Alþýðublaðið - 02.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.11.1939, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. NÓV. 1939. ALÞÝÐUBLAÐiÐ Við fótskðr ihaldsins. ■ •♦——... Enn um starfsemi kommúnista á Norðfirði. --- -------------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '4905: Alþýðuprentsmiðjan. |4906: Afgreiðsla. 15021 Stefán Pétursson (heima). | ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *------------------------—♦ Ræða Molotevs. V AR ÞAÐ bara tilviljun að kenna eða drætti á einka- skeyti frá Moskva, að Þjóðvilj- inn þagði eins og múlbundinn rakki um ræðu Molotovs í gær- morgun? Eða taldi hann það heppilegra fyrir álit sitt og Sovét-Rússlands, að láta í engu getið þeirra orða, sem þar voru töluð í nafni sovétstjórnarinn- ar? Þessum spurningum verður ekki svarað með neinni vissu. Ef til vill á Þjóðviljinn eftir að uþpgötva, að ræða Molotovs hafi verið frelsisboðskapur til hinnar finnsku þjóðar, á sama hátt og hann komst að þeirri niðurstöðu, að rauði herinn hefði ráðizt að baki Pólverjum til þess að frelsa þá. Og ef til vill á hann eftir að finna í ræðu Molotovs einhverja hulda stríðs- yfirlýsingu á hendur þýzka fasismanum, á sama hátt og hann varð þess vísari, að Stalin hefði gert vináttusamning sinn við Hitler til þess að steypa honum. Hitt væ-ri þó óneitan- lega miklu líklegra, ef reikna mætti með því, að Þjóðviljan- um væri stjórnað af mönnum með nokkurn veginn heilbrigðri skynsemi, að hann kysi heldur að þegja algerlega um þessa ræðu. Því að verra kjaftshögg hefir kommúnistum varla verið géfið úti um heim, en með henni. í meira en tvo mánuði hafa nú þessir vesalingar verið að reyna að þvo Sóvét-Rússland hreint af vináttusamningi þess og samvinnu við þýzka naz- ismann. Þeir hafa lofsungið það fyrir samsærið gegn friðin- um og lýðræðisríkjunum, fyrir árásina á Pólland og fyrir kúg- un Eystrasaltsríkjanna. Þeir hafa reynt að telja fylgismönn- um sínum trú um það, að í öll- um þessum svikum Sovét- Rússlands við áður yfirlýsta stefnu þess fælist eitthvert djúpviturt herbragð Stalins til þess að steypa þýzka nazisman- um og brjóta heimsbyltingunni braut vestur um Evrópu. Og svo kemur Molotov, sem eins og allir vita er ekkert annað en bergmál af Stalin, og gerir þá að athlægi fyrir allt sitt erfiði til þess að viðhalda trúnni á Sovét-Rússland úti um heim! Það er ekki alveg heimsbylt- ingin, né baráttan á móti þýzka nazismanum, „Hitlerismanum" sem Molotov talar um! Vinátta Rússa og Þjóðverja, segir hann, er varanleg og verzlunarvið- skiptin milli þeirra verða auk- in. Rússar munu að vísu halda áfram að vera ,,hlutlausir“, eins og hann kallar það, en þó styðja „friðarviðleitni Þjóðverja“! Því að Þýzkaland er nú ekki lengur „árásarríki" í augum Sovét- Rússlands. Hinsvegar eru Eng- land og Frakkland „stimpluð“ með því nafni. Og þá er heldur ekki verið að hugsa mikið um það, hvað Sovét-Rússland hefir áður sagt um þá baráttu gegn þýzka nazismanum, sem þau verða nú að heyja, án þess. Bretar og Frakkar segjast berjast gegn Hitlerismanum, segir Molotov. Menn geta haft hvaða skoðun á honum, sem menn vilja. En það er ekkert annað en fásinna, eða „glæp- samlegur fávitaskapur“, eins og aðalblað sovétstjórnarinnar „Isvestia“ orðaði það ennþá aetur fyrir fáum vikum síðan, að ætla sér að berja hann nið- ur með stríði. Þannig talar nú æðsti maður sovétstjórnarinn- ar, sem árum saman hefir pré- dikað stríð gegn þýzka nazism- anum og ekkert tækifæri látið ónotað til þess að fullvissa heiminn um, að Sovét-Rússland myndi 1 því stríði standa í fylkingarbrjósti fyrir öllum lýðræðisríkjum og smáþjóðum, sem væri hætta búin af yfir- gangi Hitlers! Þetta er þá orðið úr „baráttunni gegn stríði og fasisma"! Það hefir farið á aðra leið en ætlað var. í stað þess að standa í fylkingarbrjósti fyrir lýðræðis- ríkjunum og smáþjóðunum í baráttunni gegn Hitler, felur Sovét-Rússland sig nú á bák við hann og virðist ekki kunna því neitt illa, að kúga þær smá- þjóðir, sem Hitler hefir leyft því að leggja undir sig, enda þótt það lofaði þeim stuðningi sínum áður. Og Stalin hefir verið furðanlega fljótur að læra af Hitler. Það eru nákvæmlega sömu aðferðirnar, sem hann hefir haft við Eystrasaltsríkin, eins og Hitler hafði á sínum tíma við Austurríki og Tékkó- slóvakíu. Og eins og Hitler birti kröfur sínar á hendur Póllandi, án þess að það hefði fengið að svara, og setti síðan morðtólin í gang gegn því, eins birtir Molotov nú í nafni Stalins kröfur sovétstjórnarinnar á hendur Finnlandi meðan samn- ingamenn þess eru á leiðinni til Moskva með svar finnsku stjórnarinnar, og boðar blóð- uga árás á það, ef það fallizt ekki á allt, sem af því er heimtað! Það er engin furða. þótt sov- étstjórninni sé orðið sárt um „Hitlerismann“ og vilja ógjarn- an sjá hann barinn niður í stríði. Því að svo mikið á hún nú undir því sjálf, að heimur- inn fái framvegis að verða náðar hans aðnjótandi. Hitt er furðulegra, að til skuli vera svo skoðanalausar og skapgerðar-í lausar skepnur í heiminum, eins og kommúnistar bæði hér og annarsstaðar utan Rússlands, að þær láti hafa sig til þess að lofsyngja slík svik við allt það, sem kommúnisminn hefir áður haldið fram. Póstferðir 3. nóv. 1939. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Borgarness-, Snæ- fellsnesspóstar, Stykkishólmspóst- ur, Norðanpósitur, Dala&ýslupóst- ur. — Til Reykjavíkur: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóapóstur, Laugar- vatn, Hafnarf jörður, Borgarnes, Norðanpóstor. 1 I [ Tónhendur, nýtt lagasafn eftir BjöiTgvin Guðmundsson, er nýkomið út. Eru í því 12 lög fyrir einsöng, karlakór og blandaðar raddir. Ot- gefandi er Bókaútgáfan Edda á Akureyri. Útbreiðið Alþýðublaðið! Effir Odd A. Sig~ urjénsson. EEINS og lescndum Al- þýðublaðsins er kunnugt, hefi ég nokkrum sinnum gert kommúnistana hér í Ibæ að um- talsefni. Hingað 'til hafa þeir samþykkt réttmæti greina minna með þögninni, en nú bregðursvo við að þeim hefir ekki þótt leng- ur við unandi, og hafa nú látið Jóhannes Stefánsson hasla mér völl. Við lestur greinar Jóhannesar varð mér á að hugsa, að litlum vinsældum myndi sá matsveinn eága að fagna, sem þvílíkan graut eldaði, en það mun helzt til, að lesendur Þjóðviljans eru ekki góðu vanir og því ekki vand- fýsnir. Jóhannes byrjar með löng- !um inngangi, að sið þeirra, sem eiga erfitt með að höndla hugs- anir sinar, og festa á pappír. Veltur þar á ýmsu. Hans fyrsta skekkja, og hennar er ekki langt að leita, er að Al- þýðuflokkurinn hafi einhvertíma haft hér 6 bæjarfulltrúa. Hann hefir aldrei haft hér nema 5 kjiöma bæjarfulltrúa og má manni, sem hefir alið hér allan sinn aldur, vera vorkunnarlaust að vita það. Jóhannes gerir hinígaðkomu mína til bæjarins að umtalsefni, pg er sú frásögrt í fullu samræmi við allt annað í grein hans. Ég hefi í höndum gögn frá samherja hans um þetta mál og frá þessum tíma og kveður þar mjiög við annan tón en hjá Jóh. Hefi ég ekki ástæðu til að rengja þá frá- sögn og því síður sem ég hefi fengið um það áréttingu aðila. Róprlnn nm skólann. Viðvíkjandi rógi hans um skól- ann skal ég annars taka það fram að ég gæti trúað að erfiðlega gengi að koma sarnan bæjarbóir- [haldinu í ár ekki síður en í fyrra ef hann notar þar sömu relknings aðferðir og um skólann. Bendir að visu, margt til þess að svo sé, og mun ég koma betur að því síðar. Átján nemendur luku prófi s. 1. ár, bæði í I. og II. bekk, og sé þeirri tölu deilt í 9000, sem er nálægt þeirri upphæð, sem sikólinn kostaði bæ og riki, koma út ekki 3000, heldur ca. 500 kr. á nemanda, er hér þó ekki tekið tillit til kvölddeildarinnar. Geti Jóh. sýnt fram á það að framkoma mín gagnvart nem- endum sem kennara eða skóla- stjóra hafi verið á þá lund að bneykslunum ylli, skora ég á hann að gera það. f því efni á hann að deila á mig sem skóla- stjóra, en ekki nota dylgjur sem ’Ógbera er siður. Jóhannes var einu sinni í skó’a- nefnd gagnfræðaskóians og um afrek hans þar er þetta helzt að segja. Hann sótti það mjög fast að með sér yrði mælt tíl prófdómarastarfa (laun prófdóm- ara erú kr. 2,50 á klst.) Liggur þeim, sem þekkja manninn ekki óbeint við að halda, að garnagaul hans um skólann stafi af því, að fræðslumá;astjóri hafnaði hon- um, en valdi til starfans fyrrv. skólastjóra og kennara. Þá hyggur Jóh. að það aðgerð- arleysi, að viðhafa ekki skrípa- læti og nærfellt handalögmál á bæjarstjórnarfundum, sé mér þyrnir í auga. Ekki sér hann sína menn svo hann ber þá lika, var eitt sinn kveðið. Meðan kommúnistar voru í stjórnarandstöðu hér voru það þeir, sem viðhöfðu málsþóf, æs- ingar og nánast skripalæti með flutningi einskisverðra tillagna. f það eina sikipti, sem nálgaðist handalögmál var það Guðmund- ur Sigfússon, sem til þess ætl- aði að stofna, sennilega undir áhrifum víns. Ehiginn bæjarbúi getur annað séð en að hann sé )eirra hjarfólgnasti bandamaður enda þannig gerður að honum er helzt, af sjálfstæðismönnum hér trúandi til samúðar með kommúnistum. Alþýðuflokksmenn hafa aldrei tamið sér þann sið á bæjarstjórnarfundum, sem kommúnistar viðböfðu, og ég hefi lýst, síðan þeir komust í stjóiiniar- andstöðu, stafar það af því að þeir hafa til að be a þá ábyrgðar- tilfinningu, sem kommúnista al- geríega skortir. „DmhíaoiairifjrirP.flJ. Ég kem þá næst að malefnum P. A. N. Allt ,sem ég skrifaði í fyrri grein minni urn P. A. N. var sem og annað þar sannleikanum samkvæmt. AlþýÖuflokkurinn hef ir aldrei ætlað sér að gera íé- lagið að pólitísku fyrirtæki, hefði það verið þá var flokknum það í lófa lagið rneðan hann hafði tögl og hagldir um stjórn fé- lagsins. Meira að segja Jóhannes Stefánsson hefir sjálfur ekki lát- ið orð falla um það, að þá hafi beitt þar pölitískri hlutdrægni. En íyrsta verk Lúðvíks Jósepssonar, félaga Jóh. er hann gekk inn í P. A .N. á aðalfundi félagsins, var að stilla upp á lista ? til stjórnarkosningar m. a. einum af forstjóium kaupfélagsins ,rÆgir“ sem margir þekktu og þekkja til hér og að mig minnir bóndanum frá Hellisfjarðarseli, sem mesta frægð hefir hlotið sem „Neiið frá Norðfirði“. Enginn Norðfirð- ingur lætur sér detta. í hug að það hafi verið gert til að efla félagið á nokkurn hátt, heldur var hér tilraun til að smeygja pólitík inn í ópóbtískt félag og þar með stefna því inn á annað svið en það átti að starfa á. Það er rangt hjá Jóh. að ég fari með nokkra fölsun um kosn- inguna í stjóm 1938. Af orðurn hans m á sjá, að hann hefir lesiÖ grein mína eins og viss persóna biblíuna nema hann ætli sér að gerast bæði svo heimskur og ósvífinn að stanig- ast við staðreyndirnar í málinu. Listi Sigurjóns Kristjánssonar komst raunar að, en á honum var og talinn einn af „krötum" Sigdór Brekkan, sem við klofning inn í Alþýðuflokknum brást sín- crm llokki og gekk bommúnistum á hönd. Kemur það heim við það, sem ég hélt fram. Alþýðuflokksmenn réðu engu í P. A. N. 1938 og sízt eftir að forstjórinn valdi sér bólstað i náðarfaðmi kommúnista eins og Sigdór og Jóhannes. Sigdór og íhaldsmaðurinn höfðu meirihluta í stjórninni og var óspart dekrað við kommúnista. Meira að segja gekk það svo langt að þeir neyttu meirihlutavalds síns lil þess að þagga niður óþverramál innan félagsins, sem Jóh. mundi áreiðanlega ekki hafa látið ó- umtalað, ef flokksbróðir hans hefði ekki átt í hlut, séu skrif hans lögð til grundvallar fyrir innrætinu. En auðvitað var pass- að að láta „góðverkið” gerast undir yfirskyni venjulegrar guð- rækni. Forstjórinn hefir nú feng- ið sín laun, er þeir ráku hann frá störfum- Allir vita að ástæðan sem tilgreind er, veikindi hans, er tyiliástæöa. Hann hefir áöur verið heilsutæpur og notið þá aöstoðar góðra manna til að halda starfinu. Er hér eitt dæmið um mannlund þeirra kommúnist- anna. Jóh. minnist ekki á hann og það er eftirtektarvert, því að ekki var honum vandara um að grípa þar til ósannindanna en annarsstaðar í grein sinni. Samkv. reikn. batnaði hagur P. A. N- stöðugt þar til á árinu 1938 að félagið var rekið með tapi og má án efa kenna það að veiulegu leyii brölti þeirra sálu- félaganna. Þá segir Jóh. að Alþýðuflokks- menn hafi ekki fengið aðgang í kaupfélagið vegna bændanna hér í sveitinni! Tekur hann þó undan mig einan. Vesalings Jó- hannes. Þeir, sem gengu úr P. A. N. eru nú samt að meirihluta virkir félagar í „Fram“, enda þarf ekki Jóh. að halda að bænd- unum sé þvert um geð að við- skiptin við félag þeirra aukist. Hitt er draumur Jóh. að unnt sé að smeygja tortryggni inn á milli bændanna í sveitinni og verkafólksins hér í bænum, en ég held að hann sé einn af þeir'ri tegund, sem ekki rætist. Við- leitni Jóh. er þó söm og jöfn fyrir því. Vörusala kaupfélagsins hefir líka aukist það vemlega að það eitt er nóg til að afsanna staðhæfingu Jóh. S. 1. ár seídi það fyrir ca. 95 þúsund krónur en nú, um miðjan okt. er vöru- salan orðin 142 þús. krónur, á erlendum vörum. Þetta era tölur sem tala. Nú þegar innflutninigur verzlunarfélaga er miðaður við félagatölu þarf mann, sem hefir til að bera bæði fljótfærni og ósvífni Jóh. til að halda því fram að vörusalan hefði getað auk- ist svo ef ekki hefðu fengizt auk- in leyfi vegna félagsaukningar. Hitt væri aftur mál, sem vert væri að athuga, hvort stjórn P. A. N. hefir tilkynnt innflutnings- nefnd um fækkun félaga, eða hvort henni hefir láðst það. Innheimta útsvaranna. Þungatniðjian í grein Jóh. á að v.era vörn fyrir Karl Karlsson og þykist hann þar láta „staðreynd- ir“ tala. Athugum það. Karl á að : hafa innheimt 85«/o útsvara og 95o/o af húsaskatti. Má vera. Ey- þór innheimti 1936 116°/o af á- föllnum útsvörum og húsaskatti og 1937 114°/o af útsvöram og húsasikatti, eða bæði árin talsvert meira en þá féll á. Engar líkur eru til að ætla að útkoman hefði ekki verið svipuð í fyrra, og það þótt útsvarsupphæðin væri 13 þús. krónum hærri en nú í ár. Þegar hann fór hafði hann þeg- ar fengið greiðsluloforð frá út- gerðarmönnum, og fyrir lágu milliskriftir fyrir svo þúsundum króna skiptir, og þurfti Karl ekki annað en að veita þeim umsömdu greiðslum möttöku. Lausaskuldir segir Jóh. að hafi verið greiddar svo nemi þúsundum króna. Rétt er, að það hefir verið gerð nokk- ur tilfærzía, en þar sem heildar- upphæð lausra skulda hefir ekki lækkað neitt að ráði samkvæmt því, sem Karl hefir sjálfur sagt mér, munu allir sjá hvers virði sú „greiðsla” lausaskuldanna er, sem Jóh. guinar af. Eyþór hefir að vísu fengið nokkuð greitt, en meirihlutinn af því er með rnilli- skriftum, sem hann af sérstökum ástæðum gat notað og svo gjöld hans til bæjarins og fyrirtækja hans. Það er sannanlegt, að gerð hefir verið tilraun af styikþega til aö auka við þann skammt, sem honum var úthlutaður af Karli, og er það fyrirbrigði ’ó- þekkt frá Eyþórs tíð; bendir það á, að ekki hafi hlútaðeiganda þótt of ríflega tillagt. Það er alveg víst, að Jóh. hefði verið mlnnis- betri á þessa hluti, ef ekki héfði viljað svo til, að hér á i hlut einn af samherjum hans, maöur, sem hefir verið notáðúr til þess að skemmta á fundum hjá köm- múnistum með því að fara með svívirðingar um pölitíska and- stæðinga. Slík er þeirra siðfræði, I ræktunina hafa verið lagðar 500 kr., og vora staurarnir í girðing- úna teknir upp í skuld hjá Guðm. Sigfússyni, allt gamall viður úr bryggjum og pöllum, sem hann hafði látiÖ smárífa. Var þar að verki frekar heppileg tilviljun en fratnsýni og dugnaður. Víxillán var tekið fyrir girðingarnetinu og ekki frekar fyrir atbeina meiri- hluta en minnihluta bæjarstjórn- ar. 1 veginn hafa farið um 2700 kr., og er hann þó ekki ennþá kerrafær. Að uppsetningu girðingar og vegalagningu unnu að mestu þeir, sem voru á framfæri hjá bænum. Það er blessað og gott, en á stjórnartíma Eyþórs gátu kommúnistar komið því svo fyrir, að ekki var unnt að láta þéssa menn vinna fyrir framfæri sínu, þó að vinna væri í boði. Þess ér skemmst að minnast, að Jóh. gerði sjálíur verkfall sem verk- stjóri og fékk verkamenn til að fylgja sér að málúm, af því að Eyþór neitaði að greiöa fyrirfram hluta af vinnulaunum i bæjar- vinnunni. Hin eina framfdr’er — og hún ekki svo lítil raunar; — að kommúnistar hafa nú kipþt því í lag, sem þeir höfðu sjálfir í ó- lag komið. En menn veiti at- hygli vinnubrögðiunum. Það, að stórskaða bæinn, var í þeirra augum einskis virði, ef þeir gátu méð því aukið erfiði pólitísks andstæðings. Ösannindin nm elli- launin. ' Það eru hrein ósannindi, að ellilaun hafi verið hærri í tíð Karls en Eyþórs. Síðasta ár Ey- þórs varð upphæðin hærri en það, sem kom til útgieiðslu hjá Karli. Aðalúthlutun var ,að vísu lægri, en aukaúthlutun var gerð í fyrrahaust, sem nam töluverðu medra en þeim mun. Hér við bæt- ist aö þá vo.ra éílilaun. mest- megnis greidd í penimgum, en hjá Karli mestmegnis í vöraávís- unum og eihkuir á hinar dýr- seldari vérzlanir bæjarins. Jóhanr.es hefir tekið þánn kost- inn, sem verri var, að hnýta í mig persónulega. Ég mun þó ekki að svo stöddu virða það svars. Ég hefi ekki deilt í skrifum mínum persónulega á hann eða hans félaga, þó að af nógu hefði verið að taka. Sjálfum sér getur hann um kennt, ef honum kann að þykja hér fast að kveðið. Ég hefi deilt á kommúnistana fyrir svik þ-eirra við öll sín íof- orð, ráðleysi þeirra og vesal- mennsku. Nú ætla ég að skiljast senn við þetta mál, er ég hefi rifið til gruinna alla grein Jóh. lið fyrir lið og sýnt fram á allar hans rangfærslur, sem máli skipta. Ég get þó ekki stillt mig um að vekja athygli á því, að betri sönnmi fyrir staðhæfingu minni um undirgefni kommúnista við í- haldið hefði ég aldrei getáð fært fram en Jóh. gerir sjálfur, þar sem hann talar um, „að Sjálf- stæðið kjósi með þeim kommún- istum bæjarstjóra." Svó lángt er Frh. á 4. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.