Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 29. OKT. 1939 AUÞÝÐUBLAÐIÐ Ólafur Friðrlksson9 forautryðj- andinn og bardagamaðurinn. ---4- Eftlr Finn Jönsson. enn berskjölduð fyrir því, sem á öllum öldum hefir gert líf og velferð hinna vinnandi stétta ótryggasta: sjúkdómum, slys- um, elli og örorku. Það var ekki nema lítilfjörlegur vísir til að ellitryggingum, ófullkomnar slysatryggingar, sem aðeins voru fyrir sjómennina, og sjúkrátryggingar fyrir örfáar þúsundir manna, sem upp á eigin spýtur höfðu myndað með sér sjúkrasamlög. Allur fjöldi hins vinnandi fólks var öryggis- laus, þegar sjúkdóma og slys bar að höndum eða ellin barði að dyrum. En nú hefir með lög- unum um alþýðutryggingar frá 1936 allri alþýðu manna verið skapað það öryggi í þessum efnum, sem hún hefir aldrei átt að venjast áður í þessu landi og hvergi þekkizt, nema í þeim löndum, sem lengst eru á v'eg komin fyrir áhrif jafnað- arstefnunnar í félagslegum fratníörum og samábyrgð. Og fyrir tuttugu árum, þegar Alþýðublaðið hóf baráttu sína, bjó allur fjöldinn af verkamönn- um í húsakynnum, sem varla voru mönnum bjóðandi, eyði- lögðu þær frístundir, sem þeir áttu frá vinnunni og stóðu bæði þeim og fjölskyldum þeirra' fyrir eðlilegum þrifum. En síðan lögin um verkamanna- bústaði voru sett 1929 hafa loksins verið 'sköpuð skilyrði fyrir því, að verkafólkið geti fengið bjartar, rúmgóðar og heilsusamlegar íbúðir. Það þarf að vísu langan tíma enn til þess að allir verkamenn verði þeirra áðnjótandi. En byrjunin er gerð. Nú þegar búa hundruð verkamannafjölskyldna, eða sámtals hátt á annað þúsund manns, í nýtízku verkamanna- bústöðum, sem reistir hafa ver- ið hér í Reykjavík og í öðrum bæjum landsins á síðasta ára- tug. Og nýjar þúsundir sjá þeg- ar hilla undir þann möguleika, að geta bætzt við í þeirra hóp. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum, sem allt of langt yrði að telja upp í einni blaða- grein. Fyrir öllum þessum vel- ferðarmálum verkalýðsins og allrar alþýðu í landinu hefir Alþýðublaðið barizt viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, áður en því tókst að vinna þeim það fylgi, einnig meðal andstæðinganna, að Al- þýðuflokkurinn gæti tryggt þeim framgang á alþingi. En þeir, sem með þeirri baráttu hafa fylgst og tekið þátt í henni, vita, að hún hefir ekki verið til einskis háð. Þau lífskjör, sem alþýðufólkið í landinu á við að búa í dag, eru ekki sam- bærileg við þau, sem það varð að lifa við fyrir tuttugu árum. * Alþýðublaðið miklast ekki yfir þeim árangri, sem barátta þess hefir borið. Því það veit, að mikið er enn eftir óunnið, áður en því marki er náð, sem það setti sér í upphafi: fullnað- arsigri verkalýðshreyfingarinn- ar og jafnaðarstefnunnar á ís- landi. En það vill benda þeim, sem þykir baráttan ganga seint, á þá staðreynd, að þeir sigrar, sem þegar hafa unnizt hér hjá okkur í friðsamlegri þróun á grundvelli laga og lýðræðis, eins og hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum og með for- dæmi þeirra fyrir augum, hafa reynzt farsælli ög varanlegri en nokkuð það, sem unnizt hefir með upphlaupum og byltingum úti um heim. Það var með þessa reynslu ALÞÝÐUBLAÐIÐ getur ekki minnzt 20 ára afmælis síns án þess að minnast jafn- framt síns fyrsta ritstjóra og frumherja verkalýðssamtak- anna og Alþýðuflokksins á ís- landi, Ólafs Friðrikssonar. Þegar Ólafur Friðriksson hóf baráttu sína fyrir verkalýðinn þótti það ganga glæpi næst að vera meðlimur í verkalýðsfé- lagi, og sá, sem lét í ljós að hann væri jafnaðarmaður, var talinn brjálaður eða verra en það. Það þurfti því ekkert lítið áræði, vilja og fórnfýsi til þess að leggja út í þá baráttu, sem Ólafur tók að sér að heyja. En Ólafur er gæddur öllu þessu í ríkum mæli ásamt óvenjulegri greind, alhliða sjálfsmenntun og ýmsum fleiri ágætum kostum, að baki, að Jón Baldvinsson sagði á síðasta verkamanna- fundinum, sem hann sat: „Eðli verkalýðshreyfingarinnar er ekki upphlaup og æsingafund- ir, heldur þrotlaust starf fyrir málefnunum sjálfum.“ Þau orð vill Alþýðublaðið leggja sér á hjarta á tuttugu ára afmæli sínu. Því með þrotlausu áfram- haldandi starfi, og engu öðru, er hægt að tryggja hugsjónum þess, hugsjónum verkalýðs- hreyfingarinnar og jafnaðar- stefnunnar fullnaðarsigur. S. P. sem óþarft er að segja frá, því Ólafur er það vel þekktur orð- inn hér á landi. Á ritstjórnarárum sínum var Ólafur, eins og raunar löngum síðar, lífið og sálin bæði í Dags- brún og Hásetafélaginu, eins og Sjómannafélag Reykjavíkur hét þá. Það má segja að öðrum ólöstuðum, að Ólafur ætti lífið í báðum félögunum, og var það mikið starf. Oft var þá þungur róðurinn fyrir Ólafi og blés mikið á móti, en Ólafur naut þá í mörgu aðstoðar sinnar á- gætu konu, frú Önnu, og átti sjálfur svo mikinn lífsþrótt, að furðu gegndi. Hann talaði og ritaði kjark í hina kjarklausu og vakti brennandi áhuga hjá mörgum, bæði ungum og göml- um, er síðan hafa fylgt málstað alþýðunnar og byggt upp Al- þýðuflokkinn. Sem ritstjóri var Ó. F. bæði höggviss, skemmtinn og fróð- ur, og á seinni árum er hann í röð þekktustu rithöfunda. Alþýðuflokkurinn og verka- lýðsstarfsemin hafa ætíð verið brennandi áhugamál Ólafs. Þó hann hafi stundað ýmislegt annað, svo sem ritstörf, fyrir- lestra, ræktunartilraunir o. fl., hefir hann aldrei gleymt flokknum. Aftur á móti hefir Alþýðuflokkurinn stundum gleymt hvað hann á Ólafi Frið- rikssyni mikið að þakka, en Ó. F. fæst ekki um það, honum er bezt launað með því, að alþýð- an á íslandi þekki sinn vitjun- artíma og efli Alþýðuflokkinn. Ólafur Friðriksson kenndi verkamönnum og sjómönnum hvemig þeir ættu að byggja upp félög sín og hvernig þeir ættu að haga sér í kaupdeilum, en það er eins og menn séu gleymnir á slíka hluti. Oft and- aði kalt til Ólafs frá atvinnu- rekendum og öðrum andstæð- ingum, en Ólafur lét það ekki á sig fá, heldur barðist jafnan í fylkingarbrjósti. Ólafur má kallast giftumað- ur, að hafa átt því láni að fagna að sjá þann árangur, sem orðinn er á skömmum tíma hér í land- inu af starfi verkalýðsfélag- i anna og Alþýðuflokksins, sem | hann lagði grundvöllinn að, en trúað gæti ég því, að hann tæki undir niðri sárt til þeirrar nið- urlægingar, sem kommúnistar hafa komið Dagsbrún í með at- beina Héðins Valdimarssonar. Ég hefi átt því láni að fagna, að njóta vináttu Ó. F. í 25 ár. Mér hefir fundizt að það, sem sérstaklega einkenndi hann, auk þess er að framan segir, væri óbilandi trú á lifið sjálft og á það, að mannvitið og hið góða sigri að lokum. Veitir sannarlega ekki af hvoru- tveggja á þessum tímum styrj- aldar og svartnættis. Aldrei hefi ég kynnzt betri dreng en Ólafi Friðrikssyni, en eitt sinn öðrum eins, og það var faðir hans, er var húsbóndi minn í átta ár. Ég vildi óska Alþýðuflokkn- um þess, að hann nyti framveg- is starfskrafta Ó. F. í nokkuð ríkara mæli en verið hefir nú um nokkur ár. Gamla Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. I þessu húsi hafði Alþýðublaðið ritstjórn sína og afgreiðslu og Alþýðuprentsmiðjan aðsetur sitt frá ársbyrjun 1926 fram til vors 1935, þegar byrjað var að byggja nýja Alþýðuhúsið. glötuðu sjálfstæði sinu á árunum 1262—’64 steig pjóðin það hættulega spor að trúa útlendingum fyrir siglingamálum sinum endurheimti þar með eil i)jóð vor þessi mál í sínar hendur og hið heilladrýgsta spor í sjálfstæðisbaráttu Verið sannir íslendingar með því að ast jafnan með FOSSUNUM og EIMSKIP annast alla vöruflutnincfa smm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.