Alþýðublaðið - 17.11.1939, Síða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1939, Síða 4
írf FöSTUDAGUR 17. NÓV. 1939. GAMLA BfÓ Maria Antolnette. Heimsfræg og hrífandi fögur Metro Goldwyn Mayer stórmynd, að nokkru leyti g*rð samkv. æfisögu drottningarinnar eftir Stefan Zwcig. Aðal- hlutverk: M«rie Antoinette NORMA SHEARER Axel Ftersen greifl TYRONE POWER Lúðvík XV. JOHN BARRYMORE Lúðvik XVI. ROBERT MARLEY FINNAR Frh. af 1. síðu. landi eftir nokkra mánuði, vegna hinna miklu byrða, sem þjóðin yrði að bera vegna út- gjal'danna af Jlandvörnunum. Kvað bankastjórinn Rússa gera allt of mikið úr þeim útgjöld- um, sem leitt hefði af hervæð- ingunni, og engin ástæða væri til að óttast verðbólgu. Enn sem komið væri hefði ríkið ekki fengið einn eyri að láni frá bankanum, og þrátt fyrir her- væðinguna hefði reynst gerlegt að viðhalda venjulegri fram- leiðslu til heimanotkunar og útflutnings- Útbreiðið Alþýðublaðið! Vegna áskorana syngnr M. A. kvaríettinn í GAMLA BÍÓ sunnudaginn 19. þ. m. klukkan 3 síðdegis. Ðjami Þés*ðai*s@ie aéstóéar* Aðgðngumiðar seldir í Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju og Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar eftir hádegi í dag. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir klukkan 2 á laugardag. Nýjar v#j Ullartan í skólakjéla, margar teg. Kápn eVni, Náttfataflánel. Riflað flanei, Sloppaefni o. m. fi. Einnifj iarna- kjélar, og kvennœrfatnaðnr. Verzlunin Snót Vestnrgðtn 17. ISLENZK FÆÐA 06 ERLEND Frh. af 3. síðH. drepa því í góð ílát myndi það geymast betur, og tækjum við þá upp sömu aðferð og ófriðar- þjóðirnar hafa, er þær birgja hermenn sína upp að feiti, og mættum við vel við una að hlíta sömu kjörum og þeir að þessu leyti, svo mjög sem okk- ar hlutskipti er betra á öðrum sviðum. Einhvérjir kunna að segja, að þetta borgi sig ekki, graslömb- in yrðu það rýrari og kjötminni en dilkar. En ég svara, að það væri bara gott. Við erum í vandræðum með allt okkar kjöt og það má gjarnan minnka. Við höfum þurft að borga með öllu kjöti, sem flutt hefir verið út undanfarin ár. Á hvert kjöt- pund, sem neytt er innanlands, er lagður neytendaskattur, til þéss að jafna upp tapið á kjöt- sölunni til útlanda, og Norð- mönnum verðum við að greiða þóknun fyrir að taka við kjöti af okkur undir framleiðsluverði með því að veita þeim fríðindi hér við land. Árið 1934 voru flutt út 2285 og hálft tonn af kjöti og fyrir það fengust tæpar tvær millj- ónir króna. En smjörtekjurnar einar af % hlutum ánna gætu numið rúmum 3 milljónum á 70 dögum. Næringarmagn það, sem 1 ær gæfi af sér á 70 dögum í mjólk, samsvaraði næringargildum í 77 kg. af kindakjöti, eða 4 lambsskrokkum á 19 kg., og mætti kalla þetta góða uppbót á graslambið. En það má gera fleira við 'sauðamjólkina en búa til úr henni smjör. Hún er, sökum hins háa fitumagns,*) mjög vel fallin til ostagerðar. Einkum er hún vel til þess fallin að gera úr henni Roquefort-ost, en hann er mjög eftirsótt vara, og all- dýr. Hinn rétti franski Roque- fort-ostur er gerður úr sauða- mjólk, en Roquefort-ostur úr kúamjólk er lítið meira en nafn- ið, en þó selja Danir mikið af honum. Nágrannalönd okkar eru svo vel ræktuð, að sauðfjár- rækt er þar hverfandi lítil og höfum við því mjög góða að- stöðu til þess að framleiða þessa vöru og fá fyrir hana hátt verð. Ég hygg, að vinna mætti ca- 5000 smálestir af osti úr því magni sauðamjólkur, sem hér er reiknað með, og ég tel það litla dirfsku, að áætla verðmæt- ið allt að 8—10 milljónir króna, ef það seldist allt á erlendum markaði. En þótt eigi tækizt að selja allan ostinn erlendis, væri hægt að framleiða hann fyrir innlendan markað og nota tals- vert af honum til þess að blanda saman við smjör til helminga, búa til svonefnt ostasmjör og drýgja smjörið um helming. Læt ég svo útrætt um frá- færurnar, en dreg ekki dulur á, að ég tel það mikla uppbót fyrir sauðfjárræktina og at- vinnulífið, ef horfið yrði að ostagerð úr sauðamjólk, en vit- *) Þjóðverjar telja að fitan komist yfir 12% í sauðamjólk, en hér er reiknað með rúmlega 6% fitumagni. anlega þarf þetta mál vandlega athugun og undirbúning. Til- gangur minn með þessum bolla- leggingum er aðeins sá, að vekja athygli á þessum frábær- lega mikla fjársjóði hollrar mannafæðu, sem fer í blessuð lömbin, en þau skila aldrei aft- ur. Að lokum skal ég fara örfá- um orðum um sjálfsbjargargetu okkar hvað snertir kolvetnin. Við getum ekki komizt af án þess, að flytja inn talsvert af kornvöru, en talsvert má þó draga úr þessum innflutningi, ef ræktun og neyzla garðá- vaxta, einkum kartöflunnar, væri aukin og skyrát kæmi í stað grauta meira en nú. Það ætti ekki að vera of mikið, þótt hver fullorðinn maður neytti sem svaraði Vz kg. af kartöflum og öðru grænmeti á dag. Græn- kál ætti að rækta á hverju sveitaheimili og við hvert hús og neyta þess vetur og sumar. Grænkálið á að saxa hrátt saman við skyr og geyma það í skyri eða súr á vetrum. Hrátt grænkál hefir svipað magn af C-bætiefni og beztu ávextir, það vex hvar sem það er látið og stendur fram á vetur. Rófu- kál á að hagnýta á sama hátt. Berjaskyr á að koma í stað sæt- súpu úr berjasaft. Krækiber eru talin mjög auðug að C-bæti- efni, og séu þau geymd í skyri eins og þau koma fyrir, halda þau vafalaust bætiefninu. Yfir- leitt er ástæða til að hvetja til stóraukinnar ræktunar á hvers konar káli og grænmeti, sem þrifizt getur í görðum, og tel ég engan vafa á því, að við get- um langsamlega fullnægt C- bætiefnisþörfinni. SJÁLFSTÆÐISFLOKKSBLÖÐIN I GÖÐUM FÉLAGSSKAP Frh. af 3. síðu. langar lofræöur um frumvarp Bjarna Snæbjörnssonar umverka- lýðsfélögin samfara svívirðingum um AlþýðuflOikkinn og foringja hans fyrir það, að þeir skuli ekki vilja fallast á að lögbjóða þær skipulagsbreylingar á verkalýðs- fél ögunum, sem þar er farið fram á í þeim gegnsæja tilgangi að eyðileggja þau. En það er rétt að vekja athygli á því, að frumvarp Bjarna Snæ- björnssonar hefir einnig heiður- inn af því að hafa stuðning Þjóðviljans, blaðs Kommúnista- fiokksins, sem í gær varð að játa það, að það starfaði hér með rússnesku fé. „Fmmvarp þetta,“ sagði Þfpðviljinn þ. 8. nóvem- ber siðast liðinn, „er í meginat- riðum í samræmi við þær skoð- anir, sem Þjöðviljinn hefir haldið fram um þetta mál.“ Finnst mönnum ekki Sjálf- stæðisflokksblöðm vera í góðum félagsskap í þessu máli? Halda menn ekki að það væri hollt fyrir verkalýðshreyfinguna og þjióðina í lieiid, að samþykkt yrði af alþingi fmmvarp til Iaga um verkalýðsfélögin, sem „er í Vneg- inatriðum í samræmi við þær skoðanir, sem Þjóðviljinn hefir haldið fram“?! Það er að sjálfsögðu gott og blessað, að blöðum Sjálfstæðis- ftokksins skuli œnna blóðið til skyldunnar, þegar þeim er sýnt það svart á hvítu, hvernig kom- múnistar reka hér áróður fyrir Rússland með stórkostiegum fjár- framlögum þaðan- En hvenær æt!a þau að hætta samvinnu sinni við hina rússnesku erindreka? Það vill þjóðin fá að vita í dag. f DA6 Næturlæknir er Kristín ólafs- dóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörðúr er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð Steindórs, sími 1580. ÚTVARPIÐ: 20,15 Vegna striðsins: Erindi/ 20,30 Útvarpssagan: „Ljósi'ð, sem hvarf“, eftir Kipling. 21,00 Hljómplötur: Létt lög. 21,05 Æskulýðsþáttur (Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli) 21,25 Píanókvartett útvarpsins: Píanókvartett nr. 20, eftir Mozart. HÁSKÓLINN Frh. af 1. síðu. Ef þessum undirbúnings- deildum yrði komið á, yrði stúdentafjöldinn í þessum nýju deildum að 2 árum liðnum: 30 í viðskiptadeild, 18—20 í verkfræði, 6—8 í náttúrufræði, 8 í hagfræði eða samtals nál. 65 stúdentar, og væri þá auðveldara að tak- marka tölu stúdenta í lagadeild og læknadeild allverulega. Hagnaður við þetta fyrir- komulag væri: 1- Sparnaður á erlendum gjald- eyri nál. 130 000 kr. árlega. 2. Efling háskólans, en það verður að telja skyldu hvers þjóðfélags, er hefir sinn eig- in háskóla, að veita stúdent- unum kennslu í öllum þeim greinum, er þjóðfélaginu megi að gagni verða, ef þess er nokkur kostur. 3. Margbreytni í námi, sem beinir nýjum stúdentum inn á fleiri brautir en nú er kostur á. Árlega útskrifast um 80 nýir stúdentar og leita margir þeirra til erlendra háskóla, þótt engan utanfararstyrk fái, ef aðstandendur þeirra eru þess megnugir, og er því engin leið að hindra framhaldsnám þeirra við háskóla, enda verður það að teljast ógerlegt að stöðva framalöngun ungra og efnilegra stúdenta. Til þess að standast kostnað við hinar nýju deildir mætti verja þeim 20 000,00 kr., sem nú eru á fjárlögum til viðskipta háskóla, en gera má ráð fyrir, að háskólinn gæti sjálfur lagt fram 4 000,00 kr- úr almanaks- sjóði til kennslu í eðlisfræði og stærðfræði. VERKAMENN I HAFN ARFIRÐI Frh. af 1. síðu. fundurinn svo á, að kaupupp- bót beri að miða við fram- færslukostnað tvo síðustu mán- uði ársins, því á þeim mánuð- um hefir og mun dýrtíð helzt aukast, en Ihinsvegar ekki gefist rétt yfirlit yfir hina auknu dýrtíð, ef tteknir verða til g rundvallar sex síðustu mánuðir ársins eins og nefnd lög ákveða, og skorar því fund- urinn á Alþingi að samþykkja framkomið frumvarp Alþýðu- flokksins . um .breytingar .á framangreindum lögum, enda er þ að í fullu samræmi við kröfur verkamanna þar um.“ Að lokum voru umræður um atvinnumál og var samþykkt áskorun á ríkisstjórnina um fjárframlög til aukningar at- vinnu fyrir hafnfirzka verka- menn. Boomps -a-Daisy r 'lf \ „Lagarfoss“ fer héðan anna'ð kvöld vestar og norður Ism land til útlanda. FORNVERZLUNIN Grettisgötu 45 A. — Allt er keypt. Enski sandikenniarinn, dr. J. Mc Kenzie, fiytur fram- haldsfyririestur í kvöld kl. 8 um „Castles, mansions and oottages". Niokkrar skuggamyndir verða sýndar. NTIA BIO Njósnari kardináians Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd frá Fox um hneysti og hetjudáðir, er gerist í Frakklandi á dögum Richelien kardinála. Aðalhlutverkin leika: Annabe'ia og Conrad Veidt. AUKAMYND: RÖNTGENGEISLAR Stórmerkileg mynd um töframátt röntgengeislanna. SKEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIR. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 18. nóv. kl. 10 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2,' sími 4900. Á föstudag sími 4727. Harmonikuhlj ómsveit (4 manna). Eingöngu gömlu dansarair. heldur Félag harmonikuleikara í Oddfellowhusinu sunnu- daginn 19. þ. m. kl. 10 síðdegis. Nýju dansarnir niðri. Eldri dansarnir uppi. Harmonikuhljómsveitir og hljómsveit Aage Lorange leika. Aðgöngumiðaslan hefst kl. 6 s. d. Mýjar bœkur HAGNÝT BARNASÁLARFRÆÐI eftir Charlotte Buhler pró- fessor í barnasálarfræði- íslenzk þýðing eftir Ármann Hall- dórsson. — Bókin lýsir í aðalatriðum undirstöðustaðreynd- um þróunarinnar á bernsku- og unglingsárunum og tekur jafnframt til mðferðar fjölmörg, hagnýt uppeldisvandamál. FEGRUN OG SNYRTING eftir norska lækninn dr. Alf Lorentz Örbeck í íslenzkri þýðingu eftir frú Kristínu Ólafsdóttur lækni- Þetta er stórmerkileg bók, sem leysir úr ótal vanda- málum varðandi fegrun og snyrtingu líkamans. — 64 myndir eru í bókinni. MANNKYNSSAGA. Ágrip, eftir Ólaf Hansson menntaskólakenn- ara, sem framvegis verður notað til inntökuprófs í Mennta- skólann í Reykjavík, en auk þess hentug kennslubók í efstu bekkjum barnaskólanna o. fl. skólum- BARNABÆKUR. Hans og Gréta með litmyndum- Rauðhetta með litmyndum. Mjallhvíí og Öskubuska með teikningum eftir frú Barbara W. Árnason. Kóngsdóttirin, sem svaf í 100 ár (Þyrnirós) með teikningum eftir Tryggva Magnússon. BÆKURNAR FÁST HJÁ NÆSTA BÓKSALA. DANSLEIIDR1D BðTEL BORfi SKEMTIATKIÐI: 1 Akroiaffik: Inga Slfs, 2 EinsDngur: Ævar Kvarais, 3. Stappdanzs dalla Pdrariass, 4. EEá- stakkar syagja, S. Övœni, anglýst síðar. Aðgðognmlðar verða seldlr frá M. 4—7 í dag og á aorpn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.