrif á- fengra drykkja á manninn, and- lega og líkamlega. Að lokum má segja, að fræðsla sú, sem hér er um að ræða, um gildandi ákvæði fyrir umferð, verður að vera samhliða uppeldi til skilnings á því, hvers umferð nútímans krefst af hverjum manni. Þá fýrst fer slysförúnum fækkandi, þegar hver maður, í hvaða umferðarflokki sem hann er, þegar frá bamæsku temur sér ábyrgðartilfinningu, d ómgreind og tillit tíl annara, einnig þegar hann er staddur mitt í hringiðu umferðarinnar. * Verður nú vikið að því, á hvem hátt umferðarfræðslu í skólum verður bezt fyrir komið. Og verður þar aðaliega stuðst við sænska handbók fyrir kenn- ara í þessum efnum. Umferðarfræðslan ætti áð byrja þegar í fyrsta békk smá- bamaskólanna og lægstu bekkj- um barnaskólanna. Það er líka alveg eðlilegt, að byrja þar, því smábörnin verða, þegar þau fara í skólann eða frá honum, að ferð- ast um götur og vegi. Og þá þurfa þau einnig að fá þekkingu á, hvernig þau eigi að haga sér. En kennslan verður á þessu stigi að vera mjög takmörkuð. M á aðeins að kenna hinar einföldustu reglur og þá um Ieið að láta í té þá handleiðslu, sem raunvera- lega er hagnýt og nauðsynleg. Síðan á að hálda áfram í öllum bekkjum barnaskólans, framhalds skólum og öðrum menntastofnun- um. Maður má ekki vera hræddur við að endurtaka það sama mörg- um sinnum, þegar endurtekning er nauðsynleg. Þegar slys hefir borið að hönd- Um eða legið við slysi í nágrenn- iniu, getur kennarinn, ef honum finnst það eiga við, notað það sem dæmi. Þá verður að útsikýra slysið þannig, að orsakirnar komi í Ijós. Með því er ef til vill hægt jað kbma í veg fyrir sams konar eða likt slys. Að læra af reynsl- Unni um ófarir annara hefir alla jafna verið talinn háttur viturra manna. • En auðvitað má ekki láta sér nægja það eitt, að bíða eftir því, að slys beri að höndum í þeirri trú, að allt sé gott, ef ekkert slíkt kemur fyrir. Það efni, sem þegar er fyrir hendi, er meira en nægilegt til þess að byggja á því. Og vilji menn fá meira, þarf ekki anna'ö en að . lesa dagblöðin. Jón Oddgeir Jónsson. Slysafregnir þeirra gefa fjöldi sannana fyrir þvi, hversu ótryggt ástandið er í umferðinni á götum úti. Þegar börnin koma í fyrsta bekk smábarnaskólans, kunna þau venjulega ekki að lesa, þess vegna verður fræðslan á þessu stigi að vera munnleg og styðj- ast við teikningar á töflunni. Það þarf ekki nema mjög einfaldar teikningar til þess að gera böm- unum skiljanlegt innihald ein- hvers ákvæðis eða orsakirnar til þess að menn, vegna síns eigin öryggis, verði að ganga um göt- urnar eftir ákveðnum reglum. Venjulega mun það vera nægjan- íegt í fyrsta bekk smábarnaskól- ans ,að taka aðeins fyrir einföld- ; ustu reglur og hagnýtar leiðbein- ingar fyrir þá, sem era fótgang- andi, ásamt því mikilvægasta úr öðram umferðarreglum. Þannig er það t. d. rétt á þessu stigi að sýna fram á, að götur og vegir séu ekki ætlaðir til leikja. Það er skiljanlegt, að börn, sem eru á leið til eða frá skóla, finn- ist á'ð gatan sé ákjósanlegur leik- völlur. En einmitt þess vegna er það svo mikilsvert, að kennarar og foreldrar geri börnunum ljóst, hversu mikil áhætta fylgir því, að leika sér úti á götunui. Smá- börn skilja vitanlega ekki, hvaða hættur það era, sem umkringja þau á götunum. Þess vegna er það, að menn sjá þau leika sér ,þar alveg áhyggjulaus. Bæði full- orðið fólk og þroskuð börn eiga að líta á það sem sjálfsagða skyldu siua, að leiöa smábörnin burtu af þessum hættulegu leik- vöngum. Auðvitað er það einnig ákaf- lega mikilsvert atriÖi, að börn- unum leyfist ekki að þjóta i blindni út á götuna í fríminútum eða þegar skóladagurinn er á enda. Sennilega era það aðeins und- anlekningar, að börn í fyrstu bekkjum baraaskóianna hafi lært að hjóla. En ef svo er, verður auðvitað einnig að gefa leiðbein- ingar viðvíkjandi hjólreiðum. Um fram allt verður að rá'ðleggja börnunum að æfa sig aldrei á hjóli á götum, þar sem umferð er. En þá verður jafnframt að gera smábörnunum það ljóst, að það eru ekki æfingamar, sjálfar, sem haft er á móti, heldur hætt- an, sem stafar af því, að þær fari fram á umferðargötunum. Ef til vill er hægt að sýna þeim þetta með því að gefa þeim leyfi tíl þess að æfa sig á hjóli við og við á sjálfum leikvelli skól- ans, á þeim tíma ársins, sem bezt er til þess fallinn. Þa'ð er nefni- lega mjög mikilsvert, ef um- ferðarfræðslan á að geta borið æskilegan árangur, að ekkert í sambandi viö haná komi fram sem smásmyglisnöldur, því þá er hætt við að áhrifin verði allt önnur, en til er ætlast. Það er mjög eftírsótt skemtun hjá strákum á ýmsum aldri að hanga aftan í bifrelðum. Þetta ætti aldrei að koma fyrir. Sá, sem þetta gerir, getur auðveldlega dottið og önnur bifreið ekið á hann. Ef honum heppnast að halda sér föstum, verður hann þö að síðustu að sleppa sér, og þá á hann það á hættu að slasast. Þess vegna ætti þegar í byrjun að innræta börnum það, að þetta sé lífshættulegur leikur og blátt áfram glæpsamlegur. Undir eins þegar börnin hafa lært að lesa, verður að taka hið prentaða mál til aðstoðar. Vilji menn hafa fræ'ðsluna reglulega skipulega, er það ekki nóg, að hver sfcóli eigi heilar samstæður rita í umferðarfræðum, sem lesið isr í við og við, heldur verður hver nemandi a'ð hafa sitt eigiÖ eintak. * Menn mega ekki halda, að um- feröarfræðsla sé ónauðsynleg í unglinga- og framhaldsskólum. Einnig meðal nemenda þeirra skóla era maigir, sem annað- hvort þekkja ekki ákvæði um- ferðarregluger'ða eða af unggæð- ishætti eða skilningsleysi ekki kæra sig um að fara eftir þeim. Og jafnvel þótt hamingjan sé þeim svo hliðholl, að þeir verði sjálfir ekki fyrir slysum, þá verð- ur afleiðingin af framferði þeirra, þar sem þeir koma í umferðina, sú, að þeir valda hineyksli og ó- þægindum, og hlýtur það að setja blett á þann sköla, sem þéir eru í. Sérstaklega mikilsvert er það vitanlega, að kennaraefni fái nægjaniega þekkingu í öllu, sem lýtur að umferðarreglunum og þeim vandamálum, sem standa í sambandi við umferð. Reyndar er efnið út af fyrir sig ekki flókn- ara en það, að hver kennari getur orðið fær um að veita bekk sín- tim nauðsynlega fræðslu í Uinr ferð, jafnvel þótt hann hafi ekki sjálfur notið neinnar sérfræðslu í þessu efni. En bráðlega hlýtur að reka að því(i að umferðar- fræðsla verði iÁgskipuð í skólum, og þegar svo langt er komrð er það vitanlega eðlilegt að þær kennslustofnanir, svo sem kenn- araskólinn og háskólinn, sem sér- siaklega fræða kennaraefnin, veiti þeim einnig nægjanlegan undir- búning í þessari grein. Það má gera ráð fyrir, að ýmsir vilji spyrja, hvar eigi að setja þessa nýju námsgrein. Á hún að vera sjálfstæð, eða á aÖ iáta hana koma fram sem lið í öðrum námsgrelnum? Eins og stendur, virðist ekki nein ástæða til þess etö gera umferðarfræðsluna að neinni sérstakri námsgrein . í sjálfri skólakennslunni mundi ekki þurfa að ætla henni nema tiltölulega mjög fáa tíma. Þar við bætist, að slík fræðsla mundi sennilega hafa meiri áhrif, ef hún á eðlilegan hátt væri tengd við aðrar námsgreinar. 1 smábama- skólunum og lasgri bekkjum barnaskólanna kemur umferðar- arfræðslan á eðlilegan hátt inn í sambandi við átthagafræðina og í efri bekkjunum og framhaidsskól- unum á sama hátt í sambandi við þjóðfélagsfræðina. En um það, hvar heppilegast sé að kennslan fari fram í sérhverj- um skóla, getur verið á valdi kennara eða skólastjóra. Eigi að hafa fræð&luma i lestrartíma, má velja efnið þannig, að það snerti Umferðina. Og sjálfsagt er á skólaárinu, að láta nemendurna lesa eitthvað það, sem lýsir um- feröarmálum nútimans. Slikt lefni ætti að finnast í flestum les- bókum skölanna. f skriflegum islenzkutíma væri einnig hægt að hafa umferðarfræðslu, t, d- með því að kennarinn veldi til réttrit- unaræfinga greinar, sem snerta umferðarreglurnar, eöa að hann létí nemenduma gera ritgerð um sama efni. 1 teiknitímum er mjög gott að koma við slíkri kennslu, með því að láta nemendurna teikna einhver atriði úr umferð- inni og skýra þau. M má einnig benda á, að í sambandi við leik- fimikennsluna er tílvalið að kenna hinar helztu umferðar- xeglur. Má þá t. d. búa til vegi á gólf leikfimisalsins með krh, eða afmarka vegi með ýmsurn hlutum og kenna síðan nemend- unum að fara rétt um þessa vegi, hvort sem þeir væru gangandi, hjólandi eða akandi í bíl. Síðast en ekki sízt mætti benda á, að tilvalið væri, ef kennarinn léti að lokuin nemenduma sýna arangur þessarar íræðslu í vinnu- bó'kum sinum. Ef vér fléttum þannig þessi fræði inn i hina almennu menntr un, sem uppvaxandi kynslóð öðlast í barna- og unglingaskói- um voram, þá er stígið mikil- vægt spor i rétta átt til þess að sporna við umferðarslysunum. Finmtán fyrirlestrar nm tsland gefnir U i Danmðrkn. ¥ HOJSKOLEBLADET, sem er ■■■ málgagn lýðháskólanna dön&ku og gefið út í Rolding á Jótlandi, er 29. sept. s. 1. löng og ítarleg grein um íslandsför lýðháskóla og landbúnaðarskóla- kennaranna, sem hér dvöldu tæp- ar 3 vikur í sumar. Greinin er prýdd mörgum myndum og rituð af miklum hlýleika í okkar garð. Félag lýðháskóla- og landbúnað- arskólakennara hefir nú, eftir því sem Hallgrímur Jónasson kennari skýiir biaðinu frá, ákveðið að gefa út í bókarformi á næsta ári alla þá fyrirlestra, er fluttir vora á Laugarvatni fyrir hinum. erlendu gestum, og sem Alþýðu- blaðið gat um á sfnum tíma. Kennaramir voru rúmir 60 frá 25 lýðháskólum og búnaðarskólum, og auk þess skólastj. við lýðhá- skóla Færeyinga; margir þeirra vora forstöðumenn skólanna, al- kunnir í heimalandi sínu og víðar fyiir afskiftí af menningarmálum Dana á ýmsum sviðum. Dansk- ísþ-féiagið hér sá um undirbún- ing að komu kennaranna, en Hallgr. Jónasson ritari félagsins stjómaði námsskeiðinu og ferða- lögum flokksins um landið — og fær óspart lof fyrir, eftír því sem sjá má af nefndri grein. Fjöldi erinda um ísland mun verða fluttur við hina fjölmörgu skóla, sem hér áttu fulltrúa á þessu móti, Og með útgáfu á fyrirlestr- um Islendinganna — sem voru 15 alls — mun þessi ferð dönsku kennaranna vera eitthvert öflug- asta kynningarfyrirtæki, sem enn hefir verið tíl stofnað milli Dan- merkur og réiánds. Viðsbipti Bretlands við hlutlausu þjóðirnar bar á góma í neðri máistofunni nýlega. Cross, ráðherra sá, sem fer með fjárhags- og viðskiptamál, er sér- stáklega varða striðið, lýsti yfir því, að sem stæði væri viðskipta- sendinefndir frá íslandi, Hollandi, Belgíu óg Svíþjóð í London tíl viðræðna við verzlunarmálaráðu- neytið. Ráðherrann kvað Breta vilja grei'ða fyrir öllum viðskipt- um hlutlausra þjóða, sem ekki brytu í bág við reglur þær, sem óhjákvæmilegt hefði verið að setja vegna stríðsins. FÚ. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.