Alþýðublaðið - 23.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1939, Blaðsíða 2
-'X' FIMMTUDAGUR 23. NÖV. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ELDFÆRIN 115) Um morguninn gat hann séð rnilli járnrimlanna í gluggan- um sínum 116) að fólk flýtti sér út úr borginni til þess að sjá hann hengdan.. 117) Hann heyrði bumbuslátt og sá hermennina á göngu- Allir voru á harðahlaupum. ÆifpfsK s:i SaeáMla-Pétnr. A- Chr. Westergaard: Sand hóla-Pétur. II: Baráttan. : Eiiíkur Sigurðsson íslenzk- aði. Bamablaöi'ð Æskan gaf út. ‘Ég hjeíd að itiér sé óhætt að fullyrða pað, að síðan petta 2. bindi af Æandhióla-Pétri kom út, og reyndar fyrr — hafi varla nokkui’ strákur á aldrinum 10 ára og fram yfir fermingu toom- ið svo inn í Bókasafn Hafnar- fjarðá■, aÖ hans fyrsta spurning hafi ekki verið hvort það væri kömið. Ög petta ér ótvíræður og óþvingaður vitnisburður um það, hvernig þessum ungu lesendum hefir líkað 1. bindi sögunnar. Þeir. eru ekki ennþá komnir á þann aldur, að þeir geri sér upp hrifningu yfir bókum, sem þeir halda, að sé fínt og beri vott um góðan smekk að dást að, jafnvel þótt þeim sva með sjálf- um sér finriist þær bæöi leiðin- legar og ómerkilegar. En þótt nú strákarnir séu svo hrifnjr.áf Sandhóla-Pétri, þá gæti reyndar vej verið, að bókmennta- legt gildi sögu eða siðferðislegt gildi hennar væri ekki mikið. En ég ætla að um þetta tvennt full- nægi sagan öllum sanngjömum kröfum. 2. bindi'ð segir frá þessum •röská og eiribeitta strák, Sand- : f hó’a-Pétri, sem aldrei hvikar frá þeim skyldum, sem hann hefir tekið sér á herðar, þótt stund- um sé þungt undir þeim að standa, þessum strákaforingja, sem er tryggur vinum sínum og þolír engin svik við andstæðing- ana. Sa.gan er alveg laus viÖ all- ar si'ðferðispredikanir, og er það kostur, en hins vegar hvetur og örvar allur andi hennar snöggt til dáða og dyggða. Bókmenntagildið er'ekki sér- lega mikið. Yfirleitt er vel með efnið farið, en ekki kemur þar fram djúp sálarlífsþekking, og er þó allt eðlilegt og ánekstralaust um þau efni: Og eftir því, sem ég bezt veit, eru þarna allsæmilegar lýsingar á lífi fiskimanna við Jót- landssíðu, og bótt frásögnin geti á toöflum orðið nokkuð reyfara- kennd, þá er því þó öllu mjög í hóf stillt. RIDER HAGGARD: En svo að vikið sé að málinu á bókinni, þá kann ég illa við að Bergþór sé eins í þágufalli og r.efndfalli, sé t d. sagt hjá Berg- þór, með Bergþór (sem reyndar má til sanns vegar færa, þegar það á við, sem sjaldnast eða aldrei er í þessu hefti, en allir finna muninn, hvort við segjum: „Ég er með Bergþór“ eða: „Ég er með Bergþóri“; og kemur mér þá í hug sagan um Vestfirðing- inn, sem afgrei'ðslumaður Eim- skipafélags Islands spurði, hvort lia:n hefði komið með Gullfoss, en þá sva aði maðurinn: „Nei, ég er ekki skipstjóri þar“, því að skipstjórinn kemur með skipið, en farþegarnir með skipinu). Þetta með hann Bergþór er alveg rangt, og þótt sumum finnist það kannske ekki mikils vert, þá er það það saint. I bók, sem ung- lingar drekka í sig eins og þeir giera vi’ð Sandhóla-Pétur, verð- ur málið að vera rétt. I þessu sambandi langar mig til að láta. í ljós þann grun, sem ég hefi án þes;s að hafa lesið söguna á frumritinu, að þýðand- inn hafi sums sta'ðar sér og þýð- iingunni til baga þrætt of ná- kvæmlega frásögn frumritsins. Á þvi ver'öur að vara sig í bótoum fyrir börn og unglinga, og því fremur, sem þær eru ætla'ðar yngri börnum. Dæmi veit ég þess, þótt hér verði ekki nefnt, að ágæt smábarnabók útlend hefir verið þýdd á íslenzku og þrædd nákvæmlega setninigu fyrir setningu, me'ð þeim árangri, að enigir litlir krakkar geta lesiö hana sér til ánægju, en hlusta hins vegar með opnum munni og hlæjandi augum, ef þeim er sagt efni sögunnar með viðeigandi orðum. En það er hvorttveggja, að þessa annmarka gætir ekki miki'ð í Sandhóla-Pétri, og svo er sú bók lika ætluð börnum um og undir fermingu, og kemur því minna að sök, enda er það alveg áieiðanlegt, að þetta annað bindi af Sandhóla-Pétri verður kapp- lesið ekki siður en það fyrsta. Ólafur Þ. Kristjánsson. UMRÆÐUEFNI KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru brati. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Námá Salómons og Hvítramannatand, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er em af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvík. Sjóárásin við Hornafjörð og stöðvun Esju. — Spurn- ingar verkamanns. — Garð- ræktin og erfiðleikar henn- ar. — Sjómaður skrifar um sjómannadaginn. — Er vigtin á brauðunum svikin? Verðið á ostunum. Á að banna kommúnistaflokkinn? ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— SJÓÁRÁSIN við Hornafjörð og' stöðvun Esju í fyrradag og ýmsir aðrir viðburðir í sam- bandi við þetta stríð, sem nú geis- ar, sýnir okkur hversu miklu nær við erum ófriðnum en við vorum fyrir 25 árum. Svo virðist sem flutningaskipið hafi ætlað að flýja inn fyrir landhelgislínu og her- skipið ætiað að elta það þangað. Það varð þó ekki. Við getum heldur ekki vænst þess, að stríðs- aðilar virði mjög hlutleysi okkar. „VERKAMAÐUR“ spyr: „Ég hefi unnið á sama stað í mörg ár sem verkamaður. 1. Hefi ég nokk- urn rétt, til dæmis ef maður þarf að fara til læknis úr vinnu í t. d. 1 klst.? Á að draga þetta af kaupi okkar? 2. Ef við vinnum matar- tíma, hvað á að borga fyrir hann? og 3. Hvað á að borga fyrir tíma frá kl. 6—6 y2 e. h.? 4. Ef við verð- um veikir, eigum við þá að fá nokkurt kaup og hvað lengi?“ SVAR. Fyrsta spurning: Þetta atriði er mjög undir atvinnurek- andanum sjálfum komið. Þeir verkamenn, sem ekki eru fastir starfsmenn eða ráðnir með samn- ingum, hafa ekki heimtingu á því að fá greitt fyrir veikindadaga. 2. Matartíma ber að borga með tvö- földu kaupi. 3. Ef unnin er eftir- vinna ber að gefa kaffihlé kl. 6 —6 % og borga fyrir þann tíma með eftirvinnukaupi. Ef verka- maður hins vegar vinnur þennan hálftíma, ber að borga hann með 100% álagi, eða kr. 2,15 fyrir hálftímann. — Fyrir tímann frá 6—7 ber vitanlega líka að borga með eftirvinnukaupi. 4. Hvað viðvíkur svari við þessari spurningu, þá hlýtur það að vera sama og við fyrstu spurningunni. SJÓMAÐUR skrifar mér 17. þ. m„ og bið ég hann að afsaka hve dregist hefir að birta bréf hans: „í Morgublaðinu í dag er getið um að við íslendingar höldum 13 helgidaga. Þar með er talinn há- tíðardagur verzlunarmanna. 1. maí, 17. júní, 1. desember og fleiri. Eins og endranær er sjómönnun- um gleymt. Sjómennirnir hafa helgað sér einn dag á ári, Sjó- mannadaginn, og enda þótt hann sé ekki ennþá löghelgaður sem frí- dagur, er hann eigi að síður helgi- dagur sjómannsins. Sjómennirnir eru og hafa verið okkar hermenn, þeir eru útverðir möguleikans CffARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnln á Bounty. 125 Karl ísfeld íslenzkaði. landi. Þar sem húsin stóðu áður fyrr í hinum broshýru lund- um, sáust nú aðeins örfá hús- Og jafnvel trén virtust hnipnari en áður, laufið gulnað og trén strjál. Og að því er við frétt- um seinna, hafði hinn sigrandi flokkur eyðilagt nærri því öll brauðávaxtatrén á Tahiti. Að lokum lagði lítill bátur frá landi og í honum voru aðeins tveir menn. Þeir voru klæddir tötralegum búningi Evrópumanna og virtust vera betlarar, því að þeir höfðu ekkert, sem þeir gætu gefið okkur í staðinn fyrir það, sem við gáfum þeim. Þeir ávörpuðu okkur á bjagaðri ensku. Þegar þeir töluðu saman á sínu máli, varð ég þess var, mér til mikillar undrunar, að ég skildi hvert einasta orð, sem þeir sögðu- Ég spurði eftir Tipau, Poino og Hitihiti, en þeir ypptu öxlum og horfðu á mig undrunaraugum. Klukkutíma fyrir sólarlag lét ég róa með mig í land og steig í land á oddann rétt hjá húsi Hitihitis- Ég skipaði mönnum mínum að bíða eftir mér á Matavaiströndinni og gekk aleinn uppeftir á sama stað og læknirinn hafði gengið tuttugu árum áður. Ég sá enga mannlega veru, og ekki fann ég heldur nein verksummerki eftir hús gistivinar míns. Odd- inn, sm áður hafði verið þakinn safaríkum gróðri, var nú al- þakinn illgresi. Einu sinni hafði ótölulegur mannfjöldi gengið stiginn til Fareroimusterisins. Nú var stígurinn orðinn nærri því grasi gróinn. Á leið minni til árinnar, þar sem ég hafði fyrst talað við Tehani, nam ég staðar, er ég kom auga á gamla konu, sem sat í hnipri og horfði út á sjóinn- Hún horfði á mig sljóum augum, en lifnaði við, þegar ég ávarpaði hana á henn- ar eigin máli. Hitihiti? Hún hafði heyrt hans getið, en hann var dáinn fyrir löngu. Hina? Hún hristi höfuðið. Hún hafði aldrei heyrt Tipau nefndan, en hún mundi vel eftir Poino- Hann var dáinn. Hún yppti öxlum: — Tahiti var einu sinni land, þar sem menn gátu búið. En nú er það af, sem áður var. Nú eru aðeins skuggarnir eftir- Áin var ennþá óbreytt. Og enda þótt bakkinn væri grasi vaxinn, rataði ég á staðinn, þar sem við höfðum setið- Hinn gamli æruverði trjábolur stóð ennþá fastur á rótum sínum. Áin rann framhjá með sama syngjandi niðnum og áður fyrr. En æska mín var runnin í skaut aldanna, liðin hjá og kom aldrei aftur. Og allir hinir gömlu vinir mínir voru látnir- And- artak greip mig sár söknuður. Ég hefði gjarnan viljað afsala mér öllum frama mínum og öllu, sem ég átti í heiminum, til þess að vera tuttugu árum yngri og geta synt yfir ána, með Tehani. Ég þorði ekki að hugsa um hana eða Helenu- Ég hafði á- kveðið að sigla til Tautira daginn eftir, og ég kveið fyrir því, sem ef til vill biði mín þar. Loks stóð ég á fætur, óð yfir ána á grunnu vaði og gekk í áttina til One Tree Hill. Holtin, þar sem áður höfðu vaxið brauðávaxtatré, sem nærðu hundr- uð manna, voru nú nakin og hrjóstrug. í stað þess, að áður voru hér aðlaðandi hús, voru hér nú óhreinir kofar- Og þar sem áður höfðu búið þúsundir manna, hitti ég nú aðeins örfáa á leið minni. Það var komin nótt, þegar ég kom að bústað Stewarts, en máninn hengdi skjöld sinn í greinar trjánna. Ég fékk mér DAGSINS. fyrir því að hægt sé að lifa hér á íslandi. Og þeir gera kröfu til þess að þeirra dagur, Sjómannadagur- inn, sé talinn annað en hversdags- dagur.“ ,.GAMLI“ skrifar mér á þessa leið: „Sem betur fer hefir áhugi Reykvíkinga fyrir aukinni garð- rækt vaxið mikið á síðustu árum. Er það vel farið, því á stríðstímum eru kartöflur oft næstum eina fæðan, sem fátækir menn geta veitt sér.“ „EN ÞAÐ ER ýmislgt, sem þarf að gera til að létta mönnum garð- yrkjuna. Fyrst er það, að garð- löndin eru allt of fá, sem mönnum standa til boða, þó nóg sé af þeim í bæjarlandinu, og svo eru þau flest of fjarri. Því ekki að taka sum túnin til garðyrkju, sem mörg gefa lítinn arð til grasræktar? Annað er það, að leigan fyrir garð- land, sem svarar til 250 kr. fyrir hektar, er allt of há. Það á að gefa mönum kost á garðlandi fyrir sáralitla leigu, jafnvel fátækling- um leigulaust." „ÞAÐ ER SÆMILEGT að fá átta tunnur af jarðeplum upp úr 400 ferm. garði. Það eru kr. 160,00 með 20 krónu verði á tunnu. Kostnaðurinn er: Garðleiga 10 krónur, 1 tunna útsæði um 35 kr., áburður um 25 krónur. Tekjurnar eru því ekki miklar, en það er hollur heimafenginn baggi.“ „EN VEL Á MINNZT með á- burðinn. Udanfarið hefir aðallega verið notaður útlendur áburður, en nú verður hann sjálfsagt í margföldu verði, ef hann þá fæst. Mykja kostar nú 8 krónur hest- vagninn, var áður 5 krónur. Víða kringum bæinn berast á land miklar hrannir af þara mestan part vetrar, þegar álandsvindur er. Hann grotnar þar niður eða tekur út aftur. Þari er talinn eitt hið bezta áburðarefni í garða; tvö hlöss af honum talin jafngilda einu af mykju.“ „VÆRI NÚ EKKI tilvalið af bæjarfélaginu að láta eitthvað af hinum mikla fjölda allslausra at- vinnuleysingja fara að aka þara í hauga, þegar hann berst á land, og selja hann svo til garðáburðar? Ég held að það væri ólíkt hyggilegra en margt annað, sem unnið er í atvinnubótavinnu. Og án áburðar og útsæðis verður engin garð- rækt.“ „EN VEGNA kartöflusýkinnar, sem eyðilagði mikið s.l. sumar, er það nauðsynlegt, að garðyrkju- ráðunauturinn láti dreifa varnar- lyfi yfir alla matjurtagarða í bæjar landinu næsta sumar, og jafni svo kostnaðinum niður á garðeigend-' ur. Einn sýktur garður getur eyði- lagt uppskeru úr mörgum öðrum.“ BEINTEINN skrifar mér á þessa leið: „Jæja, Hannes minn, viltu nú undansláttarlaust svara þessu: Hver á að hafa eftirlit með þyngd brauða? Sé það einhver eða einhverjir, er það starf sannarlega ekki rækt sem skyldi, eða alls ekki hirt um það. Nú segir sagan, allt frá grárri forneskju, að alla jafnan er svikin vog á brauðum, og þá helzt c'. rízt skyldi, á erfið- leikatímum almennings. Nægir að benda á refsingar á bökurum á miðöldunum. Nú virðast svikin keyra úr hófi i Reykjavík." LÖGREGLUSTJÓRI á að hafa þetta eftirlit. Ef þú rekst á svikna vigt á brauðum, þá skaltu kæra það tafarlaust. Hins vegar er þyngd brauðanna ákveðin- út úr ofninum, en þau léttast eitthvað er þau kólna. BEINTEINN heldur áfram: „Hvaða ástæða er færð fyrir því, að verð eggja og smjörs er keyrt svo úr hófi, sem sýnt er? Ekki er það aðflutt og vísitala þess er- lenda varnings, sem sveitamenn kaupa, réttlætir það á engan hátt. En ostar eru seldir úr landinu með gjafverði og útflutningurinn verð- launaður. Hvar er samræmið?“ UM ÞETTA hefi ég fátt að segja. Ég er nýlega .búinn að fordæma verðhækkunina á smjörinu. — Hænsnafóður hefir hækkað mjög mikið. Annars hafa egg alltaf hækkað um þetta leyti. Vitanlega er þetta með 'ostana ekki þolandi, þar eem við verðfem að kaupa ost mjög hóu verði. OG ENN SEGIR Beinteinn: „Viroist þér menn b ■ ';ennt gera sér ljósa grein fyrir •; "í, hverjar afleiðingar hinar rússnesku gjafa- skeytasendingar geta leitt af sér? Er engin leið til að losna við kommúnistaafglapana úr opinberu þjóðlífi? Ef svo er, eftir hverju er beðið?“ ÉG VEIT að allur almenningur fyrirlítur alla starfsemi kommún- ista, en ég býst við að allir séu ekki jafnsammála um það, að banna beri flokksnefnu þeirra, enda mun það mesti óþarfi. Hannes á horninu. Barnasokkar allar stærðir Inniskór kvenna og barna. Verðið lágt. BBEKKA Ásvallagötu 1. Sími 1871. Útbreiðið Alþýðublaðið. sæti á flötum steini, rétt þar sem bústaður Stewarts hafði verið. Það var ekki svo mikið sem ein flís eftir af húsinu- Ekki sást heldur neitt af garðinum, sem hann hafði nostrað við af svo mikilli umhyggju. En þó fann ég á einum stað leifar af einu beðinu hans. Bein Stewarts voru nú að velkjast innan um kórallana á hafsbotni, þar sem timbrið úr Pandora var að rotna- Hvar var Peggy? Hvar var barnið þeirra? Svalt nætur- kulið bærði lundinn. Og mér fannst staðurinn umsetinn af öndum — skuggum lifandi og dauðra manna — og minn eiginn skuggi var meðal þeirra. Daginn eftir tók ég einn skipsbátinn og nokkra menn með mér og sigldi fram með austurströnd Tahiti Nui til Taiarapu. Austurströndin virtist gróðursælli en Matavai, og ég varð glað- ur 1 bragði, þegar ég sá, að konungsríki Vehiatuas hafði ekkí algerlega eyðst í styrjöldinni- En þar höfðu sjúkdómar herjað, og þar var kannske aðeins einn maður nú, sem fimm höfðu verið, þegar ég átti heima á eyjunni. Þegar við nálguðumst Tautira reyndi ég að koma auga á stóra húsið hans Vehiatuas á oddanum. Það var horfið. En aftur á móti sá ég mitt eigið hús, þar sem ég hafði búið. Það stóð þar ennþá. Báturinn rann upp í fjöruna. Hópur manna, sem voru glaðlegri en þeir, sem ég hafði séð í Matavai, stóð í fjörunni, til þess að bjóða okkur velkomna. Ég horfði á þessi andlit og hjarta mitt sló ört. En ég þekkti engan af þessum mönnum- Ég þorði ekki að spyrja eftir Tehani, og trúboðarnir höfðu sagt mér, að Vehiatua væri dauður. Ég gaf því mönnum mínum skipun um, að kaupa kók- oshnetur og fór því næst af stað, tii þess að leita að einhverj- um, sem ég þekkti. Hinir innfæddu urðu eftir hjá mönnum' mínum. Mér þótti vænt um, að fá að vera einn. Ég fór stiginn, sem mér var svo gamalkunnur, ©g var ©kki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.