Alþýðublaðið - 06.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.11.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 6. NÓV. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nýjasta tiltæki Hitlers: Hnndrað púsund ÞJððverjar flnttir frá Ejrstrnsaltslðndunnm til Þjzkalands. ... ♦ — Sama meðferð fyrirhuguð Þjóðverjum í Suðaustur-'Evrópu. Frá'Riga, höfuðborg Lettlands. Heimflutningar Þjóðverja frá Eystrasaltslöndunum: Þýzkt fólk stígur á skipsfjöl í Riga með flutning sinn. Trotzki um stefnu Stalins: Engin stjérn elns hrædd við bjfltingu og sovétstjómin. Staliu hefir nú greitt kommúnistaflokk* unum rothöggið með pólitík sinni, Póllamd pfs upp aftsir, en alpjóða* samband kommúnista aldrei. «----—-------------------■© ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru han»: STEFÁN PÉTURSSON. AFOItEIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSIN U (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4602: Ritstjóti. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN «---------------—----;—-—* Einkeunílegur málflntningnr. EINN af endurskoðendum landsreikninganna, Jón Pálmason alþingismaður, hefir í athugasemd við reikninga rík- isspítalanna komið fram með ó- sæmilegar dylgjur um stjórn þeirra og verið stefnt fyrir. Alþýðublaðið skýrði frá því á fimmtudaginn, að stjórn rík- isspítalanna hefði auk þess svarað athugasemd endurskoð- andans í bréfi til fjármálaráðu- neytisins og sýnt fram á það, að þær tölur, sem Jón Pálma- soh tilfærir um fjárhag ríkis- spítalanna séu algerlega rang- ar. Þannig segir Jón Pálmason, að starfsmannalaun við ríkis- spítalana hafi hækkað frá 1936 til 1937 um 63.357 krónur, en hið sanna er, að hækkun starfs- mannalaunanna hefir á þessum tíma numið 13.828 krónum, og skakkar því hjá Jóni Pálma- syni um hvórki meira né minna en 50 þusund krónur á þessum lið einum! En með aðra liði, sem nefndir eru í athugasemd Jóns Pálma- sonar, er sízt réttar farið. Þann- ig er því haldið fram að kostn- aður við rekstur ríkisspítalanna hafi frá 1936 til 1937 hækkað alls um 179.176 krónur, í stað- inn fyrir 104,558 krónur, sem er það rétta, og reksturshall- ipn vaxið um 120,791 krónu, en í rfiun og veru óx reksturshall- inn um 90.505 krónur, þar af tiltölulega mest á ríkisbúunum, sem stjórn ríkisspítalanna hefir ekkert með að gera. Á þeim þremur töluliðum, sem tilfærðir eru af Jóni Páimasyni úr landsreikningun- uip og gerðir að árásarefni á stjórn ríkisspítalanna, skakkar því hvorki meira né minna en 154.432 krónum! Maður skyldi nú ætla, að því væri að minnsta kosti af blöð- unum tekið fegins hendi, að það sanna væri upplýst í þessu níáli, þó að álit Jóns Pálmasonar hiyti að sjálfsögðu að bíða við það nokkurn hnekki. En það kemur annað í ljós. Vísir stekk- ur upp á nef sér á laugardaginn út af upplýsingum Alþýðu- blaðsins í þessu máli, og með þeim ummælum, að Alþýðu- blaðið umni í því tala fyrir munn Vilmundar Jóns- spjtiar landlæknis, hellir Vísir úr skálum reiði sinnar yfir hann og hyggst að ná sér niðri á honum með því að telja upp þær tekjur, sem land- læknirinn fær fýrir störf sín! Er allur þessi málflutning- ingur hinn einkennilegasti og munu menn eiga erfitt með að skilja, hvað laun landlæknisins koma þessu máli yfirleitt við. Eða heldur Vísir, að talnaíals- anir Jóns Pálmasonar og dylgj- A9EINS fáeinum dögum eft- ir að kanzlari Þýzkalands lafði birt hina stórslegnu ráða- gerð sína um heimflutning Þjóðverja í austur- og suðaust- ur Evrópu, lagðist floti farþega- skipa á höfnina í Riga og Tal- lin. 62 000 Þjóðverjar í Lett- landi og 16 000 Þjóðverjar í Eistlanldi, afkomendur hinna baltisku jarðeigend, sem hafa verið húsbændur hinna eist- nesku og lettnesku bænda. verða að yfirgefa lönd sín og akra með styttri fresti en veitt- ur'er mönnum, sem reknir eru í útlegð, Naumast höfðu nokkrir Þjóð- verjar í austur og suðaustur Evrópu fylgt sigurgöngu Hit- lers með jafnmikilli samúð og baltisku Þjóðverjarnir. Einu sinni áður Höfðu vonir þeirra um stórþýzkt Eystrasaltsveldi verið sviknar. Það var þegar keisaraveldið hrundi. Margir hinna pólitísku áhugamanna höfðu flúið til Þýzkalands og gerðust þar uppivöðslusamir á tímum Weimarlýðveldisins. Þeir gerðust ákafir nazistar, og þekktasti utanríkismálasérfræð- ingur Hitlers, Alfred Rosen- berg, er baltiskur. Þegar hin róttæka breyting var gerð, sem hafði í för með sér endurbætur í búnaðarmálum, voru hinir þýzku stórjarðeigendur sviptir valdi sínu. En einmitt þess vegna höfðu þeir treyst svo mjög á Hitler. Og eftir að Þjóð- verjaí höfðu tekið Memel, þótt- ust Þjóðverjarnir í baltisku löndunum hafa náð takmark- inu. Árásina á Pólland álitu þeir aðeins áfanga á þeirri leið, að gera Þýzkaland stórveldi við Eystrasalt, En þeir urðu fyrir vonbrigðum. Það einkennilega er, að Rússar, ekki síður en Lettar og Eistlendingar og nazistarnir sjálfir, neita því, að það hafi verið Rússar, sem báru fram kröfuna um það, að Þjóðverjar skyldu flytja burtu úr baltisku löndunum. Það er sagt, að Hit- ler hafi sjálfur krafizt þess, að Þjóðverjarnir flyttu heim. Þeg- ar leiðtogi Þjóðverja, Hintel- man, fór til Hitlers, þegar búið var að gera þýzk-rússneska ekkiárásarsáttmálann og bað um viðtal, til þess að spyrja hann að því, hvað yrði nú um Þjóðverjana í baltisku löndun- um, á hann að hafa svarað: — Ég get ekkert gert fyrir ykkur, meðan ófriðurinn stendur yfir á vesturvígstöðvunum, en kom- ið heim til Þýzkalands, ég þarf ykkar með hér heima. Frá því alvara var gerð úr heimflutn- ingunum, hefir verið beitt harð- stjóm við þá Þjóðverja, eink- ur hans í sambandi við þær um stjórn ríkisspítalanna verði nokkuð betri fyrir það, þótt tekjur landlæknisins séu taldar. upp í einni blaðagrein? Eða hefir Vísir máske eitthvert hugboð um það, að dylgjur og rangfærslur Jóns Pálmasonar hafi bara verið til þess gerðar að reyna að ná sér niðri á Vil- mundi Jónssyni landlækni af pólitískum ástæðum? Þá færi að vísu reiði Vísis yfir afhjúpun Jóns Pálmasonar í þessu máli að verða skiljanleg! um eldri menn, sem hafa hikað við að yfirgefa óðul sín til þess að mæta óþekktum örlögum heima í Þýzkalandi. Það eru þó ekki Rússar, Eistlendingar eða Lettar, sem beita þessari harð- stjórn, heldur sendiboðar naz- istanna í Riga og Tallin. Hver er svo tilætlunin með þessum heimflutningum? Vafa- laust eru ástæðurnar marg- þættar. Stríðið á vesturvíg- stöðvunum veikir að allveru- legu leyti aðstöðu Þjóðverja í austri, og þeir í Berlín hafa enn fremur litið svo á, að baltisku löndin séu, eftir rússneska sátt- málann, eilíflega glötuð. Önnur mikilvæg orsök liggur í valútu- þörf Þjóðverja. Samanlögð eign baltisku Þjóðverjanna mun nema að minnsta kosti einum milljarð ríkismarka. Hinir heimfluttu missa allan yfir- ráðarétt yfir þessum eignum, sem stjórnin selur fyrir reikn- ing þjóðarinnar. Að vísu á að borga þetta að einhverju leyti, en það verður gert í pappírs mörkum. En hin raunverulega orsök liggur í öðru: fólksþörf- inni. Þrátt fyrir það, þó að leið- togar nazistanna tali um það, að Þjóðverja skorti olboga- rými, vantar þá bæði vinnu- kraft og hermenn. Þeir vilja fá Þjóðverja til þess að setjast að í þeim löndum, sem þeir eru búnir að leggja undir sig, og fyrst og fremst í Póllandi, Og það er ekki ósennilegt, að af- komendur hinna baltisku bar- óna séu heppilegir til þess, að ráða yfir hinum sigruðu þjóð- um og stjórna þeim í anda naz- istanna. 100 000 Þjóðverjar frá baltisku löndunum, 500 000 frá Jugoslavíu, 500 000 frá Ung- verjalandi, 250 000 frá Ítalíu og 800 000 frá Rúmeníu, verða ýfir tvær milljónir Þjóðverja, sem gætu myndað yfirráðastétt í hinum undirokuðu löndum. Getur nú þessi stórfenglega tilraun heppnast? Þessi ráða- gerð virðist hafa bruggast í heila, sem er algerlega fram- andi öll nútíma skipun þjóðfé- laga. Hún minnir einna helzt á þjóðflutninga miðaldanna. Jafnvel menn, sem þó eru sann- færðir um yfirburði þýzku þjóðarinnar yfir aðrar þjóðir, eru vantrúaðir á þetta fyrir- tæki. Ef það mistekst, og annað er tæpast hægt að hugsa sér, þá er mikil hætta á því, að menn, sem neyddir hafa verið til þess að yfirgefa óðul sín, rísi upp til mótþróa gegn þeim, sem bera ábyrgðina. tslendingar liðs- foringjar. T „LÖGBERGI" 7. sept. er svo hljóðandi smágrein: j.Tveir ungir og efnilegir ís- lendingar hér í borginni (þ. e. Winnipeg), þeir Njáll Bardal og ' John Hjálmarsson, hafa tekist á hendur herfioringjastöðu í þeim hinum canadiska her, sem boðið hefir verið út vegna Norðurálfu- styrjaldarinnar. Njáll er sonur þeírra Mr. og Mrs. A. Bardal, en John sonur þeirra Mr. og Mrs. Chris. Hjálmarsson; vera má að TROTZKI, sem nú í nokkur ár hefir átí griðastað í Mexíkó, birti nýlega í mörgum stórblöðum heimsins grein, þar sem hann gerir pólitík Stalins síðustu mánuðina að umtalsefni. Allt, sem Trotzki segir um Sovét-Rússland, er lesið með geysilegri athygli um allan heim, en hvergi með annarri eins á- fergju og geðshræringu og innan við Kremlmúrinn í Moskva, þar sem Stalin og félagar hans hafast við, þótt hirrp vegar sé vakað yfir því, að hinn sauðsvarti al- múgí _sovétrikisins fái ekkert einasta orð að sjá eða heyra, sem skrifað hefir verið af hinum hættulega útlaga vestUr í Mexíkó. í þessari nýjustu grein sinni skrifar Trotzki meðal annars eft- irfarandi orð um þá stefnu, sem Stalin hefir nú tekið: „Til þess að geta skilið póli- tík Sovét-Rússlands og allar hennar furðulegu vendingar, er fyrst og fremst nauðsynlegt, að menn losi sig af klafa þeirrar ímyndunar, að Stalin ætli að nota sér aðstöðu sína í striðinu til þess að brjóta heimsbyltingunni braut. Éf það væri ætlun ein- ræðisherrans í Kreml, hvernig gæti honum þá dottið það í hug, að fórna áhrifum sínum á verka- lýðinn úti um heim fyrir lítil- fjörlega landvinninga við landa- mæri Sovét-Rússlands? Það verður ekki gert út um ör- lög byltingarinnar í Galizíu, Eist- landi, Lettlandi eða Bessarabíu. Það verður gert út um þau á Þýzkalandi, en einmitt þar styður Stalin Hitler. Það verður líika gert út um þau á Englandi og Fnakk- landi, en einnig þar hefir Stalin nú greitt feommúnistaflokkunum rothöggið. Og eftir vináttusamn- ing Stalins og Hitlers verður kommúnistaflokkurinn í Banda- ríkjum Norður-Ameríku áreiðan- lega ekki heldur langlífur. Pól- land mun rísa upp aftur. En alþjóðasamband kommúnista aldrei. 1 raun og veru er engin stjórn í Evrópu eins hrædd við bylting- Una á þessu augnabliki og klíkan, sem nú stjórnar Sovét-Rússlandi. Herrarnir í Kreml eru hræddir um sig, og þeir vita, að byltingin er smitandi. Einmitt vegna þess, að þeir óttast byltinguna, óttast fleiri Islendingar hafi þegar hlot- |ð f-oringjatign í hemum, þó blað- þeir einnig stríðið, sem svo hæg- Iega getur haft byltinguna í för með sér. Það er rétt, að sovétstjórnin tekur eignarnámi stóru jarð- eignirnar í þeim hémðum, sem hún hefir lagt undir sig. En þar er ekki um neina byltingu fólks- ins að ræða, heldur aðeins um valdboð að ofan, sem miðar að því einu að treysta yfirráð sovét- stjórnarinnar i hinum nýju hér- uðum. Verkamennimir og bænd- úmir í þeim verða misfeunnar- laust kúgaðiir af herrunum í Kreml með það fyxir augum að gera þá að auðsveipum þrælum hinnar mssnesfeu einræöisstjóm" ar. Þannig lítur Trotzki á mál- in. Það kveður við töluvert ann- an tón hjá honum en Þjóðviljan- um. En þá er nú bara að vita, hvor betur þekkir félaga Stalin! Sundmót. S.R.R. (Sundráð Reykjavík- ur) hefir ákveðið að halda síð- asta sundmótið á þessu ári 7. desember. Verður þar keppt í þessum greinum: 50 metra frjálsri aðferð karla, 100 m. bringusundi karla, þrísundi (—» 3X100 m. boðsund) karla, 100 m. bringusundi kvenna, 50 m. frjálsri aðferð drengja, tveimúr flokkum (þ. e. innan 14 ára og innan 16 ára) og dýfingum fyr- ir karla og konur. Tækifærisverð á 2ja turna silfurpletti. Teskeiðar á 0,75 Desertgafflar á 2,50 Matgafflar á 2,75 Mathnifar á 6,50 Ávaxbtahnifar á 3,50 Álegigsgafflar á 2,75 Kökugafflar á 2,50 Sultutausskeiðar á 2,00 Riómaskeiðar á 2,65 Sósusfceiðar á 4,65 Sykursfceiðar á 3.50 Ávaxtaskeiðar á 5.06 Kökusqaðar á 3,66 Sardínugafflar á 2,5« Konfektskeiðar 2.5® Margar gerðir. R. EinarssðB & Bjðrassan Bankastræti 11. inu sé það eigi kunnugt. Ostur Ostur Ostur M|élkarbú Flóamanna hefar kynningar- sðlu á ostum I Ostak|allaranum Laugav. SO. Ódýr matarkaup. Selt € heilum ostum. Verð frá kr. 2,60 pr. st. Ostur er hollasta, næringarríkasta og ódýr- asta áleggið. Ostakjallarinn, Laugavegi 30,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.