Alþýðublaðið - 14.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.11.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐBÐ Forkólfar thaldsins bðrðast meðan nnnt var ð móti santakarétti verkamanna. Nú reyna peir að sundra samtökunum með því að styðja klofningsstarf kommúnista í þeim —-- ♦----- Eltii* Flnn Jémss@si. ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓV. 1939. 0-----------------------— \ t ALÞÝÐUBLAÐIB RÍTSTJÓRI: F. R. VALÖEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN FÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU . (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906; Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heirna). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN 0 --------------—-------;-* Staríseni lyrlr it- vinmilansa nnglinga S TARFSEMI lyrir atvinnu- lausa unglinga mun hefj- ast um næ'stu helgi. Var til- kynning um skrásetninguna í blöðunum 1 gær og í dag. Skráningin fer fram í dag í Vinnumiðlunarskrifstofunni og í Ráðningarskrifstofu bæjarins. Verða allir piltar á aldrinum 14—18 ára, sem ætla sér að taka þátt í þessari starfsemi að mæta við skráninguna, því að ekki verður hægt að veita öðr- um viðtöku en þeim, sem láta skrá sig. Þessi starfsemi fyrir atvinnu- lausa unglinga hefir átt miklum vinsældum að fagna á undan- förnum árum, enda er hún mjög nauðsynleg. í vetur verður henni hagað með líkum hætti og áður, nema að vafasamt er, hvort hægt verður að hafa bóklegt nám fyr en síðar, vegna húsnæðis- leysis. Áður hefir bóklega nám- ið farið fram i Stýrimannaskól- anum, en hann er nú leigður — og starfsemin hefir ekki yfir fé að ráða til að leigja sérstakt húsnæði fyrir það, því að það myndi óhjákvæmilega draga svo mikið úr vinnunni sjálfri. Hins vegar verður smíðanám á kvöldin, eins og áður, leikfimi á morgnana, vinna á daginn og UNDANFARNA daga hafa blöð Sjálfstæðisflokksins flutt hverja greinina af annarri um verkalýðsfélögin og starf þeirra, Greinar þessar hafa ver- ið svo fullar af staðleysum og fjarstæðum, að furðu gegnir. Menn eru að vísu oft gleytíinir bæði á meðlæti og mótlæti,. en þó hlýtur ýmislegt, er blöð þessi segja um verkalýðsmálin, að vekja upp þá spurningu hjá lesendum þeirra, hvers konar fólk ritstjórar þeirra haldi að lesendurnir séu. Dagblaðið Vísir segir t. d. 10. þ. m.: „Um það hefir aldrei verið ágreiningur, að verkalýðurinn þyrfti að hafa með sér örugg samtök til þess að gæta hags- muna sinna, enda munu allir á sundnám mun byrja eftir mán- aðamótin. Á það verður lögð rík á- herzla, að halda starfseminni í ákveðnum'skorðum og að mestu leyti eins og undanfarin ár, enda væri sízt ástæða til að draga úr þessari starfsemi nú, þegar erfiðleikarnir fara vaxandi hjá fólki. Það voru Alþýðuflokksmenn, sem á sínum tíma hrundu þess- ari starfsemi af stað upp á eigin spýtur og undir eins og Harald- ur Gúðmundsson varð atvinnu- málaráðherra skapaði hann þessari starfsémi fastan grund- voll, sem að mestu hefir verið fylgt' síðan, þó að þeir tveir inenn, sem stjórna henni hafi á undanförnum árum gert á henni ýmissar umbætur. einu máli um það, að samtökin beri að styrkja á allan hátt þannig að réttur verkalýðsins verði tryggðUr eftir því sem föng eru á“ Hvenær hefir dagblaðið Vísir styrkt baráttu verkalýðsins fyr- ir bættum kjörum? Hvenær öðlaðist S j álf stæðisf lokkurinn þann skilning, að verkalýðurinn ætti rétt á að hafa með sér ör- ugg samtök til þess að gæta hagsmuna sinna? Rétt væri að ritstjóri Vísis upplýsti um þetta hvorutveggja, ef hann vissi þessa einhver dæmi. Við, sem staðið höfum í bar- áttunni með verkamönnum og sjómönnum, margir okkar fulla tvo tugi ára, þekkjum þau ekki. Við höfum allt aðra sögu að segja. Fyrir nær tuttugu árum síð- an fluttist ég frá Akureyri til ísafjarðar. Þar var þá starfandi verkalýðsfélag, en alveg for- ystulaust og áhrifalaust um kaup og kjör meðlima sinna. Verkamönnum var kunnugt um að ég hafði áður starfað í fé- lagsskap þeirra á Akureyri. Fyrir beiðni þeirra tókst ég á hendur formennsku í félagi þeirra, af því þeir höfðu enga völ á neinum, sem þeir treystu til þess vegna ofsókna atvinnu- rekenda. Ég var þá starfsmaður ríkisins, svo atvinnurekendum átti að vera erfiðara að beita mig þrælatökum heldur en ó- breytta verkamenn. Félaginu óx brátt nokkur fiskur um hrygg og reyndi að ná samn- ingum við atvinnurekendur um kaupgjald. Fyrsti samningurinn tókst eftir mikið þóf, en aðeins munnlegur. Þegar atvinna tók að minnka um vorið, sviku at vinnurekendur samninginn. Verkamenn vildu ekki beygja sig og neituðu að vinna eftir- vinnu fyrir kaupgjald það, er atvinnurekendur vildu greiða. Út af þessu voru um 30 verka- menn á ísafirðí setttí' á svartan lista hjá atvinnurekendum þar og fengu hvergi að vinna fyrir sér í landi, nema engir aðrir menn væru fáanlegir. Sumir þessara manna voru sveltir og flæmdir burtu úr bænum. Árið eftir reyndi verka- mannafélagið aftur að semja. Þá fékk það ekkert svar annað hjá atvinnurekendum en það, að „þeir myndu hækka eða lækka kaupið þegar þeim sýndist, án íhlutunar óviðkomandi manna“. Verkalýðsfélagið var 1 þeirra augum „óviðkomandi menn“. Bréf þetta er ennþá til í frum- riti. Félagið var ekki nógu sterkt til þess að leggja út í verkfall og Alþýðusambandið var þá ekki nógu öflugt til þess að veita því aðstoð. Atvinnuleysið fór líka vaxandi þessi árin, svo allt var atvinnurekendum í vil, Það stóð heldur ekki á því að þeir notuðu sér neyðina. Þegar verkamenn komu til þeirra og báðu um vinnu, settu þeir þeim þau skilyrði, að þeir skuld- bindu sig til þess með skrifl'egri yfirlýsingu, að segja sig úr verkamannafélaginu. Ég þarf ekki að taka það fram, að at- vinnurekendur þessir voru máttárstoðir Sjálfstæðisflokks- ins á ísafirði og að blað flokks- ins studdi þá í þessari baráttu gegn samtökum verkamanna. Verkamenn áttu um það að velja að fá enga vinnu og svelta eða segja sig úr félaginu. Úr- sagnir tóku að berast, en þá tók félagsstjórnin það ráð að fá heimild til þess að birta ekki úr- sagnir á fundum. Þá hættu úr- sagnirnar að koma, en verka- menn ýmsir létu kúgast til að gefa yfirlýsingar um úrsagnir, en sendu þær ekki félaginu. Vegna ofríkis atvinnurekenda treystust þeir þó eigi til að sækja fundi í félaginu, svo að það varð að heita mátti óstarf- hæft um skeið. Loksins árið 1926, þegar kúg- un atvinnurekenda hafði náð hámarki sínu, tókst að safna verkamönnum aftur almennt inn í félagið og hefja verkfall fyrir samningarétti félagsins og sanngjörnum kaupkröfum. Það verkfall vannst, en sex ára baráttu kostaði það við Sjálfstæðismenn á ísafirði að fá verkamannafélagið þar við- urkennt sem samningsaðila. Þar með hafði verkalýðs- hreyfingin loks fengið fótfestu við Djúp, þrátt fyrir öfluga mótstöðu helztu manna Sjálf- stæðisflokksins. Eftir voru svo allar verstöðvarnar við Djúpið félagslausar. Var nú hafizt handa um að stofna þar félag, en andstaðan var engu minni en á ísafirði af hálfu hinna ráð- andi mánna Sjálfstæðisflokks- ins. í Hnífsdal komst verka- mannafélag á fót með öflugum liðsstyrk félagsins á ísafirði. Þar gengu atvinnurekendur svo langt, að þeir auglýstu lokun á matsölubúðum og íshúsi, til þess að reyná að kúga verka- menn til hlýðni. Þessi auglýs- ing er enn til í frumriti. Á Hesteyri vildi Kveldúlfur engan mann taka í vinnu, sem í verkamannafélaginu var, fyrr en Alþýðusambandið gat knúið fram samninga. í Súðavík náðust ekki samn- ingar við atvinnurekendur fyrr en eftir verkfall og áflog og þá með tilstyrk Alþýðusambands- ins. í Bolungavík voru gerðar þrjár ef ekki fjórar tilraunir til að stofna verkalýðs- og sjó- mannafélag. Atvinnurekendur drápu þessi félög jafnharðan, þangað til verkamannafélagið þar loks fékk sig ivðurkennt sem samningsaðila fyrir þrem árum síðan, eftir margra vikna verk- fall og aðeins fyrir tilstyrk Al- þýðusambandsins. Ég læt nægja að fara kring- um Djúp til þess að sýna í stór- um dráttum hvernig baráttu verkamanna fyrir réttindum sínum hefir verið varið. Alls staðar hefir sama sagan endur- tekið sig. Máttarstoðir Sjálf- stæðisflokksins á hverjum stað hafa alls staðar barizt gegn verkamönnum og samtökum þeirra af fullum fjandskap. Á- greiningurinn hefir ekki líkt því alltaf verið um kaupgjald- ið, heldur fyrst og fremst inn það, hvort verkamenn mættu hafa félagsskap með sér, til þess að feyna að bæta kjör sín. Forkólfar Sjálfstæðismanna hafa á öllum stöðum og ævin- lega neitað verkamönnum um þennan rétt og barizt af öllu afli gegn því að þeir fengju hann. Þetta er ekkert einstakt iyr- irbrigði með Sjálfstæðismenn- ina við Djúp, heldur hefir sama sagan endurtekið sig umhverfis allt landið. Svo kemur dagblað- ið Vísir og segir: „Um það hefir aldrei verið ágreiningur, að verkalýðurinn þyrfti að hafa með sér . örugg samtök til þess að gæta hagsmuna sinna o. s. frv.“ Stórkostlegri sögufölsun’' er varla unnt að bera fram fyrir íslenzka lesendur, eða hverjir ætlast blaðið til að trúi' þessu eftir það, sem á undan er geng- ið? Sannleikurinn er sá, að mátt- arstólpar Sjálfstæðisflokksins hafa verið knúðir til, með öflug- um samtökum verkalýðsins, og þá fyrst og fremst Alþýðusam- bandsins, að viðurkenna þenn- an rétt og þessa nauðsyn verka- lýðsins, algerlega gegn vilja sín- um og ekki fyrr en eftir ákaf- lega harða baráttu verkamanna. Sjálfstæðismenn hafa oft bent á það, segir Vísir, „og tal- ið það óeðlilegt að aðrir én verkamenn væru meðlimir í verkalýðsfélögum, og sætu jafnvel þar í stjórn." Hvers vegna hafa Sjálfstæð- ismenn bent á þetta, er það af (Frh. á 4. síðu.) r 0> Efíir Jónas Guðmundsson. Niðurl. Hvergi hefir það komið jafn Kel fr,am og. í jæ'öu, sem forsætis- ráÖherra Kanada, Maokenzie King, hélt á ráÖstefnu samveldisland- anna brjezku 1937, hvert það framtíöarhlutverk er, sem brezka heimsveldið teiur sig hafa. Honum farast orð á þessa leið: „Hið póiitíska lýðræði og. ein- staklinigsfrelsið, sem Stóra-Bret- landi hiefir á síðustu árum tekist aÖ skapa innan vébanda sinna, er til fyrirmyndar öðrum þjóðum og ætti að véra þeiin til hvatningar. Það á að ver,a takmarkið, sem hið mikia brezka þjóðabandalag, sem byggt er upp á þessum grundvelli, stefnir að, að koma þannig fyrir málum sínum inn- byrðis og liaga stjórnmálum sín- um þannig, að þau geti nú á 20. öldinni lagt sinn skerf til lausnar hinna alþjóðiegu vandamála, svo þau geti orðið leyst á frið- samlegan hátt. Alvpg sérsta-kiega er ástæða til að stefna að þessu vegna þess, hve vel þessi tilraun hiefir tekizt, því að það mundi hafa sams konar þýðingu fyrir velferð alis mannkynsins, sem þáð nú þegar hefir haft fyrir hið brezka heimsveldi.“ Hér kemur fram svo skýrt sem verða má, að brezku samveldis- löndin telja sig hafa heimssögu- legt hlutverk að inna af hendi. Fjöldi ummæla fómstumanna annara samveldislanda hefir og Prriigið í sömu átt undanfarin ár. Bretar voru sú þjóð, sexn lengst trúði því, að Þjóðabandaiagið gæti leyst alþjóðavandamálin. En Þjió'ðabandalagið var hugsjön, sem reynt var að framkvæma áður en þjóðirnar voru orðnar nógu þroskaðar til þess að skilja þýðingu henn’ar. Brezka heimsveldið hefir nú sett sér það markmið, að skapa nýtt ÞjáÖabandalag, sem taki við hugsjónum og kostum Þjóða- bandalagsins í Genf, en f-oirðist galla þess. Brezka heimsveldið vinnur nú markvisst að uppbyggmgu nýs Þjóðabandaiags, sem ekki bygg- ist á kúgun eða undirokun neinna þjóða, bandalags, sem ekki verð- ur nein baktjaldamakksstiofnun fyrir drottnunargjörn hér\'eMi, heldur raunverulégt bandalag frjálsra og sjálfstæðra þjöða, s-em vilja vinna í sameiningu að því að tryggjia frelsi sitt og lífskjör þegna .sinna og sameiginlega mæta óréttinum, kúguninni ög yf- irdriottnuninni, hvar sem hún kemur fram. Þagar litið er á brezka heims- vieldið frá þessu sjiónarmiði, || munu allir s-annfærast um, að innan vébanda þess ríkir engin sú pólitísk misklíð, er valdið g-eti sundrungu þ-ess, eins og stundum er reynt að halda fram, heldur vinnur hér stærsta ríkisheild ver- aldarinnar, siem telur um 500 milljónir mauiut og ræður yfir ó- grynni fjár, markvisst að ákveðnu fyrirfram settu takmarki. Því tak- marki, að gera hið brezka heims- valdi að kjamanum í nýj'u, vold- luigiu þjððabandialagi, sem byggist í öllum meginatriöum á sömU gmndvallarreglum og gildia nú orðið innan hins brezfea heims- veldis. Nú þegar má t-elja að Frakk- Iand. með nýlendum sínum hafi fskipað sér í þetta bandalag, jafn- vel fastar en sum samveldislönd- in. Veldur því fyrst og fremst hætta sú, sem Frakkl-and er í vegna einræðisríkjanna þri|ggja, Þýzkalands, ftalíu og Spánar, sem ligigja að Frakklandi. Og öllum er lj-óst, hver næsta þjóðin er, sem stefnt er a-ð að fá sem virkan þátttakanda hins nýja bandalags. Það eru Banda- ríki Norður-Ameríku. Þar hefir „hinn brezki andi“ nú þegar sigrað glæsilega með aflnámi hlutleysislaganna, þar sem Ame- ríka er m-eð því gerð, til að byrja með, að vopnabúri lýðræð- isþjóðanna. Og Bretar vinna enn annars staðar áð sköpun hins nýja þjóðabandalags. Einn merikileg- astl þátturinn í þessari nýsik-öpun j ier nú áreiðanl-ega að gerast í Asíu. Tyrldand hefir þegar g-erzt aðili að hinum „lausl-egu“ friðar- samt-ökum Br-eta, en þau eru á- v-allt undanfari hins stigsins, að fastara verð-i bundist saman. Og Tyrldand vinnur nú að þvi að k-oma á sambandi milli sín -og Afganistan, Iran (P-ersíu) Irak og Egyptalands og iafnv-el Rúmenía, en -öll þessi ríki styðja stefnu og viðleitni Breta. * Einræðisríkjunum er þ-essi stefna brezka heimsveldisins vel ljós. Henni er jafnt st-efnt gegn þeim öllum, þó að Bretiar hins vegar rnuni vel g-eta hiugsað sér að þjóð, sem býr við einræði, geti gerzt aðili að bandalagi þess, ■ ef fyrlr henni vaka ekki neinir kúgunar eða stórveldisdraumar. Einn meginþátturinn í heims- veldisstefnu Breta er að láta inn- anlandsmál þjóð-anna sem m-est afskiptalaus, en sameina þær til átaka gegn utan að komandi of- bel-di og kúguin. Einræðisríkin — sérstaklega Þýzkaland — hafa g-ert margar tilraunir til þess að hindra Breta í framkvæm-d þessarar hugsjónar. Og um skeið h-orfði svo í stjórin- málum Englands, að blekkingin nmndi takast. V-ann þar miest að „hinn sérstaki fulltrúi Þýzkalanids í afvo [munarm álum‘ ‘, v-o:n Rib- bentrop, sem þá var sendih-erra í London. Afl-eiðingar þessara til- rauna vom m-eðal annars þær, að Játvarður VIII. varð al-drei krýn-dur konungur Bretlands og Anthony Eden varð að fara frá sem utanríkism-álaráðherra Bret- lan-ds, sv-o aðeins tven-t sé nefnt. En gæfa Bretaveldis varð ó~ gæfunni yfirsterkari í þetta sinn ein-s og svo oft áður.‘ Þeim mönnum, sem sáu í gegn um vefinn, sem einræðisríkin v-oru að vefa umhverfis England tókst að opna augu þeirra manna sem raingt stefndu, fyrir' því, hvar komið væri. Af þeim ástæðum er hin hamslausa gremja einræð- (isríkjanna í garð Bretlands. Þau vita, að eina ríkjasamband heims- ins, sem er þess megnugt, að feoma þeim á kné, er brezka heimsveldið. Þau vita, að falli eitt einræðisrikið, er öðru hætt. Hvar stæði Rússland ef Þýzka- Iand félli frá nazism-a o-g tæki upp lýðræði, eftir það sem nú hefir gerzt? Hvergi mundu dóm- arnir um Rús-sland verðia aðriren þeir, að það væri ræningi, sem notaði sér aðst-öðu sína til að kúga lítilmagnann -og niðast á þeim, sem berst við -ofureflið. Þau vita, að takist ekki Bret- um að fá aðrar þjóðir til að skipa sér í fylkingu gegn ein- ræðisrikjunium, tekst engum það, og þau vita að hin brezka sókn á þessu sviði er ekki nein dæg- urfluga heldur markviss sókn að settu marki. Af þessum ástæðum er brezká heimsveldið hinn sameiginlegi andstæðinigur allra einræðisrikj- anna. Að brj-óta á bak aftur einræðis- stefnurnar sem hafa sýkt heim- inn sv-o að nú er allt það að glatast, sem heitiir menning og fnelsi og sem þj-óðirnar hafa stefnt -að á umliðnium árum. Allt ben-dir til þess að ítalía lendi út úr emræöisríkjasamband- inu en aftur takist fullkomið (Frb. á 4. síðui)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.