Alþýðublaðið - 14.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.11.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÖV. 1939. ALS»Y©UBLA©1Ð a litinn stein i arneskirkjn hina nýjn? 94) Snemma um morguninn kornu konungurinn og drottningin, 95) gamla hirðkonan og allir herforingjarnir, til þess að sjá, hvar prinsessan hefði verið. 96) Þarna er það, sagði konungurinn, þegar hann kom að fyrsta hliðinu, sem kross var á. — Nei, það er hérna, góði minn, sagði drottningin, þegar hún sá annað hlið með krossi á. Verkalýðsfélag nreyrar. Félagið samþykkti kröfu um breytingar á gengislögunum og andstöðu við klofnings- samband kommúnista. NÝLEGA var haldinn fundur í Verkalýðsfélagi Akureyrar. Fór fundurinn hið bezta fram og ríkti þar mikil eining. Eftirfarandi áskorun til alþinjgis var samþykkt í einu hljóði: „Fundur Verklýbisfélags Akur- eyrar, haldinn 5. nóv. 1939 skor- ar á aiþingi það er nú situr, að lögieiöa kaupuppbót, er svari til hinnar auknu dýrtíðar, sern nú er, og nái kaupuppbótin til allra félagsmanna, sem eru í verfclýðs- félögum . innan Alþýðusambands íslands, ieða að öðrum kosti að nema burtu úr lögum um gengis- skráningu ákvæði þau 'er óheim- ila verklýðsfélögum að setja sér kauptaxta í samræmi við dýr- tíðina.“ Stjóm klofningssambands kom- múnista hafði sent stjórn félags- ins beiðni um að vera með, og var málið lagt fyrir fundinn. Var tilboðinu svarað með eftirfarandi ályktun. „Fundur Verklýðsfélags Akur- eyrar, haldtnn 5. nóv. 1939, vítir harðlega klofningsstarfsemi Héð- ins Valdimarssonar og annarra hommúnista, sem meðal annars er framin með tilraun þeirra til stofnunar félagssamhands, og á- róður þeirra til þess að draga verklýðsfélögin út úr Alþýðu- sambandi Islands, sem sýnilega hefir þau einu áhrif, ef þeir orka einhverju í þessum efnum, að veikja samtök hinnar vinnandi stéttar í baráttunni fyrir bættum kjörum hennar. Lýsir fundurinn því yfir, út af bréfi þessara manna til félagsins, þar sem farið er fram á að það íaki þátt í slikri klofningsstarf- semi, að það fyrirlítur framferði þeirra, og vísiar bréfi þeirra og öðrum slíkum sendingum, fyrr og síöar heim til föðurhúsanna." Glunufélagið Ármann hefir ákveðið að mynda nýj- an glímuflokk fyrir drengi frá 12 til 16 ára. Æfingar verða í þróttahúsi Jóns Þorstemssonar við Lindaigötu. Væri æskilegt að þeir drengir sem hafa hug á að læra eða æfa hina föjgru þjóðar- íþrótt vora, islcnzku glímuna, sig fram sem fyrst við Þórarin Magnússion skósmið á Frakkastíg 13, sem gefur allar fre-kari upp- lýsingar. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Eftíf Felix tMimdssön. FYRIR alhnörgum árurn síðan var ég staddur á fundi í félagi hér í bænum, þar sem . fram fóru trúmálaumræ’ður. Var til þeirra stofnað af mönnum, sem hugou sig geta kollvarpað kirkjulífi bæjarins. Töklu þess allmikla nauðsyn vegna þess, að það drægi fólkið frá’ ýmsum þeim málefnum, er því væri meiri uppbygging að, drægi úr áhuga þess og vilíti þyí sýn um þau mál, er það varðaði mestu, og hindraði réttar aðferðir um þau mál. Mér er það minnisstætí frá þessum fundi, hversu þeir, er af- má vildu allt kirkjulif, fóru að mínum dómi halloka, og hvað góð rök -og gild v-oru fyrir því færð, að heilbrigt trúar- og kirkjuiif mættum við ekki missa. Þvert á rnóti bæri að efla það og auka, og væri svo, að það væri of veikt eða dauft, þá bæri að veita því fulltingi og krafta tii þess að það mætti ljá hverju g-óðu máli lið og væri megnugt þess að hafa þau áhrif á siðf-erði manna, þroska og framgöngu, sem æskilegt væri til þess, að íslenzku þjóðinni mætti vel vegna. Þessi umræddi fundur fór fram n-okkru eftir heimsstyrjöldina. Losið frá ófriðaráhrifunum var fcomið hingað ásamt ýmsum nýjum kenningum. Mér var þó ekki þá það eins ljóst -og mér _ er það nú, og reyndar oft síð- an, hver nauðsyn er á fórnfúsri hugsjónastarfserni, heilhuga fcenn- injgum og einlægri trú, trú sem er þess rnegnug, að bera alltaf sannleikanum vitni . og g-era mennina frjálsa. Þegar séra Garðar Svavarsson hóf sína kristilegu starfsemi í austasta hluta bæjarins haustið 1936, tókst -honum að vekj.a nýja hreyfingu fyrir kirkjulegri starf- semi í þessum hl-uta bæjarins. Hann byrj-aði þá þegar á hús^ viljunum og kynnti sér gegnum þær hujgsun fólksins um þessi mál, hvort það hefði áhuga fyrir þessari síarfsemi -og óskaði þess, að hún næði að blómgast og verða til þess að nýr safnaðar- hluti myndaðist, eða að hin gamla Laugarneskirkja yrði end- urr-eist- Eða ef til vill hefir ekki einu sinni hann þorað að v-ona það, að innán þriggja ára yrði Lauslcgur uppdráttur af framhlið fyríthugaðrar Laugarnesikirkju. málum svo vel k-omið á þessu hans starfssviði, að kirkjubygg- ing stæði fyrir dyrum. Þeim, sem hann réðu, sem var sóknarnefnd dómkirkjunnar, og hionum sjálfum, var það ljóst, að bærinn bjó við sama ástand, að því er kirkjurúm snerti, -og fyrir 30 árum, að á því tímabili hafði bærinn þanist út á alla vegu og fj-ölgað um 30 þúsund íbúa, að störf pr-estanna höfðu aukist að sama skapi og bærinn óx og fölkínu fjölgaði, en starf- andi prestum hafði ekki v-erið fj-öljgað og kirkjum ekki heldur. Það var vegna þessa ástands, sem ákv-eðið var að hefja tilraun með kirkjulega starfsemi í út- hverfum bæjarins, og séra Garð- ar hóf starfið eins og áður er sagt í austasta hluta bæjarins, með húsvitjunum og .sunnu- dagaskóla -eða barnaguðsþjón- ustum. Og það merkilega skeði, sem margir h-efðu sjálfsagt efast um, aö fólkið hafði áhuga fyrir þessu starfi. Þriðji hluti barna í þessu skólahv-erfi sótti að jafn- aði -sunnudagasamkomurnar og fullorðna fólkið sótti raessumar, sem fram fóru í eiuni skólast-of- Unni, við eðlilqga fremur óhag- stæða aostöðu. Og það þarf ekki að orðlengja um þ-etta; þarna hefir myndast álitlegur hópur á- hugafólks, sem starfar í ein- drægni að sínum safnaðarmálum og er nú þ-ess albúinn að byggja Idrkju. Það er nú ákv-eðið, að sú fjár- söfnun, sem fram fer í haust til kirkjubyggingar, komi þessari kirkjubyggingu til góða. Fólkið sjálft m-eð prestinn í br-oddi fylkingar, hefir sýnt þ-að, að það á skilið að koma sér upp kirkju, og það ætlar að g-era það, og þ-örfin fyrir kirkju er hvergi inn- an endimarka bæjarins eins brýn og aökallandi eins og einmitt hjá þessu fólki, þar sem allt er til- búið að öðru leyti. Það myndu maigir óska þess, að betur blési með fjárhagsafkomu -og ástæður bæjarbúa en nú gerir, því að pnestur -og söfnuður, sem svo vel fer af stað, ættu það skilið að greitt væri fyrir þ-eirra áhuga- roáli, -og það munu margir g-era, hver eftir vilja og getu. „Safnast þegar saman fcemur1, -og þó að margir láti litið, ef þátttakan er almenn, þá er þessari bygjgingu borgið. Það munu vera fyrir hen-di allt að 30 þúsund krónur. Veittar v-oru úr kirkjuhyggingarsjóði 20 þúsundir, ón-efndur maÖur gaf 5 þúsundir, sem ávaxtast hafa í n-okkur ár -og nú nýlega gaf einn • m-aður 1000 kr. Þá er þess vænzt að nokkurt lán fáist m-eð h-ag- kvæmum kjörum -eða alt að 30 þús. Áætlað er að kirkjan k-osti 70—80 þúsund, mun þó vera viss- ara að búast við að hún bosti eitthvað m-eir miðað við þá verð- hækkun, sem nú -er -orðin á bygg- ingar-efni. Þ-ess v-egna væri þess full þörf að söfnun sú er nú f-er fram gæfi 10—20 þúsund krónur og -er v-el hægt að búast við að það takist þegar litið er á jíbúat-ölu í bænum. Það er reiknað m-eð að kirkj-an taki um 250 manns. Austan Rauðárstíjgs er talið að búi um 3000 manns, svo að framtið og fjárhag þ-essarar kirkju þegar byggð verður ætti að viera b-orgið. Nú kynnu ein- hverjir að s-egja s-em sv-o: þetta er m-ál-efni austurhluta bæjiarins, þeirra -er þess-arar kirkju ætla að njóta, en við svolitla ílmgun imunu menn s-kilja að þ-að er sam- eiginlegt mál allra bæjarbúa, þeirra -er kirkju vilja hafa. Og mætti fær-a full rök að því, að ekki muni mjiög 1-engi ennþá verða hægt að komast af m-eð dómkirkjuna eina fyrir s-öfnuð sem orðinn er upp undir 30 þús. Úianns. Enda sv-o ás-ett manga da-ga m-eð uotkun, að varla talið f-orsvarianliegt, það er þvi al- miennt nauðsynj-amál safnaðarins að þessi kirkja v-erði byggð sem fyrst- ÁTarp til Reykvfklnga Hin árle-ga fjársöfnun til nýrra kirkna í R-eykjavík hefir þetta h-aust fallið í hlut fyrirhugaðrar Laugameskirkju. Þaninig að á jiessu haiusti verður eingönigu safnað til kirkjunn-ar, s-em ákveð- ið -er að reist verði fyrir aust- ustu svæði bæjarins. Oss -er þ-að ljóst að all óvæn- Lega h-orfir sakir ástandsins í heiminum, en oss var úthlutað þessu hausti -og förum því samt af st-að, -ekki íil að knýja eða heirnta -og ætlum engum -að ganga nærri s-ér, h-eldur leitum v-ér fulltinjgis bæjarbúa í þeirri (t-on o,g í því trausti að þ-eir sem sjá sér það fært vilji leggja því lið sitt, að viðunanleg lausn fá- ist um kirkjumál R-eykjavíkur. Þess v-egna leitum vér fulltin-g- Is yðar, góðir samb-orgarár, og biðjum yður vel við að br-egð- ast. í undirbúningsnefnd fyrirhuigaðr- ar Laugarneskirkju. Jön Ólafsson. Carl Olsen. Þ-órir Baldvinsson. Emil R-ok- stad. Ólafur Jóhannsson. Krist- mundur Guðmun-dsson. Tryggvi Guðmundsson. * Skátar munu h-eimsækja bæjar- búa í kv-ö-Id, til þ-ess að safná á gj-afalista fyrir Laugarnjes-kirkjju, og eru nnenn beðnir að taka þeim vin-samlega. Fyrir þá sem unna kristilegri starfsemi -er v-ert að gefa því gaum að við það að ný kirkja k-emur, fcoma fl-eiri starfandi Icráftar inn í safnaðarlíf bæjarins, eins-o-g glö-ggl-ega h-efir sýnt sig í starfsemi þ-essa safnaðarh-luta, s-em h-ér h-efir verið rætt um. Og það er ástæða til að v-ona að mý kirkja með nýjum kröftum v-eiti nýju lifi -ojg nýjum straum- ®.m inn í bæjarlífið, o-g væri þess full þörf. Er ekki ýmislegt það er við heyrum og sj-áum daglega, vottur þess að verkefnin séu nó-g, fyrir h-eilbrigða, einlæga hug- sjónast-arfs-emi, trú sem væriþ-ess mcgnug að flytja fjöll lausung- ar og lasta burt af þessu fá- menna l-and-i, s-em hefir ef til vill allra þjóða mesta þörf fyrir að allir synir þess og dætur, geri ekkert það er hindrar eða tefur fyrir að hver rnaður dugi það er hann má. Felix Guðmundsson. Málfundaflokkur Alþýðuflokksfélagsins hefir æf- íngu annað kvöld kl. 8,30 í Al- þýðuhúsinu, 6- hæð. eHARLES NQBDHOFF og JAMES NORMAN H.ALL: UppreisEtin á Seiaraf^. 117 Karl ísfeld íslenzkaði. hafi farið inn 1 herbergi sitt, þegar hann vissi, hver var kom- inn, svo að við gætum fengið að vera í friði. Við borðuðum kvöldverð fyrir framan arininn. Við höfðum svo margt að tala um, að við vissum varla, hvar við ættum að byrja. — Tinkler hafði ennþá ekki náð sér eftir undrunina. — Minnist þess, Byam, sagði hann, að ég hélt, að þér væruð hinum megin á hnettinum. Þegar ég kom úr fyrstu ferð minni til Vestur-Indía frétti ég, að Pandora hefði verið send af stað, til þess að leita að Buonty. Það var það eina, sem ég vissi. Ég hafði ekkert frétt um það, að Edwards væri kominn aftur, né um herréttinn. Ég kom í land nóttina áður í fötum, sem ég hafði fengið að. láni um borð í Sapphire. Seinna skal ég segja þér frá Carib Maid, og frá því, þegar skipið fórst. Aðeins tíu manns af skipshöfninni komust lífs af. Ég var að leggja af stað til mágs míns. Þá var ekið fallegum vagni með tveim hestum fyrir að dyrunum. Áður en ég vissi af, var búið að drífa mig upp í vagninn, og þar sat ég andspænis Sir Joseph. Ég hafði aldrei á ævi minni séð þann mann áður. Og hann minntist ekki á það, hvaða erindi hann ætti, en ég þóttist viss um, að það stæði í einhverju sambandi við Bounty. — Þér verðið að vera þolinmóður, Tinkler, sagði hann. Ég skal sjá um, að herra Fryer fái að vita, að þér séuð kominn. Eftir stundarkorn námum við staðar fyrir framan fallegt hús. Sir Joseph stökk út úr vagninum og hljóp inn í húsið. Eftir tíu mínútur kom hann út aftur og teymdi Hood aðmírál á eftir sér. Ég vissi ekkert, hvaðan á mig stóð veðrið, en ég var upp með mér af því, að vera í félagsskap þessara manna. Við ókum beina leið í flotamálaráðuneytið. Þar var ég skilinn eftir hjá skipstjóra, sem hét Mathson. Hann var mjög kurteis við mig og ræðinn, en ekkert vildi hann segja mér um það, hvers vegna ég væri kallaður hingað. Klukkan tíu var mér stefnt fyrir nefndina. Hugsaðu þér, hvernig það hefir verið, að sjá mig standa frammi fyrir nefnd- inni í uppgjafafötum af þrem mönnum. Ég var látinn vinna eið og því næst var mér allranáðarsamlegast boðið að fá mér sæti. — Herra Tinkler! Viljið þér gera svo vel og skýra nefnd- inni frá því sem þér vitið um Roger Byam, fyrrum liðsforingja- efni á vopnuðu kaupfari Hans Plátignar Bounty? Þér getið hugsað yður, Byam, hvernig mér varð við, þegar ég heyrði nafn yðar nefnt. Ég fann kuldahroll upp eftir bakinu á mér, alla leið upp í hársrætur. Ég hafði ekki gleymt því, hve oft Bligh hafði fordæmt yður sem sjóræningja, án þess að leyfa okkur að segja nokkurt orð yður til varnar. Ég reyndi að verja yður, en ég hélt, að hann ætlaði að fleygja mér íyrir borð, þegar hann heyrði það. Nú datt mér í hug, að þeir hefðu náð 1 yður. Ég leit á þá til skiptis, til þess áð reyna að komast að raun um, hvað þeir vildu mér. — Eigið þið við það, hvort ég viti, hvar hann er niður ; kominn .um þessar mundir? spurði ég. — Nei, við óskum eftir að fá að vita um samtal, sem sagt er að hafi átt sér stað milli Fletcher Christians og Byams nóttina áður en uppreisnin var gerð. Heyrðuð þér þetta samtal? Ég mundi eftir því þegar í stað, og þá rann upp ljós fyrir mér. — Já, svaraði ég, — ég man það mjög vel. — Hugsið yður vel um, herra Tinkler. Líf manns er komið undir því, sem þér segið um þetta samtal. Veitið yður nægan tíma til þess að hugsa yður um. Segið svo frá öllu út í yztu æsar. Ég mundi eftir öllu viðvíkjandi þessu samtali, og þér megið þakka hamingjunni fyrir það, Byam, að minni mínu var ekki farið að förlast vegna elli. En nú kom það einkennilega í Ijós. Ég hafði sem sé gleymt því mikilvæga atriði, að herra Bligh hafði heyrt sumt af því, sem fram fór milli ykkar Christians. Á heimleiðinni minntist Bligh aldrei á það einu einasta orði, hvers vegna hann áliti yður meðal uppreisnarmannanna. Við héldum allir, að ástæðan væri sú, að þér komuð ekki upp á þilfar, fyrr en báturinn var kominn frá skipshliðinni. Og við vissum, að Christian talaði oft við yður morguninn, sem upp- reisnin var gerð. Ennfremur voruð þér vinur Christians. Og það var meir en nóg til þess að gamli maðurinn fordæmdi yður. Ég gaf mér góðan tíma, það megið þér vera viss um. — Ég byrjaði söguna á því, þegar við vorum saman á þiljum á varðtíma Peckovers. Ég hafði engu gleymt. Ég sagði þeim líka frá því, að ég hefði játað fyrir yður, að ég væri einn þeirra, sem hefðu stolið hinum ómetanlegu kókoshnetum herra Blighs. Ég skýrði þeim frá því, að ég hefði lagst á þilfarið, til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.