Alþýðublaðið - 15.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.11.1939, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ 97) Og þarna er kross og þarna er kross, sögðu þau öll, því að á öllum hliðum var kross. 98) Og þá sáu þau, að árangurslaust var að leita lengur. 99) En drottningin var mjög hyggin kona, sem kunni fleira en að aka í vagni. 100) Hún tók stóru gullskærin sín, tók svartan silkiborða, klippti hann sundur og bjó til fallegan poka. Oniroddnr á eftir tímannm. OMMÚNISTUM hefir greini- lega orðið mjög illa við upp lýsingar þær, sem ég skrifaði um Finnland í fyrradag. Beita þeir sínum bitlausa „örvaoddi" fyr- Sr sfg 'í Þjóðviljanum 'í gær, þar sem hann er látinn bera lof á minn ágæta norska flokksbróður Jöha'n Vogt fyrir bók hans um Finnland, og tekur „Örvaroddur" lupp nokkrar setningar úr bók þessari varðandi Finnland og finnskt stjómarfar, sem komm- únistum er nú þessa dagana mjög umhuga'ó um að lita sem allra svartast, og réttlæia með því yf- irvofandi kúgun Rússa • á Finn- landi, Eins og ég sagði í grein minni í Alþýðublaðinu, þá markaði þátt- taka finnska Alþýðuflokksins í stjórn landsins gerbreytingu á stjórnarfarinu og stöðu verlm- lýðshreyfingarinnar í landinu, en það var fyrst á árinu 1936. Johan Vogt kom til Finnlands áður en Alþýðuflokkurinn komst þar til valda og hefir hann upp- lýsingar sínar um „stjórn iðju- hiöidanna, klæddri lýðræðis- grímu“ frá þeim tímum, og er ég fullkomlega sammála Vogt um það sem hann skrifar um fyrr- verandi stjórn í Finnlandi. En á meðan bók hans var í prentun för hann aftur til Finn- lands, og þá vildi svo heppilega til að ég hitti hann-bæði í Abo og Helsingfors, og vegna okkar fyrri kunningsskapar fórum við að spjalla saman um ferðalag unqof joj -puBiuurg go jmpjo Vogt mörgum viðurkeinningarorð- um lum Finnland og þær mikfu framfarir sem þar liöfðu' orðið síðan hann var þar síðast, og gæti verið hollt fyrir „Örvar- odd“ og kommúnista að lesa Igreinar Vogts í norskum Alþýðu- fiiokksblöðum, eftir að hann kom úr þessari síðustu för sinni til- Finnlands. Johan Vogt hefir það framyf- ir kommúnista eins og reyndar allt annað, að hann tékur eftir hlutunum í kring um sig, en ein- blínir ekki á sínar fyrri skoðanir, og gleðst yfir hverjum þeim fram förum til aukins lýðræðis og hagsbóta fyrir verkalýðinn í hverju iandi sem er, hvort sem Rússum líkar það betur eða ver. Einnig má minna kommúnista á það sem þeirra eigin fiokks- bróðir, Benjamín Eiríksson, skrif- ar um kúgunartilraunir Rússa gegn Finnlandi. Benjamín skrif- ar: „Strið við Finnland er stríð við verkalýðshreyfinguna þar“. Kjartan Guðnason. UMRÆÐUEFNI DAGSINS. íbúar í Laugarnesshverfi kvarta undan því, að mjólk- urbúð vanti. Tvær bænir til Jósephs Stalins. Æfintýrin og börnin. Fróðleikur um gasmæla. Fáninn og J. J. Bréf um tillögur háns. —o— ATHUGANIR ANNESAR Á HORNINU .—o— BÚAR í Laugarnesshverfi kvarta mjög undan því, að engin mjólkurbúð skuli vera við Laugarnessveginn. Mjólkin er þarna seld í venjulegri matvöru- Verzlun og á vissum tímum dags ins, einmitt þegar fólk þarf helzt að kaupa mjólk, er þarna alger- lega óhæf afgreiðsla. Ef börn eru t. d. send eftir mjólk í búðina, þá verða þau jafnvel að bíða í heila klukkustund áður en þau fá af greiðslu. ÞETTA ÁSTAND er vitanlega óþolandi og alveg sjálfsagt fyrir Mjólkursamsöluna að setja upp mjólkur- og brauðabúð í þessu fjölmenna hverfi. ÞESSAR tvær þænir — undir laginu: „Ó, Jósep, Jósep“ eru nú sungnar um allan þæ. Fyrsta bæn in heitir: „Kvöldbæn Brynjólfs". Hún er svona: Ó, Jóseph Stalin, bágt á ég að bíða, óg bráðum fölnar öll mín glæsta von. Því kratar hrella kommahópinn fríða og komið hik á monsjör Olgeirsson. Ég bið þig, Jóseph, send mér þræla þína, og þá mun verða rekinn Héðinn karl. Veit mér, herra, styrk að standa í Stalins friðar anda. Ó, Joseph, Jóseph, lát mig verða jarl. Önnur bænin heitir: „Morgun- bæn Einars“: Ó, Jóseph Stalin, ég er orðinn blankur, því1 ég fékk ekki neitt frá þér í gær, og hetjan Brynki í hausnum orð- inn krankur og Héðin enginn maður lengur slær. Ég spyr þig, Jöseph, getur þetta gengið, nú gengur BefgUr út og hengir sig. Ég hefi malað meira en Brynki og meira en Héðinn sinki. Ó, Jóseph, Jóseph, jarlstign fyrir mig. BARNAVINUR skrifar mér á þessa Ieið: „Nú er vetur genginn í garð, ef trúa skal almanaki Þjóðvinafélagsins, og með komu vetrar hef jast barnatímar í . út- varpinu og það er um þá, sem mig langar að rabba við þig stundar- korn. (Ég skal þegar taka það fram, að á heimili því er ég dvelst á eru 3 börn,. — 2 dregnir, annar 12 ára en hinn 10 ára, og ein telpa, 7 ára.“ „ÉG HLUSTAÐI á alla barna- tímana í fyrra og það gerðu krakkarnir líka, auðvitað. Það vakti mjög athygli mína, hversu oft þau spurðu hvort þessi eða hin frásaga hefði verið „alvöru- saga“ — hvort hitt eða þetta væri satt, hvort fuglar og fiskar, stokk- ar og steinar gætu talað, hvort þessi eða hin prinsessa eða prins myndi ekki verða að svani eða ófreskju aftur, ef önnur vond ker-' ling kæmi til skjalanna o. s. frv. Af þessum spurningum barnanna má draga mjög merkilega ályktun — þ. e. að flestar þær líkingar, sem börnum eru ætlaðar í útvarpi eða annars staðar fara algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Það sem á að vera aukaatriði í sögunni, verður að aðalatriði í hug heimum barnsins, aðalinntak lík- ingarsögu, í hverri fuglar og ó- merkilegir flibbar halda hróka- ræður og predika eins og prelátar, þoka fyrir þeirri furðulegu stað- reynd, að fuglinn og flibbinn tala mannamál! Krakkarnir muna það lengur, að stokkar og steinar tala en innihald sjálfrar sögunnar.“ „ÉG MINNIST þess, að þannig var því varið með mig, þegar ég var barn. Sögur þessa efnis eru því mjög óheppilegar fyrir því, sem ég kalla staðreyndáafstöðu barnsins. Barninu er sagt, að fugl- ar og fiskar tali, barnið spyr mömmu sína hvort þetta sé satt, hún svarar og segir: þetta er bara saga. Barnið er í efa. Á það að trúa mömmu sinni eða útvarpinu? Ein vika líður. Það er aftur barnatími. Og sjá — enn segir útvarpið, að fuglar og fiskar tali. Barnið er nú í enn meiri vafa en fyrr. Þannig er staðreyndaafstöðu barnsins gerður einn grikkurinn öðrum verri, unz það veit hvorki upp né niður um vissar, einfaldar stað- reyndir. Finnst þér þessi aðferð rétt. Hannes minn? Ég veit að svona hefir gangurinn verið öld eftir öld, en þetta er alröng að- ferð sem ekki skal á lofti haldið þótt gömul sé, því að hún er röng“. „ÞAÐ SEM gera skal, er að leiða barninu fyrir sjónir sann- indi lífsins í einföldum og skýr- úm lýsingurh. „Æfintýr“ eiga að hverfa með öllu, ef á að vera af þeirri einföldu ástæðu, að eigi þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð, þ. e. þótt allar barnasögur útvarps- ins nema ein, væri með því sniði, er ég nú hefi lýst, þá nægði hún ef til vill til þess að skapa efa- semd í huga barnsins.“ „SUNNUDAGINN 5. nóv. 1939 las Þorsteinn Stephensen upp sögu í barnatímanum, er fór í rétta átt. Slíkar sannindasögur eru þær, sem koma skulu. Þær eru upphaf þeirra sanninda, er barnið þarf fyrr eða síðar að tileinka sér. Barnið gleypir við slíkum sögum — séu þær liðlega samdar og nýtur góðs af þeim um aldur og ævi.“ , „í STUTTU MÁLI: Æfintýra- sögur um prinsa og prinsessur, talandi fugla og flibba, stokka og steina, eiga að hverfa með öllu, því þær gera börnin áttavilt á sviði staðreyndanna. í þeirra stað skúlu koma sannindasögur, sagðar lát- laust og skýrt, gætandi þess að þær marki og meitli skýra stað- reynd í vitund barnsins. Slíkar barnasögur eru þær einu réttu, ert þú ekki á sama máli Hannes minn?“ „GÆGIR“ skrifar mér þetta um gasmælana hér í bænum: „Gas- mælar voru flestir 4600 en síðan Sogsrafm. kom til sögunnar hefir þeim fækkað ofan i 3000. Gasnotk- nu hefir þó tæplega minnkað að sama skapi, hún er nú 2400 ten- ingsmetrar að meðaltali á dag, en var fyrir tveim árum að meðaltali 4600, en komst upp í 5800 dagana fyrir jólin.“ „SANNUR ÍSLENDINGUR skrif ar mér eftirfarandi bréf: „Eins og oft áður leita ég til þín með mín vandamál. 6. þ. m. skýrði Sigfús Halldórs - frá því í útvarpinu, að Jónas Jónsson hefði vakið máls á því á stúdentafundinum um sjálf- stæðismál íslendinga, að við tækj- um upp bláa o ghvíta þrætufánann gamla í stað okkar núgildandi þrí- lita fána.“ „ÉG OG MARGIR FLEIRI hefi litið svo á, að þríliti fáninn okkar táknaði himinblámann, jöklana og það rauða eldinn í okkar brjóst- heita landi. Ef þessu er þannig varið, mæla þá nokkur rök fyrir því að vera alltaf að skipta um fána, og það einmitt þegar nýbú- ið er að kosta miklu til með þátt- töku í heimssýningunni að kynna landið og fánann?“ „MYNDI SVONA BRÖLT ekki út á við benda hættulega mikið á hverflyndi íslenzkra stjórnmála- manna, þ. e. að verða uppvísir að því, að vera orðnir leiðir á sínum þjóðfána eftir aðeins 20—25 ár? Ef skipta ætti um þjóðfána eins oft og sumir stjórnmálaflokkarnir skipta um skoðun, væri Íslénding- um, hvað þá heldur öðrum þjóð- um, ofætlun að vita hverjum allir þeir fánar tilheyrðu.“ ÉG BÝST EKKI við því að margir íslendingar vildu fylgja þessari tillögu J. J. fram, svo frá- leit virðist mér hún vera. Hannes á horninu. Góð skemntHB. M EÐ línum þessum vil ég vekja athygli á samkomu, sem halda á í Dómkirkjunni í kvöld. Samkoman er haldin að tilhlutun Kirkjunefndar kvenna, sem hefir allmörg und- anfarin ár unnið að því að prýða kirkjuna, og meðal annars gengist fyrir því, að gjörður var blómagarður fyrir sunnan kirkjuna, sem er ein okkar bæjarprýði, og halda honum við ár eftir ár. Til þess starfs hefir nefndin aflað nokkurs fjár ár- lega með þessum kirkjusam- komum, sem alltaf hefir verið vandað til sem bezt, en inn- gangseyrir hafður aðeins ein króna, til þess að sem flestir geti notið. Á samkomunni í kvöld segir prófessor Ásmundur Guðmunds- son ferðasögu frú Jerúsalem til Betlehem. Ennfremur syngur söngsveit kirkjunnar, sem alltaf er ánægja að hlusta á. Og loks gefst tækifæri til að hlusta á 2 af okkar fremstu tónsnillingum, Pál ísólfsson og Björn Ólafsson. Er því óhætt að mæla með því, að þessi samkoma verði vel sótt. F. Hallgrímsson. Merklleg tiife- mynd. GAMLA BIÓ hafði í fyrrakv. frumsýningu á stórmyndinni Marie Antoinette. Er þetta mikil ikvikmynd, efnismikil og lista- vel leiikin. Hún segir sögu þess- arar qgæfusömu drottningar í Fralddandi, sem lét líf sitt á höggstokknum. 1 dag keniur æfisaga Marie An- toiinette út hjá forlagi ísafoldar- prentsmiftju h.f. í þý'öingu Magn- úsar Magnússonar og Lárusar Blöndahl. Er þetta mjög eiguleg bók. Verð frá kr. 15,75. fyrirliggjandi margar gerðir Verksmiðjan Magnl h.f. Þingholtsstræti 23 Sími 2088. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 118 Karl ísfeld íslenzkaði. þess að fá mér dúr milli fallbyssnanna, rétt áður en Christian kom á þilfar og tók yður tali. En framar öllu öðru megið þér vera hamingjunni og Robert Tinkler þakklátur fyrir þetta. Ég mundi nákvæmlega, að Bligh kom til ykkar einmitt um leið og Christian tók í hönd yðar og þér sögðuð: — Þér megið treysta mér. Nefndarmennirnir sátu og hölluðu sér fram í stólnum. — Gamall maður sat með höndina bak við eyrað. Með tilliti til hans talaði ég hægt og skýrt. — Herra Christian svaraði: — Gott, Byam, eða: — þakka yður fyrir, Byam! Ég man ekki hvort heldur var, og þeir tókust í hendur. í sama bili greip herra Bligh fram í fyrir þeim. Þeir höfðu ekki heyrt hann koma. Hann gerði einhverja athugasemd um það, að þeir væru seint á fótum. — Þetta er nóg, herra Tinkler, sögðu þeir. Mér var ýtt út úr salnum og .... hér sitjum við! — Þér vitið hélt Tinkler áfram eftir andartaks þögn, að ég hefi oft hugsað um það, hvort bræðí Blighs út af kókoshnet- unum hafi ekki verið hin raunverulega orsök uppreisnarinnar. Þér munið, hvernig Bligh skammaði Christian. — Þér álítið þó ekki, að ég hafi gleymt því? Ég man orð Blighs; — Jú, þorparinn yðar, það er einmitt það, sem ég álít. Þér hljótið að hafa stolið af mínum kókos- hnetum, annars gætuð þér gert grein fyrir yðar hnetum! — Hugsið yðar að segja slíkt við næststjórnanda sinn. Ég er sannfærður um, að það hefir rekið Christian út í þessa óhæfu. Hvað álítið þér? — Við skulum ekki tala um það, Tinkler, ég hefi viðbjóð á þessu öllu saman. — Fyrirgefðu. Það hefði ég átt að vita! — En ég vildi gjarnan fá að frétta af ferðalaginu til Timor í skipsbátnum. Þar stóð Bligh ssig ágætlega. Það gerði hann betur en nokkr- um öðrum hefði tekizt. Hann stjórnaði okkur með járnaga, en hann kom okkur áfram. — Hvað var það, sem varnaði því, að Purchell og Bligh dræpu hvor annan, þegar þeir voru saman í svona lítilli bátsskel? — Það lá oft nærri. Einu sinni vorum við staddir á lítilli eyðiey. Líðan okkar var hin hörmulegasta og við höfðum róið þangað inn til þess að hvíla okkur yfir nóttina. Ég man ekki hvernig deilan byrjaði, en ég man, að Bligh og Purchell störðu hvor á annan blóðhlaupnum augum. Við vorum nærri dauðir af hungri og þorsta, en samt sem áður höfðu þeir löngun til að rífast. Bligh gekk að bátnum, tók þar tvö sverð, fékk Purchell annað og sagði: — Verjið yður, eða þegið hér eftir! Við hinir stóðum kyrrir og horfðum á. Við vorum svo illa haldnir, að við gátum ekkert lagt til málanna. Purchell lét í minni pok- ann og baðst afsökunar. — Munið þér eftir Coupang, Tinkler? —- Coupang! Himnaríki á jörðunni. Við komum þangað kl. þrjú um nóttina. En bíðið ofurlítið! Hafið þér ekki hugsað yður að bæta í glasið mitt. Og þannig héldum við áfram alla nóttina. XXVI. WITHYCOMBE. Ég hafði dvalið í viku hjá herra Erskine, þegar ég sendi herra Joseph tilkynninguna, sem hann hafði beðið um. Ég bjóst við, að hann vildi gjarnan hitta mig vegna orðabókarinn- ar. Ég hlakkaði mjög til að hitta hann. Þá gat ég líka fengið tækifæri til að spyrja hann, hvort ég gæti ekki orðið vísinda- akademíinu að neinu gagni, þegar ég færi aftur til Suðurhafa. Lát móður minnar hafði rofið síðustu tengsl mín við Eng- land. Ég þráði aðeins Tehani og hið rólega líf á Suðurhafs- eyjum. Ég hafði ráðgert að segja Sir Joseph frá því áformi mínu, að kveðja England að fullu og öllu. Ég var svo efnaður, að ég gat gert, hvað sem ég vildi — jafnvel keypt skip, ef ég kærði mig um. Annað slagið fóru skip til Port Jackson á Nýja-Suður- Wales, og þaðan gat ég keypt mér eða leigt skip til Tahiti. En fyrst vildi ég þá sjá Withycom.be. Sir Joseph svaraði bréfi mínu og bauð mér til miðdegis- verðar sama dag. Ég heimsótti hann og þá var Montague, skipstjóri á Hector, þar hjá honum. Stundarkorn rædduip við um ástandið í Evrópu, og virtist okkur stríð myndi vera í aðsigi eftir horfunum að dæma. Að lokum sagði Sir Joseph við mig;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.