Alþýðublaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 2
PramtJTJAGUH I. NóV. 1939. trelsi tramjarir Skipulag jafnrétti uinna fiver er páttnr Wðnblaðsins í anknnm réttindnm æsknnnar? * ♦ Bfim ykkar eigið málgagn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ á aldar- fimmtungsafmæli og hef- ir minnst þess á viðeigandi hátt. Alþýðuæskan vill minnast þessara tímamóta með örfáum orðum, og flytja blaðinu þakkir og heillaóskir unga fólksins. Ef til vill á Alþýðublaðið dýpri rætur meðal þeirra al- þýðumanna og kvenna, sem komin eru um þrítugsaldur eða meira, heldur en meðal ungling- anna, sem eru jafnaldrar þess, eða því sem næst. Orsök þess er m. a. að finna í þeirri stað- reynd, að alþýðufólkið, sem hefir barist jöfnum höndum fyrir félagslegum og pólitísk- um kjarabótum, gegn ofurefli liðs og hatrömmum vanabundn- um auðvaldshringum. Það met- ur meira unna sigra og fengnar kjarábætur, heldur en margt af unga 'iólkinu, sem nýtur nú betri lífskjara fyrir óeigin- gjarna* og sleitulausa baráttu bra utryð j endanna. En vegna . framtíðarinnar hefir æskan ástæðu til að fagna af fullri alúð og flytja þakkir sínar Alþýðublaðinu, og þeim, sem að því hafa staðið s.l. tuttúgu ár. Og við skulum leyfa okkur að eyða stuttri stund til þess að rifja upp hvers vegna. Hér verður þó aðeins stiklað á því stærsta. Frá, fyrstu tíð hefir Alþýðu- blaðið vérið málsvari þeirra, sem ganga í þrengri stakki eða njóta minna sólar en mannúð, og ííéilbrigð skynsemi dæmir réttlátt. Alþýðublaðið bar fram í nafni Alþýðuflokksins kröfuna um 21 árs aldurstakmark til kjörgengis með þeim árangri, að fúllur sigur náðist. Alþýðúbláðið hefir ávalt barist fyrir bættri alþýðu- menntun, beitt sér fyrir og stutt hvers konar tillögur um aukna * fræðslu og bætt skóla- fyrirkomulag, og það hefir hakiið -uppi kröfunni um at- vinnu halda unglingum, sem á síðustu árum hafa orðið afskipt- ir á • vinnumarkaði þjóðarinnar. Það hefir stutt kröfuna um bætta iðnnemalöggjöf, sem fyr- ir atbeina Alþýðuflokksins á þingi þjóðarinnar hefir náð frani að ganga. Alþýðublaðið hefir í greinum sínum. hvatt alþýðuæskuna til félagslegra samtaka og starfa að eigin 'heill, og góðfúslega léð rúm sitt tíl afnota fyrir sam- tök hennar. • • Það hefir heldur ekki gleymt líkamsmenntinni, flutt fréttir og* greinar um íþrótta- starfsemina í landinu, og hvatt til áukinna átaka í því skyni, að aiþýða landsins gæti fengið aðstoðu til íþróttaiðkana. En það yrði of langt mál að minnast á öll þau hagsmuna og réttindamál æskunnar, sem Al- þýðublaðið hefir borið fram, stutt til sigurs eða vakið til hugstmar um. Hér skal því staðar nema, en fram hja einu mikilsverðu at- riði verður þó með engu móti gengið. Aiþýðublaðið hefir ávalt skil- 1 ið nauðsyn þess hvað snertir uppeldismálin, að fátæku börnin þurfa sérstaka umhyggju af hálfu þess opinbera í stærri bæjum. Þar þarf að sjá þeim fyrir leikvöllum og hollum íbúðum, dagheimilum, þegar mæður þeirra eru við útivinnu, lýsis-, mjólkur og matgjöfum í barna- skólunum o. s. frv. Hvarvetna á sviði uppeldis- og æskumálefna, hefir málgagn alþýðunnar haldið uppi máls- vörn fyrir lítilmagnann og sókn fyrir bættri aðbúð og lífs- skilyrðum. Auk þessa má held- ur ekki gleymast hvílík breyt- ing hefir á orðið hugsunar- hætti og viðhorfi almennings í félagslegum málum. Þær rétt- arbætur, sem hafa fengið al- menna viðurkenningu, svo að þeir, sem jafnvel stóðu lengst á móti, reyna nú að eigna sér heiður og þakkir fyrir að hafa komið þeim á. (Þekkt fyrirbæri hjá íhalds og kyrstöðuöflum allra landa). Tökum til dæmis viðhorf og „Ég get ekki bægt frá mér óttanum um afdrif nokkurra verkalýðsfélaga, sem nú eru í höndum kommúnista. En þó að svo illa tækist til, að þau bæru ekki gæfu til að hrinda þeim nú af höndum sér, þá er víst, að sú stund kemur, að verka- menn þeir og konur, sem eru í félögum þessum, vakna við vondan draum, og þá hefst nýtt brautryðjendastarf, ný átök til viðreisnar, svipuð þeim, er frumherjarnir urðu að nota, sá er munurinn, að fenginn er grundvöllur innlendrar reynslu — og til dæmis stuðningur og samúð annarra stéttarfélaga. En sár verður reynsla þess- ara sundrungatíma, þegar blekkt stéttarsystkini hafa und- ir forystu pólitískra glæfra- manna framið hermdarverk inn- an félaganna sjálfra með falska stéttarhagsmuni að yfir- varpi. Ég vildi að allir sannir verkalýðssinnar hugleiddu al- veg sérstaklega sameiginlegt herbragð kommúnista og í- haldsmanna um hlutfallskosn- ingar í verkalýðsfélögunum. Hverjar myndu verða afleiðing- ar þess samkomulags? Eru líkur til, að það myndi bæta vinnubrögðin í hags- munabaráttunni? Nei, og aftur nei! Slíkt fyrirkomulag myndi ó- hjákvæmilega leiða til póli- tískra átaka innan félaganna og fullkomlega stórpólitískra stjórnaj-kosninga, og efast ég ekki um, að í smærri félögun- um myndi “ flokkur atvinnu- rekenda ekki bera skarðan hlut frá borði.“ Háttalag slíkra manna, sem berjast fyrir slíku, og vilja þó úrlausnir í fátækramálum, eða í einu orði, þeim mannrétt- indamálum, sem svo eru nefnd, , — eins og var þegar Alþýðu- blaðið hóf göngu sína, og eins og það er nú. Munurinn er geysimikill. Miklu meiri en flesta mun óra fyrir við fyrstu athugun, og hversu mörgu, sem kann að þykja og er ábótavant í þessum efnum, þá hefir geysimikið á- unnist. Æskumenn og konur! Víst er þörf umbóta, og sízt skal dregið úr umbótaviðleitninni, en gleymið ekki að grundvöllur sá, sem á er byggt í mannúðar- og réttlætismálum íslenzkrar alþýðu, hann er að langmestu leyti lagður af samtökum al- þýðunnar sjálfrar, Alþýðu- flokkn’um og verkalýðsfélögun- um, og að svo hefir til tekist, er m. a. að þakka ótrauðri mál- ýtni Alþýðublaðsins. Alþýðu- æskan íslenzka þakkar því blaðinu giftudrjúgt 20 ára starf og henni ber að leggja fram sinn skerf til þess að Al- þýðublaðið verði sem fjölbreytt ast að efni, útbreiddast, víð- lesnast og áhrifamest, því að hagsmunir unga fólksins og framtíðarvonir þess, eru sam- tvinnaðir þættir vexti og við- gangi Alþýðublaðsins, málgagns íslenzkrar alþýðu telja sig verkalýðssinna, er engu líkt öðru en framkomu ,,provokatöra.“ Hlutfallskosning þýðir bölv- un sundrungar og aukinn póli- tískan eld og hatur meðal verkamanna innbyrðis, sem skv. þjóðfélags- og stéttarleg- um lögmálum eiga að þurfa að starfa saman í sem mestri ein- lægni að sínum faglegu mál- um.“ Skipulagsþraut. ,,Fáir munu neita því, að kommúnistar eru heittrúar- menn og lifa á ofstæki en ekki sjálfstæðri skoðun. Hverju er þeirra uppbygging lík á þeirra alþjóðlegu starfsemi? Ég set þannig upp: Trúarbrögð: Kommúnisminn — Rómversk kaþólsk trú. Trúbálkur: Auðvaldið: Karl Marx. — Biblían. — Ráð Len- ins. Ræður Stalins og ráð. — Ráð páfa og hirðbréf. Æðsti höfðingi: Faðir Jósef Stalin. — Páfinn í Róm. Umboðsmenn: Formenn kom- múnistaflokkanna. (Hér á landi Brynjólfur Bjarnason og Héð- inn) — Kardínálar, erkibiskup- ar. Eins og páfinn er óskeikull umboðsmaður Péturs postula hér á jarðríki eftir trú róm- verks-kaþólskra, þannig er Sta- lin ginnhelgur og óskeikull túlkur og æðstiprestur kommún ismans og þannig má rekja dæmið áfram. Enda lifa þessir rússnesku útlendingar í Vestur- Evrópuríkjunum (kommúnist- arnir) eftir kjörorðinu: Lifið í trú, en ekki skoðun. Ég hefi verið að hugleiða í dag: Hvað gera æskulýðsfélög- in til þess að hafa samstarf um þjóðnytjamál? Þó að margt greini á um pólitíska stefnu. þá ætti engu að vera spillt, þó að reynt yrði að hrinda í fram- kvæmd að koma einhverju nauðsynjamáli æskulýðsins í höfn. Við erum mjög andstæðir í skoðunum / rnn stjjórnarfajrs- hætti og þjóðfélagsvandamálin, en getur samt ekki verið til mál, sem allir fallast á að þarfnist úrlausnar og vilja vinna að sem æskumenn? Við getum ekki lifað án meiri eða minni samskipta við pólitíska andstæðinga, við erum orðlagð- ir fyrir nábúakrit og illvíga per- sónulega baráttu um þjóðmálin. Væri þá úr vegi að hefja undir- búning að því að bæta sambúð okkar innbyrðis og færa þjóð- málabaráttuna meira í menn- ingarátt en nú er? Við getum deilt og verið kurteis, barizt fyrir okkar hug- sjónum o,g stefnumálum án persónulegs haturs og ofstækis. Mér fínnst því rétti tíminn að undirbúa jarðveginn meðal æskumanna fyrir prúðari póli- tíska umgengnismenningu í framtíðinni. Og mér kemur því í hug að CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisntai á Bounty. 1 Karl ísfeld íslenzkaði. Fryer: Já, ég og margir fleiri, En Bligh skipstjóri sagði okkur að þegja. Hann vildi ekki heyra neinn tala vel um herra Byam. Rétturinn: — Heyrðuð þér Robert Tinkler nokkru sinni minnast á það, að hann hefði hlustað á samtal milli Christians og Byams á hundavaktinni nóttina áður en uppreisnin var gerð? Fryer: — Ekki minnist ég þess. Rétturinn: — Sagði Robert Tinkler nokkuð til varnar Byam? Fryer: — Já, hann trúðí því aldreí, að hann ætti neinn þátt í uppreisninni. Þegar Bligh skipstjóri sakaði hann um þetta 1 fyrsta skipti, gleymdi Tinkler sér og sagði af sannfæringu: — Hann er ekki meðal uppreisnarmanna, skipstjóri, það þori ég að ábyrgjast! Bligh skipstjóri sagði honum strax að þegja. Rétturinn: — Robert Tinkler er mágur yðar, er ekki svo? Fryer: — Jú, hann var það. Rétturinn: — Hefir hann farízt? Fryer: — Hann er sagður hafa farizt með skipi sínu Carib Maid nálægt Vestur-Indlandseyjum. Rétturinn: — Voruð þið Bligh skipstjóri vinir? Fryer: — Síður en svo. * Cole, bátsmaðurinn, var því naist ltallaður inn og Purcell ásamt homuaa. Ég spurði þá báða hþjje sama og jég hafði spurt G. B. B. r æfa okkur á eðlilegum sam- skiptum með því að fram- kvæma eitthvað. Hvérnig væri t. d. að pólitísk æskulýðsfélög í höfuðborginni gengju til verks öll saman og beittu sér fyrir því að reisa hér og starfrækja æskulýðshöll, eigið húsnæði æskunnar til fé- lagslegrar og menningarlegrar starfsemi? Hvað myndu yngri „brodd- arnir“ segja um það? Alþýðnæskan ð að skapa lýðræði, frið og frelsi i íslenzbn Wóðlífi. IFÓTSPOR öfga og einræðis fetar nú grimmd og eyði- legging styrjaldarinnar. íslenzkar hermikrákur og umboðsmenn erlendra einræð- isherra hafa tekið afstöðu með herveldisstefnu þeirra og þjóð- ernakúgun. Nazistapiltarnir tóku allt eftir þýzka nazismanum, lásu Hitler og Rosenberg, klæddust þýzkum skyrtum og fylktu liði á þeirra vísu. Liðssveit þeirra óx upp í skjóli þeirra uppþota og glam- urs, sem kommúnistar stóðu fyrir, en þeir öpuðu rússneska stjórnendur og tilbáðu einhliða kenningar Stalins. Báðir armar öfganna voru skipaðir ofsatrúarmönnum og æfintýragjörnum unglingum, en hvorugum þótti vel takast um fylgisaukningu. Nazistarn- ir urðu samruna við Sjálfstæð- isflokkinn, en kommúnistarnir þóttust taka upplýðræðisstefnu og vilja samvinnu við frjáls- lynda flokka, og þó sérstaklega Alþýðuf lokkinn. Árangurinn af þessari þjóð- lygi varð sá, að nokkrir fylgj- endur Alþýðuflokksins runnu inn 1 kommúnistaflokkinn, og fylgdu með nokkrir unglingar, sem vonlegt var. Nú er komið í ljós hvað heill hugur fylgdi máli hjá kommún- istunum um „sameiningu í lýðræðissinnuðum sósíalista- flokki“. Blað þeirra dásamar kúgun j Stalins og tröðkun á sjálfsá- kvörðunarrétti smáþjóðanna. fagnar yfir bandalagi hans við Hitler, syngur lof hverri á- kvörðun rússnesku stjórnarinn- ar, sem hnígur í þá átt að bæta löndum undir hina kommúnist- isku krúnu, þó að það sé gert í bandalagi við þýzka einræðis- herrann, sem kommúnistar hafa sjálfir kallað „blóðhund og böðul þýzkrar alþýðu“, „friðarspilli og brennuvarg“. Nú er hann betri félagi en lýðræðisríki Vestur-Evrópu. Nú þarf ekki að óttast veldi hans né valdagræðgi, nú er ekki að finna svik við lýðræði og frið, þó að samið sé við Hitler. Slík svik voru aðeins í Mún chen, nú eru lýðræðisríkin orð- in hættulegasti andstæðingur- inn fyrir Sovét-Rússland og öll • önnur lönd. í vor þegar von var á Emden, fékk einn froðusnakkur kom- múnistai pólitískt móðursýkis- kast og ákallaði hollvætti til hjálpar. E. O. gerði fyrirspurn um, hvort ríkisstjórnin hefði ekki gert ráðstafanir til þess að fá hingað brezk eða jafnvel am- erísk herskip til að vernda hlut- leysi landsins. Nú er vindhaninn snúinn, nú er bandamönnum nazismans — rússnesku Stalinstjórninni — hælt á hvert reipi, nú er banda- lag sjálfsagt við Hitler-Þýzka- land til þess að berja á Bretum, sem í vor átti að biðja um að slá verndarhendi yfir ísland. Þetta fólk er ekki íslenzkt í anda né verki. Aðdáendur Hit- lers og Stalins eru erlendir vá- gestir í íslenzku þjóðlífi, þeir hafa á sér yfirskin þjóðrækni og ættjarðarástar, en eru í reynd- inni erindrekar erlends stór- veldis. Þjóðhættulegir landráðamenn eigi síður en togaranjósnarar. Ungu menn og konur! Þið, sem eigið framtíð þessa lands og þjóðar, takið höndum saman um að vernda lýðfrelsi og lýð- menntun íslenzku þjóðarinnar fyrir ásælni og blekkingum öfgaflokkanna. Verið trú íslenzkri frelsisþrá og brjótið fjötra einræðis og kúgunar. Afneitið erlendu valdi, þurrkið kommúnisma og naz- isma út úr íslenzku stjórnmála- lífi. Fryer, og þeir svöruðu á sama hátt og hann. Rétturinn lagði fyrir þá sams konar spurningar og lagðar höfðu verið fyrár Fryer. Þeir voru spurðir sérstaklega að því, hvort Bligh og Tinkler hefðu nokkurn tíma talað um samtal mitt og Christi- ans. Hvorugur þeirra minntist þess. Peckover var varðstjóri á hundavaktinni, svo að ég hafði vonað, að hann hefði heyrt eitthvað af því, sem okkur Christian fór á milli. En það eina, sem hann sagði, varð aðeins til þess að gera minn málstað verri. Hann sagðist nefnilega hafa séð okkur Christian tala saman á þessari vakt. Rétturinn spurði: — Hvað var framorðið? Peckover: — Það hefir verið um kl. 1. Rétturinn: — Var fanginn Byam vanur að halda sig á þiljum á nóttunni eftir að varðtíma hans var lokið? Peckover: — Það man ég ekki. Rétturinn: — Var Christian vanur að vera á þiljum, þegar hann var ekki við störf? Peckover: — Það var ekki beinlínis venja hans, en hann kom oft upp á þilfar á nóttunni, til þess að gá til veðurs. Rétturinn: — Hvaða ástæða haldið þér að legið hafi því til grundvallar, að þeir voru báðir svo lengi á þiljum einmitt þessa nótt? Peckover: Það var svalt veður. Rétturinn: — Hvað gerði Bligh, þegar hann kom á þilfar þessa nótt? Peckover: — Hann gekk um gólf stundarkorn. Rétturinn: — Tóku Christian og Byam eftir því, að Bligk var á þiljum? Peckover: — Það veit ég ekki. Máninn var bak við »ký, og það var dimmt á þilfarinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.