Alþýðublaðið - 21.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.11.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1939 ALÞÝÐUBLAÐSÐ ALÞYÐUBLADIÐ mrrsTJdRi: F. R. VAM)EMASSSON« í fjarveru hani: SfEFAN PÉTURSS©N. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Iimgangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. pOlí Ritstjórn .(innl. fréttir).; $902: Ritstjóri. |90S: V. S. Vilhjálms (heima). .|ð05: Alþýðuprentsmiðjan. Isper Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ttvarpið oirúss neibi *keytii. EINS ósvífinn og ábyrgðar- laus fréttburður og ríkis- útvarpið leyfði sér á sunnu- dagskvöldið um skeytasending- arnar hingað frá Rússlandi væri áreiðanlega hvergi hugs- anlegur í nálægum löndum. Hjá engri nágrannaþjóð okkar myndi það viðgangast, að rík- isútvarp væri þannig notað til þess að breiða yfir ávirðingar flokks, sem uppvís er að því að starfa í þjónustu erlends stór- veldis á móti sinni eigin þjóð, og reyna að snúa rökstuddri gagnrýni á honum upp í árás á þann, sem hefir leyft sér að stinga á kýlunum. Það er fullkomlega kunn- ugt af blaðafréttunum um þetta mál, áður en ríkisútvarpinu þóknaðist að gera það að umtals efni, um hvað hér er að ræða. Alþýðublaðinu barst í byrjun vikunnar sem leið örugg vit- neskja um það, að Rússar hefðu síðan í ársbyrjun 1938 varið um 160 þúsund krónum fyrir sím- skeyti til kommúnista hér á landi- Meginið af þessum sím- skeytum hefir verið birt í áróð- úrsskyni fyrir Rússland í Þjóð- viljanum. Þessa frétt birti Al- þyðublaðið á miðvikudaginn og bénti á, hve alvarlegt það væri, að hér skuli vera starfandi flokkUr og blað, sem væru studd af erlendu stórveldi með svo stórkostlegum fjárfram- lögum, því engum heilvita manni dettur í hug að hér sé um neitt annað en hreinan og beinan stuðning að ræða^ hvers svo sem Rússar kunna að vænta * sér í staðinn. ÖU aðalblöð bæj- arins tóku þessa frétt upp úr Alþýðublaðinu og voru á einu máli með því um það, hve al- varlegt þetta mál væri fyrir þjóðina. Tímlnn prentaði frétt-. ina meira að segja orðrétta upp úr Alþýðublaðinu. Og Þjóðvilj- inn- treysti sér ekki til þess að mæla í móti að hún væri á rök- um reist, en svaraði að öðru leyti með venjulegum skætingi til Alþýðublaðsins, sem ekkert kom málinu við. I Vísi var fáeinum orðum eytt að því, hvar Alþýðublaðið myndi hafa fengið þessa vit- neskju. En að sjálfsögðu er það algert aukaatriði í málínu, fyrst fréttin var sönn og Þjóðviljinn, sem í hlut átti, varð sjálfur að viðurkenna það. Getgáta var sett fram um það, að heimild Alþýðublaðsins myndi hafa verið skýrsla frá póst- og síma- málastjóra til fjárveitingar- nefndar alþingis. Um það lét Jónas Jónsson, formaður fjár- veitingarnefndar, nokkur orð falla.í Tímanum á laugardag- inn, en viðurkenndi, að þó hann hefði ekki óskað þess, að efni þeirrar skýrslu væri birt, þá hefði sér fundizt, þegar hann sá fréttina í Alþýðublaðinu, að þjóðin hefði einmitt átt sérstak- an rétt á að fá þessa skýrslu. En útvarpsstjóri virðist hafa verið og vera á öðru máli- Því að hann lét útvarpið þegja um þessa frétt syo lengi, sem unnt var, enda þótt honum væri bent á hana og þýðingu hennar þegar á fimmtudag. Strax það er meira en einkennileg fram- koma af hálfu útvarpsstjórans, þótt ekki sé nema með tilliti til þess, hvað útvarpið telur ann- ars í frásögur færandi. En mað- ur getur getið sér þess til, hver orsökin hafi verið, eftir að út- varpið gerði þetta mál að um- talsefni á sunnudagskvöldið á þann hátt, sem hlustendum þess er kunnugt. í gegnum frétt útvarpsins um þetta gekk eins og rauður þráður viðleitnin til þess að breiða yfir það bröt kommún- istaflokksins og blaðs hans, að hafa starfað hér með stórkost- legum fjárframlögum frá er- lendu stórveldi og rekið áróður fyrir það, og læða því inn hjá hlustendunum í staðinn, að Al- þýðublaðið hefði gert sig sekt um eitthvað óheiðarlegt, helzt skjalaþjófnað, með því að birta vitneskju sína um skeytasend- ingarnar- í þessu skyni var rif- inn út úr samhengi og lesinn upp langur kafh úr grein Jón- asar Jónssonar í Tímanum á laugardaginn, en þess vandlega gætt að hætta lestrinum áður en komið var að viðurkenningu hans á því, hve sjálfsagða kröfu þjóðin hefði átt til þess, að fá þá vitneskju um málið, sem Al- þýðublaðið birti. Og til þess að gera hlut hinna rússnesku er- indreka hér sem beztan þótti útvarpinu að endingu nauðsyn- legt að koma skætingi Þjóð- viljans til Alþýðublaðsins á framfæri, enda þótt erfitt væri að sjá, hvað hann kom málinu við. Þannig þoknaðist ríkisút- varpinu, aðalfréttastofnun þjóðarinnar, að skýra frá hin- um alvarlegu og rökstuddu upplýsingum um starfsemi kommúnista hér á landi- Slík þjónústa við flokk, sem starfar hér með fé frá erlendu stórveldi að áróðri fyrir það, er syo mikið hneyksli, að það ætti að kösta útvarpsstjórann stöðuna, nema því aðeins að trygging fengist fyrir því, að slíkt kæmi aldrei fyrir aftur. En það er ekki í fyrsta sinn, sem útvarpið hefir þannigverið notað fyrir komm- únista hér, enda er það kunn- ugt, að við útvarpið starfa með fullri vitund útvarpsstjórans fleiri en einn kommúnisti — og hann sjálfur virðist standa grunsamlega nærri þeim — og geta menn, jafnvel þótt þeir vissu það ekki áf mörgúm dæmum úr fréttaburði útvarps- ins, gert sér í hugarlund af Öll- um vinnubrögðum þeirra ann- Aiptngl i g»iM Frnmvarp f (S riKlSÍDS HD enganvhBDskðli amálanefnd. Stetnt er að almennrl peg|ii^kyldn¥lnnii segir i greinargerð fyrir frumvarpinn. A UNDANFÖRNUM ÁRUM hefir mildð verið rætt ura ^*- hvað gera skuli til hjálpar atvinnulausura unglingum og margar tillögur hafa koraið fram um það. Tvær merkar tilraunir hafa verið gerðar í þessa átt. Um það leyti sem Haraldur Guðmundsson varð atvinnu- málaráðherra setti hann á fót með samvinnu við Reykja- víkurbæ starfsemi fyrir atvinnulausa unglinga og er þessi starfsemi enn rekin. Þessi starfsemi hefir átt mjög miklum vinsældum að fagna og hefir verið mikil þátttaka í henni. Er hún rekin hvort tveggja í senn, sem atvinnubót og nám- skóli, þannig að þátttakendur eru uppteknir við hana næst- um allan daginn. Hefir starfsemin verið rekin undanfarin ár frá því í nóvember og fram í mars. Þetta fyrirkomulag hefir gefist vel. Þá er vinnuskóli Ludvigs Guðmundssonar, sem starfræktur hefir vferið í tvö sumur. Erlendis, sérstaklega á Norðurlöndum hafa verið stofnaðir margir vinnuskólar, en hér hafa þeir aðeins verið á tilr aunastigi* Nú hefir menntamálanefnd alþingis borið fram frumvarp um stofnun almenns vinnuskóla ríkisins. Er frumvarpið flutt að til- hlutun forsætisráðherra, en undirbúning^ þess hefir Lúðvig Guð- mundsson annast að mestu leyti. , Frumvarp þetta er allmerki- legt, hvort sem menn eru sam- mála því að öllu leyti eða ekki. Málið var til fyrstu umræðu í neðri deild í gær- Bjarni Bjarna son hafði framsögu og talaði nokkuð um frumvarpið, en síð- an var því vísað til annarrar umræðu. Aðalefni frumvarpsins er eft- irfarándi: ars staðar, hvort þeir muni ekki reyna að nota sér þá aðstöðu sína. Slíkt ástand við útvarpið er ekki viðunandi lengur fyrir þjóðina. Þar verður að taka í taumana- Ríkisstjórninni er heimilt að láta starfrækja vinnuskóla fyrir unga menn, og nefnást skólar þessir einu nafni hinn almenni vinnuskóli ríkisins. Tilgangur starfseminnar er: a) að veita þátttakendum heil- brigt vinnuuppeldi, leiðbeina þeim í vinnutækni og veita þeim fræðslu um almenn lög- mál vinnunnar, b) að venja þa á stundvísi, hirðusemi og aga, c) að efla líkamshreysti þeirra með heilnæmu viðurværi, ein- faldri aðbúð og iðkunum í- þrótta, d) að glæða með þeim áhuga og skilning á félagslífi og samstarfi, og e) að vekja með þeim starfslöngun og virðingu fyrir vinnunni. Fræðslumálastj órnin hef ir yfirstjórn skólanna.. og tekur sér til aðstoðar búnaðarmála- stjóra, skógræktarstjóra * og aðra þá, er ætla má, að bezt skyn beri á verkefni þau, sém skólunum eru valin í hvert sinn- Aðeins þjóðnytjaverk. Framkvæmdir vinnuskóla. skulu vera þjóðnytjaverk, svo sem: Nýbýlaræktun. Fyrir- hleðslur og áveitur. Skógrækt. Sandgræðsla. Lendingarbætur fyrir báta í litlum kauptúnum eða verstöðvum, sem ekki geta staðið straum af slíkum fram- ' kvæmdum. Lendingarbætur fyrir flugvélar, einkum í kaup- túnum og sveitum. Fjallvegir milli héraða og ferðamanna- leiðir til afskekktra, fagurra og skemmtilegra staða. íþrótta- svæði, sólskýli, sundlaugar og lögun á sjávarströnd, til sund- iðkana nálægt kaupstöðum, kauptúnum, öðru þéttbýli og sumargististöðum. Vernd og. viðhald náttúruminja og forhra mannvirkja. Aðstoð við vís- indalegar rannsóknir - rann-?> sóknarleiðangra, fyrst og fremst í þágu atvinnuveganna; en einnig þegar um er að ræða hvers konar rannsóknir á eðli landsins og íbúa þess, svo sem rannsóknir í landafræði, veður- fræði, dýrafræði, mannfræði, heilbrigðisfræði, einnig forn- leifarannsóknir o. s. frv. Hvers konar almenn hjálparstarfsemi, sem þörf er á végna hættu eðá (Frh. á 4, síðu.) pakka éð gegna því. Skylt er mér a& viðurkenna pað, er J. P. gefst t|pjp á áð finna því stað, að ég háfl notað pólitíska aðstöðu mína friemiur en nú var greint mér til atvinnuaukningar og tekna, læt- tir hann farast fyrir að ljúga í páð skarð. Og er þess getanday seih gert er. Við hinu er ekki að búást, að hann taki fram í þessu sambandi, að ég hafi ekki reýnzt háskalegur dragbítur á þáu skattalagaákvæði, sem stýfa rækilega háar launagreiðshir og er hin virkasta ráðstöfun til al- mennrar launajöfmunar, eins og þeim málum er háttað hér á landi. Mér skilst, að vandlætimg J. P. um fjíármálaöreibu i sambanii við opinbera starfrækslu beinist að þessum atriðum: 1) Menn nota sér pólitiska áð- stöðu sína til að krækja sér ó- yerðugir í launuð opinber störf, sérn hann kallar einu nafni bit- iinga og er hrópyrði. •?) Opinberir starfsmenn láta margborga sér vinnu sina, sem þeir rækja illa, hrúga utan um sig óþörfu starfsliði, einkum skip- U&u vinum og venzlafóM, unz fiisið er upp skrifstofubákn um hvern hégóma. Þeir skirrast jafn- vel ekki við að taka þjáfshendi opinbert fé til gjafa, skemmíi- ferða og veizluhalda og hirða aldrei, til hvers kostnaðar óspil- un- þeirrai leiðir fyrir hið opin- b»ra. i^iv! 3) Allt þetta veldur síðan sí- hækkandi kostnaði við ríkisbú- skapinn og siðlausum umfram- greiðslum á ríkisreikninjgium, unz ríkisgjaldþrot er yfirvofandi eða ðwmflýjanlegt. Ýmsu þessu má að sjálfsögðu finna stað og einstök dæmi. Tök- um J. P. sjálfan. Verum nær- gætnir við hann og finnum okkur e,kki til, að hann, bitlingahatar- inn, lætur það ekki á sig fá, að haran vcit ekki, hvað er upp eða n'iður, aftur eða fram á reikningi, en potar sér í fjárveitinganefnd og fram fyrir kunnáttumenn til að endurskoða ríkisreikningana, hælir sér e,nn í bitling og er aó vísu byrjandi, en þegar orðinn einna efnilegastur í kapphlaup- iinu. Þetta er allt rétta megin við lágmarkskrofu'na. Hitt er verra fyri* hann, en öðrum til gamans, að jafnvel hana stenzt hann ekki. Fyrir endurskoðun ríkisreikn- inganna ber honum 1250 kr. gneiðsla samkvæmt ákvæðum fjárlaga, hvorki meira né minna. Hér er um ákvæðisvinnu að ræða. Fyrir þessa fastákveðnu greiðslu tekur hann að sér að rýna í, að fylgt sé sem allra bezt fjár- lögunum, lætur hendur standa frarn úr ermum og refsar á báðar hendur. Umframgrei'ðsilur mega alls ekki eiga sér staðí Þegar loki'Ö-e.r þeirri upphæð, sém áætl- uð hefir verið til matar sjúkling- Um á ríkisspitölunum, á áð hætta &t> jpefa þ©im að borða, það'sem eftir er af árinu — þó að það væri í ¦október! Mundi nú ekki mega ætlast tíi, að haan gætti. vandiega síns liðar og einmitt þessa liðar: fastrar þóknunar, sem hann ræður sig fyrir til að vanda um við aðra — tilað svívirða þá, ef þeim tekst ekki að tóta hinn vandséðasta rekstur standa- í iárnum yið löngu á- kveðnar áætlunaíupphæðir fjár- laganna. En gerir hann það? Sér hann um, að hann~fari ekki- fram úir áætlun? Nei! Ekki aldeilis! Ef guðs blessun hefir nokkurn tíma fylgt muinnbita, hefir hún fýlgt þessum 1250 kr. bita J. P. Það er ný útgáfa af kraftaverka- söigunni um fimm brauðin ög fiskana tvo — með þeim skils- mun, að sá kleppur fylgir ekki fyrri sögunni, að þar greint kraftaverk hafi leitt af sér aðrar eins Umframgreiðslur á ríkisreikn- ingunjnm. í Gýðingalandi og séð er, að kraftaverk J. P. gerir hér. Er það fyrst að greina, að J. P. klígjar ekki við að láta gœiða sér í heimildarleysi fjárlaganna 400 kr. eða 32<ýo uppbót á þókn- unina og mun kalla ferðakostnað norðan frá Akri, en verður ekki að leyfilegra. Hugsum okkur því- líkar uppbætur á skáldastyrkina, sem nákvæmliejga sama máli gegnir um. Mér er annars tjáð, að prívatbíll f rá Reykiavík norður þangað og tii baka aftur kosti liðlega 100 kr., og hefir hann eftir því ekki stabizt fylljleiga bostnab- ion af að hafa tvo til reiðar í tvær reisur. En að vísu mun hann hafa getað notað sömu ferðina til annars bitlingastarfs, sem rækja mátti með hinu, og sá erill ekki látinn með öllu ólaunaður, enda ekki blakað hendinni á móti. Tvisvar þarf hann og að fara á hinu sama ári til alþinigis á opin- beran kostnað. Deilist slíkur mað- ur víða tii ferðalaga á stiuttum tíma, og þarf mikla útsjón til, að þeim slái ekki saman. Þetta voiu braubin, en nú eru fiskarnir eftir. Utan um þetta ve- sæla 1250 kr. endurskoðunarstarf, sem alþjób er nú kunnugt, af bve mikilli þekkingu og vand- virkni hefir verib rækt, hefir J. P. veriö svo farsæll að lát asér takast að hlaða mikilli starf- rækslu og stofna til hennar nýja opinbera skrifstofu, en á henni hafa unnið meira og minna í sumar ekki færri en samtals fimm efldir menn. Var sú átylla fundin til, að fjárveitinganefndin hafði viljað láta semja nákvæma skrá yfir. launþega ríkisins og greiðslur til þeirra. Mátti vita- skuld gera þetta á þehn ríkis- ákrifstofumi, sem fyrir voru, og meb sáralitlum aukakostinaði. Þarf ekki um a ð geta, að til þessarar atvinnubótavinniu J. P. er elcki ætlaður éinn eyrir á fjár- lögum, ekki einu sinni, að haft væri fyrir því að bera málið upp í fjárveitinganefndinni, hváð þá að leitað væri heimildar. alþingis, sem eitt hafði 01di. Er hér skák- að í því hróksvaldi umburðar- lyndisins, að ekki verði sakazt um orðinn hlut og allt samþykkt og greitt eftir á. Um mannval á þessa skrifstofu J. P. kann ég fátt að segja. Með vissu var þar einn sveitungi hans, en ekki hefi ég rakið saman ættir þeirra. Um vinnubrögbin visa ég til ríkisbókhaldsins. Þar segja þeir þá söigu betur en ég, ef ekki hittir svo á þá, að þeir séu orblausir yfir, sem vel getur komib fyrir. Miklu ritverki var skilab til prentunar samkvæmt sömu heimildum og annab, en fljótlega kippt aftur og ab svo stöddu tæplega reynzt prent- hæft fyrir hvers konar lokleys- ur, að vlsu ékki síður vantal en oftal. Fara af því ýmsar fregn- ir, og færi betur, að það væri miklu betur en óunnib. Hefi ég fyrir satt, að á fundi í fjárveitinganefndinni hafi nýiega af hendingu verið sannprófaðar upplýsingar handritsins um launagreiðslur til þriggja embætt- ismanna og munað 2000 kr. á einuim. 3000 kr. á öðrum og 5000 kr. á hinum þriðja. Er þá mælt, að J. P. hafi skundað út, án þess þó að grýta nokkru á gólfið, en llklega hefir Alþingishússgarður- inn með hinum þénugu trjám verið lokabur, því ab sést hefir hann á kreiki síban. Til þess ab allt sé fullkomnað eftir fiorskrift spillingarinnar og ritningum kraftaverkanna er nú risnunnar einnar. vant. En jafnvel hún lætur si^r ekki. án vitnjs- burðar. Hér á diögunum voru leystar landfestar á stærsta rikis- skipinu, því síðari „navígerað" á hringsbli hér um liöfnina, líkt og þegar drehgir , fleyta skeiíum á polli, þbtti annarlegt háttelag og vakti almenna athygli. En hvað muindu menn ekki hafa s'agt, ,ef peir hefðu vitað, að svo hét sem fjárveitiinganefnd alþingis — nefnd J. P. — stæði fyrir sigl- ingunni, áreiðanlega hin ósjóað- lásta nefnd í öllu þinginu og ekki vitað, að hún legði stund á út- gerð eða ætti nokkur umráð rík- isskipanna. Og aö vísu mun nefndin hafa verib álífea við þetta riðin og skrifstofuhald það, er ab ofan greinir. Var hér raunar mikib bob inni og hofbihglegar veitingar áfengra drykkja 'iog annarra krása. Og svo einkenni- lega vikii til, að þar bar einna mest á herra skrifstofustjéra J. P. vib ræðuhöld og alla risnu. Gerði hann ýmist að dilla eyrum; manna með sinni munaðarljúfu rödd eðalyfta glasi til bobsgest- . anna með hýru brosi, svo sem. væri hann magister bibendi höfs- íns. Ollumi þingmönnum hafði náðarsamlegast verið bbbið meb konum sfnum', og varð sam- göngumálarábherrann meðal ann- arra fyrir þeirri náð. En að visu mun hann hafa verib vant við **. á á. 3É*Ö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.