Alþýðublaðið - 18.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.11.1939, Blaðsíða 2
LAPOAIDACT!* 19. H6V. 1BJ». ALÞYÐtJBtAÐIÐ Fjörtíu ára starf Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík. ---4--- Simtal vlð aéra Arna Siprðssoa. Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur við skrifborð sitt- PRÍKIRKJUSÖFNUÐ- »A URINN er samtök kristinna manna, sem vilja vinna að því sama, sem kirkja Krists frá upphafi vega sinna hefir unnið að: að veita andlega upplýsingu, trúarlega fræðslu, uppörvun og hvatning til góðs og bróðurlegs samfélagslífs, huggun og styrk í erviðleik- um og andstreymi, fagran og bjartan skilning kristin- dómsins á lífi og dauða. Fríkirkjusöfnuðurinn vill kjósa sér til handa sem sann kristnum söfnuði sem mesta sjálfstjórn og athafna- írelsi, og trúir því að frels- ið sé hollast og heillavæn- legast þeim, sem með kunna að fara. Fríkirkjusöfnuðurinn hefir nú í 40 ár tekið þátt í lífi Rteykvíkinga í gleði og sorg, og lagt fram sinn skerf til kristi- legrar hjálpar og huggunar á þrengingatímum, er yfir bæinn hafa gengið. Hann hefir átt sér mikinn styrk i fórnfýsi, áhuga og ósérplægni margra meðlima sinna- En hann veit, að mesti styrkurinn hefir í lífi hans, sem annarra kristinna safnaða, verið guðs vernd og handleiðsla. Og í trausti þeirrar verndar og handleiðslu mun söfnuðurinn halda áfram göngu sinni næsta áfangann, hvað sem mæta kann.“ Pannig mælti séra Árni Sig- urðsson fríkirkjiuprestur við mig f gær, er ég hafði samtal hann tim fríkirkjusöfnuöinn og starf hans á liðnum fjórum ára- tugum, en á miorgun er söfnuð- urinn fertugur og minnist þess ■með hátíðaguðsþjónustu i kirkj- unni og samkomu í kirkjunni seinna um kv&Jdið. Stofnun safnaðarins. tg spurði séra Áma Sigurðsson um tildrögin að stofnun frikirkju- safnaðarííns og þróun hans frá upphafi. Að efni til var svar prestsins á þessa leið: „Fríkirkjusöfnuðurihn var stofn- eður 19. nóvember 1899. Má að líkindum telja þrjú atriði, sem urðu þess -valdandi, að hann var stofnaður. Um þessar mundir var vöknuð hieyfing í þá átt, að kjrkjan fengi meira frjálsræði, yrði minna háð ríkisvaJdinu um mál sín. Þessi sjálfstæðismál •kirkjunnar höfðu verið talsvert rædd á symodus og prestafundum árin fyrir aldamótin, og var tals- vert um þau deilt innan kirkj- Unnar. önnur ástæðan var sú, að ýmsir munu hafa verið uiu þetta leyti mjiög óánægðir með iöggjafamtriði, sem þá höfðu ný- lega verið sett um málefni þjóð- kirkjunnar. Loks var svo það, að séra Lárus Halldórsson hóf starf í þessa átt um leið og hann kom til bæjarins, en það var einmitt þetta ár. Séra Lárus hafði verið prest- ur að Valþjófsstað, en honum samdi ©kki við kirkjustjómina um ýmislegt í stjórn og helgi- siðareglum kirkjunnar. Hann hggtti því starfi sínu hjá þjóð* kirkjunni, en starfaði um skeiö við fríkirkjusöfnuð í Reyðarfirði, en s-íðan fluttist hann hingað til bæjarins og tók að gefa út tíma- rit, sem hét: „Frlkirkjan, tímarit til stuðnings frjálsri kirkju og frjáislyndum krístindömi." Upp úr þessu tóku ýmsir menn hér í Reýkjavík, sem voru óá- nægðir í þjóðkirkjunni, sig sam- ten og sendu út undirskriftaskjai, þar sgm þefr bundust samtökum um að stofna frífcirkjusöfnuð. Undirtektirnar voru góðar, þegar tekið ©r tfllit til þess, að hér var um algert nýmæli að ræða og dellumál. Sumir litu jafnvel á þetta sem uppreisn gagnvart kirkjunni. Stofnfundurínn var svo haldinn 19- nóvember, og er talið að stofnendur hafi verið um 250, en þetta er þó ekki hægt að sjá fcneö neinni vissu í plöggurn safn- ftðaríns. Á stofnfundinum voru lög samin og stjórn kosin. I fyrstu stjórninni áttu sæti Arínbjörn Sveinbjarnarson, bóksali, Jón Brynjólfsson leðursali, Þórður Narfason trésmiður, Sigurður Einarsson og Gísli Finnsson járn- smiður. Þá þegar var séra Lárus Halldórsson ráðinn piestur safn- aðarins- Vitanlega var þegar á stofnfundinium minnst á kirkju- byggingu, en þá sem framtíðar- mál. í slíkt stórvirki var ekki hægt að ráðast að svo komnu. Hirrs vegar var ákveðið að leigja hús, þar sem hægt væri að halda guðsþjónustur, og tókst að fá Góðtemplarahúsið. Þar voru svo guðsþjónustur haldnar fyrst um sinn. Séra Lárus Halldórsson var kristinn áhuga-, alvöru- og hug- sjonamaður, og fólk safnaðist um hann, en vftgna ágreinings miUi’ hans og meirihluta safnaðarins varð prestsþjónusta hans við söfnuðinn stutt. Lét hann ftf störf- um sem næst árslokum 1902. Fríkirkjan byggð. Vitanlega var fyrsta verikefni safnaðaríns að koma upp kirkjtt, og var unnið að þvi þegar frá Upphafi með ýmiskonar undir- búningi. Tókst þetta svo vel, áð hægt var að byrja á framkvæmd- iUm í ársbyrjun 1902 og kirkja byggð á hinni glæsilegu lóð vlð Tjörnina, en gatan þar ber eins og kunnugt ©r, nafn af kirkjunni. í ársbyrjun 1903 tók séra ólaf- ur ólafsson við prestsembættinu og skömmu eftir lok þess árs var kirkjan fullbúin. Var það hátíð- lfig stund, þegar vígsluathöfnin var framkvæmd, 22. febrúar 1904. En strax á árinu 1904 varð það bersýnilegt, að kirkjan var orðin of lítil, því að svo ört streymdi fólk í söfnuðinn. Var því þegar í stað byrjað á stækkun, og henni var lokið á árinu 1905. En í þriðja sinn var kirkjan stækkuð 1924. Séra Ó'afur ó.'afsson var prest- ur safnaðarins til ágústloka 1922, en þá tök ég við preststarfi safn- aðaríns, að undangenginni kosn- ingu um vorið. Um vöxt safnaðarins get ég ekki sagt með hárnákvæmum töl um því áð það hefi ég ekki get- að rannsakað til hlítar, en þegar séra Ólafur tók við 1903 munu safnaðarmeðlimir enn hafa verið um 250 alls, en þegar hanin lét af störfum 1922 voru safnaðar- meðlimimir orðnir um 5700. Um síðustu áramót voru safnaðarmeð- limirnir alls 8500. Eru hér taldir ekki aðeins gjaldskyldir meðlim- ir, heldur og böm og unglingar. Stjóm safnaðarins skipa nú: SigurðUT Halldórsson, trésmíða- fneistari, formaður, frú Ingibjörg ísaksdóttir,, frú Ingibjörg Stein- grímsidóttir, Einar Einarsson, byg'gingameistari, Filipus Á- mundason jámsmiður, Kristinn Jónsson vagnasmiður og Nikulás Friðriksson umsjönarmaður. Síðasta stórvirkið, sem söfnuð- ttrinn hefir unnið, er að koma Upp piestssetrinu hér í Garða- stræti 36. Það var reist 1936 og )e:r gott og hentugt hús til sinna nota. Hefir presturinn það áleigu frá söfnuðinum. — Getið þér sagt mér hve mörg 'hjón frikirkjuprestarnir hafa gefið saman? Em giftingar ekki sikemmtiLegar? „Jú, auðvitað er ánægjulegt að gefa saman brúðhjón, sem unnast ög eru glöð yfir framtíðarvon- um sínum. Síðan fríkirkjusöfnuð- uri'nn var stofnaður hafa prest- arnir gefið saman eitthvað ná- lægt 2300 hjón. Undir 7000 böm hafa verið skírð og um 4000 fermd, en um 3000 verið jarðaðir. — Hvað heitir söfnuðurinn fullu nafni? Hann heitir: Hinn evangeliski Jútherski fríkirkjusöfnuðiur í Rvík. Ég vil skjöta því inn að sá merki- legi atburöur gerðist í frikirkj- unni, teð í henni var haldinn stofnfundur Eimskipafélags is- lands. Þá vil ég minna á þáð, tað í 14 ár predikaöi séra Harald- ttr Níelsson í fríkirkjunni, en frá hionum streymdi mikil andleg á- hrif út til þjóðarinnar, eins og kunnUjgt er. Ýmiss konar starfsemi. — Ýmiskonar önnur starfsemi, en hin beina safnaðarstarfsemi, sem hefir átt sér stað innan frí- kirkjusafnaðarins ? Ég vil gjarna geta hér fyrst sérstaklega þeirra manna, sem mestan skerf hafa lagt til þess að gjöra gubþjónustuna hátíðlega og á þann hátt hafa vieitt prestinum hina dýrmætustu að- stoð. Ég á við organleikara kirkj- unnar frá upphafi. Mörg fyrstu árin eftir byggingu kirkjunnar var oi]ganleikari henmar Jón Pálsson fyrrv. bankagjaldkeri. Vann hann af miikilli ósérplægni ómetanlegt sfarf við það að koma söngstarfi kirkjunnar og sönlgflokki í fast íog gott hiorf. Þá vom organleik- arar Pétur Lárusson og Kjartan Jóhannesson um nokkur ár hvor, qg ttnnu báðir ágætt starf. Mörg síðustu árin, og þar til nú í haust hefír Páll Isólfsson verið organisti kirkjunnar, og á ég margar og ljúfar minningar frá samstarfí við hann. Nú hefir bróð ir hans, Sigurður Isólfsson tekið við starfinu er Páll gjörðist org- anisti við dómkirkjuna. Tvö félög starfa innan safnáð- arins: Kvenfélag fríkirkjusafnað- arins, sem er öflugt félag og rekið af miklttm duignaði. I stjóm þessa félagsskapar ©ru nú frúrnar: Bryndís Þórarinsdóttir, Ingibjörg Isaksd'óttir, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Lilja Kristjáns- dóttir og Kristín Vigfúsdóttir. Starf félagsins miðast eingöngu við það að hjálpa bágstöddum og styðja safnaðarstarfið. Félagið er búið að gefa til fátækra og ýmissa liknar og góðgerðafélaga samtals kr. 13,200 til kirkju og safnaðajr í ýmsum gripum og pen íngum kr. 15,600 og til prests- isetursins gaf félagið rúrnl. kr. 7,800. Þannig hefir félagið gefið samtals wm 36,650 krónur til safnaðarþarfa. Bræðrafélag fríkirkjusafnaðar- ins er einnig starfandi, en það er Imiklu yngra og fámennara en Kvenfélagið. Stjórn þess skipa: Gísli Sigurbjörnsson söðlasmiður, formaður, Guðmundur Ólafsson yerzlunarmaður, ritari og Guðjón Éiriksson físksali gjaldkeri. Starf- semi þessa félagsskapar er hin sama og kvenfélagsins, en þó er hann jafnframt málfundafélags- skapur. Bræðrafélagið hefir lagt fram til safnaðarmiála um 5,500 krónur. * Séra Árni Sjgurðsson er gæfu- maður. Hann kom ungur sem prestur til fríikirkjusafnaðarins, hefir unnið sér miklar vinsældir meðal safnaðaimeðlima, og á með al þeirra fjölmarga hugheila og einlæga vini. Hann lifir líka með söfnuðinum og fyrir hann. VSV. Útbreiðið Alþýðublaðið. Húsmæður! Hafið þér athugað það, sem skyldi, að þrátt fyrir það þótt aðrar fæðutegundir hafi nú hækkað í verði, og sumar mjög verulega, þá er rojóllmerðlð ennpá ðbreyít. Við samanburð á mjólk og öðrum einstök- um fæðutegundum er rétt að 'hafa hug- fast, að fi m|élklni£i ea» alt sameinað Eplahvítnefni, kolvetað, flta, solt og fjðrefni. CHARLES NORÐHOFF JAMES NéRMAftjf HALL: Mpprelsnta á Bonnty. líl Karl ísfcid ísleudkatði. tekt, hvað fram var borið. Þegar ég var lítill drengur, hafði ég fengið leyfi til að borða hér á sunnudögum. Aðra daga kom ég hingað á kvöldin og bauð foreldrum mínum góða nótt, þegar þau sátu hér að kvöldverði. Þá fékk ég venjulega hnefafylli mína af rúsínum eða spönsk- um fíkjum. Þarna hafði ég matast ásamt móður minni, eftir lát föður míns. Hér hafði Bligh neytt miðdgisverðar á»amt okkur dag einn fyrir nokkrum árum- Hér hafði nú móðir mín getað setið andspænis mér, ef hann hefði ekki skrifað henni bréfið fræga. Ég stóð á fætur og gekk upp stigann. Ég hallaði mér á legubekkinn undir ljósakrónunni í vinnusal föður míns uppi í norðurálmunni. Mér virtist hugur föður míns vera alls staðar nálægur í salnum- Hann átti þar safn af sextungum í glerskápum, stjörnufræðikort á veggjunum og bækur í stórum hillum. Allt þetta minnti mig á föður minn. Ég tók fram bók í skinnbandi um ferðir Cooks, én gat þó ekki fest hugann við að lesa í henni. Ég hlustaði eftir hinu létta fótataki móður minnar á ganginum fyrir framan — og rödd hennar við dyrnar: — Roger, má ég koma inn? Að lokum tók ég ljós í hönd og gekk eftir ganginum, fram hjá herbergi móður minnar að dyrum míns eigin herbergis. Ég þorði ekki að fara inn í herbergi hennar um kvöldið. Ég hugsaði mér, að hún lægi þar og læsi, eins og hún hafði svo oft gert í gamla daga, og þykka hárið hennar hvíldi á svæflinum, en kertaljós logaði við höfðalagið. Með vestanvindinum frá Atlantshafinu fylgdi regn og hlýja- Ég tók mér langa skemmtigöngur á leirvotum vegun- um, en regni ýrði yfir engin og vindurinn söng í greinum trjánna- Þá varð ég smám saman var breytingarinnar. Ég fór að skilja það, að ég og forfeður mínir áttum allar okkar rætur hér djúpt í jarðvegi Vestur-Englands. Nú sá ég aðeins 1 móðu íyrir hugaraugum mínum Tehani, Helenu, Suðurhafið og Suð- urhafseyjarnar. Allt þetta virtist hálfgleymdur draumur. — Raunveruleikinn var hér — í kirkjugarðinum í Withycombe, í kofum landseta okkar. Biturleikinn bráðnaði smám saman úr skapi mínu- Undir mánaðarlokin hafði ég tekið ákvörðun mína. Ég varð að beita sjálfan sig hörðu, en mig hefir aldrei iðrað þeirrar ákvörðunar. Ég ritaði Montague skipstjóra bréf og sagði honum, að ég ætlaði að þiggja boð hans, og lét bréfinu fylgja annað bréf til Sir Josephs. Tveim dögum seinna, grá- leitan haustmorgun stóð ég í fordyrinu og beið eftir vagninum, sem átti að flytja mig til Taunton, en þar ætlaði ég að ná í á- ætlunarvagn til Lundúna. Bristolflóinn lá eins og gljáfægt stál undir hinum lágu skýjum og loftið var svo hljóðbært, að ég heyrði krákurnar garga langt 1 burtu- Tveim fiskibátum var róið út flóann. Seglin héngu niður með möstrunum og margir menn réru á bæði borð. Ég sá bátana renna út í Atlants- hafið og um leið heyrði ég Tom hotta á hestana og heyrði vagnskrölt á veginum. XXVII. EFTIRMÁLI. í janúarmánuði árið 1793 fór ég um borð í skip Montaguas skipstjóra, og mánuði seinna brauzt ófriðurinn út. Það var upphafið að styrjöldum okkar gegn hinum sameinuðu þjóðum á mginlandinu — viðburðaríkasta tímabilið í sögu enska flot- ans — sem lauk eftir 12 ára styrjöld með aðalsjóorustunni úti fyrir Spánarströndum. Ég hafði þann heiður að berjast við Hollendinga við Camperdown, við Dani á ytri höfninni í Kaup- mannahöfn og Spánverja og Frakka við Trafalgar. Eftir þann sigur var ég gerður að skipstjóra. Meðan styrjöldin stóð yfir, óskaði ég þess, oft að ég yrði sendur til Kyrrahafsins, eftir að friður yrði saminn. En sjó- liðsforingi hefir stuttan tíma til að hugsa á hernaðartímum- Þegar árin liðu langaði mig minna til þess að ferðast til Suður- hafseyja. Minningin um þjáningar mínar dofnaði mð aldrin- um. Sumarið 1809 var ég skipstjóri á Curieuse, en það var vel útbúin freigáta með 32 fallbyssum, sem hafði verið tekin her- fangi af Frökkum. Þá fyrst fékk ég óskir mínar uppfylltar. Ég fékk skipun um að sigla til Port Jackson í Nýja Suður- Wales. Því næst átti ég að fara til Valparaiso og koma við á Tahiti. Ég bafði innan borðs hálfa herdeild, sem var send til þess að leysa herdeildina á Nýja Suður-Wales. Hinn hluti her- deildarinnar hafði farið á undan með skipunum Dromedarý og Hindostan. Fimm árum áður hafði Camden lávarður samkvæmt undirróðri Sir Josephs Bank gert Bligh skipstjóra að landstjóra á Nýja Suður-Wales- Nú var hin fræga romm-uppreisn á enda kljáð og nýr landsstjóri, Lachlan Macquarie ofursti hafði verið ) sendur út til þess að taka að sér yfirstjórn nýlendunnar. ■ Johnston major yfirforingi Nýja Suður-Wales-hersveitar- innar, og einhver McArthur, áhrifamesti maður nýlendunnar, höfðu kært herra Bligh fyrir harðstjórn og ruddalega fram-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.