Alþýðublaðið - 17.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 17. NÓV. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). %902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906 f Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Játning kommnn istablaðsins. UPPLÝSINGAR þær, sem Al- þýðublaðið hirti í ryrradag um ;skeytasendi'ngarnar frá Rúss- landi til Þjóiðviljans og Komrnún- istaflokksins, hafa eins og við var að búiast vakið hima mestu athygli meðal allra hugsandi manna. Öll aðalblöðin hér í Reykjavík hafa prentað upp skýrslu Alþýðublaðsins um skeytasendingarnar og tekið und- ir þau orð pess, að fram hjá peirri staðreynd, að erlent stór- veldi ausi svo stórkostlegum fjárupphæðum í flokk, sem er starfandi hér á landi, verði ekki gengið án þess að athuga nánar, hvers toonar starfsemi hér sé á ferðum. Það mun í sjálfu sér ekki hafa komið neinuni á óvart, þótt svo greinilega væri sýnt fhan á samband kommúnista við R'ússland, en hitt munu fáir hing- að til hafa gert sér ljóst, að Rúss- ar sjálfír legðu svo mikla áherzlu á áróður og starfsemi kommún- ista hér, að þeir hefSu síðan í ársbyrjun 1938 varið fjárupp- hæð, sem svarar 160 þúsund ís- lenzkum krónum, bara í sím- skeyti til erindreka sinna hér. Það hefir einnig vakið mikla athygli í sambandi við þessar upplýsingar, hvemig Þjóðviljinn sinérist við þeim í gær. Blaðið reynir ekki að bera á móti því, að svo stórkostlegri fjárupphæð hafi af Rússum verið varið til skeytasendinga bæði til þess og Kommúnistaflokksins. Þvert á móti. Það gefur í skyn, að önnur blöð gætu einnig „komizt að þeim samningum, að fá blaða- sikeyti frá Moskva fyrir lítið verð", eins og pað kemst að orði, ef þau bara vildu seJja sig fyrir þau og ganga í þjfrnustu hins lussneska áróðurs. Opinberlegar hefir aldrei verið játað af kommúinistum, að þeir þiggi fé af Rússum og reki fyrir það erindi þeirra hér á landi. Hitt er eftir að vita, hvað Rússar ætlast fyrir með slífcum fjár- framlögum til flokks og blaðs hér uppi á Islandi og hverju komm- únistar hafa lofað þeim fyrir þau á ferðalögum sínum til Moskva. Fram hjiá því verður í öllu falli ekki gengið, að Þjóðviljinn hefír nú játað, að hann og þar með sá flokkur, sem bak við hann síendur, reki erindi erlends stór- veldis hér á landi og hafi til þess fé frá því. Sjálfsfæðisflokks- MSðin í góðum félagsskap. ÞAÐ líður inú varla svo dagur, að blöð Sjálfstæðisflokksins, Mörgunblaðið og Vísir, flytji ekki (Frh. á 4. síðii.) Islenzk 1 æða og erlend. --------------*-------------- Eftir Jóhann Sæmundsson, lækni. JÓHANN SÆMUNDSSON tryggingalæknir flutti ný- fega í RíkisútvarpiS erindi um íslenzka fæðu og er- lenda, sem vakti mjög mikla athygli og spurðu margir, hvort Alþýðublaðið myndi ekki birta erindið. Blaðið hefir nú fengið það hjá lækninum, eins og hann flutti það, og fer það hér á eftir- NÆRINGARÞÖRFIN er sú þörf ókkar mannanna, sem verður að fullnægja, ef við eigum að halda lífi og heilsu og mikið af striti okkar fer til þess, að fullnægja kröfum munns og maga. A erfiðleika- tímum, eins og þeim, er nú standa yfir, er ekki efi á því, að margur tekjulítill maður spyr sjálfan sig þeirrar spurn-. ingar, hvort hann muni geta séð sér og sínum farborða. Hann kastar ef til vill áhyggjum sín- um upp á ríkisstjórnina og treystir henni til þess að láta draga björg í búið og sjá um, að eigi verði matarþurð. En fjöld- inn spyr einnig, að hve miklu leyti getum við bjargað okkur sjálfir, og lifað á okkar eigin mat, ef allt annað bregst, að- flutningar torveldast eða óbæri- legt verð kemst á erlendu vör- una, samanborið við þá inn- lendu. Það er óhætt að fullyrða, að því lægri tekjur, sem menn hafa, þeim mun meiri hluti þeirra fari til kaupa á matvæl- um, reiknað í hundraðstölu. Af tekjum manns með sæmilegar meðaltekjur fara sennilega 40% fyrir mat, en láglaunamaður notar hærri hundraðshluta til þessara þaffa, því næstum allt annað er hægt að skera niður en matinn, svo sem kröfu til fata, húsnæðis o. s. frv. þótt það sé ekki æskilegt, að þurfa þess. Það er því ærið þýðingar- mikið atriði, að fólk viti hvað er ódýr fæða miðað við hollustu og næringargildi, þar sem út- gjöldin fyrir fæðuna eru jafn- mikill hluti af útgjöldum þegn- anna og þau eru. Ég hefi ráðist í það, að reikna út verð allra algengustu fæðu- tegunda . miðað við næringar- gildi þeirra og mun einkum ræða þetta efni hér. Til grundvalíar verður lagt ákveðið magn hverrar fæðuteg- undar, eða 1 kg., verð á því og næringareiningafjöldinn, sem fæst út einu kílógrammi. Er þá auðvelt að reikna út, hve marg- ar næringareiningar fást fyrir ákveðið gjaldeyrismagn og verður einn eyrir lagður til grundvallar, sem gjaldmiðils- eining. Á þennan hátt verður gerð grein fyrir hve margar næring- areiningar af hverri tegund fást fyrir einn eyri, og er aug- ljóst öllum, að því fleiri nær-. ingareiningar, sem fást fyrir einn eyri, því ódýrari er varan sem fæða. En þetta er ekki eins einfalt og það kann að virðast í fljótu bragði. Sumar tegundir mat- væla eru úrgangslausar eins og þær eru keyptar, t. d. mjölmat- ur, sykur, smjör og mjólk. Hins vegar verður að gera ráð fyrir svo og svo miklum úrgangi úr öðrum vörum eins. og þær eru keyptar. Má þar benda á t. d. egg eða fisk. Hvorttveggja er selt eftir vigt, eggið með skurn en fiskurinn með roði og bein- um. Því fer mjög fjarri, að allt sé matur, sem keypt er, þegar um slíkar vörur er að ræða, og verður því að draga úrganginn frá og haga útreikningum þann- ig, að aðeins sé miðað við það ætilega, og verður það gert hér. Það verðlag, sem lagt verður til grundvallar þessum útreikn- ingum er smásöluverð í Reykja- vík þann 9. nóv. Fæðutegund- ina hefi ég flokkað nokkuð til gleggra yfirlits. í fyrsta flokki hefi ég alla helztu kolvetnisgjafa, þ. e. mjölvöru, sykur, söl og fjalla- grös. í öðrum flokki hefi ég garð- ávexti og grænmeti, sem einnig eru kolvetnisgjafar fyrst og fremst, eins og mjölmatur, en hafa sérstöðu sökum sérstakrar holiustu og bætiefnaauðlegðar, einkum að C-bæti. í þriðja flokki hefi ég mjólk og mjólkurafurðir aðrar en smjör og auk þess egg. í fjórða flokki hefi ég feit- metistegundirnar, smjör, smjör- líki, tólg, lýsi og fisklifur. í fimmta flokki koma loks kjöt, fiskur og ýmsar fiskafurð- ir. I. Kolvetnisgjafar: 1 kg. rúgmjöl kostar 45—50 aura og fást þá um 80 næring- areiningar fyrir 1 eyri. 1 kg. hveiti kostar 0,45—0,50 og fást þá um 80 nærein f. 1 eyri 1 kg. haframjöl kostar 0,80 — 50 — f. 1 eyri 1 kg. rísgrjón — 0,50 ¦— 72 — f. 1 eyri 1 kg. bygggrjón — 0,70 — 50 — f. 1 eyri 1 kg. sagó 0,80—0,85 .—. 43 — f. 1 eyri 1 kg. kartöflumjöl — 0,85 ¦ — 39 — f. 1 eyri 1 kg. baunir — 0,90 — 36 — f. 1 eyri 1 kg. þurrsöl — 0,60 — 38 — f. 1 eyri 1 kg. fjallagrös þurrkuð 5,50 __ 5 — f. 1 eyri 1 kg. strásykur — 1,10 —• 37 — f. 1 eyri Af þessu fæst glöggur saman- burður á því,- hvað fæst fyrir peningana ef svo mætti segja. Er ánægjulegt, að ein íslenzk fæðutegund skuli þó vera sam- bærileg við erlendu kolvetnis- gjafana um verð miðað við nær- ingargildi, en það eru sölin. Hins vegar eru fjallagrösin mjög dýr kolvetnisgjafi með því verði, sem þau eru seld. II. Garðávextir og grænmeti. 1 kg. kartöflur kostar 30 au. og fást því um 25 nær. ein. fyrir 1 eyri 1 kg. gulrófur — 25---------------------- 14 __ _ — 1 eyri 1 kg. gulrætur — 75---------------------- 4 — — — 1 eyri 1 kg. tómatar — 2.80---------------------- 0,8 eða tæp — 1 eyri 1 kg. hvítkál — 60---------------------- 4 _ — — 1 eyri 1 kg. rabarbari — 35-------------— — 7 — — _ 1 eyri (Algengasta sumarverðið.) Ýmsar dýrmætar grænmetis- tegundir hefi ég ekki getað reiknað út, svo sem blómkál, vegna þess, að það er ekki selt eftir vigt. Aðrar ágætar teg- undir, svo sem grænkál, hefi.ég heldur eigi getað tekið með, sökum þess, að ekkert verð hefir verið á því og litill mark- aður fyrir það í búðunum. En um næringargildi grænkáls skal það tekið fram, að það jafnast á við gulrófur. Ber og gulrófukál héfði eirin- ig verið æskilegt að taka með, en það var ekki hægt, enda mun gulrófukál nú sjaldan hirt, enda þótt það jafnist á við gulrófuna sjálfa að næringargildi, sam- kvæmt þýzkum rannsóknum. III. Mjólk og mjólkurafurðir. 1 1. nýmj. tekinn sem kg. kostar 42 au. og fást því um 14 nærein. f. 1 e. 1 líter undanrenna — 16 — 1 líter áfir — 16 — 1 kg. skyr — 80 — 1 kg. mjólkurostur "45% — 3,00 kr. 1 kg. mjólkurostur 30% — 2,35 — 1 kg. egg — 4,90 — 21 — f. 1 e. 23 ' — f. le. 12 — f. le. 12 — f. 1 e. 12 —: f. 1 e. 2 — f. 1 e. Af þessu sést, að með því að | eyri, en ef nýmjólk er keypt, kaupa undanrennu eða áfir I með núgildandi verðlagi. fæst 50% meiri næring fyrir 1 IV. Smjör óg feitmeti. 1 kg. smjör kostar 3,90 og fást þá um 19—20 nærein. f. 1 eyri 1 kg. smjörlíki — 2,25 -r- 34—35 — f. 1 eyri 1 kg. tólg — 2,40 — 38 — f. leyri 1 kg. lýsi — 1,35 — 68 — f. 1 eyri 1 kg. þorsklifur kostar í vertíð um 40 au. og fást þá um 162 næringareiningar fyrir 1 eyri. Æskilegt hefði verið að hafa mör hér með, en þess var eigi kostur, því ókunnugt er mér um fitumagn hans. Af þessum samanburði sést, að tólg er nálega helmingi ó- dýrara feitmeti en smjör, en lýsi nálega helmingi ódýrari feiti en smjörlíki. Þó ber þorskalifur af öllu öðru. Hún er 8 sinnum ódýrara feitmeti en smjör. Annars er smjör ódýr- ara sem fæða en nýmjólk eða ostur, miðað við næringargildi, og það borgar sig betur að kaupa undanrennu og smjör en nýmjólk. 1 kg. nýtt kindakjöt V. Kjöt, fiskur og hrogn. kostar 1,60 og fást þá um 1 kg. saltað kindakjöt — 1,70 — 6 1 kg. nautakjöt (nautasteik) — 2,50 — 5 1 kg. trippakjöt (í skrokkum) — 0,85 — 12 1 kg. þorskur, nýr — 0,30 — 13 l kg. ný ýsa — 0,40 — 10 1 kg. harðfiskur, unninn — 2,50 — 14 1 kg. harðf., óunninn í heilds. 1,20—1,00 — 28—24 1 kg. síld, söltuð, kostar um 0,48 — 33 1 kg. þurrkaður saltf. nr. I kostar 0,65 — 18 1 kg. hrogn kostuðu síðustu vertíð 0.40 — 24 1 kg. fiskimjöl til manneldis kostar 2,50 — 13 6 nærein. f. 1 e. — f. 1 e. - f.le. — f. le. - f. 1 e. - f. le. — f. 1 e. f. 1 e. f. 1 e. f. 1 e. f. le. f. le. Eins og sést á þessú yfirliti er kjöt helmingi dýrari fæða en nýr fiskur, saltfiskur 50% ó- dýrari fæða en nýr fiskur, en ódýrust í þessum flokki eru hrogn og síld og óunninn harð- fiskur, hrognin nálega helmingi, ódýrari fæða en nýr fiskur og síld nálega þrisvar sinnum ó- dýrari fæða en nýr fiskur, og svarar þó þetta verð á síldinni til nálega 57 kr. verðs á tunnu, ef tunnan er reiknuð 120 kg. Ég vænti þess, að mörgum sé nú ljósara en áður var, hve mikið næringarmagn fæst af hvérri vörutegund fyrir pen- ingana. Því miður ber þessi' saman- burður með sér, að innlenda fæðan er dýrari en sú útlenda fæða, sem hér er borið saman við, sem sé mjölvörur og sykur, meira að segja með því verði, sem þær eru nú komnar í. En það skal tekið fram strax, að kjöt og fiskur eru einnig dýrar fæðutegundir í nágrannalönd- unum, og yfirleitt má segja það, að mjölmatur sé sú fæðuteg- undin, sem hvarvetna er ódýr- ust af Öllum mat, miðað við næringargildi. Því verður ekki neitað, að mjólk og mjólkuraf- urðir og ýmis konar garðmatur og grænmeti er alldýr fæða, með því verði, sem er á þessum vörum hér í Reykjavík og hér er miðað við. En á hinn bóginn horfir málið öðruvísi við frá sjónarmiði framleiðendanna; það er þeim hvergi nærri eins tilfinnanlega dýrt, að neyta mikils af sinni eigin f ram- leiðslu, eins og þeim, serii verða að kaupa þessar vörur nálega helmingi hærra verði en fram- leiðendur fá fyrir þær, sumar hverjar. Enda þótt mjölmatur sé enn ódýr samanborið við innlendu fæðuna, ætti enginn að freistast til að fara að lifa á einu saman brauði. Hollusta mjólkurafurða, garðávaxta, grænmetis, góðs fiskjar og kjöts er svo mikil, að enginn, sem ber umhyggju fyr- ir heiísu sinni og sinna, má Vanrækja að neyta mikils af þessari fæðu, og hvað snertir mjólkurafurðir ætti neyzlan að tvöfaldast inna,nlands, en neyzla garðávaxta og grænmet- is ætti að þrefaldast eða meira. Ég legg megináherzlu á þetta, að fæðan sé blönduð og fjöl- breytt, Hvað sem verðinu líður. Hins vegar er þess að vænta, að aukin neyzla, eins og hér er.. gert ráð fyrir, ætti að geta lækkað verðið á þeirri innlendri vöru, sem við neytum allt of lítils af, en það eru mjólkuraf- urðir, garðmatur og grænmeti. Að lokum skal ég reyna að svara spurningunni: Að hve miklu leyti getum við Islend- ingar lifað á íslenzkri fæðu? Og svar mitt er: Við getum það að mjög miklu leyti, miklu meira en við gerum, og tekið þó fullt tillit til hinna ítrustu krafna um hollustuhætti. \ Skal ég nú gera grein fyrir þessari bjartsýnu skoðun minni, að því er snertir hvert einstakt hinna þriggja höfuðnæringar efna: Eggjahvítuefna, fitu og kolvetna. Af eggjahvítuefnum höfum yið hina mestu ofgnótt þar sem er kjötið og fiskurinn. Það er skoðun mín, að rieyzla á kjöti og fiski geti ekki aukist frá því, sem nú er. En ég vil fara nokkr- um orðum um það, hvernig við neytum þessarar vöru. Mér er hinn mesti þyrnir í augum hversu mikið er borðað af saltkjöti að óþörfu úti um byggðir landsins, og ai misjöfn- um saltfiski og trosi. Saltmeti reynir meltingarfærin og ýms önnur líffæri miklu meira en nýmeti, og ætti því að leggja miklu meiri áherzlu á neyzlu nýmetis í sveitum en gert er. Bændur eiga að hætta að salta kjöt til muna. Annaðhvort eiga þeir að slátra jafnóðum og ala féð dálítið áður, eða koma sér upp ískofum úr torfi eða öðru ódýru efni og geyma þar kjöt í ís. Harðfiskur er nýmeti. Hann er auðmeltari í sjálfu sér en soð- inn fiskur, aðeins fer nokkur tími í að tyggja hann og bleyta hann upp. Harðfisksát. ætti að aukast til mikilla muna, en tros- ið að víkja. Þar sem samgöngur leyfa, ætti að skipuleggja flutninga á riýjum fiski út um sveitirnar og ætti að gefa bændum og sjó mönnum kost á að skiptast á vörum milliliðalítið. Ég hygg, að meira yrði um neyzlu riýs fiskjar í sveitum, ef bændur þyrftu eigi að gefa meira fyrir fiskinn en sjómenn fá fyrir hann upp úr sjónum, sem mun vera frá 8—10 aura kílógramm- ið á vetítíð, einkum þó, ef bænd- ur gætu og mættu greiða í af- urðum, sem þeir ættu að k_ía nóg af, t. d. mjólk, kjöti, skyri, berjaskyri, kálsúr o. fl. o. fl. Neyzla ,á hrognum ætti að aukast innanlarids til, mikilla muna. Hraðfrystihús eru nu komin upp svo víða, að hrað- frysta má mjög mikið af hrogn- um, er til falla, og mætti þann- ig dreifa neyzlunni á miklu lengri tíma. Hraðfrystihúsin munu gefa um 12—16 aura fyr- ir kílógrammið, og aéttu því hrognin að geta fengist þaðan fyrir sama verð og þau eru seld á hér ný, eða 40 au. kg. eða ef til vill minna. Að næringargildi eru hrogn svipuð og egg, en þau eru 12 sinnum ódýrari fæða, rfleð því verði, sem nú er á eggjurá. Skal ég nú eigi dvelja lengur við eggjahvítugjafana, eri snúá mér að fituefnunum. Þar er skemmst af að segja, að við notum allt okkar smjoi* og allan okkar mör innanlands. Aðrar fitutegundir, sem við. höfum, eru unnið lýsi og ýms- ar hráolíur. Auk þess riý fisk- lifur og feit síld. Þrátt fyrir þetta er mikið framleitt af smjörlíki, eða 1414 tonn árið 1938. Meirihlutinn af hráefninu í smjörlíkið er innflutt feiti, að ég ætla um 80%. Fita er dyr mæt vara í hernaði og má því vænta hækkunar á þessari vötu á erlendum markaði. Er þyí mikils um vert, ef okkur tækist að leysa þetta vandamál þann igi að óþarft væri að flytja inn feiti. Þótt gripið væri til þess, að nota bræðing úr tólg og lýsi til helminga og aliur mör væri notaður til þess, myndum við samt verða að framleiða smjörr líki, sem næmi um 700 tonnum á ári, að ég hygg. Bræðingur ér mjög hollt viðbit og hið ódyr- asta, sem völ er á fyrir utan þorskalifur, sem sjálfsagt ér áð nota sem viðbit með nýjum fiski þegar hana er að fá. En þrátt fyrir það býst ég við að margir eigi bágt með að venja sig á bræðing vegna bragðsins. þótt ekki vanti í hann bæti- efnin. í landinu eru til hér um bil 500 þús. ær. Sauðamjólk er ná- léga helmingi köstmeifi en kúa- mjólk, fitumagnið er t. d. helrn- ingi meira en í kúamjólk sam- kvæmt innlendum rannsókn- um. Ostefni eða eggjahvítuefni eru einnig helmingi meiri í sauðamjólk en kúamjólk. Vinnandi maður getúr full- nægt næringarþörf sinni með því að neyta 2Ví—3ja lítra af sauðamjólk á dag. Slík kostár fæða er sauðamjólk. Ég hefi reiknað út að gamni mínu hve mikið fengist af smjöri ef fært væri frá 300 000 ám og þær mylktar í 70 daga. Ég áætla, að hver ær mjólki að meðaltali 1 líter á dág og áð úr 15 lítrum fáist 1 kg. smjörs, og geri ég þá ráð fyrir að talsverð- ur hluti af fitunni sé eftir í áf- unum. Vera má að mjólkur- magnið sé áætlað of hátt 1 líter á dag, en þegar líður á sumar og ærnar geldast, eykst fitu- magnið og kosturinn í mjólk- inni að sama skapi, sbr. nafnið: sauðaþykkni, og hygg ég því, að þetta jafni sig nokkuð upp. en vel má vera að ég reikni með of háu mjólkurmágni. Smjör- inni samkvæmt þessu á 70 dog- magnið, sem fengist úr mjóUt- um, yrði 1400 tonn, eða jafn- mikið og smjörlíkisframleiðslan er. Með því að reikna kg. af sauðasmjöri á sama verði og nú er á smjörlíki, það er 2,25 kíló- grammið, væri verðmæti þessa smjörs 3 Í50 000 krónur. Úr þessu mjólkurmagni feng- ist, auk smjörsins, rúmlega 1400 tonn af ostefni eða eggja- hvítu, og tæp 1000 tonn af mjólkursykri. Ég ætla ekki að gera tilraun til þess, að reikna út verðmæti þessa ostefnis- og sykur-magns, en halda áfram með smjörið. . Ég tel mig hafa sýnt fram á, að við getum framleitt alla þá f eiti, sem við þurf um. En ýmsir örðugleikar eru á því, að geyma hana. Smjör vill þráha ; yið geymslu, þótt það sé geymt í kæliklefum og þótt það sé unn- ið úr ósýrðri mjólíc og saltað nýtt. Er því hætta á, að smjör, sem þannig yrði að geyma til vetrarins, væri alls ekki sam- keppnisfært við nýstrokkað smjörlíki um bragðgæði. Með því að bræða smjörið nýtt og (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.