Alþýðublaðið - 24.11.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.11.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGIFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN KX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 24. NÓV. 1939 275. TÖLUBLAÐ KIK5EE552!!! undurduf lin og kafbát arnir sökkva faverju skipinu eftir nnað við EnElandsstrendur ÞJóð^erjar varpa tiiiidiirdufliim nlður með fallhlffum úr flúgvélum sfnum. lái við segil- nOgnnðntundur iftasiifiiedii? . OSLO í morgun.FB. FRÁ KaupmannahÖfn berast fregnir um, að fundið hafi vferið upp nýtt tæki til þess að af- stýra hættunni af hinum segulmögnuðu tundurdufl- um- - - Er þetta tæki gert úr tré og er notað til þess að slæða hin segulmögnuðu íundurdufl. Esja herskip! ,ÝZKA útvarpið skýrði frá því í gærkveldi, sem dæmi um yfirgang brezka flotans við hinar hlutlausu þjóðir, að brezkt herskip hefði stöðvað íslenzka herskipið(!) Esju við strendur íslands. Virðist fréttaritarinn, sem símað hefir fréttina ekki vera vel með á nótunum, eða þá að þýzka útvarpið puntar svona upp á fréttir sínar. Bertbe Fisser kom frð Brasilín. HOENFIEÐINGAE komust affur út í flakið af Bertha Fisser seinnipartinn í gær, og í morgun fóru þeir enn út í flak- ið, og var þá ágætt veður og lygn sjór. í gær tókst að ná ofurlitlu af farmi skipsins, hveiti og ýmsu fleiru. Meðal skipsskjalanna var dagbók skipsins og sýndi hún, að skipið hafði farið frá Per- nambuco í Brazilíu 23- október og var á leið til Þýzkalands. En farmskráin var ekki með skips- skjölunum. SmjorhækkMniK enn: Fniltrúar kaupmaima Kron oal Slátnrfél- iigsiHsIi f nndi Mjólk urverðlagsnefndar. HfEKKUNIN á íslenzka smjörinu er alltaf rædd meðal bæjarbúa og mælist jafn (Frh. á 4. síðu.) Frá fréttaritara Alþýðublaðsins- KHÖFN í morgun. HVER FREGNIN rekur nú aðra um skip, bæði brezk og hlutlaus, sem rekizt hafa á hin segulmögnuðu tund- urdufl Þjóðverja við Englandsstrendur og sprungið í loft upp, eða verið skotin í kaf af þýzkum kafbátum. Það hefir nú verið opinberlega tilkynnt í London, að Þjóðvérjar leggja þessum tundurduflum einnig úr flugvél- um sínum og séu þau látin síga í fallhlíf niður á sjóinn til þess að þau springi ekki strax þegar þau skella í vatninu. Þetta komst upp, þegar þýzkar flugvélar voru á ^ sveimi yfir ósum Thamesfljótsins úti fyrir London. Þær flugu' mjög lágt og margir voru sjónarvottar að því, þegar tundurduflin voru látin síga niður í fallhlífum. Það er ískyggilegur fjöldi skipa, sem farizt hefir við aust- urströnd Englands og á Atlants- hafinu síðustu dagana- Á þriðjudaginn var franska togáranum „Balyes" sökkt af þýzkum kafbát úti á Atlants- hafi. Skiphöfninni, 16 manns, var bjargað og 'er hún komin í höfn á Spáni. Á miðvikudaginn rakst gríska kaupfarið „Elene," 4600 smálestir, á tundurdufl við suð- urströnd Englánds og sökk. — Skipsmennirnir, 24 að tölu, komust í björgunarbátana og fengu skömmu síðar hjálp úr landi. Þeir komust allir lífs af. Brezka togaranum „Sulby" frá Grimsby var sökkt af þýzk- um kafbát á miðvikudaginn við austurströnd Skotlands- Á tog- aranum voru 12 manns, og hefir 7 af þeim verið bjargað, en 5 er saknað. Brezka hjálparskipið „Ara- gonite," sem notað var til þess að slæða tundurdufl, tókst á eitt þeirra á miðvikudaginn og sökk. 4 af áhöfninni særðust, en allir virðast hafa bjargast í land- Brezka kaupfarinu „Geral- dine" frá Hull var á miðviku- daginn sökkt við austurströnd Englands. Brezku herskipi tókst að bjarga allri áhöfninni, 26 manns- Brezka kaupfarið „Lowland" frá London rakst á tundurdufl í Norðursjónum í gær og sökk. 5 af skipshöfninni hefir verið bjargað, en 9 er saknað. Þá er það nú orðið kunnugt, að brezka kaupfarinu „Dari- no", 1500 smálestir, var sökkt af þýzkm kafbát við vestur- strönd Frakklands síðastliðinn sunnudag. Af skipshÖfninni, 27 manns, hefir 11 verið bjargað, en 16 fórust. Tveimar pýzknm kafbát nm sökkt af Mnskn Ástandið rætt fyrir utan hermálaráðuneytið í London: Til vinstri Lord Gort, yfirhershöfðingi Breta, óeinkennisbúinn, í miðju Horte- Belisha, hermálaráðherrann. Dðmsmðlaráðherra leggnr til að lðgreglustióraembæft inis í Reykiavik verli skift ------------ 4------------- Nýtt embætti: Sakadómari á að fara með dóma í sakamálum og hafa yfirstjórn rannsóknarlðgreglunnar. OSLO í morgun. FB. í tilkynningu frönsku her- málastjórnarinnar er sagt frá því, að franskur tundurspillir hafi sökkt tveimur þýzkum kaf- bátum á tæpum þremur dægr- um. ¦ : ".¦:¦' ¦ ?¦:¦¦¦¦¦ ¦ ' ' •"'" •• : ¦'.¦ .¦..:. :' ¦¦,:¦¦:¦ ¦ . KSííS: lllllil!v,i;'';;<'/:''w':4 Þýzkir flugmenn athuga fyrirskipanirnar áður en þeír leggja af stað út yfir Norðursjóinn. Oermann jónasson *"*' forsætisráðherra flytur tvö frumvörp á alþingi um lögreglu- og dómsmál. Fjall- ar annað þeirra aðallega um skiptingu lögreglustjóraemb- ættisins, en hitt er um lög- reglumenn. Alþýðublaðið skýrði frá því í sumar í sambandi við umræðurnar um málefni lögreglunnar, að dómsmála- ráðherra teldi rétt að taka upp nýja skipun um embætti lögreglustjóra og skipta því í tvö embætti. Var um leið skýrt frá því, að talið væri líklegt að Agnar Ko- foed-Hansen tæki við emb- » æt'ti lögreglustjóra. Frumvarp Hermanns Jónas- sonar um þetta efni er í aðalat- riðum á þessa leið: í Reykjavík skulu vera lög- mannsembætti, sakadómara- embætti, lögreglustjóraemb- ætti og tollstjóraembætti. Lögmaður fer með dómsmál, önnur en opinber mál, skipta- mál, fógetagerðir, uppboð, þinglýsingar, skráning firma, samvinnufélaga og hlutafélaga, notarialgerðir, yfirfjárráð, börg aralega hjónavígslu, hjóna- skilnaðarmál, kvaðning mats- manna og skoðUnar í dómi og utan dóms, skipun opinberra starfsmanna, sem hingað til hafa verið skipaðir af lögmanni, afgreiðslu leyfisbréfa til setu í óskiptu búi, úrskurðun fátækra- mála og uppkvaðning meðlags- úrskurða og alþingiskosningar. Sakadómari fer með opinber mál, rannsókn þeirra fyrir dómi og utan dóms og dómsuppsögn, framkvæmd refsidóma, stjórn rannsóknarlögreglu og umsjón hegningarhússins. Lögreglustjóri fer með lög- reglustjórn, strandmál, útlend- ingaeftirlit, heilbrigðismál og gútáfu vegabréfa- Tollstjóri hefir forstjórn toll- gæzlu, innheimtu á sköttum og tollum til ríkissjóðs, ellistyrkt- arsjóðsgjöldum, gjöldum til tryggingarstofnunar ríkisins, þ. á m. slysatryggingargjöldum sjómanna, afgreiðslu skipa og innheimtu skipagjalda, lög- skráning skipshafna, mælingu og skrásetningu skipa, af- greiðslu vottorða um uppruna vöru, svo og innheimtu þeirra gjalda, er hann nú annast eða ráðherra felur honum- Ráðherra úrskurðar annars, hver störf skuli lögð undir Frh. á 3. síðu. Umferðaslys i morpn. Drenonr vertnr fyrir bil oo fotbretnnr. IJM kb 11 í morgun varð %r slys inni hjá Bjarnaborg. 14 ára piltur varð fyrir bifreið og fótbrotnaði. Pilturinn heitir Ólafur Ólafs- son, Smyrilsveg 29- Kom hann , á hjóli ofan Vitastíg, m bifreið- in kom innan Hverffgsgötu. Lenti hann fyrir bifreiðinni, féll á götuna og fótbrotnaði á öðrum fæti. Var það opið brot- Pilturinn var fluttur á Landsspítalann. Sígnrðer Mapússoi fyrrv. yfirlæfcnir sjðtnpr^i dag. SIGURÐUR MAGNÚSSON prófessor fyrrverandi yfir- læknir á Vífilsstaðahaelinu er sjötugur í dag. Sigurður . Magnússon hefir unnið geysiþýðingarmikið starf í þágu þjóðarinnar. Hann barð- ist í meira en aldarfjórðung gegn einum af hættulegustu; sjúkdómum, sem herjað hefir þjóðina, hinum hvíta dauða, berklunum. Starf hans hefir verið erfitt, en það sýnir bezt dugnað Sigurðar og árvekni, hve góðum árangri haiin hefir náð með baráttu sinni. Það er áreiðanlegt, að fáir menn eiga svo almennum vih- sældum að fagna um 'allt land. í hverri sveit og hverju þörþi, sem Sigurður Magnússbn, Qg hann mun líka verðá var við þær vinsældir í dag. Bazar I. O. G. T. Á morgun kl. 3 e .h. verður hinn árlegi bazar I. O. G. T. í Templarahúsinu. Par hefir venju- lega verið hægt að fá góða vöru við tiltölulega lágu verði. Hargar loftorostur milli Breta og Þ]óðverja i gær. ----------- ? ——:----- Bretar skutu niður sfH Þýzkar flugvélar, en mistu sjálfir enga. M' LONDON í gærkveldi. FU. ARGAR loftorustur hafa verið háðar yfir Vestur- vigstöðvunum í dag og áttust þar við brezkir og þýzkir flug- menn. Það er talið víst, að brezkir flugmenn hafi skotið niður sjö^ þýzkar flugvélar, allt Dornier-sprengjuflugvélar, án þess að missa nokkra sjálfir. Það er búiö að staðfesta pað, að fjórar pýzfkar flugvélar voru skotnar niður, en fregnimar um binar prjár bíða enn staðfesting- Fltugmennirnir i einni þýzku flugvélinni, sem skotin var niður, kveiktu í henni, er þeir höfðu nauölent, og miðuðu skammbyss- um sínum á þá, sem að komu, meðan einn peirra kveikti í ftag1- vélinni. Flugmennirnir í annari þýzkri flugvél, en peir voru tveir, hentu sér út í fallhlífúm, og vár annar dauður er að var komið. Hann haf ði særst áðux en hann varpaoi sér út úr flugvélinni. Hinn flutf* maðurinn var einnig sœrðiur. Þriðja flugvélki var skotinmð- ur af loftvarnabyssuskyttum. Hinar flugvélarnar hröpttou til jarðar á ýmsum stöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.