Alþýðublaðið - 21.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.11.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 110) Og þar sat hann. 111) En hvað þar var dimmt og leiðin- legt. 112) Og svo sögðu þeir við hann: — Á morgun verðurðu hengdur- 113) Það voru slaemar fregnir. 114) Og eldfærunum sínum hafði hann gleymt heima hjá sér. m 0 Orðsending ifl m til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfraat ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. 'B I Nf bóks Maria Antoinetta eftir Stefan Zweig — . Rý bðk sæntanlea eftir Signrð frá Arnarholti. IRÁÐI er að gefa út fyrir jólin síðustu ljóð Sigurð- ar Sigurðssonar frá Arnarholti. Liggja frammi áskriftarlistar að bókinni í öllum bókaverzl- unum bæjarins. Er hér um að ræða ýms kvæði, er skáldið lét eftir sig ýmist í óprentuðum handritum eða prentað á víð og dreif í blöðum og tímaritum. Prófessor Sigurður Nordal hef- ir aðstoðað við val kvæðanna og skrifar hann einnig stuttan formála fyrir bókinni- Upplag bókárinnar verður mjög lítið og aðeins fyrir áskrifendur. 75 Magnús Magnússon íslenzkaði. Útgef.: ísfoldarprentsmiðja h.f. AÐ er djarflega í ráðist af ísafoldarprentsmiðju að gefa út þessa bók nú á hinum erviðu tímum, því að bókin er á fjórða hundrað blaðsíður 1 stóru broti, og efni hennar þannig, að ekki hæfir annað en bezti búningur, sem völ er á. Þennan vanda hefir útgefandi' leyst af hendi svo að stór sómi er að. Þetta mun vera vandað- asta útgáfa, sem komið heíir á markaðinn það sem af er þessu ári- Höfundur þessarar bókar, Stefan Zweig, mun vera lítt þekktur höfundur hér á landi, ég hefi ekki séð á íslenzku nema 2 smásögur eftir hann, auk þessarar stóru bókar, en því þekktari er hann meðal bókmenntamanna úti um heim og það ekki að ástæðulausu. Zweig er þýzkur rithöfundur, fæddur í Vínarborg árið 1881. Lagði hann stund á heimspeki fyrst framan af, en tókst því næst ferð á hendur víða um lönd. Árið 1901 gaf hann út fyrstu bók sína, ljóðabók, sem hét „Silberne Saiten.“ Seinna kom út ljóðabókin „Die friihen Kránze,“ sögurnar „Die Liebe der Erika Ewald“, „Erstes Er- lebnis“ og „Der Zwang.“ Þá gaf hann út ferðalýsingar og ritgerðir m. a. „Verlaine,“ — „Verhaeren“ og „Rolland", „Drei Meister“ (Balzac, Dickens og Dostojewski). Ennfremur leikrit, eins og „Das Haus am Meer“, „Der vervandelte Komödiant“, „Jeremias“ og „Legende eines Lebens.“ — eintök verða gefin sérstaklega út og fylgja þeim myndir af höfundinum á ýmsum aldri og rithajndarsýnjishorn. Zweig fékk Bauernfeld-verð- launin fyrir bókmenntaafrek sín árið 1906- En tvímælalaust mun þó Zweig hafa orðið frægastur af ævisögum sínum, Maríu Stúart, Fauché og Maríu Antoinettu, enda hafa þær hlotið geysi- miklar vinsældir víða um lönd. Ævisaga Maríu Antoinettu ber það með sér, að höfundur- inn hefir lagt á sig geysivinnu til undirbúnings verkinu. Hann hefir lesið firn af bókum um frönsku byltinguna, bækur um þær persónur, er hann lýsir í bókinni, bréf, dagbækur, mál- skjöl og hirðannála, og seg- ir frá því, sem máli skiptir, hræsnislaust og án yfirdreps- skapar. Hann hefir næma sam- úð með aðalpersónunni og rit- ar um hana af miklum skiln- ingi, gerizt nærri því mála- færslumaður hennar, en dregur þó enga fjöður yfir það, sem honum finnst miður í fari hennar. Hann er ágætur sál- fræðingur og afburðarithöfund- ur- En í sagnfræðinni eru veil- ur. Það er nauðsynlegt hverjum sagnfræðingi að hugsa með höfðinu, en ekki hjartanu, því að rök sögunnar eru köld. Og það er ennfremur nauðsynlegt hverjum sagnfræðingi að vera hugkvæmur, en hann verður að vega og meta það, sem honum dettur í hug, áður en hann læt- ur það frá sér fara. Hann verð- ur með öðrum orðum að hafa skarpa dómgreind- Vegna þess, að Zweig hefir samúð með Mariu Antoinettu hefir hann tilhneigingu til þess að sveigja til sögulegar staðreyndir henni í vil. Og hæpið er það, sem höfundurinn gefur í skyn, að hin raunverulega orsök hinnar frægu og margumtöluðu frönsku stjórnarbyltingar hafi Veikur reyr ---*---— Andsvar til Jóns Pálmasonar. ---4--- Eftir WIIiMiisid Jéns^oii. L1 G læt mér fátt um finnast dýravini, sem gera sér dátt við hunda, ketti og hvers konar kvikindi, leita eftir viðbrögðum þeirra, gaumgæfa athafnir þeirra og rýna eftir skapferli þeirra. Við vini mína, sem þessu marki eru bnenndir, er ég vanur að segja: Hin eina skepna í guðs sköpuniar- verki, sem nokkurs verulegs er um vert og aldrei er hægt að verða leiður á, er mannskepnan. Þekkir maður ekki alla ketti af einum ketti og alla hunda af einum hundi? Ef ketti er strokið um bakið, fettir hann sig og teygir og setur - upp stýri. Ef honum er hnotað í bringuna, malar hann. Ef kjáð er framan í hund, dillar hann rófunni. Ef honum er sveiað, lægir hann eyr- un, leggur skottið aftur á .milli fótanna og snautar sneyptur í burtu. Og veit ekki hver einasti hundur alls staðar og ævinlega, hvað hann hefir étið? En rnann- skepnan? Það, sem er ómótstæði- legast við hana, er það, hvað hún pr margbreytileg og töfrandi ósamkvæm sjálfri sér. Vinir mín- ir mega hafa sin eftirlæti fyrir sig, ég kýs mér menaina, er þakkláíur forsjóninni fyrir alla þá, sem orðið hafa á leið minni — og nú allra síðast fyrir Jón Pálmason, alþingismann, endur- skoðanda ríkisreikninganna m. m., sem hún hefir valið mér að Ijúf- um sessunaut á alþingi. Satt er það, að allrar aðgæzlu þarf við, ef rnenn eiga ekki að verða fyrir vonbrigðum af með- bræðrum sínum. En það er til einfalt ráð við því: að gera ekki ofmiklar kröfur til þeirra. Og ef kröfurnar eru nógu hóflegar, verða þeir, sem ekki standast þær, a'ðeins til skemmtilegrar til- bœytingar í gráma hversdags- leikans. Ég hefi þannig tamið mér að gera þær einar kröfur til manna, sem gefa sig við ritdeilum, að ef þeir átelja eitthvað í blaða- grein, geri þeir sig ekki seka um það, sem þeir átelja, í hinni sömu blaðagrein. Látum vera í annarri blaðagrein og þó að væri í samta t’ölublaði. Ég læt það t. d. vera, þó að J. P. skrifi grein og telji til spillingar að fela mér að semja um nokkra vinnu fyrir rík- ið vegna sambands míns við Al- þýðuflokkinn — sem hann játar með réttu, að sé í lausara lagi, og að vísu sé ég ekki í neinu verkalýðsfélagi, sem ég hefiheld- ur aldrei verið. Hver ern eg, að ég fátist í því, að hinn sami J. P. er svo ósamkvæmur sjálfum sér, að hann styður í stjóm og gerir að félagsmálaráðherra iog þar með að yfirmanni mínum og þeirra stofnana, sem hann telur í svo mikilli hættu fyrir ágengni verkamanna, sjálfan formann Al- þýðuflokksins, forseta Alþýðu- sambands íslands og æðsta mann allra verkamannasani'taka í land- inu! Og það er ekkí einungis að hann umberi þetta, heldur var hionum sem kunnugt er manna bráðast að koma þessari stjórn á iaggirnar, svo brátt við hlið for- manns Framsöknarflokksins, að honum fór eins og litlum urriða við hliðina á störam urriða, sem veit ekki fyrri til en hann hefir verið gleyptur öfugur af hinum stóra, unz hann stendur botn í 'kviði hans og blakar stírtlunni út um annaö kjaftvikið. J. P. kryddar hversdagsleik- ann enn betur en þetía, því að í greinum sinum til mín syndgar hann manna skemmtilegast gegn lágmarkskröfu þeirri, sem ég gat um, aö ekki væri ósanngjarnt að gera til höfunda í ritdeilu. Hefi ég þa'ð mér til einkagamans og rek ekki hér. A'ðeins minni ég á, að hann kveinkar sér mjög undan því, en met'ur mér um leið til veikleika í or'ðaskiptunum, að ég láti skína í, hvert álit ég hafi á gáfnafari hans og þekkingu og kallar ■ dylgjur. Á þetta sér þó lítinn sta'ð. En sjálfúr fer hann í söniu andránni með rætnar get- sakir um innræti mitt og styður ómerkilegu kjaftasluðri af versta tæi. Um rógsögur þær hefi ég áð öðru leyti það að segja, að ég býð J. P. hér með aðstoð mína við öflun allra gagna þeim til upplýsingar. Og ég fer alls ekki fram á, að hann biðji mig fyrir- gefningar, ef þær reynast til- hæfulausar, en heiti honum hins vegar að biðja hann opinberlega afsökuniar, ef þar leynist hin minn'sta átyila mér til ávirðingar. Svo iágar kröfur, sem ég fyrir varyg'ðar sakir ætla rétt að igera til mannanna yfirieitt, hygg ég, að mesta nærgætni verði að sýna siðameisturum og umvöndurum og því meiri nærgætni því á- fjáðari sem þeir eru í lumvöndiun- inni. Enginn s'kyldi ætlast til, ef hann á ekki að verða fyrir sárum vonbrig'ðum, að sá, sem gerir sér títt um óráðvendni annarra manna, hljóti að vera frómur sjálfur, og má þakka fyrir, ef hann er ekkí rummungur. Ég sting upp á, að menn láti sér nægja að gera þær kröfur til Hafið pér athugað það, sem skyldi, að þrátt fyrir það þótt aðrar fæðutegundir hafi nú hækkað í verði, og sumar mjðg verulega, þá er Við samanburð á mjólk og öðrum einstök- um fæðutegundum er rétt að hafa hug- fast, að f mjólklnnl er alt samelnað EggjahvitnefMÍ, kolvetnl, fita, sðlt og fjðrefni. verið ofurlítill líkamsgalli á Lúðvíki sextánda. Þar held ég, að enginn geti verið honum sammála síðan Freud leið, ef hann hefði þá verið það. Það væri það sama og að halda því fram, að hin raunverulega or- sök heimsstyrjaldarinnar hafi verið morðið á Ferdinand erki- hertoga, sem frægt er orðið. Þá virðist höfundurinn hafa óþarflega mikla samúð með konungsfjölskyldunni, en get- ur varla fundið nógu fyrirlitleg orð yfir „saumakonurnar,11 — sem fóru til Versala, til þess að sækja konunginn, og höfðu þær þó ekki annað til saka unnið en vera svangar- Höfund- urinn virðist einblína um of á hryðjuverk þau, sem fylgdu stjórnarbyltingunni frönsku, en grillir naumast þá hugsjón, sem að baki hennar lá. Enn- fremur leggur höfundurinn mikla áherzlu á, að hreinsa „mannorð“ Maríu Antoinettu, en hann smjattar á því, að Mirabeau hafi sofið milli tveggja óperusöngkvenna sein- ustu nóttina, sem hann lifir og skal það viðurkennt, að sá heiðursmaður hefði getað valið sér kristilegri dánarbeð. Að öðru leyti er Mirabeau emhver ógleymanlegasta persónan í bókinni. Um þýðinguna er það að segja, að hún er víðasthvar á- gæt. Magnús Magnússon er hinn pennafærasti maður og ritar kjarngóða íslenzku- Því leiðinlegra er það, að rekast á hinar barnalegustu málfræði- villur á dreif um bókina, sem ekki er hægt að flokka undir prentvillur með bezta vilja. — Prentvillur eru ekki margar. Ó- viðkunnanlegt finnst mér að tala um „leyndardóm lokrekkj- unnar.“ Orðið „lokrekkja“. er víst ekki til nema í einni merk- ingu og er fjarri lagi að álíta, að svefnsalir Lúðvíks sextánda hafi verið í nokkurri líkingu við hvílu Þorkels háks. Betra hefði verið að tala um „leynd- ardóm rekkjunnar-“ Þá kann ég ekki heldur við að kalla Versali „nafla verald- arinnar.“ Menn eru minnugir þess, er Magnús Torfason fann „nafla Árnessýslu“ fyrir nokkr- um árum hér einhversstaðar austanfjalls og varð frægur af. Hitt var tilgerðarminna að kalla Versali „miðdepil veraldarinn- ar.“ Það er svo um hverja bók, (Frh. á 4. síðu.) þvílíks vandlætara, sem ryðst fram fyrir aðra til þjófaleitar í húsi náunga síns, að hann gangi ekki stelandi í sjálfri þjófaleit- inni. Hliðstæðar kröfur vil n gera til þeirra, sem kjósa sig að háværum vandlæturam um me'ðferð opinberra fjármuna. Lát- um þá vera úr veik'um reyr í við- skiptum sínum við hið opinbera eins og hverja aðra við tilsvar- andi a'ðstöðu. En mættum við ekki ætlast til, ef þeir taka að sér að líta af bálfu hins opin- bera eftir grandvarleika annarra, einkum ef þeir rækja það með hóflausri tortrygigni, Iíkt og við illræðismenn eina væri að fást, að við það tiltekna starf haldi þeir sér nokkurn veginn í skefj- um og láti undan falla að gera sig þá stundina seka um allar þær ávirðingar, sem þá fiðrar svo eftir að snuðra Uppi í fari annarra? Ég mun nú leggja þenna mæli- kvar'ða á hinn vandlætingarhvata sessunaut minn, eftir að hann af ólíkt meiri óbilgirni hjefir leitazt fyrir um óhlutvendni mina í við- skiptum við hið opinbera, orðið þessa vísari og metið mér til hneisu: Ég leyfði mér þá ósvinnu, að vísu eigandi sæti á alþingi og síudningsmaður ríkisstjómarinn- ar, að sækja um stöðu í starfs- grein minni, stórum verr laun- 'aða en stöðu þá, er ég gegndi áður. Ég keppti um þessa stöðu á opinberam vettvangi, með því að ég neitaði að taka við henni í kyrrþey án þess að hún væri auglýst og nema mér þætti hæfa að kunnium öðrum Umsækjendum, sem þó er til, að mönnum þyki óþarfa hæverska. Ég varð ekki var vi'ð, að stéttarbræður mínir teldu veitinguna tiltakanlegt hneyksli, né heldur hefi ég fengið gran um, að þeim hafi þótt það mjiög ásannast sí'ðar. Laun emb- ænisins, sem að vísu era ósmekk- lega gneidd eins og mörg önn;u'r embættislaun rfkisins vegna úr- eltra launalaga, voru ákveðin lembættinu í tíð fyririennara míns löngu áður en ég tók við því. Því fer svo fjarri, að mér hafi verið veitt nokkur aukin friðindi i launakjömm, að ég hefi þvert á m-óti sjálfur ótilkvaddur gert hvort tveggja: að auka störf mín 0;g lækka laun mín, og óska ég J. P. fyrir hönd ríkisins til ham- ingju, ef hann snuÖrar uppi marga embættismenn, sem sér- staka tilhneigingu hafa til slíks, að ég segi ekki framtak til. Það er rógur einn, að farið hafi verið fram á, að ég lækkaði laun mín frekar, og þar af leiðandi hefi ég ekki heldur færzt undan þvi Ef það þykir hæfa, sem virðist vaka fyrir J. P., að gera landlæknis- embætti'ð að einu lægst launaða læknisstarfi á landinu, mun ég láta það persóculega áfskipta'* laust að öðru leyti en því að taka til athugunar, hvort ég se svo farlama orðinn, að ég taki þá til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.