Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKT. 1939 Málstaður sjómanna afvega- leiddur og málflutningur og hagsmunarök útgerðarmanna og atvinnurekenda villandi og ein- hliSa túlkuð. ÚtilokaS var, að sjómenn fengu að svara fyrir sig í þessum blöðum. Það mundi hafa komið í bága við hags- muni atvinnurekenda og ruglað almenningsálitið. Eina blaðið, sem aðstöðu sinnar vegna gat verið sverð og skjöldur hinna stríðandi verkalýðsfélaga, var Alþýðublaðið. Eina málgagnið, sem þorði að flytja sjónarmið sjómanna og annarra vinnandi manna, og þar með skapað al- menningsálit, sem oftar stóð með sjómönnunum 1 dagsins deilumálum. Af þei'm málum, sem blaðið hefir barizt fyrir í hags- munamálum sjómanna skal að- eins drepið á nokkur dæmi. 1. Hvíldartímalögin árið 1921 og þar til þeirri baráttu lauk 1928. 2. Baráttan fyrir líf- og ör- orkutryggingum öll árin fram til ársins 1936, að þau mál komust í þá höfn, sem þau eru nú í. 3. Baráttan fyrir auknu ör- yggi á sjónum, sem staðið hefir fram á þennan dag og ekki er enn lokið, þó verulega hafi á unnist. 4. Endurbótum á siglingalög- gjöfinni. Sjómannalögin o. fl. og síðast en ekki sízt baráttan fyrir bættum launum og aðbúð allri við störfin á sjó og landi, sumarfríi, hafnarfríi o. m. fl. Auk þessa mætti nefna fjöldan allan af velferðarmálum, baráttan hefir staðið um á síð- astliðnum 20 árum, og sem sjó- mannastéttin hefir notið góðs af, sem aðrar vinnandi stéttir landsins. Alþýðublaðið hefir einnig á þessum árum skapað í meðvitund hins vinnandi manns trú á mátt sjálfs sín og samtakanna, um að skapa sér meira jafnrétti innan þjóðfé- lagsins. Sjómannastéttin skilur í dag, að hún er mikil og vold- ug stétt fyrir þjóð sína, að af henni er mikið heimtað, í þess stað krefst hún, að þjóðfélagið veiti henni þann aðbúnað, þau líískjör fyrir sig og sína, sem sé sambærilegt við það, sem hinar bezt menntu þjóðir veita sínum sjómönnum. Fyrir þetta er hún albúin að fórna lífi og limun og uppfylla þegnlegar skyldur við þjóð sína Þenna hugsunarhátt hefir Alþýðu- blaðið skapað á þeim tveim ára- tugum, sem það hefir starfað og komið fyrir augu almennings. Það hefir stutt og hvatt til sam- taka meðal hinna vinnandi stétta. Sömu stefnu og hlut- verki heldur blaðið uppi í dag og um næstu framtíð. Það er ósk mín og von, að blaðinu auðnist á þriðja tug ævi sinnar að vinna ekki minni sigra fyrir verkalýðinn en það hefir unnið á undanförnum árum, Ég per- sónulega þakka blaðinu og um leið fyrir hönd sjómannastétt- arinnar alla aðstoð veitta á liðnum árum fyrir hagsmuna- málum stéttarinnar og verka- lýðsins yfirleitt og baráttu þess fyrir jafnaðarstefnunni á landi sem voru. Hallbjörn Halldórsson; Prentarar konna að meta trúnað llppiiblaðsins við alpýðnsantðkin -4- EIR á meðal almennings, sem ekki hafa nánari kynni af útgáfu blaða en þau að fá þau í hendur til lestrar og þekkja lítið meira til fram- leiðslu þeirra en að þau séu prentuð, anriaðhvort af því að hafa lesið um það í lesbókinni (ekki ,,Morgunblaðsins“) eða séð á umbúðum stimpilinn: „Prentað mál“, hafa löngum haft ríka tilhneigingu til þess að halda, að prentararnir og blöðin væru eitt. Hversu inni- leg þessi hugmyndatengsl eru, kemur greinilega fram í því, að 1 ýmsum erlendum málum er samheild blaðanna kölluð nafni prentvélarinnar: ,,Press“, „Presse“, þ. e. pressa, prent. Iiöfðu prentarar af þessu virð- ingu eigi all-litla, meðan því var trúað, að allt, sem stóð á prenti, væri satt. Þá trú hafði fólk raunar fengið af lestri góðra, prentaðra bóka, en ekki blaða, enda fór svo, að því meira sem blöðin unnu á við bækurnar í keppninni um lestr- arefni handa fólki, því meira dofnaði yfir þessari trú almenn- ings, en tengsl hugmyndanna um einingu blaða og prentara hafa ekki raknað sundur að sama skapi, heldur hefir á þann veg snúizt, að fólk heldur nú, að eigi að eins misjafnlega mein- lausar glettur prentvillupúk- ans, prentvillurnar, séu óknyttir prentara, heldur og öll smáveg- is ónákvæmni og meiri háttar missagnir og meira að segja jafnvel hinar svakalegustu lygar og óhróður. Þó munu þeir vera fáir, sem trúa því, að per- sónulegt níð um þekkta menn, sem í blöðunum birtist, sé runnið frá ekki nafntogaðri mönnum en flestir prentarar eru. Svona liggur í því meðal annars, sem undarlegt má þó virðast að öðru leyti, að álit al- mennings á prenturum hefir ekki vaxið með vaxandi blaða- kosti né meira borið á þeim vegna hans. Til þess liggja raunar einnig dýpri orsakir. Því fer sem sé svo fjarri, að prentarar og blöð séu eitt, að þeir og þau eru af eðlilegum hagsmunaástæðum hinir eiginlegustu andstæðing- ar. Ég var ekki búinn að vera nema stutta stund við prent- nám, þegar ég komst að raun um, að í atvinnuvegi prentara stóð yfir harðvítug barátta fyr- ir bættum kjörum verkamann- anna, og að fyrir mótspyrnunni stóð stærsti og stæðasti blaðút- Nýstárleg bók Fðramenn, I. blndi, Dimmuborgir eftir Elisiborgu Lárusdóttur. Bókin lýsir íslenzku fólki í íslenzkri sveitabyggð — högum þess og háttum á síðari hluta 19. aldar. Inn í frásögnina fléttast þjóð- trúin samhliða hinum sérkennilegu og harla ólíku myndum förumanna, Þetta er bókin, sem allir þurfa að lesa og eiga. gefandi landsins þá, eigandi og ritstjóri ,,ísafoldar“, og svo hörð var þessi mótspyrna, að prentararnir þóttust neyddir til að brjótast í því að koma sér upp prentsmiðju til þess að ná valdi á því að ákveða sjálfir launakjörin og, ef svo mætti segja, vega þannig að atvinnu- rekendunum frá hliðinni, en hinir smærri þeirra höfðu, sem von var, skipað sér þétt að baki hinum sterkasta. Ég man líka, að prentarar áttu þá í talsverð- um örðugleikum með að koma á prent greinargerð fyrir mál- stað sínum í blöðunum, sem fundu, að hann var andstæður hagsmunum þeirra. Það fékkst ekki fyrr en danska prentara- félagið sendi hingað fulltrúa sinn, Christensen að nafni, — hann nefnist nú Bramsnæs, var um sinn fjármálaráðherra, en er nú þjóðbankastjóri og kom hingað í sumar — til að semja fyrir prentara, íslenzka og danska, er hingað réðust frá Danmörku, er hin nýja prent- smiðja kom upp. Það mun hafa þótt ógestrisni við útlendan mann að varna honum prent- frelsis, þótt hann væri prentari. Þessi baráttuþáttur bregður ljósi yfir hagsmunaafstöðu prentara og blaða, svo að and- stæðurnar verða auðséðar, ef litið er hlutlaust á. Ef kaup prentara hækkar, hagur þeirra batnar, verður prentunarkostn- aður blaða hærri og. hagur þeirra versnar að því leyti. Þess er því ekki að vænta, að blöð- in telji sig geta lagt kjarabóta- baráttu prentara lið. Prentarar hafa líka skilið þetta og yfirleitt ekki ætlazt til liðsinnis af þeim í því efni. Þeir hafa og þótzt mega virða það við blöðin, að blaðaprentunin er eigi all-lítill þáttur í atvinnu þeirra, þótt þar vegi nokkuð á móti, að hún er einhver leiðinleggsta prent- vinnan, erfið mjög, því að hún reynir mikið á taugar manna vegna hraðans, sem á þarf að hafa, til þess að blöðin geti komið út í tæka tíð, og traðkar þar með mjög á listreglum þeim, er prentarar vilja halda í heiðri. Þar á ofan er lágt verð á blaðaprentun, því að fjárhag- ur blaða er oft tæpur, einkum þeirra, sem eru á byrjunar- skeiði, og verður það til þess, að ekki er unnt að vanda til prentunarinnar an.nars vegar og hins vegar til þess, að örðugt er að halda uppi verði á því, sem vanda skal, og verkar það eins og hamla á framfarir í iðn- inni, því að af vinnunni getur ekki orðið nema lítill arður og oft enginn. Þegar svo hér við bætist, að blöð flytja skoðanir og áróður, sem prenturum þeim, er að þeim vinna, þykja fráleitar eða háskalegar, er varla að búast við, að þeim þyki atvinnuhlutskipti sitt öllu við- unanlegra en ánauðug herþjón- usta. Allt þetta veldur því, að andrúmsloftið í sambúð prent- ara og blaðamanna er tíðum ekki ósvipað og meðal hirð- manna Goðmundar á Glæsi- völlum eða — blaðamannanna innbyrðis: „Allt er kátt og dátt, en bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt; í góðsemi vegur þar hver annan“ — í hófsamlegum skilningi að vísu, þannig, að hvorugur styð- ur annan framar en dagleg störf útheimta né ætlast til stuðnings af hinum. Þetta er skýringin á því, að mjög litlar sagnir hafa framan af farið af baráttu prentara fyr- ir bættum kjörum í blöðum landsins, helzt, að lauslega hafi Sjiklæðagerð íslaids M. Reykjavik framleiðir eftirtaldar vörur: Allan almennan OLÍUFATNAÐ, sem notaður er til lands og sjávar. GÚMMÍKÁPUR fyrir unglinga og fullorðna. RYKFRAKKA fyrir karlmenn úr Poplin-efnum og VINNUVETLINGA, ýmsar gerðir. Varan er framleidd af vel æfðu fagfólki og vandað til hennar á allan hatt eftir því sem ríkjandi verzlunarað- staða leyfir. Sjókiæðagerð íslands h.f. Reykjavík. Símar: 4085 & 2063. — Útbúið: Qeirsgötu 4513. Einmitt á jffirstandandi erf iðleikatímnm er nauðsynlegt að halda við verðmæti húsa og skipa með réttri málniagu og réttum lökkum, til pess að fyrirbyggja að stríðstjón pjóðarinnar verði óþarflega mikið. HARPO-RyÖvarnarmálning. HARPOLIN-Löguð olíumálning. MATTOLIN-Mött olíumátaitng. HARPANIT-Glær lökk. REFLEX-Hreingerningar- og fægiefní SKIPA- og BÁTA-MÁLNING. SKIPA- otr BÁTA-LÖKK. t LRKK-OG MflLNINGRR-IJA 1)1)1 M VERKSMiojnN iimKr i\F | verið getið um óbilgirni þeirra í kaupkröfum eða þá, að verð á prentun hafi hækkað vegna kauphækkunar hjá þeim, stundum verið látið liggja að því, að þeir væru forsprakkar að allri óánægju vinnustéttar- innar með kjör sín og brugguðu með því fjörráð við allan at- vinnurekstur í landinu, en sjón*- armið prentaranna um ástæður fyrir kjarabótakröfum alveg legið í þagnargildi. Þetta breyttist ekki fyrr en alþýðusamtökin, sem prentarar hafa frá öndverðu átt mikinn þátt í, hófu blaðaútgáfu hér á landi, fyrst með ,.Dagsbrún“ og síðan ,,Alþýðublaðinu“. Við það breyttist aðstaðan svo, að prentarar hafa síðan mót- spyrnulaust átt kost á að bera hönd fyrir höfuð sér í ádeilum út af baráttu sinni fyrir bættum kjörum, ,,Dagsbrún“ studdi þá í baráttunni fyrir kauphækkun- um á stríðsárunum, og eftir stríðið stóð ,,Alþýðublaðið“ með þeim í baráttunni gegn kauplækkunum. Meira að segja árið 1923, þegar „Alþýðublað- ið“ varð um sinn eins og önnur blöð að hætta að koma út á prenti vegna almenns verkfalls prentara, hélt það uppi vörn fyirir málstað þeirra. Síðan hef- ir minna þurft á aðstoð blaða að halda, því að þá kom í ljós, að samtök prentara eru orðin svo sterk fyrir skynsamlega skipulagsstarfsemi, að þau koma því fram, sem ráðlegt er að ætla sér. Prentarar gera sér því ekki neitt títt um að færa sér í nyt það aðstöðuhagræði í baráttunni, sem útgáfa „Al- þýðublaðsins“ veitir þeim. Þeir sýna í því nærgætni um það, að blaði getur ekki verið létt um að mæla með auknum útgáfu- kostnaði blaða, en kunna líka að betur að meta trúnað „Al- þýðublaðsins“ við alþýðusam- tökin, sem ef til vill hefir hvergi komið betur fram en í þeirri ósérplægni og drengskap, sem það hefir sýnt í stuðningi sínum við prentarastéttina í baráttu hennar fyrir bættum kjörum. Á tuttugu ára afmæli blaðsins munu þeir minnast þessa stuðnings með þakklæti og óska blaðinu vaxandi gengis og batnandi hags í framtíðinni í trausti á það, að velgengni þess sé því vissari, sem það reynist nýtara til stuðnings í hagsmunabaráttu alþýðustétt- arinnar í landinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.