Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR SUNNUÐAGUR 29. OKT. 1939 253. TÖLUBLAÐ LUXEMBURG yVORMS NEUNKIRCHEN \3: s • JZWB/BRUCKEN^ MANMÍE/mR SAARBRÖCKEN K £ i BERÖZABERN KARLSRUKE MERZ/G METZ Þfóðirerjar ætla að komast fram Magiaotvirkjanum og að baki þelm Gamelin yfiihershöfðingi Frakka og Breta. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í gærkveldi. NÝJUSTU FREGNIR frá vesturvígstöðvunum telja sterkar líkur til þess, að hin mikla sókn Þjóðverja, sem allir hafa búizt við undanfarið, sé nú í aðsigi. Það er skýrt frá stórkostlegum herflutningum á hak við Siegfriedvirkin og stöðugum áhlaupum Þjóðverja á víg- stöðvunum milli Mosel og Saarlouis, sem að vísu eru gerð í smáflokkum, en þó miklu stærri en hingað til. Grunur leikur þó á, að þessi áhlaup séu aðeins gerð til þess að leiða athyglina frá þeim slóðum þar, sem aðalsókn- in verði hafin og að það verði yfirleitt hvergi á vígstöðv- unum milli Mosel og Rín, heldur yfir Holland og Belgíu eða Sviss, til þess að komast fram hjá Maginotvirkjunum og síðan að baki þeirra. Það þykir að minnsta kosti mjög grunsamlegt, hve miklu liði Þjóðverjar hafa þegar safnað bæði við landamæri Hollands og Belgíu og landamæri Sviss. Samkvæmt fregnum frá Rómaborg skiptir það lið þegar hundruðum þúsunda, 18 herfylki við landa- mæri Hollands og Belgíu og 12 herfylki við landamæri Sviss, — (15—20 þúsundir manna í herfylkinu) — en líkur þykja til, að það sé miklu meira en talið er í hinum ítölsku fdegnum. Frakkar flytja risavaxnar fallbyssur fram á vígstöðvarnar milli Mosel og Rín, Brauchitsch yfirhershöfðingi Þjóðverja. Enskum blöðum verður í þessu sambandi mjög tíðrætt um þær hótanir við Belgíu, sem nú eru byrjaðar í þýzkum blöð- um undir því yfirskini að Belgía hafi gerzt brotleg við hlutleysi sitt með því að leyfa blöðum þar í landi áróður gegn Þýzka- landi. ,,Daily Telegraph," „Daily Herald“ og „News Chronicle" ræða einnig mikið ræðu Leo- polds Belgíukonungs og hjálp- arbeiðni hans til Roosevelts. — Benda blöðin á, að Þjóðverjar hafi í ófriðarbyrjun lofað að virða hlutleysi Belgíu, en allir viti að vísu, að loforð nazista séu einskis virði eins og dæmin sanni. deildarsal alpiagis. Hfilasfa sem háskélinn verð sar nl starfa f alpingishúsinu. AÐ TILHLUTUN háskóla- ráðs var hátíð haldin í gær í neðri deildar sal alþingis um leið og háskólinn var settur, og er það fyrirætlun háskólaráðs- ins að láta setningu skólans framvegis fara fram með meiri hátíðablæ, en áður. Rektor háskólans, dr. phil. Alexander Jóhannesson flutti langa ræðu við þetta tækifæri og afhenti hinum nýju stúdent- um háskólaborgarabréf sín. Hátíðin hófst með því að út- varpskórinn söng kaflana um fánann úr hátíðarkantötunni, en því næst talaði háskóla- rektor. Kom hann víða við í ræðu sinni, en dvaldi þó einna mest við kjör háskólans, við- fangsefni nútímans, kjör stúd- enta og framtíð þeirra og end- urheimt íslenzkra skjala. Að lokinni ræðu rektorsins flutti Ágúst H. Bjarnason erindi um „Menningu og siðgæði.“ Þá söng útvarpskórinn „Norræni sterki stofn,“ en síðan ávarpaði rektor hina ungu stúdenta og afhenti þeim háskólaborgara- bréf sín. Þetta mun verða síðasti vet- urinn, sem háskólinn verður í alþingishúsinu, því að gert er ráð fyrir að hann geti flutt í nýja háskólahúsið um leið og næsta háskólaár hefst. Rektor skýrði frá því í ræðu sinni, að nú væru við nám í lagadeild og læknadeild 165 stúdentar, erlendis eru við framhaldsnám í læknisfræði 35 stúdentar. Til samanburðar gat hann þess að héraðslæknis- embætti á öllu landinu væru að eins 49, og að bæirnir gætu ekki tekið á móti fleiri læknum, en Frh. á 4, síðu. Blöðin víkja að ásökunum Þjóðverja um áróður belgískra blaða gégn nazismanum og segja, að ef ofbeldisverk væri framið á Belgíumönnum nú, mundi það hafa þau áhrif, að ný öfl myndi koma til sögunn- ar, sem væri margfalt öflugri en 1914, er hlutleysi Belgíu var brotið af Þýzkalandi. SkpiÉhlanp Þjéðverja austan við fflesel. í frönskum tilkynningum er getið um, að skyndiáhlaup smá- flokka verði æ tíðari á vestur- vígstöðvunum, og eru nú helm- ingi fleiri hermenn í þessum smáflokkum Þjóðverja en áður. Einkanlega hafa þessir smá- flokkar haft sig í frammi um 18 km. austur af Moselfljóti og við Saarlouis. Það er einnig bent á, að þessi tíðu áhlaup samfara vaxandi stórskotahríð bendi til, að Þjóðverja ætli að hefja sókn því að þeir fóru nákvæmlega eins að fyrir árásina 16. og 17. október. þýzk flugvél hertekin eft- ir ioftorustu yfir Skotlandi. ---->----- Hán var neydd til pess að lenda. LONDON 1 gærkveldi. FÚ. BREZKA flugmálaráðu- neytið tilkynnir, að þýzk flugvél, sem var í könnunarflugi yfir Firth of Forth síðdegis í dag, hafi verið elt uppi af brezkum, hraðfleygum flugvél- um, og neydd til þess að lenda. Var flugvélin h'ertekin og flugmennirnir. Flugvélin lenti í þorpi nálægt Dulkeith, utan í hæð. Flugmað- urinn gerði tilraun til þess að hefja sig til flugs á ný, en það misheppnaðist og var hann þá handtekinn. Tveir af fjórum flugmönnum, sem í flugvélinni voru, höfðu beðið bana. Stýri- maður flugvélarinnar var ó- meiddur, en félagi hans, sem bjargaðist, er særður. Aðvörunarmerki um, að loft- árás væri í aðsigi, voru gefin á Firth of Forth svæðinu í dag, þegar sást til óvinaflugvélar í mikilli hæð, og var það flugvél sú, sem var neydd til að lenda. Merki um, að hættan væri liðin hjá voru gefin að hálfri klukku- stundu liðinni. Þýzku flugmennirnir vörpuðu ekki niður neinum sprengikúl- um, en þeir og hinir brezku flugmenn, sem gerðu atlöguna, börðust með vélbyssum og varð árangurinn > sá, sem ifyrr var getið. Nokkur vélbyssuskot lentu í húsum í þorpi einu, en enginn særðist. Flak flugvélar, sem talin er hafa verið þýzk, hefir fundizt á reki nálægt ströndum Borg- undarhólms. Tvð pýzk herskip | í vikinB ð Atlants \ kafÍBin KHÖFN í gærkv. FÚ. Brezk herskip eru nú að leita á norðanverðu Atlantshafi að tv'eimur þýzkum herskip- um, vasaorustuskipunum svonefndu, — „Admiral Scheer“ og „Deutschland," sem hafa tekið eða sökkt mörgum brezkum herskip- um. Oelrðlr i Prag í gær á sjálfstæðisdegl Tékka. - ■ ■ - ■—.- Þýzku yfirvöldin bönnuðu útifundi, en Tékkar höfðu bannið að engu. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins KHÖFN í gærkveldi. A LVARLEGAR óeirðir urðu í Prag í dag í til- efni af því, að múgur og margmenni hafði safnast saman á götum úti til þess að minnast þess, að sjálf- stæði Tékkóslóvakíu var lýst yfir 28. október 1918. Þýzku yfirvöldin höfðu Vígstöðvarnar milli Mosel og Rín: Svarta línan sýnir Maginotvirkin, bannað bæði útifundi og kröfu- göngur, 'en Tékkar höfðu bann- ið að engu. Lenti í ryskingum milli lögreglunnar og mann- fjöldans og var fjöldi manna tekinn fastur. Tékkar báru merki með þjóð- litum sínum og margir þeirra auk þess hinar svonefndu Masarykhúfur til heiðurs þjóð- hetju sinni og fyrsta forseta, Thomas G. Masaryk. Frá því er skýrt, að komm- únistar hafi skorið sig úr með því að hrópa hingað og þangað ,,Lifi Stalin.“ En það kafnaðí allsstaðar í hrópum mannfjöld- ans: „Lifi lýðveldið,“ „Lifi Tékkóslóvakía.“ Bretar fá ógryimi af LONDON í gærkv. FÚ. Útflytjendur á kanadiskum kopar hafa fallizt á, að láta Bretum í té 420 milljónir punda af kopar, eða um 4/5 hluta af koparframleiðslu landsins ár- lega. Þýask árás talln vofa yflr Hollandl, Belgin og Svlss

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.