Alþýðublaðið - 31.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.10.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 45) — Hvernig getur maður fengið að sjá hana? spurði hermað- urinn. — Það fær enginn að sjá hana, sögðu menn. 46) Hún býr í stórri koparhöll og þar eru margir turnar og múrar. Enginn annar en konungurinn þorir að koma í höllina, því að henni hefir verið spáð því, að hún giftist hermanni af lágum sigum, og það vill konungurinn ekki. 47) — Það væri gaman að fá að sjá hana, hugsaði hermaðurinn. 48) Nú lifði hann í vellystingum, fór í leikhús og ók um borgina. Títuprjónar. í ÞJÓÐVILJANUM stendur eftirfarandi klausa á sunnudaginn: „Lifi samband hinna sósíalistisku sovétríkja! Lifi hið volduga ríki alþýðunnar! Lifi kommúnista- flokkur sovétríkjanna — skipu- leggjandi stærstu sigra sósíalism- ans!“ Ekki vantar aðdáunina! * í ALLRI SINNI EYMD eiga kommúnistarnir hér nú aðeins eitt eftir, vonina um það, að Rússland teygi arma sína hingað til ís- lands, boði ríkisstjórnina á sinn fund, setji henni úrslitakosti og taki síðan landið Þetta tala hinir einfaldari liðsmenn kommúnista nú um dags daglega. Þannig vona þessir þjóðlausu menn að geta fengið. einhver völd í landinu, með aðstoð erlendra einræðisherra. ÞEGAR HINN SAMEINAÐI var stofnaður, lýstu formennirnir út á við og inn á við því yfir, að á einu misseri skyldi verða gengið frá Alþýðuflokknum og Alþýðu- blaðinu dauðu. Nú eru nokkur misseri liðin og svo virðist, sem hinn sameinaði sé að ganga frá sjálfum sér dauðum, án þess að hafa lokið hinu boðaða hlutverki. * HÉÐINN SKRIFAÐI fyrir nokkrum dögum ákaflega illa ' 'J'" ■' skrifaða og grautarlega grein í blað sitt um utanríkispólitíkina. Gerði hann þar lítið úr Finnum og taldi þá fremur ómerka þjóð. I nýkomnum erlendum blöðum er frá því skýrt, hvernig verkalýðs- hreyfingin um öll Norðurlönd hef- ir tekið svari Finna og hvernig sænsku verkalýðsfélögin fóru í stórkostlegum kröfugöngum, þegar þjóðhöfðingjafundurinn var hald- inn í Stokkhólmi og lýstu fylgi sínu og samúð með Finnum. sem vitan- lega var sama og andúð á hinni rússnesku yfirdrottnunarstefnu. Héðinn hefir því ekki verið í sam- ræmi við verkalýðinn, enda á hann nú orðið lítið sameiginlegt með honum. Með annan fótinn stendur hann hjá British Petrole- um, en með hinn austur í Moskva. * MORGUNBLAÐIÐ var nýlega að skrifa um fylgi Vilmundar í Norður-ísafjarðarsýslu. Höfundur- inn var Sigurður Kristjánsson, en hann á ekki að verða oftar í kjöri hér í Reykjavík. Næst á hann að fara fram í Norðurísafjarðarsýslu. Á laugardag og sunnudag hélt Finnur Jónsson kjósendafundi í Súðavík, Bolungavík og Hnífsdal og voru þeir allir mjög vel sóttir. Fylgi Alþýðuflokksins og fram- bjóðanda hans. Vilmundar Jóns- sonar, er mjög traust og vaxandi í sýslunni og ekki mun það minnka við framboð Sigurðar Kristjánssonar. UMRÆÐUEFNI Dýrtíðin, sveitaþyngslin, kjör gamla fólksins, dag- skammturinn og vöruverðið. Gataseðlarnir, hugleiðingar húsfreyjunnar. Um sumarið á síðasta sumardag. Svan- irnir á Tjörninni og fann- irnar á fjöllunum. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. MENN RÆÐA, sem von er, um hina vaxandi dýrtið og horfa fram í tímann með kvíða. Það eru ekki aðeins einstakling- arnir, með hinar óvissu tekjur, sem gera það, heldur og bær og ríki. Það fer t. d. ekki hjá því, að bæja- og sveitastjórnir kvíði framtíðinni, því að vel geta þær átt von á auknum sveitaþyngslum, ef þessu heldur áfram. Á SÍÐASTA ÁRI voru sveitar- þyngslin hér í Reykjavík gífurleg eða á 3. milljón króna, og hafa þau farið vaxandi ár frá ári. — Styrks úr bæjarsjóði nýtur mikill fjöldi manna og meðal þeirra eru áreiðanlega allmargir, sem alls ekki eiga að þurfa neinn styrk, ef þeir aðeins notuðu alla möguleika til að bjarga sér sjálfir, það er t. d. blóðugt, að sjá hér um hásum- arið ráfandi unga, fullfríska menn og hafa það eitt fyrir stafni, að sækja styrk sinn viku- lega í skrifstofu borgarstjóra. HINSVEGAR ER það vitanlegt, að gömlu fólki, sem fær styrk, líð- ur mjög illa mörgu, því að styrk- urinn er svo lítill, og þó líður stúlkum, sem eru einstæðingar, en hafa fyrir barni eða börnum að sjá — enn ver. En þetta hefir ver- ið margrætt hér í blaðinu og það er óþarfi að gera það nú. Þá geta menn gert sér í hugar- lund, hvort mögulegt sé að lifa á styrknum fyrir barnríkar fjöl- skyldur, einmitt nú, eftir að dýr- tíðin hefir vaxið svo gífurlega. HÉR FER Á EFTIR listi yfir verðhækkanir á helztu nauðsynja- vörum í búðum og í brauðabúðum. Er fyrra verðið miðað við 1. apríl í vor, en hið síðara við 26. okt. síðastliðinn: Kaffipakki 250 gr. 0.80 0,85 Molasykur 1 kg. 0.65 1.40 Strausykur 1 kg. 0.45 1.20 Hrísgrjón 1 kg. 0.38 0.50 Haframjöl gr. 1 kg. 0.50 0.70 Hrísmjöl 1 kg. 0.50 0.60 Sagógrjón 1 kg. 0.60 0.80 Haframjöl, fínt, 1 kg. 0.55 0.80 Hveiti 1 kg. 0.38 0.50 Smjörlíki 1 kg. 1.52 1.68 Þvottaefni 1 pk. duft 0.45 0.55 Do. Persil 1 pk. 0.68 0.80 Uppþvottakústar 0.45 0.55 Matarkex Vi kg. 0.85 1.00 Þvottasódi 1 kg. 0.25 0.50 EF TALIÐ hefir verið mögulegt fyrir styrkþega að komast af í vor með 80 aura á dag, hvernig eiga DAGSINS. þeir þá að getta komist af með sömu upphæð nú? HÚSFREYJA sendir mér eftir- farandi stökur, og kallar hún þær skömmtunarþanka húsfreyjunnar: „Matarhöndin milda brást, mun hún skipta um eðli? Mjög er skrítin móðurást, miðlar „gata“-seðlí. Er samt líðan ekki fín, ég þó fái bleðla. Virðist mér að vitamin vanti í „gata“-seðla.“ ALÞÝÐURITHÖFUNDURINN Magnús Gíslason, sendi mér eftir- farandi, sem hann kallar: „Á síðasta sumardag.“ Er bréfið ritað þann dag: „Setjumst undir vænan við von skal hugan gleðja. Heyrum sætan svanaklið sumarið er að kveðja.“ Steingr. Thorsteinsson. ÞAÐ HAFA verið svanir hérna á tjörninni undanfarna daga. -— Skyldum við heyra svanaklið í dag, þegar sumarið er að kveðja? Líklegast ekki, því að svanirnir sáust hefja flug af Tjörninni í gær og fljúga inn til fjalla. Fjallavötn- in eru ennþá þýð, svo að svanir geta verið hvar sem þeir helzt vilja. Hvort heldur er á Reykja- víkurtjörn eða Hvítárvatni. Svona endar þetta góða sumar vel, enda þótt vetrarkomu seinkaði um heila viku, en nú var sumarauki. Sum- arið gekk í garð með sólbráð og sunnanvindi, og vorhret gerði eng- in. Sólmánuðurinn júní var einn sólskinsdagur að heita mátti, og voru tún og engi tilbúin til hey- anna hálfum mánuði fyrr en venja er til, og í lok júlímánaðar stóðu heyhlöður hjá mörgum bændum fullar af ilmandi, grænu heyi. Og þá var einnig vertíðar- aflinn (saltfiskurinn) að mestu leyti fullþurrkaður, og í hús kom- inn, tilbúinn til útflutnings.“ „UPPSKERA garðávaxta hófst snemma í ágúst, og var þegar í byrjun furðu góð. Og um venju- legan uppskerutíma í september kom það í ljós, að t. d. kartöflur gáfu 8 og 10 falda uppskeru. Þá var sýnd í glugga einum hér í Reykjavík gulrófa af Suðurnesj- um, og vóg hún 9 pund. Var hún fádæma falleg, sprungulaus, egg- slétt, fagurgul. Viku síðar kom önnur gulrófa í sama glugga, og tók hún hinni langt fram að stærð og þyngd. Var sagt, að hún vægi 6 kg. og mun hún hafa sett hátt met meðal íslenzkra gulrófna. Hún var úr garði Ragnars Ásgeirssonar garðyrkjumanns á Laugarvatni. — Rabarbararækt var mjög mikil í sumar, og fékkst hann alltaf fyrir gott verð, og heyrt hefi ég að hann hafi ekki verið allur nýttur úr görðunum í Kringlumýri. Sama má segja um berin, þau voruS ó- venjulega mikil alls staðar, iog aldrei hefir verið tínt jafrimikiö af berjum hér, og nú x sumar,. og hefði víst verið tínt miklu meára ef sykurkreppa hefði ekki skoílið á. Svona mætti lengi telja ávextina af sumarblíðunni,“ „ . V „ÉG HEFI í allmörg ár veitt ^ft- tekt sumarfönnum á fjöllum þeim, sem blasa bezt við okkur hér í Reykjavík, og ég man ekki eftir að þær hafi horfið alveg fyrr en nú. Fönnin í Gunnlaugsskarði í Esjunni upp undan Kollaflrði hvarf í kring um miðjan sept- ember, og síðustu fannirnar sunn- an í Skarðsheiðinni hurfu skömmu síðar. 15. október gekk ég upp á hæðir suður af Hafnarfirði, þaðan er ákaflega mikil og fögur fjalla- sýn, jafnvel tilkomumeiri en frá Reykjavík, var þó fjallasýn góð, en hvergi sást snjódíll í fjalla- hringnum nema Snæfellsjökuls hvítur skalli norðan við Faxafló- ann, en hann þolir nú sjálfsagt að sjá framan í mörg sumur, eins og þetta — áður en hann víkur úr sínu hásæti. Sumar þetta er nú horfið á braut með allri sinni blíðu, og við mænum fram í tímann eft- ir öðru sumri jafn góðu.“ , FÓLK hefir rifið svo út smjör- líki undanfarna daga, að verk- smiðjurnar stöðvuðu afgreiðslu í morgun. Virtist þetta stafa af ótta fólks við verðhækkun. Hannes á horninu. Pó ífcrðir 31/10 1939. Frá R.: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Ölfuss- og Flóa- póstar, Þingvellir, Hafnarfjörð- ur, Borgarness-, Akraness-, Norðanóstar, Dalasýslupóstur, Barðastrandarpóstur, Meðal- lands- og Kirkjubæjarklaust- urspóstur. Til R.: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Reykja- ness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Laugarvatn, Hafn- arfjörður, Austanpóstur, Borg- arness , Akraness-, Norðanpóst- ar, Stykkishólmspóstur. Gjafir til reksturs björgunarskipinn Sæbjörg, afhent Slysavarnafélagi íslands. Frá m/b. „Sæborg“, Grindavík, 36 kr. M/b. „Björg- vin“, Grindavík, 15 kr. M/b. „Bragi“, Njarðvík, 51 kr. M/b. „Sæfari“, Keflavík, 50 kr. M/b. „Ö‘ðlingur“, Keflavík, 90 kr. H. O. Áheit til útgerðar b/s. Sæbjörg 5 kr. M/b. „Jón Finnsson“, Garði, 50 kr. M/b. „Glaður", Ytri-Njarð- ví'k, 90 kr. Sí 1 darútvegsnef níi, Siglufirði, 726 kr. M/b. „Ólafíia", Grindavík, 15 kr. — Kærar þakk- ir. — J. E. B. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Rússneski björninn bíður. Helmingurinn af Póllandi, Eistland og Lettland eru komin undir hramm hins rússneska bjarnar. Verður Finnland næsta bráðin? GjgARUBS NÖRDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnfin á Bounty. 117 Karl ísfeld íslenzkaði. eins og sverðstungur. Þegar ég hafði lokið frásögn minni, horfði hann á mig andartak. Og þó að hann liti á mig aðeins andartak, fór hrollur um mig. Ég minntist þess, sem Hamil- ton læknir hafði sagt við mig: Þetta er saga, sem maður gæti búizt við, að gáfað liðsforingjaefni byggi til, til þess að sleppa við hengingu. Eftir svip dómaranna að dæma, virtist mér allir dómaranna hugsa á þennan hátt, nema Montague skipstjóri. Ég var mjög beygður bæði andlega og líkamlega. Þá sá ég, að Sir Joseph horfði á mig vingjarnlegur, eins og hann vildi segja: — Þetta var laglega af sér vikið, drengur minn. Þú skalt aldrei gefast upp. — Lávarður minn, sagði ég — má ég nú kalla inn vitnin? Hood lávarður kinkaði kolli. Liðþjálfinn gekk til dyranna og hrópaði: — John Fryer, komið inn! Stýrimaðurinn á Bounty steig nú í vitnastúkuna og var lát- inn vinna eið aftur. Ég: Hvaða vakt hafði ég daginn, sem uppreisnin var gerð? Fryer: — Hann var á minni vakt, og það var fyrsta vakt- an kvöldið áður. Ég: — Ég geri ráð fyrir því, að þér hafið viljað verða eftir um borð í þeim tilgangi að ná aftur skipinu. Var framkoma mín þannig, frá því þér kynntust mér fyrst og þangað til þér eigið að svara þessari spurningu, að þér hefðuð trúað mér fyrir áformi yðar? Og álítið þér, að ég hefði verið tillögu yðar samþykkur? (Herra Graham hafði sagt mér að leggja fyrir hann þessa spurningu.) Fryer: — Ég hefði ekki hikað við, að hafa hann með mér í ráðum, og ég er sannfærður um, að hann hefði hvatt mig til framkvæmda. Ég: — Álítið þér, að þeir, sem unnu að því að koma bátn- um á flot, væru að hjálpa Bligh eða uppreisnarmönnum? Fryer: — Þeir, sem ekki báru vopn, álít ég, að hafi verið að hjálpa Bligh. Eg: — Hversu margir menn fóru í bátinn? Fryer: — Nítján. Ég: — Hivað var borðstokkurinn hár ofansjávar, þegar bátnum var ýtt frá? Fryer: — Ekki meir en 8 þumlungar, að því er mig minnir. Ég: — Hefði verið hægt að koma fleiri mönnum í bátinn? Fryer: —- Samkvæmt minni skoðun var ekki hægt að koma einum manni í viðbót, án þess að öllum bátverjum væri hætta búin. Ég: — Sáuð þér mig nokkru sinni vopnaðan meðan upp- reisnin fór fram? Fryer: — Nei. Ég: — Talaði Bligh skipstjóri nokkuð við mig morguninn, sem uppreisnin varð? Fryer: — Ekki svo að mér sé vitanlegt. Ég: — Tókuð þér eftir því þennan morgun, að ég gerði nokkuð, sem vakið gæti grun um, að ég tæki þátt í uppreisn- inni. Fryer: — Nei, ekki varð ég þess var. Ég: — Sáuð þér herra Hayward á þiljum þennan dag? Fryer: — Já, oft. Ég: — Hvernig bar hann sig? Var hann rólegur, eða var hann óstyrkur? Fryer: — Hann var jmjög óstyrkur og hann grét, þegar hann var neyddur til að fara í bátinn. Ég: — Sáuð þér herra Hallet þennan dag? Fryer: — Já, oft. Ég: — Hvernig bar hann sig? Fryer: — Hann var með afbrigðum hræddur, og hann grét, þegar hann var neyddur til að fara í bátinn. Ég: — Hvernig var dagleg hegðun mín á Bounty? Fryer: — Ágæt. Að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt, var hann mjög mikils metinn af öllum. Rétturinn: — Var oft rætt um uppreisnina á leiðinni til Timor? Fryer: — Nei, ekki oft. Þjáningar okkar voru hræðilegar, og við höfðum litla löngun til að tala um uppreisnina. Rétturinn: — Heyrðuð þér Bligh nokkurn tíma minnast á samtal milli Christians og fangans Byams, sem hann var heyrnarvottur að á hundavaktinni nóttina áður en uppreisnin var gerð? Fryer: — Nei, ég heyrði hann aldrei minnast á slíkt. Rétturinn: — Heyrðuð þér hann nokkru sinni minnast á fangann Byam? Fryer: — Já, oftar en einu sinni. Rétturinn: — Munið þér, hvað hann sagði? Fryer: — Daginn eftir uppreisnina rerum við í áttina til Tofoa. Þá heyrði ég herra Bligh segja um herra Byam: — Hann er vanþakklátur þorpari, sá versti af þeim öllum, næst Christian. Seinna endúrtók hann þetta álit sitt hvað eftir annað. Rétturinn: — Var nokkur í bátnum, sem varði Byam?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.