Alþýðublaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGTl R !!. NðV. 1939 ALÞYDUBLADID Eftlrllt með sveltarfélðgnm. ---4-- Merkilegt og ítarlegt frv. uiri það er nú komið fram á alþingi. EIR Ásgeir Ásgeirsson * og Finnin- Jónsson flytja í neðri deiJd frumvarp til laga um eftirlit með sveit- arfélögum, en mr.ð því er átt við öll hreppsfélög og bæjar- félög. Er frumvar}) þetta allmik- ill bálkur og er það undtrbú- . ið og samið að íiJhlutun fé- lagsmálaráðuneyiisins af Jónasi Guðmundssyni., eftir- litsmanni sveitaritjórnaimál- efna. Hann hefir í allt sumar kynnt sér þesst mál mjög gaumgæfilega. fyrst og fremst hér á laru.li, og auk þess í Noregi, ei: þar var um skeið líkt ástalt eg er m'i um mörg sveita- og bæjarfélög hér á landi, og hr-Jiv Álþýðu- blaðið áður tvisvar sinnum birt viðtal við hann um |)essi niál. Starfssvið efiirlUsmannsins. Vitantega er eldc hægt í stuttri b’aðagrein að skýra nákvæmlega frá efni pessa frumvaxps. Pað er í 5 köfium. 2. lcafli þess fjallar aðallega um sturfssvið eftirlits- mannsins. Þar segir m. a.: Félagsmálaráð utk >. y ti'ð hefir á hendi söfnun allra skýrslna, er snerta málefni sýsla- og sveitar- félaga. Sama ráðuneyii afnar upplýs- ingum um fjárhag allra bæjar-, sýslu- og hœppsféíaga landsins, svo fyrir liggi á liverjum tíma svo glögg vitneskja sem auðið er um fjárhag þeirra. Álifs eftirlitsmanns sveitar- stjórnarmálefna sf.al leitað um öll málefni sveilaríélaga. Félags- má’aráðuneytið geiiu' falið eftir- litsmanni sveitarsljóniarmálefna fullnaðarafgreiðslu jteirra mála, sem ráðuneytið 1elur sig ekki purfa að hafa bcin afskipti af. ÁUts og tillagna eftirlitsnmnns skal sérstaklega leilað um skipt- ingu og úthlutun á pví fé, sem árlega er veitt í fjáiiöigum til atvinnubóta. Ef iirlitsmanni s veitarstjó rnar- málefna er skylt að veiía sveitar- stjórnum pá aðstoð og ráðlegg- ingar, er hann gelur peim í té iátið. Eflirlitsmaður sveitarstjórnar- málefna annast úlreikninga á jöfnunarfé pví, scm iiæjurii og hneppum er greitt samkv. I. nr. 69/1937, um tekjur bæjar- og sveitarfélaga. Hann hefir umsjón með pví, að jöfnunarfénu sé var- ið svo sem lög mæla fyriij. Eftirlitsmaður sveitarstjórnar- málefna skal afla sér glöggs yfir- lits urn skuldir sveitarfélaganna og viðsíkipti peirra við iánsstofn- anir, ríkissjóð eða opinbera sjóði og opinberar stofnanir, og skipti peirra ,sín á milli, og reyna svo sem föng eru á að koma pví til leiöar, að pau standi í skilum með skuidbindingar sínar og halda peim til skilsemi á pann Jiátt, er í hans valdi stendur. Ef sveitarfélag vanrældr fjár- hagsskuldbindingar sínar gagn- vart opinberum sjóðum, og pað lætur sér eigi ségjast við gefnar áminningar eftirlitsmanns, er hon- um skylt að gera tillögur til ráð- herra um, að ákvæðum um að setja megi sveitarfélög undir eft- lit, verði beitt gagnvert sveitar- félaginu. Um fjárþröng sveitarfélaga. Þriðji kaflinn fjallar um hvern- ig veita skuli sveitarfélagi, sem er í fjárpröng, aðstoð. Þar segir m. a.: Sveitarfélagi, sem er í svo mik- illi fjárpröng, að pað telur sér ekki fært að standa 1 skilum, her að snúa sér til féla,gsmálaráðu- neytisins um aðstoð. Beiðni um aðstoð skal hafa legið fyrir til umræðu í bæjar- stjórn eða hreppsnefnd og skulu hafa farið fram um hana tvær umræður. Eftirlitsmaður sveitarstjórnar- málefna skal kynna sér nákvæm- lega allan hag bæjar- eÖa hrepps- íélagsins og athuga í samráði við sveitarstjórn, hvort fjárhagsörð- ugleikum, verði af létt með pví að draga úr gjöldum eða auka tekjur eða hvort tveggja. Telji eftirlitsmaður pað fært án pess að vanræktar séu skyldur sveitar- félagsins eða íbúum pess ípyngt um of, skal hann bera máliÖ und- ir sveitarstjórn og síðan senda ráðherra tillögur sínar. Nú verður ekki bót ráðin á fjárhagsörðugleikum sveitarfélags með peim hætti, sem segir að framan, og skal pá eftirlitsmaður reyna að koma á samkomulagi milli sveitarstiórnar og skuld- fieimtumanna sveitarfélagsins um greiðslu skulda með eða án greiðslufrests og með eða án eft- irgjafar eða vaxtalækkunar. Nú næst ekki samkomulag, og skal eftirlitsmaður pá láta fjirta prisvatr í Jjögbirtinga- blaðinu áskorun til allra peirra, sem fjárkröfur eiga á sveitarfé- lagið, par með taldar ábyrgðir, um að lýsa kröfum sínum fyrir honum. Sé ekki lýst öllum peim kröfu- um, sem sveitarstjórn hefir til- fært sem skuldir sveitarféiagsins, skal sannprófa, hvort framtal hennar er rétt. Að innköllunarfresti liðnum skal eftirlitsmaður, svo fljótt sem pvl verður við komið, semja frumvarp til skuldaskila fyrir sveitarfélagið. Þegar eftir að samningsuppkast pað er fullsamið, sem að frarnan getur, akal eftirlitsmaður tilkynna pað öllum peim lánardrottnum, er kröfu hafa lýst, og boða pá á fund með hæfilegum fyrirvara. Samtimis skal sveitarstjóm við- komandi sveitarfélags tilkynnt efni samningsins. Telji eftiriitsimaður, að fengn- uim öllum upplýsingum, nauðsyn- Iegt að fá samningum um veð- tryggð lán sveitarfélaga breytt hvað vaxtakjör og greiðslutíma snertir, og ennfremur að eftir- gjöf fáist að meira eða minna leyti á veðtryggðum og óveð- tryggðum skuldum sveitarféiags eða lánum, sem sérstök ábyrgð er fyrir, getur eftirlitsmaður gert pað að skiiyrði fyrir stuðningi samRvæmt lögum pessum, að pær breytingar fáist á peim lán- um, sem eftirlitsmaður telur nauðsynlegar til pess, að fram- búðarlausn fáist á skuldamálum sveitarfélagsins. Á skuldheimtumannafundi peim, er að framan getur, skal eftirlits- maður leggja fram samnings- frumvarp, svo og efnahagsreikn- ing sveitarfélagsins og áætlun um tekjur pess og gjöld, er eftirlits- maður hefir samið og lögð hefir verið fyrir sveitarstjórn til álita. Hljóti frumvarpið atkvæði svo margra Sikuldheimtumanna, að peir hafi ráð yfir meira en helm- fng fjárhæðar peirra krafna, er samningum er ætlað að ná til, hefir eftirlitsmaður heimild til að lýsa pví yfir, að afgreiðsla pess sé fyrst um sinn bindandi, einnig fyrir pá skuldheimtumenn, er greitt hafa atkvæði móti pví eða eigi mætt á fundi. Leysir pað pá sveitarfélagið undan skyldlu til að greiða pann hundra'ðshluta hverrar samningskröfu, sem Und- an er skilin í samningnum. Nú er samningur sampykktiur á skuldheimtiumannafundi, og skal hann pá, svo fljótt sem veröa má, lagður fyrir ráðherra til staðfestingar. Hljóti samning- U'rinn staðfestingu ráðherra, er hann bindandi fyrir alla, er hlut eiga að máli. Eftirlitsmaður skal pví næst sjá um, að gengið verði frá nýjum lánsskjiölum og að breytingar, er gerðar hafa verið á veðlánum og öðrtun lánium sveitarfélaga, verði rétt færðar upp í nýju efna- hagsyfirliti sveitarfélagsins, er hann semur og afhendir sveitar- stjóm. Samningurinn hefir engin áhrif á pær kröfur, er hér greiinir: 1. Skuidir tryggðar með fast- eiignaveði, pó pví að eins, að skuldampphæð nemi eigi meim en verðmæti veðsins. Sé skuldin hærri en verðmæti veðsins sam- kvæmt mati, er fyrir liggur við samningsgerðina, framkvæmdu af dómkvöddum mönnum, ná samn- ingar til pess hluta skuldarinnar, sem fer fram úr verði veðsins. 2. Skuldir tryggðár með hand- veði. Gildir að öllu hið sama um pær og hinar. 3. Forgangskröfur samkv. 8. kap. skiptalaganna að pví leyti, sem við getuir átt. 4- Skuldir tryggðar með sjálfs- vörzluveði í lausafé. Um pær gildir sama og pær, sem taldax eru undir 1. lið. Ráðherra er heimilt að ákveða, að verja megi úr jöfnunarsjóði bæjar- og sveitarfélaga árlega, meðan þess er þörf, allt að 100 þúsund krónium til þess að greiða fyrir skuldaskilum illa stæðra sveitarfélaga. Nú leitar sveitarfélag, sem rík- issjóÖur hefir tekizt á hendur á- byrgð fyrir, aðstoðar samkvæmt löiguim pessum, og er pá ríkis- stjórninni heimilt að ákveða: 1. Að vextir og afborganir, sem ríkissjóður hefir lagt út vegna sveitarfélagsins, skuli gefir eftir að einhveriu eða öllu leytpij. 2. Að veita sveitarfélögum und- anpágu frá greiðslum vaxta og, afborgana annarshvors eða hvors- tveggja tiltekinn tíma, af lánum, sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir. 3. Að taka að sér svo mikið af láni sveitarfélags, sem ríkissjóður jer í ábyrgð fyrir, sem nauðsyn krefur, til pess að sveitarfélagið komist á fjárhagslega tryggan grundvöll. 4. Að heimila stjórn kreppu- lánasjóðs bæjar- og sveitarfélaga að veita eftirgjafir á lánum sveit- larféliaga í \ peilm sjóiðfilf ef pess er talin pörf, og taki pá ríkissjóður að sér greiðslu pess hluta árstillags sveitarfélagsins tii kreppulánasjóðs, sem njður verða felldar. 5- Að heimila stjórn bjargráða- sjóðs íslands að gefa eftir vexti og afborganir lána um ákveðinn tima, eða fella lán að fullu niður hjá peim sjóði. 6. Að gefa eftir veðrétt, er rik- issjóður hefir í eign eða eignum sveitarféiags. Eiga ákvæði 1.—3. liðar jafnt við um innlend sem erlend lán, er sveitarfélag hefir tekið og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir. Sýslunefnd getur ákveðið, ef fjárhagur sýslufélagsins er mjög erfiður, að leita aðstoðar sam- kvæmt pessum kafla laganna, og fer par um að öllu leyti eins og segir um sveitarstjérnir og sveit- arfélög, og kemur pá alls staðar sýslunefnd fram í stað sveitar- stjórnar, að pvf er við getur átt- Setja má sveitarlélög undir eftirlit. Fjórði kaflinn fjallar um pað, hvernig setja megi sveitarfélag, sem komið er að gjaldproti, undir opinbert eftirlit. I kaflanum segir m. a.: Ráðherra getur ákveðið, að sveitarfélag skuli sett lundir eftir- lít, ef pað vanrækir fjárhagslegar skuldbindingar sínar, éða ef pess af öðrum sökum pykir purfa vegna fjárhags sveitarfé’agsins eða vegna hagsmuna peirra, er kröfur eiga á hendur pví. Sá, er skuldakröfu á eða eign- ast á hendur sveitarfélagi, getur krafist pess, að sveitarfélagið sé sett undir eftirlit, ef fyrir hendi eru eftirfarandi ástæður: a. Bankar og aðrar viðurkennd- ar lánsstofnanir geta krafizt pess, að sveiíarfélag sé tekið undir eftirlit, ef skuld sveitarfélags við lánsstofnunina hefir verið í van- skilum 6 mánuði eða lengur, enda hafi sveitarfélagið á peim tíma verið krafið um skuldina eða tilkynnt, að hún væri fallin í gjalddaga. b. Einstaklingar, félög, stofn- anir, önnur sveitarfélög og aðrir, sem ekki geta talizt heyra undir a-lið pessarar greinar, geta kraf- izt pess, er peir hafa fengið dóm eða úrskurð sjjórnarvalda fyrir kröfu á hendur sveitarfélaginu, ef ikrafan er ekki greidd eða um hana igerður nýr samningur fyrir aðfarardag, enda hafi dómi eða úrskurði ekki verið áfrýjað. Ákvæði pessi taka einnig til skuldbindinga fyrirtækja og stofn- ana, er sveitarfélag eða sveitar- félög reka, eða rekin eru á veg- um peirra, annara en atvinnufyr- irtækja, pó aðskilinn fjárhag hafi. Kröfur um eftirlit sikal bera fram við skiptaréttinn, sem fellir úrskUrð um pað, hvort skilyrði pau, er að framan greinir, eru fyrir hendi. Áður en úrskurður er upp kveðinn, skai rétturinn láta birta kröfuna fyrir oddvita bæjar- eða sveitarfélagsins með áritun um frest til andsvara. Ákveöa skal minnst mánaðarfrest frá birtingu. Rétturinn leitar frekari úmsagnar og Upplýsinga, eftir pví sem honum pykir purfa. Nú hefir ráðherra ákveðið, að sveitarfélag skuli sett un-dir eftir- lit samkvæmt framansögðu, oig skal pað tilkynnt með auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu, og telst eftirlit hafið frá peim degi. Eftir- litsmaður sveitarstjórnarmálefna befir eftirlitið á hendi. Bæjarstjórnir og hreppsnefndir halda áfram að fara með mál sveitarfélags sins meðan pað er undir eftirliti. Þegar búið er að setja sveit- arfélag undir eftirlit, getur ráð- herra ákveðið, að öll fjármál sveitarfélagsins skuli háð sam- pykki eftirlitsmanns sveitarstjórn- armálefna. Getur eftirlitsmáður pá, ef ekki næst samkomulag um meðferð fjármála sveitarfélagsins milli eftirlitsmanns og sveitar- stjórnar, tekið í sínar hendur inn- heimtu allra tekha, og yfir í hans hendur færist pá rétturinn til að ávísa fé úr sveitarsjóði og skuld- binda 'sveitarfélagið á annan hátt fjárhagslega. Hann hefir og úr- skurðarvald um pað, hvenær og hvernig niðuirjöfnun útsvara fer fram, og um notkun annara tekju stofna, er sveitarfélagið hefir. Þegar sveitarfélag hefir verið sett undir eftiriit og fjárhagur pess hefir verið athugaður af eft- irlitsmanni og athugasemdir hans gerðar sveitarstjóm kunnar, skal sveitarstjóm semja fjárhagsáætl- Un fyrir sveitarfélagið fyrir til- tekið tímabil, sem pó má eigi lengra vera en hálft annað ár. Nú telur eftirlitsmaður, að tekj- ur sveitarféiags samkvæint fjár- hagsáætlun hrökkvi ekki til að standast útgjöldin, og er ráðherra pá heimilt að ákveða, að sveitar- fé'aginu skul ileyft að nota tekju- Frh. á 3. síðu. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnlii á Bonnty. 123 Karl ísfeld íslenzkaði. virtist ekki hafa misst kjarkinn þessi tvö ár, sem hann hafði setið í stofufanglsi- — Johnson majór! Hamingjan góða! Það ætti að leiða manninn út og skjóta hann Og um McArthur er það að segja, að ég vissi, hvern mann hann hafði að geyma, strax og ég sá hann. En að þér skulið hafa slíka sauði umhverfis yður. Nei, ég hefi komizt að raun um, hvers konar menn þið eruð. Þið hafið fengið fimn þúsund ekrur af bezta landrýminu, en þið skuluð ekki fá að halda því, það veit hamingjan. — Ég hefi fengið landið samkvæmt leyfi utanríkisráðherrans, svaraði McArthur kuldalcga. — Fjandinn hirði utanríkisráðherrann, konunginn og þá alla saman- Hvað koma þeir mér við. Aftur heyrði ég djúpa, rólega rödd landstjórans. en Bligh greip fram í fyrir honum: — Sydney? Það er óþrifahola. Hvergi í heiminum er jafnsvívirðilegum þorpurum fyrir kom- ið! Nýlendumennirnir! Þeir eru verri en hegningarfangar, úr- hrök veraldarinnar. Þér vitið, að ég er vanur að sýna samúð og miskunnsemi, en slíkt kemur ekki að neinu haldi hér! Það verður að stjórna með járnaga. Það þarf að gera þá hrædda! Stólnm var ýtt til liliðar og dyrnar voru opnaðar. Feitlag- inn, ruddalegur maður í skipstjórabúningi kom. í dyrnar. Hann var eldrauður 1 framan af bræði. Án þess að líta við mér strunsaði haim til dyra- Aðstoðarmaðurinn stökk á fætur og flýtti sér að opna dyrnar. Bligh skipstjóri leit ekki við manninum og þakkaði honum ekki fyrir. í sömu andránni var hann horfinn. Hinn þreytulegi, ungi aðstoðarmaður lok- aði dyrunum, sneri sér að mér og brosti dauflega: — Ham- ingjunni sé lof, tautaði hann- Við komum auga á Tahiti morgun einn í byrjun apríl, þeg- ar við komum norður fyrir Eimeo fyrir góðum suðvestanbyr. En vindurinn varð austlægur, þegar við nálguðumst land, og við vorum allan daginn að reyna að komast til Matavai-fló- ans. Liðsforinginn minn, Cobden, hefir sennilega vitað, hvern- ig mér var innan brjósts, því að hann og stýrimaðurinn minn sáu um það, að ég yrði ekki ónáðaður- Sambandið við Tahiti var mjög lélegt á þessum árum. Ekki í eitt einasta skipti frá því ég faðmaði Tehani að mér í sjúkra- klefanum á Pandora fyrir tuttugu árum, hafði ég frétt nokk- uð frá Tehani eða dóttur minni. Árið 1716 hafði ég komizt á snoðir um það, að Duff ætlaði að fara til Tahiti með trúboða- Ég hafði reynt að komast í kynni við einn af þessum ágætu mönnum og hann lofaði því að finna Tehani og barnið og gera mér orð um það, hvernig þeim liði, þegar hann kæmi aftur til Englands. En ég hafði ekkert bréf fengið. í Port Jackson hafði ég hitt og talað við nokkra af þessum trúboð- um. Ég hafði skýrt þeim frá því, að ég hefði fengið skipun um að fara til Tahiti og gera skýrslu um ástandið þar- Frá- sagnir þeirra um landið voru hinar hörmulegustu. Trúboð- arnir höfðu álitið, að lífi sínu, kvenna sinna og barna væri hætta búin þar- Þeir höfðu. því stigið um borð í skip, sem af tilviljun lá við akkeri í Matavai-flóanum, og höfðu farið með þessu skipi til Port Jackson. Þeir höfðu dvalið í tólf ár á Ta- hiti og lært málið. Þeir sögðu, að orðabókin mín hefði orðið sér að miklum notum, og boðað fagnaðarerindið af kappi. En samt sem áður hafði enginn snúið frá villu síns vegar. Styrj- aldir og sjúkdómar þeir, sem Evrópumenn höfðu borið með sér, höfðu eytt fjórum fimmtu íbúanna. Framtíð eyjarskeggja virtist allt annað en glæsileg- Enginn trúboðanna hafði nokkru sinni heyrt minzt á Tehani. Þeir höfðu ekki heldur komið til Tairapu, þar sem ég áleit, að hún hlyti að eiga heima. Þegar skip mitt nálgaðist land, blasti við mér grænn gróð- urinn á Tahiti, sem ég mundi svo vel eftir. Það var erfitt að trúa því, að sjúkdómar og styrjaldir hefðu geisað í þessu landi. svo að íbúarnir væru nærri því útdauðir, Margar minningar liðu um huga minn, þegar Point Venus kom í ljós. Því næst sá ég One Tree Hill og að lokum Dolphin Bank í bleikrauðum bjarma- Beint á móti Dolphin Bank lá litli hólminn Motu Au, beint fyrir framan hús Hitihitis. Rétt hjá sá ég skuggsæla lundinn hans Stewarts og skammt þaðan var mynni litla dalsins, þar sem Morrison og Millward bjuggu hjá Ponio. Og örskammt þaðan sá ég fljótsmynnið, þar sem ég hafði fyrst talað við Tehani. Ég var aðeins fertugur að aldri, grófgerður sjómaður í fuílu fjöri — en þegar ég sigldi gegnum þetta gamalkunna sund, varð ég var tilfinningar, sem aðeins gamlir menn skynja, þegar þeir hafa lifað of lengi. Mér fundust margar aldir vera liðnar, frá því ég sá síðast þetta land, sem nú blasti við sjónum mínum- Ég kveið fyrir því að stíga á land. Þegar við vörpuðum akkerum, vakti það strax athygli mína, að enginn bátur kom út að skipinu. Aðeins fáeinir menn sáust á ströndinni. Þeir horfðu á okkur og virtust fjarhuga, og þeir voru mörgum sinnum færri en þeir, sem í gamla daga voru vanir að flykkjast niður á ströndina, þegar skip kom að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.