Alþýðublaðið - 03.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.11.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 3. NóV. 1939. ÁLÞÝÐUBLAÐfÐ Roosevelt svarar Molotov: 55) Það var dímmt um kvöldið, og hann gat ekki einu sinni keypt st'r kerti. En hann minntist þess, að ofurlítill kertisstúfur fylgdi elifærunum, sem hann hafði tekið í hola trénu. 56) Hann náði í eldfærin, en um leið og hann kveikti 57) opnuðust dyrnar og irm kom hundurinn, sem hafði augu jafnstór og undirskálar og Sfigði: Hvað þóknast húsbónda mínum? 58) Hvað er þetta? sjurði hermaðurinn. — Sæktu mér peninga, sagði hann við hundinn. 59) Eins og örskot hvarf hundurinn og kom aftur að vörmu spori með poka fuílan áf peningum. Brunatrygpgar Liftrýggingar fðtiyggiBgarskrifstofa | SiiHnr Sigbvatssonar. I Iðtl 2. | "¦*C^nO PSstferötp 4. nóv. 1939. Frá Reykjavik: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, ölfuss- o;* Ftóapóstar, Þingvellir, Laug- a vatn, Hafnarf jörður, Grímsness- o, í Bískupstungnapóstar, Akra- rotss-, Boirgarness-, ' Álftaness- p >star, Fljótshlíðarpóstur. — Til R >ykjavíkur: Mosfellssveitar-, K'alamess-, Reykjaness-, Ölfuss- 0;f Flóapóstar, Þingvellir, Hafn- a fjörður, Austanpóstur, Akra- ness-, Borgarness-, Álftanesspóst- ar, Snæfellsnesspóstur. Kirkjuritið, 8- hefti yfirstandandi árgangs er nykomið. Efni: Striðstímar, eftir ritstjórann, Ásmund Guð- mundsson, Trúarbragðafræðslan í skólunum, eftir dr. Mosbeoh, Vald —þjánusta, eftir séra Arna Sig- urðsson, Sextíu ára afmæli fyrsta lúterska safnaðarins í Winnipeg, eftir dr. Richard Beck, o. m. fl. Hrflr ofðseHdlnoB M sovét- sfiórninni sien í vor, sem spir sflk Iteinar við fyrri flirlpnp tii Hakkaöi Bitlers sovétstlórtí] um að rái s SiooMffl fyrir ðslorun iast ekki á Flanland! Frá fréttaritara Alþýðublaðsins ? KHÖFN í morgun. ROOSEVELT Bandaríkjafor- seti svaraði í gær árásum Molotovs á hann fyrir samúð þá, sem hann hefir látið í Hós irieð Finnlandi, á mjög skorin- orðan, eri einkennilegan hátt. Molotov taldi plíð í ræðu sinni ósamrýmanlegt hlutleysi Bandaríkjanna, að þau létu samninga Rússa og Finna til sín taka og lýstu yfir samúð sinni með Finnlandi. Roosvelt svaraði þessu í gær með því að birta orðsendingu, sem hann fékk frá Kalinin for- seta Sovét-Rússlands þ. 14. apr- íl í vor, í tilefni af þeirri á- skorun, sem Roostevelt hafði þá nýlega sent Hitler, um að skuld- binda sig til þess að ráðast ekki á neitt af tilteknum 30 ríkjum, þar á meðal Finnland. Kalinin vottaði Roosevelt í orðsendingu sinni þ. 14. apríl þakklæti sitt og virðingu fyrir áskorun hans til Hitlers og þann stuðning. sem hann hefði með henni veitt málstað friðar- ins og öryggi og sjálfstæði smá- þjóðanna. Engin skýring fylgir birtingu þessarar orðsendingar Kalinins af hálfu Roosevelts. En menn skilja hvað meint er. Á því augnabliki, sem Rússland er nú sjálft að búa sig undir að ráðast á Finnland, sýnir orðsendingin betur en allt annað svik sovét- stjórnarinnar við þá stefnu, sem hún hyllti í vor, að minnsta kosti í orði. iiíisar kaipa 611 p|zk skip f rdssfleskDia Mf nnra Rússar hafa ákveðið að kaupa öll þýzk skip, sem nú eru í rúss- neskum höfnum. Berlfnarfréttaritari danska blaðsins „Politiken" segir, að þessi skip mumi brátt láta úr höfn undir rússnesku flagjgi. ¥er kre: iiem eg sjö- á Akraiiesi ast brejrdngar eiglsipme AFJÖLMENNUM fundi Verkalýðsfélags Akra- ness, sem haldinn var 31. okt. s.l., var eftirfarandi ályktun samþykkt í einu hljóði: „Verkalýðsfélag Akraness skorar á Alþingi að gera þá breytingu á lögum um gengis- skráningu, frá 4. apríl 1939, að við útreikning kaupgjalds við næstu áramót verði miðað við meðalverðlag framfærslukostn- aðar þriggja síðustu mánaða þessa árs, en ekki sex, svo sem ákveðið er í nefndum lögum. Að öðrum kosti verði verka- lýðsfélögunum gefinn sjálfsá- kvörðunarréttur til kaupgjalds- samninga, enda tryggi Alþingi þeim rétt til að geta gengið til samninga við atvinnurekendur eigi síðar en 1. jan. 1940, án til- lits til uppsagnarákvæða eldri samninga." Auk þess var rætt um verð- lag og eftirlit í því sambandi. Kaus fundurinn þriggja manna nefnd til að vgra á varðbergi um það, að eigi sé okrað á lífs- nauðsynjum fólks, og ef slíkt þætti sennilegt, þá yrði það kært til réttra aðila. Fundar- menn voru sammála um það, að nauðsynlegt yrði að teljast, að í hverju þorpi væri maður, sem hefði eftirlit með verðlaginu, og yrði hann þá að hafa vald til rannsóknar í þessum efnum. Aukning í hitavteituvinnunni. Næstu daga verður fjölgað í hitaveitunni um 150—200 verka- menn. Verða þá alls i viinnu í hitaveitunni um eða yfir 450 verkamenn. Starfsemi Sviffln§félagsins hefir menningarlegt gildi fjrrir æsknna. |7 G HELD að paðsé "¦^* enginn vafi á því, að svifflugið er íprótt, sem flestir hafa áhuga á, þótt hinir séu færri, sem hafa komið sér til að verða þátttakendur í ípróttínni. En einmitt pess vegna er hún dýr okkur fáu, sem stunda hana'. Menn hafi í huga hverju áoíkað hefir verið: Austur á Sand- skeiði hefir verið reist- ur stór skáli, 2 fhigur hafa verið smíðaðar, 1 keypt, smíðaverkstæði með áhöldum ásamt húsnæði til fundahalda hefir verið útbúið í Pjóðleikhúsinu, kenn«- , .¦ i. arar fengnir frá ót- iöndum og flugsýningar haldnar. Þótt félagsgjaldið sé hátt, 5 'kr. á mánuði, vantar mikið á að við séum svo efnaðir, að við getum keypt sviffluguna „Fálkann", sem kostar um þrjú þúsund krónur. Pað var sú fluga, sem flaug með póstínn austan af Sandskeíði hingað til Reykjavíkur, en hún er regluleg sviffluga, p. e. á henni er hægt að fljúga lengi og yfir langar vegalengdir, vegna þess hve lítið uppstreymi þarf tí.1 þess a& halda henni á lofti. — Svo er það annað, sem félagið vanhagar mjög um, en það er nýr vír- strengur til þess að vinda flug- urnar upp með, en eins og menn vita eru flugurnar ræstar á þann hátt, að bíll, sem við köllum vindubílinn, vindur flugiuna upp á stálvír. Vírinn, sem notaður er núna, slitnar að jafnaði 2 til 3 sinnum á hverri æfinigu, en það þýðir, að við þurfum að eyða niokkrum kíukkutímum í að þætta hann saman. Við höfum því valið qkk- ur þá leið tíl að afla tekna, eins og ðnnur félög, sem einskis opin- bers styrks irjóta, að efna til hlutaveltu undir lausninhi: éftir- sóknarverðasta hlutavelta ársins. Ég er ekki í vafa um, að bæjar- búar munu styrkja okkur félag- ana með því að sækja hlutavelt- una. Ég minnist þeirra þúsunda, sem sóttu frugdaginn í fyrra og í sumar; — þau munu einnig styðja Svifflugfélagið með því að sækja hlutaveltu þess — ekki sízí þegar koistur gefst á að vinna 500 kTónui' í peningum, flugferðir Víðs vegar um landið, ókeypis Svifflugan, sem fór með póstinn á flugldáginn. flugkennslu, auk mörg hundruð verðmætra drátta. Atli ólafsson. Hto nýja bðk Kristmanns Guð- mundssonar er nú komin út í Danmörku. Blaðið „Natiionaltidende" flytur ritdóm um bókina fyrst danskra blaða, og segir þar, að engurrt öðrum nútíma rithöfuindi á Norð- urlöndum værí ætlaridi að fara með svo víðtækt efni. Kallar blaðfö Kristmann hinn nörræna Zola ög segir, að hann hafi með þessari bók skipað sér í röð hinna miklu rithöfunda. FO. Aðalfundur knattspyrnufél. „Fram" verður næstkomandi sunnudag kl. 2 í Kaupþingssalnum. Barnasðlkar allar stærðir Inniskór kvenoa og barna. Verðið lágí. Bipirir Ásyallagötu 1. Sími 167S. € rlABLES N.ORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: UjpprelsBln á Bonnty. iii Karl ísfcid ísleMzka®. XXIV. . DÆMDUB. Föstudagurinn 18,. september árið 1792 var ósvikinn enskur h:mstdagur, grár himinn og grátt haf. Það hafði rignt snemma, ei. þegar skotið var af fallbyssunni á Duke til merkis um, að n'tturinn væri settur, hafði hellirigningin breytzt í úðaregn. S ápinj sem lágu við akkeri umhverfis, sáust varla fyrir þok- uini. Að lokum létti þó ofurlítið til, svo að sá til sólar. Þilj- u nar á Duke voru þéttskipaðar fólki, sem var komið til þess a5 hlusta á dómana. Sir Joseph og Hamilton læknir voru viðstaddir. Öðrum megin á þiljunum voru vitnin frá Bounty og yfirmennirnir á Andora. Meðan réttarhöldin stóðu yfir, höfðu engir ættingjar eða vmir fanganna fengið að vera viðstaddir. Og þó að þeir hefðu íaigiS að vera viðstaddir, þá skipti mig það engu, því að iróðir mín var dáin og aðra ættingja átti ég ekki. Þetta var nr.ér mikil huggun. Hvernig sem allt færi, var mér það hugg- un að vita, að engir ættingjar eða vínir biðu eftir því að vita, hvort ég yrði sýknaður eða sakfelldur. Þegar ég leit yfir hópinn, fór hjarta mitt að slá hraðar. Ég sá þar nefnilega herra Erkins, sem hafði verið mála- færslumaður föður míns og mikill vinur foreldra minna. Hann var á áttræðis aldri. Hann hafði oft búið hjá okkur í Withy- combe. Og mestu viðburðir æsku minnar voru þeir, er ég fór til Lundúna ásamt föður mínum. Þá hafði ég oft hitt herra Erskine. Hann hafði ferðast með mér um Lundúnir og sýnt mér borgina, og við þessi tækifæri hafði hann verið mér mjög vingjarnlegur. Ég varð mjög hrærður, þegar ég sá herra Er- skine, og ég varð þess var, að hann átti mjög erfitt með að leyna tilfinningum sínum. Brátt var salshurðin opnuð og áhorfendur streymdu iimn. Fangarnir komu á eftir og við biðum, standandi þangað? tfD. áheyrendur höfðu fengið sér sæti. Liðþjálfinn hrópaði: — Roger Byamf Ég stóð á fætur. Réttarforsetinn spurði: — Hafið þér nokkuð fleira fram að færa yður til varnar? Sama spurning var lÖgð fyrir hina fangana. Því næst var áheyrendum skipað að fara út úi- salnum. Fangarnir gengu líka út'og salnum var lokað. Okkur var fylgt upp á þilfar pg við stóðum við framsigluna. Menn stóðu í hópum á þilfarinu eða gengu um gólf og töluðu saman. Við gátum ekkert heyrt af því, sem sagt var. Skipverjarnir sinntu sínum venjulegu störf- um, en þeir gengu svp hljóðlega um, að það var því líkasL, sem þeir væru í kirkju. Herra Graham hafði heimsótt mig kvöldið áður. Hann sagði'. mér, hvernig ég gæti vitað örlög mín um leið og ég kæmi inn í herbergið. Hann sagði, að dátahnífur yrði látinn liggja á borðinu fyrir framan réttarforsetann. Lægi hnífurinn þvers- um fyrir framan mig, þýddi það, að ég væri sýknaður. Sneri oddur hans að mér, þýddi það, að ég væri sakfelldur. Ég var eins og í dái og var orðið sama um allt. Klukkan hlýtur að hafa verið orðin hálf tíu, þegar dóms- salurinn var ruddur. Þegar ég vaknaði upp af dvalanum, fannst mér óratími vera liðinn. ^ólin var líka komin yfir há- degisstað. Ég heyrði skipsklukkuna slá eitt. Skýin voru horf in og himininn var fölblár. Að lokum voru dyrnar opnaðar á ný. Liðþjálfinn tilkynnti að aftur væri heimill aðgangur. Ég heyrði nafn mitt hrópað. Orðin hljómuðu ókunnuglega í eyrum mér, það var eins og ég hefði aldrei heyrt þetta nafn fyrr. , Liðsforingi með brugðið sverð í hendi og fjórir varðmenn fylgdu mér inn. Ég áttaði mig við langa borðið fyrir framan réttarforsetann. Dátahnífurinn lá á borðinu fyrir framan hann. Oddurinn sneri að mér. Dómararnir stóðu á fætur. Hood lávarður horfði þögull á mig andartak. — Roger Byam. Við höfum heyrt vitnisburði þá, sem fram hafa komið til stuðnings ákærunni á hendur yður um þátt töku í uppreisn og sjóráni. Og við höfum enn fremur hlustað á vörn yðar. Við liöfum rannsakað og yfirvegað framburð vitnanna og rétturinn er þeirrar skoðunar, að ásakanirnar á hendur yður séu sannaðar. Því dæmist rétt vera, að þér verð- iS líflátinn, hengdur um borð í einu af skipum Hans Hátignar á þeim tíma, sem aðmírállinn ákveður. Ég beið eftir því að heyra meira, enda þótt ég vissi, að ekki yrði fleira sagt. Svo heyrði ég rödd segja: — Fanginn má fara. Ég sneri mér við og gekk út úr salnum til hinna fang- anna, sem biðu. Ég var allur dofinn. En þó þótti mér vænt um, að þessari píslargöngu var nú bráðum lokið. Þegar dómurinn var les- inn varð ég hálflamaður. En svipur minn hefir víst ekki gef ið neitt til kynna, þyí áð Morrison spurði: — Hyernig fór, Byam? — Það á að hengja mig, sagði ég. Ég mun sennilega

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.