Alþýðublaðið - 29.10.1939, Síða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1939, Síða 1
r RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR SUNNUDAGUR 29. OKT. 1939 250. TÖLUBLAÐ 20 ár f þjónustu verbalýðshreyf- ingarínnar og Jafnaðarstefnunnar. TUTTUGU ár eru ekki lang- ur tími á mælikvarða mannkynssögunnar og raunar ekki heldur á mælikvarða þeirra rúmu þúsund ára, sem liðin eru síðan saga íslenzku þjóðarinnar hófst. Og þó hafa þessi fyrstu tuttugu ár af ævi Alþýðublaðsins verið viðburða- ríkari og umturnað bæði um- heiminum og landinu okkar meira en heilar aldir áður fyrr. Það voru óvenjulegir um- brotatímar úti í heimi, þegar Alþýðublaðið hóf göngu sína. Heimsstyrjöldinni var nýlega lokið og byltingar og borgara- styrjaldir, sem stóðu í mörg ár, höfðu tekið við af henni í sum- um stærstu löndum Evrópu. — Þær ógurlegu þjáningar, sem auðvaldið hafði leitt yfir þjóð- irnar í heimsstyrjöldinni, höfðu í stríðslöndunum orðið til þess að fylkja milljónum manna, sem hingað til höfðu trúað á hið gamla skipulag, undir merki verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarstefnunnar. Og um allan heim vakti það nýjar von- ir á meðal hins vinnandi fjölda. Verkalýðshreyfingin fékk í hverju landinu eftir annað í fyrsta skipti í sögu sinni völd og áhrif til þess að hefja um- sköpun þjóðfélagsins í anda þeirra hugsjóna, sem hún hefir frá upphafi barizt fyrir. En sigrarnir reyndust ekki varan- legir. Þegar frá leið og þján- ingar stríðsins fóru að gleym- ast, rétti auðvaldið aftur við og afturkastið byrjaði. Svo kom viðskiptakreppan eftir örfá ár, sem beindi öllu atvinnulífi inn á áður óþekktar leiðir, og upp úr henni blóðugt afturhald í mynd fasismans og nazismans, sem með ofbeldi barði niður verkalýðshreyfinguna og alla baráttu hins vinnandi fólks fyr- ir frelsi og bættum kjörum í hverju landinu á eftir öðru á meginlandi Evrópu. Og nú er önnur heimsstyrjöld hafin, sem enginn sér enn fyrir endann á. Alþýðublaðið hefir engan þátt átt í þessum umbrotum úti í heimi. Það hefir aðeins verið áhorfandi að þeim og skýrt les- endum sínum frá viðburðunum jafnóðum og þeir hafa gerzt. En það hefir því betur einnig getað sagt frá annarri og far- sællí þróun í löndum, sem eru okkur nálægari en þau, sem þátt tóku í heimsstyrjöldinni og byltingunum á eftir henni. Það eru Norðurlönd, þar sem sigrar verkalýðshreyfingarinn- ar og jafnaðarstefnunnar reynd- ust varanlegri en í stríðslöndun- um, af því, að þeir byggðust á friðsamlegri þróun á grundvelli vaxandi lýðræðis. Og sú þró- un hefir orðið okkur fyrirmync. — ekki sízt vegna þess, hvern þátt einmitt Alþýðublaðið hefir átt í flestu því, sem hér á landi hefir gerzt á þeim tuttugu ár- um, sem liðin eru frá því, að það byrjaði að koma út. Fá lönd hafa á þessum árum tekið meiri stakkaskiptum en ísland. Það hafði í árslok 1918, eða aðeins tæpu ári áður en Al- pýðublaðið hóf göngu sína, fengið fullveldi sitt viðurkennt eftir margra áratuga baráttu út á við fyrir stjórnarfarslegu frelsi. En inn á við var flest eftir ógert til þess, að þjóðin gæti notið þess lands, sem hún par með hafði loksins fengið aftur til fullra forráða. Landið var lítt ræktað og auðæfi þess ónotuð bæði til sjávar og sveita. Gömlu flokkarnir og alöð þeirra voru stirðnuð í þrasi um sjálfstæðismálið og vantaði frumkvæði til alls, sem gera þurfti innanlands. En tveir ný- ir flokkar voru að vaxa upp, sem höfðu verldegar, efnalegar og félagslegar framfarir þjóð- arinnar efst á stefnuskrá sinni. Annar þeirra var Alþýðuflokk- urinn. Fyrir þá valt ekki hvað minnst á því, að þeir ættu blöð til þess að berjast fyrir stefnu sinni. Alþýðuflokkurinn hafði frá því að hann var stofnaður haustið 1916 ekki haft nema vikublað við að styðjast. En á því var ráðin bót, þegar Al- þýðublaðið var stofnað haustið 1919. Það var frá upphafi dag- blað, þótt það væri lítið í' broti til að byrja með. Þeir, sem þá voru enn ekki komnir svo til vits og ára, að þeir hafi með eigin augum og eyrum getað fylgst með þeim framförum, sem síðan hafa orðið á öllum sviðum hér á landi, eiga áreiðanlega erfitt með að gera sér þær í hugar- lund. Þar, sem áður voru veg- leysur, eru komnir akvegir og brýr með brunandi bifreiðum. Þar, sem áður voru hafnleysur, eru komin hafnarmannvirki og bryggjur, sem iða af lífi og starfi, þegar tog- arar, vélbátar og línu- veiðaskip koma með auðinn úr skauti sjávarins til að leggja hann á land. Þar, sem áður voru frumstæð fiskimannaþorp, eru komnar upp verksmiðjur, sem hafa margfaldað fram- leiðslugetu þjóðarinnar á sviði sjávarútvegsins, eink- um síldarútvegsins. Þar, sem áður fóru erlend skip með höppum og glöppum, eru nú íslenzk skip í stöðug- um ferðum meðfram ströndum landsins og milli þess og út- landa með vörur og farþega. Þar, sem áður voru óræktar- býli, eru komnar áveituengjar, matjurtagarðar og mjólkurbú. í staðinn fyrir torfbæina uppi í sveitum og léleg timburhús við sjávarsíðuna eru komin ný- tízku steinhús, og í staðinn fyrir olíulampana rafljós frá stórum orkustöðvum, sem hafa tekið vatnsaflið í þjónustu þjóðar- innar. Það er byrjað að hita húsin með heita vatninu frá hverum og laugum. í öllum bæjum og byggðarlögum eru ALÞÝÐUBLAÐIÐ er tuttugu ára í dag. Fyrsta tölublað þess kom út þ. 29. október 1919. I tilefni af því koma í dag út þrjú aukablöð, þar sem nokkrir forvígismenn Alþýðuflokksins og stuðnings- menn Alþýðublaðsins skrifa um stofnun þess og bar- áttu fram á þennan dag. Ólafur Friðriksson, stofnandi Alþýðublaðsins og ritstjóri þess um mörg ár. komnir upp myndarlegir skól- ar, íþróttaskálar, sjúkrahús og samkomuhús. Og þar, sem menn áður urðu að lifa í fá- menni og fréttaleysi, hlusta menn nú daglega við útvarp á frásagnirnar af öllu því, sem fram fer bæði hér á landi og í umheiminum. Það er ný landnámsöld, sem með öllum þessum framförum hefir verið hafin hér á landi. Það er fyrst nú, sem þjóðin er að læra að færa sér gæði lands- ins í nyt. Og það fjölbreytta athafnalíf, sem við það hefir skapazt, er svo frábrugðið því lífi, sem þjóðin hefir lifað í þúsund ár, að það er varla hægt að þekkja fólkið og landið sem hið sama og áður var. * Alþýðublaðið hefir frá upp- hafi staðið í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir öllum þessum verklegu framförum hér á landi og oft orðið að berjast árum saman eitt síns liðs, áður en því tókst að skapa þann skilning hjá öðrum, sem nauðsynlegur var til þess að hægt væri að hefjast handa um framkvæmd- irnar. Það nægir í því sambandi að minna á baráttuna fyrir I virkjun Sogsins og fyrir síldar- verksmiðjum ríkisins. Það hefir allt af skilið það, að þjóðin yrði að taka tækni nútímans í þjón- ustu sína og auka framleiðslu- öflin 1 landinu, ef hún ætti að geta notfært sér auðæfi þess. En Alþýðublaðið hefir í bar- áttunni fyrir verklegum fram- förum aldrei gleymt því markmiði, sem fyrir það hefir frá upphafi verið aðalat- riðið: að alþýðan sjálf yrði á- vaxtanna af því uppbyggingar- starfi aðnjótandi, sem unnið er af hennar höndum. Því að Al- þýðublaðið var og er og verð- ur allt af fyrst og fremst blað verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarstefnunnar á íslandi. Það er bara ekki jöfnuður fá- tæktarinnar, sem fyrir því vakir, heldur jöfnuður auðæf- anna, sem það veit, að landið á svo mikið af, ef þjóðin að- eins lærir að notfæra sér þau. Sem blað verkalýðshreyfing- arinnar og jafnaðarstefnunnar hefir Alþýðublaðið allt fram á þennan dag orðið að heyja harðvítuga baráttu við þröng- sýnt íhald og sérdræga at- vinnurekendastétt, en þó eins og að líkindum lætur aldrei eins harða og á fyrstu árunum, þeg- ar verkalýðshreyfingin var enn á byrjunarstigi og varð beinlín- is að berjast fyrir því að fá til- verurétt sinn viðurkenndan. Um ekkert blað hér á landi hefir staðið eins mikill styr og um Alþýðublaðið á þeim árum. En barátta þess var borin uppi af þeirri miklu bjartsýni, sem einkenndi verkalýðshreyfing- una um allan heim eftir heims- styrjöldina, og það átti líka því láni að fagna, að því var fylgt úr hlaði og stjórnað fyrstu árin af manni, sem ekki lét sér það fyrir brjósti brenna, þótt hann mætti meiri fjandskap íhalds- manna og atvinnurekenda en nokkur annar, sem hér hefir barizt í fylkingarbrjósti verka- lýðshreyfingarinnar. Það var Ólafur Friðriksson, sem þá fyr- ir fáum árum var kominn hingað frá Kaupmannahöfn, fullur af eldmóði brautryðj- andans, og fyrstur állra hafði vakið verkalýðinn hér á landi til vitundar um rétt sinn og mátt. Við vitum í dag, að sigrar verkalýðshreyfiingarinnar og jafnaðarstefnumnar eru ekki eins auðunnir og Alþýðublaðið gerði sér vornr um á fyrstu ár- um sínum. Verkalýðsféiögin voru þá enn allt of fá og smá Það voru ekki nema ein sex verkalýðsfélög hér í Reykja- vík og Hafnarfirði, sem upphaf- lega tóku þátt í stofnun Al- þýðusambandsins haustið 1916, og í fimrn fyrstu árin átti Al- þýðuflokkurinn engan fulltrúa á alþingi, til þess að tala máli þeirra þar. Nú, eftir tuttugu og þrjú ár frá stof-nun Alþýðusam- bandsins og tuttugu ár frá stofnun Alþýðublaðsins, eru fé- lögin í sambandinu orðin á ann- að hundrað, meðlimatala þeirra um fjórtán þúsund og Alþýðu- flokkurinn. einn af þremur að- alflokkum alþingis, sem nú í annað sinn á full- trúa 1 stjórn landsins. Það er þrautseig barátta, sem þurft hefir, til þess að gera verkalýðs- hreyfinguna og jafnaðarstefn- una að slíku valdi í landinu. Og það er ekki hvað minnst verk Alþýðublaðsins, þótt ótald- ir fórnfúsir verkamenn og á- hugamenn jafnaðarstefnunnar hafi þar einnig lagt hönd að verki. / / * ! Það er erfitt fyrir þá, sem ekki höfðu aldur til þess að fylgjast með eða taka þátt í bar- áttu Alþýðublaðsins og Alþýðu- flokksins frá upphafi, en nú njóta, oft án þess að vita það, ávaxtanna af henni, að gera sér í hugarlund, hve stórkostlegum breytingum til batnaðar sú barátta hefir áorkað á lífskjör- um verkalýðsins og allrar al- þýðu í landinu á síðustu tutt- ugu árum. En það værí vel þess virði fyrír þá, sem finnst baráttan ganga seint, að kynna sér þá sögu nánar. Þeir myndu eftir það ef. til vill líta nokkuð öðrum augum á þann árangur, sem náðst hefir. Fyrir tuttugu árum, þegar Alþýðublaðið hóf baráttu sína, voru þeir fátækustu af þeim fátæku hér á landi, þeir, sem þurftu sveitarstyrk að þiggja, réttlausar verur, sem fluttai* voru hinum illræmda fátækra- flutningi frá einu byggðarlagi til annars, hvort sem þeim lík- aði betur eða verr, og ekki nutu einu sinni þeirra almennú mannréttinda, að fá að kjósa til sveitarstjórna og alþingis, til þess að geta á þann hátt barizt fyrir réttlátari og mannúðlegri meðferð af hálfu þess opinbera, Nú hefir þessi smánarblettur á þjóðfélagi okkar verið afmáður með stjórnarskrárbreytingunní frá 1934 og framfærslulögunum frá 1935. Sveitarflutningarnir eru hættir, og styrkþegar sveit- arfélaganna eru ekki lengur sviptir borgaralegum réttindum fyrir fátæktar sakir. Fyrir tuttugu árum, þegar Alþýðublaðið hóf baráttu sína, voru samtök verkamanna bæðl fá og smá, og samtakaréttur þeirra ekki viðurkenndur af hinu opinbera. Þar sem félögin voru ekki þess megnug að fá hann viðurkenndan af atvinnu- rekendum sjálfum með vopni verkfallsins, sem þó vel gat kostað verkamennina atvinnu þeirra um ófyrirsjáanlegan tíma, voru hinir einstöku verkamenn ofurseldir geðþótta atvinnrekendavaldsins, sem skammtaði þeim vinnu og brauð við afarkostum, fyrst og fremst á kostnað frelsisins og samtaka- réttarins, sem þeir voru aS berjast fyrir. Nú er samtaka- rétturinn viðurkenndur af því opinbera í lögunum um stéttar- félög og vinnudeilur frá 1938 og verkalýðsfélögin löglegur samningsaðili fyrir verkamenn, sem nú þurfa ekki lengur að ganga fyrir atvinnurekendur bónarveg og láta sér lynda geð- þótta þeirra eins og áður fyrr. Fyrir tuttugu árum, þegar Alþýðublaðið hóf baráttu sína, var sjómönnunum á togurunum enginn hvíldartími tryggður. Þeir urðu að vinna svefnlausir sólarhring eftir sólarhring svo lengi, sem þeir fengu uppi staðið fyrir þreytu. Fæstir þeirra þoldu þann þrældóm nema í örfá ár. Að þeim liðnum urðu þeir að fara í land úttaug- aðir og ófærir til þess að sjá fyrir sér og sínum. Nú hafa togarasjómennirnir, síðan lögin um lágmarkshvíld sjómanna á íslenzkum togurum voru sett 1921 og endurbætt 1928, átta stunda lögboðna hvíld á sólar- hring. Með þeirri löggjöf var þúsundum togarasjómanna bjargað frá bráðu heilsutjóni og fjölskyldum þeirra frá ó- verðskuldaðri örbirgð. Fyrir tuttugu árum, þegar Alþýðublaðið hóf baráttu sína, var öll alþýða manna hér á landi

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.