Alþýðublaðið - 03.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.11.1939, Blaðsíða 3
FöSTUDAGUR 3. NÓV. 1939. ALÞÝÐUBLÁBHI ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: . STEFÁN PÉTURSS@N. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÍ»ÝÐUPRENTSMIÐJAN imnir embætí ismaðnr. JÓN PÁLMASON alþingis- maður á Akri hefir orðið frægur fyrir eitt og aðeins eitt, að gagnrýna ár eftir ár rekstur ýmissa opinberra stofnana. Hefir hann flutt um þetta margar ræð.ur á alþingi og nokkrar í útvarp og hefir það veriS bersýnilegt, að maðurinn hefir lagt mikla stund á þessa iðju. Gagnrýni er heilbrigð bg sjálfsögð og opinberar stofnan- ir þarf ekki síður að gagnrýna en annan embættis- eða at- vinnurekstur. En mörgum hefir fundizt, áð Jón Pálmason hafi oft seilst langt í gagnrýni sinni og hún hafi oftast stefnt að því að skapa tortryggni og jafnvel beinlínis verið til þess gerð í ýmsum tilfellum, að reyna að koma þjófsorSi á menn. Jóni Pálmasyni hefir orðið þetta á í áhuganum fyrir því að skapa flokki sínum, Sjálfstæðisflokkn- um, vopn í stjórnmálabarátt- unni. Hann hefir af sínu bú- mannsviti og þekkingu á fólki vitað það, að litlu tölurnar og smámunirnir geta skapað meiri ólgu og eitraðri tortryggni en önnur mál stærri. Þess vegna varði hann á sínum tíma millj- ónaskuldir Kvledúlfs og alla þá ráðsmennsku, en fjasaði út úr því, ef starfsfólki á einhverri opinberu skrifstofunni væri gefið kortérsfrí til kaffidrykkju eða hjúkrunarnema væri gert betur í kaupi en áður var. Jón Pálmason heimtaði í öll- um sínum ræðum sparnað, sparnað og aftur sparnað. En sparnaðartillögur hans stefndu aldrei að stóru liðunum, heldur að smámununum, sendisveina- kaupinu, fríinu hjá verkafólk- inu, greiðslunni til rithöfundar- ins eða listamannsins fyrir starf hans við dagskrá útvarps- ins og öðru þess háttar. Og allt hjal þessa manns féll í góðan jarðveg hjá íhaldinu. Það fann að hann yar hirðsnápur þess og hann fékk umbun. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kaus hann til að endurskoða landsreikn- ingana. Það var fyrsta embætt- isverk hans. Maður skyldi ætla að hann leysti það starf af hendi af samvizkusemi og að minnsta kosti án þess að baka ríkissjóði óþarfa kostnað. En auk þess starfs hefir Jón Pálmason ásamt öðrum manni fengið því framgengt, að búið er að stofna nýtt emhætti, sem, þó að það sé ekki sama embætt- ið og endurskoðun landsreikn- inganna. er mjög skylt því starfi, þetta er snuðraraemb- ætti, og starf hans á að vera að halda niSri kaupi starfsfólks á er bandamönnu mnazismans — Eljas Erkko utanríkismálaráð- herra finnsku stjórnarinnar. l^-AÐ er óhætt að fullyrða, ¦*• að finnski utanríkismála- ráðherrann Eljas Erkko, hafi sigrað í fyrstu umferð hinna örlagaríku samninga "í Moskva. Það er nefnilega ekki vafi á því, að í upphafi var það ætlun sovétstjórnarinnar að heiðra Erkko meS samskonar heimboði og því, sem hinir eist- nesku. lettnesku og lithauisku embættisbræður hans fengu. En honum tókst að afstýra því. Stjórn Finnlands sendi í staS- inn til Kreml sendiboSa meS takmórkuðu umboði, og gaf í skyn, að finnsk-rússnesku samningarnir yrðu með allt öðru móti en samningarnir, — sem urðu hinum litlu ná- grannaríkjum þeirra fyrir aust- an Eystrasalt svo dýrkeyptir. AS vísu var þetta einungis formsatriði, en það formsat- riði gat þó og hefir þegar haft sín áhrif á þróun málanna, og hefir gefið tóm til þess að búa sig undir að verja land sitt. Þessi ákvörðun er einkenn- andi fyrir hinn rólega og örugga finnska utanríkismálaráðherra. Það er maður, sem haft hefir orð fyrir það, að láta aldrei setja sig út af laginu. Finnska þjóðin trúir á þennan mann, og þessa dagana hefir hann verið miðdepill finnsku stjórnarinn- ar. Þessi merki stjórnmálamaður og blaðamaður, sem var alger- lega óþekktur maSur, þangaS til fyrir einu ári síðan, er hann varð utanríkismálaráðherra Finna, hefir, þrátt fyrir það, að hann er ekki meira en rúmlega fertugur, haft mikil áhrif meðal ungra manna í Finnlandi. indum þess. Fyrir þetta fær hann góð laun. Embættið er að öllu leyti óþarft. En sleppum hinu nýja emb- ætti. Hér í blaSinu var í gær skýrt nokkuS frá því hvernig Jón Pálmason, þetta átrúnaSar- goS Sjálfstæðisflokksins í smá- skítlegum aðfinnslum og nöldri, hefir rækt starf sitt sem endur- skoðunarmaður landsreikn- anna. Er vafasamt að nokkur alþingismaður hafi valdið jafn- miklu hneyksli með framkomu sinni og Jón Pálmason hefir gert í þessu efni. ÞaS er ekki nóg með það, að hann geri þannig lagaSa athugasemd við rekstur einnar af stofnunum ríkisins, að alveg ósæmilegt verSur að teljast, þar sem hann fer beinlínis með dylgjur um fjárdrátt, heldur hefir hann byggt þær dylgjur sínar á töl- um, Sem hann hefir ekki getað tekið upp úr reikningum við- komandi stofnunar. Tölurnar eru alrangar og öll athugasemd alþingismannsins því endileysa frá upphafi. Þegar hann er svo kominn í þessa klemmu, eftir allan nasa- blásturinn á undanförnum ár- um, er hann sjálfum sér og öll- um sínum sparnaðarkröfum fyrir hönd ríkisins ekki sam- kvæmari en það, að hann skrif- ar ríkisstjórninni og biður hana að veita sér gjafsókn til varnar í málinu, sem höfðað hefir verið gegn honum fyrir dylgjurnar. Það er víst ekki, að áliti Jóns Pálmasonar, sóun á fé ríkisins, bitlingur eða óráðsía, eins og svo margt, pem hann hefir áð- ur nefnt því nafni. Hvers vegna? Af því aS nú á Jón Pálmason í hlut! •- Erkko utanríkismálaráðherra. NafniS Erkko stafar frá Erik- kalabúgarSi í Orimattila, en þar bjó afi utanríkismálaráð- herrans, stórbóndinn Juhani Eerikinpoika. Á þessum sólríka og fagra stað fæddust tveir gáfaðir piltar, skáldið J. H. Erkko og stjórnmálamaðurinn Eero Erkko. Eero Erkko, yngri bróðirinn, var fæddur blaðamaSur og varð 27 ára gamall aðalritstjóri blaðsins Keski-Suomi. ÞaS var áreiðanlega hin sterka þjóð- rækni eldra bróðurins, sem vakti áhuga Eero Erkkos á stjórnmálum. Eftir að hann- hafði verið ritstjóri úti á landi í þrjú ár, fór hann til Helsing- fors, þar sem hann ásamt rit- höfundunum Juhani Aho og Arvid Járnfelt stofnaði dag- blaðiS Páiválehti. Að þessu blaði söfnuðust Ung-Finnarnir, en Erkko varð lífið og sálin í þeim félagsskap. í blaði sínu æsti hann til andstöðu gegn Rússum, en hélt svo vel á málunum, að það liðu tíu ár, áður en Bobrikoff á- kvað að láta til skarar skríða. Erkko var rekinn úr landi árið 1903 ásamt mörgum öðrum Finnum, og hann fór með fjölskyldu sína til Ameríku — þar sem hann varð ritstjóri blaðs, sem gefið. var út á finnsku. Þannig skeði það, að Erkko utanríkismálaráðherra gekk í ameríska skóla í uppvextinum. Árið 1905 kom Eero Erkko aftur til Helsingfors, þar sem hann fyrst um sinn stundaði kaupsýslu. En tveim árum seinna gerðist hann afturxaðal- ritstjóri blaðs síns, sem nú hét Helsingin Sonomat. Meðan á stríðinu stóð, lauk sonur hans stúdentsprófi og var byrjaður að hlusta á fyrirlestra í háskólanum, þegar dálítið kom fyrir, sem gerbreytti fram- tíðaráætlunum hans. Irman- landsstyrjöldin stóð fyrir dyr- um og hann flýtti sér, á láun, til herskóla hvítliða í Austur- botnum, fyrst í Vindala og síSan í Vörá. Hann tók 'þátt í orustunum í Austurbotnum og í orustunni í Fippula. í orust- unni viS Tammerfors var hann liSsforingi og særðist hættu- lega. í mörgum orustum sýndi hann frábært hugrekki og þegar stríðinu lauk hafði hann fengið frelsiskrossinn og hetjuverðlaun. Árið 1919 gekk hann í þjón- ustu finnska utanríkismálaráðu- neytisins og var ritari þáver-^ andi utanríkismálaráðherra. En hann hætti þar brátt störfum og fór að ljúka lögfræðinámi sínu. Þegar hann hafði lokíð prófi fékk hann aftur stöðu í utanríkismálaráðuneytinu og árið 1922 varð hann sendisveit- arritari í París. Frá París flutti hann 1924 til Tallin og var þar þegar bolsévikar gerðu upp- reisnina um haustið. Þrjú næstu ár var hann sendisveitarritari í London. AS lokum sneri hann aftur til Helsingfors. Erkko eldri, sem einu sinni var rekinn úr landi, var nú orS- inn mikill valdamaSur í Hel- singfors. Hann var orSinn mjög vel efnaður, því að blað hans, Helsingin Sanomat, var mjög útbreitt blaS. Hann hafSi mjög mikil áhrif sem stjórnmálamað- ur. Hann var nú orSinn gamall maður og blað hans þarfnaðist yngri manna. Sonur hans gerð- ist nú ritstjóri blaðsins ásamt föður sínum. Eljas Erkko, sem erfði blað föður síns ásamt yngri bróður sínum, erfði einnig blaða- mannshæfileika hans. Frá því Erkko tók við utan- ríkismálaráðherrambættinu, hef ir hann oft ritað í blað sitt. Hann skrifar til dæmis bók- menntagagnrýni undir dul- nefni. Og hann vakir yfir hverjum lið í starfsemi blaðs- ins, Og það hefir oftar en einu §inni komið fyrir, að hann hef- ir tekið á móti trúlofunarfrétt. Sem pólitískur blaðamaður hefir hann hlotið frægð fyrir hinn skíra, nákvæma stíl og ljósa framsetningu. Erkko utanríkismálaráðherra er einn hinna hamingjusömu manna, sem kunna að skipu- leggja starf sitt 'á þann hátt, að þeir virðast hafa ótakmarkað- an tíma til umráða. Hann er mjög eftirsóttur í samkvæmis- lífinu og á hinu fallega heimili hans, í Helsingfors er mikil risna. Kona hans er einhver glæsilegasta húsmóðir í Finn- landi. Hánn kvæntist árið 1922 enskri konu, Violet Suthcliffe, dóttur verkfræðings, sem var búsettur í Helsingfors. Þau eiga tvö börn, son og dóttur. Á hverju fimmtudagskvöldi fer hann í kauphallarklúbbinn tíl þess að spila vist. Hann þyk- ir ágætur spilamaður. Erkko er einhver vinsælasti maðurinn í Helsingfors. Hann er mjög feitur, en undir fitu- laginu í andliti hans gægist fram svipur, sem ber vott um ágætar gáfur og mikið andlegt fjör. Hann er ágætur ræðumað- ur, segir manna bezt gaman- sögur og er frægur fyrir tilsvör sín. Hann er gríðarstór vexti og hraustmenni hið mesta, Sendi- herrafyllirí og blaðamannaerill hafa ekki getað unnið á heilsu hans. Ef hann er þreyttur fer hann upp í merkurnar við Pet- samog og lifir þar skógarmanns- lífi. Haixn er ágætur tennisleik- ari og ednhver bezti golfleikari Finna og hefir tvisvar fengið verðlaun á millilandakeppni. Þann þríðja september síðast- liðinn átti hann að fara til Stokkhólms með golf-félagi He^singtforsborgar, -til þess að taka þátt í keppnl við goiffélag Stokkhólmsborgar. En svo komu fyrir atburðir, sem hindruðu þetta. Það varð að fresta þessgiri keppni, eins og svo mörgu öðru. Dansleik heldfur knattspyrwufélagið Vík- ingur í lOddfellowMsiniu annað kvöld 41. .10. i Vilhjálmur Stefánsson. Vilhjálmur St kðnnuðnr se fánsson lani tugur í dag. LANDAR okkar vestan hafs hafa ekki látið sítt eftir líggja, að gera garðinn frægan. Mebal þeirra er frægasti núlif- andi íslendingur, máske eini Is- lendingurinn, sem seigja má að öðlast hafi heimsfrægð, en það er landkönnuðurinn og mann- fræðingurinn Vilhjálmur Stefáns- son, sem er sextugur i dag. Vilhjálmur Stefánsson er Ey- firðingur og Skagfirðingur að ætt enda pótt hann sé fæddur vestan hafs. Foreldrar hans hofðu flutzt vestur þrem árum áður en Vil- hiálmur fæddist, eða árið 1876, en Vilhjálnmr er fæddur 1879. 1 fyrstu ætlaði Vilhjálmur sér að verða skáld, það er að segja ljóðskáld, en úr því varÖ ekki, heldur gerðist hann skáld á öðm sviði, hann gerðist skáld at- hafnanna, og varð þar mjög frumlegt skáld, því að hann fór nýjar og með öllu ótroðnar slóðir og nam ný lönd. En áður en hann lagði út á þá braut vildi hann mennta sig. Hann stundaði nám í Grand Forks og Iowá-háskóla og las mannfræði við Harward-háskóla. Frægastur er Vilhjálmur fyrir rannsðknir norðurhjarans og rannsóknir sínar á lífi Eskimóa. Kom honum þar að góðu liði þekking hans á mannfræði. Hann hafði þar alveg nýja rannsóknar- aðferð, samdi sig að siðum Eskimóanna, lifði sama lífi og þeir, til þess að iæra að skilja þá betur, enda gafst sú aðferð ¦vel, því að á þann hátt komst hann í nánari kynni við Eski- móana. VBhjálmur Stefánsson hefir reynt margt um dagana. Hann hefir sem kúreki þeyst á fleygi- vökrum gæðingi um "hinar víð- lendu gresjur Ameríku með skammbyssu við belti og hár of- an á herðar, eins og Vísunda- Villi, iegið úti marjga langa stór- hríðarnótt á hjarni Norðurheim- skautslandanna og setið langar kvöldvökur í snjóhúsum Eskimó- anna, stýft selakjöt úr hnefa, drukkið lýsi með og hlustað á Eskimóana segja hinar frumstæðu en 'faliegu þjóðsögur sínar. Um þessar ferðir sfaar hefir hann svo skrifað einhverjar þaar skemmtilegustu og viðburðarík- ustu ferðasögur, sem til eru, en þær eru nú að koma út á ís- lenzku á forlag Ársæls Árnason- ar bóksala. , Fáir islendingar munu hafa séð meira af veröldinni en Vilhjálmur Stefánsson. Hann er víðförull maður, hann er frægur maður, en hann hefir verið og er fyrst og fremst Islendingur. Degar reglunnar Það er orðin föst venja, að góðtemplarar hafi merkjasölu einu sinni á ári, til styrktar starfsemi sinni, nú orðið eru það Umdæmisstúkurnar, sem sjá um þessa daga og ágóða af þeim er varið til starfsémi fyrir bindindismálið. í umdæmi hverrar umdæmisstúku. Það er Umdæmisstúkan no. 1, sem hef- ir merkjasöluna hér í Sunn- lendingaf jórðungi. Umdæmi hennar er erfitt og stórt og langsamlega fjölmennast, og án efa mest þörf fyrir gott starf. Það ætti að vera metnaðar- mál hvers landfjórðungs að styðja sem bezt að starfsemi sinnar Umdæmisstúku. Maður heyrir fólk tala vingjarnlega um þessa starfsemi, og flestir telja hana þarfa og verðuga þess að vera studda. Nú, á morg- un og sunnudag fer merkasalan fram. ÞaS er því æskilegt tæki- færi til aS sýna velvilja sinn í garð þessa málefnis með því að kaupa merki, sem hver maður verður auðvitað að gera- eftir efnum og ástæðum. En allir, sem kaúpa merki, gera tvennt í einu, sýna þessum góða félagsskap viðurkenningu °g ieggja örh'tinn skerf til stuðnings og starfs fyrir bind- indismálið, hér í Sunnlendinga- fjórðungi. Vandræðabarnið heítir myndin, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Er það amerísk kvikmynd frá Wamer Bos. Aðalhlutverkið leikur Bo- nita Granville. Útbreiðið Alþýðublaðið*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.