Alþýðublaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1939 ALÞVÐUBLAÐI0 —— ------------------— ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru han>: STEFÁN PÉTURSSON. AFQREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i----------:-------------• ENGINN mun neita því, að það hljóti að vera erfitt verk fyrir alþingi, að ganga frá fjárlögunum í þetta sinn. Það má telja víst, að margir út- gjaldaliðir þess oþinbera hækki verulega og nýir bætist við af völdum stríðsins og þeirra vandræða, dýrtíðar og atvinnu- ‘ leysis, sem það hefir í för með sér, en hitt er miklu erfiðara að sjá fyrir, hversu miklar tekj- urnar reynast af núverandi tekjustofnum ríkisins undir þeim skilyrðum, sem nú eru að skapast. Blöðum Sjálfstæðisflokksins hefir að vísu ekki orðið mikið fyrir að leysa úr þessum vanda — á pappírnum. Þau hafa, á sama tíma og nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa talið nauðsynlegt að stórauka fjárframlög til opinberra fram- kvæmda í því skyni að mæta érfiðleikum stríðsins, boðað okkur hér heima sparnað á fjár- lögunum, niðurskurð á fjár- framlögum til opinberra fram- kvæmda, sem allra meina bót. í heilabúi fjármálaspekinganna við Vísi og Morgunblaðið virð- ist það vera algert aukaatriði, hvort atvinnuleysi og neyð af völdum stríðsins skapar öng- þveiti og innbyrðis ófrið meðal þjóðarinnar, ef aðeins er hægt að stæra sig af sparnaði á fjár- lögunum. Lengra virðist skiln- ingur þeirra á þjóðarheill ekki ná. Alþýðuflokkurinn er á allt öðru máli um það, hvað þjóð- arheill heimti á þeim tímum, sem nú eru. Hann er þeirrar skoðunar, eins og þeir flokkar, sem nú fara mð stjórn hjá ná- grannaþjóðum okkar á Norð- urlöndum, að eins og nú horfir um atvinnumöguleika vegna minnkandi aðflutnings á hrá- efnum og framleiðslutækjum af völdum stríðsins, sé ekkert vit í því að ætla sér að spara svo nokkru verulegu nemi fjár- framlög til opinberra fram- kvæmda. Þvert á móti. Meðan á stríðinu stendur getur það hjal, sem blöð Sjálfstæðis- flokksins eru stöðugt með um sparnað í stórum stíl á opin- berum fjárframlögum, ekki verið neitt annað en ábyrgðar- laust og hættulegt lýðskrum. Þar með er ekki sagt, að AI- þýðuflokkurinn sé því mótfall- inn að fyllstu varúðar sé gætt í fjárframlögum þess opinbera og reynt sé að draga úr þeim þar, sem hægt er, án þess að rýra atvinnumöguleika þjóðar- innar. Á nokkrum útgjaldalið- um er slíkur sparnaður heldur ekki nema eðlileg afleiðing þess, að stríðið hefir takmark- að möguleikana á þeim fram- kvæmdum, sem fyrirhugaðar hafa verið, eða jafnvel í ein- stökum tilfellum gert unnt að komast af með minni fjárfram- lög en áætluð voru hingað til. Þar, sem svo stendur á, er eng- inn ágreiningur um það milli stjórnarflokkanna, að dregið skuli úr útgjöldunum fyrst um sinn. Þannig mun stjórnin hafa lagt það sameiginlega til við al- þingi, að fjárframlag til fiski- málanefndar, að upphæð 450 þús. kr., verði fellt niður 1 þetta sinn, þar sem ekki mun þykja tiltækilegt vegna hinnar gífur- legu verðhækkunar á skipum, að ráðizt verði í togarakaup eins og nú stendur, en hins veg- ar fyrirsjáanlegt, að tekjur hennar muni aukast svo, að hún geti haldið uppi framkvæmd- um, þótt þetta fjárframlag rík- isins verði fellt niður. Þó er sennilegt Bð það komi enn til athugunar, hvort hún vrði ekki að halda einhverjum hluta þess til styrktar nýj um hraðfrystihús um. Þ ámun einnig hafa orðið sa nkomulag un; ]>aö a" lækka framlag til strandferða um 200 þús. kr. og hafa Súðina í milli- landasiglingum, til landhelgis- gæzlu um aðrar 200 þús. kr. með því að hægt sé að komast af með minni landhelgisgæzlu síðan erlendir togarar hurfu héðan. Þá er og einnig sam- komulag um það, að lækka framlagið til byggingar- og landnámssjóðs um 150 þús. kr., til verkfærakaupasjóðs um 60 þús. kr. og að endingu fram- lagið til nýrra vita um aðrar 60 þúsundir. Það er hins vegar ekki rétt, sem Vísir hélt fram í gær (og Þjóðviljinn), að nokkurt sam- komulag hafi náðst í stjórninni um það að lækka fjárframlög til nýrra vega um 162 þús. kr. En tillaga mun hafa komið fram um það frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Af þeim mun því einnig hafa verið hreyft að draga úr þremur stór- um útgjaldaliðum, framlaginu til atvinnubóta, sem nemur 500 þús. kr. (Þjóðviljinn fór með þau ósannindi í feitri fyrirsögn í gær, sem að vísu var ekki nema hans von og vísa, að það væri tillaga stjórnarinnar allr- ar), jarðræktarstyrknum, sem er 580 þús. kr., og framlaginu til alþýðutrygginganna, sem nemur 545 þús. kr. En fyrir Al- þýðuflokkinn kemur það að sjálfsögðu ekki til mála, að ganga inn á nokkurn niður- skurð á þessum framlögum, sem afkoma og velferð þúsunda veltur á á þessum tímum. Og það verður að teljast harla ó- líklegt að svo vanhugsaðar til- lögur fái nokkurn byr á meðal fulltrúa þjóðarinnar á alþingi. Það hefir aldrei verið nauð- synlegra en nú að leggja fram ríflgt fé til vegavinnu og at- vinnubótavinnu, enda engin fjárframlög þess opinbera, sem veita eins mörgum atvinnu og þau. Og um fjárframlagið til alþýðutrygginganna er það að segja, að ekki væri óeðlilegt, þótt fram kæmu kröfur um að það væri hækkað, þegar flestar lífsnauðsynjar hafa hækkað stórkostlega í verði. Hitt er ó- skiljanlegt, hvernig nokkrum getur dottið slík fjarstæða í hug að það verði lækkað á þessari stundu. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 29. okt. — 4. nóv. (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 68 (63). Kvefsótt 115 (125). Iðra- kvef ý4 (25). Kveflungnabólga 1 (4). Taksótt 1 (0). Hlaupabóla 0 (ý). Heimakoma 0 (1). Manns- lát 10 (5). Landlæknisskrifstof- an. (FB.) Sjömem bera fram frnmv. nm striðstryQQingar sinar. -----» Á grandvelli samninganna, sem gerðir hafaverið milli þeirra og úfgerðarmanna SIGURJÓN Á. ÓLAFS- 1SON formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, flytur á alþingi frumvarp um stríðsslysatryggingu sjó- manna. Segir í greinargerð fyrir frumvarpinu, að eins og kunnugt sé hafi sjómannafé- lögin gert samninga við út- gerðarfélögin um stríðs- tryggingu skipshafnanna, og áð samningar þessir séu tals- vert mismunandi, eftir því hvort um er að ræða sjó- menn ó flutningaskipum eða fiskiskipum, en það virðist næsta óeðlilegt. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa verið sett sér- stök lög um stríðstryggingar skipshafna, og hefir tríðs- tryggingin þar verið sett í samband við hina almennu slysatryggingu. í Danmörku hefir gangur þessara mála verið sá, að aðilar komu sér fyrst saman um trygginguna í aðaldráttum, en síðan voru sett lög á þeim grundvelli. Með frv- Sigurjóns er ætlazt til, að farin verði svipuð leið. Að vísu er þetta frumvarp ekki að öllu leyti samhljóða hvorug- um þeirra samninga, sem gerðir hafa verið, vegna þess að veru- legur munur er á þeim, heldur reynt að fara bil beggja. Auk þess er reynt að gera ákvæðin um bætur fyllri og ákveðnari heldur en er í samningunum og einnig að sníða þær meira eftir okkar slysatryggingarlögum. í frv. segir: „Skylt skal að tryggja þá sjó- menn, sem slysatryggðir eru samkvæmt 8- gr. 1. málsgr. tölul. 1. á. laga nr. 74 31- des: 1937, um alþýðutryggingar, fyrir slysum af völdum ófriðar. Tryggingin nær til þéirra skipa, sem sigla á svæðum, er félags- málaráðherra ákveður á hverj- um tíma með reglugerð. Atvinnurekendum og öðrum þeim, er bera ábyrgð á því, að þeir séu tryggðir, sem trygg- ingarskyldir eru samkvæmt alþýðutryggingarlögunum, skal skylt, auk hinnar lögboðnu tryggingar samlcvæmt áður- nefndum lögum, að kaupa sér- staka stríðstryggingu hjá stríðs- tryggingarfélagi íslenzkra skips hafna fyrir skipshafnir þær, sem sigla á svæðum þeim, sem ákveðin hafa verið samkvæmt 1. gr. Bætur fyrir slys af völdum ófriðar skal greiða samkvæmt eftirfarandi reglum: a. Auk þeirra dagpeninga, sem ákveðnir eru í alþýðu- tryggingarlögunum, skal greiða hinum slasaða 10 krónur á dag Ekkja (ekkill) ................ — með 1 barn ................... — með 2 börn eða fleiri .... — og foreldri(ar) .............. — foreldri og 1 barn ........... — foreldri og 2 börn eða fleiri — foreldrar og 1 barn .......... — foreldrar og 2 börn eða fleiri 1 barn .......................... 2 börn .......................... 3 börn eða fleiri ............... 1 barn og foreldri(ar) ....... . 2 börn eða fleiri og foreldriíar) Fireldri'(ar) .................... Börn hljóta því aðeins bæt- ur, að þau hafi verið á framfæri hins látna, eða ef þau falla undir ákvæði næstu málsgrein- ar. Fósturbörn , hafa sama rétt til bóta og börn. frá því slysið vildi til í allt að 52 vikur samtals- b. Auk þeirra örorkubóta, sem ákveðnar eru í 10. gr. fyrr- nefndra laga, skal greiða kr. 22 000,00 fyrir fulla örorku og hlutfallslega lægra fyrir minni örorku. Örorkubætur greiðast ekki fyrir minni örorku en 5%. Örorkubætur má greiða sem ár- legan lífeyri, ef örorkan er met- in 50% eða meiri- c. Auk þeirra dánarbóta, sem ákveðnar eru í 11. gr. fyrr- nefndra laga, greiðast dánar- bætur samkvæmt eftirfylgjandi töflu: Ekkja (ekkill) 12000 12000 12000 12000 12000 12000 12000 12000 Börn inn- an 16 ára For. Samt. 99 9J 9> 12000 5000 99 17000 9000 99 21000 99 9000 21000 5000 4000 21000 6000 3000 21000 3000 6000 21000 5000 4000 21000 12000 99 12000 17000 99 17000 21000 99 21000 12000 9000 21000 17000 4000 21000 99 12000 12000 Ef hinn látni eftirlætur sér engan af framantöldum vanda- mönnum eða erfingjum, greið- ist erfingjum hans eða dánar- búi kr. 12000,00 samtals:“ Eftirlit með Frh af 2. síðu. stofn, sem fæst af vörugjaldi, ef um kaupstað eða kauptún er að ræb*. * 1 ; ; ; ' j | Ennfremur er ríkisstjóm heimilt að ákveða, að af sveitarfélaginu skuli lelt þar til teknum útgjalda- ii'ðum, 'Og greiðast þeir þá úr rík- issjóði hinn tiltekna tima, sem eigi má lengri vera en hálft ann- að ár í senn. Skal svo miklum greiðslum af létt, að sýnt þyki, áð tekjur muml nægja fyrir þeim útgjöidum, sem eftir eru, Þegar er samþykki ráðherra og ríikisstjórnar liggur fyrir um, að þær rá'ðstafanir megi gera, er að framan segir, skal eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna semja nýja fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélag- ið, byggða á þeim grundvelli, og þegar hann hefir lokið við að semja áætlunina, skal hún send ráðheria til staðífestingar. Reikningshald sveitarfélftgs, sem er undir eftirliti, skal svo fyrir komið, að ávallt megi sjá, hve mikið hefir verið greitt af hverjum lið áætlunarinnar. Nú bemur það í ljós, að ein- hver liður fjárhagsáætlunarinnar muni of lágt áætlaður, eða ó- viðráðanleg atvik valda óeðlileg- um útgjöldum, og skal þá sveit- arstjóm taka málið fyrir á fundi og gera ályktun um hækkun þess útgjaldaliðar og jafnframt gera tillögur um, á hvem hátt tekna Félag vMílaeigeeda, Hafnafirði Vegna stórfelldrar verðhækkunar á nauðþurftum til reksturs vörubifreiða, verður leigugjald fyrir vörubíla fé- lagsins frá og með 23. nóv. 1939 kr. 6,00 um klukkustund. Aðrir ósamningsbundnir taxtar hækka frá sama tíma í sama hlutfalli. Frá þessum tíma verða aksturslaun ekki skrifuð hjá öðrum en þeim, sem hafa opnar skrifstofur og minnst viku- legan útborgunartíma. STJÓRNIN. skuli aflað til að standast út- gjöldin. Ráðherra getur ákveðið, að sveitarfélag, sem er undir eftir- liti, ,skuli tekið til skuldaskila samkvæmt ákvæðum þessara laga. Eftirlitsmaður getur, að þar til fengnu samþykki ráðherra og eft- ir að sveitarstjóm hefir gefizt kostur á að segja þar um álit sitt, selt fasteignir og a'ðrar eignir sveitarfélags, sem er undir eftir- liti, ef það þarf þeirra ekki með til starfsemi sinnar. Honum er og heimilt að leigja eignir slíks sveitarfélags eða fela öðrum rekstur þeirra, ef hann telur það muni betur fara en í höndum sveitarstjómar. Sérhver starfsmaður sveitarfé- lags, sem er undir eftirliti, er skyldur til að fara eftir þeim fyrirmælum og ákvörðunum, sem eftirlitsmaður sveitarstjórnarmál- efna eða umboðsmaður hans gef- ur. Ráðherra getur skipað aðra menn til að fara með störf í þágu sveitarféla,gs, þar á meðal odd- vita eða bæjarstjóra, ef hann tel- ur, að eltki náist nægilegur ár- angur á annan hátt, eða starfs- maður vinnur gegn fyrirskipunum eftirlitsmanns, framkvæmir þær ekki, eða fer ekki eftir fyrirmæl- um laga þessara og settra reglna. Ef stjóm sveitarfélags, sem er undir eftirliti, stofnar til skulda án samþykkis eftirlitsmanns A meðan sveitarfélagið er undir eftirliti, verða þær skuldir eigi krafðar að lögum af sveitarfé- laginu. Loks er 5. kafli, og Ijallar hann um ýms ákvæði, þar á meðal um tekjustofna fyrir illa stæð sveitar- lelög o. fl. Ástandið hjá sveitarfélögun- um. í greinargerð segir: Á undanförnum áram hefir það veri'ð að koma æ betur í ljós, að það eftirlit ,sem hið opinbera hef- ir með fjárhag og afkomu sveit- ariélaganna, er ekki nægilegt. Alþingi hefir reynt að ráða nokkra bót á þessu á síðiustu ár- Um Má þar til nefna, að 1933 voru sett lög um ráðstafanir út af fjárþröng lireppsfélaga, og em nokkur ákvæði þeirra laga tekin upp í þetta frumvarp. Þá vom og á alþingi 1935, samþykkt lög um kreppulánasjóð bæjar og sveitarféla,ga, sem gerðu kleift að létta mjög skulda- byrði hreppsfélaganna, og loks viom 1937 sett lög um tekjur sveitarfélaga og eftirlit með fjárstjórn bæjar- og sve'tar- stjórna. Þeim lögum var svo breytt nokkuð á fyrri hluta þings 1939. Það eftirlit, sem að lögum er með fjármálastjóm hreppsfélaga, er hjá sýslunefndum, en eftirlit með fjárstjóm bæjarfélaganna er hjá ráðuneytinu. Ekki verður annað sagt, en að eftirlit þetta sé mjög ófullkomið og heildarskýrslur um þessi mál mjög litlar til, nema hvað Hag- stofa Islands hefir á síðustu ár- um komið upp góðu yfirliti um fátækraframfærsluna í sambandi við styrk ríkisins til hennar. Með- an allt gengur vel og engin ytri eða innri áhrif vorða þess vald- andi, að mikil röskun eigi sér stað hjá sveitarfélögunum,: getur þetta allt gengið vel, en þegar út af ber fyrir sveitarfélögunum, ftemur í ljós, að þær reglur, sem til eru um það, hvemig að skuli fariö, eru mjög ófullkomnar. .Einu reglurnar, sem til em, felast í lögunum frá 1933 um ráðstafanir út af fjárþröng hreppsfélaga, og þau lög em í sinni núverandi mynd allsendis ónóg, enda mun engu sveitarfélagi hafa verið hjálpað eftir fyrirmælum þeirra laga. Lögin nr. 39 frá 1937, um eft- irlit með fjárstjóm sveitarfélaga, em einnig mjög óflullkomin. Að vísu er ráðherra heimilað þar að skipa sérstakan mann til þess að , hafa á hendi eftirlit með sveitar- félögunum, og heimilað að vikja óhæfum oddvitum og bæjarstjór- um frá stðrfum, en lengra ná þau svo ekki. Öll fyrirmæli um það, hvernig hinum illa stæðu sveitarfélögum skuli hjálpað til þess að komast áftur á fjárhagslega tryggan gmndvöll, vantar, og ekkert fé er til þess ætlað í fjárlögum rik- isins að veita slíka hjálp, því jöfnunarféð, sem sveitarfélögun um er nú greitt úr ríkissjóði, skiptist milli þeirra eftir allt öðmm reglum en þeim, hvort (þáu em í raun og veru fjárhags- lega ósjálfbjarga. Afleiðing þessarar vöntunár á nauðsynlegri löggjöf í þessu efní hefir orðið sú, að ríkissjóður hef- ir hvað eftir annað orðið að hlaupa undir baggann með sveit- arfélögum, sem hafa verið að komast á vonarvöl, og er þar kunnasta dæmið Eskifjörður, sem um mörg ár hefir þurft sérstak- an styrk úr ríkissjóði til þess að fólk þar svelti ekkr vegna getu- leysís sveitarfélagsins. Ástæðumar fyrir hinum slæma fjárhag margra sveitarfélaga eru margar, og það yrði of langt mál að fara ýtarlega út í þær hér. Meginorsökin er þó áreiðanlega atvinnubrestur um lengfi eða skemmvri tíma og það, að sveit- arfélög, sem hafa reynt til þess að bæta úr atvinnusbortinum með ýmsum framkvæmdum, hafa við það komizt í skuldir, sem erfitt er áö risa uncfir. Merkasta átakið, sem gert hefir verið til þess að bjarga fjárhag sveitarfélaganna, er áreiðanlega sú hjálp, sem þehn er veitt með löggjöfinni um kieppuláhasjóð bæjar- og sveitarfélaga. Sii hjálp kemur flestum hreþpsfélögum að fullu gagni, en bæjarfélögunum og stærstu kauptúnunum siður, vegna þess, að ekki var heimild Frh. á 4C iíöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.