Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 1
r RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR SUNNUDAGUR 29. OKT. 1939 252. TÖLUBLAÐ HORFT 20 AR AFTUR OG NOKKUÐ FRAM Ettlr Ólaf Frlðiiksson. - — —— MIKIÐ hefir breyzt á þeim 20 árum, sem liðin eru frá því er Alþýðublaðið hóf göngu sína. En þessi breyting hefir orðið smátt og smátt, svo menn hafa varla tekið eftir henni. En sæjum við þjóðina eins og hún var fyrir 20 árum fyrir okkur, til samanburðar, eins og hún er nú, myndu flestir furða sig á hvað breytingin er mikil. Menn myndu sjá, að nýja þjóðin er betur búin, stærri yexti og fyrst og fremst frjáls- mannlegri en fyrir 20 árum. Geysilegar framfarir hafa orð- ið hvað húsnæði, fatnaði og fæði viðvíkur. Ég ætla ekki að reyna að ineta hvað mikinn þátt í þess- um framförum Alþýðuflokkur- inn á, en ég veit, að hann er geysimikill. Með því að knýja fram hækkun á kaupgjaldi verkalýðsins, hefir hann knúð til hagkvæmari vinnuaðferða, og til þjóðarauðgandi vélanotk- unar. En hann hefir líka aukið stórum velmegun þjóðarinnar með því að knýja fram á þingi ýmsar framfarir í samræmi við stefnuskrá sína, eins og t. d. Síldarbræðslustöðvar ríkisins og Matéssamlagið. En hvort tveggja þetta er undirstaða að velmegun, því án þessara fyrir- tækja myndi síldin ekki hafa getað „bjargað“ okkur, síðast- liðin ár, eins og svo margir hafa komizt að orði um hana. Á þessu tímabili, sem liðið er, má segja, að fundist hafi nýjar fisktegundir hér við land, t. d. karfinn og upsinn, er nýjar aðferðir fundust til þess að gera hann’ að verzlunarvöru, og þó margar hendur hafi unn- ið þar að sameiginlega, þá er víst, að hvorugur þessara fiska væri meiri liður í atvinnuveg- um okkar en áður var, ef að ekki hefði notið við tveggja þeiirra ríkisstofnana, sem komnar eru upp fyrir áróður Alþýðuflokksins, þ. e. Síldar- .bræðslustöðvar ríkisins og Fiski málanefndar. Er rétt í þessu sambandi að minnast, að eitt aðalatriðið á stefnuskrá flokks- ins, er nú sem fyrr, ríkisrekst- ur á þeim fyrirtækjum, sem eru einskonar lykill að öðrum at- vinnurekstri, og á þetta t. d. við um Síldarbræðslustöðvarnar, — því ef þær hefðu ekki verið reistar, væri lítill síldarútveg- ur íslendinga. Ef að litið er til sveitanna, þá er útlitið mun lakara en til sjávarins, Víða hafa túnin verið sléttuð og stækkuð, en það hef- ir ekki fylgt þeim framförum tilsvarandi vélanotkun. Þeg- ar túnin stækka, þarf að fylgja notkun heyvinnuvéla og aukin notkun súrheysgryfja. Þar sem þessi vélanotkun hefir ekki fylgt nema sums staðar, hefir stækkun túnanna komið fram sem loftslagsbreyting til hins verra, sem meiri óþurrkar og ekki orðið að því gagni, sem búast hefði mátt við. íslenzku bændurnir vinna baki brotnu, en láta víða hestana ónotaða, og sá hugsanagangur er algeng- ur, að notkun vinnusparandi aðferða, þyki tákn um leti eða ómennsku. Fjöldi af bújörðum hefir lagst í eyði á þessum ár- um, og hefir ríkið lagt fram hundruð þúsunda, sem lán til húsabygginga og sem jarðabóta- styrk á þessum jörðum, sem nú eru komnar í eyði. En snúum okkur aftur til sjávarins. Þó miklar hafi fram- farirnar orðið, er þó lítið gert enn af því, sem gea þarf. Við höfum fundið upsann og karf- ann, til þess að vinna úr hin- um síðarnefnda lýsi og fóður- mjöl. En ef.tir er að finna að- ferðir til þess að breyta hon- um í mannafæðu, er myndi gera arðsama veiði hans, hvernig sem áraði. Og þó við séum í þakklætisskuld við .þá, sem hafa fundið nýjar leiðir og þar með gert t. d. ufsaveiðarnar að arðsömum atvinnuvegi, þá er aðferðin, sem notuð er við ufs- ann, þ. e. að herða hann, mjög frumstæð, þar sem úr honum verður fæðutegund fyrir fá- tækustu mennina í fátækustu löndunum. En kunnugt er, að til eru leiðir til þess að gera mikinn hluta hans margfalt verðmætari en hann verður með því að herða hann og þar með tryggja þennan atvinnu- veg. Kalla má að sumar fiska- tegundir séu ekki fundnar enn- þá, þótt dálítið hafi þær veiðzt. Hákarlinn á tvímælalaust eftir að færa okkur geysileg auðæfi, er við höfum fundið gotstöðv- ar hans, og höfum komizt upp á að notfæra okkur til fulls þennan stóra og verðmæta fisk. En sem lítið dæmi má nefna, að við þær hákarlaveiðar, sem reknar hafa verið hér, hefir sjaldan verið hirt annað en lifrin, en í skrokknum, sem hent hefir verið, hefir fitan ein verið jafnmikils virði og fitan í lifrinni. Annar fiskur, sem segja má að sé ófundinn, er áll- inn, en af honum er mikið í ám, lækjum, tjörnum og fenjum á Suður- og Vesturlandi, og grunnum flóum og víkum við þessi landssvæði. Síldin færir okkur ekki enn nema lítinn hluta af því, sem hún mun gera síðar, því þó við látum okkur nægja nú, að veiða mestan hluta þessa ágæta, fiskjar til þess, að breyta honum í fóður- mjöl og lýsi, er verðið, sem við fáum fyrir hann á þennan hátt, ekki nema lítill hluti af því, sem við fengjum, ef hluta síld- ar væri breytt í mannamat. Og það er hægt að fá markað fyrir þann mat. En við höf- um stundum verið lengi á okk- ur að finna nýjar fram- leiðsluleiðir, eins og til dæmis um að finna rétta verkun síld- arinnar. í heilan aldarfjórðung eftir að hin ágætu síldarmið fundust fyrir Norðurlandi, datt okkur ekki í hug að reyna aðra aðferð en norsku harðsöltunina, þó reynslan sýndi að mikið Alþýðuhúsið í Reykjavík, þar sem Alþýðublaðið, Alþýðufloklcurinn, Alþýðusambandið og öll stærstu verkalýðsfélögin hafa nú aðsetur sitt. meira væri upp úr síldinni að hafa með notkun hollenzku að- ferðarinnar (matjes). Eru þeir, sem kunnugastir eru þessu máli, mjög bjartsýnir um hvað mikið megi með tímanum auka sölu síldar saltaðrar með síðari aðferðinni, En sú aðferð hefir nú þegar bæði aukið að mun það, sem síldareigendur hafa fengið fyrir síldina, og aukið að miklum mun atvinnuna í land- inu. Útflutningur nýrrar síldar er varla byrjaður og niðursuða hennar ekki til. í Vesturheimi er soðið niður mikið af síld (sardínuaðferð), sem er sömu tegundar og síldin okltar, en ekki eins feit og góð. Niður- suðuiðnaður er tæplega hafinn hjá okkur, en á sér tvímæla- laust mikla framtíð. Rétt er að taka fram, að heyrsí hafa radd- ir um að niðursuðuiðnaður myndi ekki eiga sér mikla framtíð hér á landi, og þá ver- ið bent á, hvað niðursuðuiðnað- urinn norski muni eiga erfitt uppdráttar. En vert er að at- huga, að alls staðar að úr heim- inum má heyra kvartað yfir því, að þessi eða hinn atvinnu- vegur gangi illa, þó sams kon- ar atvinnuvegur sé í miklum blóma í öðrum löndum, sem hef- ir fylgzt betur með tímanum. Geysileg niðursuða fiskimatar hefir komið upp í Ameríku á síðastliðnum 20 árum. En við höfum hér, eins og í fleiru, star- að á Norðurlöndin, eins og þar væri allur heimurinn. En Norð- urlöndin eru ekki heimurinn, og til mikils tjóns fyrir okkur höfum við haldið okkur mest að þeim, því það byrgði okkur útsýnina til annarra landa. Við eigum að skima um allan heim- inn eftir því, sem getur orðið okkur til gagns og frama, og orðið til þess, að auka og bæta beint eða óbeint fæði, húsnæði og klæði alþýðunnar, og mun það jafnframt verða mestur frami íslenzku þjóðarinnar. Við þurfum ekki fyrir því að gleyma frændum okkar á Norð- urlöndum, en það var vestur, sem forfeður okkar héldu, er þeir flykktust hingað frá Nor- egi og norrænu byggðunum á Bretlandseyjurn, og það er fyrst og fremst til vesturs, að við eigum að leita að nýjum aðferðum til þess að auka og bæta með framleiðslu vora og þar með auð landsinS. Ég hefi talið upp hér að framan nokkuð af því, sem gert hefir verið, en þó það sé mikið, er það ekki nema lítill hluti af því, sem mátt hefði gera, og gera þarf. Og Tétt er að minnast, að margt víxlsporið höfum við stigið. í flaustri réðumst við í stórfyrirtæki, eins og þjóðleik- húsið, sem að líkindum aldrei verður notað til þess, sem það var ætlað til, og Sundhöllina, sem ekki tekur nema lítinn hluta af Reykvíkingum, en hefði mátt byggja nógu stóra handa þeim öllum, fyrir það fé, sem hún kostaði, og þó reka með þeim aðgangseyri, að allir hefðu haft ráð á að sækja þang- að daglega. Flóaáveitan var gerð fyrir milljónir, en bezta land hennar eru skraufþurrir bakkar aðalskurðanna. Allt stafar þetta af flaustri, og af því næga rannsókn vantar, eða skilning á því, hvílíkt órafé vísindalegar rannsóknir geta fært okkur. Minna má á varnirnar vegna mæðiveikinnar og milljónirnar, sem þar eru að síga út milli greipanna á okkur, Má þess geta, að einn þingmaður, sem er dýralæknir, efast um, að þessi svokallaða mæðiveiki sé til. Og enginn getur sagt með vissu, að varnir þessar og milljónakostnaðurinn í sam- bandi við það, sé til nokkurs gagns. Hefir 1 þessu máli eins og svo oft áður, verið stigið skref eftir skref, án þess að nein heildaráætlun hafi verið. Það er að því leyti sama og Flóaáveitan. Þó mikið hafi batnað kjör al- mennings á þessum 20 árum, vantar mikið á, að náð sé því lágmarki, að telja verðist við- unandi. Eins og hellismennirnir þurftu á frumöld mannkynsins daglega að leggja af stað eftir veiði, sem þeir vissu ekki hvort fékkst, eins þurfa hundruð verkamanna að fara að heim- an að morgni dags, út í óviss- una — í von um að handsama það hnoss, að fá að vinna. Margir þurfa að gera það viku eftir viku og mánuð eftir mán- uð, og víst er, að ef að byðist vinna í öðru landi, myndu hundruð eða jafnvel þúsundir manna kveðja Frón, og halda þangað. Þegar íslendingar fluttu til Ameríku, héldu þeir sem eftir sátu, að þeir væru verri íslendingar, sem fóru. En við vitum nú, að svo var ekki. Og skyldi sú ógæfa henda ís- land, að fjöldi manns flytti úr landi, þá ber okkur ekki að hneykslast á því, heldur á getu- leysi okkar, að við skulum ekki geta notað gæði landsins svo vel, að allir geti haft hér at- vinnu, (en orðið atvinna þýðir | brauð). Það er jafnan svo, þegar ' eitthvað er að, að menn verða fegnir að trúa jafnvel á hin fá- ránlegustu ráð til bóta. Þannig hafa ýmsir nú talað ujn þegn- skylduvinnu, er ekki mun verða til þess að kenna mönnum að vinna, eins og sumir hafa gert sér í hugarlund, heldur þvert á móti, til að kenna mönnum slæpingshátt. Það er talað um atvinnulausu unglingana í Reykjavík, og víðar í kaup- stöðum, og að þegnskylduvinn- an myndi vera þeim hollari en aðgerðaleysið. En hvað eiga þeir svo að gera, þegar þeir koma úr þegnskylduvinnunni? Þeir væru engu nær. Vinnuna eiga unglingarnir að læra í barnaskólunum. Unglingar, sem koma þaðan, eiga að kunna alla algenga vinnu. Unglingar, sem koma úr skólum, sem svara til gagnfræðaskóla og mennta- skóla, eiga að vera sérfróðir á einhverju vinnusviði. Og inn í skóla, sem svara til háskóla, eiga ekki að komast aðrir en þeir, sem skarað hafa fram úr, að greind eð^ dugnaði. Allir skólar eiga að vera vinnuskól- ar, og sá, sem hefir staöið sig þar, á að eiga vísa vinnu að náminu loknu. í auðvaldsþjóð- félagi er reyndar ekki hægt að tryggja öllum vinnu, en byrja mætti á því, að tryggja þeim hana, er bezt stæðu sig. En allt menntakerfi okkar, eins og það er nú, neðan frá og upp úr, miðar ekki nema að örlitlu lyti að því, að gera þjóðina hæfa að vinna fyrir sér. Mennta- kerfi okkar er úrelt og miðað við aðra tíma en nú eru, enda er það að sumu leyti frá þeim límum, er sjálfsagt þótti, að ætla börnum efnamanna aðra menntun á hinum. Á hverju ári eru leiddir fram miklu fleiri læknar og lögfræðingar, en þjóðin hefir not fyrir. Hvað á þetta lengi að ganga? Ég veit, að margir munu benda til ná- grannaþjóðanna, og segja, að ekki sé þar betra. En ekki bætir það hjá okkur. Því hvað sem öðrum löndum líður, þurfum við að finna þá menntun og menntunaraðferð, sem á við hjá okkur. Og skyldi það gera nokkuð, þó við yrðum á undan öðrum þjóðum, að læra að láta aðal innihald menntunarinnar vera það, sem máli skipti við að gera okkur sem bezt fær að búa hér á íslandi. Nú er loks að athuga, hvort engin aðalleið sé til út úr helztu vandræðum, sem nú eru, leið, sem allir flokkar gætu sameinast um. Við, sem erum jafnaðarmenn, vitum, að á- standið getur ekki nálgast neina fullkomnun, fyrr en þjóðin sjálf ræður á einn eður annan hátt aðalframleiðslu- tækjunum og viðskiptunum. En við vitum, að langt er frá, að auðvaldsskipulagið sé notað eins og hægt er. Ef athugaðar eru, sem heild, framfarirnar í vinnubrögðunum við sjóinn og í sveitunum, má sjá hve marg- falt meiri framfarirnar hafa orðið við sjóinn. Margir myndu hafa ætlað, að ekki borgaði sig að láta vél í róðrarbát, t. d. á stöðum, þar sem komast má með róðri á miðin á tveimur Frh. á 3. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.