Alþýðublaðið - 13.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.11.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 13. NÓV. 193g. ALÞÝÐUBLAÐIÐ <v----------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦------------------------♦ Eftirtektarverð játning. AÐ var, að minnsta kosti fyrir verkamenn, mjög eftirtektarverð játning, sem Héðinn Valdimarsson gerði við umræður á alþingi um gengis- lögin í vikunni, sem leið. Hann viðurkendi, að vísu án þess að skýra það nokkuð nánar, að Vinnuveitendafélagið hefði ver- ið andvígt gengislögunum. Þetta mun vera fullkomlega rétt hjá Héðni Valdimarssyni. En hvernig skyldi standa á því, að Vinnuveiténdafélagið var andvígt lögunum? Ekki hefir það verið af því, að ákveðið var að lækka gengi krónunnar! Nei, ástæðan var sú, að þeir vóru óá- nægðir með þau ákvæði, sem Alþýðuflokkurinn fékk sett inn í lögin um það, að ófaglærðir verkamenn og sjómenn og auk þeirra allir faglærðir fjöl- skyldumenn, sem hefðu minna en 3600 krónur 1 tekjur á ári hér í Reykjavík eða tilsvarandi minna annarsstaðar á landinu, skyldu ef framfærslukostnaður- inn hækkaði um 5% eða meira, fá kaupuppbót sem næmi helm- ingi þeirrar hækkunar, ef hún færi ekki fram úr 10%, en tveim þriðju, ef hún yrði meiri. Það var vegna þessara kauphækkunarákvæða, sem Al- þýðuflokkurinn fékk tekin upp í gengislögin til þess að tryggja verkamenn gegn yfirvofandi dýrtíð, að Vinnuveitendafélagið var á móti lögunum. Og það er í raun og veru ekki nema skiljanlegt, að vinnuveit- endur hafi heldur viljað hafa sig við þá kaupsamninga, sem Héðinn Valdimarsson hafði gert við þá fyrir hönd Dags- brúnar. Því að með þeim samn- ingum var kaup alls fjöldans af verkamönnum hér í Reykja- vík fast ákveðið fram í júní næsta sumar, án nokkurs tillits til þess, hvort verðlag á lífs- nauðsynjum hækkaði í landinu eða ekki. En hitt er óneitanlega dálítið einkennilegt, að Héðinn Valdimarsson sjálfur skuli taka í sama strenginn og Vinnuveit- endafélagið og vera á móti lög- um, sem tryggja Dagsbrúnar- verkamönnunum launahækkun í vissu hlutfalli við verðlgas- hækkunina löngu fyrir þann tíma! Því að með kauphækk- unarákvæðum gengislaganna tókst Alþýðuflokknum að bæta að verulegu leyti úr því fyrir- hyggjuleysi, sem Dagsbrúnar- formaðurinn hafði sýnt með því að binda kaup verkamannanna, án nokkurs tillits til hugsan- legrar verðlagshækkunar, um svo langan tíma. Það gæti í öllu falli ekki verið Dagsbrúnarverkamönnunum í hag, að gengislögin væru af- numin. Hitt er allt annað mál, að hin óvænta verðhækkun af völdum stríðsins gerir það nauðsynlegt, að lögunum sé nú breytt, eins og Alþýðuflokkur- inn fer líka fram á, þannig að miklu fleiri verði kauphækkun- arinnar aðnjótandi en upphaf- lega var ákveðið í þeim, og hún miðuð við þá verðhækkun, sem raunverulega er orðin, þegar kauphækkunin fer fram. Hjúskapartilkynnin.g:. Nýlega voru gefin saman í hjiónaband, af séra Bjarna Jóns- syni, frökin Júlíana V. Mýrdal, Grettisgötu 28 og Lars Jakobs- son loftskeytama'öur. Heimili brúð hjónanna verður fyrst um sinn á Grettisgötu 28. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Finnland er i dag land lýð- ræðisins og framfaranna. .—.—«--- Uppspuni kommúnisfa um hálffasistískt stjórn- arfar þar á bara að fegra yfirgang Rússa. Eftir Kjartan Guðnason. B ? YRIR nokkrum dögum las ég ■*■ í Þjóðviljanum grein eftir Martin Andersen-Nexö um Finn- land, þar sem hann segir, að allir þeir, sem komið hafi til Finnlands, séu á sama máli og hann um það, að þar í landi leiki þýzkir nazistaspíónar lausium hala, og að finnska stjórnin, þessi „hálf fasistiska stjórn“, hagi sér ögrandi gagnvart Sovétríkjunum, og fleira því um líkt. Ég hefi átt því láni að fagna að koma til Finnlands og kynn- ast því nokkuð, og get ég því ekki látið þessurn orðum hins danska Kiljans ómótmælt. Það var fyrir rúrnu ári, að mér var boðið að taka þátt í hátíða- höldum í Fmnlandi, sem fulltrú- um allra Norðurlanda var boðið á, og helguð voru lýðræðinu og norrænni samvinnu. Hátíðahöld þessi fóru frarn í hinni fornu höfuðborg Finnlands, Ábo. Strax og kornið var að bryggju í Ábo, voru hinir norrænu gestir boðnir velkomnir með alþjóða- söng jafnaðarmanna og þjóð- söngvum Norðurlanda. Fann maður þá strax, hvernig hugir þeirra, sem komu, og þeirra, sem tóku á móti, samstiltust í söngn- um, og að þarna heiLsuðust bræður frá bræðraþjóðum. Þarna á bryggjunni var ungt fólk, sem fann, að það átti margt sameig- eiginlegt og þá fyrst og fremst trúna á lýðræðið og sterka, ó- rjúfanlega samvinnu þeirra landa, sem það var fulltrúi fyrir. Það var engin tilviljun, að há- tíðahöldiin hófust í garði Ábohall- ar, þar sem Finnar á uodanförn- um öldum oft hafa barizt fyrir frelsi sínu, og báru hinir þykltu, sundurskotnu hallarmúrar þess órækt vitni, að baráttan hefir oft ----------♦----------— verið hörð. Þarna fluttu fulltrúar Norðurlanda Finnum kveðju skoðanabræðra sinna. Þama tengdust æskumenn frá Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Islandi og Finnlandi vináttuböndum og strengdu þess heit, að hver í sínu heimalandi skyldi vinna fyr- ir aukinni .norrænni samvinnu og fyrir auknu lýðræði. Þessum fyrsta degi hátíðahaldanna lauk með sögulegum sjónleik. Að visu skildi ég ekki orðin, sem töluð voru, því að sjónleikurinn fór fram á finnsku, en þeim mun betur skildi ég baráttu eesku- mannsins á leiksviðinu gegn harðstjóranum. Leikurinn var dá- samlega leikinn, og það sást á andlitum Finnlendinganna, að þeir þekktu söguna, sem leikur- inn fjallaði urn. Hin alvarlegu andlit gáfu það fyllilega til kynna, að þau þekktu harmasögu Finnlands, sem svo lengi varð að þola erlenda ánauð. Daginn eftir var hátíðahöidun- um haldið áfram, en þá í einum stærsta skrúðgarði borgarinnar. Þrátt fyrir kalsaveður þennan dag, mættu um 30 þúsund manns á fundinum (í Ábo búa um 70 þúsund rnanns), eða tæpur helm- ingur borgarbúa, og var það einhver mesti mannfjöldi, sem þar hafði nokkurn tíma safnast saman. Borgarbúar sýndu með þessari ' miklu þátttöku sinni hollustuna við lýðræðið og ósk- ina um aukna norræna samvinnu. Eftir að hátíðahöldunum í Ábo lauk, ferðaðist ég töluvert um Finnland og kom m. a. til höf- uðborgarinnar, Helsingfors, og glæsilegustu iðnaðarborgar, sem ég hefi séð, Tammerfors. Hvergi þar, sem ég kom, varð ég var við stjórn „trjáviðarauðkonganna og pípuhattanna", þvert á mótí voru það stjórnir verkamanna, sem með yölidin fóru bœði í Ábo og Tammerfors, og enda þótt ekki sé enn verkamannastjórn í Helsing- fors, þá er flokkur þeirra, Al- þýðuflokkurinn, langsamlega stærsti flokkur bæjarstjórnarinn- ar þar og í stööugum vexti. Á þessu ferðalagi mínu um Finnland átti ég tal við marga Finnlendinga, sem flestir kunna sænsku, um Finnland og finnsk málefni. Aðallega átti ég tal viö finnska verkamenn og verkalýðs- sinna, og beindist því talið fljótt að stjórnmálunum, en ekki hjá einum einasta þeirra heyrði ég talað urn „þetta meira en hálf fasistiska stjórnarfar", sem Nexö talar um að sé í Finnlandi. I Finnlandi hefir verið komið á mjög víðtækri félagsmálalöggjöf, eftir að Alþýðuflokkurinn -tók jþátt í stjórnarmyndun eftir kosn- ingarnar 1936, en út úr þeim kosningum kom flokkurinn sem stærsti flokkur landsins, mieð 83 þingmenn af 200. Með stjórn landsins fara nú Alþýðuflokkur- inn og Bændaflokkurinn, sem er lýðræðissinnaður milliflokkur, og Framsóknarf lokkurinn, og Uim þessa samstjórn segir hið danska kommúnistaskáld, að hún „beri megnan keim hins nazistiska stjórnarfars þriðja rikisins“. Mun verða að virða honum það til vorkunnar, þótt hann falisi svo síaðreyndir í þakklætisskyni við Stalin, sem hefir boðið honum til Moskva og tekið sæmilega á móti honum þar. Hinu er erfitt að trúa, að hann viti ekki hið sanna um stjómarfarið í Finn- landi 1 Finnlandi hefir verið komið á mjög víðtækri mæðrahjálp, sem tryggir öllurn einstœðum mæðr- um viðunanleg lífsskilyrði og hörnum þeirra. Húsnæðisvand- ræðin, sem hafa verið mjög mikil í Finnlandi, hafa verið tekin mjög rækilega til rannsóknar og mikið verið gert til að bæta úr jþeim, ÁTÍð 1937 var varið 15 milljónum finnskra marka til endurbóta á í- búðum í sveit, og í Helsilngfors eiinni var sama ár varið 50 millj. marka til verkamannabústaða. í fyrra var komið á mjög víð- tækum elli- og örorkutryggingum í Finnlandi, sem tryggja öllum öryrkjum og gamalmennum eldri en 65 ára fullkominn örorkustyrk og ellilífeyri. Atvinnuleysi þekkist ekki í Finnlandi. Hvergi þar sem ég hefi komið hefi ég orðið var við kvenfólk við eins mörg störf eins og þar. Konur vinna þar við sporvagnana, á rakarastofunum 'vinna eingöngu konur, og meira að segja við byggingarvinnu vinnur kvenfólk. En þnátt fyrir þessa miklu atvinnu, sem nú er í Finnlandi, er stjórnin við því bú- in, að taka á móti atvinnuleiysi, og leggur hún árlega 700 millj. rnarka í sérstakan atvinnuleysis- sjóÖ. Nexö segir í grein sinni, að „Finnland sé hið fyrsta land, þar sem hafnar voru ógnarof- söknir á hendur verkalýðnum." En ég vil spyrja hina heittrúuðu Moskvakommúnista hér, hvort slíkt réttlætti árás á Finnland nú, að endur fyrir löngu hafi verkalýðurinn í Finnlandi verið ofsóttur, svo að ekki sé minnst á hitt, að það voru rússinesk að- skotadýr, sem leiddu þær þrautir yfir hann fyrir rúmum tuttugu árum? Verkalýðshreyfiog Finnlands er mjög ung og hefir átt við meiri örðUjgleika að stríða en verka- lýðshreyfing annarra Norður- landa. I finnska Alþýðusamband- Inu eru nú um 63 þúsundir með- lima og finnska Alþýðuflokknum 40 þúsundir. Hefir sambanidinu og flokknum áunnizt ótrúlega mikið til bóta á kaupi og kjiörum finnskrar alþýðu, þegar tekið er tillit til þess, að finnski Alþýðu- flokkuriim og Alþýðusambandið em þau yngstu á Norðurlöndum, ef íslenzku samtökin em undan skilin. Kaup verkafólks er að til- tölu við vörðlag svipað og annars staðar á Norðurlöndum. Finnar em þjóð, sem hefir ver- ið í glæsilegum uppgangi síðan hún losnaði úr hinni rússnesku ánauð. Rússnesk árás á Finna Frh. á 4. siðu. Geri hann það, hafa „gö-mlu mennirnir" rétt fyrir sér, en við hinir höfum rangt fyrir okkur. Það veltur allt á því, hvort þið trúið því að Hitler meini það, sem hann segir, að Rúss- land kommúnismans sé erkióvin- urijm. EN 1>AÐ ER EKKI SATT. Rússland hefir aldrei gert Þýzka- lancfi neitt. Rússrand var pínt þar til það lá á hnjánum frammi fyr- ir Þýzkalandi og var neytt til að undirskrifa friðarsamninga, sem ganga langtum fengra en Versalasamhingamir í grimd og hefndarþörsta, og síðan sendu Þjóðverjar bolsévismann til Rússlands í innsigluðum járn- brautarvagni (Lenin). Nei, höfuðandstæðinguriim er England. Sovét-Rússland hefir ekkert ‘það, sem Þýzkaland sækist eftir: heimsyfirráð og nýlendur. En það hefir England. Þýzkaland ámarg- vísleg reilcninigsviðskipti óupp- gerð við England, og ekki einn einasta atriði í þieim reikningi mun gleymt." (Grænselös Skænd- sel, bls. 317—318.) Og höfundurinn siegir enn fremur: „Ég skrifa þetta tveim mánuð- um eftir Múnchensamkömulag- ið (það var í september 1938), og nú er rekinn í Þýzkalandi sá stórkostlegasti áróður, sem sögur fara af, til þess að fylia þjóðina hatri tií Englands. Blöðin i Eng- landi getia þiessa ekki nema i þýðingarlausum smáklausum, þó þefir aldrei í sögumni heyrzt get- ið um jafn hatursfullan og jafn skxpuiagðan áróður. Hveirt einasti blað, sem Þjóðverji lítur í, hver kvikmynd, sem sýnd er, og svo að heita hver einasta útvarps- dagskrá — allt harnrar þetta hatrið á Englandi inn í sál Þjóð- verjans. Og allt er þetta gert eftir skipun eins einasta manns. Hann styður á hnappinn og á- röðursvélin fer af stað. Hvaða nauðsyn væri til þessa, ef eilífur friður og skiMngur ætti ávalt að ríkja nxilli Englands og Þýzka- lands?“ (Hér var fyrir skömmu sýnd sv'O nefnd Olympíumynd frá Þýzkalandi. Hvarvetna í þeirri mynd mátti sjá áróður gegn Bretum, og þó hefir vafalaust það versta verið úr henni klipt, áður en hún fór frá Þýzkalandi.) Það, sem hér hefir verið tekið upp eftir hinum fræga brezka rit- höfundi, nægir til þess að sýna að þeir, sem vel fyigjast með í þessurn málum, hafa fyrir löngu séð giegnum blekkingavefinn, séð að allt tal um fjandskap einrœð- isríkjanna hvors í annars garð var blekking ein og loddaraleik- ur, aðeins til þess gert aö draga athyglina frá því, sem var að- alatriðið, frá því, sem þau bæði stefndu að, meðan verið var að búa sig nægiiega vél til sóknar gegn þjeim aðilanum, sem einn er í raun og veru sameiginlegur höfuðandstæðingur alls einræðis, en það er hið brezka heimsveldi. * Brezka heimsveldið er fyrir marigra hluta sakir merkilegasta stórveldi, sem til hefir verið og sagan kann að greina frá. Fram tíl síðasta ófriðar var Bretland stærsta nýlenduríki heimsins og engin af nýlendum þess hafði fullkomna sjálfsstjórn. Síðan má segja, að þróunin hafi orðið sú, að nýfendurnar hafi orðið sjálfstæð ríki án þess að slíta því sambandi, sem þeim er nauðsynlegt sér til öryggis og framtíðarþroska. Brezka heimsveldið er sex sjálfstæð ríki: Stóra-Bretland, ír- Iand, Kanada, Ástralía, Suður- Afríka og Nýja-Sjáland. Flestum þessara ríikja fylgja nýlendur, sem beint heyra undir stjórn ein- hvers þessara ríkja, og er Indland þieiirra merkast, og lýtur það stjórn Stóra-Bretlands sjálfs. En Indland er á sörnu þróunar- brautínni og öll hin samveldis- íönd Breta hafa gengið, þ. e. þeirri, að verða sjálfstætt riiki í hinu brezka rí’kjasambandi. Öll þessi sex ríki hafa sama kon- ung. Stjörnarsikipun þeirra er lík, en um sameiginlega stjórnarskrá eða önnur sameiginleg ákvæði, er bindi ríkin saman, eða sameigin- lega framkvæmdástjórn fyrir rikisheildina, er ekki að ræða. Þvert á mótí eru öll þau laga- ákvæði, sem nú eru í gildi, frá þjóðréttarlegu sjónarmiði fyrst og fremst til þess að tryggja sem bezt sjálfstæði hvers einstaks rík- Is. Brezka heimsveldið er, ef svo mætti segja, byggt upp með það meginsjönarmið fyriir augum, að ekld sbuli ákveðnar með sam- þyktum hinar sameiginlegu skyld- ur, eða hvað þessi ríki vilji hafa sameiginlegt, heldur hitt, að ákveð- ið skuli, hvað þa'u ekki vilji hafa sameiginlegt. Inn á þessa braut hefir hin sögulega þróun borið þau. Þau hafa varðveitt sameijg- inlega allt það, sem mestu rnáli skiptir fýrir þau, og sem tengir þau rneira og betur saman en allar samþykktir þinga þeirra geta gert, en það er mál flestra þeirra, saga, lifsskoðtKi og menn- ing. Þróun brezka heimsveldisins befir í fáum orðum sagt verið. sú, að frá því að vera stórt nýlendu- ríki með sterkri yfirstjórn í heimalandinu — Bretlandi — er það nú frjálst rikjasamband sjálf- stæðra ríkja, sem enga sameig- infega yfirstjórn befir oig engin bein lagaákvæði tengja saman. Það er ©kki lengur vjefengt af neinum, að hvert hinna sex brezku sambandsríkja séu að öilu jafn réttbá. Sérhvert þeirra er með öllu óliáð nokkru eftirliti af hálfu Stóra-Bretlands. Maiigir hafa litið svo á, að þessi þróuin brezka heimsveldis- ins •— frá nýlenduríki í frjálst samband jsjáifstæðra ríkja — væri merki hnignunar og upp- lausnar brezka heimisveldisins. Þéir hafa skoðað málin frá því sjónarmiði, að þegar hinar gömlu nýlendur fengju sjálfstæði, þá mundi þess skammt að bíða, að þær rifu sig að öllu leyti lausar Og gengju úr hin'u brezka ríkja- sambandi. En þeir menn, sem svo hugsa, hafa algerlega rangt fyrir sér. Brezka heimisveldið, eða rétt- jara sagt ríkin í brezka heimswld- inu, finna greinilega hver styrk- ur þeim er að samheldninni og finna, að á þann hátt einan, að halda sem bezt saman, geta þau til frambúðar treyst því, að verða sjálfstæð ríki áfram. Merkustu ályktanir um sam- band brezku rikjanna ér að finna í hinu svo nefnda Balfour-áliti frá 1926. Þar s^gir á þessa leið: „Samveldislöndin eru sjálfstæð- ar þjóðfélagsheildir innan hins brezka heimsveldis, öll jafn rétt- há og lúta á engan hátt neinu öðru ríki í heimsveldinU, hvorki í innanrikis- né utanríkismálum. Þau eru sameinuð í holiustu sinni við konunginn, sem þau lúta sem frjálsir meðlimir hins brezka heimsveldis." I greinargerðinni með Balfour- álitinu er nánar gerð grein fyrir því, hver sú hugsjón sé, sem ber uppi brezka heimsveldið. Þar segir: „Hið brezka heimsveldi bygg- ist ekki á neikvæðri afstöðu eins ríkis heimsveldisins til anmars, heldur er grandvöllur þéss á- kveðin, jákvæð hugsjón. Frelsi og frjálsar stofnanir era lifsskil- yrði þess, frjáls samvinna er leið þess til framkvæmda og friðtur, öryggi og framþróun eru tak- mark þess.“ Á þessu áliti og greinargerð þess byggðist hin svo nefnda Westminster-samþykkt, sem gerð var 1930 og sem siðain hefir verið kölluð „stjórnarskrá brezka heimsveldisins". Sú samþykkt á- samt siðari viðaukum tekur af öll tvímæli um fullkomið sjálf- stæði hinna einstöku ríkja innan bnezka ríkjasambandsins. Indland er enn ekki orðið sjálf- stætt sambandsríki, en sú þróun, sem þar fer fram, er nákvæm- lega hliðstæð þeirri þróun, er áð- Ur hefir átt sér stað í þeim ný- lendum Breta, sem nú eru sjálf- stæð riiki í heimsveldinu brezka. Þott þróunin gangi seinna þar, stafar það fyrst og fremst af því, hve íbúar Indlands eru mang- ir og á margan hátt ósamstæðir, og trúarbrögð, siðir og sundur- igreining í fjöldamörg furstadæmi tefur fyrir því, að fullt samkomu- (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.