Alþýðublaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 3
MfÐVIKtíDAGUR 1. NÓT. 199. ALÞÝÐttBLAÐfÐ ma. ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. I fjarveru haru: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINI (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4001: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4006: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN SérhagsmHHir verða að vikja fyrir ðióð- LLUM þorra þjóðarinnar er það áreiðanlega ljóst, hve alvarlegir þeir erfiðleikar e t-u, sem við eigum nú við að stríða af völdum stríðsins. Og yfirgnæfandi meirihluti hennar mun vera þeirrar skoðunar, að knýjandi nauðsyn beri til, að þeim erfiðleikum sé mætt með sem mestum einhug þeirra þriggja flokka, sem síðan í vor hafa staðið að stjórn landsins. Stríðið hefir svipt okkur stór- um mörkuðum úti í heimi, og cnn er með öllu óséð, hvort takast muni að vinna það tap upp á öðrum stöðum. Og þó er augljóst, að velferð þjóðarinnar er undir því komin, að hún geti lialdið áfram að selja afurðir t ínar erlendis og það við við- unandi verði. Þjóðin þarf að fiytja margt inn, bæði matvæli <>g hráefni, sem hún ekki getur án verið. En hún getur því að- eins flutt inn, að hún geti kom- ið sínum eigin afurðum í verð til þess að greiða með innkaup sín. Og það verð þarf að vera miklum mun hærra nú en áð- ur, eftir að allar vörur hafa hækkað stórkostlega á erlendum inarkaði, svo ekki sé talað um flutningsgjöldin, sem hafa enn- þá meira stigið. Það myndi þegar verða mjög tilfinnanlegt, ef þjóðin yrði að takmarka að miklum mun inn- flutning margskonar matvöru- tegunda, sem nú áratugum saman hafa tilheyrt daglegu brauði hennar. En hitt væri þó ekki síður ískyggilegt. ef aðflutningar stöðvuðust áð meira eða minna leyti á nauð- synlegustu framleiðslutækjum og hráefnum til þess iðnaðar, sem hér er kominn upp á síð- ari árum. Það myndi gera þús- undir manna atvinnulausar og leggja þjóðinni þær byrðar á herðar, sem erfitt yrði undir að rísa. En þó að hamingjusamlega tækist að stýra fram hjá öllum þessum hættum og hægt yrði að selja afurðir okkar erlend- is við sæmilegu verði og birgja þjóðina upp að öllum nauðsyn- legum matvælum, framleiðslu- tækjum og hráefnum, verður því aftur á móti ekki afstýrt, að hér skapizt alvarleg dýrtíð af völdum verðhækkunarinnar er- lendis. Hún er nú þegar farin að gera mjög tilfinnanlega vart við sig og kemur eins og æfin- lega harðast niður á þeim, aem af minnstu hafa að taka, verka- mönnunum, sem enga fram- leiðslu hafa og verða að lifa af takmörkuðu kaupi. Og það er því með öllu óhjákvæmilegt, að ráðstafanir verði gerðar til þess að kaup þeirr* hækki í sam- ræmi við verðlagið, svo fremi að ekki eigi að hljótast vand- ræði af. Það er augljóst, að fram úr svo margháttuðum erfiðleikum verður ekki ráðið svo að vel fari, nema með röggsamlegri í- hlutun ríkisins. Það verður ekki hjá því komist, að það hafi á slíkum tímum strangt eftir- lit með sölu afurðanna til út- landa og ráðstöfun gjaldeyris- ins, sem fyrir þær fæst, þannig að tryggt sé að honum sé ekki varið til óþarfa, heldur til þess, sem þjóðin nauðsynlega þarf til að geta lifað og haldið atvinnu- lífi sínu í gangi. Og það verður heldur ekki hjá því komizt, að ríkið hafi nákvæmt eftirlit með verðlagi innanlands og þá einn- ig kaupgjaldi til þess að afstýra óeðlilegri dýrtíð í landinu og öllum þeim hættum, sem af henni myndu leiða. Yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar mun líka vera þetta ljóst í dag og ekki sízt verka- mönnum og bændum, sem þegar mörgum mánuðum áður en stríðið brauzt út sýndu þann þegnskap að fallast á lög- gjöf um kaupgjald og verðlag í landinu í því skyni að afstýra dýrtíð af völdum gengislækk- unarinnar, þó að þeir að sjálf- sögðu geri nú réttmæta kröfu til þess að sú löggjöf sé endur- skoðuð með tilliti til þess á- stands, sm síðan hefir skapazt af völdum stríðsins. En ef táka má mark á vissum blöðum hér í Reykjavík, virðist slíkum skilningi og þegnskap því miður ekki vera fyrir að fara hjá hinum fámenna hóp stórkaupmanna í landinu. Þeir vilja ekki sætta sig við það, að ríkið hafi á þessum alvarlegu tímum eftirlit með innflutningi og gjaldeyri. Þeir þykjast ekki græða nóg á verzluninni. Þeir vilja heldur ekki að ríkið leggi fram fé til opinberra fram- kvæmda til þess að afstýra at- vinnuleysi og neyð í landinu,, en heimta sparnað á rekstri ríkisins til þess að koma sjálf- um sér undan sköttum, þótt vitað sé, að ekkert einasta ríki telji nokkurt vit í slíkri fjár- málastefnu eins og nú er ástatt. Þeir vilja, að því er frekast verður séð, yfirleitt ekki beygja sig fyrir þjóðarheill og hafa jafnvel við orð að rjúfa þá sam- vinnu um stjórn landsins, sem verið hefir síðan í vor, og aldrei hefir verið nauðsynlegri en nú. Það skal ósagt látið á þessari stundu, hvort þeir gera alvöru úr þeirri hótun. En sigurvæn- legt yrði það áreiðanlega ekki fyrir flokk þeirra að ganga á þessum tímum til kosninga fyr ir klíkuhagsmuni þeirra og kröfur á kostnað þjóðarheildar- innar. Landvarnir Finna. Vel æft 300 púsnnd manna lið on göðar figgirtingar. IDAG biða allir frelsis- vinir á Norðurlöndum, og raunar um allan heim, eftir að heyra úrslitin í samningaum- leitunum þeim, sem undanfarið hafa farið fram milli Rússa og Finna. Við íslendingar þekkj- um sögu Finna, frelsisbaráttu þeirra gegn um aldirnar, und- irokun þeirra og uppgangs- tíma. Kvæði Runebergs eru kunn af fjölda íslendinga, enda lærðum við þau í bamaskólun- um í gamla daga og þau gagn- tóku okkur þá. Hinn gamli erfðafjandi Finna, hin rússneska yfirdrottnunar- stefna, hótar þeim nú ánauð og eyðileggingu, eins og svo oft áður. Hver verða úrslitin? Bjarga Finnar sjálfstæði sínu? Fær andstaða Norðurlanda og Bandaríkjanna því áorkað, að hrammur hins rússneska bjam- ar verði látinn síga, án þess að höggið falli? Menn spyrja að vonum: — Hvaða mótspyrnu geta Finnar veitt, ef Stalin sendir milljóna- her sinn gegn þeim? Eftirfar- andi grein, sém er eftir hernað- arsérfræðing danska blaðsins Social-Ðemokraten, svarar þess- ari spurningu að svo miklu leyti, sem hægt er að svara henni á þessu stigi málsins. ,,Það er sjáanlegt, að þetta land,“ segir hernaðarsérfræð- ingurinn, ,,sem fyrir fáum ár- um keypti frelsi sitt dýru verði, er staðráðið í því, að verja það með öllum ráðum, sem það ræður yfir. Og það verður að játa, að varnartækí þess eru þýðingarmikil og aðstaða þess að ýmsu leyti góð til að verja landið. í norðvestrí liggja landamæri Finnlands að Nor- egi, en að austan liggja landa- mæri þess að hinum auða Ka- relen, en þegar Finnar háðu frelsisstríð sitt, var einmitt þar um langt skeið barizt í smá- flokkum, því að þama er mjög erfitt að koma fyrir stórum her, hvort sem er til sóknar eða varnar. Milli hins mikla Lado- gavatns og Finnska flóans liggja landamærin yfir lítið eiði, sem venjulega er kallað „Karelska nesið.“ Þarna eru landamærí Finn- lands mjög ramrnlega varin með víggirðingum, og sérstak- lega þó með skríðdrekatorfæ- um. Þarna eru og að stað- aldri 5 landamæraherfylki, sem alltaf eru tilbúin til v.arnar. Að baki þessum vörnum hafa Finnar 3 fótgönguliðssveitir og eina riddaraliðssveit. Á friðar- timum eru þessar sveitir skip- aðar 21 þúsund mönnum, en nú íefir þetta lið verið aukið upp í 75 þúsundir manna og um leið og stríð brýtzt út, munu verða aarna um 200 þúsundir her- manna. En auk þessa ráða Finnar yf- ir hinum þekktu skotliðaher- deildum, en í þeim eru um 100 lúsundir manna, sem allir eru ákaflega vel æfðir og frægir um allan heim fyrir leikni sína, og auk þess eru í þessum deildum 50 þúsund konur, sem eiga að vera skotliðunum til hjálpar. Þetta eru allt sjálfboðaliðar, en aeir eru undir eftirliti ríkisins og lúta stjórn yfirherstjórnar- innar. í Finnlandi eru 3.66 millj- onir íbúa. — Útgjöldin til hersins nema 20% af öllum út- gjöldum ríkisins og á þennan hátt hefir Finnum tekizt að koma upp góðum víggirðingum og tiltölulega stórum og sterk- um her, sem áreiðanlga getur varizt innrásarher í langan tíma. Ef Sovét-Rússland gerir ekki aðeins kröfur til Hoglands- eyjunnar sem liggur í Kron- stadtflóanum og hefir réttilega meiri þýðingu fyrir Rússa en Finna, heldur og einnig til Á- landseyja, þá getur það haft ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar fyr- ir Finna, — en ekki aðeins Finna, heldur og einnig Svía. Norræni þjóðhöfðingjafundurinn í Stokkhólmi: Frá vinstri: Há- kon Noregskonungur, Kallio Finnlandsforseti, Gustaf Svía- konungur og Kristján konungur íslands og Danmerkur. Samningar Finna og Rússa snerta ekki aðeins Finna sjálfa, heldur og allar Norðurlanda- þjóðirnar, og það er því engin furða, þó að við bíðum úrslit- anna með eftirvæntingu. [Grein þessi er vitanlega' skrifuð áður en síðustu tíðindi urðu kunn, en þau er hægt að lesá á fyrstu síðu í blaðinu í dag.] L. H. Mnller lætnr af storfnm sem formaður Sklðaf élags Reykjavíkur. Téfflar flðskur og glðs. Kaupum í Nýborg fyrst um sinn tómar flöskur, 3/4 og 1 litra á kr. 0,20 og 3/8 / lítra flöskur á kr. 0,15. Bökunardropaglös með skrúfhettum á kr. 0,05 og ennfrem- ur allar tegundir af glösum undan þeim innlendu hárvötnum er vér höfum selt, að því tilskyldu að hettan fylgi. Áfengisverzlun ríkisins. SKÍÐAFÉLAG REYKJAVÍK UR hélt aðalfund sinn þ. 27. þ. m. L. H, Múller kaup- maður, sem verið hefir formað- ur félagsins óslitið í 25 ár, baðst undan endurkosningu og var í hans stað kosinn formðaur Kristján Ó. Skagfjörð heildsali. Eiríkur Beck framkvæmdar- stjóri hefir verið í stjórn fé- lagsins í 10—12 ár; baðst hann undan endurkosningu. Aðrir stjórnarmeðlimir voru kosnir Magnús Andrésson f ulltrúi, Einar Guðmundsson gjaldkeri og Björn Pétursson verzlunar- stjóri. Fyrir var í stjórninni Kjartan Hjaltested verzlunar- maður. í varastjórn voru kosn- ir Jón Ólafsson lögfræðingur og Stefán Björnsson skrifstofu- stjóri. Endurskoðendur voru endurkosnir Konráð Gíslason bókari og B. Steffensen. & Ari Thorlacius endurskoðend- ur. Reikningar félagsins fyrir starffsarið endurskoðaðir voru lagðir fram og samþykktir. Þá gaf ritari félagsins, Kjartan Hjaltested, ýtarlega skýrslu yf- ir störf félagsins á liðnu starfs- ári. Ákveðið var að árstillag skyldi vera sama og undanfarin ár, kr. 5,00. Guðjón Jónsson bryti, sem hefir haft á hendi greiðásölu í Skíðaskálanum undanfarin 2 ár, hefir nú látið af því starfi, en við hefir tekið Garðar Jónsson. Skíðaferðir voru farnar með minna móti síðastliðinn vetur vegna þess L. H. Miiller. hve snjólítið var og votviðra- samt, enda veturinn sá mild- asti, sem komið hefir um langt árabil. Félagið hefir aukið og endur- bætt mikið eignir sínar í Hvera- dölum, bæði byggt allstórt hús, sem notað er fyrir skíða- géymslu, geymslu á matvælum og þurrkhús, innréttað her- bergin í kjallara Skíðaskálans, svo verða þar uppbúin 60 rúm, fullgert stökkbrautina og þá málað og ferniserað skálann utan og innan. Þá var líka kom- ið upp baðhúsi við gufuhver- inn svo hægt er að fá þar gufu- bað. Félagið hélt hátíðlegt ald- .arfjórðungsafmæli sitt 24. febr. s.l. að Hótel Borg. Tóku þátt í borðhaldinu 220 manns. Voru margar ræður haldnar og bár- ust félaginu kvæði og margar góðar gjafir og þá líka for- manni þess, L. H. Mullér. Skíðamót var haldið í Hvera- dölum á vegum félagsins dag- aria 24. til 26. marz, og tóku þátt í því skíðamenn frá ísk- firði, Siglufirði og.Aliureyri og skíðamenn hér1 úr bænum. Þá var það í frásögur færandi, að hingað kom hinn heimsfrægi skíðakappi Birger Ruud ásamt konu sinni, og sýndi hann lis4ár sínar, sem voru dásamlegar, þá var framkoma hans sem í- þróttamanns ímynd þess, hvernig íþróttamenn eiga að vera. Happdrætti var haldið á ár- inu og gaf félaginu allmiklar tekjur. Skíðakennsla fór fraxn í Hveradölum s.l. vetur, og var kennari BjÖrn Blöndal, hin vel- kunni skíðamaður. í félaginu eru nú 678 með- limir. Svo hefir kunnugum mönnum reiknast, að síðastl. vetur hafi 14 125 manns farið á skíðum frá öllum félögum hér í bænum. Hinn nýkosni formað- ur mælti nokkur orð til L. H. Múllers og þakkaði honum brautryðjandastarf hans og hið langa og vel unna starf fyrir félagið og tilkynnti að félags- stjórnni hefði kjörið hann heið- ursfélaga — og er hann fyrsti. heiðUrsfélagi Skíðafélagsins. Þá þakkaði forseti í. S. í., Bene- dikt G. Waage, Múller fyrir forgöngustarf sitt og forystu í málefnum skíðaíþróttarinnar. Múller þakkaði með nokkrum orðum og færði Eríki Beck þakkir fyrir hans góða og langa starf í stjórn félagsins. Forseti' í. S. í. var fundarstjóri, en Magnús Andrésson fundarrit- an. Félagið gerir ráð fyrir að hafa skíðanámskeið í Hveradöl- um þegar kemur fram a vetur- inn og hefir góða von um á# takast megi að fá fararkost urii helgar upp til fjalla. Útvarpstiðindi fyrir vikuna 5.—11. nóvember eru komin út. í þessu hefti er grein um heilbrigðisþætti eða er- iridí, sem Jóhann Sæmundsson læknir flytur. Auk þessa er í heftinu ýmis konar fróðleikur og' smágreinar. - .■■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.