Alþýðublaðið - 17.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 17. NÓV. 1939. I ALÞÝÐUBLAÐIÐ 101) í pokann lét hún smá hveitikorn og batt hann á bakið á prinsessunni. 102) Svo klippti hún ofurlítið gat á pokann, svo að kornin gætu sáldast niður á leiðinni. 103) Um nóttina kom hundurinn aftur, tók prinsessuna á bak sér og hljóp af stað með hana 104) til hermannsins, sem þótti svo vænt um hana 105) og vildi gjarnan, að hann væri prins, svo að hann gæti t fengið hana fyrir konu. Rófur og Kartðflar. Valdar tegundir frá HORNAFIRÐI, REYÐAR FIRÐI, EYRARBAKKA og STOKKSEYRI fyrirliggjandi. Birgið yður upp áður en það hækkar í verði. H. f. Smjorllkisyerðin Smári. SÍMI 1651. KYNJALANDIÐ Sponnandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrœgur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvítramannaíand, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðilu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvík. UMRÆÐUEFNI DAGSINS Viðmetið og dýrtíðin. Kaup- hækkunin til bændanna og gróði smjörbúanna. Ofbeldi meirihluta mjólkurverðlags- nefndar. Viltu bræðing? —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AÐ FER NÚ að verða svo, að feitmeti, smjör eða smjör- líki geta ekki aðrir keypt en há- launamenn. Ég- fullyrði, að engin verðhækkun á nauðsynjavörum hefir mætt annarri eins andúð hjá almenningi og hin gífurlega verð- hækkun, sem meirihluti mjólkur- verðlagsnefndar hefir ákveðið á íslenzka smjörinu. Þetta er eðlilegt. Fólki finnst að verið sé að beita það ofbeldi. Allir verkamenn verða að bíða með launauppbót þrátt fyrir vaxandi dýrtíð á erlendum vörum, allir verða að bíða, og fjölda margir menn vita, að þeir fá enga launauppbót, þó að dýr- tíðin vaxi mikið enn. RÍKISVALDIÐ setur fastar skorð ur gegn óþarfa álagningu, svo ekki eiga laun kaupmanna að aukast vegna dýrtíðarinnar. Það fær yfir- leitt ekki nokkur maður hækkað kaup, þrátt fyrir dýrtíðina, nema þá sjómenn með áhættufé sínu og þá eingöngu vegna þess, að þeir leggja líf sitt 1 hættu til að fara með nauðsynjar okkar á erlenda markaði og sækja aðrar nauðsynj- ar í staðinn. ÞAÐ ER ÞVÍ OFBELDI, og ekki annað en ofbeldi, þegar farið er að stórhækka verð á innlendum afurðum á innlendum markaði. Það þýðir enn meiri kauplækkun hjá þeim, sem þurfa að kaupa þessar afurðir. Hins vegar þýðir það og meira kaup handa þeim, sem selja. Verðhækkunin á smjör- inu var ástæðulaus, þegar tekið er tillit til þess, hvernig byrðarnar hlaðast á allar aðrar stéttir í land- inu, nema bændurna. Hvers vegna gátu bændurnir ekki beðið með kauphækkanii: þar til verkamað- urinn við sjóinn hafði fengið bætt kaup? Hvers vegna er verið að ívilna einni stétt í landinu á þenna hátt? Þetta er algerlega andstætt þeim anda, sem ríkt hefir síðan samstjórnin var mynduð og þó sérstaklega síðan ófriðurinn skall á. HINIR FYRIRSJÁANLEGU erf- iðleikar vegna stríðsins þjöppuðu þjóðinni saman og enginn maður með ábyrgðartilfinningu möglaði, þó að hann yrði að þola launa- lækkanir og auknar byrðar. Nú hefir þetta verið brotið. Verð- hækkunarsamþykkt Mjólkurverð- lagsnefndar er svik við það hug- arfar, sem hefir ríkt, brot á ein- ingarandanum, ofbeldi, sem ber að víta. NÓG UM ÞAÐ. En ég vil segja það, að tímar eins og þeir, sem við nú lifum á, ættu að geta orðið okk- ur gagnlegir á ýmsan hátt. Sér- staklega ættu þeir að geta kennt okkur að meta á réttan hátt ýms þau verðmæti, sem við eigum og sem við höfum vanmetið á und- anförnum árum í ungæðislegum glannaskap okkar. Það er fjölda margt, sem við getum tekið upp, og ég veit, að að þessu er stefnt á þúsundum heimila um allt land og ekki sízt hér í Reykjavík, þar sem dýrtíðin er verst. Ég veit sér- staklega að kvenfólk hefir fengið augun opin fyrir þessu, og er það vel. VIÐ SKULUM taka til dæmis bræðinginn. Ég býst varla við að það sé til hollara viðmeti en bræð- ingur. Hann hefir ekkert verið notaður hér í Reykjavík á undan- förnum árum og þó var þetta um langan aldur algengasta viðmeti okkar og hefir áreiðanlega átt sinn stóra þátt í því að halda þjóðinni við líði gegnum mörg erfið ár. Ég hefi séð Kjötbúðina Borg auglýsa bræðing til sölu, og kostar pundið af honum kr. 1,10. íslenzka smjör- ið kostar kr. 2.55 (sums staðar kr. 2,00) pundið í smásölu og smjörlík- ið kr. 1,13. Hvort halda menn nú að betra sé að fá eitt pund af bræðing eða eitt af smjörlíki? Hvort er betra íyrir barnið að fá ofan á brauðsneiðina sína, eða með fiskinu? Eða halda menn, að það borgi sig betur að kaupa pund af smjöri á 2,55 en pund af bræðingi á 1,10. ANNARS ER ALVEG ÓÞARFI fyrir fólk að vera að kaupa bræð- ing í búðunum. — Konan getur búið til bræðing við eldhús- borðið sitt. FJaskan af lýsinu kost- ar 1 krónu. Pundið af tólginni kostar kr. 1,20. Ágætur bræðingur fæst með því að bræða hálft pund af tólg og blanda hana með tæpum 1 pela (eða einum bolla) af lýsi. SUMIR VILJA EKKI bræðing, segja að hann sé vondur. Slíkir eru hinir verstu gikkir. Bræðing- ur með brauði eða fiski er ágætur og alls ekki vondur. Og matur með bræðingi er ósvikinn. Þetta segi ég nú við ykkur í dag. Þið ráðið því sjálf. hvort þið farið nokkuð eftir því. Ef þið gerið það ekki, þá er það verst fyrir ykkur sjálf. Hannes á horninu. Skemmtifélagið Gömlu dansarnir heldur dans- [leik í Alþýðuhúsinu annað kvöld. Að síðasta dansleik var a'ðsókn- iin svo mikil, að færri komust að en vildu og mun því réttara að skiifa sig á í tíma. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Stalia hræddnr við að fara f striðið með Þjfzhaiandi. Býst vtö öslgrl öess. ESS er ekki langt að minnast, að í marsmánuði síðastliðnum, á 18. flokksþingi kommúnista, las Stalin upp langa skýrslu um ástandið í al- þjóðamálum og hið nýja heims- stríð, sem hann taldi vera í uppsiglingu. Það er fróðlegt nú, að rifja upp þessa ræðu Stalins, þar sem hann deildi ákaflega á lýðveldisríkin fyrir að veita einvöldunum, sérstaklega Hitl- er, ekki viðnám. Eftir að hafa útmálað aumingjahátt vestur- veldanna, bætti hann við: „Hvernig hefir það mátt verða, að England og Frakkland — sem búa yfir nær ótakmörk- uðum möguleikum, hafi sætt sig jafnauðveldlega og mótþróa- lítið við yfirgang árásarríkj- anna? Skyldi ástæðan fyrir því vera veruleiki?11 Hann svaraði spurningunni þegar í stað: „Engan veginn. Því verður ekki í móti mælt, að lýðræðis- ríkin eru miklu öflugri en ein- ræðisríkin, bæði fjárhagslega og hernaðarlega.“ Stalin talaði skýrt. í mars trúði hann fastlega á yfirburði Englands og Frakklands. Skoð- un hans hefir áreiðanlega ekki breyst við atburðina 1 septem- ber. Þar sem Stalin hefir enga trú á styrkleika Þýzkalands, mun hann halda landi sínu utan við styrjöldina sem hingað til. Enda þarf hann ekki að kvarta enn sem komið er. Menn vita nú, í hvern Stalin hafði sótt vitið í mars. Það var Fred, hagfræðingur í kommún- istaflokknum. Tímaritið Porty- noje Strotelstvo í Moskva hefir nýlega birt útdrátt úr plöggum þeim, sem Stalin notaði, er hann hélt ræðu sína. Fred er þar að gera ráð fyrir stríði milli Þýzkalands og Englands og Frakklands og að bera saman Þýzkaland 1914 og 1939. Hann ritar í því sambandi: „Þýzka- land á nú tíu sinnum minni gullforða en 1914. Þótt Þýzka- land hafi sölsað undir sig gull- forða Austurríkis og Tékkósló- vakíu, getur Hitler samt ekki háð langvarandi styrjöld. 1914 gat Þýzkaland, sem hafði Els- ass-Lothringen, framleitt 28V£ milljón tonna af málmgrýti. — Nú getur Þýzkaland ekki fram- leitt nema 7 milljónir, eða fjórða hlutann. Til þess að sigrast á Frakklandi og Eng- landi, yrði Þýzkaland því að byggja á innflutningi, en hann útilokast af hafnbanninu. Hvað viðvíkur olium, notar Þýzkaland 6 milljónir tonna á frjfSartímum. Á ófriðartímum kemst þessi neyzla yfir 20 milljónir tonna. ,,en þvílíkt magn getur ekkert land, sem ekki er ráðandi á hafinu, flutt inn, jafnvel þó það ætti nægar birgðir gulls.“ Ef Þýzkaland lendir í langvarandi styrjöld, mun það skorta olíur og bens- ín. Eftir að hafa tekið til athug- unar matvælaskort þann, sem Þjóðverjar eiga við að búa, bendir rússneski hagfræðingur- inn á það, hve miklu erfiðara sé fyrir Hitler nú, en fyrir Vil- hjálm keisara í síðasta stríði að halda uppi bardagahug í þjóð- inni, þar sem hún sé nú lang- mædd vegna margskonar skorts, sem æðjisgenginn víg- búnaður meðal annars hafi or- sakað. Aftur á móti eru Frakk- ar og Englendingar á allan hátt miklu betur settir nú en 1914. Niðurstöður rússneska hag- fræðingsins eru hér um bil þær sömu og ungverska rithöfundar- ins. Ivan Lajos. Tímaritið í Möskva bætir við, að þessar upplýsingar muni verða notað- ar ■ í Rússlandi. Jólaxnerki Thórvaldsensfélagsins eru kom- in út og ern mjög falleg að vanda. Þau fást bæði í Pósthús- inu og í bókabúðuim. allar stærðir Inniskór kvenaa o g barna. Verðið lágt. BEEKKA Ásvallagötu 1. Sími 1671. GHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisfiiin á Bounty. 120 Karl ísfeld íslenzkaði. hafinu, datt mér allt í einu nokkuð í hug: — Hamingjan góða! hrópaði ég. — Hvað er það, Byam? — Það verð ég að segja yður sem leyndarmál, sagði ég- — Ég lofa því að þegja um það. — Ég sagði, að ég myndi ekki reyna að’gizka á það. En fg hafði gleymt einum möguleika. Þegar við sigldum austur frá Tofoa eftir uppreisnina, komum við auga á gróðursæla eldfjalla-ey, sem ekki var kortlögð. Hún liggur í suðvestur frá Aitutaki, í ekki meir en 150 mílna fjarlægð að ég hygg. Við fórum í land, og hinir innfæddu komu út í smábátum og virtust vera vingjarnlegir menn. Ég talaði við innfæddan mann á tahitisku, og hann sagði mér, að eyjan héti Rarotonga. Upp- reisnarmennirnir vildu endilega fara í land, en Christian vildi ekki heyra á það minnzt. En samt sem áður, þegar hann fór frá Tahiti í síðasta sinn, hlýtur hann að hafa hugsað til þess- arar gróðursælu eyjar. Ef ég ætti að leita að Christian nú, myndi ég fara beina leið til Roroatonga, og ég er nærri því viss um, að ég fynndi hann þar. Átján árum seinna komst ég að raun um, hve hrapalega mér hafði yfirsést í þessu. Herra Joseph hlustaði á mig með eftirtekt. Það er undarlegt, sagði hann. — Cook skipstjóri hafði ekki grun um, að það væri land svo nálægt Aituiatahi- Þér segið að þetta hafi verið há eyja? — Ég hygg, að hún hafi verið um þúsund metrar. Fjöllin eru græn alveg upp á topp. Og strandlengjan er breið. Það virðist svo, sem þetta sé gróðursælt land og þéttbýlt. — Það er einmitt staður handa þeim. Er eyjan stór? — Nærri því jafnstór og Eimeo, býst ég við. — Hamingjan góða, hrópaði hann. Það er landafundur, sem ég ætti að gefa skýrslu um. En verið óhræddur, þetta leyndarmál er vel geymt hjá mér. Veslings Christian- — Þekktuð þér hann. Hann kinkaði kolli: Ég þekkti hann mjög vel. — Hann var ágætur vinur minn, sagði ég. Og það var varla hægt að búast við, að hann gerði annað- — Það er ekki vafi á því. En það er einkennilegt. Ég hélt, að Christian væri bezti vinur Blighs. — Ég er sannfærður um, að Bligh hefir álitið það líka. Ég hefi líka ömurlegt hlutverk með höndum- Ég lofaði Christ- ian því, að ég skyldi heimsækja móður hans, ef ég kæmist til Englands aftur. — Það er mjög heiðvirð fjölskylda. Hún á heima í Cumber- íand. — Ég veit það. Sir Josph vafði saman kortið aftur- Ég leit á stóru klukk- una, sem hékk á vegnum: — Það er kominn tími til þess að ég fari heim, sagði ég. — Já, það er kominn háttatími. En eitt orð, áður en þér farið- Ég ræð yður eindregið til þess að hugsa um tilboð Montagues skipstjóra. Þér eruð særður djúpu sári, en það grær. — Við Montague erum eldri en þér- Við þekkjum hinn breizka heim betur en þér. Hættið við að grafa yður á Suðurhafseyjum! — Ég skal hugsa um það, svaraði ég. Dag eftir dag frestaði ég för minni til Withycombe. Ég var hræddur við að yfirgefa hið gamla, kyrrláta heimili mitt í Fig- Tree-Court. Þegar ég að lokum kvaddi herra Erskine, hafði ég lokið för minni til Cumberland í erindum Christians. Ég ætla ekki að segja frá samtali mínu og móður Christians. Napurt vetrarkvöld steig ég út úr póstvagninum í Taunton og fann vagninn, þar sem hann beið mín. Gamli ekillinn okkar var dáinn- Soniir hans, félagi minn frá æskuárunum, sat í ekilssætinu. Leðjan á veginum var í ökla. Ég steig inn í vagninn og honum var ekið í áttina heim til mín. Gamlar minningar rifjuðust upp fyrir mér. Ég minntist regnvotra sunnudaga, þegar við ókum til kirkjunnar- Á þessari vagnhurð var veskið, sem móðir mín geymdi sálmabókina í, en hún gleymdist þar venjulega, þangað til að því kom, að við settumst í kirkjusætin. Ég heyrði hana segja: — Ó, nú hefi ég gleymt sálmabókinni minni. Roger, drengurinn minn, hlauptu nú út fyrir mig og sæktu hana. Og ennþá var í vagninum lyktin af ilmvötnunum hennar. Regninu ýrði niður og hestarnir töltu áfram — stigu í pytti og fóru seinagang upp brekkurnar- Ég var þreyttur eftir hina löngu ferð mína frá London og sofnaði í vagninum. Þegar ég vaknaði aftur, sá ég .ljósin frá húsinu. Andartak virtust mér fimm síðastliðin ár þurrkuð út úr vitund minni- Ég kom heim frá skólanum í jólaleyfi mínu, og móðir mín sat og beið eftir mér, við því búin að þjóta út og bjóða mig velkominn. Thacker stóð í forsalnum, ásamt ráðsmanninum og þjónun- um. Það er í eina skiptið, sem ég hefi séð tár í augunum á Thacker- Skömmu seinna sat ég einsamall í borðsalnum, en þar var krökkt af minningum horfinna ára- Ljósið logaði á kertunum á borðinu. Þjónninn gekk um hljóðlega og fyllti glasið mitt og bar fram matinn, sem ég barðaði, án þW a« vaita því altir-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.